Héraðsdómur Vesturlands Dómur 28. júní 2021 Mál nr. S - 330/2020 : Ákæruvaldið ( Jón Haukur Hauksson aðstoðarsaksóknari ) g egn Jaroslaw Sokolowski ( Unnsteinn Örn Elvarsson lögmaður ) Dómur I. Mál þetta er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Vesturlandi, dags. 10 . desember 2020, á hendur Jaroslaw Sokolowski, kt. 170494 - 3349, Suðurgötu 33, Akranesi. Málið var dómtekið 4. júní 2021. aðfaranótt sunnudagsins 7. júní 2019, ruðst í heimildarleysi inn í íbúð ... við ... á Akranesi og synjað að fara út úr íbúðinni þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og áskoranir húsráðenda, ráðist síðan með ofbeldi á húsráðendur, A... , kt. ... , og B... , kt. ... , gripið um handleggi þeirra, snúið A... niður á gólfið og stappað á hægri rist henna r, allt með þeim afleiðingum að A... hlaut marbletti á upphandleggjum, marbletti framan á vinstri framhandlegg, mar og bólgu á hægri rist og þreifieymsli yfir rifi neðarlega á vinstri síðu en B... hlaut mar á vinstri upphandlegg yfir axlarvöðva, mar við öl narvöðva og roðablett á vinstra herðablaði. Telst þetta varða við 231. gr. og 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði krefs t þess aðallega að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins, en til vara að honum verði gerð vægasta refsing sem lög leyfi og að refsingin verði þá 2 skilorðsbundin. Þá krefst hann þess að allur sakarkostnaður verði felldur á ríkissjóð, þ.m.t. hæfileg mál svarnarlaun. II. Málsatvik Fram kemur í frumskýrslu lögreglu að tilkynnt hafi verið um slagsmál í íbúð ... að ... á Akranesi , aðfaranótt sunnudagsins 7. júní 2019, kl. 00.38, og að einn aðili væri þar með hníf. Lögregla hafi farið á vettvang og þar komið að ákærða framan við íbúð ... með hníf í annarri hendinni, en brotaþolar hafi staðið í dyragætt íbúðarinnar. Ákærða hafi verið skipað að sleppa hnífnum, sem hann hafi gert, og hann því næst verið færður í handjárn. Brotaþolinn A... hafi á staðnum lýst því að dyrabjöllu íbúðarinnar hefði verið hringt og hún farið til dyra. Fyrir utan hefði staðið ákærði, sem hefði spurt um brotaþolann B... . Hafi A... sagt að þar sem B... hefði verið farinn upp í rúm hefði hún ekki viljað hleypa ákærða inn í íbúðina, en að þr átt fyrir það hefði hann farið inn. Ákærði hefði verið beðinn um að fara út en hann þá reiðst og ráðist á báða brotaþolana með nánar tilgreindum hætti. Hún hefði þá náð í hníf úr skúffu í eldhúsinu og otað honum að ákærða í því skyni að fá hann til að fara út úr íbúðinni. Hann hefði þá tekið hnífinn af henni og sett hnífinn upp að hálsi hennar. Kemur loks fram í lögregluskýrslunni að bæði brotaþolar og ákærð i hefðu öll virst ölvuð. Ákærði var færður á lögreglustöðina á Akranesi og vistaður í fangaklefa. III. Skýrslur fyrir dómi Ákærði kvaðst umrætt sinn hafa verið á leið heim í íbúð sína nr. ... , en ruglast á númerum og komið að íbúð brotaþolanna, sem sé nr. .... Dyrnar hefðu verið opnar og hann þá ákveðið að líta aðeins við hjá brotaþolanum B... . Hann hefði því bankað og brotaþolinn A... komið til dyra. Hún hefði sagt eitthvað á íslensku sem hann ekki skildi, en B... hefði setið í sófa inni í íbúðinni og sagt honum að koma inn. Kvaðst ákærði þá hafa farið inn í íbúðina án nokkurra athugasemda frá A... . B... hefði verið að drekka eitthv ert brugg og boðið honum að drekka með sér, en hann hefði afþakkað það. Þeir hefðu síðan setið og rætt saman. Einhver ágreiningur hefði síðan komið upp á milli þeirra, sem hefði smám saman þróast út í stympingar mill i þeirra. Hefðu þetta ekki verið slagsmál heldur hefðu þeir verið að ýta og rífa í hvor annan. Þannig hefði hann engan slegið með hnefa. B... 3 hefði svo sagt honum á pólsku að fara út. Kvaðst ákærði þá hafa svarað að hann væri að fara út og þar sem A... hef ði ekki skilið hvað þeir voru að segja þá hefði hún hringt á lögregluna. Hún hefði því næst gripið hníf, otað honum öskrandi í áttina að honum og reynt að stinga hann. Kvaðst hann þá í sjálfsvörn hafa ýtt henni að veggnum og náð að taka af henni hnífinn. E r lögregla hefði komið á staðinn hefði hann því verið með hnífinn í hendinni en lagt hann frá sér. Hefði hann svo verið handtekinn af lögreglu. Aðspurður kvaðst hann hafa verið undir áhrifum áfengis umrætt sinn, en myndi allt sem gerðist. Hins vegar hefðu B... og A... bæði verið mjög ölvuð. Kannaðist ákærði ekki við að hafa ruðst inn í íbúð brotaþola. B... hefði verið vakandi, setið í sófanum, sagt honum að koma inn og boðið honum þar að drekka með sér vodka. Brotaþolinn A... lýsti atvikum á þann veg að m aður hennar hefði verið farinn upp í rúm en hún verið að ganga frá, rétt eftir miðnætti. Þá hefði verið bankað hressilega á hurðina. Kvaðst hún hafa farið til dyra, opnað og tjáð ákærða, sem þar stóð, að B... væri farinn að sofa. Hefði ákærði þá, gegn mótm ælum hennar, ruðst á hurðina, farið inn í íbúðina og inn í stofu. Hún hefði elt hann inn og beðið hann í góðu að fara, á ensku. Hann hefði ekki brugðist við og hún hefði þá farið inn í svefnherbergið og vakið B... , sem hefði komið fram og rætt við ákærða. Ekkert hefði gengið að fá ákærða til að fara og hefði hún þá misst þolinmæðina, öskrað á ákærða og sagt honum að drullast út. Við það hefði ákærði stokkið upp úr sófanum og ráðist á hana. B... hefði þá reynt að ná ákærða af henni en þau hefðu átt erfitt me ð að ráða við ákærða. Þau hefðu verið að reyna að koma honum út, er B... hefði sagt henni að hringja í lögregluna, sem hún hefði náð að gera. Hún hefði svo farið fram en þeir þá verið að takast á í anddyrinu. Hún hefði þá ákveðið að fara inn í eldhús og ná í hníf, ekki til að skaða ákærða heldur til að ógna honum. Þegar ákærði hefði séð hnífinn hefði hann nær samstundis snúið hana niður og tekið hnífinn af henni. Á þeim tíma hefði lögreglan komið á staðinn og hefði þurft þrjá lögreglumenn ti l að handtaka ák ærða því að hann hefði verið svo trylltur. Lýsti hún því að fyrstu vikuna á eftir hefði hún verið svo hrædd að hún hefði sofið með hamar á náttborðinu við hliðina á rúminu. Aðspurð kvað hún ákærða ekki áður hafa komið inn á heimili þeirra og að B... og ákæ rði hefðu ekki verið vinir. Þeir hefðu einungis átt það sameiginlegt að vera samlandar. Kvaðst hún hafa verið undir áhrifum áfengis umrætt sinn en ekki ölvuð. Ákærði hefði hins vegar verið töluvert ölvaður og þau hefðu ekki boðið honum í glas. Spurð nánar um átökin kvaðst hún hafa verið slegin af ákærða en hún gæti ekki svarað því nákvæmlega 4 hvernig því að þetta hefði gerst svo hratt. Kvaðst hún hafa lent í gólfinu eftir að ákærði hefði slegið hana og snúið hana niður, bæði í átökunum í stofunni og aftur á ganginum. Brotaþolinn B... kvað konu sína hafa umrætt sinn vakið sig og verið reiða yfir því að vinur hans hefði komið sér inn í íbúðina með afli. Kvaðst ákærði því hafa farið á fætur og hefði ákærði þá setið í sófanum. Þau hefðu beðið ákærða um að fara út úr íbúðinni og fara heim til sín. Konan hans hefði svo verið komin með nóg og öskrað á ákærða að hundskast út úr íbúðinni, en þá hefði ákærði tekið kast. Hefði hann ráðist á hana þar sem hún hefði verið í eldhúsinu. Þá hefði hann sjálfur bæst í átökin við ákærða og sagt eiginkonu sinni að hringja á lögregluna, sem hefði svo komið á staðinn og tekið ákærða. Aðspurður kvað hann þetta hafa verið í fyrsta sinn sem ákærði hefði komið inn á heimili þeirra og þau hefðu ekki boðið honum neitt að drekka. Þeir he fðu unnið saman áður. Spurður um átökin kvað hann þá ekki hafa slegið hvor til annars heldur hefðu þeir meira gripið í hvor annan. Kvaðst hann ekki muna eftir hníf í átökunum. Aðspurður kvað hann ákærða hafa verið mikið ölvaðan, hann sjálfur hefði verið öl vaður og þess vegna hefði hann verið farinn að sofa. Læknir nr. 1958 staðfesti vottorð sín um áverka á brotaþolum. Tók hann fram að ekki hefði sérstaklega verið eftir því óskað að hann tæki afstöðu til þess hvort áverkar á brotaþolum samræmdust frásögn þeirra af atvikum. Hann gæti ekki útilokað að svo væri. Lögreglumaður nr. 1813 lýsti atvikum á þann veg að er þeir hafi komið á vettvang hefði ákærði verið á gangi blokkarinnar með hníf. Þeir hefðu skipað honum að sleppa hnífnum, sem hann hefði gert, og síðan hefði hann verið handtekinn. Kvaðst vitnið ekki ha fa rætt neitt að ráði við brotaþola umrætt sinn. Lýsti hann því að ákærði hefði verið ölvaður en ekki ógnandi. Hefði lítið verið hægt að ræða við hann þar sem hann hefði lítið skilið og ekki talað íslensku. Lögreglumaður nr. 9826 lýsti atvikum þannig að umrætt sinn hefði komið tilkynning til fjarskiptamiðstöðvar um mann með hníf í íbúð við ... . Þegar lögreglumenn komu á vettvang hefðu þeir séð ákærða með hníf í hendi á stigaganginum fyrir utan íbúð brotaþolanna. Þeir hefðu beðið ákærða um að leggja frá sé r hnífinn, sem hann hefði og gert, en hann hefði síðan verið handtekinn. Brotaþolarnir hefðu sagt ákærða hafa verið 5 ósáttan við að vera vísað út úr íbúðinni. H ann hefði tekið hníf og því hefði komið til átaka á milli þeirra. Ákærði hefði sagst hafa gripið hnífinn af A... . Öll hefðu þau lýst ósætti á milli þeirra. IV. Niðurstaða Ákærði neitar sakargiftum um að hafa annars vegar farið í heimildarleysi inn í íbúð brotaþolanna og síðan synjað því að fara þaðan út og hins vegar að hafa ráðist með tilgreindum h ætti að þeim. Var framburður ákærða á þann veg, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, að hann hefði ekki skilið hvað brotaþolinn A... sagði við hann þegar hún kom til dyra en brotaþolinn B... hefði hins vegar kallað til hans innan úr stofu íbúðarinnar og sagt honum að koma inn. B... hefði síðan boðið honum upp á drykk, sem ákærði kallaði ýmist ódrekkandi brugg eða vodka, þeim hefði síðan orðið sundurorða, sem hefði þróast út í stympingar þeirr a í milli en ekki slagsmál og B... þá beðið hann um að fara út. Kvaðst ákærði hafa fallist á það en A... eitthvað misskilið það, gripið hníf, otað hnífnum að honum og reynt að stinga hann, en hann þá brugðist við og náð að taka hnífinn af henni. Báðir brot aþolarnir báru hins vegar að B... hefði verið lagstur til svefns þegar A... hefði vakið hann með þeim orðum að ákærði hefði ruðst inn í íbúð þeirra og ekki viljað fara þaðan, að þau hefðu síðan bæði árangurslaust beðið ákærða um að fara út, að B... hefði b eðið A... um að hringja á lögregluna, að ákærði hefði þá ráðist á A... og að B... hefði síðan reynt að ná ákærða af A... og koma honum út. Með hliðsjón af framangreindum framburði brotaþolanna, sem dómurinn metur trúverðugan, ásamt fyrirliggjandi áverkavot torði læknis um áverka á handleggjum A... , og þar sem framburður ákærða um að B... hafi boðið honum inn í íbúðina og að þeir hafi síðan setið þar saman við drykkju þykir ekki að sama skapi trúverðugur, telur dómurinn að fram sé komin nægileg sönnun, sem ek ki verði vefengd með skynsamlegum rökum, um að ákærði hafi í greint sinn gerst sekur um húsbrot og að hafa ráðist með ofbeldi að brotaþolanum A... , m.a. með því að grípa um handleggi hennar þannig að af hlutust þar marblettir. Hins vegar þykir sönnun hvork i komin fram um að ákærði hafi snúið hana niður og stappað á hægri rist hennar né að ákærði hafi ráðist að brotaþolanum B... í greint sinn. Verður ákærði því sakfelldur fyrir húsbrot og fyrir líkamsárás gagnvart brotaþolanum A... með því að hafa ráðist að henni með ofbeldi og gr ipið um handleggi hennar , en sýknaður af líkamsárás gagnvart 6 brotaþolanum B... og af því að hafa snúið A... niður og stappað á rist hennar. Teljast brot ákærða réttilega færð til refsiákvæða í ákæru. Að virtu m brotum ákærð a og hreinum sakaferli h ans þykir refsing h ans , með vísan til 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Þykir mega fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins hald i ákærð i almennt skilorð 57. gr. sömu laga . Að fenginni framangreindri niðurstöðu verður ákærða gert að greiða helming af útlögðum kostnaði lögreglu vegna læknisvottorða, eða 7.227 krónur. Þá verður ákærði og dæmdur til að greiða 2/3 hluta af málsvarnarla unum skipaðs verj a nda síns, að meðtöldum vi r ðisaukaskatti, eins og nánar greinir í dómsorði . Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp dóm þennan . Dómsorð: Ákærð i , Jaroslaw Sokolowski , sæti fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærð i almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærð i greiði 7.277 krónur vegna útlagðs sakarkostnaðar ákæruvalds. Ákærði greiði og 2/3 hluta af 500.000 króna málsvarnarlaunu m og 33.000 króna ferðakostnaði skipaðs verjanda síns, Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns , sem að öðru leyti greiðist úr ríkissjóði. Ásgeir Magnússon