Héraðsdómur Reykjaness Dómur 22. september 2020 Mál nr. E - 1224/2019 : Vignir Siggeirsson ( Þormóður Skorri Steingrímsson lögmaður ) g egn Önnu Kristín u Geirsdótt u r ( Atli Már Ingólfsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 25. ágúst 2020, er höfðað 8. júlí 2019. Stefnandi er Vignir Siggeirsson, Hemlu II, Hvolsvelli. Stefnda er Anna Kristín Geirsdóttir, Strandgötu 73b, Hafnarfirði. Dómkröfur s tefnand a eru aðallega að viðurkennt verði með dómi að hann sé eigandi að helmingshlut í hryssunni Kötlu frá Hemlu II og að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda 1.415.030 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 15. ja núar 2018 til greiðsludags, gegn útgáfu reiknings að sömu fjárhæð. Til vara er þess krafist, að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda 2.830.059 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 15 . janúar 2018 til greiðsludags, ge gn útgáfu reiknings að sömu fjárhæð. Í báðum tilvikum er þess krafist að stefnda greiði stefnanda málskostnað að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Stefnda krefst sýknu af aðal - og varakröfu stefnanda og málskostnaðar með álagi. Stefnda krafðist þess up phaflega að fyrri hluti aðalkröfu stefnanda um að viðurkennt yrði að stefnandi væri eigandi að helmingshluta í Kötlu frá Hemlu II yrði vísað frá dómi. Leyst var úr þeirri kröfu með úrskurði dómsins 27. febrúar 2020. Var frávísunarkröfu stefndu hafnað. 2 I Málsatvik Í máli þessu greinir aðila á um eignarrétt að hryssunni Kötlu frá Hemlu II. Óumdeilt er að móðir Kötlu, Spyrna frá Síðu, er í eigu stefndu en var í vörslum stefnanda sem annaðist val á stóðhestum fyrir Spyrnu og ræktun afkvæma undan henni. Eigna ðist Spyrna frá Síðu þrjú afkvæmi sem um getur í málsgögnum; Kötlu frá Hemlu II árið 2012, Kröflu frá Hemlu II árið 2014 og Heklu frá Svartárbakka árið 2017. Af málsgögnum og framburði aðila og vitna fyrir dómi við aðalmeðferð málsins má ráða að aðilar og eiginmaður stefndu, Vilhjálmur S. Bjarnason, hafi gert með sér munnlegt samkomulag um ræktun afkvæma undan Spyrnu frá Síðu. Deila aðilar um eignarrétt að folöldum undan Spyrnu en mál það sem hér er til úrlausnar varðar sem fyrr segir elsta afkvæmi Spyrnu, Kötlu frá Hemlu II. Byggir stefnandi á því að svo hafi um samist á milli aðila að afkvæmi Spyrnu yrðu í sameign aðila að jöfnu, en stefnda heldur því á hinn bóginn fram að stefnandi hafi átt að fá annað hvert folald í sinn hlut, þannig að stefnda hafi átt að fá fyrsta folaldið, stefnandi það næsta og síðan koll af kolli. Samkvæmt framlögðum upplýsingum frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er hryssan Spyrna frá Síðu skráð eign stefndu í WorldFeng, upprunabók íslenska hestsins. Katla frá Hemlu II var grunnskr áð samkvæmt örmerkingarblaði frá stefnanda 20. nóvember 2012. Var stefnda frá upphafi skráð 100% eigandi Kötlu, en stefnandi var síðar skráður 50% ræktandi á móti stefndu að hans ósk. Þá var Krafla frá Hemlu II grunnskráð samkvæmt örmerkingarblaði 20. aprí l 2015. Stefnandi var í upphafi skráður 100% eigandi Kröflu. Á árinu 2017 var stefnda tímabundið skráð 50% eigandi að hryssunni, en því var breytt og stefnandi aftur skráður 100% eigandi frá 29. september 2017. Loks er Hekla frá Svarárbakka, áður Spá frá H emlu II, grunnskráð samkvæmt örmerkingablaði frá stefnanda 16. október 2018. Aðilar málsins voru upphaflega skráðir ræktendur að jöfnum hluta en stefnda eigandi hryssunnar frá 15. júní 2017. Með bréfi 15. desember 2017 til stefndu gerði stefnandi athugase mdir við eigendaskráningu á Kötlu frá Hemlu II. Krafðist stefnandi þess að helmingshlutur í Kötlu yrði færður á nafn hans í WorldFeng og að honum yrði greiddur helmingur af þeim kostnaði sem fallið hefði á hryssuna frá fæðingu hennar. Í bréfinu er vísað ti l samkomulags á milli stefnanda annars vegar og stefndu og eiginmanns hennar hins vegar um að afkvæmi Spyrnu frá Síðu yrðu í sameign stefnanda og stefndu og þá myndi kostnaður skiptast á aðila. Krafði stefnandi stefndu um greiðslu á 1.538.389 krónum. 3 Stefn da hafnaði kröfum stefnanda með bréfi 28. desember 2017. Vísaði stefnda meðal annars til þess að samkomulag aðila hefði snúist um að stefnandi ætti að sjá um Spyrnu og leiða hana undir stóðhest og í staðinn skyldi stefnandi fá annað hvert afkvæmi undan Spy rnu. Farið hefði verið eftir þessu samkomulagi fram að þessu. Orðrétt segir: annan veg sé samið. Þannig er hryssan Krafla frá Hemlu II undan Spyrnu í 100% eigu umbjóðanda yða r, en ræktendur eru skráðir Vignir og Anna. Ofangreint er í samræmi við vísaði stefnda til þess að stefnandi hefði fengið afkvæmi undan Spyrnu sem greiðslu upp í kostnað og v innu. Jafnframt vísaði stefnda til kunningsskapar á milli aðila og þess að eiginmaður hennar hefði greitt allan kostnað og rúmlega það með vinnu, efni, vörum og peningum, sem greiðslu fyrir fóðrun og tamningu hrossa. Með bréfi 18. janúar 2018 mótmælti stef nandi sjónarmiðum stefndu og vísaði meðal annars til þess að hann hefði allt frá grunnskráningu hryssunnar Kötlu viljað fá hana skráða á sitt nafn. Með bréfi 27. ágúst 2018 óskað stefnandi eftir því að dómkvaddur yrði hæfur og óvilhallur matsmaður til að svara spurningum er vörðuðu kostnað sem fallið hefði til frá fæðingu Kötlu og fram yfir sýningu hennar 2017. Á dómþingi héraðsdóms Reykjavíkur 2. nóvember 2018 var Vignir Sigurðsson hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. dómkvaddur til að vinna umbeðið m at. Lauk hann matinu 4. september 2019. Var fyrrnefndur kostnaður metinn á 2.407.306 krónur án virðisaukaskatts. Stefnda seldi hryssuna Kötlu frá Hemlu II með samningi 14. júlí 2019 til Anja Egger - Meier. Með bréfi 16. júlí sama ár til Bændasamtaka Íslands gerði stefnandi grein fyrir því að deilur væru um eignarhald á hryssunni. Krafðist stefnandi þess sem helmingseigandi að ekki yrðu heimiluð eigendaskipti að Kötlu á meðan leyst yrði úr ágreiningi um eignarhaldið fyrir dómstólum. Jafnframt var sú krafa ger ð að hvorki yrði II Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveðst byggja á því að samkomulag hafi legið fyrir um ræktun afkvæma undan hryssunni Spyrnu frá Síðu og skyldi hún höfð í umsjá stefnanda á meðan sú ræktun stæði yfir. Hafi samkomulag legið fyrir um að rækta í sameiningu afkvæmi undan hryssunni en ekkert liggi fyrir um að skiptingin hafi átt að vera með þeim hætti að stefnandi fengi aðeins annað hv e rt afkvæmi að va li stefndu. Stefnandi hafi frá upphafi byggt á því að af samstarfssamningi stefnanda og stefndu leiði að afkvæmi Spyrnu væru 4 sameign stefnanda og stefndu og þar með hryssan Katla frá Hemlu II sem hafi fæðst vorið 2012. Stefnandi bendi á að hann sé skráður 50% ræktandi að Kötlu . Þá hafi stefnda fyrst árið 2017 haldið því fram að s tefnandi hafi átt að fá annað hv e rt afkvæmi Spyrnu frá Síðu vegna framlags stefnanda og af því lei ddi að stefnd a hafi átt að fá sem s í na eign fyrsta afkvæmi Spyrnu, það er Kötlu frá Hemlu II, en næsta afkvæmi yrði þá eign stefnanda. Stefnandi kveðst byggja á því að um þ etta hafi aldrei verið samið, heldur að afkvæmi Spyrnu yrðu sameign stefnanda og stefndu. Hafi stefnda sönnunarbyrði fyrir fullyrðingu sinni um að stefnandi hafi átt að eignast annað hvert afkvæmi og stefnda það fyrsta . Þá hafi stefnda sýnt af sér tómlæti hvað varði þennan skilning hennar á samkomulagi aðila. Það hafi ekki verið fyrr en búið hafi verið að temja Kötlu í tvo vetur og sýna hana á Landsmóti á Hólum sem ste fnda hafi komið fram með þá fullyrðingu að Katla væri eingöngu í hennar eigu. Stefnandi byggi á því að samkomulag hafi verið gert um ræktun á afkvæmum Spyrnu frá Síðu í þá veru að afkvæmi hryssunnar væru við fæðingu í sameign. Engin skrifuð regla sé til um að sameiginleg ræktun á afkvæmum hryssna skuli vera háð skiptingu á öðru hv erju afkvæmi. Semja þurfi um það sérstaklega. Stefnandi hafi treyst samkomulagi aðila , haldið Spyrnu undir stóðhestinum Skýr , hugsað um það afkvæmi sem af því leiddi og nefnt hafi verið Katla frá Hemlu II. Hafi stefnandi tamið Kötlu , farið með hana á landsmót og fengið knapa til að sýna hana. Þannig hafi stefnandi hugsað um hryssuna sem sameign sína og stefndu sem hafi fylgst með þessari framkvæmd athugasemdalaust. Það hafi fy rst verið þegar í ljós hafi komið að Katla væri verðmæt að stefnda hafi haldið því fram að einungis annað hv e rt afkvæmi Spyrnu yrði eign stefnanda og stefnda væri eigandi fyrsta afkvæmi sins . Kveðst stefnandi byggja á að hann hafi sannað þá staðhæfingu sína að aðilar málsins hafi gert samning um ræktun undan hryssunni Spyrnu á meðan hún væri í umsjá stefnanda á þann hátt að stefnandi eignaðist hlutdeild í afkvæmum hryssunnar. Hins vegar hafi stefnda ekki sannað þá staðhæfingu sína að stefnandi eignaðist aðei ns annað hv e rt afkvæmi og stefnda það fyrsta. Þá byggi stefnandi á því að stefnda hafi glatað rétti sínum sökum tómlætis, en Katla hafi fæðst vorið 2012 . Það hafi ekki verið fyrr en 2017 sem stefnda hafi byggt á því fráviki frá jafnræði samningsaðila að st efnandi eignaðist einungis annað hv e rt afkvæmi og stefnda ætti val á fyrsta afkvæminu . Byggt sé á því að munnlegir samningar séu jafngildi skriflegum og sé vísað til meginreglna samningaréttarins. Þá sé af hálfu stefnanda bent á að öll afkvæmi undan Spyrn u frá Síðu hafi verið skráð á ræktanda hennar, stefndu í máli þessu. Stefnda hafi skráð eitt afkvæmi á stefnanda eftir að hann hafi beðið um leiðréttingu á eignarhaldi á Kötlu á árinu 2017. Þá hafi stefnda brugðist við með því að færa afkvæmi númer tvö á n afn stefnanda, þ að er hryss una Kr ö fl u frá Hemlu II, en það geti ekki aðrir en eigendu r viðkomandi mæðra skráð afkvæm i hryssna . Þá hafi stefnandi greitt folatollinn undir Skýr frá Skálakoti, föður Kötlu frá 5 Hemlu II . Hefði verið til staðar samkomulag um að ræktunaraðilar ættu að fá annað hv e rt afkvæmi væri ólíklegt að stefnandi hefði greitt folatoll fyrir stefndu og lagt jafn mikið á sig fjárhagslega og raun ber i vitni varðandi allan kostnað sem fallið hafi á Kötlu frá Hemlu II. Þá sé ótalinn kostnaður við f óðrun, uppeldi og annað sem til hafi fallið vegna annarra afkvæma Spyrnu frá Síðu og hennar sjálfrar. Stefnandi kveðst við túlkun á efni samnings aðila byggja á reglunni um trúnaðarskyldu við gerð samninga sem greina megi í ákvæðum laga nr. 7/1936 um samn ingsgerð, umboð og ógilda löggerninga, sbr. 2. mgr. 4. gr. og 2. mgr. 6. gr. laganna og meginregl ur laganna. Litið hafi verið svo á að trúnaðarskylda samningsaðila geti skipt máli við túlkun samninga að því leyti að ef tveir eða fleiri kostir séu fyrir hen di sé tilhneiging til þess að velja ekki þann kost sem leitt geti til ójafnræðis með aðilum, heldur beri frekar að velja þann kost sem leiði til sanngjarnar niðurstöðu. Í því tilviki sem um ræði þurfi að túlka samning aðila á þann hátt að sanngirnis sé gæt t á báða bóga. Hvað varði fjárkröfu í aðal - og varakröfu málsins sé byggt á því í aðalkröfu að stefnd u beri að greiða helming þess kostnaðar sem hafi fallið til vegna hryssun n a r Kötlu frá Hemlu II þar sem ljóst sé að um frekara samstarf verði ekki að ræða varðandi ræktun afkvæma undan Spyrnu frá Síðu. E f viðurkennt yrði að Katla væri í sameign aðila beri stefnd u að greiða helming áfallins kostnaðar við að koma hryssunni á þann stað sem hún sé nú . Kostnaðurinn byggi á mati dómkvadds matsmanns og nemi í heil d 2.830.059 krónum að meðtöldum virðisaukaskatti. Um sé að ræða folatoll, hagagöngu, f óðrun og uppeldi , tamningu, skráningargjald á kynbótasýningu, sýningargjald árin 2016 og 2017, skráningargjald á landsmót 2016, tannröspun og járningar. Helmingur fyrrnef nds kostnaðar myndi aðalkröfu stefnanda í málinu. Verði talið ósannað að Katla frá Hemlu II sé í sameign aðila kveðst stefnandi byggja á því að breyta eigi samningi aðila, með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, þannig að Katla verði í sameign stefnanda og stefndu, líkt og önnur afkvæmni Spyrnu frá Síðu. Byggi stefnandi á því að það sé bersýnilega ósanngjarnt og ands t ætt góðri viðskiptavenju að leggja þann skilning til grundvallar lögskiptum aðila að þau fái til skiptis annað hv e rt afkvæmi Spyrnu frá Síðu og vís i stefnandi þar til efnis samningsins, stöðu aðila, atvika við og eftir samningsgerð. Veiti framangreindur skilningur stefndu algert sjálfdæmi um efndir samnings aðila, enda skráning í höndum stefndu. Hafi stefnda á sitt einsdæmi skrá ð hryssuna Kröflu frá Hem l u II á ste fnanda en ekki breytt skráningu á hryssunni Kötlu frá Hemlu II, svo að hún yrði sameign aðila, þvert á upphaflegt samkomulag þeirra . Þ egar sú ákvörðun hafi verið tekin hafi verið ljóst að eftir mikinn tilkostnað og vinnu stefnanda hafi verðmæti hryss unnar K ö tl u numið verulegum fjárhæðum. Fyrir vikið hafi áhætta og kostnað u r vegna samnings aðila nánast eingöngu verið hjá stefnanda en ágóði í höndum stefndu. Geti skilningur 6 stefndu á samkomulagi aðila ekki talist annað en bersýnilega ósanngjarn og andstæður góðri viðskiptavenju. Varakrafa stefnanda byggi á þeim sjónarmiðum sem fram komi í aðalkröfu . F ari svo ólíklega að dómurinn telji hryssuna Kötlu frá Hemlu II eingöngu í eigu stefndu þá verði að telja réttmætt að stefnda greiði fjárhæð varakröfu stefnanda. Um sé að ræða áfallinn kostnað vegna uppeldis, tamningar og sýning ar á kynbótahrossi. Séu málsástæður fyrir varakröfu þær sömu og tilgreindar séu að framan. Hvað varði kröfu stefnanda um dráttarvexti sé vísað til þess að skorað hafi verið á stefndu að gr eiða helming áfallins kostnaðar með bréfi 15. desember 2017. Hvað lagarök varð ar vísa r stefnandi til meginreglna eignar - og fjármunaréttar og 72. gr. laga nr. 33/1944 um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þá er vís að til l aga nr. 91/1991 um meðferð einka mála, einkum 2. mgr. 25. gr. um tilhögun kröfugerðar, svo og til almennra reglna einkamálaréttarfars um sönnun og sönnunarbyrði, auk 2. mgr. 48. gr. og 2. mgr. 50. gr. laganna. Þá er vísað til meginreglna laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup og laga nr. 42/20 00 um þjónustukaup, sbr. 28. gr. Einnig vís ar stefnandi til meginreglu samninga - og kröfuréttar um að samninga beri að efna, sbr. meginregl u laga nr. 7/1936 um tilurð og efni samninga. Varðandi kröfu um málskostnað vís ar stefnandi til 130. gr., sbr. 129. g r., laga nr. 91/1991. Krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun sé reist á lögum nr. 50/1988. III Málsástæður og lagarök stefndu Stefnda kveður kröfu sína um sýknu byggða á því að stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn því til sönnunar að hann sé eigandi að helmingshlut í hryssunni Kötlu frá Hemlu II. Byggt sé á því að sönnunarbyrði hvíli á stefnanda um að samkomulag aðila um hagagöngu, uppeldi og umhirðu hrossa og ræktun og þjálfu n afkvæma undan hryssunni Spyrnu frá Síðu hafi verið á þá leið að stefnandi ætti að eiga helmingshlut í öllum afkvæmum hennar. Fái túlkun stefnanda um munnlegan samning í þá veru enga stoð í gögnum málsins. Á hinn bóginn telji stefnda að málatilbúnaður hen nar fái stoð í gögnum málsins. Það sé grundvallarregla að sá sem haldi fram efni munnlegs samnings, sem f ari í bága við skráð réttindi , verð i að sýna og sanna efni samningsins . Af hálfu stefndu sé byggt á því að samkomulag aðila hafi verið þannig að aðila r ættu að eiga annað hv e rt afkvæmi undan hryssunni Spyrnu frá Síðu. Beri öll gögn málsins það með sér svo og opinber skráning afkvæmanna. Byggt sé á því að þau gögn og upplýsingar frá skráningaraðilum WorldFeng, sem stefnda leggi fram í málinu, sýni fram 7 á að aðilar og ekki s íst stefnandi sjálfur , hafi lit ið svo á að þau ættu að fá annað hv e rt afkvæmi Spyrnu sem séreign. Spyrna frá Síðu hafi eigna st þrjár hryssur á meðan á samstarfi aðila hafi staðið. Katla frá Hemlu II hafi fæðst 2012. Stefnandi hafi sjál fur örmerkt tryppið og sen t grunnskráningarblað með örmerkingarnúmeri til skráningar hjá Rannsóknarmiðstöð l andbúnaðarins 20. nóvember 2012. H afi hann þannig sjálfur merkt við á viðeigandi stöðum hvernig skrá ætti tryppið og hver væri eigandi þess. Í upphafi hafi e igendaskráningin því ekki stafað frá stefndu heldur stefnanda. Því sé það ekki rétt sem stefnandi haldi fram að skráning afkvæma hryssna sé ekki mögu leg af öðrum en eigendum viðkomandi mæðra. Upphaflegt skráningarblað Kötlu frá Hemlu II sé ek ki lagt fram í málinu og hafi ekki fundist við leit hjá skráningaraðila . En upplýsingar um hver hafi skráð séu þó skráðar í kerfið . Um þ remur árum síðar , eða 14. október 2015 , hafi s tefnda s en t tölvupóst til R annsóknarmiðstöðvar landbúnaðarins , eftir að s tefnandi hafi óskað eftir því að hross undan Spyrnu yrðu kennd við Hemlu II og að hann fengi að vera skráður ræktandi á mót i stefndu í World F eng. Hafi stefnda þá óskað eftir því að uppruna Kötlu frá Hafnarfirði og ræktanda hennar yrði breytt þannig að stef nandi yrði skráður 50% ræktandi á móti stefndu og að Katla yrði upp frá því kennd við Hemlu II. Þetta hafi verið gert og hafi Katla fengið nýtt númer [..] og verið skráð frá Hemlu II . Stefnandi hafi svo með bréfi 15. desember 2017 krafist þess að hann ætti helmingshlut í hryssunni Kötlu . Þá hafi verið liðin fimm ár frá því að stefnandi hafi sjálfur grunnskráð hryssuna á stefndu og tvö ár frá því að stefnda hafi skráð stefnanda sem ræktanda og breytt uppruna hryssunnar . Byggt sé á því að tómlæti stefnanda sýni fram á að aldrei hafi staðið til að hann eignaðist helming shlut í hryssunni. Þegar stefnandi hafi gert sér grein fyrir því að hryssan væri verðmæt hafi hann farið að ásælast helmingshlut í henni. G ögn er varð i eignarhald eða skráning u á hryssunni styðj i á hinn boginn ekki túlkun stefnanda heldur s taðfesti a ð stefnda hafi átt hryssuna ein frá upphafi eins og til hafi staðið. Krafla frá Hemlu II hafi fæ ðst 2014. Stefnandi hafi grunnskráð hryssuna sjálfur 20. apríl 2015 og sen t eyðublað þar um til skráningar. Hafi stefnandi skrá ð sig sem 100% ræktanda hryssunnar og haka ð við í reit þar sem segi : eiganda/eigendur í sama hlutfalli sem byggt sé á í máli nu að annað hv e rt afkvæmi Spyrnu frá Síðu væri í séreign aðila. Þá hafi borist beiðni 8 frá eiginkonu stefnanda 28. mars 2017 um að skrá stefndu sem 50% ræktanda á móti stefnanda og hafi það verið gert 30. mars 2017 . Þegar stefnda hafi áttað sig á því að búið væri að b reyta skráningunni hafi eiginmaður hennar skráð stefnanda 100% eiganda að Kröflu á ný þa nn 29. september 2017 . Hekla frá Svartárbakka, áður skráð af stefnanda sem Spá frá Hemlu II, hafi fæðst 2017. Stefnandi hafi sent grunnskráningarblað fyrir hryssuna til skráningar 16. október 2018, þrátt fyrir úrskurð Landsréttar um að stefnda ætti hana að fullu. Þegar skráningin hafi orðið stefndu og eiginmanni hennar kunn hafi verið send beiðni til Bændasamtaka Íslands 2. nóvember 2018, þar sem óskað hafi verið eft ir leiðréttingu á skráningu í samræmi við dóm a héraðsdóm s Suðurlands og Landsréttar þannig að stefnda yrði ein skráð ræktandi og eigandi hryssunnar og nafni þess yrði breytt í Hekla frá Svartabakka. Hafi það verið samþykkt af skráningaraðila . Af hálfu ste fndu sé byggt á því að skráningar stefnanda sjálfs áður en mál þetta hafi komið upp staðfesti að aldrei hafi verið um annað rætt en að aðilar ættu annað hv e rt afkvæmi undan Spyrnu í séreign. Stefnandi h afi sjálfur farið eftir þessu við skráningu afkvæma un dan Spyrnu, allt þar til hann hafi reyn t að ávinna sér rétt með því að skrá Heklu frá Svartabakka þvert á niðurstöðu dómstóla. Í málinu krefjist stefnandi þess að stefnda greiði honum 1.4 15 . 0 30 krónur með dráttarvöxtum frá 15. janúar 2018 til greiðsludags , gegn útgáfu reiknings að sömu fjárhæð. Stefnda , sem krefjist sýknu af þessari kröfu, byggi á því að samkvæmt þeim munnlega samningi sem hafi legið fyrir á milli stefnanda, stefndu og eiginmanns hennar, hafi eiginmaður stefndu unnið stór verk fyrir stefnanda, útvegað honum pípulagningarefni á eigin kostnað og meðal annars kom ið með 20 kraftsperrur frá Reyðafirði til notkunar á jörð stefnanda. Byggt sé á því að eiginmaður stefndu hafi lagt margfalt meiri vinnu, efni og peninga til sams tarfs aðila heldur en nemi kröfufjárhæð stefnanda. Að auki hafi ávallt verið hluti af samkomulaginu að stefnandi sinnti þessari vinnu og legði út beinan kostnað henni tengdri án kröfu um endurgjald. Deilt sé um munnlegan samning aðila. Hafi ste fnandi ekki útskýrt af hverju eiginmaður stefndu hafi innt af hendi vinnu á jörð stefnanda, innandyra sem utan, og komið þangað með efni vegna vinnunnar. Sama eigi við um greiðslur til stefnanda að fjárhæð 1.500.000 krónur sem eiginmaður stefndu hafi innt af hendi, s vo og spæni og fóðurbæti sem hann hafi komið með að Hemlu II. Byggi stefnda á því að þessi vinna hafi að fullu komið á móti þeirri vinnu sem stefnandi hafi lag t a ð mörkum og vel það og hafi 9 hún verið innan þess samkomulags sem aðilar h afi gert með sér. Þá sé byggt á því að ekki hafi átt að koma til greiðslu í peningum frá stefndu til stefnanda samkvæmt því munnlega samkomulagi sem gert hafi verið heldur hafi stefnandi átt að fá annað hv e rt afkvæmi undan Spyrnu frá Síðu og það hafi hann fengið . Eigi stefnand i nú hryssuna Kröflu frá Hemlu II, en virðist hafa gleym t þeirri staðreynd í máli nu . Stefnda kveðst byggja á því að öll gögn málsins sýni , svo ekki verði um villst , að framlag stefndu og eigin manns hennar sé miklu meira en umkrafin fjárhæð í stefnu. Krafa stefnanda um endurgreiðslu kostnaðar f ari gegn samkomulagi aðila og gögnum málsins. Augljóst m egi vera að ef stefnandi fengi dóm fyrir því að geta einn aðila samkomulagsins innheimt vinnulaun vegna vinnu sinnar og að auki fengið annað hv e rt afkvæmi Spyrnu frá Síðu væri það bersýnilega ósanngjarnt. Enginn veit hvers virði tryppi sé fyrr en það hafi verið tamið. Það sé því einungis heppni sem r áði því að stefnda hafi eignast gæðingshryssu undan Spyrnu, andlag þessa máls, en ekkert ligg i fyrir um gæði annarra hrossa undan Spyrnu. Stefnda hafn i öllum sjónarmiðum þess efnis að ákvæði 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga eigi við. Hvorki staða aðila né atvik við gerð samkomulags aðila eða atvik sem síðar hafi kom ið til réttlæt i slíkt. S tefnda krefjist sýknu af varakröfu stefnanda með sömu rökum og að framan greini. Áréttað sé að aðilar að samkomulagi nu hafi verið þrír en ekki tveir. Eiginmaður stefndu hafi lag t mikið til samstarfsins, en stefnandi l áti hans í engu getið og stefn i honum ekki í máli nu. Dómurinn get i litið til þeirra gagna sem staðfesti framlag hans við mat á því sé fram í stefnu, eða það sem stefnda byggi á , þ að er verulega forsendu sam komulags aðila og fyllilega sambærilegt framlagi stefnanda sjálfs. Byggt sé á því að hvort sem horft sé til aðal - eða varakröfu um peningagreiðslu vegna vinnu tengd ri Kötlu frá Hemlu II, eins og hún sé metin af dómkvöddum matsmanni, þá ligg i fyrir að fram lag stefndu og eigin manns hennar sé rúmlega sú fjár hæð . Þ ar að auki hafi aldrei átt að greiða peninga til stefnanda s amkvæmt samkomulagi aðila. Vaxtakröfu stefnanda sé mótmælt og á því byggt að fari svo að stefndu verði gert að greiða stefnanda peninga get i upphaf vaxta í fyrsta lagi tekið mið af dómsuppkvaðningu. Stefnda kref jist málskostnaðar samkvæmt 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og álags á málskostnað s amkvæmt 2. mgr. 131. gr., sbr. a . og c . lið 1. mgr. 131. gr. sömu laga . Stefnandi hafi engin haldbær rök fyrir máli sínu, gögn eða annað sem 10 stutt get i málatilbúnað hans, sem stefnda tel ji bersýnilega rangan . Stefnandi h afi nú í um tvö ár skapað stefndu ómæld óþægindi og kostnað með málatilbúnaði sínum og rangfærslum sem skj alfestar séu í gögnum málsins. Stefnandi h afi nú einnig höfðað mál þetta gegn henni en ekki þriðja aðila að samstarfi þeirra, að því er virðist vísvitandi ef atvikalýsing í stefnu sé skoðuð, til að halda honum utan þess svo hans þáttur málsins komi ekki fr am. Tel ji stefnda skilyrði fyrir greiðslu álags vera fyrir hendi . Hvað lagarök varð ar vísar stefnda til laga nr. 7/1936 um samningsgerð , umboð og ógilda löggerninga . Jafnframt vís ar stefnda til reglna samninga - og kröfuréttar um loforð og efndir samninga. Vísað er til meginreglna eignarréttar um eignarhald og meginreglna um traustfang. Einnig er vísað til laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála , einkum 18., 50. 130. og 131. gr., og almennra reglna einkamálaréttarfars um sönnun og sönnunarbyrði. Um málskostna ðarkröfu er vísað til 1. og 2. t öluliða 130. gr. laga nr. 91/1991. Um álag á málskostnað er vísað til 2. mgr. 131. gr., sbr. a og c - lið 1. mgr. 131. gr. sömu laga. IV Forsendur og niðurstaða Eins og fram er komið deila aðilar málsins um eignarhald á hrys sunni Kötlu frá Hemlu II, en aðalkrafa stefnanda er að viðurkennt verði að hann sé eigandi að helmingshlut í hryssunni. Er málatilbúnaður stefnanda reistur á því að tekist hafi samkomulag u m að rækt a í sameiningu a fkvæm i undan Spyrnu frá Síðu . Skyldi Spyrn a vera í vörslum stefnanda á meðan á ræktuninni stæði. Heldur stefnandi því fram að frá upphafi hafi verið umsamið að afkvæmi Spyrnu yrðu sameign stefnanda og stefndu og þar með hryssan Katla frá Hemlu II sem fæ ddist vorið 2012. Vísar stefnandi til þess að hann sé skráður 50% ræktandi að Kötlu og að stefnda hafi haldið því fram, fyrst árið 2017, að afkvæmi Spyrnu hafi ekki átt að verða sameign aðila heldur hafi stefnandi átt að fá annað hv e rt afkvæmi Spyrnu frá Síðu vegna framlags stefnanda . Stefnda, sem krefst sýknu af kröfum stefnanda, heldur því fram að samkomulag aðila hafi verið á þá leið að aðilar skyldu eiga annað hvert afkvæmi undan Spyrnu frá Síðu. Beri gögn málsins það með sér þar með talin opinber skráning afkvæma Spyrnu frá Síðu. Fyrir dómi greindi stefnandi frá því að aðdragandinn að samkomulagi aðila um ræktunina hefði verið sá að eiginmaður stefndu, vitnið Vilhjálmur S. Bjarnason, hefði unnið fyrir stefnanda við að leggja vatn í hesthús og hefði samkomulag verið um a ð stefnandi myndi vinna á móti fyrir vitnið. Kvaðst stefnandi hafa tekið hross fyrir vitnið í 11 hagagöngu og þjálfað hrossin. Þá hefði hann einnig sýnt hross fyrir vitnið og selt þau. Fram kom hjá stefnanda að hann hefði sýnt hryssuna Spyrnu á árinu 2011 og eftir það hefði vitnið haft áhuga á því að rækta undan henni. Lýsti stefnandi því að vitnið hefði beðið stefnanda um að annast Spyrnu og halda henni. Þá hefði vitnið sagt að þeir ættu að i samstarfið aðeins verið við vitnið Vilhjálm í sambandi við vinnu hans á jörð stefnanda og að stefnandi tæki hross í hagagöngu fyrir vitnið í staðinn. Síðan hafi stefnda komið með Vilhjálmi að Hemlu II og þá hafi verið talað um ræktun undan Spyrnu. Virtis t stefnda vera sammála því að þau færu í þessa ræktun. Stefnandi hefði alið folaldið upp á sinn kostnað, tamið það og hefðu stefnda og Vilhjálmur lítið komið að málum og ekki sýnt áhuga fyrr en eftir landsmót þar sem hefði verið fjallað um hryssuna Kötlu e ins og hún væri sigurvegari. Fullyrti stefnandi fyrir dómi að það hefði verið tillaga Vilhjálms að stefnandi annaðist ræktun undan Spyrnu og svo ættu þau folöldin saman. Í framburði stefndu kom fram að hún hefði fengið Spyrnu frá Síðu að gjöf frá eiginman ni sínum, Vilhjálmi S. Bjarnasyni. Spyrna væri falleg og hefðu hjónin haft trú á henni og viljað eignast folald undan henni. Þar sem Vilhjálmur hefði unnið mikið fyrir stefnanda án þess að fá greitt fyrir hefði legið beinast við að fara með Spyrnu til stef nanda, enda hefði hann óskað sérstaklega eftir því að fá að temja eða þjálfa hross í þeirra eigu upp í vinnu Vilhjálms og það sem hann hefði lagt til. Stefnandi hefði hvorki þá eða síðar rætt um ræktunarsamstarf við stefndu. Eftir að Katla fæddist fóru ste fnda og eiginmaður hennar að Hemlu II til að skoða folaldið. Hefðu stefnda og Vilhjálmur gefið því nafnið Katla eftir eldfjallinu. Eiginkona stefnanda hefði spurt um nafn á folaldinu og fengið að vita það. Hefði hún skráð Kötlu í WorldFeng sem eign stefndu , enda ætti stefnda Kötlu eins og Spyrnu. Þá hefði verið ákveðið að stefnandi myndi temja Kötlu af því að hann skuldaði þeim peninga. Vitnið Vilhjálmur S. Bjarnason lýsti fyrir dómi samskiptum sínum við stefnanda og sagði þá vera systkinabörn. Bar vitnið að upphafið að samstarfi þeirra hefði verið þegar stefnandi keypti jörðina Hemlu II. Hefði stefnandi leitað til vitnisins og fengið það til að leggja vatn í hesthús. Sem greiðslu fyrir þá vinnu hefði stefnandi ætlað að taka hross í hagagöngu og temja fyrir vitnið. Kvaðst vitnið hafa aðstoðað stefnanda með ýmis verk sem stefnandi hefði ekki greitt fyrir. Þá kom fram að stefnda ætti merina Spyrnu frá Síðu, sem vitnið hefði mikið dálæti á. Hefði stefnda viljað eignast folald undan Spyrnu. Kvaðst vitnið hafa ne fnt það við stefnanda og hefði stefnandi tekið að sér að þjálfa 12 hryssuna og sýna en það hefði ekki gengið vel í fyrstu. Einnig kom fram að það hefði verið hugmynd stefnanda að setja Spyrnu í hólf með öðrum merum og graðhesti og hefði það verið gert. Vitnið bar að það hefði rætt við stefnanda um að hann fengi annað hvert folald undan Spyrnu og hefði það gengið eftir. Samkvæmt gögnum málsins, framburði aðila og vitna fyrir dómi þykir mega álykta sem svo að komist hafi á munnlegt samkomulag á milli aðila um h agagöngu og umhirðu hrossa og ræktun og þjálfun afkvæma undan Spyrnu frá Síðu. Fyrir liggur að eiginmaður stefndu, vitnið Vilhjálmur S. Bjarnason, annaðist um flest ef ekki öll samskipti við stefnanda um ræktunina og hefur hann borið um það fyrir dómi að h ann hafi sagt við stefnanda áður en ræktunarsamstarfið hófst að hann fengi annað hvert folald undan Spyrnu til eignar fyrir hans hlut í ræktun afkvæmanna. Meðal málsgagna eru upplýsingar úr WorldFeng, sem er upprunaættbók íslenska hestsins, sbr. reglugerð nr. 442/2011 um uppruna og ræktun íslenska hestsins. Af þeim verður ekki annað ráðið en að stefnandi, sem örmerkti folöld undan Spyrnu frá Síðu, og sendi svonefnd grunnskráningarblöð til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins til skráningar, hafi sjálfur ekki skráð eignarhald folaldanna í jafnri sameign aðila málsins, heldur þvert á móti miðað skráninguna við það að hann fengi annað hvert folald og ekki það fyrsta sem deilt er um í máli þessu. Þannig skráði stefnandi hryssuna Kötlu frá Hemlu II sem eign stefndu og Kröflu frá Hemlu II sem sína eign. Upplýst er í málinu að stefnandi hafi sjálfur sent upplýsingar um afkvæmi Spyrnu frá Síðu til skráningar í WorldFeng. Fyrsta afkvæmi Spyrnu frá Síðu, Katla frá Hemlu II, var grunnskráð 20. nóvember 2012 af starfsmann i Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins eftir upplýsingum á örmerkingarblaði sem stefnandi sendi Ráðgjafarmiðstöðinni eftir að hafa örmerkt hryssuna sjálfur. Var stefnda skráður eigandi hryssunnar. Síðar var stefnandi skráður 50% ræktandi hryssunnar á móti st efndu með hennar samþykki en að hans ósk. Annað afkvæmi Spyrnu, Krafla frá Hemlu II fæddist sumarið 2014 og var skráð samkvæmt örmerkingarblaði. Stefnandi, sem örmerkti hryssuna, var skráður 100% eigandi og ræktandi hennar. Þriðja afkvæmi Spyrnu, Hekla frá Svartárbakka, fæddist sumarið 2017. Samkvæmt upplýsingum frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í málsgögnum var Hekla grunnskráð samkvæmt örmerkingarblaði frá stefnanda dagsettu 16. október 2018 sem barst degi síðar. Er stefnda skráð 100% eigandi Heklu en s tefnandi og stefnda ræktendur til helminga. 13 Samkvæmt framburði vitnisins Karvels L. Karvelssonar framkvæmdastjóra hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins eru hross oft skráð samkvæmt grunnskráningarblaði sem þá er sent frá eiganda eða umráðamanni hrossins sem hefur viðurkenningu til að örmerkja. Viðkomandi staðfestir þá upplýsingar um hrossið og það örmerki sem það fær. Þá kom fram í framburði vitnisins að ekki þyrfti sami eigandi að vera skráður fyrir folaldi og móður þess, en ef ekki væri skráður eigandi fol alds á grunnskráningarblaði væri meginreglan sú að skrá folald á eiganda móður þess. Vitnið lýsti fyrir dómi skráningu á Kötlu frá Hemlu II og öðrum afkvæmum Spyrnu frá Síðu í WorldFeng. Á stefnanda hvílir sönnunarbyrði fyrir því að samkomulag hafi tekist milli hans og stefndu um að eignarhald á afkvæmum Spyrnu frá Síðu yrði með þeim hætti að öll afkvæmin yrðu í jafnri sameign aðila en ekki að hann fengi annað hvert afkvæmi eins og stefnda heldur fram. Vitnið Vilhjálmur S. Bjarnason lýsti samskiptum vitnis ins og stefnanda í tengslum við samstarf um ræktun folalda undan Spyrnu og kvaðst hafa boðið stefnanda annað hvert folald undan Spyrnu fyrir hans hlut. Að virtum atvikum málsins og með vísan til alls þess sem að framan er rakið er það niðurstaða dómsins að stefnandi hafi ekki axlað sönnunarbyrði fyrir þessum hluta dómkröfu sinnar, enda fær fullyrðing stefnanda um jafna sameign Kötlu hvorki stoð í gögnum málsins né framburði vitna. Framburður vitnanna Guðmundar Viðarssonar og Axels Geirssonar um eignarhald á Kötlu fá ekki breytt þessar niðurstöðu dómsins. Er ekki hjá því komist að hafna kröfu stefnanda um að viðurkennt verði að hann eigi helmingshlut í hryssunni Kötlu frá Hemlu II. Í aðalkröfu stefnanda er auk viðurkenningarkröfu krafist greiðslu á helmingi kostnaðar sem stefnandi segir að fallið hafi á hryssuna Kötlu frá Hemlu II, eða 1.415.030 krónum, þegar ljóst varð að ekki yrði framhald á samstarfi aðila. Vísar stefnandi til þess að ef viðurkennt yrði að Katla væri í jafnri sameign aðila beri stefndu að greiða stefnanda helming af kostnaði við ræktun og tamningu hryssunnar. Byggir stefnandi fjárhæðir á matsgerð dómkvadds matsmanns að öðru leyti en nemur kostnaði við hagagöngu Spyrnu frá Síðu. Féll stefnandi frá þeirri kröfu við aðalmeðferð málsins og lækk aði dómkröfur sínar til samræmis við það. Af þeirri niðurstöðu dómsins að stefnandi hafi ekki fært sönnur á að svo hafi um samist að Katla frá Hemlu II væri í jafnri sameigna aðila leiðir að ekki verður fallist á fjárkröfu stefnanda í aðalkröfu. Stefnand i krefst þess til vara að stefnda greiði honum 2.830.059 krónur. Vegna varakröfunnar vísar stefnandi til þess að telji dómurinn Kötlu frá Hemlu II í eigu stefndu 14 við up peldi, tamningu og annar áfallinn kostnaður af sýndu kynbótahrossi. Vísar stefnandi til matsgerðar dómkvadds matsmanns í þessu sambandi og að öðru leyti til málsástæðna að baki aðalkröfu. Krafa stefndu um sýknu af fjárkröfum stefnanda er einkum byggð á því að legið hafi fyrir munnlegur samningur á milli stefnanda , stefndu og eiginmanns hennar, um að stefnandi sinnti ræktuninni án þess að fá greitt fyrir. Þá hafi eiginmaður stefndu unnið f yr ir stefnanda og útvegað honum efni til pípulagn a og fleira efni á eigin kostnað . Bygg ir stefnda á því að eiginmaður hennar hafi lagt margfalt meiri vinnu, efni og peninga til samstarfs aðila heldur en nemi kröfufjárhæð stefnanda. Það hafi frá upphafi verið hluti af samkomulaginu að stefnandi sinnti þessari vinnu og legði út beinan kostnað henni tengdri án kröfu um endurgjald . Fyrir liggur að aðilar slitu samstarfi sínu um ræktun afkvæma undan Spyrnu frá Síðu í árslok 2017. Samkvæmt framburði vitnisins Vilh jálms S. Bjarnasonar og vitnisins Geirs Harryssonar, sonar stefndu, fyrir dómi, krafðist stefnandi þess að Vilhjálmur kæmi án tafar að Hemlu II og sækti þangað öll hross í hans eigu sem væru á bænum. Kom þessi krafa stefnanda fram í kjölfar þess að Vilhjál mur og stefnda neituðu beiðni stefnanda um að breyta skráningu á hryssunni Kötlu í WorldFeng þannig að búið að Hemlu II yrði skráður eigandi að hryssunni eða stefnandi að hálfu á móti stefndu. Af því sem upplýst er í máli þessu um samstarf stefnanda annar s vegar og stefndu og Vilhjálms S. Bjarnasonar hins vegar þá hafi það ekki einvörðungu náð til ræktunar afkvæma undan hryssunni Spyrnu frá Síðu heldur hafi það áður náð til þess að Vilhjálmur lagði til vinnu og efni til pípulagna í hesthús á jörð stefnanda . Í staðinn hafi stefnandi boðist til að annast um hross í eigu Vilhjálms og stefndu. Í málsgögnum er að finna upplýsingar frá stefndu um efni og vinnu Vilhjálms sem sýna umfang og kostnað þeirrar vinnu sem Vilhjálmur innti af hendi á jörðinni. Er ágreinin gslaust að Vilhjálmur vann ýmis verk að Hemlu II og þá hefur því ekki verið mótmælt að stefnandi hafi tekið við peningum frá stefndu og Vilhjálmi til að standa straum af útlögðum kostnaði vegna hryssunnar Kötlu. Bar vitnið Vilhjálmur um það fyrir dómi að á stæðan fyrir þeim peningagreiðslum hefði verið sú að vitnið vildi ekki að stefnandi þyrfti að leggja út peninga, sem hann ætti ekki mikið af, fyrir kostnaði við að sýna Kötlu og eldsneyti á ferðum stefnanda á mót eða sýningar. Hefur stefnandi ekki mótmælt því að hafa þegið greiðslur frá stefndu og vitninu Vilhjálmi vegna þessa. Af þeim gögnum og upplýsingum 15 sem liggja fyrir verður að mati dómsins að fallast á það með stefndu að samstarf aðila um ræktun afkvæma undan Spyrnu frá Síðu hafi verið án endurgjalds rétt eins og samstarf stefnanda og Vilhjálms S. Bjarnasonar var áður um vinnu og efni við pípulagnir og fleira á jörðinni Hemlu II, að því fráteknu að stefnandi skyldi eignast annað hvert folald undan Spyrnu. Samkvæmt þessu er varakröfu stefnanda í málinu hafnað. Af hálfu stefnanda er öðrum þræði byggt á því að stefnda hafi sýnt af sér tómlæti í tengslum við þann skilning á samkomulagi aðila að stefnandi ætti að eignast annað hvert folald undan Spyrnu frá Síðu. Það hafi ekki verið fyrr en búið hafi verið að temja Kötlu í tvo vetur og sýna hana á landsmóti á Hólum sem stefnda hafi fullyrt að Katla væri eingöngu í hennar eigu. Ekki verður fallist á það með stefnanda að stefnda hafi sýnt af sér tómlæti við gæslu hagsmuna sinna í málinu. Er þá horft til þess a ð stefnandi hafi sett fram skriflega kröfu um að hann ætti helmingshlut í Kötlu síðla árs 2017, eða fimm árum eftir fæðingu hryssunnar og eftir að hafa sent upplýsingar um það á grunnskráningarblaði að stefnda væri eigandi Kötlu. Í ljósi þess hvernig eigna rhald á Kötlu frá Hemlu II var skráð frá upphafi er ekki fallist á það með stefnanda að stefnda hafi sýnt af sér tómlæti við gæslu hagsmuna sinna í málinu. Af hálfu stefnanda er enn fremur byggt á því, verði niðurstaðan sú að ósannað sé að Katla frá Hemlu II sé í sameign aðila, þá eigi að breyta samningi aðila með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga þannig að Katla verði í sameign stefnanda og stefndu, líkt og önnur afkvæmi Spyrnu frá Síðu. Eins og áður er fram ko mið hefur dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að stefnanda hafi ekki tekist sönnun um að Katla frá Hemlu II sé í jafnri sameign aðila. Þá liggur fyrir að annað afkvæmi Spyrnu frá Síðu er eign stefnanda og því fær ekki staðist sú fullyrðing hans að önnur a fkvæmi Spyrnu séu í sameign aðila. Að þessu fráteknu hefur stefnandi ekki bent á önnur atvik sem geta réttlætt það að orðið verði við sjónarmiðum stefnanda um að breyta eigi samningi aðila. Er því hafnað. Samkvæmt öllu framangreindu verður stefnda sýknuð af kröfum stefnanda í málinu. Eftir þessum úrslitum málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefnanda gert að greiða stefndu málskostnað sem þykir að virtu umfangi málsins hæfilega ákveðinn 1. 5 00.000 krónur. Að mati dómsins eru ekki næg efni til að gera stefnanda að greiða stefndu álag á málskostnað. Jón Höskuldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 16 D ó m s o r ð: Stefnda , Anna Kristín Geirsdóttir, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Vignis Siggeirssonar. Stefnandi greiði stefndu 1. 5 00.000 krónur í málskostnað. Jón Höskuldsson