Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 23. september 2021 Mál nr. S - 121/2021 : Ákæruvaldið ( Kristín Una Pétursdóttir saksóknarfulltrúi ) g egn Ólaf i Erni Bjarkas yni ( Páll Kristjánsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 21. september 2021, höfðaði l ögreglustjórinn á Vestfjörðum með ákæru 3. september 2021 á hendur Ólafi Erni Bjarkasyni, k t. , Ísafirði, I. fyrir eftirtalin hegningarlagabrot, með því að hafa, 1. (007 - 2021 - 17319) Þriðjudaginn 23. mars 2021, ekið bifreiðinni um Strandgötu í Hafnarfirði, uns lögregla stöðvaði aksturinn, en á bifreiðinni voru þá að framan skráningarmerkin , sem ákærði hafði nokkru fyrir aksturinn sett á bifreiðina, án heimildar og í blekkingars kyni. 2. (007 - 2021 - 20172) Miðvikudaginn 7. apríl 2021, ekið bifreiðinni um Álftanesveg við Hraunholtsbraut, uns lögregla stöðvaði aksturinn, en á bifreiðinni voru þá að framan skráningarmerkin , sem ákærði hafði nokkru fyrir aksturinn sett á bifreiðin a, án heimildar og í blekkingarskyni. 3. (007 - 2021 - 20711) Sunnudaginn 11. apríl 2021, ekið bifreiðinni um Nauthólsveg í Reykjavík, uns lögregla stöðvaði aksturinn, en á bifreiðinni voru þá að framan skráningarmerkin , sem ákærði hafði nokkru fyrir aks turinn sett á bifreiðina, án heimildar og í blekkingarskyni. 4. (314 - 2021 - 1375) Mánudaginn 12. apríl 2021, ekið bifreiðinni um Pollgötu á Ísafirði, uns lögregla stöðvaði aksturinn, en á bifreiðinni voru þá að framan skráningarmerkin , sem ákærði hafð i nokkru fyrir aksturinn sett á bifreiðina, án heimildar og í blekkingarskyni. 2 5. (314 - 2021 - 1406) Miðvikudaginn 14. apríl 2021, ekið bifreiðinni um Skutulsfjarðarbraut við Grænagarð, uns lögregla stöðvaði aksturinn, en á bifreiðinni voru þá skráningarmer kin , sem ákærði hafði nokkru fyrir aksturinn sett á bifreiðina, án heimildar og í blekkingarskyni. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 157. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. (314 - 2020 - 2168) fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa miðvikudaginn 10. júní 2020, ekið bifreiðinni um flughlað Þingeyrarflugvallar, sviptur ökurétti. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. III. (008 - 2021 - 9485) fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa laugardaginn 3. júlí 2021, ekið bifreiðinni á Reykjanesbraut austan við Aðalgötu, fram úr annarri bifreið þar sem slíkt er óheimilt samkvæmt umferðarmerkjum sem gefin eru til kynna með óbrotinni miðlínu á vegi. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 25. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. IV. (314 - 2021 - 2852) fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa föstudaginn 9. júlí 2021, ekið bifreiðinni um Djúpveg við Eyri, á 152 kílómetra hraða á k lukkustund, að teknu tilliti til vikmarka, þar sem leyfður hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 3. mgr. 37. gr., sbr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. V. 3 (314 - 2021 - 2895) fyrir umferðarlagabrot, með því að ha fa sunnudaginn 11. júlí 2021, ekið bifreiðinni um Djúpveg við Staðardal, á 154 kílómetra hraða á klukkustund, að teknu tilliti til vikmarka, þar sem leyfður hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 3. mgr. 37 . gr., sbr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákær ði verði dæmd ur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar . Jafnframt er þess krafist að ákærði verði dæmdur til sviptingar ökuréttinda skv. 2. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/20 19, sbr. 2. mgr. 8. gr., sbr. 7. og 10. gr. reglugerðar nr. 929/2006 um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota, vegna uppafnaðra punkta, en ákærði hefur 6 staðfesta punkta á ökuferilsskrá og fær 6 punkta fyrir framangreind brot, samtals 12 Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst verjandi ákærða þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Um málsatvik vísast til ákæru. Við þingfestingu máls ins játaði ákærði skýlaust þá háttsemi sem að honum er gefin að sök. Játning ákærða fær stoð í gögnum málsins. Samkvæmt því þykir sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Ákærði er fæddur í . Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins var hann 8. maí 2020 dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir ýmis umferðarlagabrot þar á meðal hraðakstur og fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi . Þá var hann sviptur ökuré tti í sex mánuði. Með brotum þeim sem ákærði er nú sakfelldur fyrir hefur hann rofið ski lorðsdóminn og með vísan til 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ber að taka dóminn upp og ákveða refsingu ákærða í einu lagi, sbr. 77. gr. laganna. Við ákvörðun refsingar horfir ákærða til málsbóta skýlaus játning hans . Þá verður litið til þess að ákærði er ungu r að árum . Brot ákærða eru framin yfir tiltölulega stutt tímabil. Fram kom hjá verjanda ákærða að ákærði væri að vinna í sínum málum og hefði meðal annars 4 hafið nám. Að teknu tilliti til alls þess sem að framan er rakið þykir refsing ákærða h æfilega ákveðin fangelsi í 60 daga , en rétt þykir að fullnustu refsingar verði frestað og hún falli niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. A f hálfu ákæruvalds er vísað til 2. mgr. 99. gr . umferðarlaga nr. 77/2019 til stuðnings kröfu um sviptingu ökuréttar . Samkvæmt ákvæðinu skal svipta mann ökurétti í þrjá mánuði til viðbótar þeirri sviptingu sem við síðasta broti hans kann að liggja hafi hann á þriggja ára tímabili gerst sekur um þ rjú eða fleiri brot á umferðarlögum eða reglum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og náð tilteknum punktafjölda samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagabrota. Í því er jafnframt mælt svo fyrir að ráðherra skuli, að fenginni umsögn ríkissaksóknara, setja re glugerð um ökuferilskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota, þar á meðal um hvaða vægi einstök brot skuli hafa í punktum talið við ákvörðun um beitingu sviptingar ökuréttar vegna uppsöfnunar punkta. Um þetta gildir reglugerð nr. 929/200 6 um ökuferilsskr á og punktakerfi vegna umferðarlagabrota, með síðari breytingum . Ákæruvaldið byggir á því að ákvarða beri ákærða 3 punkta fyrir hvort brot samkvæmt IV. og V. ákærulið , samtals 6 punkta . Fær það stoð í ákvæðum regluge rðarinnar og gildandi skrá um vægi brota í punktakerfi í viðauka við han a. Í 1 . mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 929/2006 er kveðið á um það að ökumaður skuli sviptur ökurétti í þrjá mánuði þegar hann hefur hlotið samtals 12 punkta enda hafi hann, á allt að þriggja ára tímabili, gerst sekur um þrjú eða fleiri brot. Þá segir í 2. mgr. sömu greinar að ökumaður með bráðabirgðaskírteini skuli að sömu skilyrðum uppfylltum sviptur ökurétti þegar hann hefur hlotið samtals 7 punkta. Í 10. gr. reglugerðarinnar segir síðan að ákvörðun um sviptingu ökuréttar v egna uppsafnaðra punkta skuli tekin samhliða ákvörðun um önnur viðurlög vegna þess brots sem varð þess valdandi að ökumaður hlaut tilskilinn fjölda punkta til sviptingar ökuréttar. Varði viðkomandi brot eitt og sér sviptingu ökuréttar eigi þriggja mánaða s vipting vegna uppsafnaðra punkta að bætast við þann sviptingartíma sem ella hefði verið ákveðinn. Samkvæmt 11. gr. reglugerðarinnar skulu punktar vegna umferðarlagabrota færðir í ökuferilsskrá þegar brot ökumanns hefur verið staðreynt með greiðslu sektar, undirritun lögreglusáttar, áritun dómara, viðurlagaákvörðun eða dómi samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. Samkvæmt ökuferilsskrá mun ákærði í fjögur skipti hafa gerst brotlegur við umferðarlög á tímabilinu 7. desember 2018 til 16. maí 2021 þannig að v arðaði punktum. 5 Fyrir þessi brot eru í öku ferilsskrána skráðir 6 punktar. Ákærði hefur bráðabi rgðaökuskírteini og eru uppsafnaðir punktar vegna brota ákærða samkvæmt framansögðu 12 talsins . Ber því að svipta ákærða ökurétti í þrjá mánuði vegna uppsafnaðra punkta og kem sú svipting til viðbótar þeim sviptingartíma sem við brotum hans nú liggja. Verður ákærði samkvæmt framangreindu s viptur ökurétti í s jö mánuði f rá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Páls Kristjánssonar lögmanns , sem þykir hæfilega ákveðin , að teknu tilliti til virðisaukaskatts, svo sem í dómsorði greinir en annan sakarkostnað leiddi ekki af rannsókn og meðferð málsins. Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir settur héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Ólafur Ernir Bjarkason, sæti fangelsi í 60 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum þremur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Ákærði er sviptur ökurétti í s jö mánuði. Ákær ði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Páls Kristjánssonar lögmanns, 117.800 krónur. Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir