Héraðsdómur Reykjavíkur Ú rskurður 23. mars 2020 Mál nr. E - 6651/2019 : Mannverk ehf. Einar Brynjarsson lögmaður gegn Aflmót byggingafélag ehf. Karl Georg Sigurbjörnsson lögmaður Úrskurður Mál þetta, sem höfðað var með stefnu birtri 18. nóvember 2019, var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 20. mars sl. Stefnandi er Mannverk ehf., Dugguvogi 2, Reykjavík, en stefndi er Aflmót byggingarfélag ehf., Súðarvogi 7, Reykja vík. Í þessum þætti málsins gerir stefndi kröfu um að málinu verði vísað frá dómi, en stefnandi krefst þess að frávísunarkröfu stefnda verði hafnað. Báðir aðilar krefjast málskostnaðar. Yfirlit yfir efnishlið málsins Í málinu gerir stefnandi þá kröfu að stefnda verði gert að greiða sér skuld að fjárhæð 616.059.325 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 563.204.422 krónum frá 23. október 2019 til þingfestingardags, en af stefnufjárhæð frá þeim degi t il greiðsludags. Óumdeilt er að málsaðilar áttu um árabil viðskiptasamband sem fólst í því að stefndi var verktaki að verkum sem stefnandi hafði umsjón með sem svokallaður stýriverktaki. Einnig er ágreiningslaust að stefnandi sá um daglegan fjármálarekstu r stefnda og veitti honum bókhaldsþjónustu gegn tiltekinni mánaðarlegri þóknun. Hins vegar deila aðilar um það að hvaða marki fyrirsvarsmenn stefnanda hafi í reynd stýrt rekstri stefnda. Heldur stefndi því þannig t.a.m. fram að það hafi verið í höndum stef nanda að semja reikninga til sjálfs sín fyrir hönd stefnda. Af hálfu stefnanda hefur aðeins einn verksamningur milli aðila verið lagður fram en önnur gögn málsins bera með sér að að stefndi hafi komið að a.m.k. tveimur 2 öðrum verkum fyrir stefnanda. Af mála tilbúnaði beggja aðila verður hins vegar ráðið að samningar milli þeirra hafi í ýmsum tilvikum verið munnlegir. Reikningar voru gefnir út til stefnanda eftir framvindu hlutaðeigandi verks, svonefndir framvindureikningar. Hefur stefnandi lagt fram afrit nok kurs fjölda slíkra reikninga Samkvæmt málatilbúnaði stefnanda bar það til um mánaðamótin apríl/maí 2017 að stefndi skilaði ekki framvindureikningum fyrir mánuðinn á undan. Þetta hafi leitt til þess að stefndi átti ekki fyrir launakostnaði og öðrum kostnaði á gjalddaga. Vegna undirliggjandi hagsmuna um að yfirstandandi verk stöðvaðist ekki, t.d. vegna vangoldinna launa, hafi stefnandi ákveðið að lána stefnda fé til að standa undir þessum skuldbinding um og greitt peninga inn á reikning stefnda. Vísar stefnandi í þessu sambandi til útprentunar úr netbanka sem sýni að 2. maí 2017 hafi verið greiddar samtals 18.630.000 krónur inn á reikning stefnda en jafnframt fullyrðir stefnandi að á þessum tíma hafi en ginn framvindureikningur legið fyrir af hálfu stefnda. Stefndi hafi loks 15. sama mánaðar lagt fram framvindureikning að fjárhæð 9.478.224 krónur. Mismunurinn hafi hins vegar, eðli málsins samkvæmt, falið í sér skuld stefnda við stefnanda. Í stefnu er því næst lýst svipuðum samskiptum málsaðila næstu mánuði og sagt að júlí 2017 hafi verið orðið til ákveðið mynstur sem fólst í því að stefnandi greiddi fjárhæðir langt umfram þá reikninga sem stefndi sendi honum síðar, allt til þess að sá síðarnefndi gæti hal dið rekstri sínum á floti og unnið áfram að verkum á vegum stefnanda. Fram kemur að í september þess árs hafi rekstur stefnda með öllu verið ósjálfbær. Stefndi hafi áfram dregið það ítrekað að gefa út reikninga fyrir unnin verk mánuðinn áður, kostnaður við reksturinn hafi verið umtalsvert hærri en tekjur og stefndi því ófær um að greiða skuldbindingar sínar hver mánaðamót. Þá er því lýst í stefnu að engin grundvallarbreyting hafi orðið á rekstri stefnda á árinu 2018 og fyrsta ársfjórðungi 2019. Á tímabilinu apríl til september 2019 hafi stefndi hins vegar misst öll tök á rekstri sínum að nýju og hafi stefnandi lánað honum á því tímabili 121.458.138 krónur. Í lok tímabilsins hafi samanlögð skuld stefnda samtals numið stefnufjárhæð. Stefnandi vísar þessu til stuðnings til hreyfingalista úr bókhaldi sínu þar sem tilgreindar eru greiðslur til stefnda og færðir til frádráttar reikningar útgefnir af honum til stefnanda. Svarar niðurstöðutala listans til stefnufjárhæðar. Stefnandi vísar einnig 3 til þess að í ársreik ningum stefnda komi fram upplýsingar um skammtímaskuldir sem samræmist málatilbúnaði hans. Þá vísar hann til upplýsinga úr bókhaldi stefnda 31. ágúst 2018 um stöðu viðskiptamanna þar sem fram komi að stefndi skuldi stefnanda nákvæmlega sömu fjárhæð og fram komi í gögnum stefnanda miðað við sama tímamark, þ.e. 469.549.504 krónur. Í greinargerð stefnda kemur fram að mikil tengsl hafi verið á milli aðila og samskipti þeirra byggst á trausti. Þorri reikninga stefnda hafi verið til stefnanda en útgáfa þeirra re ikninga hafi verið hjá stefnanda, þ.á m. útreikningur framvindu í hvert og eitt sinn. Stefnandi hafi hins vegar ekki greitt reikningana heldur lagt óskilgreindar og handahófskenndar fjárhæðir inn á reikning stefnda eftir hentugleika. Hafi hann skilgreint þ essar greiðslur sem lán þótt í raun væri verið að greiða skuldir við stefnda. Þá hafi stefnandi, sem hafði einnig umsjón með bankareikningum stefnda, tekið sér háar fjárhæðir, svo tugum milljóna skipti, út af reikningum stefnda. Stefnda hafi orðið ljóst á síðari hluta ársins 2019 að stefnandi hefði dregið sér fé af reikningum stefnda allt frá árinu 2017 og þar af leiðandi ekki heldur greitt reikninga stefnda. Í málinu liggur fyrir greiðsluáskorun stefnda til stefnanda 4. nóvember 2019, samtals að fjárhæð 14 5.943.717 krónur, þar sem annars vegar er vísað til ógreiddra reikninga stefnda og hins vegar ætlaðra óheimilla úttekta stefnanda af reikningum hans. Málsástæður og lagarök aðila í þessum þætti málsins Stefndi byggir frávísunarkröfu sína á því að krafa s tefnanda sé byggð á röngum forsendum, málatilbúnaður hans sé óskýr og í ósamræmi við þau gögn sem hann sjálfur hafi lagt fram, meðal annars þannig að gögnin sýni fram á skuld stefnanda við stefnda en ekki öfugt. Stefndi vísar til þess að sá lánssamningur s em stefnandi byggi á sé ekki fyrir hendi og í reynd byggi krafa stefnanda alfarið á hreyfingalista úr bókhaldi sem ekki stemmi við reikningsfærslur. Ekkert sé fjallað um hvort stefndi hafi óskað eftir láni frá stefnanda eða hvort sá síðarnefndi hafi í reyn d lagt umbeðnar fjárhæðir inn á reikninga stefnda. Hafi þannig ekki einu sinni verið leitast við að sýna fram á tilvist kröfuréttarsambands milli aðila. Þá telur stefndi að téður hreyfingalisti, unninn af stefnanda, sé í raun innihaldslaus, óskýr og án sam hengis. Önnur sönnunargögn stefnanda séu lítið annað en samtíningur gagna sem standi í litlu samhengi við stefnu. Sé þannig um að ræða örfá sýnishorn sem varði mörg hundruð verk. Í greinargerð stefnda er nánar fjallað um ýmislegt misræmi í skjalaframlagnin gu 4 stefnanda, meðal annars að ýmsir þeir reikningar sem stefnandi hafi lagt fram komi ekki fram á hreyfingalista hans og virðist þeir því vera ógreiddir. Er vikið nánar að þessum atriðum síðar eftir því sem þýðingu hefur fyrir niðurstöðu málsins. Samkvæmt öllu framangreindu telur stefndi að stefna, kröfugerð og málatilbúnaður stefnanda sé með þeim hætti að honum sé ómögulegt að taka til varna í málinu. Beri því að vísa málinu frá dómi með vísan til 2. mgr. 100. gr. og e - og g - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnandi telur málatilbúnað sinn skýran, en vísar einnig til þess að erfitt sé að henda reiður á frávísunarkröfu stefnda. Þannig sé krafa stefnanda byggð á þremur grundvallaratriðum. Í fyrsta lagi hafi verið gerður munnlegur lánssamningur með því að stefnandi lánaði stefnda peninga og hafi þar af leiðandi stofnast kröfuréttarsamband. Í annan stað styðji gögn málsins málatilbúnað stefnanda eða gefi stefnda a.m.k. næg færi á því að færa fram efnisvarnir. Er í þessu sambandi bæð i vísað til hreyfingalista stefnanda, ársreikninga og viðurkenningar stefnda sjálfs á skuldinni. Hann vekur einnig athygli á því að stefnda hafi um langt skeið verið kunnugt um kröfuna og hafi t.d. ekki brugðist sérstaklega við kröfubréfi sem sent hafi ver ið 23. september 2019. Stefnandi vísar til þess að ekki hvíli fortakslaus skylda á honum að leggja fram við þingfestingu öll gögn sem hann hyggist byggja á. Þá telur hann ekkert því til fyrirstöðu að hann leggi fram gögn á rafrænu formi. Að öllu virtu telu r stefnandi að sjónarmið stefnda um frávísun snúi í reynd að efni málsins. Fullnægi málatilbúnaður stefnanda þannig e - og g - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 og beri því að hafna kröfu um frávísun. Niðurstaða Svo sem áður greinir er ágreiningslaust að aðilar málsins áttu í áralöngu viðskiptasambandi þar sem stefndi vann ýmis verk fyrir stefnanda, að því er virðist í mörgum tilvikum á grundvelli munnlegra samninga. Þá liggur fyrir að stefnandi sá um daglega fjármálastjórn stefnda og verður að ganga út f rá því að stefnandi hafi a.m.k. haft einhverja hönd í bagga við útgáfu reikninga af hálfu stefnda. Í stefnu er því lýst að stefnandi hafi byrjað að lána stefnda peninga á árinu 2017 þegar ljóst var að sá síðarnefndi ætti ekki fyrir nauðsynlegustu útgjöldum og hafi þessum hætti verið framhaldið allt fram á árið 2019, þegar skuldastaða stefnda við stefnanda nam stefnufjárhæð. 5 Í gögnum málsins er hvergi að finna gögn um samkomulag aðila á þá leið að stefnandi lánaði stefnda peninga með fyrrgreindum hætti eða um það hvernig aðilar sáu fyrir sér framhald viðskipta sinna. Eins og atvikum málsins er háttað, einkum fullyrðingu stefnanda um að hér hafi verið um munnlega gerninga að ræða, getur þetta atriði þó eitt og sér ekki leitt til frávísunar. Hvað sem líður sön nun slíks lánssamnings liggur hins vegar fyrir að hin ætlaða skuld stefnda við stefnanda svarar til mismunar milli útgefinna reikninga stefnda og þeirra greiðslna sem stefnandi innti af hendi. Þau gögn sem stafa frá stefnanda bera ekki með sér að leitast h afi verið við að kvitta tiltekna reikninga af sem greidda eða með öðrum hætti halda utan um skuldaskil aðila, t.d. þannig að unnt sé að átta sig á því hvaða reikningar stefnda töldust greiddir hverju sinni. Eins og atvikum er háttað telur dómurinn að brýnt hafi verið fyrir stefnanda að gera heildstæða grein fyrir uppgjöri milli aðila og styðja það gögnum svo ekki færi á milli mála hver væri grundvöllur kröfunnar og hvernig fjárhæð hennar væri fundin út, sbr. áskilnað e - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 . Af hálfu stefnanda hefur þrátt fyrir þetta verið látið við það sitja að leggja fram hreyfingalista sem unninn er úr á það bent að sumir þeir reikningar sem lagðir hafi verið fram af hálfu stefnanda komi ekki fram á hreyfingalistanum og einnig nemi fjárhæð reikninga á ákveðnum tímabilum hærri fjárhæðum en innborganir stefnanda. Að öllu þessu virtu fellst dómurinn á að hreyfingalistinn, einn og sér, geti við þessar aðstæður ekk i talist fullnægjandi grundvöllur kröfugerðar stefnanda. Er málatilbúnaður stefnanda því svo vanreifaður um grundvöll kröfunnar og fjárhæð hennar að ekki verður komist hjá því að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi með vísan til e - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr . 91/1991. Eins og atvikum málsins er háttað þykir það ekki getað haggað þessari niðurstöðu þótt stefnandi vísi einnig til þess að stefndi hafi viðurkennt kröfuna enda lýtur möguleg viðurkenning stefnda að þessu leyti að annarri og lægri fjárhæð en krafist er. Samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 91/1991 skulu s kjöl, sem eru lögð fram í dómi, vera í frumriti, séu þau tiltæk, merkt í áframhaldandi töluröð og vottuð um framlagningu. Í framkvæmd hefur það verið látið viðgangast að rafræn gögn væru lögð fram á min nislykli sem lagður hefur verið fram og þingmerktur samkvæmt umræddu ákvæði. Í máli þessu hefur stefnandi hins vegar lagt fram gögn á minnislykli sem allt að einu bera það með sér að vera til á skjallegu formi. Í stað þess að 6 minnislykillinn væri þingmerkt ur sem eitt skjal, svo sem tíðkast hefur, hefur stefnandi raðað gögnunum á minnislyklinum í einhvers konar töluröð, án þess þó að dómara hafi verið unnt að votta um framlagningu gagnanna samkvæmt fyrirmælum 1. mgr. 13. gr. laga nr. 91/1991. Var þessi háttu r á framlagningu gagna í bersýnilegri andstöðu við téð fyrirmæli laga nr. 91/1991 og það sem tíðkanlegt er. Eftir úrslitum málsins verður stefnandi úrskurðaður til að greiða stefnda 930.000 krónur í málskostnað. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Af hálfu stefnda flutti málið Karl Georg Sigurbjörnsson lögmaður. Af hálfu stefnanda flutti málið Einar Brynjarsson lögmaður. Skúli Magnússon kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð : Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Mannverk ehf. , greiði stefnda, Aflmóti byggingarfélagi ehf., 930.000 krónur í málskostnað. Skúli Magnússon