Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur fimmtudaginn 7. nóvember 2019 Mál nr. S - 5706/2019 : Héraðssaksóknari (Matthea Oddsdóttir saksóknarfulltrúi) g egn Svein i Aron i Sveins syni ( Sveinn Andri Sveinsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af Héraðssaksóknara 17. október 2019, á hendur Sveini Aron i Sveinssyni, [...] , Mosfellsbæ, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 9. septem b er 2017, á bifreiðastæði við Sæmundargötu í Reykjavík, ráðist að A svo hann féll til jarðar og þar sem hann lá á jörðinni sparkað ítrekað í höfuð hans allt með þeim afleiðingum að A hlaut dreifða heilaáverka, áverkainnanskúmsblæðing u, áverkainnanbastblæðingu, kúpuhvolfsbrot, opið sár á hársverði, opið sár á vör og munnholi, nefbeinsbrot, opið sár á mjóbaki og mjaðmagrind, opið sár á úlnlið og hönd, marga yfirborðsáverka á höfði og brot á bitkanti vinstri framtannar í efri góm. Er h áttsemin talin varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu brotaþola er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greið a honum miskabætur a ð fjárhæð 1.500.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. , sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 9. september 2017 til þess dags að mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess jafnframt krafist að ákærði verði dæmdur til að greið a brotaþola skaðabætur vegna kostnaðar við tannviðgerð sem hann þurfti að fara í vegna árásarinnar, að fjárhæð 15.741 króna. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða brotaþola málskostnað. Verjandinn krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst hann þess að skaðabótakrafa verði lækkuð og að sa ka rkostnaður, þ.m.t. málsvarnarþóknun, verði greiddur úr ríkissjóði. 2 Ákærði játar sök. Með hliðsjón af þeir ri játningu hans, sem samrýmist gögnum málsins, verður ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru og er háttsemi hans rétt heimfærði til refsiákvæða. Ákærði er fæddur í mars 1993. Hann hefur ekki áður sætt refsingu, svo kunnugt sé. Brot ákærða er sérstaklega hættul egt og hlaust af mikið líkamstjón . Til hins er að líta að ákærði hefur játað sök greiðlega, viðurkennt skaðabótaskyldu í málinu og hefur hreinan sakaferil. Þá er nokkuð um liðið síðan atvik áttu sér stað og verður ákærða ekki um drátt á meðferð málsins ken nt. Þegar þessi atriði málsins eru virt er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 9 mánuði, sem heimilt þykir að skilorðsbinda að hluta til, eins og í dómsorði greinir. Ákærði hefur viðurkennt skaðabótaskyldu í málinu. Brotaþoli krefst 1.500.000 króna í miskabætur og 15.741 krónu í skaðabætur vegna tannviðgerðar. Ákærði hefur valdið brotaþola miskatjóni með ólögmætri og refsiverði háttsemi sinni. Var líkamstjón brotaþola umtalsvert af háttsemi hans. Verða miskabætur á grundvelli 1. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993 ákveðnar 700.000 krónur. Þá greiði ákærði brotaþola útlagðan kostnað vegna tannviðgerðar að fjárhæð 15.741 króna , en fullnægjandi gögn um þann lið liggja frammi í málinu . Um ve x ti fer sem í dómsorði greinir. Þá greiði ákærði brotaþ ola 200.000 krónur í málskostnað. Ákærði greiði málsvarnar þóknun verjanda sem í dómsorði greinir. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts . Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Matthea Oddsdóttir saksóknarfulltrúi Símon Sigvaldason dómstjóri kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, Sveinn Aron Sveinsson, sæti fangelsi í 9 mánuði. Fresta skal fullnustu 7 mánaða refsivistarinnar og fellur sá hluti hennar niður að liðnum 2 árum frá uppkvaðningu dómsins, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði A 7 15 . 741 krónu í skaðabætur , ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 700.000 krónum frá 9. september 2017 til 16. febrúar 2018, en af 715.741 krónu frá þeim degi til 3. desember 2019 , en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna af fjárhæðinni frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði brotaþola 200.000 krónur í málskostnað . Ákærði greiði málsvarnar þóknun skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, 189.720 krónur og 62.900 krónur í annan sakarkostnað . Símon Sigvaldason