Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 22. nóvember 2019 Mál nr. S - 110/2018 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra Sigurður Hólmar Kristjánsson g egn Guðmundur Helgason Andrés Már Magnússon Dómur I Mál þetta, sem tekið var til dóms 1 0. október sl., er höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra 31. október 2018 á hendur Guðmundi Helgasyni, fæddum , til heimilis að , fyrir líkamsárás september 2016, norðan við reiðhöllina Svaðastaði við Flæðigerði á Sauðárkróki, veist að X , kt. 000000 - 0000 , og slegið hann í andlitið með þeim afleiðingum að X tvíbrotnaði á kjálka. Telst framangreint varða v ið 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa Í málinu gerir Þ. Skorri Steingrímsson, hdl., f.h. brotaþola, X kt. 000000 - 0000 , kröfu um að ákærði greiði brotaþola kr. 3.175.000 auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá 25. september 2016 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu la ga, frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði krefst aðallega sýknu en til vara vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Þá krefst hann þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi en til vara að hún verði lækkuð veru lega. Loks krefst hann þess að allur s akarkostnaður þ.m.t. þóknun verjanda síns greiðist úr ríkissjóði. II Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að lögreglum önnum sem voru við eftirlit við reiðhöllina Svaðastaði á Sauðárkróki hafi verið bent á róstur við hópferðabifreið sem stóð framan við reiðhö llina. A hafi greint frá því að X , brotaþoli máls þessa, hafi slegið 2 hana en áverkar hafi ekki sést á A . Í skýrslunni kemur fram að brotaþoli hafi verið fyrir utan hópferðabifreið ina, mjög æstur og blóðugur í andliti, nefi og neðri kjálka. Haft er eftir br otaþola að hann væri með brotnar tennur . Brotaþoli greindi lögreglu frá því að maðurinn sem sló hann væri inni í hópferðabifreiðinni og lý sti manninum. Lögreglu hafi verið bent á manninn, ákærða í máli þessu, sem þá sat rólegur inni í hópferðabifreiðinni e n hann hafi verið með áverka á andliti. Haft er eftir ákærða að hann hafi lent í útistöðum við félaga brotaþola skömmu áður og sá hafi slegið sig í andlitið. Í skýrslunni kemur fram að félagi ákærða sé vitnið B . Brotaþoli kom aftur til lögreglu og var enn æstur en þá var vitnið B ekki sjáanlegur. Eftir að lögregla hafði rætt við brotaþola var ákveðið að flytja hann á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki þar sem hann fór í læknisskoðun. Eftir skoðunina var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en lækni r inn sem framkvæmdi skoðunina taldi brotaþola vera kjálkabrotinn. Við skoðun á Landspítalanum kom í ljós að brotaþoli var tvíbrotinn á kjálka og gekkst hann undir aðgerð vegna þessa. Meðal gagna málsins er læknisvottorð þar sem fram kemur að ákærði hafi orðið fyrir líkamsárás 25. september 2016 en hann hafi verið sleginn í andlitið með þeim æ ðingu i nn í kinnholur . Nú ári eftir áverkann er hann enn með óeðlilega skynjun á svæðinu og alls III Rétt þykir að gera í stuttu máli grein fyrir rekstri málsins hjá lögreglu og hér fyrir dómi. Atvik máls þessa áttu sér stað 25. september 2016. Fru mskýrsla lögreglu er dagsett 10. október sama á r. B rotaþoli gaf sína fyrstu skýrslu 9. desember það ár og ákærði tæpum tveimur vikum síðar. Lögregla tók síðan skýrslur af vitnum á tímabilinu 22. desember 2016 til 3. apríl 2017 . Í byrjun júlímánaðar 2017 va r tekin skýrsla af vitninu B en hann hafði við þá skýrlutöku stöðu sakborning s . Ákærði lagði fram bótakröfu á hendur brotaþola 1. september 2017. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra ákvað , 25. janúar 2018, að fella niður mál á hendur brotaþola . Ákærði sæ tti sig ekki við þá niðurstöðu og kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara 20. febrúar 2018. Í lok maí 2018 felldi ríkissaksóknari ákvörðun lögreglustjóra úr gildi. Hinn 30. október 2018 felldi lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra málið niður á ný. Sú ákvörð un var einnig kærð til ríkissaksóknara sem vísaði kærunni frá með þeim rökum að hún hafi borist of seint. Ákæra í máli þessu barst dóminum 2. nóvember 2018 og var málið þingfest 11. desember sl. Ákærði var á sjó og var málinu þá frestað til 8. janúar á þes su ári. Ákærði sótti þá 3 þing, neitaði sök og hafnaði framkominni einkaréttarkröfu. Málið var tekið fyrir á ný 12. febrúar sl. en þ á lá ekki fyrir afstaða ríkissaksóknara á kæru vegna síðari niðurfellingar máls á hendur brotaþola , var málinu frestað til 9. apríl. Þann dag var málinu fre s tað til aðalmeðferðar 23. maí. Ekki varð af aðalmeðferð þann dag vegna forfalla. Aðalmeðferð hófst síðan 22. ágúst sl. en vegna forfalla vitna tókst ekki að ljúka henni fyrr en 10. október sl. IV Ákærði bar fyrir dóminum að hann hafi farið á dansleik í reiðhöllinni á Sauðárkróki umræ tt kvöld og verið undir áhrifum áfengis en ekki miklum. Að dansleiknum l oknum hafi hann verið fyrir utan að reykja í innskoti við enda reiðhallarinnar en þar hafi verið nokkrar manneskjur. Meðan hann er að reykja hafi vitnið B og einhver með honum verið með ljótan kjaft og dólgshátt við þ á sem voru í skotinu. Hann hafi beðið þá um að hætta en þá hafi þeir hótað honum og B slegið til hans. Þá hafi þeir lent í átökum og hann snúið B niður sem þá hafi lofað að hætta og þeir staðið á fætur. Vinur B hafi horfið meðan á þessu stóð. Ákærði kvaðst í framhaldi af þessu hafa gengið í átt að rútu sem hann ætlaði að fara með og B gegnið við hlið hans og þegar hann átti eftir nokkra metra í rút una hafi brotaþol i gengið rösklega og ógnandi til hans . Hann hafi þá snúið sér að brotaþola sem hafi sagt eitthvað á þá leið að hann ætlaði að berja hann og án frekari aðvörunar hafi brotaþoli slegið hann í andlitið. Um leið og hann fær höggið hafi hann sl egið til baka og brotaþoli þá færst frá honum. Strax eftir þetta hafi hann farið inn í rútuna og sest þar niður. Eftir mjög skamma stund, eina til þrjár mínútur, hafi lögregla komið inn í rútuna og fengið hjá honum nafn og kennitölu og spurt hann um hvað h efði gerst og því hafi hann lýst . Ákærði lýsti því að hann hafi tvíbrotnað í andliti við högg brotaþola og taldi hann ómögulegt að B hafi veitt honum þetta högg. Aðspurður um það sem fram kemur í frumskýrslu lögreglu þar sem haft er eftir honum að félagi b rotaþola hafa slegið sig í andlitið segir ákærði að þetta sé ekki rétt eftir honum haft en hann hafi sagt að brotaþoli hafi slegið hann en einhver misskilningur hafi verið um þetta enda hafi hann á þessum tíma ekki þekkt B eða brotaþola. Ákærði mundi ekki til þess að B hafi náð að slá hann einu einasta höggi og kvaðst hann ekki í nokkrum vafa um að brotaþoli sló hann í andlitið . Brotaþoli bar að hann hafi séð frænda sinn , B , í einhverju m átökum við ákærða sem þá var ofan á B . Hann hafi reynt að taka ákærða af B og þá hafi ákærði talið að þeir hafi báðir ætlað að ráðast á hann. Ákærði hafi kýlt hann og hann hafi þá farið inn á klósett til 4 að skoða áverkana. Eftir það hafi hann farið út aftur í þeim tilgangi að reyna að finna ákærða sem þá var kominn inn í rút u. Hann hafi farið þar inn en ekki komist til ákærða. Eftir það hafi hann farið til lögreglu sem var á vettvangi. Hann kvaðst ekki muna hvort hann hafi slegið ákærða . Að sögn brotaþola tvíbrotnaði hann í andliti og hann sé enn með verki í andliti þó mis mi kla. Vitnið mundi til þess að fleira fólk var á vettvangi en hverjir það voru mundi hann ekki. Vitnið kvaðst ekki hafa lent í öðrum átökum þetta kvöld. Vitnið mundi ekki til þess að hafa sagt við lögreglu, þegar hann var á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, að ha nn hefði slegið ákærða og þá mundi hann ekki til þess að hafa gert það. Brotaþoli kvaðst hafa verið undir áhrifum áfengis þetta kvöld. Vitnið B kvaðst muna illa eftir atvikum þetta kvöld enda langt um liðið og þá hafi hann verið undir áhrifum áfengis. Að s ögn vitnisin s mundi hann eftir því að ákærði hafi slegið brotaþola en hann mundi ekki eftir því að atvikið hafi átt sér nokkurn aðdraganda en á þessum tíma hafi hann og brotaþoli verið á leið inn í bíl en hann hafi staðið nokkra met r a frá þeim stað sem atv ikið átti sér stað. Nánar lýsti vitnið þessu þannig að hann hafi litið við og þá séð að ákærði sló brotaþola og taldi að á þeim tímapunkti hafi enginn staðið á milli ákærða og brotaþola. Bar vitnið að atvikið hafi átt sér stað undir lok dansleiksins, nánas t í anddyri reiðhallarinnar. Vitnið kvaðst ekki hafa séð brotaþola slá ákærða. Vitnið kvaðst ekki hafa átt í neinum átökum þetta kvöld og mundi ekki eftir að hafa orðið vitni að öðrum átökum. Aðspurt neitaði vitnið því að hafa átt í átökum við ákærða. Vitn ið var spurt út í skýrslu sína hjá lögreglu þar sem fram kemur að hann hafi tekið ákærða niður . Vitnið kvað það atvik hafa átt sér stað fyrr og á öðrum stað en á þessum tíma hafi hann verið með öðrum manni, D , og þá kvaðst hann ekki viss um að ákærði hafi átt hlut að því máli en hann viti ekki hvort það var sami maðurinn sem sló brotaþola og átti í útistöðum við D . Hann kvaðst á þessum tíma hafa verið að koma í veg fyrir að D lenti í átökum. Vitnið bar að þegar ákærði er nafngreindur í skýrslu lögreglu sé nafn hans ekki frá honum komið. Þá kvaðst vitnið ekki hafa hitt ákærða aftur eins og í skýrslunni greinir. Vitnið mundi ekki til þess og taldi ólíklegt að hann hafi greint lögreglu frá því að hann hafi slegið einhvern. Vitnið E greindi frá því að hún þekki brotaþola og þau séu kunningjar en ákærða þekki hún ekki. Hún kvaðst hafa setið í bíl fyrir framan reiðhöllina þegar hún sá rifrildi og kýting , sem s tóð í nokkra stund, milli ákærða og brotaþola og ákveðið að stíga á milli og reynt að stía þeim í sun dur. Bar vitnið að á kærði , sem stó ð fyrir framan hana hafi þá kýlt brotaþola , sem stóð fyrir aftan hana, yfir öxlina á henni. Hún kvaðst ekki hafa séð nein 5 átök milli þeirra áður en ákærði sló brotaþola . Hún kvaðst ekki hafa séð brotaþola slá til ákærða. Vitnið lýsti því að atvikið hafi átt sér stað rétt við innganginn í reiðhöllina. Eftir höggið hafi brotaþoli reynt að komast inn í rútuna en síðan farið með lögreglunni. Vitnið sagði mikið af fólki hafa verið á vettvangi en hún mundi ekki hvaða fólk þetta var. Hún mundi ekki til þess að B hafi verið hjá ákærða og brotaþola. Þá kvaðst hún ekki hafa séð að ákærði hafi verið sleginn. Vitnið kvaðst hafa verið undir áhrifum áfengis en ekki miklum. Vitnið var spurt út í framburð sinn hjá lögreglu og taldi rétt ef tir henni haft að B hafi verið á vettvangi og hann hafi slegið ákærða þrátt fyrir að hún muni það ekki nú . Vitnið F greindi frá því að hann hafi setið í bíl , sem hann ók, skammt frá rútunni sem ákærði fór inn í eftir atvikið en það hafi hann ekki séð . Vitn ið kvaðst ekki muna vel eftir þessu , enda langt um liðið, en mundi eftir að hafa séð ákærða hlaupa inn í rútuna. Hann kvaðst hafa séð ríg á milli ákærða sem hann þekki og einhverra en hann hafi ekki séð í einhverju veseni . Sama hafi átt við um hinn aðilann sem hann ekki þekkir án þess að hann muni til þess að hafa séð eitthvað gerast á milli þeirra. Vitnið kvaðst hafa upplifað hlaup ákærða þannig að hann hafi verið á flótta. Vitnið kva ð st telja að lýsing atvika í skýrslu hjá lögreglu séu rétt en þar kemur fram að ákærði hafi slegið frá sér . Vitnið G lögreglumaður kvaðst hafa verið við eftirlit þetta kvöld. Hann kvað átökin milli ákærða og brotaþola hafa verið yfirstaðin þegar hann kom að og sá sem sagður var vera árásarmaður kominn inn í rútu en hann mundi ekki hver vísaði á árásarmanninn en það hafi verið fleiri en einn sem gerðu það . Sökum þess hversu langt er liðið frá atburðunum vísaði vitnið til frumskýrslu lögreglu um það sem fram kom á vettvangi. Vitnið sagði að brotaþoli hafi verið með greinilega áverka í andliti. Vitnið kvaðst muna til þess að vitnið B hafi verið viðloðandi þetta mál en gat ekki lýst því nánar. Vitnið bar að upplýsingar sem fram koma í frumskýrslu lögreglu um það sem gerðist inni í rútunni séu upplýsingar sem hann fékk en hann hafi ekki farið inn í rútuna. Þar inn hafi farið lögre glumaður eða lögreglumenn sem voru með honum á vettvangi en hverjir það voru mundi vitnið ekki. Vitnið H lögreglumaður kva ð st hafa verið við eftirlit þetta kvöld ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum. Tveir menn, brotaþoli blóðugur í andiliti og vitnið B , ha fi komið að lögreglubifreiðinni og rætt hafi verið við þá. Brotaþoli hafi verið æstur og erfitt að átta sig á því hvað hann var að tala um. Brotaþ o li hafi lýst því að hann hafi orðið fyrir höggi. Í framhaldi af þessu hafi hann farið inn í rútu sem þarna va r ásamt vitninu G sem ræddi 6 við ákærða en vitnið mundi ekki hvað þeim fór á milli. Vitnið mundi ekki eftir að hafa séð áverka á ákærða en tók fram að nokkuð er liðið frá því að atburðir þessir áttu sér stað. Vitnið I lögreglumaður greindi frá því að hún h afi verið í lögreglubifreið þegar hún , vitninu H, þennan og hinn . Hún hafi farið inn í rútuna og rætt við mann sem átti að hafa kýlt brotaþola. Sá hafi setið rólegur inni í rútunni og greint frá því að hann hafi verið á dansleiknum og einhverjir strákar hafi verið að elta hann allt ballið og ógna honum. Hann hafi sagt að hann hafi kýlt brotaþola e n hún hafi í raun lítið talað við ákærða þar sem aðeins einn lögreglumaður var með henni inni í rútunni . Vitnið Í lögreglumaður bar að hans aðkoma að málinu hafi verið á seinni stigum en hann hafi farið með brotaþola á spítala en þá hafi átökin verið yfi rstaðin. Að sögn vitnisins var brotaþoli verulega undir áhrifum áfengis og augljóslega mikið slasaður í andliti. Spurður út í færslu í dagbók lögreglu þar sem fram kemur að brotaþoli hafi sagt að hann hafi slegið ákærða í tvígang staðfesti vitnið að brotaþ oli hafi sagt þetta og þá staðfesti vitnið að færslan í dagbókina væri rétt. Vitnið J lögreglumaður kvað sína aðkomu að málinu hafa falist í því að hann flutti brotaþola, ásamt vitninu Í , á sjúkrahús. Að sögn vitnisins var brotaþoli mikið ölvaður og í anna rlegu ástandi. Vitnið var líkt og vitnið Í spurður út í færslu í dagbók lögreglu. Vitnið mundi ekki eftir því að hafa heyrt brotaþola lýsa því að hann hafi slegið ákærða. V Ákærða er í máli þessu gefið að sök að hafa slegið brotaþola eitt högg í andlitið m eð þeim afleiðingum sem í ákæru greinir. Af hálfu ákæruvalds er á því byggt að vitnisburður fyrir dóminum og rannsóknargögn lögreglu sanni sekt ákærða. Ákærði byggir sýknukröfu sína á því að á hann hafi verið ráðist og hann hafi verið að verja sig og sú háttsemi hans sé honum refsilaus með vísan til 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. K völdið sem atvikið átti sér stað var haldinn fjölmennur dansleikur í reiðhöllinni á Sauðárkróki og má ráða að dansleiknum hafi verið að ljúka eða honum lokið . Þrátt fyrir að margt fólk hafi verið á staðnum tókst lögreglu ekki að hafa uppi á vitnum að átökunum fyrir utan vitnið E sem kvaðst hafa séð ákærða slá brotaþola . Ákærði bar að hann hafi átt í átökum við vitnið B og annan mann en B hafi slegið til hans. Eftir að þeim átökum lauk hafi hann gengið í áttina að rútu sem hann ætlaði að fara 7 með og B við hlið hans . Þá hafi brotaþoli komið og slegið hann í andlitið og hann slegið til baka . Brotaþoli kvaðst hafa séð ákærða í átökum við B og hann þá reynt að taka ákærða ofan af B . Ákærði hafi þá haldið að þeir ætluðu báðir að ráðast á hann og slegið sig. Hann hafi eftir höggið farið inn á salerni og síðan snúið til baka og ætlað að finna ákærða. Vitnið B lýsti því að ákærði hefði slegið brotaþola að því er virtist fyrirv aralaust . Sjálfur hafi hann, á þessum tímapunkti, verið nokkra metra frá ákærða og brotaþola. B kannaðist við að hafa lent í átökum fyrr um kvöldið , á öðrum stað , en hvort það var við ákærða eða annan mann vissi hann ekki og kvað hann það atvik ekki tengja st þessu atviki. Vitnið E l ýsti því að hún hafi séð ákærða og brotaþola rífast nokkra stund. Hún hafi ákveðið að reyna að koma í veg fyrir átök og gengið á milli þeirra og þá hafi ákærði slegið brotaþola yfir öxlina á henni. Þá taldi hún að lýsing hennar á atburðum hjá lögreglu væri rétt en þar bar hún að vitnið B hafi verið þarna og að hann hefði slegið ákærða. Vitnið F taldi að framburður hans hjá lögreglu í þá veru að hann hafi séð ákærða slá frá sér vera réttan en hann gat ekki lýst atvikinu nánar. Ákær ði, brotaþoli eða vitnið B nefndu hins vegar ekki að nokkur hafi reynt að stöðva átökin eða staðið á milli ákærða og brotaþola, líkt og vitnið E lýsti. Önnur vitni sem fyrir dóminn komu sáu ekki átök á milli ákærða og brotaþola. Ekki eru efni til að draga í efa að ákærði hafi verið sleginn þungu höggi eða höggum í andlitið en hann var tvíbrotinn líkt og áður er getið. Þá liggur fyrir að ákærði hefur játað að hafa slegið brotaþola og eru ekki efni til að efast um að afleiðingar höggsins hafi verið þær sem í ákæru greinir. Að framan er rakinn framburður ákærða og vitna fyrir dóminum. Verður helst af honum ráðið að ákærði hafi , skömmu áður en atvikið sem hér er til umfjöllunar átti sér stað , átt í útistöðum við vitnið B og annan mann. Þá verður og að ætla að br otaþoli hafi komið þar að og viljað aðstoða frænda sinn, B . Af framburði brotaþola verður helst ráðið að ákærði hafi á þessum tíma slegið hann högg í andlitið. Þrátt fyrir að ákærði, brotaþoli og vitnið B hafi ekki tekið eftir vitninu E á vettvangi eru ekk i efni til að efast um framburð hennar og lagt til grundvallar að brotaþoli hafi ekki slegið ákærða nánast á sama tíma og ákærði sló brotaþola en ákærði lýsti atvikum þannig að hann hafi slegið brotaþola í kjölfar höggs frá brotaþola. Er því ekki unnt að f allast á með ákærða að rétt sé að fella háttsemi hans undir neyðarvörn, sbr. 12. gr. almennra hegningarlaga. Ber því að sakfella ákærða fyrir þá háttsemi sem honum er í ákæru gefin að sök. 8 Ákærði hefur ekki áður sætt refsingu. Telja verður sannað að brota þoli hafi blandað sér í átök ákærða og vitnisins B og leggja verður til grundvallar að þau átök hafi átt sér stað skömmu áður. Þ á er og ljóst að ákærði var sleginn í andlitið og kemur ekki annað til álita en að þar hafi brotaþoli eða B verið að verki. Að þ essu virtu er það mat dómsins að við ákvörðun refsingar sé rétt að horfa til 3. mgr. 218. gr. c almennra hegningarlaga. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin tveggja mánaða fangelsi en efni eru til að binda refsinguna skilorði og skal hún niður falla að li ðnum tveimur árum frá birtingu dómsins. Að fenginni þessari niðurstöðu ber með vísan til 235. gr. laga um meðferð sakamála að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostn aðar sem samanstendur af þóknunum verjanda ákærða og réttargæslumanns brotaþola auk ferða kostnaðar lögmannanna. Þóknanir verjanda og réttargæslumanns brotaþola þykja, að teknu tilliti til umfangs málsins, þess tíma sem fór í ferðalög og tímaskýrslna lögmannanna hæfilegar ákveðnar eins og í dómsorði greinir. Ferðakostnaður verjanda nam 138.086 krón um og ferðakostnaður réttargæslumanns brotaþola 192.060 krónum. Þóknanir innifela virðisaukaskatt. Með vísan til áverka á brotaþola sem staðfestir eru með vottorðum lækna er ljóst að ákærði hefur með háttsemi sinni bakað sér bótaskyldu gagnvart brotaþola. Þykja miskabætur samvæmt 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 hæfilega ákveðnar 500.000 krónur. Þá ber að taka til greina kröfu brotaþola um greiðslu þjáningabóta skv. 3. gr. skaðabótalaga í 72 daga að fjárh æ ð 135.000 krónur. Brotaþoli kref st einnig bóta fyrir tímabundið atvinnutjón að fjárhæð 2.000.000 króna. Sú krafa er reyst á því að brotaþoli hafi misst af einni veiðiferð á togara en laun hans fyrir hverja veriðiferð hafi að meðaltali numið rétt rúmum 2.000.000 króna. Brotaþoli hefur ekk i lagt fram staðfestingu á því að hann hafi misst af veiðiferð sem til stóð að hann færi í á þessum tíma og ekki upplýsingar um hver hásetahlutur var í þeirri veiðiferð. Verður því ekki hjá því komist að vísa kröfu hans um bætur vegna tímabundins atvinnutj óns frá dómi. Upphafsdagur dráttarvaxta miðast við 17. desember 2018 en þann dag var liðinn mánuður frá birtingu bótakröfunnar. Af hálfu ákæruvaldsins sótt málið Sigurður Hólmar Kristjánsson saksóknarfulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi verstra. Halld ór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan að gættum ákvæðum 1. mgr. 184. gr. laga um meðferð sakamála. 9 Dómsorð: Ákærði, Guðmundur Helgason, sæti fangelsi í tvo mánuði. Fullnustu refsingarinnar er frestað og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 1.942.766 krónur í sakarkostnað, þar með tal in 811.580 króna þóknun verjanda síns, Andrésar Más Magnússonar lögmanns og 801.040 króna þóknun r éttargæslumanns brotaþola, Þormóðs Skorra Steingrímssonar lögmanns. Ákærði greiði brotaþola, X , 635.000 krónur með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 25. september 2016 til 17. desember 2018 en með dráttarvöxtum samkv æmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Kröfu brotaþola vegna tímabundins atvinnutjóns er vísað frá dómi. Halldór Halldórsson