Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 8. nóvember 2019 Mál nr. E - 4048/2018 : Hafsteinn Þorgeirsson, Gretar Þorgeirsson Björn Þorri Viktorsson g egn Arthur i Galvez, Gunnar i Erni Örlygssyni , AG - seafood ehf., Lúðvík i Bergvinssyni , Elín u Hrefnu Ólafsdóttur , Sigurvin i Ólafssyn i , Bonafide - lögmönnum /ráðgjöf sf., Verði tryggingum hf . og Vátryggingafélag i Íslands hf. Kristinn Hallgrímsson, Stefán A . Svensson, Magnús Hrafn Magnússon, Ólafur Eiríksson Dómur Mál þetta var höfðað 30. nóvember 2018 og dómtekið 26. september 2019 . Stefnendur eru Hafsteinn Þorgeirsson, [...] , og Gretar Þorgeirsson , [...] . Stefnt er Arthuri Galvez, [...] , Gunnari Erni Örlygssyni, [...] , AG - s eafood ehf., Strandgötu 6 8, Sandgerði, Lúðvíki Bergvinssyni, [...] , Elínu Hrefnu Ólafsdóttur, [...] , Sigurvini Ólafssyni, [...] , Bonafide - lögm önnum /ráðgjöf sf., Klapparstíg 25 27, Reykjavík, og til réttargæslu Verði Tryggingum hf., Borgartúni 25, Reykjavík , og Vátryggingafélagi Ís lands hf., Ármúla 3, Reykjavík . Endanlegar dómkröfur stefnenda eru þær , aðallega , a ð viðurkennt verði með dómi gagnvart stefndu Arthuri, Gunnari og AG - s eafood ehf. að samruni AG - s eafood ehf. og Farsæls ehf. sé ógildur frá öndverðu. Að viðurkennt verði með dómi gagnvart stefndu Arthuri og Gunnari að söluréttarsamningur stefnenda við stefndu Arthur og Gunnar frá 28. febrúar 2014 sé ógildur frá öndverðu. Að viðurkennt verði með dómi gagnvart stefnda AG - s eafood ehf. að kaupréttarsamningur stefnenda við stefnd a AG - s eafood ehf. frá 28. febrúar 2014 sé ógildur frá öndverðu. A ð viðurkennt verði með dómi gagnvart stefnda AG - s eafood ehf. að kaupsamningur stefnenda við stefnda AG - s eafood ehf. frá 28. febrúar 2014 sé ógildur frá öndverðu. Að allir aðalstefndu greiði stefnanda Hafsteini Þorgeirssyni að óskiptu 107.379.471 krónu með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti 2 og verðtryggingu frá 7. mars 2017 , að frádregnum innborgunum að fjárhæð 13.400.000 kr. þann 15. apríl 2014, að fjárhæð 10.050.000 kr. þann 2. júní 2014 og að fjárhæð 2.357.226 kr. þann 28. september 2016 , og stefnanda Gretari Þorgeirssyni að óskiptu 52.888.396 krónur með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. mars 2017 . að frádregnum innbo rgunum að fjárhæð 6.600.000 kr. þann 15. apríl 2014, að fjárhæð 4.950.000 kr. þann 2. júní 2016 og að fjárhæð 1.160.120 kr. þann 28. september 2016. Þá er gerð krafa um greiðslu málskostnaðar úr hendi aðalstefndu að óskiptu og að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti að teknu tilliti til skyldu stefnenda til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. Til vara er þess krafist að viðurkennt verði með dómi gagnvart stefndu Arthuri og Gunnari að grein 1.2 í söluréttarsamning i frá 28. febrúar 2014 sé ógild frá öndverðu og að samkomulag um matsmenn stefnenda við stefndu Arthur og Gunnar við neytingu söluréttar í AG - s eafood ehf. frá 7. desember 2015 sé ógilt frá öndverðu. Að aðalstefndu greiði stefnanda Hafsteini að óskiptu 88.760.000 kr ónur, auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr . laga nr. 38/2001 frá 14. nóvember 2016 til greiðsludags , að frádreginni innborgun að fjárhæð 2.357.226 kr. þann 28. september 2016 og stefnanda Gretari óskipt 43.680.000 krónur auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 14. nóvember 2016 til greiðsludags , að frádreginni innborgun að fjárhæð 1.160.120 kr. þann 28. september 2016. Þá er gerð krafa um greiðslu málskostnaðar úr hendi aðalstefndu, óskipt og að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðu málskostna ðaryfirliti að teknu tilliti til skyldu stefnenda til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. Þ rautavarakröfur stefnenda eru þær að stefndu Arthur og Gunnar greiði stefnanda Hafsteini að óskiptu 88.760.000 krónur, auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 14. nóvember 2016 til greiðsludags , að frádreginni innborgun að fjárhæð 2.357.226 kr. þann 28. september 2016 og stefnanda Gretari óskipt 43.680.000 krónur auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 14. nóvember 201 6 til greiðsludags , að frádreginni innborgun að fjárhæð 1.160.120 kr. þann 28. september 2016. Þá er gerð krafa um greiðslu málskostnaðar úr hendi stefndu Arthurs og Gunnars óskipt og að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti að teknu til liti til skyldu stefnenda til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. 3 Að öllu þessu frágengnu krefjast stefnendur þess að stefndu Lúðvík, Elín Hrefna, Sigurvin og Bonafide lögmenn ráðgjöf sf. greiði stefnanda Hafsteini óskipt 88.760.000 krónur, auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá 7. mars 2017 til greiðsludags að frádreginni innborgun að fjárhæð 2.357.226 kr. þann 28. september 2016 og stefnanda Gretari að óskiptu 43.680.000 krónur, auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 7. mars 2017 til greiðsludags , að frádreginni innborgun að fjárhæð 1.160.120 kr. þann 28. september 2016. Þá er gerð krafa um greiðslu málskostnaðar úr hendi stefndu Lúðvíks, Elínar, Sigurvins og Bonafide - lögmanna / ráðg jafar sf., óskipt og að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti að teknu tilliti til skyldu stefnenda til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. Stefndu , Bonafide - lögmenn / ráðgjöf sf., Elín Hrefna Ólafsdóttir, Lúðvík Bergvinsson , Sigurvin Ólafsson, Arthur Galvez, Gunnar Örn Örlygsson og AG - s eafood ehf. , krefjast sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnenda. Réttargæslustefnd u, Vörður tryggingar hf. og V átryggingafélag Íslands hf. , krefjast málskostnaðar úr hendi stefnenda. Í greinarg erðum stefndu var þess krafist að málinu yrði vísað frá dómi en því var hafnað með úrskurði héraðsdóms 5. apríl 2019. I. Að baki þeim ágreiningi sem hér er kominn til úrlausnar héraðsdóms eru atvik sem tengjast samruna tveggja einkahlutafélaga á árinu 2014, þ.e. Farsæls ehf. og AG - s eafood ehf. Stefnendur þessa máls voru eigendur fyrrnefnda félagsins, en þeir munu hafa tekið við því eignarhaldi í janúar 2001 af föður sínum , sem stofnaði félagið árið 1972. Stefnendur lýsa því svo að í lok árs 2013 hafi verið tekin ákvörðun um að sameina félögin Farsæl ehf. og AG - s eafood ehf. (hér eftir AGS ehf.) . Í þeim tilgangi leituðu stefnendur til Lúðvíks Bergvinssonar , lögmanns hjá Bonafide - lögmönnum /ráðgjöf ehf. Í forgrunni málsins standa ákvæði í söluréttarsamningi milli stefnenda annars vegar og stefndu Arthurs og Gunnar hins vegar, en samningurinn ber með sér að hafa verið undirritaður 28. febrúar 2014. Samhliða þessu voru útbúin ýmis önnur skjöl sem tengdust viðskiptum þessara aðila. Nánar tiltekið er hér um að ræða gagnkvæma yfirlýsingu um ráðstöfun mögulegra kröfuréttinda á hendur Landsbankanum, 4 kaupréttarsamningur á milli stefnenda o g meðstefnda AG - s eafood ehf. um hlutafé í AG - s eafood ehf. og s amkomulag um kaup meðstefnda AG - s hlutafé í AG - s . Öll síðastnefnd skjöl bera með sér að hafa verið undirrituð sama dag og söluréttarsamningurinn sem fyrst var nefn dur, þ.e. 28. febrúar 2014. Ágreiningslaust er að lögmannsstofan Bonafide hafi staðið að gerð allra þessara skjala og eru skjölin ýmist vottuð af stefnda Lúðvíki, stefndu Elínu eða þeim báðum. Meðal framlagðra er tölvupóstur stefnda Lúðvíks 26. september 2013 til stefnanda Gretars , þar sem greint var frá því að forsenda samruna félaganna væri annaðhvort samkomulag við Landsbankann um skuldastöðu Farsæls ehf. eða niðurstaða dómstóla um það efni. Stefndi Lúðvík sagði stefnendum að þeir yrðu að ákveða hvort þ eir vildu leitast við að ná samningi við bankann, þá í samstarfi með Bonafide lögmönnum og AG S , eða hvort þeir veldu að fara aðra leið. Í póstinum sagði stefndi Lúðvík jafnframt að eðli málsins samkvæmt kæmu ekki aðrir lögmenn að þeim viðræðum enda þyrftu lögmenn hjá Bonafide að hafa óskilyrt umboð frá báðum aðilum. Loks hvatti hann stefnendur til þess að koma til fundar við Bonafide lögmenn án lögmanns þeir tækju svo sjálfstæða ákvörðun í framhaldinu . Lögmannsumboð til stefndu Lúðvíks og Sigurvins va r undirritað af hálfu stefnenda 27. september 2013. Í aðdraganda samrunans voru félögin verðmetin. Farsæll ehf. var á þessum tíma metið á um 205,5 milljónir króna, s amkvæmt verðmati Dictum ehf. frá 29. nóvember 2013, þ.e. eignir að fjárhæð 815.868.027 kr. og skuldir að fjárhæð 610.396.403 kr . AG S var verðmetið af Investis fyrirtækjaráðgjöf ehf. þann 19. nóvember 2013 á 665 696 milljónir króna. Af hálfu stefnenda hefur undir rekstri málsins verið vísað til þess að framangreind verðmöt hafi ekki verið bygg ð á sömu forsendum. Er málatilbúnaður þeirra að hluta reistur á því að lögmenn þeir sem stefnt er í málinu hafi hvorki hreyft athugasemdum við þetta né veitt stefnendum ráðleggingar af þessu tilefni. Samkvæmt gögnum málsins leið u.þ.b. hálft ár frá samrunanum þar til sá rekstur og þær veiðiheimildir, sem komu með Farsæli ehf. inn í hið sameinaða félag var seldur út úr því, en kaupsamningur þess efnis var undirritaður 2. janúar 2015 . Söluverðið var um 870 milljónir króna og var því 270 m illjónum kr. hærra en áhvílandi skuldir Farsæls ehf. , sem voru 600 m. kr. Í lok október 2014 voru stefnendur teknir af launaskrá AG S , en ekki liggur fyrir að þeir hafi þá verið upplýstir um að til stæði að 5 selja rekstur Farsæls ehf. út úr hinu sameinaða f élagi. Í kjölfar þess að rekstur Farsæls ehf. var seldur, í ársbyrjun 2015 , töldu stefnendur allar forsendur fyrir sameiningu félaganna brostna. Þeir kusu því í kjölfarið að neyta söluréttar á grundvelli söluréttarsamning s sem undirritaður var í tilefni af sameiningu félaganna 28. febrúar 2014. Þegar að því kom að stefnendur ákváðu að neyta söluréttar síns leituðu þeir til stefnda Lúðvíks um ráðgjöf . Þann 13. maí 2015 var stefndu Gunnari og Arthuri send tilkynning stefnenda um neytingu söluréttar . Í málatil búnaði stefnenda er skírskotað til þess að tvö ákvæði í 1. gr. samningsins, nánar tiltekið ákvæði 1.1 og 1.2 , fari ekki saman. Samningurinn hafi verið saminn af stefndu, lögmönnum Bonafide, sem beri ábyrgð á misræminu þar sem starfshættir þeirra hafi verið andstæðir lögum og siðareglum . Stefnendur telja að ráðgjöf lögmannanna hafi verið ábótavant, þar sem ste f nendur hafi aldrei verið upplýstir um að þeir hefðu átt rétt á því að fá greitt út á því gengi sem tilgreint var í grein 1.1 í söluréttarsamningnum . Gögn málsins bera með sér að ákveðið hafi verið að fela PWC á Íslandi að leggja mat á virði hluta í félaginu og skilaði PWC niðurstöðuskýrslu sinni 25. janúar 2016 . Stefnendur telja að ranglega hafi verið staðið að matinu og að hagsmuna þeirra hafi ekki verið réttilega gætt . Óskuðu stefnendur í framhaldi af þessu eftir greiðslu samkvæmt föstu gengi, sbr. gr. 1.1 í samningi aðila. Við þessari kröfu var ekki orðið . Þess í stað voru stefnendum greiddir út hlutir þeirra miðað við niðurstöðu PWC, en nánar til t ekið fengu stefnendur samtals greiddar 3.517.346 kr. fyrir hluti sína í hinu sameinaða félagi . Kröfu bréf sem stefnendur sendu í kjölfarið hafa ekki leitt til sátta og hefur málið því verið borið undir héraðsdóm til úrlausnar. II. Aðalkrafa stefnenda um óg ildingu er í fyrsta lagi reist á forsendubresti. Nánar er í því sambandi skírskotað til þess að virði AG - s eafood hafi reynst umtalsvert minna en verðmöt fyrir samrunann höfðu gefið til kynna . Stefnendur vísa til þess að verðmöt félaganna hafi verið unnin m eð ósambærilegum hætti og kröfuréttindi á hendur Landsbankanum ekki verið undanskilin samrunanum. Þá hafi útgerðarhluti félagsins verið seldur innan árs og stefnanda Gretari ekki verið veitt stjórnarstaða í hinu sameinaða félagi. 6 Í öðru lagi byggist aðalkr afan á skírskotun til misneytingar í skilningi 31. gr. sml. og með vísan til stöðu stefnenda við samningsgerðina (36. gr. sml .), þar sem s tefndu A rthur og G u n nar hafi nýtt sér fákunnáttu stefnenda í viðskiptum til að afla sér hagsmuna þannig að bersýnilegur mismunur hafi verið á þeim hagsmunum sem þeir fengu og því endurgjaldi sem greitt var fyrir. Stefnendur hafi verið í góð ri trú um handleiðslu og hagsmunagæslu fyrir sína hönd af hálfu lögmanna Bonafide sem síðar hafi kom ið í ljós að gættu ekki að hagsmunum þeirra í ferlinu. Öllum stefndu hafi mátt vera fulljóst að stefnendur þyrftu á ríkri hagsmunagæslu af hálfu sérfræðinga að halda í ferli samrunans. Stefndu A rthur og G unnar hafi verið í yfirburðastöðu við samningsgerðina og g etað stýrt henni með aðstoð lögmanna Bonafide. Stefndu A rthur og Gunnar hafi fengið viðkvæmar upplýsingar um samning s stöðu stefnenda frá lögmönnum Bonafide og nýtt sér hana sér til hagsbóta. Lögmenn Bonaf ide hafi útilok að aðkomu þáverandi lögmanns og ráðgjafa stefnenda. H vorugum stefnenda hafi verið veitt sæti í stjórn hins sameinaða félags, eins og þeir hafi þó verið látnir halda að yrði gert . Öll völd innan hins sameinaða félags hafi verið sett í hendur stefndu A rthurs og G unnars og aðeins örfáum mánuðum síðar hafi stefnendur staðið eftir með um 1/7 hluta af þeim verðmætum sem þeir komu með til hins sameinaða félags, án fjölskyldufyrirtækis síns og atvinnulausir. Lögmenn Bonafide hafi b einlínis unnið gegn hagsmunum stefnenda , bæði með athöfnum sínum og athafnaleysi. Í þriðja lagi byggja stefnendur aðalkröfu sína á því að atvik við samningsgerð leiði til þess að það stríði gegn heiðarleika í viðskiptum að gera stefnendur bundn a við þá samninga sem krafist er ógildingar á þar sem stefnendur hafi verið beittir ýmsum blekkingum í aðdraganda samrunans og forsendur samrunans hafi brostið. Í fjórða lagi er aðalkrafan byggð á skírskotun til atvika sem síðar komu til , svo sem brostinna forsendna , og að stefnendum hafi verið greiddar samtals 3.517.346 kr. fyrir hluti sína á grundvelli þess að hið sameinaða félag væri verðmetið á 16 milljónir kr., en verðmatinu höfðu stefnendur mótmælt þar sem forsendur þess hefðu aldrei verið sannreyndar. Lögmenn Bonafide hafi aðst oðað stefndu A rthur og G unnar við þennan gerning og unn ið þar með gegn hagsmunum umbjóðenda sinna. Stefnendum hafi verið haldið óupplýstum um forsendur verðmata sem aflað var í kjölfar þess að þeir virkjuðu sölurétt sinn . Stefnendum hafi verið varnað að le ita skýringa á algeru hruni hins sameinaða félags , sem metið hafði verið á tæpan milljarð um einu og hálfu ári áður, en aðeins á 16 milljónir kr. við útgöngu stefnenda. Stefnendur hafi ekki notið ráðgjafar eða hagsmunagæslu af hálfu óvilhalls lögmanns, en verið blekktir til þess að halda að svo 7 væri. Stefnendum hafi verið haldið óupplýstum um raunverulega réttarstöðu þeirra s amkvæmt söluréttarsamningnum, þ.e.a.s. rétt þeirra til að fá greiddar samtals 169.794.872 kr. fyrir hluti sína. Lögmenn Bonafide hafi brugð i st stefnendum með saknæmri háttsemi sinni . Fjárk rafa stefnenda um greiðslu á 205.471.624 kr. að frádregnum innborgunum b yggist á því að stefnendur verði jafnsettir og samningurinn hefði ekki verið gerður (vangildisbætur) og upphæð kröfunnar samsvari verðmætum þeim sem stefnendur komu með til hins sameinaða félags. Stefnendur vísa til þess að vangildisbætur séu í eðli sínu skaðabætur og s kaðabótaábyrgð stefndu grundvallist á sakarreglunni , en tjón stefnenda hafi orsakast og sé afleiðing af hát tsemi stefndu. Skaðabótaábyrgð stefndu Lúðvíks, Elínar og Sigurvins sé einnig byggð á reglum skaðabótaréttar um sérfræðiábyrgð. Hvað varðar þátt stefndu Arthurs , Gunnars og AG S í ætluðu tjóni stefnenda byggja stefnendur á því að þessir stefndu hafi blekkt stefnendur til þess að ganga til samrunans á fölskum forsendum og hafi misnotað yfirburðastöðu sína í lögskiptum við stefnendur . Forsendur allra verðmata sem gerð voru á AG S hafi verið byggðar á gögnu m sem stefndu Arthur og Gunnar færðu fram, en Arthur og Gunnar hafi beitt blekkingum þar sem þeir hafi ekki fært fram haldbærar skýringar á verðmætishruni AGS úr 935 966 m. kr. í 16 m. kr. á 15 mánaða tímabili. Um þátt Lúðvíks í tjóni stefnenda er á því b yggt að hann hafi tekið að sér hagsmunagæslu fyrir stefnendur þrátt fyrir að slíkt væri óheimilt s amkvæmt lögum um lögmenn nr. 77/1998 og siðareglum lögmanna , en jafnframt útilokað aðkomu annar r a óháðra ráðgjafa til að gæta hagsmuna stefnenda við samrunann og á síðari stigum. Þá hafi hann látið stefndu A rthuri og Gunnari í té trúnaðarupplýsingar um samningsstöðu stefnenda við samrunann. Lúðvík hafi ítrekað brugðist skyldum sínum s em lögmaður stefnenda með margvíslegri vangæslu á hagsmunum stefnenda í störfu m sínum fyrir þá. Hann hafi veitt stefnendum ranga ráðgjöf um að hann teldi að samruninn myndi ekki skaða hagsmuni Farsæls á nokkurn hátt. Jafnframt hafi hann útbúið gagnkvæma yfirlýsingu um meðferð kröfuréttinda á hendur Landsbankanum sem hafi verið markl eysa. Lúðvík hafi vísað stefnendum til stefndu Elínar , sem þó hafi ekki mátt taka að sér þjónustu við stefnendur vegna hagsmunaráreksturs. Að auki hafi hann fullvissað stefnendur um að það fyrirkomulag væri til þess að útiloka hættu á hagsmunaárekstri. Lúð vík hafi verið við riðinn sölu á skipi og aflaheimildum Farsæls innan sex mánaða frá samrunanum og átt þannig þátt í forsendubresti stefnenda. Hann hafi ekki up plýst 8 stefnendur um rétt þeirra til a ð fá greitt fyrir hluti sína á föstu gengi s amkvæmt grein 1. 1 í söluréttarsamningi og tal ið þeim trú um að þeir yrðu að fara í matsferli. Þá hafi hann ekki upplýst um að hann gætti í reynd fremur hagsmuna AG S og eigenda þess en hagsmuna stefnenda. Viðvíkjandi þætti Elínar í tjóni stefnenda vísa stefnendur til þess að hún hafi t ekið að sér hagsmunagæslu fyrir stefnendur þrátt fyrir að slíkt væri óheimilt skv. lögum um lögmenn nr. 77/1998 og siðareglum lögmanna. Þá hafi hún ekki leiðbeint stefnendum um mögulegan hagsmunaárekstur og mátt vita af því að stefnendur væru í rangri trú um að búið væri að útiloka hættu á hagsmunaárekstri. Elín hafi auk þess ítrekað brugðist skyldum sínum sem lögmaður stefnenda með margvíslegri vangæslu á hagsmunum stefnenda í störfum sínum fyrir þá, m.a. með rangri ráðgjöf, skorti á ráðgjöf og með því að að neyta ekki allra lögmætra úrræða til þess að gæta lögvarinna hagsmuna stefnenda. Stefnendur byggja kröfur sínar gagnvart stefnda Sigurvin i á því að han n hafi ekki uppfyllt þá skyldu sína sem lögmaður stefnenda að gæta hagsmuna þeirra í hvívetna í samræmi við 18. gr. l aga nr. 77/1998. Sigurvin i hafi borið að vekja athygli á mögulegum hagsmunaárekstri í störfum lögmanna Bonafide fyrir stefnendur og stefndu A rthur og Gunnar. Hann hafi tekið til v arna fyrir hönd stefndu A rthurs og Gunnars ef tir að ágreiningur reis milli þeirra og stefnenda. Þá hafi Sigurvin aðstoðað stefndu A rthur og G unnar við að greiða stefnendum út hluti sína s amkvæmt verðmati félagsins upp á 16 milljónir króna , þrátt fyrir mótmæli stefnenda , þar sem gögn sem lágu matinu t il grundvallar voru ekki sannreynd af hálfu matsmanna í samræmi við samkomulag aðila um matsmenn. Sigurvin hafi einnig stuðlað að órétti í garð stefnenda með því að koma í veg fyrir að þeir gætu aflað gagna og skýringa á hruni hins sameinaða félags á grund velli 66. gr. laga um einkahlutafélög og hann hafi unnið gegn hagsmunum þeirra sem fyrrum umbjóðenda hans. Kröfur stefnenda á hendur stefnda Bonafide lögm önnum sf. er reist á því að stefndu Lúðvík, Elín og Sigurvin hafi verið starfsmenn og eigendur Bonaf ide þegar atvik málsins gerðust og því sé byggt á almennum reglum skaðabótaréttar um vinnuveitendaábyrgð. Kröfur á hendur stefnda AG seafood ehf. eru reistar á því að stef ndu Gunnar og Arthur hafi verið eigendur og starfsmenn AG - s eafood ehf. þegar atvik málsins gerðust og því sé byggt á almennum reglum skaðabótaréttar um vinnuveitendaábyrgð. 9 Dráttarvaxtakrafa stefnenda er byggð á 9. gr. laga nr. 38/2001 og miðist upphaf þeirra við mánuð frá því að stefnendur kröfðu stefndu um greið slu skaðabóta vegna tjóns sem þeir hefðu valdið stefnendum. V arakr afa stefnenda er á því byggð að grein 1.2 í söluréttarsamningnum frá 2014 og samkomulag um matsmenn frá 7. desember 2015 séu ógild frá öndverðu . Krafa þessi byggist í fyrsta lagi á skírskotu n til 36. gr. samningalaga . Stefnendur hafi ekki viljað hafa ákvæði 1.2 í samningnum. Ákvæðið stang i st á við tilgang samningsins og hafi ratað inn í endanlegan s amning án samþykkis stefnenda vegna atvika við samrunann sem hafi falist í svikum og blekkingum . Stefnendur vísa í þessu samhengi einnig til forsendubrests á stjórnarsetu stefnanda Gretars í hinu sameinaða félagi. Þá vísa stefnendur til síðar i a tvika, m.a. þar sem stefnendum hafi ranglega verið talin trú um skyldu til að losa eign sína eftir ákvæði 1.2 í söluréttarsamningnum og stefnendu r móttekið greiðslur fyrir sína hluti á grundvelli verðmats sem þeir höfðu hafnað , og saknæmrar háttsemi lögmanna Bonafide lögmanna sem hafi brugðist skyldum sínum við stefnendur . Með sömu rökum ber i að ógilda samkomulag um matsmenn sem stefnendur undir rituðu 7. desember 2015, en til samkomulagsins hefði aldrei komið hefði grein 1.2 ekki ratað inn í söluréttarsamninginn og stefnendum síðan haldið í þeirri trú að þeir yrðu að fara í matsferli vegna not kunar á sölurétt i . Krafa um að aðalstefndu greiði stefnanda Hafsteini óskipt 113.794.872 kr. og stefnda Gretari óskipt 56.000.000 kr. b yggist á því að stefnendur verði jafnsettir og ef þeir hefðu fengið greitt fyrir hluti sína s amkvæmt grein 1.1 í sölurétt arsamningnum . Um sé að ræða kröfu í formi vangildisbóta þar sem stefnendur hafi orðið fyrir stórkostlegu fjártjóni af því að treysta því að grein 1.2 væri gild og fari þeir því fram á vangildisbætur , eins og grein 1.2 hefði aldrei verið í samningnum. Vangi ldisbætur séu í grunninn skaðabótakröfur og krafan byggi st á því að öll skilyrði sakarreglunnar séu uppfyllt, en tjón stefnenda sé augljóst , sennileg afleiðing og í beinu orsakasamhengi við þá háttsemi stefndu sem greinir hér í framhaldinu um þátt þeirra í tjóni stefnenda. Þá hafi rík sérfræðiábyrgð hvílt á stefndu Lúðvík i , Elínu og Sigurvin i . Um þ átt Gunnars, Arthurs og AG S í tjóni stefnenda samkvæmt varakröfunni er á því byggt að þeir hafi bakað sér ábyrgð m eð því að misnota sér yfirburðastöðu sína við samrunann, gerð söluréttarsamningsins, samkomulag um matsmenn og til að stýra forsendum nýs verðmats á hinu sameinaða félagi. Þá hafi þeir nýtt sér liðsinni lögmanna 10 Bonafide til að halda stefnendum í trú um að verðmat yrði að fara fram. Einnig hafi þeir á tt þátt í tjóninu með því að greiða stefnendum út hluti sína á grundvelli verðmats PWC , sem stefnendur höfðu hafnað , og með því að neita stefnendum um aðgengi að upplýsingum um fjárhag hins sameinaða félags. Hvað varðar þ átt Lúðvíks í tjóni stefnenda , sem varakrafa n byggist á , vísi stefnendur til þess sem þeir telja að hafi verið s aknæm háttsemi Lúðvíks í störfum hans fyrir stefnendur , sbr. það sem fyrr greinir. St efndi Lúðvík hafi staðið að skjalagerð söluréttarsamningsins og sett ákvæði 1.2 inn í samningi nn þrátt fyrir að vilji stefn en da v æri annar. Lúðvík hafi hvorki vakið athygli stefnenda á því að ákvæðið hefði verið sett í samninginn né útskýr t fyrir þeim þýðingu þess , svo sem honum hafi borið að gera . Lúðvík hafi útbúið og fengið stefnendur til að rit a undir söluréttarsamning þar sem verulega hafi hallað á hag þeirra miðað við hag stefndu A rthurs og Gunnars . Lúðvík hafi ekki gætt þess að í löggerningum tengdum samrunanum yrði stefnendum veitt sæti í stjórn hins sameinaða félags , eins og hann hafi rætt við stefnendur. Lúðvík hafi mátt vita að stefnendur treystu alfarið á ráðgjöf hans og handleiðslu í viðskiptum sínum við stefndu A rthur og Gunnar , en hann hafi brugðist stefnendum með því að veita þeim ýmist ófullnægjandi, ranga eða enga ráðgjöf varðandi m ikilvæg atriði í lögskiptunum. Lúðvík hafi ekki gætt þess að stefnendur yrðu ekki fyrir réttarspjöllum þegar hann sagði sig frá þjónu s tu við þá, svo sem skylt hafi verið , sbr. 6. mgr. 21. gr. laga nr. 77/1998 . Athafnir Lúðvíks hafi leitt til þess að stefne ndur hafi ekki notið ráðgjafar eða hagsmunagæslu af hálfu óvilhalls lögmanns, en verið blekktir til þess að halda að svo væri. Lúðvík hafi lagt af stað með stefnendur í nýtt matsferli í samráði við stefndu Elínu þar sem stefnendur hafi verið látnir skrifa undir samkomulag um matsmenn sem Lúðvík hefur síðar haldið fram sem ástæðu þess að stefnendur hafi fyrirger t rétti sínum til greiðslu söluréttar á grundvelli greinar 1.1 í söluréttarsamnin gn um. Um þátt Elínar í tjóni stefnenda , sem varakrafa byggist á , er byggt á s ömu málástæðum og fyrir þætti Elínar í tjóni stefnenda vegna aðalkröfu . Hún hafi sýnt af sér s aknæm a háttsemi og vangæsla hennar í störfum sínum fyrir stefnendur átt þátt í tjóni stefnenda. Stefnda Elín hafi fengið s tefnendur til að rita undir sa mkomulag um matsmenn ásamt því að hún hafi aldrei upplýst stefnendur um réttarstöðu sína s amkvæmt grein 1.1 í söluréttarsamningnum. Varðandi þátt Sigurvins í tjóni stefnenda sem varakrafa byggist á er af hálfu stefnenda byggt á s ömu mál s ástæðum og fyrir þætti hans í tjóni stefnenda vegna aðalkröfu . 11 Um á byrgð og aðild Bonafide lögmanna er á því byggt að s tefndu Lúðvík, Elín og Sigurvin hafi verið starfsmenn og eigendur Bonafide þegar atvik málsins gerðust og því sé byggt á almennum reglum skaðabótaréttar um vinnuveitendaábyrgð. Um á byrgð og aðild AG seafood ehf. er vísað til þess að s tefndu Gunnar og Arthur hafi verið eigendur og starfsmenn AG - s eafood ehf. þegar atvik málsins gerðust og sé því byggt á almennum reglum skaðabótaréttar um vinnuveitendaábyrgð. Krafa stefnenda um dráttarvexti er byggð á 5. gr. laga nr. 38/2001 , en þann 14. nóvember 2016 voru liðnir 18 mánuðir frá því að stefndu Arthuri og Gunnari var send tilkynning um neytingu söluréttar. Grein 4.2 í söluréttarsamningnum kvað á um að kaupendur hefðu 18 mánuði til þess að ganga frá greiðslu kaupverðs frá því að tilkynning bærist rétthöfum. Þrautavarakrafa stefnenda um að stefnendur eigi efndakröfu á hendur stefndu Arthuri og Gunnari á grundvelli greinar 1.1 í söluréttarsamningnum frá 2014 er grun dvölluð á eftirfarandi málsástæðum. Í fyrsta lagi að túlkun söluréttarsamningsins skuli byggð á grundvallarreglu samningaréttar um að samninga beri að halda. Auk þess beri að horfa til þess að samningsaðilar hafi sýnt skýran vilja til að hafa grein 1.1 í samningnum. Stefnendur hafi á hinn bóginn ekki viljað hafa grein 1.2 í samningnum. Tilgangur samningsins styð ji þá túlkun að miða hafi átt við grein 1.1 en ekki 1.2. Engin önnur ákvæði samningsins, hvorki í drögum né endalegum samningi , styðj i þá túlkun að vilji aðila hafi staðið til þess að sölugengi yrði ákvarðað í matsferli. Samningurinn hafi verið settur upp af lögmönnum Bonafide og ákvæðið sett inn án vilja og vitneskju stefnenda. Andskýringarreglan leiði til þess að skýra beri greinar 1.1 og 1.2 stefnendum í hag vegna yfirburðastöðu stefndu A rthurs og Gunnars , en þeir hafi notið liðsinni s lögmanna Bonafide á meðan engin hagsmunagæsla hafi verið fyrir hendi fyrir stefnendur. Forsendubrestur fyrir stjórna r setu stefnanda Gretars leiði til þes s að ekki sé forsvaranlegt að greiða stefnendum samkvæmt grein 1.2 þar sem þeir hafi ekki átt raunhæfa möguleika á að gæta hagsmuna sinna við framkvæmd verðmata. Í öðru lagi lýtur þrautavarakrafa stefnenda að því að þeir séu óbundnir af samkomulagi um mats menn . Að baki búa eftirfarandi málsástæður: S amkomulagið hafi verið útbúið af lögmönnum Bonafide án nokkur r ar aðkomu stefnenda . Stefnendur hafi alfarið treyst á handleiðslu og hagsmunagæslu af hálfu lögmanna Bonafide , sem síðar hafi komið kom í ljós að hef ði engin verið . Verulega hafi skort á hagsmunagæslu af hálfu 12 stefndu Elínar , og stefndi Lúðvík hafi unnið þ arna beinlínis gegn stefnendum , svo sem óheimilt sé samkvæmt lögum nr. 77/1998. Stefnendur hafi ekki verið varaðir við af hálfu lögmanna Bonafide sem vissu að miklar sveiflur í rekstri AG S hefðu mikil áhrif á niðurstöðu verðmats með sjóðsflæðisaðferð , svo sem samkomulagið kvað á um. Stefnendur hafi ekki verið upplýstir um réttarstöðu sína skv. gr. 1.1 í söluréttarsamningnum af hálfu lögmanna Bonafide. Stefnendur hafi ekki verið upplýstir um meint réttaráhrif þess að rita undir umrætt samkomulag um matsmenn sem fólust í því að geta ekki krafist þess að fá greidda hluti sína á grundvelli greinar 1.1 í söluréttarsamningnum . Skuldbindingargildi samkomulags ins sé hafnað af hálfu stefnenda , enda hafi verðmat PwC ekki verið framkvæmt í samræmi við samkomulagið þar sem PwC hafi aldrei staðfest möt á gögnum sem færð voru fram við matið af hálfu stefndu Arthurs, Gunnars og AG S, heldur tekið þeim sem sönnum og ré ttum. Dráttarvaxtakrafa stefnenda g rundvallast á 5. gr. laga nr. 38/2001 en þann 14. nóvember 2016 voru liðnir 18 mánuðir frá því að stefndu Arthuri og Gunnari var send tilkynning um neytingu söluréttar. Grein 4.2 í söluréttarsamningnum kvað á um að kaupen dur hefðu 18 mánuði til þess að ganga frá greiðslu kaupverðs frá því að tilkynning bærist rétthöfum. Þr autaþrautavarakr afa stefnend a um skaðab ætur frá s tefndu Lúðvík i , Elínu, Sigurvin i og Bonafide - lögm önnum / ráðgjöf sf. vegna tjóns stefnenda af því að hafa ekki fengið greitt fyrir hluti sína í hinu sameinaða félagi skv. söluréttarákvæði 1.1 er á því byggð að s tefnendur hefðu getað fengið greitt fyrir hluti sína í hinu sameinaða félagi skv. grein 1.1 hefðu þeir notið óvilhallrar og réttrar ráðgjafar lögmanna sinna. Stefndu Lúðvík, Elín og Sigurvin ber i því ábyrgð á tjóni stefnenda á grundvelli saknæmrar háttsemi í störfum sínum fyrir stefnendur. Bótakrafan grundvallist á hinni almennu sakarreglu , en augljóst tjón hafi hlotist af saknæmri háttsemi stefndu Lúðvíks, Sigurvins og Elínar og beint orsakasamband sé á milli háttseminnar og tjónsins. Krafa þessi byggist einnig á reglum um sérfræðiábyrgð og því að það sé stefndu að s ý na fram á að tjón stefnenda hafi ekki orðið vegna sakn æmrar háttsemi þeirra. Krafa stefnenda um dráttarvexti g rundvallast á 9. gr. laga nr. 38/2001 og miðast upphaf þeirra við mánuð frá því að stefnendur kröfðu stefndu um greiðslu skaðabóta vegna tjóns sem þeir hefðu valdið stefnendum. III. 13 Sýknukrafa stefndu AG - s eafood, Arthurs Galvez og Gunnars Arnar Örlygssonar er byggð á eftirfarandi málsástæðum . Um varnir gegn aðalkröfu stefnenda vísa stefndu til meginreg l unnar um samningsfrelsi og mótmæla því að nokkur ógildingarannmarki eigi við. Bent er á að k rafan sé um vangildisbætur þó að fullyrt sé að byggt sé á sakarreglu . Stefndu mótmæla því að 30. gr. samningalaga eigi hér við þar sem rangar upplýsingar verði að hafa verið ákvörðunarástæða við samningsgerð og þeim sem beitti svikunum verð i að hafa verið það ljóst. E kkert í gögnum málsins sýn i fram á að nokkur hafi haft í frammi sviksamlega háttsemi. Stefndu mótmæla því að 31. gr. samningalaga eigi við enda hafi engin misneyting átt sér stað. Enginn aðstöðumunur hafi verið á stefndu og stefnendum. Þá bendi ekkert til báginda eða einfeldni stefnenda. Stefnendur höfðu rekið Farsæl ehf. um árabil og voru kunnugir rekstri útgerða. Í tengslum við útgerðina hafi þeir haft mannaforráð og átt í viðskiptum með fisk og veiðiheimildir. Þá hafi þeir notið ráðgjafa r Gunnlaugs Kristinssonar auk ráðgjafar Bonafide lögmanna. Stefndu mótmæla því að sjónarmið um óheiðarleika, sbr. 3 3. gr. samningalaga , eigi hér við þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að atvikum hafi verið þannig háttað þegar löggerningurinn fór fram að óheiðarlegt væri að bera samninginn fyrir sig. Stefndu mótmæla því að til greina komi að ógilda löggerninga na sem hér um ræði vegna forsendubrests . E kkert hafi komið fram um að einhver tiltekin forsenda hafi verið fyrir hendi sem hafi brugðist . A ldrei sé á vísan að róa í viðskiptum og aðilum hafi hlotið að v era það ljóst að brugðið gat til beggja vona með rekstur sameinaðs félags. L jóst sé af stofnefnahagsreikning i sameinaðs félags að eigið fé þess hafi verið nálægt því að vera neikvætt. Stefnendur hafi sj álfir verið búnir að reka Farsæl um árabil og reksturinn hafi ekki gengið vel misserin á undan . Stefndu mótmæla því að almenn ógildingarregla 36. gr. samningalaga eigi við í málinu. Ekkert sé ósanngjarnt við það að viðskipti með hluti fari fram samkvæmt mati óháðs sérfræðings. Báðir aðilar hafi notið aðstoðar lögmanna. Báðir aðilar hafi fengið verðmöt frá óháðum aðilum og v erið sammála um þau verðmöt. Málsaðilar hafi rekið AG - s eafood í sameini ngu og v erið meðvitaðir um stöðu félagsins . Að mati stefndu væri verulega ósanngjarnt ef gerningarnir yrðu ógiltir og þeim gert að greiða stefnendum háar fjárhæðir vegna viðskipta sem þeir töpuðu á. Engum sé um að kenna að reksturinn hafi gengið v err eftir samrunann. Ytri aðstæður hafi versnað og það bitnað á öllum hluthöfum. 14 Stefndu mótmæla kröfu stefnenda um vangildisbætur með vísan til þess að stefnendur hafi sameinað félag sem var á barmi gjaldþrots við AG - s eafood. Stefnendur hafi fengið greitt út úr fé laginu að nokkru við sölu hluta. Rekstraraðstæður sameinaðs félags hafi verið s læmar og verðmæti hlutafjárins því lítið. Í samrunaefnahagsreikning i k omi fram að eignir Farsæls voru 438 milljónir en skuldir 607 milljónir. Eigið fé hafi því verið neikvætt um 169 milljónir króna. Um fjárhæð ætlaðs tjóns vísa stefndu til m at s Dictum á verðmæti Farsæls við samruna nn , en félagið hafi verið metið miðað við endurmetið eignavirði. Sjóðstreymismat hefði ekki skilað jákvæðri niðurstöðu og ljóst hafi verið að félagið hafi verið komið upp á náð kröfuhafa. Stefndu mótmæla því að sýnt hafi verið fram á n okkra sök af þeirra hálfu . Reglum skaðabótaréttar verði því ekki beitt gagnvart þeim. Varakrafa stefndu er á því byggð að ekki sé unnt að telja söluréttarsamning aðila ógildan frá upphafi. Ekkert bendi til þess að uppfyllt séu skilyrði 36. gr. samningalaga, auk þess sem ósanngjarnt væri í garð annarra hluthafa AG - s eafood ef stefnendum yrði játaður söluréttur á tilteknu gengi sem ekk i miða ði st við aðstæður í rekstri félagsins. Stefndu mótmæla því að hafa verið í yfirburðartöðu við samrunann eða gerð söluréttarsamningsins. Stefndu hafi ekki haft afgerandi áhrif á það hvaða ákvæði rötuðu inn í endanlegan samning en jafnvel þó tt sv o væri sé ekk ert sem bendi til þess að ósanngjarnt sé að söluréttur sé háður mati óháðra sérfræðinga. Þrautavarakrafa stefndu er á því byggð að rétt túlkun samningsins leiði til þess að gert hafi verið rétt upp á milli aðila . Engin rök stand i til þess að ógilda samk omulag um matsmenn. Ekkert bendi til þess að nokkur ógildingarregla geti átt við um samkomulagið. Fyrir liggi að s tefnendur höfðu rekið félag um árabil og telja stefndu því að þeir hljóti að hafa verið meðvitaðir um það að gengi félaga er misjafnt eftir ár um. Tilkynning um hagnýtingu söluréttar hafi verið gerð 13. maí 2015. Mat Investis hafi komið í kjölfar þess. Stefndu vísa jafnframt til þess að s öluréttarsamningurinn hafi falið í sér rétt en ekki skyldu. S tefnendur hefðu því vel getað haldið hlutunum le ngur. IV. Varnir stefndu, Bonafide - lögmanna/ ráðgjafar sf., Elínar Hrefnu Ólafsdóttur, Lúðvíks Bergvinssonar og Sigurvins Ólafssonar , eru á því byggðar að ekkert hafi verið athugavert 15 við aðkomu stefndu að samrunasamningnum sem hér um ræðir og að stefndi Sigurvin hafi enga aðkomu haft að því ferli. Tölvupóst ur stefnda Lúðvíks 26. september 2013 til stefnanda Gretars sýni ekki annað en að Lúðvík hafi talið að þar sem mögulegur samruni annars vegar og svo uppgjör Farsæls ehf. við Landsbankann hf. héngi á sömu spýtunni færi best á því að stefndi Bonafide og lögmenn stofunnar önnuðust báða þætti málsins, en að ákvörðun um lögmannsskipti væri þó alfarið hjá eigendum Farsæls ehf. Engar annarlegar hvatir hafi búið að baki og ekkert í gögnum málsins renni stoðum undir slíka ályktun. Þá er því mótmælt að með þessu hafi stefnendum verið settir einhverjir afarkostir. Hlutverk stefndu hafi verið að gera uppkast að samningum, fyrst viljayfirlýsingu í samræmi við hugmyndir málsaðila , en setja svo í framhaldinu upp stöðluð skjöl í því ferli sem hafið var. Slíkt sé mjög algengt í starfi lögmanna og feli ekki í sér brot á lögum eða siðareglum. Skjalagerð í þeim tilvikum sem hér um ræði hafi ekki verið flókin. Stefndu mótmæla því að fjárhags legar forsendur samrunasamkomulagsins hafi verið á ábyrgð þeirra sem lögmanna. Vinna stefndu hafi lotið að hinum lögfræðilega þætti, ekki hinum fjárhagslega. Stefndu hafi ekki haft forsendur til að setja sig inn í þennan síðarnefnda þátt og það hafi ekki v erið þeirra hlutverk. Í málinu hafi verið látið að því liggja að enginn annar hafi komið að málinu , en því mótmæli stefndu. Verðmat hafi verið framkvæmt sitt af hvorum aðilanum. Jafnframt hafi alltaf verið gert ráð fyrir að óháður aðili, í þessu tilviki e ndurskoðunarskrifstofan PWC , myndi kvitta upp á samningsforsendurnar. Það hafi PWC gert . Viðvíkjandi söluréttarsamningnum sem undirritaður var 28. febrúar 2014 , þá hafi grein 1.1 verið ætlað að vísa til þess að stefnendur ættu, til viðbótar sölu sinni á 7,8 % hlut í félaginu, sölurétt á því hlutafé sem eftir stæði. Þannig hafi grein 1.1 í samkomulagin u verið ætlað að vísa til sölunnar á 7,8% eignarhlutnum, eins og ráða megi af gengisviðmiðuninni, en grein 1.2 hafi verið ætlað að vísa til ákvörðunar um geng i vegna sölu á öðrum hlutum stefnenda í meðstefnda AG - s eafood ehf. , þ.e. öðrum en 7,8% eignarhlutnum , nánar tiltekið á söluréttartímabili samkvæmt grein 3.1, sbr. einnig aðfaraorð samningsins . Stefnendur hafi sjálfir ákveðið að nýta sér sölurétt sinn, sbr. tilkynningu þar að lútandi 13. maí 2015. Ekkert í þeim samskiptum sem fylgdu í kjölfarið hafi gefið til kynna að stefnendur legðu þann skilning í söluréttarsamninginn sem þeir nú byggi á. Framlögð gögn um samskipti við stefnendur sýni að stefnendur hafi e ngum fortölum verið beittir. Þá hafna stefndu því að hafa ekki sinnt hagsmunagæslu gagnvart 16 þeim. Verðmati PWC 26. janúar 2016 hafi ekki verið hnekkt og ekki sé annað að sjá en að framkvæmd þess verðmats hafi verið í samræmi við samkomulag aðila þar að lút andi. Stefnendur hafi ekki leitt nægar líkur að ætluðu orsakasamhengi auk sennilegrar afleiðingar milli saknæmrar háttsemi og tjóns stefnenda. Stefndu andmæla kröfum stefnenda sem settar eru fram með skírskotun til samrunasamningsins sem gerður var. S tefndi Lúðvík hafi tekið að sér tilkynningar til fyrirtækjaskrár, annast samskipti við Landsbankann hf. (sem lánardrottin), þ.á m. í samræmi við fyrirmæli XIV. kafla laga nr. 138/1994. Stefndu leggja áherslu á að f járhagslegar forsendur samrunans , þ.m.t. verðmöt og verðmatsaðferðir, hafi ekki hvílt á herðum stefnda Lúðvíks . Vísa stefndu í því samhengi til viljayfirlýsingar sem gerð var 1. nóvember 2013, og síðari tölvupóstsamskipta . Telja stefndu allt þetta vera til þess fallið að rýra t rúverðugleik a málatilbúnaðar stefnenda . Stefndu vísa einnig til þess að u mræddur samruni hafi verið reistur á ákvæðum XIV. kafla laga nr. 138/1994 , þar sem gert sé ráð fyrir sérstakri aðkomu endurskoðenda og verðmatsfræðinga , svo sem í raun hafi orðið. Sér til varnar benda stefndu jafnframt á að stefnendur hafi sjálfir notið aðstoðar eigin endurskoðanda . Á þessum forsendum mótmæla stefndu tilvísunum til ætlaðrar sviksemi þeirra. Stefndu benda jafnframt á að stefnendur hafi í engu hnekkt forsendum umræddra verðmata og tjón þeirra sé ósannað. Í vara - , þrautavara - og þrautaþrautavarakröfu reyni á hvað samningurinn teljist fela í sér. Stefndu gera þá athugasemd við framsetningu varakröfunnar að hún geymi innri mótsagnir. Því beri að vísa henni frá dómi. Lög heimili stefnendum ekki að krefja stefndu, sem voru ekki aðilar að samningnum, um vangildisbætur eftir reglum kröfuréttar, enda verði vanefndaheimildum kröfuréttar (innan samninga) ekki beint að þriðja aðila. Þetta eigi einnig við um aðrar kröfur stefnenda, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þrautavarakrafa stefnenda sé reist á þeirri forsendu að samkvæmt umræddum sölurétti hafi gengið átt að vera fast. Stefndu telja þessa kröfu runna af sömu rót og vara kröfuna , en þó sé henni ekki beint að stefndu. við að fá ekki greitt fyrir hluti sín a í hinu sameinaða félagi skv. söluréttarákvæði 1.1. líkt 17 og þeir hefðu getað farið fram á hefðu stefnendur notið óvilhallrar og réttrar ráðgjafar þrautavarakröfu. Verði ekki fa llist á þrautavarakröfu standi ekki skilyrði til þess að fallast á þrautaþrautavarakröfu, enda séu kröfurnar reistar á sömu forsendum. Sama eigi við um varakröfu. V. Málatilbúnaður stefnenda er , sem fyrr greinir, á því byggður að í samrunaferli félaganna tveggja , Farsæls ehf. og AG - s eafood ehf., hafi þeir sem eigendur fyrrnefnda félagsins borið skarðan hlut frá borði. Nánar tiltekið hafi endurgjald vegna söluréttar stefnenda samkvæmt samningi um sölurétt , sem undi rritaður var 28. febrúar 2015, átt að ráðast af fastákveðnu gengi en ekki matsvirði, sbr. gr. 1.1 og 1.2 í söluréttarsamningnum . Svo sem rakið hefur verið hér að framan byggja stefnendur röksemdir sínar að verulegu leyti á skírskotun til tölvupósts sem st efndi Lúðvík sendi stefnanda Gretari 26. september 2013. Tölvupóstur þessi var svohljóðandi: - s eafood og Farsæll hafa áhuga eftir því sem ég kemst næst að vinna saman til framtíðar. Það þarf að kanna til þr autar hvort hægt sé að skapa þá stöðu að það geti orðið að veruleika. Forsenda þess er annað tveggja að takist samkomulag við Landsbankann um skuldastöðu Farsæls eða niuðrstaða dómstóla fengist um ásættanlega skudastöðu Farsæls. Ef ætlun Farsæls er að ste fna bankanum án samkomulags við hann um að leita samhliða lausna með samningaviðræðum er málið komið í annan farveg, sem gerir samningalausn á ofangreindum forsendum erfiða. Því tel ég að fundurinn á morgun eigi að snúast um að hvort þið viljið reyna að f ara þessa samningaleið í samstarfi við okkur og AG - s eafood með þá gulrót í farteskinu að bankinn fái traustan og öflugan greiðanda gegn því að samkomulag takist um skuldastöðuna. Eðli málsins skv. kæmu ekki aðrir lögmenn að þeim viðræðum, enda þyrftum við að hafa óskilyrt umboð frá báðum aðilum til að geta komið fram fyrir þeirra hönd í viðræðum við bankann. Nú þekki ég ekki hvort Björn Þorri er lögmaður Farsæls eða hver staða hans er nákvæmlega gagnvart félaginu en ef þið viljið fara þessa leið með okkur og AG - s eafood er einasta leiðin að gera það svona. Þið þurfið því að ákveða hvort þið viljið vinna þetta áfram með okkur. Ekkert í þessu er sett fram til að varpa rýrð á Björn eða hans störf enda þekkjum við hann aðeins af góðu einu aðeins að þ að stendur upp á ykkur að taka ákvörðun um framhaldið. Þar er því rétt að þið komið til okkar og ræðið við okkur án lögmanns og takið svo sjálfstæða ákvörðun í framhaldinu hvort þið viljið vinna að þessari lausn með okkur eða halda áfram með Birni. Ef þið viljið koma með okkur þarf að skýra þá stöðu gagnvart Birni og gera upp við hann eftir atvikum. Tölum saman í kvöld. 18 Gögn málsins bera með sér að framangreindur tölvupóstur stefnda Lúðvíks hafi verið innlegg í umræðu milli hans og stefnanda Gretars , sem hófst 25. september 2013 með því að hinn síðarnefndi fékk fundarboð frá Lúðvík. Því svaraði Gretar með því að greina frá því að hann hefði talað við lögmanninn Björn Þorr a Viktorsson , sem vildi vera viðstaddur boðaðan fund. Lúðvík svaraði með tölvuskeyti síðar þennan sama dag þar sem hann sagði ekki heyra nánar frá Gretari með það. Stefnandi Gretar svaraði þetta sama kvöld með því að segja að hann hefði talað við Björn Þorra, sem vildi vita hvort mál sem Lúðvík væri með teldist líkt máli sem tengdist Gretari og hvort það væri fordæmisgefandi. Svo segir í pósti Gretars f þú vilt hitta okkur bræðurna án hans. Við getum Niðurstaðan í kjölfar áður tilvitnaðs svars Lúðvíks 26. september 2013 mun hafa verið sú að stefnendur sóttu fundinn án lögmannsins Björns Þorra Vikt orssona r, sem verið hafði þeim til ráðgjafar á fyrri stigum . Þetta kusu stefnendur að gera þrátt fyrir að þei r hefðu sjálfir talað um að erindisrekstur á grundvelli laga væri ekki þeirra sterka hlið, sbr. framlagðan tölvupóst Gretars til Björns Þorra 1. ok tóber 2013, sem endurskoðandi stefnenda , Gunnlaug ur Kristinsson , fékk afrit af, en þar kemur m.a. fram að stefnendur lvuskeyti kemur fram a ð ... . Þá ber að nefna að niðurlag þ essa tölvupósts verður ekki skilið á annan hátt en þann að stefnendur hafi ákveðið að eftirláta lögmannsstofu ste fnda Lúðvíks Landsbankann, en jafnframt er tekið fram að stefnendur vilji að Björn Þorri sjái um . Þrátt fyrir þetta verður ekki af gögnum málsins ráðið að stefnendur hafi á síðari stigum leit að eftir ráðgjöf eða liðsinni Björns Þorra . Að virtum skýrslum þeim sem gefnar voru hér fyrir dómi við aðalmeðferð málsins og að teknu tilliti til framlagðra gagna verður ekki á það fallist með stefnendum að þeim hafi ekki verið frjálst að sækjast eftir slíkri ráðgjöf. Undir rekstri málsins hefur raunar komið fram að það gerðu þeir, þótt það hafi ekki verið fyrr en á síðari stigum . Hefur dómurinn í því samhengi litið til þess að s tefnendur leituðu eftir utanaðkomandi áliti, þegar þeir fengu endurskoðandan n Gunnlaug Kristinsson til að lesa yfir skjölin sem þeir höfðu þá þegar ritað undir. 19 Framlögð skjöl sýna að málsaðilar ræddu í framhaldi af þessu um mögulega hagsmunaárekstra, sbr. tölvuskeyti stefnda Lúðvíks 2. nóvember 2015, þar sem vakin var athygli á þessu og reifuð sú hugmynd að Lúðvík og stefnda Elín Hrefna skiptu með sér verkum þannig að þau gættu hagsmuna hvort síns aðilans. Svo virðist sem sá kostur hafi verið valinn, sbr. tölvuskeyti Lúðvíks 23. nóvember 2015 þar sem fram kemur að Elín gæti hagsm una stefnenda í nýju verðmatsferli. Af framlögðum gögnum má sjá að stefnandi Gretar tjáði stefnda Lúðvík i í tölvupósti 30. október 2015 að það væri vilji stefnenda að Lúðvík yrði milliliður milli þeirra og stefndu Arthurs og Gunnars í tengslum við nýtt ver ðmat . Í póstinum kom fram að stefnendur vildu að stefndi Lúðvík skilaði alfarið nýja verðmatinu á AG Seafood og við viljum láta fara fram annað verðmat. Nýr óháður aðili, sem báðir aðilar eru sammála um eins og ste ndur í söluréttarákvæðinu verði fengin n til að sjá um það. Einnig viljum við að þú biðjir Adda um eftirfarandi uppýsingar og fylgir því eftir að við fáum þá. Að þær verði sendar til þín og þú komir þei m til okkar. (Höfum reynt að fá uppl. en ekki fengið, t eljum best að þú sjáir um þetta fyrir okkur) . Gögn málsins bera vott um að málsaðilar hafi í framhaldi af þessu átt í viðræðum, , sbr. tölvupóst Lúðvíks til stefnanda Greta rs 17. nóvember 2015 og síðari tölvuskeyti þeirra á milli 22. og 23. nóvember 2015 um þetta atriði. Í desembermánuði 2015 voru málsaðilar farnir að íhuga að fá endurskoðunarskrifstofuna PWC til þess að leggja mat á virði AG - s eafood. Með tölvu skeyti Helgu Kristínar Jóhan n sdóttur, ráðgjafa í fyrirtækjaráðgjöf PWC, í janúar 2016 var kynnt matsgerð PWC, sem var , eins og áður segir , mun lægri en fyrri möt. Matsskýrslan er dagsett 25. janúar 2016 og ber með sér að hafa verið unnin af áðurnefndri Helgu Kristínu o g Magnúsi Gísla Eyjólfssyni, sem bæði eru í skýrslunni titluð sérfræðingar hjá PWC. Í inngangskafla skýrslunnar á bls. 2 segir orðrétt: - ðmat á félaginu. F ramkvæmd matsins hefur alfarið mótast af þeim gögnum og upplýsingum sem félagið lagði fram. Þau gögn og upplýsingar sem PWC hefur fengið frá fulltrúum félagsins, hefur pWc ekki sannreint sérstaklega heldur tekið sem sannar og réttar og a ð þær hafi verið veittar af aðilum 20 Af öllu framanrituðu verður ekki annað ráðið en að menn hafi verið einhuga um að setja málið í verðmatsferli og að það hafi verið fyrst eftir að matsniðurstöður PWC komu fram sem stefnendur fóru a ð tala um að leggja bæri þann skilning í ákvæði 1. gr. söluréttarsamningsins sem haldið er fram í máli þessu. Þótt fallast megi á það með stefnendum að ákvæði 1.1 og 1.2 í söluréttarsamningnum séu ekki svo skýr sem skyldi , og innra samræmi þessa samningsák væðis geti þar af leiðandi talist haldið ágöllum þegar það er lesið nú, verður ekki fram hjá því litið að stefnendur létu sjálfir annan skilning í ljós eftir samningsgerðina . Kom það fram í því að þeir beindu málinu í matsferli í samvinnu við stefndu , meðal annars með því að að óska eftir að nýr óháður aðili yrði áður tilvitnuðum tölvupósti stefnanda Gretars 30. október 2015. Við túlkun umræddra ákvæða í söluréttar samningnum, þ.e. gr. 1.1 og 1.2, verður að mati dómsins ekki litið fram hjá þeim skilningi sem stefnendur sýndu sjálfir í verki eftir undirritun samningsins. Í þessu ljósi þykir ótækt að leggja til grundvallar s íðari skýringarkost stefnenda, enda gengur sú leið í allt aðra átt en þeir höfðu sjálfir á fyrri stigum aðhyllst og berum orðum hvatt til að fylgt yrði. Svo sem áður hefur komið fram var , með atbeina stefnenda, unnið að því frá nóvembermánuði 201 5 að beina málinu í matsfarveg. Ekki liggur annað fy rir en að stefnendur hafi verið því samþykkir að stefnda Elín liðsinnti þeim í því ferli, jafnframt því sem fyrir lá að stefndi Lúðvík sinnti samsvarandi hlutverki gagnvart stefndu Arthuri og Gunnari. Í 11. gr. siðareglna Lögmannafélags Íslands kemur fram að lögmaður megi ekki fara með hagsmuni tveggja eða fleiri skjólstæðinga í sama máli þegar hagsmunir þeirra eru andstæðir eða veruleg hætta er á slíku. Í 1. mgr. er þó tekið fram að ákvæði þetta hindri ekki að lögmaður leiti sátta með deiluaðilum, með samþ ykki beggja. Í 2. nýjan skjólstæðing, ef hagsmunir hans og þeirra skjólstæðinga lögmannsins, sem fyrir eru, fá ekki samrýmst eða hætta getur verið á slíku. Sama gildir um lögmenn sem hafa Framlögð skjöl málsins bera vott um gagnkvæman samstarfsvilja . Jafnframt hefur hér að framan verið vikið orðum að því að Lúðvík hafi á síðari stigum samstarfs þeirra vakið athygli á hugsanlegum hagsmunaárekstrum í tengslum við verðmat sem stefnendur vildu að aflað yrði. Ráða má af þessum samskiptum að hlutaðeigandi hafi verið meðvitaðir um að gæta þyrfti varúðar við næstu skref, sbr. áður tilvitnað orðalag 2. mgr. 11. gr. s iðareglna LMFÍ. 21 Af framvindu mála eftir þetta tímamark verður ekki annað ályktað en að stefnendur hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að fela stefndu Elínu það hlutverk að koma fram fyrir þeirra hönd í þessu ferli. Gögn málsins sýna að síðast í desember 2013, nánar tiltekið 18. desember 2013, var endurskoðandi stefnenda, Gunnlaugur Kristinsson, í tölvupóstsamskiptum við málsaðila, Ólaf B. Blöndal, löggiltan fasteignasala, lögmenn Bonafide og Hauk Þór Hauksson, rekstr arhagfræðing hjá Investis , vegna verðmats á AG - s eafood ehf. Efni tölvupósts Gunnlaugs Kristinssonar síðastgreindan dag bendir til þess að hann hafi þá verið í ráðgjafarhlutverki gagnvart stefnendum. Að mati héraðsdóms kemur þetta skýrlega fram í eftirfaran gagnrýninn á þessa hluti og þið megið ekki misskilja mig með það. Þetta eru háar tölur og matsvirði helmingi hærra en sem nemur stofnverði sem er mjög nýlegt. Af þeim sökum dugar mér ekki neðangreind skýring eins og sér. Hafsteinn og Gretar þið verðið að meta það og þá hvort þið teljið nauðsynlegt að kalla eftir öðru mati til staðfestingar á Í áðurnefndum kaupréttarsamningi, sem undirritaður var 28. febrúar 2 014, kemur skv. samningi þessum, enda er um að ræða óskráð verðbréfi í formi hlutafjár og að þeir búi yfir fullnægjandi þekkingu og reynslu til að meta þá áhættu se m fólgin er í Hvorki í þessum samningi né öðrum sem málsaðilar undirrituðu á sama tíma kemur nokkuð fram um sérstakar forsendur stefnenda sem telja mætti til ákvörðunarástæðu eða verulegrar ástæðu. Svo sem hið tilvitnaða orðalag gefur til kynna mátti stefnendum vera ljóst að brugðið gat til beggja vona í rekstri hins sameinaða félags. Í þessu samhengi telur dómurinn ekki unnt að líta fram hjá því að samkvæmt stofnefnahagsreikningi hins sameinaða félags var eigið fé þess nærri því að vera neikvætt . Þá bera gögn málsins jafnframt vott um að rekstur félags stefnenda hefði verið í járnum í nokkur undangengin misseri fyrir sameininguna. Samkvæmt þessu og með hliðsjón af þeirri óumdeildu staðreynd að stefnendur höfðu sjálfir áralanga reynslu af rekstr i fyrirtækis síns verður ekki á það fallist að þeir hafi verið beittir blekkingum, misneytingu og svikum . Þá þykja framlögð gögn og málsástæður heldur ekki sýna fram á að forsendur fyrir sameiningu félaganna hafi ýmist brostið eða verið rangar strax í upph afi , þannig að til greina komi að láta aðra bera ábyrgð á því tjóni sem stefn endur telja sig hafa orðið fyrir í viðskiptum þeim sem hér um ræðir. Heildstætt 22 mat á því sem fyrir liggur um aðdraganda þeirra samninga sem gerðir voru, matsskýrslum og samskiptum stefnenda við lögmenn Bonafide og aðra ráðgjafa sem komu að málinu á ýmsum stigum , þykir ekki gefa tilefni til þeirrar ályktunar að lögmenn Bonafide hafi brotið gegn lögum eða siðareglum lögmanna með því að skipta með sér verkum eins og gert var . Þá hafa stefnendur ekki sýnt fram á að stefndu Arthur Galvez, Gunnar Örn Örlygsson og AG - s eafood ehf., hafi blekkt stefnendur, beitt þá misneytingu, svikum eða komið óheiðarlega eða af ósanngirni fram við þá . Á þessum grunni verður sömuleiðis hafnað kröf um stefnenda um ógildingu samrunasamningsins og tengdra samninga vegna efnislegs innihalds, stöðu samningsaðila eða atvika að öðru leyti. Að þessari niðurstöðu fenginni , og með því að engin bótaskyld háttsemi hefur verið staðreynd hjá stefndu , eru ekki ski lyrði til þess að fjalla sérstaklega um bótakröfur stefnenda. Eftir úrslitum málsins, svo og að teknu tilliti til frávísunarþáttar þess, verða stefnendur dæmdir til að greiða hverjum stefnda 5 0 0 .000 krónur í málskostnað. Þá verða stefnendur dæmdir til að greiða réttargæslu stefndu, Verði tryggingum hf. og Vátryggingafélagi Íslands hf., 3 0 0.000 krónur í málskostnað, hvoru fyrir sig. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þenn an. Dómsorð: Stefndu, Bonafide lögmenn ráðgjöf sf., Elín Hrefna Ólafsdóttir, Lúðvík Bergvinsson, Sigurvin Ólafsson, Arthur Galvez, Gunnar Örn Örlygsson og AG - s eafood ehf. , er u sýkn af kröfum stefnenda, Hafsteins Þorgeirssonar og Gretars Þorgeirssonar, í máli þessu. Stefnendur greiði stefndu , hverju um sig , 50 0.000 krónur í málskostnað. Stefnendur greiði réttargæslu stefndu , Verði tryggingum hf. og Vátryggingafélagi Íslands hf., 3 0 0.000 kr. í málskostnað, hvoru um sig. Arnar Þór Jónsson