Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur þriðjudaginn 14. janúar 2020 Mál nr. S - 129/2019: Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Sigurður Pétur Ólafsson aðstoðarsaksóknari) gegn X (Einar Hugi Bjarnason lögmaður) Dómur I. Dómkröfur o.fl.: Mál þetta, sem dómtekið var 20. desember 2019, var höfðað með ákæru lögreglu - stjór ans á höfuð borgarsvæðinu, dags. 19. febrúar sama ár, á hendur X , kt. [...] , [...] , [...] , líkamsárás og brot á barnaverndarlögum í Reykjavík á árinu 2018 með því að hafa miðvikudaginn 2. maí á heimili sínu að [...] veist með ofbeldi að syni sínum, A , kt. [...] og hrint niður á rúm, sest ofan á hann og þrýst hnjám á bringu hans, tekið hálstaki, hrækt á andlit hans allt með þeim afleiðingum að A hlaut áverka á bringu, upphandlegg og aftan á háls. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 23/[2016] og 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlag a nr. 80/2002, sbr. 3. gr. laga nr. 55/2009. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Fyrir hönd B , kt. [...] , hér eftir nefndur bótakrefjandi, er gerir þá kröfu fyrir hönd ólögráða sonar síns A , kt. [...] , gerir Inga Lillý Brynjólfsdóttir, lögmaður, þá kröfu að ákærðu verði gert að greiða bóta krefjanda miskabætur að fjárhæð kr. 1.000.000, - auk 2 vaxta [samkvæmt] 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 2. maí 2018 þar til mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt en með dráttarvöxtum [samkvæmt] 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærðu verði gert að greiða máls kostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðis aukaskatti á málflutnings - Ákæruvaldið gerir sömu dóm kröfur og greinir í ákæru. Ákærða neitar sök og krefst þess aða llega að hún verði sýknuð, til vara að refsing verði felld niður, en til þrautavara að henni verði dæmd vægasta refsing er lög leyfa. Einnig krefst hún þess að skipuðum verjanda hennar verði ákvörðuð málsvarnarlaun samkvæmt hjálagðri tímaskýrslu og þau gre iðist úr ríkissjóði ásamt öðrum sakarkostnaði sem lagður verði á ríkissjóð. Þá krefst ákærða þess aðallega að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi en til vara að hún verði stór lega lækkuð. Skipaður réttargæslumaður, vegna hins ólögráða bótakrefjanda , gerir þær kröfur sem greinir í einkaréttarkröfu samkvæmt ákæru en krefst þókn unar sam kvæmt hjálagðri tíma - skýrslu. II. Málsatvik: 1. Með bréfi til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 14. júní 2018, óskaði Barna vernd Reykjavíkur efti r rannsókn á meintu ofbeldi gegn barni, fæddu [...] 2003. Í bréfinu var meðal annars tekið fram að meintur ger andi, ákærða, væri móðir barns ins. Um að draganda beiðninnar var vísað til þess að barna vernd hefði 3. maí 2018 borist tilkynn ing frá B , föðu r barnsins, vegna meints ofbeldis ákærðu sem barnið hefði greint föður frá. Í tilkynningu hefði komið fram nánar tilgreind lýsing á hinu meinta of beldi o.fl. og að það hefði átt sér stað kvöldið áður á heimili barnsins. Í bréf inu var vikið að því að faði r barnsins hefði fylgt því á heilsugæslustöð. Við læknis skoðun hefðu komið í ljós til teknir áverkar á barninu, þeir verið ljósmyndaðir og atvikið verið skráð hjá heilsu - gæslu. Þá greinir í bréf inu að nokkru eftir atvikið hefði ákærða óskað eftir að fá að hitta barnið og biðja það af sökunar. Barnið hefði samþykkt að hitta ákærðu með tilteknum skilyrðum. Þau hefðu í fram haldi hist en umrædd skilyrði ekki gengið eftir, samskiptin ekki gengið sem skyldi og hún keyrt um með drenginn án hans sam þykkis, auk þess sem hún hefði öskrað á hann skammaryrði og ásakanir. Drengurinn hefði orðið mjög hræddur eftir að hafa beðið móður sína ítrekað að stöðva bifreiðina og hleypa sér út. Það hefði 3 hún ekki gert fyrr en síðar, og þá vísað drengnum úr bifreiðinni. Barn averndar starfs - maður hefði rætt við ákærðu í síma 15. júní 2018. Hún hefði viður kennt að hafa misst stjórn á skapi sínu við barnið og skýrt það með notkun lyfja sem hún væri nýbyrjuð að taka vegna veikinda. Þá hefði hún viðurkennt tiltekna háttsemi, áþek ka þeirri sem barnið var búið að greina frá áður. Tekið var fram að drengurinn ætti yngri bróður, sem væri búsettur til skiptis hjá móður og föður. Þessu til viðbótar var tekið fram að áfram yrði unnið með málið á vegum starfsmanna barnaverndarnefndar, með al annars sam kvæmt 23. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í vottorði C heimilislæknis, dags. 20. nóvember 2018, greinir meðal ann ars að barnið hafi komið til læknisskoðunar 3. maí sama ár í fylgd föður. Barnið hafi verið með áverkamerki á bringu og upphandlegg og aftan á hálsi hægra megin. Það hafi verið með einn lítinn marblett en engin opin sár. Hreyfigeta þess hafi verið eðlileg á hálsi, brjósthrygg og öxlum. Barnið hafi hins vegar verið með væg þreifi eymsli á hálsi og vöðvafestum í hnakka. Í vottorði D , sérfræðings við verkjamiðstöð Landspítalans, dags. 19. júní 2018, greinir meðal annars að ákærða hafi verið til meðferðar hjá verkja teymi sjúkrahússins frá 9. febrúar 2018. Ástæðan hafi verið langvinnir verkir í mjóbaki og ganglimum. Hún hafi verið sett á lyfið duloxetin við þessum verkjum, sem hún hafi tekið í hægt vaxandi skömmtum. Þetta hafi slegið á verki hennar í fyrstu en síðan hafi auka verkanir farið að verða íþyngjandi. Þá greinir í vottorðinu: Hún lýsir ein kenn um sem passa við serótónin heilkenni, skjálfta og ei r ðarleysi. Aðrar aukaverkanir eru [meðal annars] æsingur, sem telst algeng aukaverkun, árásargirni og reiði, sem er sjald gæfara. Hún kveðst við eitt tilfelli hafa misst algerlega stjórn á skapi sínu og hafi það bitnað á syni hennar. Mögulegt er að umrætt lyf hafi stuðlað að ýktum viðbrögðum hennar. Eftir 17.05.2018 var lyfið því trappað niður og töku þess hætt. Önnur lyf sem hún notar gætu ýtt undir sömu aukaverkanir eru Tyroxin og Fentanyl. Í vottorði E yfirlæknis og F , læknis við göngudeild lyflækninga á Landspítalanum, dags. 20. júní 2018, greinir meðal annars að ákærða hafi á árinu 2017 verið með of - starfsemi í skjaldkirtli sem hafi verið með höndluð með geislavirku joði. Afleiðing með - ferðar sé sú að skjaldkirtilli nn hætti að fram leiða þýroxín og þess vegna hafi verið hafin upp bótarmeðferð með þýroxíni til þess að tryggja eðlileg gildi skjaldkirtilshormóna hjá sjúk lingnum. Í vottorðinu er vikið að því að visst ójafnvægi sé í geðslagi einstaklinga sem gangi í geg num ofvirkan skjaldkirtil sem og vanvirkan eða fyrstu vikurnar eftir að hafin sé uppbótarmeðferð með þýroxíni. Þá greinir í vottorðinu: Sé horft á rannsóknarniðurstöður [ákærðu] kemur í ljós að visst ójafn vægi var á skjald kirtils pruf - un um í nóvember 20 17 og síðan aftur í apríl 2018 þegar á ný er hafin upp bótar meðferð 4 með hlutfallslega lágum skömmtum af thyr oxini. Í byrjun júní 2018 voru skjald kirtils - prufur síðan eðlilegar og henni er ráðlagt að taka áfram sama skammt af thyroxini en fá mat á stöðu nni hjá heimilislækni innan nokk urra mánaða. Við rannsókn lögreglu gaf ákærða skýrslu með réttarstöðu sakbornings 31. ágúst 2018. Þá fékk barnið réttarstöðu brotaþola og gaf skýrslu 19. september sama ár á dóm - þingi Héraðsdóms Reykja víkur sem var háð í Barnahúsi. Greinir nánar frá þeirri skýrslu í I II . kafla. B , faðir brotaþola, gaf skýrslu vitnis 27. september 2018. Einnig liggur fyrir greinar gerð réttargæslumanns vegna einka réttarkröfu brota þola á hendur ákærðu, dags. 16. janúar 2019. 2. Samkv æmt matsbeiðni ákærðu, eftir málshöfðun, var aflað matsgerðar dóm kvadds matsmanns á sakhæfi ákærðu. Með ákvörðun héraðsdómara 4. apríl 2019 var Í kvaddur til að framkvæma matið. Nánar tiltekið laut matsbeiðni að því hvort ákærða hefði verið alls ófær um a ð stjórna gerðum sínum á verknaðar stundu, sbr. 15. gr. almennra hegn - ingar laga nr. 19/1940. Í samantekt og niðurstöðu matsgerðar hins dómkvadda matsmanns, dags. 18. júní 2019, greinir meðal annars: [...] Til viðbótar var [ákærða] greind með ofstarfsem i í skjald kirtli, sem meðhöndla þurfti bæði með lyfjum og geislavirku joði. Hún þarf að taka thyroxin til æviloka. [...] Vegna mikilla verkja var lyfinu duloxitini bætt við kröftuga verkja meðferð í febrúar 2018, skammtar voru hækkaðir í mars og í apríl 2018 var gerð breyting á thyroxin meðferð. [...] Serotonin er taugaboðefni í heila. Hækkun á serotonin getur orsakað lífshættulegt ástand. Lyf sem geta hækkað sorotonin gera það annarsvegar með því að losa serotonin eða hamla endurupptöku þess inn í frumur . Lyfið duloxitin er sero tonin endurupptökuhemjari og önnur lyf sem [ákærða] notaði geta hugsanlega örvað losun serotonins. [...] Engin spurning er um að [ákærða] hefur í apríl og maí 2018 haft einkenni sem samrýmast serotonin heilkenninu. Þau einkenni er u aðallega þrenns - konar. Truflunar á ósjálfráða [t a ugakerfinu] (óróleiki, hraður hjartsláttur, mikill sviti), trufl anir í vöðvum (geispar o.fl.) og loks truflanir á geðslagi (æsingur, stjórnleysi, óljós van líðan). [...] Einkenni er [ákærða] lýsir samrýma st þessum einkennum. [...] Orsök ein - kenn anna er örugglega sú lyfjameðferð, sem [ákærða] var á þessum tíma. Þar vegur þáttur duloxitins örugglega þyngst. Enda ganga einkenni [ákærðu] fljótt til baka, þegar þeirri meðferð er hætt. Önnur lyf sem gætu verið meðvirkandi eru verjalyfið fentanyl og rita lín og hugsanlega hafa breytingar á thyroxin meðferð haft áhrif. [...] Til viðbótar koma langvarandi streitu - og álagseinkenni eins og áður er lýst. [...] Það er niðurstaða [geðlæknis] að enginn vafi sé á því að [ákærða] var haldin sero - tonin heilkenninu á verknaðarstundu 2. maí 2018. Serotonin heilkennið eitt sér gerir 5 [...] Önnur vanlíðan, sem að mestu leyti má rekja til afleiði nga langvarandi veikinda eru örugglega einnig meðvirkandi ástæður þess að [ákærða] átti erfitt með að stjórna gerð - um sínum á verknaðarstundu. [...] Það er mat [geðlæknis] að ef [ákærðu] verði gerð refs ing þá geti það haft alvarleg áhrif á geðheilsu henna r og er þá vísað til 16. [gr.] almennra hegningarlaga. Mikilvægt er að gera allt sem mögulegt er til að bæta samband hennar og eldri sonar með hagsmuni þeirra beggja í huga. 3. Eftir málshöfðun aflaði ákæruvaldið og lagði fram vottorð G sál fræð ings, dags. 7. október 2019, sem er byggt á tuttugu með ferðar viðtöl um brotaþola á tímabili frá 16. október 2018 til 12. júlí 2019 í Barnahúsi. Í vottorðinu greinir að Barna verndarnefnd Reykjavíkur hafi með beiðni 25. september 2018 óskað eftir sér hæ fðri með ferð og greiningu brotaþola eftir að hann gaf skýrslu í Barnahúsi 19. sama mánaðar. Með ferðinni sé ólokið. Brotaþoli sé á margan hátt þroskaður miðað við jafnaldra sína, einkum í málfari, tján ingu og fram komu. Þá sé hann augljóslega vel greind u r. Brotaþoli hafi ávallt mætt í bók uð viðtöl, tekið virkan þátt í samtalsmeðferð, tjáð og sýnt tilfinn ingar greið - lega, tekið fræðslu vel og nýtt sér það sem lagt sé upp með í meðferð. Niður stöður sál - fræðilegra prófa sýni meðal annars þung lyndi , kvíða og streitu einkenni undir klín ísk um viðmiðunum. Áfalla streitu einkenni hafi hins vegar á tímabili verið metin yfir klín ísk um mörkum. Þau einkenni hafi fengið stoð í lýsingum brotaþola á líðan sinni og hugs unum í tengslum við meint brot. Á t ímabili með ferðar hafi orðið bak slag í bata brota þola þegar ákærða leitaðist við að hafa samband við hann. Brota þola hafi liðið illa eftir þessi atvik og þau haft mikil áhrif á líðan hans til hins verra og það tekið hann töluverðan tíma að jafna sig. H ann hafi fundið fyrir mikilli og raunveru legri reiðitilfinningu auk þess sem samskiptin hafi hróflað við tilfinningum hans þar sem um sé að ræða móður hans, sem hann beri jákvæðar tilfinningar til. Brotaþoli hafi hins vegar ekki áhuga á neinum sam - skiptu m við ákærðu og sjái hana ekki sem hluta af sinni framtíð. Atvik í tengsl um við það þegar ákærða fékk því framgengt, eftir meint brot, að þau hittust til að ræða saman, eftir að hún hafi fallist á tiltekin skilyrði en síðan ekki staðið við þau, hvíli þun gt á brotaþola. Upplifi hann það sem trúnaðarbrest og að sú atburðarás hafi verið skipulögð fyrir fram af hálfu ákærðu. Meint brot ákærðu samkvæmt lýsingu brota þola haft haft neikvæð áhrif á líðan hans og leitt til þess að hann hafi átt erfitt með að stjó rna hugsunum sínum og tilfinningum. Því til viðbótar hafi honum orðið tíðræddara um síðara tilvikið og það komið meira fram í martröðum hans. Ljóst sé að meint líkamlegt ofbeldi ákærðu gagnvart brota þola hafi haft mikil áhrif á líðan hans. Honum hafi te kist vel að vinna úr erfiðum hugs un um og tilfinningum í 6 við tölum en staða hans sé engu að síður við kvæm. Hann njóti mikils stuðn ings föður og stjúp móður, sem og annarra fjölskyldu með lima og náinna vina. Um sé að ræða meint ofbeldi sem hafi át t sér stað á heimili brota þola, sem eigi að vera griða staður barna og öruggt umhverfi, og framið að hans sögn af ákærðu sem sé hans nánasti ættingi. Að lenda í slíkum aðstæðum sé afar erfitt fyrir fjórtán ára gamalt barn. Það hjálpi hins vegar brota - þol a hversu fús hann sé til að ræða tilfinningar sínar og hve vel hann hafi nýtt sér sál - fræði meðferð. Hætt sé við því að lífsreynsla brota þola kunni að hafa varanleg áhrif á líðan hans og þótt áfallastreitu einkenni séu í rénun, þá sé ekki unnt að útilo ka að þau komi fram síðar á ævinni. Ekki sé heldur unnt að útiloka að brotaþoli þurfi á sér fræði - aðstoð að halda til að takast á við líðan sína í framtíðinni, einkum vegna þess að meintur gerandi sé nákominn ættingi. III. Skýrslur fyrir dómi: 1. Ákærða neitar sök. Í framburði hennar kom meðal annars fram að hún og yngri sonur hennar, H , hefðu verið heima umrætt kvöld. Hún hefði verið veik og með undar leg ein - kenni en H verið með umgangspest. Brotaþoli hefði verið hjá vini sínum þennan dag efti r að hafa verið í skólanum. Hann hefði ekki skilað sér heim fyrr en um kvöldið, eftir að hafa borðað kvöldmat hjá föður sínum. Nokkuð áliðið hefði verið þegar brotaþoli kom heim, klukkan verið um níu. Brotaþoli hefði ekki verið bú inn að láta vita af sér. Ákærða hefði beðið hann að sækja mat en hann svarað henni með stælum og verið að hnýta í H . Stirt hefði verið á milli þeirra bræðra á þessum tíma. Hún hefði orðið mjög pirruð yfir framkomu brotaþola og henni fundist sem hann nennti ekki að hjálpa til á hei milinu. Þau hefðu farið að rífast og hann gargað á hana og endurtekið notað orðið nei í þeim sam - skipt um. Hún hefði reiðst vegna þessarar fram kom u. Hún hefði verið að reyna að fá hann til að hjálpa til á heimilinu og sýna sér smá virðingu. Brotaþoli hefði sýnt henni unglingsstæla og auk þess verið erfiður við H sem væri einhverfur. Brotaþoli hefði yfirleitt verið gott barn en stælar verið að færast í aukana hjá honum á þessum tíma. Þá hefði verið erfitt fyrir hana í veikindunum að vera með bræðurna saman á heimilinu eins og fyrir komulag var á um gengni bræðrann a við föður sinn á þeim tíma. Brotaþoli hefði farið inn í svefnher bergi sitt og ákærða fylgt honum eftir. Hún hefði ætlað að skamma hann. Hann hefði æpt á móti henni og þau farið að rífast inni í herberg - inu. Hún hefði ýtt með vísi fingri framan á enn ið á brotaþola svo hann lagðist aftur fyrir sig á bakið á rúm inni í herberginu. Sængin hefði verið í kuðli undir honum og upp við 7 vegg inn. Því hefði hann hallast aðeins upp þegar hann lá á rúm inu. Hann hefði verið að öskra á hana og hún tekið um kjálk a na á honum með annarri hendinni með því að halda með þumli og vísi fingri yfir hökuna svo fingurnir námu sinn hvorum megin við kjálk ana. Fyrir henni hefði vakað að láta hann hætta að garga og kvaðst hún muna vel eftir gripinu. Til skýringar vísaði hún ti l þess að hún hefði hugs að um leið að hann væri ekki kom inn með skegg og andlitið á honum væri mjúkt. Brota þoli hefði hætt að garga og hún sest klof vega ofan á hann. Hnén hefðu numið við framan verðar axlirnar á honum eða framan - vert vöðvasvæði við han darkrika. Þá hefðu hnén hugsanlega einnig numið við bring una á honum. Engin átök hefðu orðið á milli þeirra í rúm inu, hann hefði ekki tekið á móti og hún ekki meitt hann. Hún hefði aldrei tekið fyrir munninn á honum. Hið sama væri að segja um hálsinn. Þá tók ákærða fram að hún væri mjög ósátt við það að vera borin sökum um hálstak sem ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Aldrei hefði hvarflað að henni að stofna brotaþola í hættu. Hallinn á þeim í rúm inu hefði verið með þeim hætti að þunginn hefði verið á hæl unum á henni. Varðandi líkamsþyngd tók ákærða fram að hún hefði á umræddum tíma verið um 45 kg og brotaþoli álíka þungur. Hún hefði gargað á hann og skamm að hann fyrir fram kom una. Brota þoli hefði kvartað undan þunganum á meðan hún sat ofan á h onum og hún þá strax fært sig og setið á mjaðmagrindinni eða fóta svæð inu. Einnig hefði hún, á meðan hún var á honum í rúminu, haldið með vinstri hendi um hægri fram hand legginn á honum. Þá hefði hún verið grát andi og munn vatn því frussast eða lekið yf ir dreng inn á meðan hún var að garga eða tala við hann. Hún hefði hins vegar ekki verið að skyrpa á hann og aldrei hefði verið ætlunin að meiða hann. Þá hefði hún ekki orðið vör við að hann rækist með höfuðið í eitthvað hart í eða við rúmið. Atvik þessi í svefn herberginu hefðu í mesta lagi varað í eina til tvær mín útur. Þá hefði hún aðeins haldið í brotaþola í hluta af þeim tíma, eða rétt á meðan hann var að garga á hana. Hún hefði í framhaldi sagt við hann að hún gæti ekki verið með hann svona á heimi linu og í raun sagt að hann ætti að fara til föður síns. Hún hefði síðan fært sig yfir í ann að her bergi. Yngri drengurinn hefði heyrt hvað gekk á og í framhaldi komið fram úr sínu her bergi og fylgt brotaþola til dyra. Nánar um atvik og ástand sitt umr æddan dag kvaðst ákærða ekki hafa áttað sig á því hvað væri að hjá henni. Hún hefði verið búin að glíma við krabbamein o.fl. í langan tíma og þurft að taka inn lyf. Hún hefði verið að reyna að hætta á til tekn um lyfjum og verið að reyna að trappa sig niður af þeim, og verið sett á önnur lyf samkvæmt læknisráði. Hún hefði meðal annars verið með hjartsláttar truflanir og krampa og því ekki verið með sjálfri sér á umræddum tíma. Hún hefði sífellt verið að sofna við dag legar athafnir og verið eina fullorð na mann eskjan á heim ilinu sem hefði verið að fylgjast með þessu. Hún hefði misst yfirsýnina á það sem var að gerast hjá henni með lyfin og ekki áttað sig á því fyrr en eftir 8 á, þegar hún hefði lesið um lyfin og aukaverkanirnar. Um hefði verið að ræða auk a - verkanir vegna samsláttar í lyfjum, svokallað serótónín - heil kenni. Það hefði gert hana árásar gjarna, sbr. læknisfræðileg gögn sem hún hefði kallað eftir í framhaldi af um rædd - um atvikum. Þetta hefði verið mikil breyting frá því sem áður var. Hen ni hefði í umrætt skipti fundist sem brota þoli væri ekki tilbúinn að sækja mat handa þeim. Hún og yngri drengurinn hefðu bæði verið veik og brotaþoli verið mjög dóna legur og erfiður við hana. Hann hefði sagt að hún ætti að standa sig betur sem móðir og það hefði verið mjög erfitt fyrir hana að taka því. Á þessum tímapunkti hefði hún ekki verið með sjálfri sér. Hún hefði orðið mjög reið og misst stjórn á sér og verið mjög ógn - andi en þó ekki þannig að það rynni á hana æði. Hún hefði því vitað hvað var að gerast og getað haldið aftur af sér. Í þetta tiltekna skipti hefði hún hins vegar misst stjórn á aðstæð unum með fyrr greindum hætti, en það hefði aldrei gerst áður og aldrei hefði það komið fyrir að hún legði hendur á börnin eða beitti þau ofbeldi. Aldr ei hefði verið neitt ofbeldi á heimilinu, hvorki milli hennar og föður drengjanna þegar þau bjuggu saman né heldur milli hennar og drengjanna. Þá skildi hún vel að brotaþoli hefði orðið hræddur þegar atvik gerðust. Hún sæi mjög mikið eftir því sem gerðist henni persónu stæð urnar sem þarna sköpuðust. Aðspurð kvaðst ákærða telja að áverkar á bringu brotaþola gætu hugsanlega skýrst af því að hnén á henni hefðu numið við bringun a á honum. Ákærða kvaðst hins vegar ekki vera viss um hvað hefði valdið áverkum á upphandlegg brotaþola. Hún teldi ólíklegt að þeir væru af völdum hnjánna, en þegar hún liti til baka og reyndi að átti sig á því hvar hún gæti hafa meitt barnið, þá gæti það helst verið þegar hún hélt með annarri hendinni um fram handlegg hans. Hún minntist þess hins vegar ekki að hafa haldið um upphand - legg inn. Í því sambandi vís aði hún til þess að brotaþoli hefði beðið hana að færa sig og þá hefði sér orðið litið niður og hún séð að hún hélt um framhandlegginn. Ákærða kvaðst hins vegar ekki vita eða skilja hvernig brotaþoli hefði getað fengið áverka aftan á hálsi. Ákærða kvaðst hafa hitt brotaþola nokkrum dögum síðar á bensínstöð. Þau hefðu mælt sér mót og bróðir hennar haft aðkomu að því. Lýsingar brotaþola á þeim atvikum væru hins vegar ekki réttar og það væri rangt að hún hefði blekkt brotaþola til að fylgja sér inn í bifreiðina. Þau hefðu í fyrstu gengið saman á svæði í kringum stöðina en um - ræddan dag hefði verið mjö g kalt úti og hún viljað leita skjóls og hann samþykkt að fylgja henni í bifreiðina. Hún hefði hins vegar ekki beðið brotaþola almennilega afsökunar á því sem gerðist. Hún hefði enn verið ósátt við það hvernig hann lét, og þá sérstaklega út af fram komu ha ns í garð yngri bróður síns. Brotaþoli hefði í samtali þeirra getið þess að hann teldi rétt að hann væri meira hjá föður sínum en hjá henni. Hún hefði tekið undir það sjónarmið í samtalinu og sér hefði virst sem hann væri ekki undir það svar búinn. 9 Hann ha fi hugsanlega búist við því að hún myndi mótmæla honum og leggja eindregið til að hann byggi áfram hjá henni. Hún hefði hins vegar verið það veik á þess um tíma að hún hefði ekki getað verið með báða drengina hjá sér á heimilinu. Hún hefði litið á það sem ósigur og verið að viðurkenna það í samtalinu við brotaþola. Það hefði verið henni þungbært eftir það sem á undan var gengið með veik indin. Ákærða tók fram að sambandið milli hennar og brotaþola hefði rofnað eftir að um - rædd atvik áttu sér stað. Engin samskipti hefðu verið milli þeirra frá þeim tíma. Þá hefði of langur tími liðið frá því að atvik áttu sér stað uns sál fræðihjálp fékkst fyrir brota þola. Hún væri ósátt við það og hefði viljað leggja sitt af mörk um til að ráða bót á því, en án árangurs. Ákærða hefði útvegað sál fræði aðstoð fyrir yngri dreng inn þar sem hann hefði tekið atvikum illa og verið reiður út í bróður sinn . Þá hefði hún sjálf leitað til sál fræðings til að vinna úr um ræddum at vikum, auk annarra ráð stafana varðandi lyf o.fl. 2.1. Brotaþoli gaf fyrri dómskýrslu undir rannsókn málsins 19. september 2018 , á dóm - þingi sem var háð í Barna húsi. Í skýrslunni kom meðal annars fram að hann og ákærða hefðu rifist umrætt kvöld. Klukkan hefði verið um tíu eða ellefu. Það hefði byrjað út af því að ákærða hefði verið ósátt við hegðun hans gagnvart henni og bróður hans. Þá hefði hann einnig verið ósáttur við ákærðu vegna ills umtals hennar um föður þeirra. Brotaþoli hefði farið inn í herbergið sitt og ekki viljað halda samtalinu áfram. Hún hefði hins vegar fylgt honum eftir inn í herbergið. Þar inni hefði hún gripið í hann og hent honum niður á rúmið, eða hún hefði ýtt honum niður á rúmið, hún síðan farið ofan á hann, tekið um hálsinn með báðum höndum og sett bæði hnén ofan á bringuna á hon um. Einnig hefði hún verið með skammir og öskrað á hann og spýtt frussi í fésið á honum. Brotaþoli hefði átt erfitt með að anda þar sem ákærða þrengdi að önd unar veg inum. Þá hefði þetta varað í langan tíma, hugsanlega í um eina mínútu. Ákærða hefði m eð þessu meitt brotaþola og hann orðið mjög hræddur og óttast um líf sitt. Hún hefði síðan farið af honum og sagt honum að fara út. Hann hefði hraðað sér út og tekið með sér skóla dótið. Yngri bróðir hans, sem hefði verið inni í sínu herbergi á meðan atvi k áttu sér stað og heyrt í þeim, hefði komið fram þegar brotaþoli var að fara og kvatt hann. Brota þoli hefði þá verið frammi á gangi að bíða eftir lyftunni. Brotaþoli hefði síðan hringt í föður sinn og hann komið og sótt hann um tíu mínútum síðar og þeir farið heim til hans. Brota þoli kannaðist ekki við að ákærða hefði áður ráðist á hann en þau hefðu hins vegar áður rifist. Þau hefðu hist næst um viku eða tveimur vikum síðar. Það hefði atvikast með þeim hætti að ákærða hefði sent brotaþola skilaboð og vi ljað hitta hann. Hann hefði viljað hitta hana á opnu svæði og nálægt einhverjum öðrum. Það hefði orðið úr að þau ákváðu að hittast á bensínstöð þar sem brotaþoli var að vinna, og frændi hans, sem einnig 10 var að vinna á stöðinni, hefði átt að vera nálægur sa mkvæmt því sem fram hefði komið í skilaboðum frá ákærðu. Frændi hans hefði hins vegar reynst vera upp tekinn þegar ákærða kom á staðinn, en þau hefðu talað saman og hún farið að biðjast afsökunar á því sem hafði gerst á milli þeirra. Ákærðu hefði verið kal t þar sem þau voru utandyra og hún viljað fara inn í bifreið. Brota þoli hefði fylgt henni inn í bifreiðina en hún þá farið að garga á hann og skamma hann fyrir fyrri hegðun. Hún hefði síðan ekið bifreiðinni af stað. Honum hefði liðið illa að vera með hen ni í bif reiðinni og viljað fara en hún hefði ekki hleypt honum út fyrr en fimm til tíu mínútum síðar. Kvaðst brotaþoli telja að ákærða hefði lokkað hann upp í bif reiðina þar sem síðar hefði komið fram að frændi hans hefði ekkert vitað um það að hann ætti að vera við staddur þegar þau hittust. Þau hefðu svo ekki verið í samskiptum eftir þetta, hann búið hjá föður sínum og atvikin valdið honum miklum kvíða. 2.2. Brotaþoli gaf síðari dómskýrslu við aðalmeðferð málsins. Í þeirri skýrslu kom meðal annar s fram svipuð lýsing á upphafi atvika og áður greinir í skýrslu í Barna húsi. Um hefði verið að ræða rifrildi milli brotaþola og ákærðu út af einhverju sem tengd ist fram - komu hans í garð yngri bróður hans. Hvað það nákvæmlega var kvaðst brotaþoli ekki mun a en hann hefði sagt frá því í Barnahúsi. Hún hefði verið ósátt og farið að öskra á hann en hann ekki á hana. Hann hefði ekki skilið ástæðuna og verið henni ósammála. Hann hefði farið inn í herbergið sitt og hún elt hann. Brotaþoli kvaðst ekki muna í smá atriðum hvað gerðist inni í herberginu. Hann hefði sest á rúmið og hún ýtt honum og hann endað liggjandi í rúminu uppi við vegg og með kodda fyrir aftan sig. Honum hefði verið ýtt og það verið gegn vilja hans en hvernig hann endaði í rúminu myndi hann e kki lengur. Hann gæti hins vegar hafa greint frá því í Barnahúsi, en um hefði verið að ræða ein hvers konar þvingun. Ákærða hefði setið mjög ógnandi ofan á honum með hnén ofan á bringunni og öskrað á hann og skammað hann. Ákærða hefði, að því er brota þola minnti, gripið með höndunum í axlir hans eða nálægt háls inum. Þá hefði þung inn af hnjánum ofan á bringunni gert honum erfitt fyrir um andardrátt. Ákærða hefði einnig fruss að eða hrækt í andlit hans og augu, eins og það væri í senn viljandi og óviljandi , og, að því er honum fannst, til þess að honum liði óþægi lega. Hann hefði beðið hana að hætta en hún að einhverju leyti verið áfram ofan á honum svo hann gat ekki komist í burtu. Hann hefði verið óttasleginn og varla getað hreyft sig og ekki barist um. B rotaþoli kvaðst ekki gera sér grein fyrir því hversu lengi þetta hefði varað, en það hefði ekki verið lengur en í fimm mínútur. 11 Nánar aðspurður um fyrrgreint grip með höndunum á andlits - eða hálssvæði kvaðst brotaþoli telja hugsanlegt að ákærða hefði tek ið um kjálk ana á honum með annarri hend - inni með því að halda með þumli og vísi fingri yfir hökuna svo fingurnir námu sinn hvorum megin við kjálk ana. Hend urnar hefðu verið ein hvers staðar á andlitssvæði, öxl - um, hálsi eða munni. Hann myndi hins vegar ekki alveg í smáatriðum hvernig það gerðist vegna þess langa tíma sem væri liðinn. Þá hefði hann með vilja reynt að vera ekki að rifja upp atvik. Loks hefði hún farið af honum og sagt honum að fara út. Hann hefði gripið skóla - töskuna og hlaupið fram á gang. Yngri bróðir hans hefði komið og kvatt hann þar sem hann stóð og beið eftir lyftu. Hann hefði síðan farið niður með lyftunni og út úr hús inu og síðan falið sig bak við bifreið á bifreiðastæði fyrir utan. Hann hefði verið hræddur um að ákærða myndi elta hann. Hann hefði hringt í föður sinn og beðið hann að koma og sækja sig. Faðir hans hefði komið og sótt hann tíu til fimmtán mínútum síðar en á meðan hann beið hefði ákærða reynt að hringja í hann og senda honum skilaboð með beiðni um að koma til baka . Brotaþoli kvaðst hafa meiðst við það sem gerðist. Hann hefði verið marinn og aumur í nokkra daga á eftir, aðallega í öxlinni eða á axlarsvæði, og farið til læknis til að láta líta á sig. Fyrrgreind atvik hefðu verið einsdæmi en hann hefði aldrei áður sætt líkam legu ofbeldi af hálfu ákærðu. Þau hefðu hist nokkrum dögum síðar á bensín stöð, eins og áður greinir í hinni fyrri skýrslu brotaþola. Í heildina kvaðst brotaþoli hafa munað mun betur eftir atvikum þegar hann gaf skýrslu í Barnahúsi. Skemmri t ími hefði þá verið liðinn frá því að þau gerðust. Atvikin hefðu valdið hon um miklum kvíða og vanlíðan, honum liði til að mynda mjög illa ef hann væri staddur í nágrenni við umræddan stað. Þá hefði hann endurupplifað atvikin og fundið fyrir van líðan í dag legu lífi. Hann hefði leitað til sálfræðings og verið í viðtölum í um það bil eitt ár og það hefði hjálpað honum mikið. 3. H , yngri bróðir brotaþola, gaf skýrslu vitnis á dómþingi sem var háð í Barnahúsi í tengsl um við aðalmeðferð. Í framburði hans kom meðal annars fram að brotaþoli ætti það almennt til að gera meira úr atvikum en í raun og veru gerðist. Hvað varðaði umrædd atvik þá bar H um að hann hefði þegar þau áttu sér stað verið inni í herberginu sínu og undir sæng. Hann hefði umræddan dag verið k vefaður og heyrt greini lega í ákærðu og brota þola vera að rífast í herbergi brotaþola við hliðina á sínu herbergi. Ákærða hefði verið að skamma brotaþola en hann ítrekað öskrað að henni á móti með orðinu nei . Þannig hefði hann gripið fram í þegar ákærða var að reyna að tala við hann. Þá hefði hún svarað honum á móti og spurt hann hvað hann meinti með því. Umrætt kvöld hefði 12 brotaþoli átt að vera kominn heim miklu fyrr en hann gerði. Ákærða hefði verið lasin og brotaþoli hefði ekki sagt henni frá því að ha nn væri með vinum sínum. H sagðist hafa farið fram eftir að rifrildinu lauk. Ákærða hefði þá verið farin inn í annað herbergi og verið leið og þreytt. H ann hefði séð að brotaþoli var dálítið rauð eygður þar sem hann hefði verið að gráta. Brotaþoli hefði verið að klæða sig í útiföt og verið á leið til föður síns. Þetta hefði verið seint um kvöldið, klukkan verið um ellefu. Brotaþoli hefði síðan farið. H kvaðst hafa verið dálítið pirraður út í brotaþola og sér hefði liðið illa út af móður þeirra. Hún hefði verið að taka röng lyf og því ekki hegðað sér eins og hún var vön. Hann hefði heyrt móður sína tala um það við aðra að hún hefði fengið röng lyf. Þá hefði hann líka tekið eftir því sjálfur þar sem hún hefði oft hegðað sér skringilega á þessum tíma. Hann h efði hitt brotaþola næst þegar hann fór til föður síns. 4. B , faðir brotaþola, gaf skýrslu vitnis. Í framburði hans kom meðal ann ars fram að brotaþoli hefði hringt í hann umrætt kvöld á milli klukkan 22:00 og 22:30. Hann hefði verið í miklu uppnámi og spurt B hvort hann gæti komið og sótt sig. Það hefði ekki komið fyrir áður að brotaþoli væri í svona miklu uppnámi. Hann hefði hraðað sér af stað á bifreið og sótt brotaþola. Mikið fát hefði verið á brotaþola og honum greini lega liðið mjög illa. Í samta li þeirra hefði komið fram að ákærða hefði vísað honum út af heimilinu vegna undangenginna átaka milli þeirra tveggja. Hann hefði farið með brota þola heim til sín og drengurinn lagst strax til hvílu. Hann hefði sest hjá honum og reynt að ræða við hann en hann verið örþreyttur og ekki sagt mikið. Hann hefði spurt hann hvað hefði gerst og hann greint frá því að ákærða hefði ráðist á sig eftir að þeim lenti saman í rifrildi. Frekari lýs ingar á atvikum hefðu ekki fengist þá um kvöldið. Daginn eftir hefði br otaþoli greint frá atvikum í meiri smáatriðum. Í þeirri frásögn hefði meðal annars komið fram að ákærða hefði hrint eða ýtt brotaþola í rúmið, lagst ofan á hann, tekið hann hálstaki og skyrpt framan í hann. B kvaðst hins vegar ekki muna þá frásögn lengur í smáatriðum. Hann hefði skynjað það í sam skiptum þeirra að brotaþola hefði verið mikið í mun að sér væri trúað. Þá hefði hann skynjað það hjá brotaþola að hann upplifði það sem gerðist óraun veru legt. Allt fas og framkoma brotaþola hefði verið þa nnig að hann ósk aði þess að atvik hefðu ekki gerst og þannig hefði það verið í nokkurn tíma á eftir. Hann kvaðst hafa reynt að sýna brotaþola þann stuðning sem unnt var í þess - um að stæð um og sagt honum að hann tryði því að umrædd atvik hefðu gerst. Brotaþoli hefði verið með mar á bringunni og hann hefði farið með hann til læknis og látið athuga það. Þá hefði hann eitthvað verið marinn í andlitinu. B kvaðst hins vegar ekki treysta sér til að lýsa þeim áverkum í smáatriðum vegna þess tíma sem væri l iðinn frá atvik um en tók fram að brotaþoli hefði aðallega verið í andlegu uppnámi. 13 Brotaþoli hefði nokkru eftir þetta, að fyrra bragði, sett sig í samband við ákærðu og viljað hitta hana. Tilgangurinn með því hefði verið að reyna tala við hana um það se m gerðist og fá einhverja niðurstöðu í það. Það hefði síðan leitt til þess að þau tvö mæltu sér mót á bensínstöð nokkrum dögum eftir umrædd atvik. Bróðir ákærðu hefði verið að vinna á bensínstöðinni. Brotaþoli hefði ekki viljað hitta ákærðu einsamall þar s em hann hefði ótt ast að hún myndi ráðast á sig aftur. Þau hefðu hist umræddan dag eftir klukku - tíma töf af hálfu ákærðu. Hún hefði gefið tilteknar skýringar á þeim töfum og fengið brota þola til að setjast upp í bifreiðina hjá sér. Þegar brotaþoli hefði verið kominn þar inn hefði ákærða keyrt af stað og öskrað á hann í bifreiðinni. Brotaþoli hefði verið gegn vilja sínum í bifreiðinni í allt að klukkustund. Samanlagt hefðu þessi tvö atvik, fyrst það sem gerðist í upphafi á heimili brotaþola og ákærðu og sí ðan það sem gerðist milli þeirra í bifreiðinni, haft veruleg áhrif á andlega líðan brota þola. Þá hefði hann sótt sálfræði - meðferð í Barnahúsi vegna þeirra. Hann kvaðst ekki vita til þess að áður hefði komið til líkamlegra átaka milli brotaþola og ákærðu. 5. I , félagsráðgjafi og fyrrverandi starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur, gaf skýrslu vitnis símleiðis og gerði grein fyrir beiðni Barnaverndar til lög reglu um rannsókn vegna umræddra atvika. I kvaðst í aðdraganda beiðninnar hafa hitt brota þola og föður hans. Hún hefði rætt við brotaþola og í því samtali hefði í aðal atriðum komið fram að ágreiningur hefði komið upp milli hans og ákærðu og þau verið ósátt. Ákærða hefði verið með ásakanir í hans garð og hún hefði hrint honum í rúm, sest ofan á bring una á honum, tekið hann hálstaki, hrækt og öskrað á hann og í framhaldi hefði hún vísað honum út af heimilinu. Eftir að hafa rætt við brotaþola hefði I rætt við föður brotaþola og síðan hefði hún rætt við ákærðu símleiðis. 6. C , heimilislæknir, gaf skýrslu vitnis símleiðis og staðfesti vott orð, dags. 20. nóvember 2018. Í skýrslu C kom meðal annars fram að áverka merki á brotaþola hefðu verið á bringu, upphandlegg og aftan á hálsi hægra megin. Áverk arnir hefðu samrýmst lýsingu brotaþola á atvikum. Á verkarnir hefðu verið minni háttar. Hvað varðaði þreifi - eymsli þá hefðu þau komið til við hnykk eða álag á hálsi. Aðspurð hvort tak á höku eða andliti gæti valdið þeim eymslum taldi hún svo ekki vera en þó gætu þau mögulega hafa orðið til ef streist hef ði verið á móti. Sjáanlegur áverki aftan á hálsi, roði, hefði ekki komið til vegna hnykks á höfði. Sá áverki hefði myndast við þrýsting með hendi eða við núning við eitthvað í rúminu, mögulega við rúmbrík eða eitthvað annað hart þar. Erfitt væri hins vegar að segja til um hið síðara og það væri frekar ólíklegt en mögulega ekki 14 hafið yfir vafa. Í því sambandi verði hins vegar að taka tillit til þess að þegar áverkamerki vari í meira en sólarhring skýrist þau yfirleitt ekki af því að legið hafi verið ofan á e inhverju hörðu. 7. G sálfræðingur gaf skýrslu vitnis símleiðis og staðfesti vottorð, dags. 7. október 2019. G bar um að hafa hitt brotaþola í tvö skipti eftir útgáfu vott orðsins. Meint brot og önnur atvik í tengslum við málið hefðu haft gríðarlega mi kil áhrif á líðan brotaþola og sam skipti hans við móður og önnur samskipti innan fjöl skyld unnar. Brotaþoli hefði sýnt mikla tilfinningalega erfiðleika í kjölfar meints brots. Atvik eftir meint brot þegar hann hitti móður sína með tilteknum skilyrðum hefðu haft sér staklega nei kvæð áhrif á hann og hann fengið martraðir á eftir. Brotaþoli væri mjög vel gerður strákur og ætti almennt gott með að tjá sig. Þá hefði hann nýtt sér vel meðferðar viðtöl. Sjálfsmatskvarði yfir áfallastreituröskun í nóvembe r 2018 hefði verið rétt yfir við - miðunar mörkum. Kvarðinn hefði verið á mörkum þess að vera áfallastreituröskun eða áfalla streitueinkenni. Viðmiðunarmörkin væru tölugildið 33. Erfitt væri hins vegar að greina áfallastreituröskun eingöngu út frá kvarð anum . Varlegt væri að miða við að brota - þoli hefði á þessum tíma sýnt áfallastreitueinkenni en að þau hefðu ekki verið á því stigi að þau uppfylltu algerlega grein ingar skilmerki áfallastreituröskunar. Í júlí 2019 hefði kvarð inn hjá honum verið kominn niðu r í tölugildið 19. Hann hefði á þeim tíma verið bú inn að vinna vel úr þeim áfallastreitueinkennum sem hrjáðu hann mest og tals verð vinna hefði verið lögð í það að hjálpa honum með þau einkenni. Það hefði gengið ágæt - lega. Sál fræðilegar prófanir hjá bro taþola hefðu sýnt þunglyndi, kvíða og streitu einkenni undir klín ískum viðmiðunum. Hann hefði verið með sögu um kvíða fyrir meint brot og sú van líðan hefði aukist hjá honum á tímabili. Hann hefði hins vegar mælst undir mörk - um og ekki uppfyllt greininga rskilmerki kvíðaröskunar. Brotaþoli væri mjög viðkvæmur og meint brot hefði haft gríðarlega mikil áhrif á hann. Atvik eftir meint brot, þegar hann féllst á að hitta ákærðu með tilteknum skilyrðum, sem brugðust, hefðu valdið honum miklu hugarangri. Þau at vik hefðu gengið mjög nærri hon um og haft mikil neikvæð áhrif á hann og aukið mjög á heildar áhrifin af meintu broti. Brota þoli hefði lýst tilfinningum sínum í garð móður sinnar með þeim hætti að hann hefði fyrst orðið mjög reiður. Atvikin hefðu valdið honum djúpum sárs auka, meira en reiði. Hann hefði upplifað atvikin sem svik og honum ekki fundist að hún tæki fulla ábyrgð á gjörð um sínum. Ákærða hefði sent honum bréf og innantóm skilaboð en aldrei tekið ábyrgðina eða beðist almennilega fyrirgefningar á því sem gerð ist. 15 8. Í geðlæknir gaf skýrslu dómkvadds matsmanns og gerði grein fyrir helstu for sendum og niðurstöðum matsgerðar. Í framburði matsmanns kom meðal annars fram að hann hefði haft aðgang að öllum málsgögnum, aflað upplýsinga úr sjúkras krá, rætt hefði verið við heilbrigðisstarfsfólk í verkjateymi, sem komið hefði að meðferð ákærðu, auk þess sem matsmaður hefði hitt ákærðu í matsviðtali. Ákærða væri vel gefin kona sem hefði gengið í gegnum miklar hremmingar. Að mati mats manns væri ljó st að mikil eftirsjá væri hjá ákærðu vegna umræddra atvika og það hefði til að mynda birst í því að hún hefði verið að mestu grátandi í matsviðtali. Þá hefði ákærða í viðtalinu vikið að samskiptum við brotaþola nokkrum dögum eftir meint brot, en hún hefði á þeim tíma ennþá verið reið við hann. Hún hefði í það skipti átt að biðja hann afsökunar á því sem gerðist en ekki gert það. Hún hefði verið komin í öngstræti með samskiptin og dregist hefði að reyna að leysa úr því. Ákærða hefði verið í flókinni lyfja meðferð vegna krabba meins og á tímabili hefði henni vart verið hugað líf. Krabba - meinið virtist hins vegar hafa hreins ast upp en hún væri ekki ennþá búin að jafna sig og hún hefði verið áfram á verkja - og skjaldkirtilslyfjum. Þetta hefði haft áhrif á báð a syni hennar, og þá ekki síður þann eldri, brota þola, sem væri mjög vel gef inn. Þá væri hinn yngri með ódæmi gerða einhverfu sem hefði valdið spennu á milli bræðranna. Hafa þyrfti í huga að ákærða hefði verið líkamlega veik á þeim tíma þegar meint b rot var framið. Grunur hefði vaknað um svokallað serótónín - heil kenni sem nánar væri lýst í mats - gerð. Það heilkenni geti komið til vegna of mikils serótóníns á milli frumueinda. Í því sam bandi hefði matsmaður litið til þunglyndis - og verkjalyfja sem ákærða var að taka á um rædd um tíma. Ekki lægi alveg ljóst fyrir um samverkan lyfjanna sem ákærða var að taka, en hugsanlega hafi verkjalyfin getað verið meðvirkandi þáttur í serótónín - heilkenni. Serótónín - heilkenni, eitt og sér, geti hins vegar ekki sk ýrt háttsemi ákærðu um rætt kvöld. Margir aðrir þættir skipti máli í því sam bandi, eins og hvernig samskipti brota þola og bróður hans voru á þessum tíma og að undan genginn skilnaður ákærðu og föður drengjanna hafði verið henni erfiður. Niður staða mats manns hefði því verið sú að 15. gr. almennra hegn ingarlaga gæti ekki átt við um ákærðu þar sem skilyrði hefði ekki verið upp fyllt um að hún hefði verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu. Matsmaður hefði hins vegar í matsgerðinni le yft sér að vísa til 16. gr. sömu laga þar sem hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að refsing gæti haft alvarleg áhrif á geðheilsu ákærðu. Teldi hann að þau átök sem urðu milli ákærðu og brotaþola væru nægjanlega erfið fyrir hana. Að mati matsmanns væri farsælasta niðurstaðan vegna umræddra atvika að reynt yrði að bæta samband ákærðu og brotaþola með hags muni beggja í huga. Heild - stætt mat á atvikum máls, sjúkrasögu, lyfja neyslu og öðrum erfiðleikum í lífinu hefði 16 leitt til þeirrar niðurstöðu matsmanns að ákærða hefði verið í trufluðu ástandi í skilningi 16. gr. almennra hegningar laga og að refsing geti ekki borið árangur. IV. Niðurstöður: Í máli þessu er ákærðu gefin að sök háttsemi sem greinir í ákæru og ákæruvaldið telur varða við 1. mgr. 218. gr. b í almennum hegningarlögum og 1. og 3. mgr. 99. gr. í barna verndarlögum. Þessu til viðbótar hefur málið við munnlegan flutning í aðal - meðferð, til vara, verið sótt og varið vegna meints brots ákærðu gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, auk fyrr greindra ákvæða í barnaverndarlögum, komi til þess að dóm urinn telji að 1. mgr. 218. gr. b í almennum hegningarlögum eigi ekki við um hátt - sem ina, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærða neitar sök. Sam kvæmt 108. g r. laga nr. 88/2008 hvílir á ákæruvaldinu sönn unar byrði um sekt ákærðu og atvik sem telja má henni í óhag. Gerð hefur verið grein fyrir framburði ákærðu og brota þola fyrir dómi, auk annarra vitna og dóm kvadds mats manns, sbr. III. kafla. Þá hefur v eri ð gerð grein fyrir aðkomu barnaverndar, rannsókn lögreglu og sakargögnum, sbr. II. kafla. Ágrein ingur er að nokkru um atvik máls og einstök atriði í verknaðarlýsingu ákæru. Þá er ágreiningur um heimfærslu á háttsemi ákærðu til laga ákvæða , saknæmi o.fl. Í málinu er hins vegar ekki ágreiningur um að ákærða hafi verið mjög veik á verknaðar - stundu og haldin serótónin - einkennum af lyfjum, sbr. matsgerð dómkvadds matsmanns. Fram burður ákærðu hefur í megin atriðum verið stöð ugur og nákvæmur um öll atvik. Þá samrýmist fram burður hennar skýrslu hennar hjá lög reglu. Ákærða hefur gert grein fyrir heilsufari sínu og rakið atvik og sam skipti sín við brotaþola umrætt kvöld, þar með talið atvik eins og þau horfa við henni þegar meint brot voru framin, auk annar ra sam - skipta og atvika eftir á. Framburður hennar hefur verið ein lægur en ljóst er af skýrslugjöf hennar fyrir dómi, eins og hún birtist við aðal meðferð, að upprifjun hennar á atvik um er henni mjög þung bær. Hið sama á í megin atriðum við um framburð brotaþola, en hann hefur tvívegis gefið skýrslu fyrir dómi. Fram burður hans hefur í öllum megin atriðum verið stöð ugur og ná kvæmur að teknu tilliti til þess tíma sem liðinn er frá atvik um. Fyrri dóm skýrsla hans er í meginatriðum skýr en nokkuð knöpp . Þá er ljóst af hinni síðari dóm skýrslu að hann man atvik ekki eins vel þá og áður. Brotaþoli hefur til skýringar á því vísað til þess tíma sem liðinn er frá því að atvik áttu sér stað, auk þess sem hann hafi leitast við að vera ekki að hugsa um þau. Að mati dómsins eru ekki sérstakar vísbendingar uppi um að brotaþoli hafi með röngu verið að geta í eyðurnar. Þá hefur hann gefið eðli - legar og rök réttar skýr ingar á fram burðinum. Fram burður hans hefur verið einlægur en skýrslu gjöf hans fyrir dómi, e inkum hin síðari, bendir til þess að upp rifjun hans á atvikum 17 sé honum þung bær. Samrýmist það vott orði og framburði vitnisins G sál fræð ings. Að öllu framan greindu virtu er það mat dómsins að framburður þeirra beggja fyrir dómi hafi í öllum aðal atriðum verið greinargóður og trú verðugur. Nokkuð ber á milli í framburði ákærðu og brotaþola um hluta af atvikum, eink um það sem snýr að meintu ofbeldi samkvæmt verknaðar lýsingu ákæru, en þó ekki að öllu leyti. Stendur þar orð gegn orði um það sem ú t af ber. Þá ber þeim ekki alveg saman um atvik þegar þau hitt ust eftir á á fyrrgreindri bensínstöð, sem virðast hafa tekið mjög á brota þola, en fyrir liggur að málssókn ákæruvaldsins samkvæmt verkn aðar lýsingu í ákæru tekur ekki til þess hluta málsins. Samhljómur er í fram burði þeirra um helstu atvik í tengslum við aðdraganda meintra brota. Þeim ber saman um að þau hafi verið að rífast eftir að brotaþoli kom heim umrætt kvöld, að ákærða hafi fylgt brota þola eftir inn í svefn - herbergi og hún hafi öskra ð á hann og skammað hann. Hið sama á að mestu við um það sem gerðist eftir meint brot, að brotaþoli hafi að beiðni ákærðu farið úr íbúð inni og faðir hans hafi stuttu síðar sótt hann fyrir utan húsið. Fyrir liggur að yngri bróðir brota þola, vitnið H , hefur borið um að ákærða og brotaþoli hafi verið að rífast og hinn síðar nefndi hafi verið með tárin í augunum þegar hann fór úr íbúðinni. Þá hefur faðir brota þola, vitnið B , borið um það að brotaþoli hafi verið í upp námi þegar hann hringdi í hann og ha nn sótti hann stuttu síðar. Að framan greindu virtu ber að leggja til grund vallar að ákærða og brota þoli voru að rífast í aðdrag anda meintra brota ákærðu og þegar þau voru framin, og hún hafi í þeim samskiptum meðal annars öskrað á brotaþola. Þá hafi ho n um verið nokkuð brugðið og hann verið miður sín af völdum ákærðu vegna þess sem á undan var gengið þegar hann fór af staðnum og var sóttur af B . Þá hafi honum liðið illa and lega á eftir. Framburður vitnisins B fyrir dómi varð andi meint brot ákærðu að ö ðru leyti byggist einvörðungu á endursögn brotaþola á því hvað gerðist og hefur því tak markaða þýðingu fyrir sönn unar mat málsins. Hvað varðar verknaðarlýsingu í ákæru, þá ber ákærðu og brotaþola saman um að hún hafi sest ofan á brotaþola í rúm inu og hnén á henni hafi þrýst á bringu brota þola. Sam rýmist það áverka á bringu brotaþola samkvæmt vottorði og framburði vitnisins C læknis. Að þessu virtu telst fram komin lögfull sönnun fyrir því að ákærða hafi sest ofan á brotaþola og þrýst hnjánum á bringu hans svo þar hlaust áverki, eins og greinir í ákæru. Ágreiningur er um það í verknaðarlýsingu ákæru hvort ákærða hafi hrint brota þola niður á rúm, tekið hann hálstaki og hrækt á andlit hans. Um hið fyrsta, þá kann ast ákærða við það að haf a ýtt brotaþola niður en ekki að hún hafi hrint honum. Framburður hennar um þennan meinta verknaðarþátt var ná kvæm ari fyrir dómi en hjá lög reglu. Fyrir dómi bar ákærða um að hún hefði ýtt með einum fingri framan á ennið á brota þola svo hann lagðis t aftur fyrir sig niður á rúmið. Fyrir lögreglu bar hún aðeins um að hún hefði ýtt brotaþola. Hún var hins vegar ekki spurð nánar út í 18 það hjá lögreglu hvernig það var gert. Ákæru valdið verður látið bera hall ann af því. Að mati dómsins er því ekki unnt ganga út frá því að um sé að ræða mi s ræmi í framburði hennar. Brotaþoli bar um það við hina fyrri dóm skýrslu, sem var heldur knöpp, eins og áður greinir, að ákærða hefði gripið um hann og hent honum niður á rúmið. Þessum verknaðarþætti lýsti hann ein nig í sömu skýrslugjöf með þeim hætti að hún hefði ýtt honum ofan á rúmið. Við hina síðari dómskýrslu bar brota þoli um að ákærða hefði ýtt honum og hann endað liggjandi á rúminu og það hefði verið gegn vilja hans. Hann kvaðst hins vegar ekki geta lýst því nánar. Að framangreindu virtu verður lagt til grund vallar að brota þoli hafi í raun borið um það að ákærða hafi ýtt hon um niður á rúm en ekki að hún hafi hrint honum. Þá verður ekki ráðið af því sem fram hefur komið að brotaþoli hafi dottið niður á rúmi ð við það að honum var ýtt. Atvik hafi í raun verið með þeim hætti að hann hafi lagst niður á rúmið við það að honum var ýtt og verður það lagt til grund vallar við úrlausn málsins. Á þessu er stigsmunur, sem hefur þýðingu við mat á því hvort hátt - semi ákæ rðu hafi verið ofbeldi. Sam kvæmt Íslenskri orðabók merkir orðið hrinda meðal annars að ýta ein hverjum svo að hann detti en orðið ýta eitt og sér hefur þá merkingu að færa einhvern eða eitthvað til með út rétt um höndum. Hið fyrrgreinda orð hefur meiri sam svörun en hið síðarnefnda við hátt semi sem felur í sér ofbeldi, en allur vafi í því sam bandi verður virtur ákærðu í vil, eins og atvikum máls er háttað. Að framan greindu virtu er það mat dómsins að lögfull sönnun hafi ekki tekist fyrir því að ákær ða hafi, er hún framdi meint ofbeldi, hrint brota þola niður á rúm eins og greinir í verkn aðar lýs ingu sam kvæmt ákæru. Þá verður það ekki lagt að jöfnu í því sambandi þótt ákærða hafi ýtt brota þola svo hann lagðist niður á rúmið. Ákærða hefur alfar ið neitað því að hafa tekið brotaþola hálstaki. Hún hefur af nokk - urri nákvæmni lýst því fyrir dómi, þar með talið með líkamstjáningu, að hún hafi tekið um kjálk ana á brotaþola með annarri hendinni með því að halda með þumli og vísi fingri yfir hökuna svo fingurnir námu sinn hvorum megin við kjálk ana. Þetta hafi hún gert til að láta brotaþola hætta að öskra. Framburður ákærðu fyrir dómi um þetta samrýmist fram burði hennar hjá lögreglu, en á því stigi málsins bar hún um að hafa tekið um kjálk - ana á brot a þola. Hún var hins vegar ekki spurð nánar út í það af hálfu lögreglu hvernig það var gert. Ákæruvaldið verður látið bera hallann af því. Brotaþoli bar um það í hinni fyrri dóm skýrslu að ákærða hefði tekið um hálsinn á honum með báð um höndum. Við h ina síðari dómskýrslu bar brotaþoli hins vegar um að ákærða hefði gripið með hönd - unum í axlir hans eða nálægt háls inum og and litinu. Þá kvaðst hann að spurður telja hugsan legt að ákærða hefði tekið um kjálk ana á hon um með annarri hend i með því að ha lda með þumli og vísi fingri yfir hökuna svo fing urnir námu sinn hvorum megin við kjálk ana. Hend urnar hefðu verið ein hvers staðar á and lits svæði, öxlum, hálsi eða munni. Hann myndi hins vegar ekki alveg í smáatriðum hvernig það gerðist vegna þess tíma sem 19 væri lið inn frá því að atvik áttu sér stað. Áverkar sem komu eftir á hefðu aðal lega verið á axlarsvæði. Sam kvæmt læknis vottorði var brota þoli með áverka aftan á hálsi hægra megin. Af óskýrri ljósmynd sem fylgdi fyrrgreindu vottorði verður rá ðið að um ræddur áverki sé roði hægra megin neðar lega á hálssvæði við axlir. Sam kvæmt framburði C læknis var þar um að ræða roða sem gæti hafa myndast með hendi eða við núning við eitt hvað hart í rúminu. Erfitt væri hins vegar að segja til um hið síð a ra og það væri frekar ólík legt en mögulega ekki hafið yfir vafa. Að mati dóms ins er því uppi verulegur vafi um það hvort ákærða hafi tekið brota þola hálstaki eða hvort hún hafi gripið með hönd - unum í axlir hans eða nálægt andliti hans eða þar um kring og/eða hvort umræddur áverki hafi myndast af núningi við eitt hvað hart í rúm inu. Ákærða verður látin njóta þess vafa við sönn unarmatið. Þá eru fyrrgreint læknis vottorð og ljósmynd fremur ófullkomin sem sakar gögn og verður ákæru valdið látið bera hal lann af því. Að framan greindu virtu er það mat dómsins að lögfull sönnun hafi ekki tekist fyrir því að ákærða hafi tekið brotaþola hálstaki eins og greinir í verkn aðarlýsingu í ákæru. Ákærða hefur alfarið neitað því að hafa hrækt á andlit brotaþola. Hún hefur borið um að hafa verið grát andi þegar hún var yfir brotaþola og munn vatn úr henni hafi fruss ast eða lekið yfir dreng inn á meðan hún var að hrópa á hann eða tala við hann á rúminu inni í svefnherberginu. Brotaþoli bar um það í hinni fyrri dóm skýrslu að ákærða hefði spýtt frussi í fésið á honum. Við hina síðari dómskýrslu bar brotaþoli um að ákærða hefði fruss að eða hrækt munnvatni í andlit hans og augu, eins og það væri gert í senn viljandi og óviljandi, að því er honum fannst til þess að l áta honum líða óþægi lega. Af framburði brotaþola í heild verður ráðið að munnvatn kunni að hafa frussast úr munni ákærðu í um rætt skipti. Að mati dómsins getur það samrýmst því sem fram hefur komið hjá ákærðu, að hún hafi orðið mjög reið og misst stjórn á skapi sínu í umrætt skipti. Er það einnig í samræmi við matsgerð Í um andlegt ójafnvægi ákærðu í umrætt skipti, meðal annars vegna serótónín - einkenna af lyfjum sem ákærða tók samkvæmt læknis ráði á þeim tíma. Með hliðsjón af framan greindu er það mat dóm sins að nokkur vafi sé á því hvort frussast hafi óviljandi úr munni hennar yfir brota þola eða hvort hún hafi hrækt á hann viljandi. Ákærða verður látin njóta þess vafa við sönnunarmatið. Að framangreindu virtu er það mat dómsins að lögfull sönnun hafi ek ki tekist fyrir því að ákærða hafi hrækt á andlit brotaþola eins og greinir í verknaðar lýsingu í ákæru. Að öllu framangreindu virtu leggur dómurinn til grundvallar að sönnun hafi aðeins tekist um þá háttsemi ákærðu að hún hafi sest ofan á brotaþola og þ rýst hnján um á bringu hans svo þar hlaust áverki eins og greinir í ákæru. Að mati dómsins er óupplýst um ástæður annarra áverka á brotaþola samkvæmt verknaðarlýsingu eins og málið liggur fyrir. Ákæruvaldið byggir á því að háttsemi ákærðu varði við 1. mgr. 218. gr. b í almenn - um hegningarlögum þar sem hún hafi beitt brotaþola ofbeldi og tekur verknaðarlýsing 20 ákæru mið af því. Það er skilyrði refsi næmis samkvæmt lagaákvæðinu að háttsemi hins brotlega sé annaðhvort endurtekin eða alvar leg svo hún ógni lífi, heilsu eða velferð niðja hins brotlega o.fl. Í greinargerð með lög unum er tekið fram til skýringar að með við - varandi háttsemi sé vísað til þess að hún hafi staðið yfir í lengri eða skemmri tíma þannig að telja megi að viðvarandi ógnar ástand hafi skapas t en þó sé ekki útilokað að einstakt brot geti fallið undir ákvæðið ef það nær til teknu alvarleikastigi. Minni háttar brot sem nái ekki því stigi geti eftir sem áður varðað við vægari refsiákvæði eins og 1. mgr. 217. gr. lag anna. Að framangreindu virtu e r ljóst að sú háttsemi ákærðu sem telst sönnuð var hvorki endurtekin né heldur var um að ræða alvarlega áverka. Hvorugt skilyrði 1. mgr. 218. gr. b í almennum hegn ingar lögum er því uppfyllt í máli þessu og verður háttsemin ekki felld undir það refsiákvæð i. Eru því ekki uppfyllt lagaskilyrði svo unnt sé að sakfella ákærðu fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr. b í almennum hegningarlögum. Hlutrænt séð og vegna þeirra áverka sem urðu á bringu brotaþola getur hátt semin hins vegar fallið undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Til fleiri atriða þarf hins vegar að líta við mat á því hvort hátt semin verði felld undir það refsiákvæði. Ákvæðið er í fræði legri umfjöllun á sviði refsiréttar flokkað sem sjálfstætt tjónsbrot, sem er talið vera á mörk um þess a ð vera samhverft brot, en það nær því þó að vera tjónsbrot. Í því sam - bandi gildir sú mikil væga regla um sak næmis skilyrði að sak næmi tjónsbrots verður að taka til allra efnis þátta verkn aðar, eins og honum er lýst full frömd um í verknaðarlýsingu r efsi ákvæðis ins, þar á meðal til afleiðinga. Í því sambandi á ásetningur við um alla efnis - þætti brots samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra hegningar laga. Ásetn ingur og full framn - ingarstig brots ins verða því að falla saman. Þessu til viðbótar verðu r ráðið af dóma - framkvæmd , við mat á því hvort háttsemi varði við 1. mgr. 217. gr. almennra hegn ingar - laga , að þrátt fyrir framangreind fræðileg viðmið þá hafi það ekki úrslitaþýðingu þótt ósann að sé um líkamlegar afleiðingar eða þær verði ekki virtar hin um brotlega til sakar, sbr. dóma Hæsta réttar Íslands í málum nr. 424/2007 og 675/2011. Við mat á því hvort framangreind skilyrði eru uppfyllt í málinu svo leiði til sak fell - ingar fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga verður að lít a heild stætt á atvik máls. Fyrir liggur að ákærða var mjög veik á um ræddum tíma og mjög reið og æst af völdum annarlegra áhrifa lyfja án þess að hún gerði sér grein fyrir því, sbr. mats gerð og framburð dómkvadds mats manns, auk læknisvottorða sem ákærða hefur lagt fram. Samrýmist það einnig öðru sem fyrir liggur í málinu, sbr. fram burð ákærðu, brota þola og vitnisins H . Einnig liggur fyrir að hún og brotaþoli voru að rífast. Þá ber ákærðu, brotaþola og vitninu B saman um að umrædd máls atvik hafi verið einsdæmi og ákærða hafi ekki áður lagt hendur á börn sín. Að mati dómsins bendir allt til þess að ákærða hafi með því að sitja ofan á brotaþola fyrst og fremst verið að skamma hann og öskra á hann í tengslum við það sem á undan var gengið, og þá í miklu ój afnvægi. Þá skal einnig 21 hafður í huga að dragandi rifrildisins af sama toga, áður en þau fóru inn í her bergið, auk þess sem atvik þar inni í heild sinni vörðu aðeins í mjög skamman tíma. Þessu til viðbótar verður ráðið af fram burði ákærðu, sem getur að n okkru samrýmst fram burði brotaþola, að hún hafi fært hnén af bringu drengs ins þegar hann kenndi til eða kvart aði undan and - þyngslum. Að öllu framangreindu virtu er því uppi skyn sam legur vafi um það að ákærða hafi í raun ætlað að meiða brotaþola og v alda honum líkam legum áverka á bringu þegar hnén hvíldu ofan á brjósti hans. Að mati dómsins er því ósannað að hún hafi haft ásetning til líkams árásar samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra hegningar laga. Eru því ekki uppfyllt lagaskilyrði svo unnt sé að sa kfella ákærðu fyrir slíkt brot. Ákærðu er einnig gefið að sök að hafa brotið gegn 1. mgr. og 3. mgr. 99. gr. barna - verndarlaga. Samkvæmt 1. mgr. þeirrar lagagreinar er lögð refsiábyrgð við því ef maður beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótu num eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni. Þá er lögð refsiábyrgð við því samkvæmt 3. mgr. sömu lagagreinar ef maður sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt a t hæfi, særir það eða móðgar. Ljóst er að fyrrgreind refsiákvæ ði eru opin og matskennd og þegar þau standa ein og sér, en ekki samhliða öðrum refsiákvæðum, þá eru þau á mörkum þess að teljast vera nægjanlega skýr refsiheimild í skilningi 1. mgr. 69. gr. s tjórnarskrár lýð - veldis ins Íslands nr. 33/1944, sbr. 7 . gr. l aga nr. 97/1995 . Þrátt fyrir að fallast megi á það að háttsemi ákærðu í garð brotaþola í umrætt skipti hafi ekki verið sem skyldi í sam - skiptum foreldris og barns og í raun verulega ámælisverð að mörgu leyti þá er það mat dómsins að verkn aðarlýsing í ákær u, eins og hún er úr garði gerð, falli ekki nægjan lega að heildarumgjörð meintra atvika, eins og þau liggja fyrir í gögnum málsins og í raun upplýstust betur við dómsmeðferð þess. Þá er það einnig mat dómsins að verknaðar lýsing ákæru falli ekki nægjanl ega að orðalagi fyrr greindra refsi ákvæða svo unnt sé með dómi að sakfella fyrir slík brot, sbr. c - lið 1. mgr. 152. gr. og 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008, og enn síður þegar tekið er mið af þeirri hátt semi ákærðu sem dómurinn hefur lagt til grund vall ar að sé sönnuð. Ákærða verður því ekki sak felld fyrir brot gegn 1. mgr. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga. Að öllu framangreindu virtu verður ákærða sýknuð af ákæru. Samkvæmt 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 verður einkaréttarkröfu B , fyrir hönd br otaþola, vísað frá dómi. Vegna úrslita málsins verður allur sakarkostnaður af meðferð þess hjá lög reglu, ákæru valdi og fyrir dómi felldur á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun skip aðs verjanda ákærðu fyrir dómi, Einars Huga Bjarnasonar lögmann s, sem ráðast af tíma - skýrslu, 1.617.890 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, þóknun skipaðs verjanda ákærðu á rann sóknarstigi, Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, sem r æðst af tíma - 22 skýrslu, 184.450 krónur að meðtöldum virðis auka skatti, og þóknun sk ipaðs réttar gæslu - manns brotaþola á rannsóknarstigi og fyrir dómi, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, sem r æðst af tímaskýrslu, 841.650 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigurður Pétur Ólafsson aðstoðarsaksók nari. Af hálfu ákærðu flutti málið skipaður verjandi hennar, Einar Hugi Bjarnason lögmaður. Af hálfu bótakrefjanda flutti málið skipaður réttargæslumaður brotaþola, Inga Lillý Brynjólfs dóttir lög maður. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þe nnan. Dómarinn tók við með - ferð málsins 23. ágúst 2019 en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. D ó m s o r ð : Ákærða, X , er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Einkaréttarkröfu B , fyrir hönd ólögráða A , á hendur ákærðu er vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu fyrir dómi, Einars Huga Bjarnasonar lögmanns, 1.617.890 krónur, þóknun skipaðs verjanda ákærðu á rannsóknarstig i, Unnsteins Arnar Elvarssonar lög manns, 184.450 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola á rann sóknar - stigi og fyrir dómi, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 841.650 krónur. Daði Kristjánsson