Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 9. október 2019 Mál nr. S - 3244/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Sonja Hjördís Berndsen saksóknarfulltrúi g egn Sigfús i Valgeir i Ómarss yni Unnsteinn Arnar Elvarsson lögmaður Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 25. september sl. , var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 2. júlí 2019, á hendur Sigfúsi Valgeiri Ómarssyni, , fyrir eftirtalin brot: 1. Umferðarlagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 31. október 2017, ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 0,9 ng/ml og vínandi 0,63 , í þvagi mældist tetrahýdrókannabínólsýra og vínandi) austur Laugaveg í Reykjavík, uns lögreglan stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 2. Umferðarlagabrot með því að hafa, miðvikudaginn 29. nóvember 2017, ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist vínandi 0,83 ng/ml, díazepam 250 ng/ml, klónazepam 4,0 ng/ml, metamfetamín 70 ng/ml, nítrazepam 25 ng/ml, nordíazepam 80 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 1,7 ng/ml, í þvagi mældist alkóhól, amfetamín, metamfetamín, MDMA, tetrahýdrókannabínólsýra og brómazepam) um Jaðarse l í Reykjavík, uns lögreglan stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 3. Umferðar og fíkniefnalagabrot með því að h afa, laugardaginn 30. desember 2017, ekið bifreiðinni óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist amfetamín 145 ng/ml, díazepam 250 ng/ml, metýlfenídat 30 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 1,8 ng/ml, í þvagi mældist amfetamín, MDMA, metafmetamín, metýlfenídat og 2 tetrahýdrókannabínólsýra ) um Kársnesbraut að Litluvör í Kópavogi, uns lögreglan stöðvaði aksturinn við Litluvör 11 og í umrætt sinn haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni 7,7 g römm af maríhúana sem lögreglan fann við leit í bifreiðinni . Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr . 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. 4. Lyfjalagabrot með því að hafa, á sama tíma og stað sem frá grein ir í ákærulið 3, haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni eftirtalin lyf, án þess að hafa markaðs - og lyfsöluleyfi Lyfjastofnunar, en lögreglumenn fundu lyfin við leit í bifreiðinni og á heimili ákærða að við afskipti af ákærða s em frá er greint í ákærulið 3: 1. Gabapentin PCD 300 mg - 100 stykki 2. Gabapentin Sandoz 300 mg - 7 stykki 3. Quetiapin Mylan 25 mg - 98 stykki 4. Haldol 1 mg - 3 stykki 5. Modifenac 75 mg - 30 stykki 6. Stesolid 5 mg - 30 stykki 7. Quetiapin Mylan 25 mg - 56 stykki 8. Gapapent in Sandoz 300 mg - 102 stykki 9. Quetiapin 25 mg - 65 stykki Telst þetta varða við 1. mgr. 7. gr., 1. mgr. 20. gr., sbr. 1. mgr. 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994. 5. Fíkniefnalagabrot með því að hafa, á sama tíma og greinir í ákærulið 3, að heimili sínu að í Reykjavík, haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni 3,05 g af maríhúana, 0,82 g af tóbaksblönduðu maríhúana og 15 stykki af ecstasy töflum. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr . 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. 6. Fíkniefnalagabrot með því að hafa, sunnudaginn 15. apríl 2018, á horni Grettisgötu og Vitastígs í Reykjavík, haft í vörslum sínum 0,32 grömm af amfetamíni, sem lögreglumenn fundu við öryggisleit á ákærða. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., 3 reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og sviptingar ökuréttar, skv. 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/2006. Krafist er upptöku á samtals 10,75 g af maríhúana, 0,82 g af tóbaksblönduðu maríhúana, 15 stykkjum af ecstacy töflum, 0,32 g af amfetamíni og skuldab ók (munur nr. 456049) sem hald var lagt á, samkvæmt 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Jafnframt er krafist upptöku á lyfjum sem haldlögðu voru við afskiptin sem frá er greint í 4. ákærulið, sbr. 3. mgr. 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994. Við meðferð málsins lýsti ákæruvaldið því yfir að fallið væri frá hluta ákærulið ar nr. 4 . Nánar tiltekið vegna 56 stykkja af Quetiapin Mylan 25 mg, 102 stykkja af Gapapentin Sandoz 300 mg og 65 stykkja af Quetiapin 25 mg. Auk þe ss lýsti ákæruvaldið því yfir að fallið væri frá hluta verknaðarlýsingar í ákærulið nr. 5 . N ánar tiltekið þeim hluta er vísar til þess að vörslur þ ar tilgreindra ávana - og fíkniefna hafi verið - og dreifingarskyni . Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á a ð tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Á kærði , sem er fæddur 1978 , á að baki nokkurn sakaferil samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 26. júní 2019, sem nær aftur til ársins 1998. Ákærði hefur sætt refsingum fyrir ýmis brot gegn umferðarlögum og löggjöf um ávana - og fíkniefni, en einnig v egna hegningarlagabrota. Var ákærða þann 2. mars 2015 og þann 29. mars 2016 gert að greiða sektir til ríkissjóðs með lögreglustjórasátt um vegna brota gegn 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974. Þá var ákærði þann 26. júní 2016 dæmdur í þrjátíu daga sk ilorðsbundið fangelsi til þriggja ára vegna líkamsárásar. Ákærði var þann 2. nóvember sama ár, dæmdur í 45 daga fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára fyrir brot gegn valdstjórninni, en um hegningarauka var að ræða og var fyrrnefndur dómur frá því í júní sama ár dæmdur með. Þá gekkst ákærði undir sektarrefsingu með sátt hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þann 14. september 2017, meðal annars vegna brota gegn 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974. Enn var ákærði, m eð dómi Héraðsdóms Norðurland s Eystra þann 12. október 2017 , dæmdur til að greiða 4 sekt fyrir brot gegn 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974 , en um var að ræða hegningarauka vegna dóms frá 2. nóvember 2016 og var skilorðsbundin refsing sú sem þar var dæmd því láti n halda sér , sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Loks gekkst ákærði undir sektarrefsingu með sátt hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þann 3. mars 2018, meðal annars vegna brota gegn 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974. Að öðru leyti kemur sa kaferill ákærða ekki til skoðunar við ákvörðun refsingar í máli þessu. Við ákvörðun refsingar er við það miðað að ákærði sé nú í sjötta sinn innan ítrekunartíma fundinn sekur um brot gegn löggjöf um ávana - og fíkniefni. Með brotum þeim sem ákærði er sakfelldur fyrir í máli þessu hefur hann rofið skilorð framangreinds dóms Héraðsdóms Austurlands frá 2. nóvember 2016 . Ber því að dæma skilorðsdóminn upp og er ákærða gerð refsing í einu lagi, sbr. 60. og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af sakarefni málsins þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 4 mánuði. Að öllu framangreindu virtu og m eð hliðsjón af s akaferli ákærða þykir ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti í 1 0 mánuði frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. Með vísan til lagaákvæða í ákæru , eins og henni var breytt undir rekstri málsins, sæti ákærði upptöku á 10,75 g römmum af maríhúana, 0,82 g römmum af tóbaksblönduðu maríhúana, 15 ecstacy töflum, 0,32 g af amfetamíni , 100 töflum af Gabapentin PCD 300 mg, 7 töflum af Gabapentin Sandoz 300 mg, 98 töflum af Quetiapin Mylan 25 mg, 3 t öflum af Haldol 1 mg, 30 töflum af Modifenac 75 mg, 30 töflum af Stesolid 5 mg og skuldabók (mun nr. 456049), sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, 184.14 0 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 566.217 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Baldvin Einarsson aðstoðarsaksóknari fyrir Sonju Hjördísi Berndsen saksóknarfulltrúa. Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður u pp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Sigfús Valgeir Ómarsson sæti fangelsi í 4 mánuði. Ákærði er sviptur ökurétti í 1 0 mánuði frá uppkvaðningu dómsins að telja. Ákærði sæti upptöku á 10,75 grömmum af maríhúana, 0,82 grömmum af tóbaksblönduðu maríhúana , 15 ecstacy töflum, 0,32 g af amfetamíni, 100 töflum af Gabapentin PCD 300 mg, 7 töflum af Gabapentin Sandoz 300 mg, 98 töflum af 5 Quetiapin Mylan 25 mg, 3 töflum af Haldol 1 mg, 30 töflum af Modifenac 75 mg, 30 töflum af Stesolid 5 mg og skuldabók. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, 184.140 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 566.217 krónur í annan sakarkostnað. Björg Valgeirsdóttir (sign.)