Héraðsdómur Suðurlands Dómur 3 0 . mars 2021 Mál nr. S - 5/2021 : Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ( Arndís Bára Ingimarsdóttir fulltrúi lögreglustjór a ) g egn Dað a Júlíuss yni ( Helgi Bragason lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var 11. febrúar sl., og dómtekið fimmtudaginn 1. mars s l., er höfðað með ákæru lögreglustjórans í Vestmannaeyjum þann 13. janúar sl., á hendur Daða Júlíussyni, [...] I. fyrir líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 21. júlí 2019, innandyra á skemmtistaðnum Lundanum við Kirkjuvegi 21 í Vestmannaeyjum, veist að A , og slegið hann í andlitið með þeim afleiðingum að A hlaut brot á beini sem hægri miðframtönn situr í og tönnin færði st til (tönn númer 11). Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. (319 - 2019 - 3141) II. fyrir líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 4. ágúst 2019, utandyra við inngang að hátíðarsvæðinu í Herjólfsdal í Ves tmannaeyjum, veist að B, og skallað hann í andlitið með þeim afleiðingum að B hlaut bólgu og grunnan skurð á hægri augabrún. Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. (319 - 2019 - 3493) Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Vegna ákæruliðar I er af hálfu A , gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða honum miska - og skaðabætur samtals að fjárhæð kr. 1.470.409, - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá árásardegi þar til mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. einnig 3. mgr. 5. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess krafist að brotaþola verði skipaður réttargæslumaður við meðferð málsins fyrir dómi og krafa 2 gerð um þóknun til handa réttargæslumanni en til vara að ákærða verði gert að greiða brotaþola málskostnað að mati dómsins, auk virðisaukaskatts vegna kostnaðar við að hafa skaðabótakröfu þessa uppi. Ákærði kom fyrir dóminn þann 11. mars sl. ásamt Helga Bragasyni lögmanni sem skipaður var verjandi ákærða að ha ns ósk . Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Þá viðurkenndi ákærði bótaskyldu en mótmælti fjárhæð bótakröfunnar. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málavext i vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði dagsettu 9. ma rs 2021, hefur ákærði ekki áður sætt refsingu. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 45 daga . Að virtum atvikum máls, að teknu tilliti til skýlausrar játningar ákærða og hreins saka vottorðs hans , þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu samtals 14.034 kr., auk þóknunar skipaðs verjanda sem er hæfilega ákveðin 164.920 kr. , að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Með brotum sínum hefur ákærði bakað sér bó taskyldu gagnvart brotaþola, en ótvírætt verður að telja að í háttsemi ákærða felist ólögmæt meingerð í skilningi 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykir hæfilegt að ákærði greiði brotaþola 30 0.000 kr. í miskabætur og skulu bæturnar bera vexti og dráttarv exti eins og greinir í dómsorði. Í bótakröfu brotaþola er einnig krafist skaðabóta vegna útlagðs kostnaðar og áætlaðs kostnaðar vegna læknisþjónustu, tannlæknaþjónustu sem og tannréttinga. Brotaþoli hefur lagt fram gögn kröfum þessum til stuðnings og verðu r á þær fallist líkt og greinir í dómsorð i . Þá þykir rétt að ákærði greiði brotaþola málskostnað, sem er hæfilega ákveðin 1 5 0.000 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Samkvæmt gögnum 3 málsins var bótakrafan fyrst birt fyrir ákærða við birtingu ákæ ru og fyrirkalls þann 21. janúar sl. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Daði Júlíusson, sæti fangelsi í 45 daga. F resta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , með áorðnum breytingum. Ákærði greiði allan sakarkostnað, 178.954 krónur, þar af þóknun skipaðs verjanda, Helga Bragasonar lögmanns, 164.920 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Ákærði greiði A , miska - og skaðabætur samtals að fjárhæð 9 70.409 krónur, a uk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 21. júlí 2019 til 21. febrúar 2021, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. einnig 3. mgr. 5. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði brotaþola málskostnað, 150.000 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sigurður G. Gíslason.