Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 17. maí 2022 Mál nr. E - 5103/2021 : Rekstrarfélag Hafnartorgs (Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson lögmaður) g egn Brimborg ehf. ( Tómas Jónsson lögmaður ) Dómur 1 Mál þetta, sem dómtekið var 29. apríl 2022, höfðaði Rekstrarfélag Hafnartorgs, [...] , með stefnu birtri 29. október 2021 á hendur Brimborg ehf., [...] , til heimtu leigu og innheimtukostnaðar vegna stæða í bílageymsluhúsi. 2 Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði gert að greiða stefnanda 52.449 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af kr. 2.840,00 frá 31.05.2019 til 03.06.2019, af kr. 9.047,00 frá 03.06.2019 til 04.06.2019, af kr. 11.140,00 frá 04.06.2019 til 11.06 .2019, af kr. 13.468,00 frá 11.06.2019 til 13.06.2019, af kr. 16.633,00 frá 13.06.2019 til 16.06.2019, af kr. 18.601,00 frá 16.06.2019 til 17.06.2019, af kr. 20.934,00 frá 17.06.2019 til 23.06.2019, af kr. 22.897,00 frá 23.06.2019 til 30.06.2019, af k r. 25.308,00 frá 30.06.2019 til 23.07.2019, af kr. 27.280,00 frá 23.07.2019 til 24.07.2019, af kr. 36.609,00 frá 24.07.2019 til 28.07.2019, af kr. 38.810,00 frá 28.07.2019 til 27.08.2019, af kr. 40.927,00 frá 27.08.2019 til 29.08.2019, af kr. 43.487,0 0 frá 29.08.2019 til 07.09.2019, af kr. 47.728,00 frá 07.09.2019 til 12.09.2019, af kr. 49.996,00 frá 12.09.2019 til 18.09.2019, af kr. 52.449,00 frá 18.09.2019 til greiðsludags . Þá er krafist málskostnað ar að mati dómsins . 3 Stefndi krefst aðallega sýkn u af öllum kröfum stefnanda en til vara verulegrar lækkunar. Í báðum tilvikum er gerð krafa um málskostnað úr hendi stefnanda að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi . Málsatvik 2 4 Stefnandi rekur bílastæðahús við Hafnartorg í Reykjavík og sér um að innheimta leigu af þeim sem leggja bifreiðum sínum í bílastæðahúsinu. Grundvöllur innheimtunnar byggist á því að ljósmynd er tekin af bifreið (númeraplötum) , sem ökumaður ekur inn í bílakjallarann , auk þess sem tími innaksturs í bílastæðahúsi ð er skráður í tölvukerfi stefnanda. Þegar ökumaður ekur bifreið sinni út úr kjallaranum er önnur ljósmynd tekin af bifreiðinni , auk þess sem tími útaksturs er skráður í tölvukerfi stefnanda. 5 Í kjölfar útaksturs hverrar bifreiðar kannar tölvukerfi stefna nda hvort ökumaður bifreiðarinnar hafi greitt leigugjald fyrir afnot bílastæðahússins í þar til gerðar greiðsluvélar , eða í gegnum smáforrit úr síma eða spjaldtölvu. Hafi greiðsla ekki verið innt af hendi reiknast leiga samkvæmt gjaldskrá , auk þess sem 1.8 00 króna innheimtukostnaður bætist við leigugjaldið vegna brota gegn skilmálum , sem gilda gagnvart þeim ökumönnum sem leggja bílum sínum í bílastæðahúsinu. 6 Gjaldskrá stefnanda og upplýsingar um innheimtukostnað gagnvart þeim sem aka burt úr bílastæðahúsinu , án þess að greiða tilskilið leigugjald , er kynnt á staðnum, en aðila málsins greinir á um það hvort það sé með nægilega áberandi hætti. 7 Stefndi rekur meðal annars bílaleigu í atvinnuskyni . Ö kumenn sem leigja bifreiðar hjá stefnda hafa , að sögn stefnanda, meðal annars lagt þeim bifreiðum í bílastæðahúsinu við Hafnartorg. Margir þeirra haf i greitt skilvíslega fyrir notkun á stæðunum, en sumir leigutakar bifreiða hjá stefnda haf i ekið í burtu án þess að greiða. 8 Á tímabilinu frá 31. maí 2019 til 18. september 2019 var eftirtöldum bifreiðum í eigu stefnda lagt í bílastæðahúsið , að sögn stefnda, án þess að greitt væri fyrir og stefnda sendir reikningar jafnóðum af þeim sökum: Skrás. nr. bifr. / Reiknings nr. Dags. Gjalddagi Upphæð EAL84 / 297 EAL84 / 304 TRU94 / 305 EAL84 / 317 MON06 / 391 OOA51 / 423 TRU94 / 465 31.05.2019 03.06.2019 03.06.2019 04.06.2019 11.06.2019 13.06.2019 16.06.2019 31.05.2019 03.06.2019 03.06.2019 04.06.2019 11.06.2019 13.06.2019 16.06.2019 2.840,00 4.237,00 1.970,00 2.093,00 2.328,00 3.165,00 1.968,00 3 BKN74 / 482 BAM25 / 574 LST86 / 690 BAH63 / 1106 BOE33 / 1157 KZK45 / 1158 MSK96 / 1159 PYX74 / 1262 BDN03 / 1338 VTU14 / 1789 YYV13 / 1833 OAH03 / 1948 OAH03 / 1949 OAH03 / 2033 UTP19 / 2140 17.06.2019 23.06.2019 30.06.2019 23.07.2019 24.07.2019 24.07.2019 24.07.2019 24.07.2019 28.07.2019 27.08.2019 29.08.2019 07.09.2019 07.09.2019 12.09.2019 18.09.2019 17.06.2019 23.06.2019 30.06.2019 23.07.2019 24.07.2019 24.07.2019 24.07.2019 24.07.2019 28.07.2019 27.08.2019 29.08.2019 07.09.2019 07.09.2019 12.09.2019 18.09.2019 2.333,00 1.963,00 2.411,00 1.972,00 2.033,00 2.049,00 2.285,00 2.962,00 2.201,00 2.117,00 2.560,00 1.954,00 2.287,00 2.268,00 2.453,00 9 Stefndi andmælir því ekki að þessar bifreiðar séu í hans eigu en dregur í efa að þeim hafi verið lagt í stæði á vegum stefnanda. 10 Samkvæmt stefnanda nemur leigugjald vegna framangreinda bifreiða í eigu stefnda á umræddu tímabili samtals 52.449 krónum, sem er stefnufjárhæð þessa máls. Að sögn stefnda er stærsti hluti þessarar fjárhæðar innheimtukostnaður, eða 39.600 krónur, sem stefndi telur að sé óeðlilega hátt hlutfall af stefnufjárhæðinni. 11 Stefndi vakti athygli Neytendastofu o.fl. á viðskiptaháttum stefnanda, sem hann taldi andstæða lögum. Neytendastofa ákvað að lokinni skoðun málsins að aðhafast ekki að svo stöddu. Helstu málsástæður stefnanda 12 Stefnandi byggir mál sitt á því að samkvæ mt 3. gr. leiguskilmál a stefnda , sem gilda gagnvart umráðamönnum leigubifreiða í eigu stefnda , skuli leigutaki við undirritun samnings annaðhvort framvísa gildu kreditkorti eða vera í viðskiptareikningi hjá stefnda. Í lokamálslið 3. gr. s amningsskilmála nna , sem leigutakar þurf i að undirgangast , segi að stefnda sé heimilt að taka sér einhliða greiðslu vegna ýmissa útgjalda sem stefndi k unni að verða fyrir og þ.á.m. . Í 17. gr . samningsskilmála nna segi að leigutaki sé ábyrgur fyrir öllum 4 stöðugjöldum, sektum fyrir umferðarbrot, veggjöldum (þ.á.m. akstur í gegn um gö n g) eða öðrum sambærilegum sektum og gjöldum. Leigutaki skal greiða öll gjöld og sektir ásamt umsýslugjaldi samkvæmt gjaldskrá eiganda . Þá segi í 48. gr. sk ilmála stefnda að stefndi megi taka sér slíkar greiðslur þegar honum henti í allt að sex mánuði eftir að leigðu ökutæki hafi verið skilað til stefnda. 13 Stefnandi byggir á því að ökumaður , sem leggur bifreið sinni í bílageymslu stefnanda , felli á sig grei ð sluskyldu í verki gagnvart stefnanda. Engum sem aki bifreið sinni í bíl a geymsluna get i dulist að hann sé kominn á gjaldskylt svæði . G jaldskrá stefnanda sé áberandi og merkingar sem vísa ökumönnum á greiðsluúrræði sömuleiðis . Ákvörðun ökumanns um að leggja bíl sínum í bílageymslu stefnanda h afi þær fyrirfram ákveðnu réttarverkanir að greiðsluskylda stofn i st . A ki ökumaður burt án greiðslu f alli á hann 1.800 króna viðbótargjald samkvæmt gjaldskrá stefnanda , sem í gildi var þegar atvik þessa máls áttu sér stað . 14 Á því er byggt að í íslenskum rétti gildi sú regla að menn get i í verki fellt á sig kröfuréttarlegar skyldur og að slík réttaratvik eigi sér stað svo tugþúsundum skipti daglega, t.d. þegar stigið sé upp í strætó (viðkomandi fellir á sig skyldu til greið slu fargjalds) eða þegar vara er skönnuð í sjálfsafgreiðslukassa í verslun (viðkomandi fellir á sig skyldu til að greiða fyrir vöruna). 15 Á því er byggt að umráðamenn leigubifreiða í eigu stefnda hafi heimildarumboð samkvæmt 18. gr. laga nr. 7/1936 um samni ngsgerð, umboð og ógilda löggerninga til að skuldbinda stefnda til greiðslu stöðugjalda , sem grundvallist á samningi stefnda við hvern leigutaka. Heimildarumboð þetta leiði af 3. gr. samningsskilmálanna um heimild stefnda til að taka greiðslur af greiðslu korti umráðamanns fyrir stöðugjöldum eða öðrum sambærilegum sektum og gjöldum eins og tilgreint sé í 17. gr. samningsskilmála stefnda. 16 Byggir stefnandi á því að í skilmálu m stefnda fel i st að umráðamanni bifreiðar í eigu stefnda sé heimilt að leggja bifreiðinni á gjaldskylt svæði og kjósi umráðamaðurinn að greiða ekki gjaldið á staðnum þá muni stefndi greiða það fyrir hann gegn umsýslugjaldi samkvæmt gjaldskrá stefnda. Heimildarumboð sem stefndi veiti umráðamönnum leigubifreiða sinn a samkvæmt leiguskilmálu nu m verði ekki túlkað svo þröngt að það taki ekki til bíl a geymslu stefnanda , heldur sé það þvert á móti afar víðtækt , samanber orðalagið öðrum sambærilegum sektum og gjöldum . Þegar heimild leigutaka til umráða bifreiðar og athafna i nnan ramma leiguskilmála nna f alli 5 niður , í lok leiguleigutíma , f alli heimildarumboð leigutakans jafnframt niður. 17 Á því er byggt að ekki þurfi sérstakra vangaveltna við um það hvort umráðamaður bifreiðar komi fram í eigin nafni eða í nafni stefnda , þegar ha nn í verki felli greiðsluskyldu á stefnda í krafti heimildarumboðs , sem grundvallað sé á samningsskilmálum stefnda og hafi fyrirfram ákveðnar réttarafleiðingar. Af meginreglum laga leiði að jafnvel þótt umráðamaður bifreiðar yrði talinn koma fram í eigin n afni þá séu atvik með þeim hætti að stefndi verð i skuldbundinn af verknaði umráðamannsins , á grundvelli þeirra heimilda sem stefndi veitti umráðamanninum , til að skuldbinda stefnda til greiðslu stöðugjalda og annarra sambærilegra sekta og gjalda. Hugtakssk ilyrði sé að sá sem þannig k omi fram verði sjálfur bundinn , og það sé uppfyllt hér. 18 Verði ekki talið að stefndi hafi veitt umráðamönnum bifreiða í hans eigu heimildarumboð samkvæmt 18. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, eða s érstaka heimild til að skuldbinda sig samkvæmt meginreglum laga, byggir stef n andi á því a ð stefndi hafi fellt á sig greiðsluskyldu stöðugjaldanna með því að neita, án réttmætrar ástæðu, að veita stefnanda persónugreinanlegar upplýsingar um umráðamenn bifreiða í eigu stefnda , sem l agt höfðu bifreið í bílastæðahúsi stefnanda án greiðslu tilskilinnar leigu. 19 Vísar stefnandi til þess að s tefndi hafi einn upplýsingar um viðskiptamenn sína og ekkert sé því í vegi að hann upplýsi stefnanda um hver það hafi ve rið sem lagði bifreið í eigu stefnda í bílgeymslu stefnanda og svo ekið á brott án greiðslu. Á því er byggt að háttsemi hins brotlega viðsemjanda stefnda njóti ekki lögverndar og synjun stefnda við því að afhenda umbeðnar upplýsingar sé af þeim sökum einka réttarleg h y lming yfir réttarbrotum viðkomandi umráðamanns gagnvart stefnanda. 20 Þá byggir stefnandi á því að s tefnda sé heimilt að miðla persónuupplýsingum um brotlega umráðamenn bifreiða til stefnanda , sem hafi lögvarinna hagsmuna að gæta samkvæmt 6. tl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Á því er byggt að meti stefndi hagsmuni eigin viðskiptavina sem brjót i gegn löglegum skilmálum , sem gild i í bílageymslu stefnanda , framar rétti stefnanda til lögvarinnar greiðsl u úr þeirra hendi beri stefnda sjálfum að greiða stöðvunarbrotagjaldið til stefnanda í þeirra stað. Í þessu sambandi skipti verulegu máli að stefndi einn get i upplýst um hver ökumaðurinn hafi verið og að sú upplýsingagjöf geti ekki talist vera sérstaklega íþyngjandi fyrir hann . 6 21 Stefnandi byggir a ð lokum á því að samningsskilmálar stefnda séu með þeim hætti að þeir veki þá tiltrú hjá leigutökum að stefndi muni greiða áfallin stöðvunargjöld og endurkrefja viðkomandi viðskiptamann síðar með umsömdu þjónustugjaldi. Samningsskilmálar stefnda virki af þeim sökum hv etjandi fyrir leigutaka til að aka á brott úr bílastæðahúsinu án þess að greiða, hvort sem það er vegna skorts á greiðslumiðli eða viðkomandi vilji einfaldlega nýta sér þá umsömdu þjónustu stefnda að hann hafi milligöngu um greiðslu til eiganda bílastæðisi ns gegn viðbótargjaldi samk v æmt gjaldskrá stefnda. Hver sem ástæðan k unni að vera fyrir því að leigutaki aki á brott án greiðslu þá ber i stefndi ábyrgð á afleiðingum þeirrar háttsemi , sem beinlínis leiði af samningsskilmálum stefnda , þess efnis að hann tak i að sér að greiða réttilega álögð stöðvunargjöld til eiganda bílastæða og að endurkrefja leigutaka innan sex mánaða frá því að umráðamaður bifreiðarinnar skilaði henni til stefnda. Helstu málsástæður stefnda 22 Stefndi hafnar því sem ósönnuðu að viðskiptavinir hans hafi notað bílakjallara stefnanda í þeim tilvikum sem lýst er í stefnu. Þegar af þeirri ástæðu geti engin krafa stofnast á hendur stefnda. Því er einnig hafnað að greiðsluskylda stefnda hafi stofnast með þeim hætti sem lýst er í stefnu. Viðskiptavinir stefnda hafi ekki haft umboð til að skuldbinda stefnda á nokkurn hátt og ekkert í leiguskilmálum stefnda gef i tilefni til þess. Vangaveltum stefnanda um svonefnt heimildarumboð er mótmælt sem þýðingarlaus um og því hafnað að viðskiptavinir stefnda geti kosið að stofna til greiðsluskyldu hans . 23 Stefndi vísar til þess að samningsskilmálar hans gildi einungis á milli stefnda og viðskiptavina hans og þeim sé ekki beint að utanaðkomandi aðilum, þriðju aðilum eins og stefnanda. Samningsskilmálar stefnda uppfylli engin skilyrði þess að vera svonefndir þriðjamannslöggerningar, sem utanaðkomandi aðilar geti byggt rétt á. Í þeim sé hvergi mælt fyrir um beinan og sjálfstæðan rétt þriðja manns til að krefjast efnda eða yfirlýsingar stefnda um að hann taki á sig greiðsluskyldu. Samkvæmt dómafordæmum sé gerð krafa um að slík yfirlýsing sé skýr, til þess að skapa rétt til efnda, sbr. Hrd. nr. 490/2013 og Hrd. nr. 526/2008. Það hafi ekki heldur verið markmið samningsskilmála nna að stefnandi f engi greiðslu , eins og r áðið hafi ferðinni í Hrd. nr. 230/2017. Hvergi í skilmálunum sé í raun minnst á hagsmuni þriðja manns. 24 Stefndi vísar til þess að skuldfærsluheimildir í skilmálum hans , sbr. 3. og 17. gr., séu hugsaðar til þess að hann get i brugðist við þeirri stöðu að greiðsluskylda stofn i st á 7 h endur honum á grundvelli settra laga eða sérstakra samninga. Hvorugt eigi við um tilvik þessa máls. Sem dæmi er það nefnt að greiðsluskylda f alli á eigendur ökutækja á grundvelli hlutlægrar ábyrgðar samkvæmt 110. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 vegna stöðvunarbrota, svo og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 97/2010 um stofnun hlutafélaga um vegaframkvæmdir, sem h afi verið nýtt vegna veggjalds um Vaðlaheiðargöng. E ina dæmið þar sem stefndi hafi samþykkt að taka á sig greiðsluskyldu vegna viðskiptavina sinna með samningum sé samstarf sem Samtök ferðaþjónustunnar haf i stofnað til við Þingvalla - og Vatnajökulsþjóðgarð a . 25 Stefndi vísar einnig til þess að jafnvel þó að skuldfærsluheimildir séu fyrir hendi í viðskiptaskilmálum þá get i viðkomandi viðskiptavinir afturkallað slíkar heimildir nánast fyrirvaralaust. Við slíkar aðstæður stand i greiðslukortafyrirtæki jafnan vörð um hagsmuni neytenda og hafn i skuldfærslum. 26 Málsás tæðu stefnanda um að samningsskilmálar veiti viðskiptavinum hans þá tiltrú að þeir geti skuldbundið stefnda, og jafnvel hvetji þá til þess , og að greiðsluskuldbinding stefnda geti stofnast á þeim grundvelli, er hafnað sem fráleitri. 27 Þá er því einnig hafna ð að greiðsluskuldbinding stefnda geti stofnast vegna neitunar stefnda um að gefa upp hverjir viðskiptavinir hans eru. Skilmálar stefnda gagnvart viðskiptavinum sínum veit i stefnanda ekki nokkurn rétt í þessu sambandi og fyrirvari í samningsskilmálum h afi aðeins gildi á milli stefnda og viðkomandi viðskiptavinar og geti ekki verið grundvöllur undir miðlun persónuupplýsinga viðskiptavina til óviðkomandi þriðja aðila. 28 Stefndi vísar til þess að s amkvæmt 6. tl. 3. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnsl u persónuupplýsinga sé það ábyrgðaraðili sem ákveð i einn eða í samvinnu við aðra ábyrgðaraðila tilgang og aðferðir við vinnslu persónuupplýsinga. Að því er varð i meðferð á persónuupplýsingum um viðskiptavini stefnda , þá hvíli það aðeins á honum að ákveða tilgang og aðferðir við vinnslu slíkra upplýsinga. Það sé því hvorki í höndum stefnanda né nokkurs annars að taka ákvarðanir um vinnslu persónuupplýsinga um viðskiptavini stefnda að þessu leyti. 29 Stefndi kveðst ber a ábyrgð á því að vinnsla persó nuupplýsinga sé heimil að lögum . Þ að sé hlutverk ábyrgðaraðila sjálfra að meta hvort vinnsla persónu u pplýsinga fari fram. Stefndi h afi ekki tekið neina ákvörðun um að miðla persónuupplýsingum um viðskiptavini sína til stefnanda eða annarra . Því komi ekki t il skoðunar af hálfu 8 stefnda hvort og þá hvaða heimildir laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kunni að standa til slíkrar miðlunar. 30 Að mati stefnda blasir við að hagsmunir, grundvallarréttindi og frelsi viðskiptavina stefnda vegi þyngra en me intir hagsmunir stefnanda af því að fá umræddar persónuupplýsingar. Ákvæði 6. tl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 90/2018 get i þar af leiðandi ekki verið grundvöllur fyrir miðlun persónuupplýsinga um viðskiptavini stefnda til óviðkomandi þriðja aðila , eins og stef nandi haldi fram. Að sama skapi er því mótmælt að stefndi þurfi að gefa stefnanda einhverja réttmæta ástæðu fyrir því að hafna því að miðla umræddum persónuupplýsingum um viðskiptavini sína ellegar að í því felist hylming yfir réttarbroti . Niðurstaða 31 Ágrei ningur aðila lýtur sem fyrr segir að því hvort stefndi beri greiðsluskyldu vegna þess að bifreiðum í hans eigu, sem hann hafði leigt þriðja aðila samkvæmt tímabundnum leigusamningi , var lagt í stæði á vegum stefnanda , en ekið á brott án þess að greitt væri fyrir þau afnot . 32 Stefndi hefur meðal annars hafnað greiðsluskyldu á þeirri forsendu að hann, sem eigandi bifreiðanna, hafi ekkert haft um það að segja hvað ökumenn bifreiðanna hafi gert á leigutímanum. Hann beri ekki sem eigandi bifreiðanna hlutlæga ábyrgð á gerðum leigutakanna og af þeim sökum verð i stefnandi að rukka ökumann hverrar bifreiðar fyrir sig en ekki stefnda. 33 Stefndi hefur sömuleiðis neitað að upplýsa stefnanda um hver hafi verið ökumaður eða umráðamaður hlutaðeigandi bifreiðar þegar bifreið í eigu stefnda var lagt í bílageymsluna við H afnartorg. Hefur stefndi meðal annars borið fyrir sig friðhelgi einkalífs leigutaka sinna og fyrirmæli laga um persónuvernd, sem hann segir standa því í vegi að hann veiti stefnanda umbeðnar upplýsingar um þá aðila sem hann leigði bifreið ir sína r . Þá geti stefnandi ekki krafist upplýsinga sem safnað sé á grundvelli samninga stefnda við viðskiptamenn sína. 34 S tefndi hefur vísað til þess að ósannað sé að bifreiðum í hans eigu hafi verið lagt í stæði á vegum stefnanda, eins og fullyrt sé í stefnu. Um það er það að segja, að stefnandi hefur lagt fram ljósmyndir af númeraplötum bifreiða, sem stefndi hefur gengist við að vera eigandi að. Í ljósi þess verður að mati dómsins að leggja til grundvallar við úrlausn málsins , að bifreiðum í eigu stefnda hafi verið lagt í stæði á 9 vegum stefnanda, en ekið á brott án þess að gjöld væru greidd vegna afnota af stæði í bílageymslu stefnanda, eins og hann byggir á. Þá verður jafnframt að leggja til grundvallar að ökumenn og umráðamenn þeirra bifreiða hafi verið leigutakar hjá ste fnda. 35 Stefnandi byggir kröfur sínar í fyrsta lagi á því að leigutakar stefnda hafi ha ft svonefnt heimildarumboð samkvæmt 18. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga , það er umboð til að skuldbinda stefnda til greiðslu stöðugjalda, sem grundvallist á samningi stefnda við hvern leigutaka , nánar tiltekið á 3. , 17. o g 48. gr. skilmálanna . Byggir stefnandi á því að í greindum ákvæðum skilmál a stefnda felist að umráðamanni bifreiðar í e igu stefnda sé heimilt að leggja bifreiðinni á gjaldskylt svæði , svo og að kjósi umráðamaðurinn að greiða ekki gjaldið á staðnum þá muni stefndi greiða það fyrir hann gegn umsýslugjaldi samkvæmt gjaldskrá stefnda. 36 Stefndi gerir sem fyrr segir leigusamning við þá er leigja bifreiðar hjá honum, sbr. 3. tölulið 2. gr. og 1. mgr. 7. gr. laga nr. 65/2015 um leigu skráningarskyldra ökutækja og 9. gr. reglugerðar nr. 840/2015 um leigu skráningarskyldra ökutækja. Grundvallast réttarsamband stefnda og leigutaka bifreiðar á þeim samningi, svo og á ákvæðum nefndra laga og reglugerðar, auk annarra laga sem við geta átt. 37 Samkvæmt 3. g r. skilmála stefnda vegna leigusamnings um ökutæki í skammtímaleigu skal leigutaki annaðhvort framvísa gildu kreditkorti eða vera me ð viðskiptareikning hjá stefnda. Samkvæmt 17. gr. skilmálanna er leigutaki ábyrgur fyrir öllum stöðusektum, stöðugjöldum, sektum fyrir umferðarbrot, veggjöldum eða öðrum sambærilegum sektum og gjöldum. Skal leigutaki greiða öll gjöld og sektir ásamt umsýsl ugjaldi samkvæmt gjaldskrá stefnda. Samkvæmt 48. gr. skilmálanna á eigandi rétt á að færa leigugjaldið og annað sem leigutaki á að greiða samkvæmt leigusamningnum á kreditkort hlutaðeigandi leigutaka eða á viðskiptareikning hans hjá stefnda. 38 Samkvæmt 18. gr. laga nr. 7/1936 er heimildarumboð skilgreint sem umboð sem felst aðeins í yfirlýsingu umbjóðanda til umboðsmannsins. Ómögulegt er að mati dómsins að draga þá ályktun af framangreindum samningsskilmálum stefnda við viðskiptamenn sína að þau feli í sér y firlýsingu umbjóðanda, hér stefnda, til umboðsmanns, hér leigutaka bifreiðar stefnda, um að leigutakinn hafi heimild til að skuldbinda stefnda til greiðslu stöðugjalda hjá stefnanda. 10 39 Þvert á móti þá fela umrædd samningsákvæði í viðskiptaskilmálum stefnda í sér áréttingu á því að það sé leigutaki sem beri ábyrgð á þeim gjöldum sem þar eru talin upp, en ekki stefndi . Miða samningsákvæðin sömuleiðis að því að stefndi geti endurheimt þann kostnað sem hann kynni að verða fyrir vegna þessa ra gjalda og þannig haldið sjálfum sér skaðlausum vegna gjalda sem leigutaki ætti að greiða . Ekki er hins vegar hægt að álykta sem svo að umrædd ákvæði skilmálanna veiti leigutaka bifreiðar heimild eða val um það að skuldbinda stefnda gagnvart stefnanda með því að leggja í stæði á vegum stefnanda og aka á brott. 40 Verður þegar af þeirri ástæðu að hafna þeirri málsástæðu stefnanda að stefndi sé greiðsluskyldur vegna þeirra gjalda sem mál þetta varðar á grundvelli heimildarumboðs samkvæmt 18. gr. laga nr. 7/1936. Þá v erður ekki heldur séð að stefndi geti orðið bundinn af því þótt ökumaður bifreiðar í eigu stefnda verði bundinn til greiðslu stöðugjalds hjá stefnanda á grundvelli contractum) . Óháð því hvort slíkur gjörningur kunni að stofna st á milli ökumanns og stefnanda, þá getur hann að mati dómsins aldrei bundið stefnda , nema meira komi til . 41 Ekki verður heldur séð að greiðsluskylda stefnda geti með einhverju m hætti bygg s t á meginreglum laga , sbr. þá málsástæðu stefnanda að a f meginreglum laga leiði að jafnvel þótt umráðamaður bifreiðar yrði talinn koma fram í eigin nafni þá séu atvik með þeim hætti að stefndi verði skuldbundinn af verknaði umráðamannsins , á grundvelli þeirra heimilda sem stefndi veitti umráðamanninum, til að sk uldbinda stefnda til greiðslu stöðugjalda og annarra sambærilegra sekta og gjalda. 42 Ekki er hægt að fallast á þennan skilning stefnanda, enda verður ekki séð út frá gögnum málsins að stefndi hafi veitt leigutaka bifreiða í hans eigu nokkurs konar heimild e ða umboð til að skuldbinda stefnda, hvorki til greiðslu stöðugjalda né til annarra sambærilegra sekta og gjalda . Þannig verður ekki séð að stefndi geti verið skuldbundinn af greiðslu umræddra stöðugjalda, sem með réttu tilheyra leigutökum bifreiða í hans e igu, á grundvelli meginreglna laga. 43 Þá verður ekki séð að stefndi hafi fellt á sig greiðsluskyldu stöðugjaldanna með því að neita, án réttmætrar ástæðu, að veita stefnanda persónugreinanlegar upplýsingar um umráðamenn bifreiða í eigu stefnda, sem lagt hö fðu bifreið í bílastæðahúsi stefnanda án greiðslu tilskilinnar leigu. 44 Samkvæmt 1. m gr. 9. g r. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga er vinnsla persónuupplýsinga því aðeins heimil að einhver þeirra 11 sex þátta sem taldir eru upp í ákv æðinu sé fyrir hendi eftir því sem nánar er lýst í 6. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og fleira. 45 Samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. 9. gr . laganna getur vinnsla persónuupplýsinga byggst á samþykki hins skráða, hafi hann gefið samþykki sitt fyrir vinnslu á persónuupplýsingum sínum í þágu eins eða fleiri tiltekinna markmiða. Samkvæmt 2. tölulið sömu greinar er vinnsla per sónuupplýsinga heimil sé hún nauðsynleg til að efna samning sem hinn skráði er aðili að eða til að gera ráðstafanir að beiðni hins skráða áður en samningur er gerður. 46 Vinnsla persónuupplýsinga er skilgreind nánar í 4. tölulið 3. gr. laga nr. 90/2018, en vi nnsla persónuupplýsinga tekur meðal annars til söfnunar, skráningar, flokkunar, varðveislu, skoðunar, notkunar, miðlunar með framsendingu, dreifingar eða annarra aðferða til að gera upplýsingar tiltækar o.s.frv. 47 Samkvæmt 36. g r. skilmála leigusamnings um ökutæki í skammtímaleigu , sem er hluti af kafla skilmálanna sem ber yfirskriftina Gagnavinnsla , samþykkir leigutaki gagnavinnslu stefnda í tengslum við leigusamninginn . Er það gert með því skilyrði að stefndi haldi trúnað um gagnavinnsluna. Af 30. g r. s kilmálanna má svo ráða að meðal þeirra upplýsinga sem stefndi er bundinn trúnaði um, sbr. 36. g r. skilmálanna, eru upplýsingar um nafn leigutaka, kenn i tölu, heimilisfang, símanúmer, tölvupóstfang og númer ökuskírteinis. Sama máli gegnir varðandi kreditkort aupplýsingar, sbr. 31. gr. skilmálanna. 48 Að framangreindu virtu verður ekki séð að stefnda sé heimilt, án samþykkis hlutaðeigandi viðskiptamanns hverju sinni eða með skýrri lagaheimild, sem ekki verður séð að sé fyrir he ndi í því tilviki sem hér um ræðir, að miðla upplýsingum um viðskiptavini sína með framsendingu til stefnda. Þá er ekki hægt að fallast á að um einkaréttarlega hylmingu yfir réttarbrotum viðkomandi umráðamanns sé að ræða þótt stefndi framsendi ekki persónuupplýsingar um viðkomandi til stefn da af þeim ástæðum sem að framan voru raktar, sem telja verður réttmætar, enda hvoru tveggja byggðar á lögum og samningi við viðkomandi viðskiptamann. 49 Enn síður verður séð að sú staðreynd að stefnda sé óheimilt og ófært að framsenda persónuupplýsingar um v iðskiptavini sína til stefnda geti leitt til þess að stefndi verði sjálfur greiðsluskyldur vegna kostnaðar sem leiðir af því að ökutæki í eigu stefnda en 12 í umráðum viðskiptavinar hjá stefnanda var lagt í stæði á vegum stefnanda. Engu breytir í því samhengi hvort það væri íþyngjandi fyrir stefnda að veita upplýsingar um leigutaka bifreiðar sinnar eða ekki, þar sem slíkt færi gegn skilmálum stefnda og ákvæðum laga, sbr. það sem að framan segir. 50 Á sama hátt verður ekki séð að skilmálar sem gilda í bílageymsl u stefnanda eða réttur stefnanda til endurgjalds vegna notkunar á stæði í bílageymslu á hans vegum geti gengið framar rétti viðskiptavinar stefnda til friðhelgi og persónuverndar, jafnvel þótt viðkomandi hafi látið hjá líða að greiða stöðugjald vegna notku nar sinnar á stæði í bílageymslu stefnanda , sbr. t il hliðsjónar 6. tölulið 1. mgr. 9. gr. laga nr. 90/2018 . 51 E kki er heldur hægt að fallast á það með stefnanda að samningsskilmálar stefnda séu með þeim hætti að þeir veki þá tiltrú hjá leigutökum að stefndi muni greiða áfallin stöðvunargjöld og endurkrefja viðkomandi viðskiptamann síðar með umsömdu þjónustugjaldi , eða að samningsskilmálarnir virki hvetjandi fyrir leigutaka til að aka á brott úr bílastæðahúsinu án þess að greiða. Vísast í því sambandi til þess sem að framan segir um samningsskilmála stefnda. Greiðsluskylda stefnda verður þar af leiðandi ekki byggð á þessari málsástæðu stefnanda. 52 Aðstæður í máli þessu eru aðrar en þær sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 110. gr., sbr. 1. mgr. 9. gr. umferðarl aga nr. 77/2019, sem aðilar eru sammála um að eigi ekki við í málinu. Engu að síður má draga þá almennu ályktun af umræddu ákvæði , að eigendur ökutækja verði ekki sjálfkrafa skuldbundnir vegna kostnaðar sem hlýst af eða í tengslum við notkun þeirra, þ.m.t. vegna þess að ökutækjum sé lagt á gjaldskyldum svæðum eða reitum, nema lög mæli fyrir um slíkt eða skýr samningur liggi því til grundvallar , sem ekki er hér . 53 Að öllu framangreindu virtu ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í málinu. Þá þykir jafnfra mt rétt, að teknu tilliti til umfangs málsins og með vísan til 1. m gr. 130. g r. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, að stefnandi greiði stefnda 750.000 krónur í málskostnað. 54 Af hálfu stefnanda flutti málið Sigurbjörn Þorbergsson lögmaður. 55 Af hálfu stefnda flutti málið Tómas Jónsson lögmaður. 56 Jóhannes Rúnar Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 13 Dómsorð: Stefndi, Brimborg ehf., er sýkn af kröfum stefnanda, Rekstrarfélags Hafnartorgs, í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 750.000 krónur í málskostnað. Jóhannes Rúnar Jóhannsson