Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2 1 . júlí 20 20 Mál nr. E - 388 /20 19 : Steinbergur Finnbogason ( A rnar Þór Stefánsson lögmaður) g egn Íslenska ríkinu (Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður) Dómur Mál þetta , sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð , þann 25 . júní sl., var höfðað með stefnu , birtri 23 . janúar 2019, af stefnanda, Steinbergi Finnbogasyni , [...] , Reykjavík , á hendur stefnda, Íslenska ríkinu, Arnarhváli, Reykjavík . Stefnandi gerir í málinu þær dómkröfur að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda 10.000.000 króna, með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 29. febrúar 2016 til 2. desember 2017, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. g r. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi krefst jafnframt málskostnaðar úr hendi stefnda eins og málið væri ekki gjafsóknarmál og að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Stefndi krefst verulegrar lækkunar á dómkröfum stefnanda og að málskostnaður verði látinn niður falla . Ágreiningsefni og m ál s atvik Ágreiningsefn ið snýr að því að stefnandi er sjálfstætt starfandi lögmaður sem gerir kröfu um miska - og skaðabætur vegna þvingunarráðstafana se m hann var látinn sæta af hálfu lögre glu , grunaður um aðild að auðgunar brot i skjólstæðings samkvæmt ákvæðum XXVI. kafla almennra hegningarlaga, en það mál var síðan látið niður falla gagnvart stefnanda af hálfu ákæruvalds ins með vísan til 145. gr. laga nr. 88/2008 . Af hálfu stefnanda er hér einkum byggt á því að hann hafi algerlega að ófyrirsynju sætt umræddum ráðstöfunum , sem hafi verið sérlega alvarleg t með hliðsjón af stöðu hans sem lögmanns og skipaðs verjanda eins sakborninga í umræddu saka máli , sem hann var þá þannig bendlaður við, og þ essi ætluðu mistök hafi valdið honum álitshnekki og 2 skaðað orðspor hans sem lögmanns og valdið honum umtalsverðum miska sem og fjártjóni. Af hálfu stefnda er fallist á það að stefnandi eigi rétt til hæfilegra miskabóta á grundvelli hlutlægrar bótareglu þ eg ar sakamál er látið niður falla en ekki sé þó fallist á að gerð hafi verið mistök eins og málið hafi þá horft við lögreglu og ákæruvaldi nu . Málavextir eru annars þeir , að 29. febrúar 2016 var stefnandi boðaður af lögreglu á starfstöð Héraðssaksóknara , sem skipaður verjandi sakbornings P í máli , en sá var grunaður um aðild að peningaþvættisbroti, sbr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Þ egar stefnandi kom á starfstöðina var hann sjálfur handtekinn af lögreglu . Í framhaldi af handtökunni var síðan farið með ste fnanda á lögmannsstofu hans að Ægisgötu 26 í Reykjavík þar sem gerð var húsleit se m stefnandi og lögmaður hans munu hafa verið viðstaddir . Lagði lögregla þar hald á fjórar tölvur, mikið magn skjal l egra gagna, auk þess sem öll rafræn gögn voru afrituð. Við leit á starfsstöð stefnanda fundust 710.000 krónur í reiðufé í tösku, en stefnandi neitað i því að féð stæði í nokkru sambandi við umrætt mál. Því næst var farið með stefnanda að heimili hans og fjölskyldu hans og þar einnig gerð húsleit. Að kvöldi sama dags var síðan fyrst tekin lögregluskýrsla af stefnanda og honum þá óumdeilt gerð grein fyrir ástæðu handtökunnar og f yrr greindra ráðstafana og um hvað hann væri grunaður í umræddu máli, það er að hafa verið viðriðinn brot þau se m skjólstæðingur hans væri talin eiga aðild að . Kvaðst stefnandi við þá skýrslutöku hjá lögreglu einungis hafa verið að gegna störfum verjanda P og ekki geta stöðu sinnar vegna sem slíkur tjáð sig um efni sem vörðuðu trúnaðarskyldu við skjólstæðing og fór hann fram á að skýrslutaka færi fram fyrir dómi. Var stefnandi við svo búið færður í fangaklefa , þar sem hann var látinn dveljast til kl. 13.00 daginn eftir , 1. mars 2016 , að hann var þá færður fyrir dómara til að gefa skýrslu í málinu , sem og hann gerði. Þegar í framhaldi af þeirr i skýrslutöku var stefnandi s íðan færður fyrir dómara að nýju og gerð krafa um það að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi . Var stefnandi þá úrskurðaður í gæsluvarðhald til 4. mars 2016, og sætti einang ru n á meðan á því stóð, eða allt til þess að hann var látin n laus 3. m ars 2016, kl. 21.00 , eftir að hafa gefið skýrslu fyrir lögreglu . Alls fóru því fram þrjár skýrslutökur af stefnanda á meðan hann var í haldi, tvær hjá lögreglu og ein fyrir dómi. Þegar stefndi var látinn laus úr gæslu varðhaldi haf ð i hann verið sviptur frelsi í þrjá sólarhringa og sex klukkustundir. Af hálfu stefnanda er lögð rík áhersla á það að framangreind framganga af hálfu lögreglu og ákæruvaldsins gagnvart honum í málinu hafi ekki einasta reynst byggð á röngum forsendum heldur hafi hún einnig verið sérlega skaðleg og ámælisverð í ýmsu 3 tilliti. Þannig er staðhæft af hálfu stefnanda að hann hafi við handtökuna verið settur í handjárn og færður þannig á starf s stöð sína að öllum þar stöddum ásjáandi og síðan áfram á heimili sitt þar sem leitað hafi verið í öllu , en hann búi þar með eiginkonu og tveimur dætrum þeirra . Þá hafi stefnanda ekki verið kynnt sakarefnið fyrr en að húsleit afstaðinni. Einnig vísar stefnandi til þess að við leit á lögmannsstofu hans hafi verið haldlagð ur eða afrit a ð ur mikill fjöldi trúnaðargagna sem vörðuðu sakborning inn P , er hann hafi verið skipaður til að verja , en einnig úr fjölda annarra mál a . M eðal annars hafi verið um að ræða heilsufars - og fjárhagsupplýsingar tuga viðskiptavina stefnanda vegna annarra mála o g gögn sem skjólstæðingar höfðu afhent stefnanda í trúnaði sem lögmanni. Lögregla hafi þannig einnig tekið gögn úr virkum sakamálarannsóknum hjá öðrum skjólstæðingum stefnanda. Þá hafi í tengslum við framangreindar aðgerðir átt sér stað mikil fjölmiðlaumfj öllun um handtöku stefnanda og gæsluvarðhaldið og um stöðu hans almennt sem lögmanns. Fregnir af húsleitinni , sem í hafi tekið þátt fjöldi lögreglumanna og lögreglubíla , bæði við starfs s töðina og síðan við heimili stefnanda , þar sem leit hafi farið fram, voru í fjölmiðlum og h afi margir skjólstæðingar stefnanda haft samband við hann og heimt að skýringar á því af hverju lögregla væri að skoða trúnaðargögn þeirra, stefnanda til mikils álitshnekkis. M eðan málið var síðan áfram til rannsóknar hafi stefnandi ek ki verið boðaður aftur til skýrslutöku vegna þess . Stefndi kannast ekki við það að stefnandi hafi verið settur í handjárn við umrædda handtöku eða hús leit, auk þess sem honum hafi verið kynnt sakarefnið við handtöku. Leggur stefndi hér áherslu á það að u pphaf máls þessa megi rekja allt aftur til loka október 2015, þegar óþekktir aðilar hafi komist yfir aðg ang að netfangi félags í Suður - Kóreu, sem átt hafi í viðskiptum við Nesfisk ehf., fiskútflytjanda á Suðurnesjum. Í desember 2015 hafi þessir óþekktu aði lar síðan komist inn í tölvupóstsamskipti fulltrúa Nesfisks og suðurk óreska félagsins og náð að taka yfir eða stjórna í reynd samskiptum félaganna tveggja um uppgjör viðskiptanna með því að breyta eða falsa greiðslufyrirmæli svo að sím a greiðslur frá kóresk a félaginu rötuðu ekki inn á bankareikning Nesfisks, heldur ótengds íslensks félags, RG verktaka e hf . Um hafi verið að ræða tvær símgreiðslur, sú fyrri í lok janúar 2016 að fjárhæð 31.599.105 krónur og sú síðari seint í febrúar 2016 að fjárhæð 22.252.195 krónur, svo alls hafi féð numið tæpum 54 milljónum króna. Megninu af fyrri greiðslunni hafi verið ráðstafað áður en málið kom til kasta lögreglu, en síðari greiðslan að stærstum hluta verið haldlögð við rannsókn málsins. Sakarefni ð sem v erið hafi til rann sóknar hjá 4 héraðssaksóknara í umrætt sinn hafi því verið ætlað peningaþvætti í tengslum við meðferð og ráðstöfun á framangreindum fjármunum , sbr. framangreint . Helstu sakborningar frá upphafi hafi verið þrír, tveir karl ar (P og G) og kona (H). Stefnandi ha fi í upphafi komið að málinu sem verjandi eins sakborning s ins (P) og v erið viðstaddur tvær skýrslutökur af honum. E ftir að skýrslur h afi verið teknar af H og G hafi grunur beinst að stefnanda, þ að er að hann kynni að vera viðriðinn málið. Á síðari stigum r annsóknar hafi svo einn sakborningur bæst við, Nígeríumaður inn C sem hafði komið til Íslands á atvikatíma málsins og verið talinn hafa átt þátt í brotunum. Stefndi tel ji nauðsyn legt að rekja framburð sakborninga sem orðið hafi til þess að grunsemdir rannsa kenda um hugsanlega aðild stefnanda að framangreindum brotum hafi vaknað . F yrrnefndir þrír sakborningar (P, G og H) hafi verið handtekin vegna rannsóknar málsins , 25. og 26. febrúar 2016 , og hneppt í gæsluvarðhald 26. og 27. febrúar 2016. Stefnandi hafi þá að ósk eins þeirra (P) verið tilnefndur verjandi hans og sem verjandi verið viðstaddur tvær skýrslutökur yfir P þann 25. og 26. febrúar. Við skýrslutökur yfir hinum sakborningunum tveimur (G og H) hafi komið fram upplýsingar sem hafi að mati stefnda þótt vekja rökstuddan grun um að stefnandi væri viðriðinn málið , en allir sakborningarnir (P, G og H) hafi þá setið í gæsluvarðhaldi og sætt einangrun og heimsókna - , fjarskipta - og fjölmiðlabanni allt frá handtöku þeirra. Í skýrslutöku yfir H , 27. febrúar 2016, hafi kom ið fram að hún hefði orðið vitni að símtali á milli P, úr farsíma , við stefnanda, í bifreið G við N1 - bensínstöð í Vogum á Vatnsleysuströnd kvöldið 4. febrúar 2016. Hafi H sagst hafa verið boðuð til þess fundar af G. Samkvæmt framburðum sakbo rninga og öðrum máls gögnu m hafi staða málsins þá verið sú að G og H höfðu móttekið fyrri símagreiðsluna og v erið að reyna að senda hana aftur til útlanda, en sú viðleitni ekki borið árangur. Þennan dag hafi P fyrst komið við sög u og virst l jóst að hann hef ði verið boðaður til fundarins við N1 af G í því skyni að hann gæti liðsinnt G og H við að framkvæma símgreiðslu til útlanda. H hafi í umræddri skýrslutöku borið að þau hefðu öll þrjú setið í bifreið G meðan P hafi átt samtal við stefnanda í farsíma. H haf i borið að hún og G hafi einnig heyrt hvað fram fór í símtalinu þar sem það hafi farið fram í gegnum hátalara símans. H hafi lýst atvikum svo að P hefði verið að ráðfæra sig við stefnanda og útskýrt málið fyrir honum í meginatriðum. Hafi H svo sagst hafa h eyrt stefnanda segja við P að þetta væri ekkert hafi H sagt að þetta hefði 5 S íðar hafi H svo lýst sömu atriðum ítrekað þannig að þarna hefði verið um að ræða hugmynd stefnanda að yfirvarpi vegna ráðstöfunar fjármunanna í íslensku bankakerfi, m .a b orið um að þetta hefði verið Skilningur rannsakenda á framangreindum framburði H hafi verið sá að á þessu tímamarki hefði P komið til skjalanna til þess að fjármunirnir yrðu fyrst millifærðir á bankareikning hans af bankareikningi RG verktaka ehf., þar sem sakborningur G var fyrirsvarsmaður, en fjármunirnir hafi verið sendir á þann reikning frá Suður - Kóreu. Síðan yrð i féð sen t af bankareikningi P til útlanda. Meðferð og ráðstöfun fjármunanna í þessari fyrstu símagreiðslu hafi s íðan í reynd reynst vera í samræmi við þetta . F bera ætti með sér að G væri að kaupa fasteign af P hafi því mátt skilja svo að þar hefði verið gert ráð fyrir málamyndagerningi til þess að villa fyrir um tilgang þess að svo há fjárhæð ( ríflega 20 milljónir króna) færi af bankareikningi RG verktaka ehf ., sem G réði yfir, og inn á bankareikning P. Í sömu skýrslutöku yfir H hafi jafnframt komið fram upplýsingar frá henni þess efnis að stefnandi hefði átt þátt í því að sakborningar í málinu samræmdu framburði sína, eftir að ljóst hefði orðið að þeir sættu rannsókn lögreglu. H hafi þar borið um það [stefnandi] og [P] erum búnir að hittast og samræ ma okkar sögur . Í samhengi við framangrein t þá hafi G , í fyrstu skýrslu í málinu, 26. febrúar 2016, margítrekað borið svo um skýringu á fyrrnefndri millifærslu frá félagi hans til P að hún hefði varðað fyrirhugaða þátttöku hans í að fjárfesta með P í fast eign í Njarðvík, sem G hafi vísað til sem Víðidals 1. Að sama skapi hafi P , í fyrstu skýrslu sinni , dags. 25. febrúar 2016, daginn áður en G og H hafi verið handtekin og yfirheyrð, byrjað framburð sinn, í frjálsri frásögn, á að tilgreina hugsanleg fasteignaviðskipti sín og G í samhengi við millifærsluna og kom ið s íðan ítrekað aftur að því í framburði sínum, en e innig h afi P haldið sig við sama framburð í annarri skýrslu töku sinni daginn ef tir. Ráða hafi mátt af framburði H í fyrr nefndri skýrslutöku , 27. febrúar 2016, að síma sem notaður hefði verið til samskipta við hina erlendu aðila í málinu hefði verið hent eftir að rannsókn málsins hefði hafist því hafi , að mati stefnda , mátti ráða að P og stefnandi hefðu verið þar að verki. Þetta hafi H kvaðst hafa eftir eiginkonu P, sem hún hafi farið að hitta að beiðni P á sama tíma og húsleit hafi farið fram á heimili nu 25. febrúar 2016. Þá hafi H bori ð um það 6 að eiginkonan hefði líka Sá framburður H hafi þótt geta bent til þess að stefnandi væri viðriðinn brot in eða tilraunir til að leyna þeim. Önnur skýrsla af sakborning num G hafi verið tekin mánudaginn 29. feb rúar 2016. Hafi þá verið borinn undir hann fyrri framburður hans um það að millifærslan frá RG verktökum ehf. til P hefði verið vegna fyrirhugaðrar fjárfestingar í fasteigninni Víðidal 1. G h afi þá horfið frá þeim framburði og sagst sig að gefa þ á era þetta fyrir [sig], útbúa , en s íðastnefnda atriðið hafi G ítrekað síðar í skýrslutökunni. Í sömu skýrslutöku yfir G hafi verið borinn undir hann framburður H um fund sakborninga í bíl G við N1 í Vogum og símtal sem P h afi þá átt við stef nanda, þ.e. að H og G hefðu heyrt þegar stefnandi hefði eins og spurning rannsakanda hafi hljóðað. G hafi þá aðspurður sagst muna eftir því og sig minnt i að þá hefði verið rætt um Víðidalinn en ekki sagst muna eftir að h já stefnanda hefðu komið fram beinar ráðleggingar um hvernig millifæra ætti peninga. Enda þótt sá framburður G hafi hvorki verið afar skýr né ítarlegur hafi hann í aðalatriðum verið í samræmi við framburð H frá 27. febrúar 2016. Sé þá átt við ytri atriði, um stað og stund, hver hafi verið þar viðstödd og að þau hefðu þar heyrt símtal P við stefnanda, og um megin efni símtalsins , að talað h afi verið um samning um viðskipti um umrædda fasteign í samhengi við fjármagnsflutninga og þá til þess að búa til það yfi rskin að féð tengdist slíkum viðskiptum. Framangreint samræmi framburða r H og G k omi fram við þær aðstæður þ egar þau bæði sætt u gæsluvarðhaldi og í einangrun. Framburðir þeirra hafi þannig verið sjálfstæðir og hvorugt þeirra getið um stefnanda við fyrstu skýrslu tökur í málinu og þau hafi ekkert færi fengið á því að bera sig saman eftir þær. Til viðbótar hafi kom ið fram hjá G í umræddri skýrslutöku að H hefði hringt í hann seint að kvöldi þess dags sem P var handtekinn ( f immtu daginn 25. febrúar 2016) og þá tjáð honum samhengi nu sé ljóst að þau orð ber i að skilja sem svo að P hafi losað sig við farsíma. Farsími sakborningsins P hafi aldrei komið í ljós við ranns ókn málsins. Hafi P verið handtekinn 25. febrúar 2016 á starfsstöð héraðssaksóknara. Handtakan hafi átt sér stað að lokinni yfirheyrslu yfir honum þann dag, en hann h a fi verið boðaður til hennar og mæ tt ásamt lögmanni sínum, stefnanda, án afskipta eða fylg dar lögreglu. P 7 hafi mætt þangað með stefnanda á bifreið sinni en að skýrslutöku nni lokinni hafi stefnandi svo ekið burt á bílnum . Eftir handtöku P hafi hann s vo verið óslitið í gæslu lögreglu uns hann hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald að kröfu lögreglu daginn eftir, 26. f ebrúar. Áður en til þinghalds hafi kom ið vegna gæsluvarðhaldskröfunnar þann dag hafi P verið yfirheyrður öðru sinni. Hafi hann þá m.a. verið spurður um farsímasamskipti hans við aðra sakborn inga, þ. á m. hvaða farsíma hann hefði notað og h afi hann þá sagst far síma sinn. Nokkru áður í sömu skýrslutöku hafi kom ið fram að P hefði ekki verið með símann sinn á sér þegar hann hefði mætt til skýrslutö ku daginn áður. P hafi þá svarað því til að sími nn verið beðinn um að framvísa símanum til lögreglu, og hafi P jánkað því . Í endurriti skýrslunnar k omi síðan fram að P segi því næst, og hafi væntanlega beint orðum sínum að stefnanda, verjanda hafi svara ð þessu svo . hafi svo bætt við: . Ósk lögreglu um það að P framvísaði síma sínum eða önnur atriði tengd því hafi samkvæmt endurriti hins vegar ekki komið frekar til tals í þessari skýrslutöku. Ekki verð i ráðið af máls gögnu m að lögregla hafi á þessu tímamarki , þ að er þegar síðastnefnd skýrsla hafi verið tekin af P , föstudaginn 26. febrúar, ætlað því sérstaka þýðingu að farsími P hefði ekki fengist afhentur þegar í stað við skýrslutökuna. Ætla m egi að lögregla hafi einfaldlega vænst þess, í samræmi við samþykki P fyrir afhendingu símans, að síminn yrði í kjölfarið afhentur lögreglu, hvar svo sem hann væri þá . Ljóst m egi vera að farsími P hafi hugsanlega verið mikilvægt sönnunargagn í málinu, einkum hvað varð aði símasamskipti milli sakborninga. Þá sé ein nig ljóst að svokölluð DATA - gögn frá fjarskiptafyrirtækjum með upplýsingum um símtöl og smáskilaboð milli farsímanúmera veit i mun takmarkaðri upplýsingar en hægt sé að nálgast með aðgangi að símtækjunum sjálfum, sé hann á annað borð mögulegur. Þ egar sakbor ningurinn G hafi gefið áðurnefndan framburð sinn , 29. febrúar 2016, þar sem fram hafi m.a. komið að H hefði tjáð honum að P hefði losað sig við farsíma sinn, munu rannsakendur hafa hugað aftur að áðurnefndum framburði P um farsíma hans. Þá hafi verið hugað að því sem stefnandi hefði þar, sem verjandi P, haft til mála nna að leggja, og því að stefnandi og P hefðu komið saman til skýrslutökunnar á bifreið P og að stefnandi hefði síðan tekið umráð bifreiðarinnar eftir skýrslutökuna og ekið burt. 8 Framangreindar ástæður í sameiningu hafi því orðið til þess að rannsakendur hafi talið sig hafa rökstuddan grun um að stefnandi hefði hugsanlega átt þátt í þeim brotum sem v erið hafi til rannsóknar og/eða átt þátt í viðleitni til þess að dylja þau eða torv elda rannsók nina . Skýrslutöku yfir G , 29. febrúar 2016 , hafi lokið kl. 14:47 s amkvæmt endurriti , en kl. 15:25 þann sama dag hafi stefnandi s íðan verið handtekinn á starfsstöð héraðssaksóknara eftir að hafa verið boðaður þangað , sbr. handtökuskýrslu í málin u . Í þeim skýrslum se m teknar hafi verið af stefnanda hafi hann hafnað því með öllu að hafa átt þátt í eða haft vitneskju um brot sakborninganna. Í fyrstu skýrslutöku af stefnanda 29. febrúar 2016 hafi hann iðulega neitað að svara spurningum rannsakenda með vísan til trúnaðarskyldu sinnar sem verjand a sakbornings P. Í annarri skýrslutöku , er fram hafi farið fyrir dómi 1. m ars 2016 , hafi stefnandi kannast við að hafa átt símtöl við P um fjármagnsflutninga til útlanda og gjaldeyrishöft , en þau verið almenns eðlis. Þá hafi stefnandi borið um að honum hefði ekki verið kunnugt um að fleiri hefðu heyrt það sem honum og P hefði farið á milli í símtalinu 4. febrúar 2016. Þá haf i stefnandi hafnað því að hafa gefið sérstakar ráðleggingar um gerð samnings um kaup G á fasteigninni Víðidal 1 af P til að búa til yfirvarp vegna fjármagnsflutninganna. E innig haf i stefnandi hafnað því að hafa ráðlagt sakborningum að losa sig við síma eða þurrka út af þeim gögn vegna rannsóknarinnar. Stefnandi hafi þá gefið skýringar á atriðum varðandi síma P, sem hafi verið ámóta og við fyrstu skýrslutökuna. Við skýrslutökuna fyrir dómi hafi stefnandi einnig verið spurður um reiðuféð sem f undist hefði í tösku á starfsstöð hans. Hafi hann þá hafnað þv í að það fé tengdist málinu og bent á tiltekinn mann sem hefði greitt honum þ að sem fyrir fram innborgun fyrir lögmannsþjónustu. Stefndi tel ji rétt að r akin séu einnig í stuttu máli helstu atriði um meinta aðkomu stefnanda sem f ram hafi komið í síðari skýrslum af öðrum sakborningum í málinu : H hafi verið yfirheyrð 2. mars 2016 og þá enn borið á sama veg og áður um símtal P og stefnanda við N1 í Vogum og þá um það hvað stefnandi hefði lagt til mála nna þar. Efnislega hafi það verið á þá leið að stefnandi hefði , í samhengi við lýsingu P á - P hafi einnig gefið skýrslu á ný 2. mars 2016 . Hann hafi þá kanna st við að hafa rætt við stefnanda í síma við N1 í Vogum í umrætt sinn og jafnframt að G og H hefðu verið þar viðstödd og að líkindum heyrt samtalið. P hafi þá hins vegar einungis sagst hafa borið undir stefnanda spurningar um gjaldeyrishöft og fjármagnsflutninga. Hann 9 hafi hafnað því að samtalið hefði fjallað um að útbúinn yrði samningur til málamynda um Víðidal 1 sem yfirvarp fyrir fjármagnsflutninga. Þegar P hafi verið spurður um síma sinn hafi hann borið um það að hann hefð i skilið símann eftir í bifreið stefnanda fyrir utan skrifstofu stefnanda áður en þeir hefðu komið saman á b íl P til fyrstu skýrslutöku yfir P í málinu og stefnandi lagt það til. P hafi vísað til þess að hann hefði verið reiðubúinn til að afhenda símann vi ð skýrslutöku á föstudeginum 26. febrúar en stefnandi þá ráðið honum frá því. Síðar í skýrslutökunni hafi P svo borið á annan veg nánar aðspurður og þá sagt símann væntanlega hafa verið í hans eigin bifreið. Hafi P verið kynnt að leitað hefði verið í báðum bifreiðunum og síminn ekki fundist. Einnig hafi P verið kynnt það að eiginkona hans, se m hefði sótt bifreið hans á laugardeginum, hefði ekki sagst vita um símann þegar rannsakendur hefðu tekið skýrslu af henni og sag t að hann hefði ekki verið í bifreið P þegar hún hefði tekið við henni. Þessu hafi P svarað . Þann 3. mars 2016 hafi G svo verið yfirheyrður á ný. Hann hafi þá borið á sama veg og áður um umrætt símtal og enn hafi þá veri ð samræmi á milli frásagnar hans og H. Nánar tiltekið hafi G þá borið um það að hann hefði heyrt stefnanda ráðleggja P í gegnum símann varðandi samning um fjárfestingu G í fasteigninni Víðidal 1. Þriðja skýrslutakan yfir stefnanda hafi átt sér stað þennan sama dag, 3. mars 2016. Hann hafi þá borið á svipaðan hátt og áður um símtalið margumrædda, þ að er að það hefði varðað almennar ráðleggingar um fjármagnsflutninga og gjaldeyrishöft, en ekki sérstakar ráðleggingar um málamyndagerning ti l þess að dylja háttsemi í tengslum við ætluð brot sakborninga í málinu. Stefnandi hafi einnig við þetta tækifæri verið spurður ítarlega og ítrekað um vitneskju sína um það hvar sími P væri, og borin undir hann framangreind atriði, m.a. framburð ur P um að hann hefði ekki tekið símann með til skýrslutökunnar að ráði stefnanda og að síminn hefði annaðhvort verið skilinn eftir í bifreið P eða í bifreið stefnanda. Eftir sem áður hafi stefnandi þá ekki sagst vita um símann. Stefndi vís i einnig til framburðar ste fnanda sem gefinn hafi v erið þegar bornir hafi verið undir hann samhljóða framburðir H og G um meintar ráðleggingar hans um málamyndagerning með fasteignina Víðidal 1. Þar k omi það fram að stefnandi kveð i st Þá vís i st einnig til þess að stefnandi hafi verið spurður beint um það hvort hann kannaðist við það að hafa boðist til að útbúa kaupsamning um Víðidal 1. St efnandi hafi alls ekki sagst kannast 10 við það, en þó vil jað Þann 10. maí 2016 krafðist verjandi stefnanda þess a ð lögregla myndi skila og/eða eyða afritum af gögnum sem haldlögð voru á skrifstofu hans. Með bréfi , 24. maí 2016 , synjaði héraðssaksóknari um þá kröfu . Stefnandi vísað því máli til héraðsdóms 9. júní 2016. Í úrskurði héraðsdóms 15. júlí 2016 var héraðssaksóknara gert það skylt að eyða afritum af þeim rafrænu gögnum sem talin voru upp í yfirlitsskjali frá 10. maí 2016. H ald l agningin hefði verið of víðtæk og hún farið á svig við trúnaðarskyldur lögmanna . Héraðssaksóknari kærði úrskurðinn til Hæstaré ttar en kæru málinu var vísað frá dómi . Þann 20. september 2017, rúmu einu og hálfu ári eftir að stefnandi var handtekinn , voru fjórir aðilar ákærðir fyrir brot gegn 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Var stefnandi ekki þar á meðal. Daginn eftir, 21 . september 2017, barst stefnanda bréf um að málið hefði verið fellt niður gagnvart honum , en hann hafði fram til þess haft stöðu sakbornings í málinu . Framangreindir fjórir aðilar voru sakfelldir og dæmdir til refsingar 8. mars 2018 í dómi Héraðsdóms Reyk janess í máli nr. S - 326/2017 , en þó fyrir vægari brot en þeim voru gefin að sök í ákæru. Í dóminum var stefnanda ákveðin þóknun fyrir verjendastörf sín fyrir P í upphafi málsins, að fjárhæð 347.200 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti Var stefnandi e innig boðaður til að gefa vitnaskýrslu við aðalmeðferð málsins . Málinu var áfrýjað til Landsréttar og lá dómur réttarins í máli nr. 353/2018 fyrir þann 24. m aí 2019 , þar sem m .a. þau H, G og P voru sakfelld fyrir brot samkvæmt ákæru og fangelsis dómar yfir þeim þ yngdir. Með bréfi , dags 2. nóvember 2017 , sendi lögmaður stefnanda kröfu stefnanda til stefnda vegna málsins. V ar þar af hans hálfu krafist 10.000.000 kr óna í bætur vegna miska og f jártjóns , auk 300.000 kr óna vegna lögmannskostnað ar . Ríkislögmaður f.h. stefnda svaraði bréfinu 5. mars 2018. Var þar fallist á hlutlæga bótaskyldu samkvæmt 246. gr. laga nr. 88/2008 vegna þeirra þvingunar - og rannsóknaraðgerða sem stefnandi hefði þurft að sæta við rannsókn málsins , sem fellt hefði verið niður gagnvart honum, en miskabótakrafa talin of há. Kom þar fram að stefndi teldi réttmætt tilefni haf a verið til þeirra þvingunarráðstafana sem gripið hefði verið til í málinu og að handtakan, húsleitin og haldlagning gagna hefði verið lögmæt. Ekki hafi því verið um ólögmæta eða saknæma háttsemi að ræða við meðferð málsins. Þá v ar kröfu stefnanda um bætur vegna fjártjóns hafnað þar sem stefnandi hefði ekki sýnt fram á tilvist og umfang fjártjóns , þar sem engin haldbær gögn hefðu verið lögð fram til stuðnings slíkri kröfu, 11 en v arðandi miskabótakröfu stefnanda þá var það mat stefnda að hæfilegar bætur til handa honum næmu með hliðsjón af dómafordæmum 800.000 kr ónum án vaxta , auk lögmannskostnaðar að fjárhæð 300.000 krónur . Í tölvupósti , 15. mars 2018 , hafnaði lögmaður stefnanda því að ljúka málinu með þessu boði stefnda, en bauð stefnda að greiða umrædda fjárhæð sem inn borgun inn á kröfu stefnanda , enda væri bótaskylda viðurkennd , og boðaði málsókn . Með tölvupósti , 19. mars 2018 frá ríkislögmanni var sáttaboð ið fellt niður að mat i stefnanda . Þar sem tjón stefnanda sé enn óbætt sé han n nauðbeygður til að höfða mál þetta til heimtu kröfu sinnar. Var stefnanda þann 8. maí 2018 veitt gjafsókn til þess á grun dvelli 1. mgr. 247. gr., sbr. 245. gr. , laga nr. 88/2008. M álsástæður og laga rök stefnanda K rafa stefnanda sé tvíþætt : Annars vegar um miskab ætur að fjárhæð 5.000.000 kr óna, fyrir brot gegn friði, persónu og æru hans. Hins vegar kref ji st hann fjártjónsbóta að fjárhæð 5.000.000 kr óna , vegna fjártjóns sem hann hafi orðið fyrir sökum húsleitar, handtöku, gæsluvarðhalds og þeirra eftirmála sem aðgerðir lögreglu h afi haft , þar á meðal vegna réttarstöðu hans sem sakbornings í nærri 19 mánuði. Krafa um miska - og skaðabætur sty ð jist við 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944, 246. gr. l aga nr. 88/2008 og meginreglur skaðabótaréttar, þar á meðal 26. gr. laga nr. 50/1993. Miskabótakrafa n, að fjárhæð 5.000.000 kr óna, sé reist á þeim sjónarmiðum að aðgerðir lögreglu, þ að er handtaka n , húsleit, gæsluvarðhald ið og s vo réttarstaða stefnanda se m sakbornings í peningaþvættismáli um langan tíma , hafi skaðað æru hans, persónu og frið, s amkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Samkvæmt 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrár þá sk uli sá sem sviptur h afi verið frelsi að ósekju eiga rétt til sk aðabóta. Byggist reglan á þeim grundvallarmannréttindum að hver og einn eigi að geta um frjálst höfuð strokið og að allar frelsissviptingar þurfi að fara fram með mikilli aðgát. Frelsi einstaklings verði því ekki skert nema á því sé alger nauðsyn og þá af miklu meðalhófi. En k omi í ljós að frelsi manna hafi verið skert að ósekju eig i þeir rétt til bóta. Reglan sé nánar útfærð í XXXIX. kafla laga nr. 88/2008. Í 1. mgr. 246. gr. laganna segi að maður sem borinn h efur verið sökum í sakamáli eigi rétt til bóta s amkvæmt 2. mgr. ef mál hans hefur verið fellt niður eða hann sýknaður með endanlegum dómi. Í 2. mgr. 246. gr. segi enn fremur að dæma skuli bætur vegna aðgerða s amkvæmt IX. XIV. kafla þeirra ef skilyrði 1. mgr. eru fyrir hendi. Í 4. mgr. segi svo að bæta skuli fjártjón og miska samkvæmt grein þessari ef því er að skipta. 12 Óumdeilt sé að handtaka stefnanda, gæsluvarðhald, húsleit og haldlagning gagna, bæði gagna af tölvum og skjölum á skrifstofu og heimili stefnanda, auk haldlagningar símagagna , fall i undir IX. og XIV. kafla laga nr. 88/2008. Eigi stefnandi því rétt á bótum. H afi stefndi m eðal annars í bréfi , dags 5. mars 2018 , samþykkt að í málinu séu uppfyllt hlutlæg skilyrði lagagreinarinnar, þar sem málið hafi verið fellt niður gagnvart stefnanda. H afi stefndi því viðurkennt skaðabótaskyldu þótt hann hafi talið kröfu stefnanda of háa. Hafi tilboð stefnda um miskabætur að fjárhæð 800.000 kr ónur síðar verið fellt niður með þeim rökstuðningi að því hefði verið hafnað. Áréttað sé að einungis hafi því verið hafnað að ljúka málinu með greiðslu 800.000 kr óna og hafi lögmaður stefnanda boðið stefnda að greiða fjárhæðina sem innáborgun á kröfuna , en a ð öðrum kosti myndi fjárhæðin bera dráttarvexti , en þ ví h afi stefndi hafnað . Ö ll laga skilyrði 246. gr. séu uppfyl lt í málinu. Stefnandi hafi verið borinn sökum í sakamáli og þurft að sæta aðgerðum s amkvæmt IX. XIV. kafla laganna , en m álið síða n verið fellt niður. Til að lækka megi bætur þ urfi sakborningur að hafa valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisi krö fu sína á s amkvæmt 2. mgr. 246. gr. laganna. Engan veginn verð i séð að það skilyrði geti talist uppfyllt í málinu, enda hafi handtakan, gæsluvarðahaldið, húsleitin og haldlagningin verið byggð á framburðum annarra sakborninga en ekki grundvölluð á háttsemi stefnanda. Séu því ekki fyrir hendi nein sjónarmið til að lækka eða fella niður kröfu stefnanda. Þá hafi framburðir sakborninganna , sem aðgerðirnar hafi verið byggðar á , verið dregnir til baka á síðari stigum málsins hjá lögreglu. Engin ástæða hafi því ve rið til að viðhalda réttarstöðu stefnanda sem sakbornings í ríflega eitt og hálft ár eða fram til 21. september 2017. Þá sé það sjálfstætt brot gagnvart stefnanda að gæsluvarðhaldsúrskurður sá sem kveðinn hafi verið upp hafi verið reistur á mjög hæpnum fo rsendum, þ að er beiðni um gæsluvarðhald sem stefnandi vil ji meina að hafi innihaldið, að minnsta kosti að hluta til , rangar staðhæfingar. Dómari sem fjallað hafi um kröfuna hafi hins vegar ekki verið í aðstöðu til að kanna þær staðhæfingar , en kveðið upp úrskurð byggðan á beiðninni. M iskabótakr afa stefnanda , að fjárhæð 5.000.000 kr ón a , sé síst of há miðað við þær aðgerðir sem stefnandi, sem sé sjálfstætt starfandi lögmaður, hafi þurft að sæta , auk þess að vera settur í þá stöðu að liggja un dir grun sem sakborningur í tæpa nítján mánuði , en aldrei virðist hafa verið gætt að meðalhófi eða réttindum hans í málinu. Stefnandi hafi verið boðaður af lögreglu nni á lögreglustöð í skýrslutöku sem skipaður verjandi eins sakbornings í málinu. En v ið ko mu na þangað hafi stefnandi 13 verið umsvifalaust settur í handjárn og látinn dúsa í fangaklefa án þess að skýrðar væru nægjanlega fyrir honum ástæður og forsendur handtökunnar. Í framhaldi hafi verið gerð húsleit á skrifstofu hans og heimili án takm arkana og án þess að gætt væri meðalhófs. Stefnandi sé lögmaður og h afi starfsréttindi frá dómsmálaráðuneytinu sem slíkur. Gild i um störf hans lög nr. 77/1998 um lögmenn , en g runnþáttur í störfum þeirra sé rík trúnaðarskylda og þagmælska gagnvart málefnum umbjóðenda þeirra , m eðal annars samkvæmt 22. gr. laga nna og siðareglum lögmanna. U mbjóðendur eða væntanlegir viðskiptavinir lögmanns sem ekki h afi uppfyllt trúnaðarskyldu sína mun i leita annað með viðskipti sín. Það sé því ekki óeðlilegt að ætla að þegar lögregla t a ki ákvörðun um húsleit og haldlagningu með stoð í heimild héraðsdóms þurfi að gæta meðalhófs og m egi húsleitin og haldlagningin ekki skerða réttindi þolandans eða annarra meira en nauðsyn krefji í hverju tilviki. Í þessu máli hafi öllu slíku verið varpað fyrir róða, eins og sag t hafi í úrskurði héraðsdóms frá 15. júlí 2016. L ögregla hafi farið algerlega á svig við meginreglur um meðalhóf við húsleit og haldlagningu. V ið húsleit ina og haldlagningu na hafi verið skert réttindi stefnanda sem mælt sé fy rir um í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrár, sbr. 1. mgr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) , til friðhelgi einkalífs, fjölskyldu, heimilis og bréf a skrifta. Slík skerðing verði að vera lögbundin, málefnaleg og aldrei meiri en nauðsyn kref ji í hverju tilvi ki. Þó tt ekki sé að finna bein ákvæði um leit og haldlagningu muna á lögmannsstofum í íslenskum lögum þá h afi Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kveðið á um tilteknar meginreglur sem hafa verði í h eiðri við slíka húsleit og haldlagningu . H afi dómstóllinn þá m.a. litið til þess hvort heimild lögreglu hafi verið takmörkuð eða ótakmörkuð, eins og í tilfelli stefnanda. Þá h afi verið litið til þess hvort úrræði hafi verið fyrir hendi til að tryggja að ekki yrði brotið gegn trúnaði lögmanns gagnvart skjólstæðingum sínum. H afi þannig verið litið svo á að mikilvægt sé að skipa óháðan eftirlitsmann sem sé viðstaddur leitina, til að tryggja að ekki verði lagt hald á gögn sem njót i trúnaðar s amkvæmt reglum um þagnarskyldu. Ekkert hafi verið hugað að slíku í leit og hald lagningu lögreglu hjá stefnanda, heldur hafi þvert á móti öll gögn verið haldlögð og skoðuð. Ekki hafi heldur neitt verið sinnt um starfsheiður stefnanda né réttindi skjólstæðinga hans þegar skoðuð hafi verið gögn um fjárhag, heilsufar og upplýsingar í öðr um opnum sakamálum. Hafi enda komið á daginn að héraðsdómur hafi talið húsleitina og haldlagningu gagnanna vera allt of víðtæka og að brotið hefði verið með því gegn grundvallarmannréttindum stefnanda og skjólstæðinga hans. 14 Stefnandi hafi þurft að sæta því að vera handtekinn og færður í handjárn og þá úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann hafi þurft að þola leit á skrifstofu og heimili sínu, þar á meðal í hirslum sem tilheyr t hafi eiginkonu hans og dætrum, fyrir opnum tjöldum þar sem margar lö greglubifreiðar hafi verið fyrir utan skrifstofu hans og heimili. Þá hafi héraðssaksóknari staðfest handtöku og gæsluvarðhald stefnanda í fjölmiðlum. Hafi þannig verið vegið gróflega að starfsheiðri stefnanda með aðgerðum lögreglu. Það sé rangt sem fram k omi í bréfi ríkislögmanns að ekki hafi verið um að ræða ólögmæta eða saknæma háttsemi lögreglu í málinu. Ber i lögreglu skylda til að rækja starf sitt af meðalhófi og skerða þá ekki réttindi borgara nna meira en nauðsynlegt sé hverju sinni. Með því að óska e ftir ótakmarkaðri heimild til húsleitar og haldlagningar, sem farið hafi fram án þess að hlutlaus eftirlitsaðili væri skipaður við leitina til þess að gæta þá réttind a stefnanda og skjólstæðinga hans , hafi verið gróflega brotið gegn meðalhófi og 71. gr. st jórnarskrár , s br. og dóma M DE . Engu breyti þá þótt húsleit og haldlagning hafi byggt á heimild héraðsdóms þess efnis. Hafi lögreglu borið að gæta þess í hvívetna að skerðing réttinda stefnanda væri ekki meiri en nauðsyn krefði . Stefnandi hafi verið úrskur ðaður í gæsluvarðhald og frelsi hans skert í þrjá sólarhringa , við lélegar aðstæður í einangrun í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, en fangelsið hafi þá verið búið að vera á undanþágu frá heilbrigðisyfirvöldum í mörg ár og því nú verið lokað. Þá hafi stefnanda verið gefin réttarstaða sakbornings í málinu á grun ni ótrúverðugra framburða annarra sakborninga í málinu , sem síðar hafi verið dregnir til baka , en r éttarstöðu stefnanda hafi þó ekki verið breytt fyrr en að málið hafi loks verið fellt niður gag nvart honum þann 21. september 2017. Engin skýring h afi verið gefin á því af hverju réttarstöðu hans hafi ekki verið breytt fyrr og þá um leið og lögregla hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væru efni til þess að ætla að stefnandi hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi. Eigi stefnandi ekki að þurfa að sæta því að hafa verið með réttarstöðu grunaðs manns lengur en nauðsyn hafi borið til. Með framangreindu hafi verið brotið gegn frelsi, friði, persónu og æru stefnanda. Eigi hann því rétt til miskabóta s amkvæmt 5. m gr. 246. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 26. gr. skaðabótalaga , enda hafi aðgerðir lögreglu bæði verið ólögmætar og saknæmar. Hafa verði í huga að þ ar sem stefnandi starfi sem lögmaður get i æra hans og persóna verið honum enn mikilvægari en mögule ga gildi um aðrar starfsstéttir. Þannig sé ekki ólíklegt að væntanlegir skjólstæðingar stefnanda muni leita annað þegar í ljós k omi að hann hafi verið handtekinn og settur í gæsluvarðhald. Þá sé ljóst að skjólstæðingar 15 hans haf i þegar litið svo á að húslei tin og haldlagningin hafi valdið trúnaðarbresti í samskiptum við stefnanda sem starf i í samkeppnisumhverfi þar sem fyrirframgefinn mælikvarði á árangur eða vinnubrögð sé erfiður. Þ egar nafn stefnanda sé slegið inn á leitarsíðum á netinu kom i enn í dag strax upp fréttir um gæsluvarðhaldsvist hans. Þá sé ljóst að aðgerðir nar gegn stefnanda hafi valdið honum miklu sálrænu áfalli og glími hann við áfallastreituröskun af þeim völdum og verið óvinnufær um tíma vegna þessa. Stefnandi tel ji kröfu sína um miska bætur að fjárhæð 5.000.000 króna síst of háa í ljósi stöðu hans sem lögma nns og þeirra alvarlegu brota gegn æru, persónu, frelsi og friði sem hann hafi orðið fyrir. Ljóst sé af máls gögnum að stefnandi hafi ekkert gert til að valda eða stuðla að aðgerðum lö greglu. Lögregla hafi einfaldlega tekið framburð annarra sakborninga trúverðuga n án nokkurra frekari gagna. Þeir sakborningar hafi s íðan verið ákærðir fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og verð i ekki betur séð en að framburður ákærðu fyrir dómi hafi v erið í miklu ósamræmi innbyrðis , auk þess sem að dómurinn hafi talið framburði þeirra ótrúverðuga. Það að lögregla hafi metið framburð sakborninga trúverðuga n í upphafi nægi ekki til þess að brjóta svo alvarlega gegn grundvallarmannréttindum stefnanda. Fre kari stuðningur þurfti að liggja þar fyrir. Stefnandi eigi því rétt á miskabótum sem hæfilega séu metnar 5.000.000 kr óna . Skaðabótakröfu vegna fjárhagslegs tjóns síns að fjárhæð 5.000.000 króna tel ji stefnandi réttmæta. Ljóst sé að tjón stefnanda sé stórf ellt. Stefnandi byggi hér á sömu málsástæðum og í miskabótakröfu sinni og vís i st til þeirra hér að breyttu breytanda. Varðandi umfang tjónsins þá sé ljóst að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni þegar hann h afi verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald að ósekju. Á meðan stefnandi hafi þurft að sitja í einangrun í gæsluvarðhald i hafi hann ekki getað sinnt starfi sínu sem lögmaður. Sem sjálfstætt starfandi lögmaður m egi gera ráð fyrir að stefnandi hefði unnið átt a klukkustundir á dag þá daga sem hann hafi setið inni. Hafi tímagjald hans sem lögmanns á þeim tíma numið 21.900 kr ónum án virðisaukaskatts og sé tjón hans fyrir þá þrjá daga sem hann hafi verið frá vinnu því 525.600 kr ónur. Ljóst sé að kostnaður stefnand a af rekstri stofu hans hafi í engu verið minni á meðan stefnandi hafi setið inni og v erð i krafan því ekki lækkuð af þeim sökum. Að af loknu gæsluvarðhaldi hafi stefnandi verið óvinnufær í sex daga. Út frá sömu sjónarmiðum hafi tjón hans vegna þeirrar óvinn ufærni numið 1.051.200 kr ónum. Þá bendi stefnandi á að hann hafi þurft að eyða um 50 tímum í yfirferð og framsetningu á gögnum sem 16 krafist hafi verið eyðingar á 10. maí 2016 og lyktað hafi með úrskurði héraðsdóms í máli nr. R - 184/2016 , og hafi fjár tjón ste fnanda vegna þessa numið 1.095.000 kr ónum. S tefnandi hafi misst mikil viðskipti vegna aðgerða lögreglu. Fjöldi viðskiptavina hafi hætt viðskiptum og hann orðið fyrir miklu fjárhagstjóni vegna þessa. Að auki hafi stefnandi um árabil verið tilnefndur verjandi af lögreglu í sakamálum og skipaður skiptastjóri í þrotabúum. Störfum sem verjandi hafi fækkað verulega og hann eng um þrotabú um fengið úthlutað fr á héraðsdómi eftir aðgerðir lögreglu. Ljóst sé að erfitt sé að henda nákvæmlega reiður á því tjón i sem stefnandi h afi orðið fyrir vegna þessara töpuðu viðskipta og sé það því lagt í mat dómsins að meta það að álitum. A ðgerð lögreglu hafi e innig leitt til þ ess að hann hafi þurft að segja sig frá verjandahlutverki sínu í uræddu máli. En s amkvæmt dómi héraðsdóms þá hafi þóknun verjanda fyrrum skjólstæðings stefnanda numið 4.490.040 krónum og sé krafa stefnanda því síst of há. Byggt sé á 67., 70 . , og 71. gr. s tjórnarskrár, XXXIX. kafla laga nr. 88/2008, meginreglum skaðabótaréttar og 26. gr. laga nr. 50/1993. Vaxtakrafa byggi st á 8. gr. laga nr. 38/2001 , frá 29. febrúar 2016, er fyrsti bótaskyldi atburður hafi átt sér stað. Dráttarvaxtakrafa byggi st á 1. mgr. 6 . gr. sömu laga , frá 2. desember 2017 , en þá hafi mánuður verið liðinn frá því að stefnandi hafi sett fram bótakröfu sína í bréfi til ríkislögmanns , dags. 2. nóvember 2017. Þá sé krafist málskostnaðar úr hendi stefnda, eins o g ekki væri um gjafsóknarmál að ræða , sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. M álsástæður og lagarök stefnda Stef nandi geri í málinu kröfu um greiðslu bóta , samtal s að fjárhæð 10.000.000 króna , auk málskostnaðar. S undurlið i stefnandi kröfu sína svo að krafist sé miskabóta að fjárhæð 5.000.000 króna lögreglu, þ.e. handtakan, húsleitin, gæsluvarðhaldið og svo síðar réttarstaða stefnanda sem sakborningur í peningaþvættismáli hafi skaðað æru hans, per sónu og frið, skv. b. efjist stefnandi bóta að fjárhæð 5.000.000 króna húsleitarinnar, handtökunnar, gæsluvarðhaldsins og þeirra eftirmála sem aðge rðir lögreglu höfðu, þar á meðal vegna réttarstöðu hans sem sakbornings í nærri 19 U m lagagrundvöll vís i stefnandi til 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrár, 246. gr. laga nr. 88/2008 og meginreglna skaðabótaréttar, þar á meðal 26. gr. laga nr. 50/1993. 17 A f hálfu stefnda sé byggt á því að hafna beri kröfu stefnanda eins og hún sé sett fram. Stefndi tel ji engin skilyrði vera til greiðslu skaðabóta á sakargrundvelli, sem sé skilyrði fyrir beitingu 26. gr. skaðabótalaga. Hins vegar f allist stefndi á að bótasky lda sé fyrir hendi á grun dvelli hlutlægu bótareglunnar í 246. gr. laga nr. 88/2008, en tel ji bótakröfu stefnanda í málinu vera allt of háa og í engu samræmi við dómafordæmi. Stefndi byggi á því að skilyrði þeirra þvingunarráðstafana sem stefnandi hafi sætt vegna rannsóknar málsins s amkvæmt IX . XIV. kafla sakamálalaga hafi að öllu leyti verið uppfyllt. Því hafi engri sök verið fyrir að fara af hálfu rannsakenda í málinu, enda allar þvingunarráðstafani rnar, utan handtakan , verið bygg ðar á dóms úrskurðum. Handtaka stefnanda hafi bygg s t á almennri handtökuheimild lögreglu í 1. mgr. 90. gr. laga nr. 88/2008. Skilyrði fyrir beitingu hennar hafi að öllu leyti verið uppfyllt og handtakan því réttmæt og lögmæt. Til rannsóknar hafi verið brot s em sætt hefði getað ákæru og lögregla hafi tal ið rökstuddan grun kominn fram um aðild stefnanda að þeim brotum. Hafa verð i í huga að á þessu frumstigi rannsóknar hafi lögreglu ekk i verið kunnugt um hvort háttsemi sakborninga væri einungis á þeirra vegum , og e.t.v. einstök og afmörkuð, eða hvort h ún væri liður í stærri og umfangsmeiri brotastarfsemi sem fleiri aðilar kynnu að tengjast, þar með talið hugsanlegir vitorðsmenn og jafnvel skipuleggjendur brota sem þekktu betur til regluverks um fjármagnsflutninga og/eða tengdust þei m óþekktu erlendu aðilum sem beint h efðu fénu til Íslands. Við rannsókn lögreglu hafi því eðli máls samkvæmt orðið að gera ráð fyrir slíkum möguleikum. Auk framangreinds , þá hafi sjálfstæðir framburðir bæði H og G bent til þess að í beinum aðdraganda rannsóknar lögreglu, þegar P hafi orðið ljóst að rannsókn beindist að honum eftir að hann haf ð i verið boðaður til skýrslutöku, hefði verið leitast við að koma undan eða eyðileggja sönnunargögn og samræma framburði sakbornin ga. Hafi framburðir P, H og G á þessum tíma bent til þess að stefnandi hefði átt einhverja aðkomu að slíkri háttsemi. Varðandi samræmingu framburða þá hafi einnig legið fyrir að bæði P og G h afi í fyrstu skýrslum sínum í málinu einmitt komið með samhljóða framburði um meint fasteignakaup tengd Víðidal 1, sem G hafi síðan aðspurður í annarri skýrslutöku yfir honum borið að hefði verið upploginn framburður beggja að undirlagi P, sem á þessum tíma hafi verið skjólstæðingur stefnanda. Í því sambandi hafi að auk i legið fyrir að bæði G og H h efðu borið um meintar ráðleggingar stefnanda sem varðað hefðu fasteignina Víðidal 1. Hafi H borið um þetta að eigin frumkvæði án þess að hafa í fyrri framburði nefnt nokkuð um þá fasteign og G b orið um þetta 18 aðspurður, þegar f ramburður H hafi verið borinn undir hann. Þessu öllu til viðbótar hafi svo við rannsókn málsins komið upp fyrrgreindar aðstæður varðandi farsíma P Hafi fyrrgreint háttalag stefnanda í þeim efnum þótt vekja grunsemdir og þeim mun meir i sem eftirgrennslan lögreglu eftir símanum hafi undið fram. Þær grunsemdir hafi í ofanálag við framangreind atriði vaknað í skjóli sjálfstæð ra framburð a sakborninga um eyðileggingu sönnunargagna og torveldun rannsóknar sem einni g hafi , a.m.k. að hluta til , beinst að stefnanda. Lögregla hafi þannig haft tvo sjálfstæða og að þessu leyti samhljóða framburði tveggja sakborninga í málinu, sem g efið hafi réttmætt tilefni til að ætla að stefnandi hefði hugsanlega átt þátt í brotum sem v erið hafi til rannsóknar. Fullyrðingum um að stefnanda hafi verið gefin réttarstaða sakbornings í málinu á grun dvelli sé vísað á bug sem röngum og ósönnuðum. U m hafi verið að ræða samhljóða framburð tveggja sakb orninga sem gefnir hafi verið á þeim tíma er þeir hafi sætt gæsluvarðhaldi í einangrun og f ramburðir þe irra því metnir trúverðugir þar sem þ eir hafi ekki getað samræmt þá á þeim tímapunkti er þeir hafi verið gefnir. Því sé haldið fram að þessir sakborningar hafi síðar dregið framburði sína um þetta til baka . Við skoðun rannsóknargagna f áist ekki séð að sakborningarnir hafi, á meðan málið hafi verið á rannsóknarstigi, dregið framburði til baka um meinta aðkomu stefnanda að m álinu. Stefnandi ber i sönnunarbyrði fyrir slík ri fullyrðingu, þ að er hvar og hvenær framburðir hafi þá verið dregnir til baka, svo og um hvaða framburði þau hafi þá dregið til baka, en um það segi ekki nákvæmlega í stefnu. H afi framburðir nir verið dregnir til bak a þá hafi það ekki verið gert fyrr en löngu eftir að sakborningar losnuðu úr einangrun og þeir þá haft tækifæri til að samræma framburð. Í síðustu skýrslutöku yfir stefnanda , 3. mars 2016 , hafi hann svo sjálfur borið að hvað sem l iði neitun hans á s akargiftum gæti hann þó ekki útilokað að hafa hugsanlega talað óvarlega um þau efni er símtal hans við P hafi sem hugsanlega hefði mátt skilja á þann hátt er fyrir hafi legið að H og G hefð u ge r t . Með vísan til alls þess sem hér h afi verið rakið tel ji stefndi ljóst að uppi hafi verið rökstuddur grunur um aðild stefnanda að þeim brotum sem v erið hafi til rannsóknar. Þá hafi og verið uppfyllt viðbótarskilyrði 1. mgr. 90. gr. sakamálalaga um að handtaka sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir spillingu sönnunargagna, sbr. lokalið ákvæðisins. Með sömu röksemdum þá tel ji stefndi að skilyrði til húsleita r , haldlagningar og öflunar símagagna samkvæmt IX., X. og XI. kafla laga nr. 88/2008 hafi verið uppfyllt 19 að öllu leyti. Þ ær þ vingunarráðstafanir hafi leitt beint af eða st aðið í nánum tengslum við þann rökstudda grun er v erið hafi grundvöllur handtöku stefnanda og séu nauðsyn við rannsókn sakamála. Hafi þessar aðgerðir lögreglu verið byggðar á úrskurðum dómara er tal ið hafi skil yrði húsleitar uppfyllt, sbr. húsleitarúrskurði. Sé því andmælt að ekki hafi verið gætt meðalhófs við framkvæmd húsleita r eða að gengið hafi verið lengra en nauðsyn hafi krafið við framkvæmd þeirra. Sérstaklega sé því mótmælt að ekki hafi verið gætt að því húsleiti na . En stefnandi sjálfur og lögmaður hans hafi verið þar viðstödd og eins og skýrslur ber i með sér þá hafi þau ekki gert athugasemdir við framkvæmd húsleita r . Það sé hlutverk verjenda, þegar þeir séu viðstaddir húsleit fyrir hönd skjólstæðinga, s amkvæmt Þar sem verjandi hafi verið viðstaddur húsleit, að ekki sé talað um stefnand a sjálf an , se m sé löglærður, þá sé þv í vísað á bug að ástæða hafi verið til þess þess að vera við leitina. Hvað varð i haldlagningu muna þá byggi st hún á 68. gr. sakamálalaga o g á þeim dómsúrskurðum þ ar sem húsleit hafi verið heimil uð í því skyni að hafa uppi á munum er leggja skyldi sem þar kunna að finnast og kunna að hafa sönnunargildi í sakamáli sem til rannsóknar H aldlagning haf i því hér verið byggð á dómsúrskurði um húsleit, en almennt sé ekki gert skilyrði um úrskurð til haldlagningar einnar og sér, sbr. 69. gr. sakamálalaga. Hafi rannsakendur því að engu leyti farið út fyrir þá heimild sem kveðið hafi verið á um í úrskurðunum og leitarheimildir afm arkast við leit að munum sem teng st hafi rannsókn málsins og gögn sem gæfu til kynna tengsl stefnanda við aðra sakborninga. Stefnandi hafi hins vegar gert kröfu um það að héraðssaksóknari eyddi afritum af rafrænum gögnum sem haldlögð hafi verið við húsleit á skrifstofu hans, en því haf i héraðssaksóknari hafnað 24. maí 2016, m.a. með vísan til þess að rannsókn á gögnu m væri ekki lokið og þar með væri ekki hægt að útiloka að þau hefðu sönnunargildi í sakamálinu. Þá hafi verið vísað til þ ess að spegilafrit í ritvörðu formi hefð u verið teki n af tölvum stefnanda, til að valda sem minnstri röskun, og ekki væri hægt að breyta slíku spegilafriti og þar með væri ekki unnt að eyða hluta slíks afrits. Stefnandi hafi borið þ á synjun undir héraðsdóm og krafist þess að hún yrði felld úr gildi, þ að er að héraðssaksóknara yrði gert skylt að eyða hinum haldlögðu gögnum. Héraðsdómur hafi kom i st að þeirri niðurstöðu að sjónarmiða um mikilvægi trúnaðarskyldu lögmanna 20 hefði ekki verið gætt við haldlagninguna og úrskurðað að skylt væri að eyða rafrænu gögnunum og hafi þeim í framhaldi verið eytt. Stefndi árétt i að húsleit og haldlagning gagna hafi farið fram í samræmi við úrskurði dómara og þótt héraðsdómari hafi síðar komist að þeirri niðurstöðu að eyða skyld i vissum gögnum , þar sem ekki væri tryggt að trúnaðarskyldu stefnanda gagnvart skjólstæðingum hans í öðrum málum væri gætt, þá h afi það ekki í för með sér að rannsakendur í málinu hafi sýnt af sér saknæma eða ólögmæta háttsemi, enda hafi allt sem fram hafi farið verið grundvallað á úrskurðum dómara við þann sama dómstól sem kv eðið hafi upp úrskurð um húsleitina . Farið hafi verið fram á gæsluvarðhald yfir stefnanda á sama grun ni og handtaka n hafi byggst á. Ekki síst hafi þar verið litið til rökstudds gruns r annsakenda um að stefnandi hefði átt þátt í, ásamt öðrum sakborningum, að torvelda rannsókn málsins með undanskoti og eyðileggingu sönnunargagna. M ótmælt sé röngum og ósönnuðum fo Ekki sé tilgreint nánar um hvaða meintu röngu staðhæfingar hafi verið að ræða, né lögð fram gögn er sýni fram á slíkt, e nda engum slíkum gögnum til að dreifa. Þegar farið sé fram með kröfu um gæsluvarðhald yfir sakborningi fyrir dóm fái dómari í hendur öll gög n er þá séu til orðin. Dómari sé því í aðstöðu til að kanna gögnin með hliðsjón af því sem rakið sé í kröfunni sjálf ri. Skilyrði í a - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 hafi verið uppfyllt og héraðsdómur hafi í samræmi við þ að fallist á gæsluvarðhald yfir stefnanda allt til 4. mars 2016. Stefnandi hafi s íðan verið látinn laus að kvöldi 3. m ars 2016 þar sem þá hafi ekki verið talið nauðsyn vegna rannsóknarhagsmuna að halda honum lengur og h afi þannig verið gætt meðalhófs. Skilyrði til beitingar þvingunarráðstafana hafi því verið fyrir hendi og aðgerðir lögreglu hafi verið lögmætar og gerðar af réttmætu tilefni þar sem up pi hafi verið rökstuddur grunur um aðild stefnanda að broti gegn almennum hegningarlögum sem varðað hefði getað fangelsi. Bætur verð i því ekki dæmdar eftir b - lið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993 á grun ni sakarreglunnar, sbr. reglur um húsbóndaábyrgð, enda engri ólögmætri eða saknæmri háttsemi fyrir að fara hjá lögreglu. Þ að ákvæði skaðabótalaga einskorðist við miskabætur og því sé ljóst að því verð i ekki beitt um kröfu stefnanda er varði fjártjón. Þá eig i við almenn skilyrði bótaábyrgðar á grun ni sakar, svo sem um orsakatengsl og sennilega afleiðingu og venjulegar sönnunarreglur skaðabótaréttar, einkum um að sanna þ urfi tilvist og umfang tjóns og sök meints tjónvalds. Því f ari 21 fjarri að stefnandi hafi hér uppfyllt sönnunarbyrði fyrir því að bótagr undvöllur hafi stofnast á grundvelli sakar og því ber i að hafna bótakröfu hans á þeim grundvelli. Af hálfu stefnanda sé , auk rökstuðnings fyrir bótaskyldu á gru nni sakar, einnig vísað til hlutlægu bótareglunnar í 246. gr. sakamálalaga og á því byggt að han n eigi rétt á bótum samkvæmt því ákvæði, þar sem málið hafi verið fellt niður hvað hann varð i , sbr. 1. og 2. mgr. 246. gr. En í 1. mgr. 246. gr. komi fram að maður sem borinn h afi verið sökum í sakamáli eigi rétt til bóta s amkvæmt 2. mgr., m.a. ef mál hans hefur verið fellt niður. Í 2. mgr. ákvæðisins k omi fram að dæma skuli bætur vegna aðgerða s amkvæmt IX . XIV. kafla laganna ef skilyrði 1. mgr. ákvæðisins eru fyrir hendi. Þó sé tekið fram í síðari málslið 2. mgr. að fella megi bætur niður eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisi kröfu r á. Á kvæði 246. gr. sakamálalaga einskorðist , s amkvæmt 2. mgr. þess, við bætur vegna þvingunarráðstafana sem menn haf i þurft að sæta við rannsókn sakamála. Reglan sé samkvæmt skýru orðalagi einskorðuð við þessar rannsóknaraðgerðir og ekki túlkuð rýmra en eftir orða nna hljóðan á grun ni almennra lögskýringarsjónarmiða. Séu í ákvæðinu tæmandi talin tilvik er leitt get i til hlutlægrar bótaskyldu, sbr. d óma Hæstaréttar Íslands í málum nr . 27/2018 og nr. 269/2000. Stefnandi eigi því ekki rétt á bótum á þessum grun ni H aldið sé fram í stefnu, að ástæða hefði verið til að breyta réttarstöðu stefnanda fyrr, eða þegar framburðir H og G hafi verið dregnir til baka. S tefndi fái ekki séð að þessir framburðir hafi verið dregnir til baka á meðan málið hafi verið til rannsóknar og ekkert k omi fram um það í stefnu hvenær slíkt eig i þá að hafa átt sér stað. N auðsynlegt hafi verið að lýsa eftir og fá framseldan frá Ítalíu erlendan mann (C) sem kom ið hafi til Íslands á þeim tíma sem brotin hafi átt sér stað og talinn v erið hafa átt þátt í þei m með öðrum sakborningum. Hafi verið mat lögreglu að um mikilvægan hlekk væri að ræða í málinu, þar sem sá maður hafi verið helsta beina tengingin við þá óþekktu erlendu aðila sem f ramið hafi frumbrotið í málinu, þ.e. fjársvikin gagnvart Nesfiski ehf. og k óreska fyrirtækinu. Hafi C verið framseldur til Íslands í ágúst 2017 og v erið yfirheyrður af lögreglu 17. og 24. ágúst 2017. Það hafi fyrst verið eftir að framburður C hafi fengist í málinu sem unnt hafi verið að ljúka rannsókn þess og taka ákvörðun um áfr amhald ið . Að virtum öllum gögnum hafi ákæra verið gefin út fjórum vikum síðar á hendur H, G, P og C, en málið fellt niður gagnvart stefnanda, þar sem það hafi ekki verið talið nægilegt eða líklegt til sakfellis, sbr. 145. gr. laga nr. 88/2008 . 22 E kki hafi ve rið tilefni til að breyta réttarstöðu stefnanda fyrr en rannsókn málsins hafi verið endanlega lokið og ákæruvaldið þá g etað yfirfarið öll gögn málsins í samhengi. Þá sé því mótmælt sem ósönnuðu að aðrir sakborningar hafi breytt framburði sínum um meintan þ átt stefnanda í brotunum á meðan málið hafi enn verið til rannsóknar. Af hálfu stefnda sé fallist á það að í máli stefnanda séu uppfyllt skilyrði hlutlægu bótareglunnar í 246. gr. sakamálalaga, enda hafi mál hans verið fellt niður. Fjárhæð bótakröfunnar sé þó allt of há að mati stefnda og í engu samræmi við dómafordæmi. Eigi það bæði við um miskabótakröfuna sem og kröfu hans um bætur fyrir fjártjón. Í 5. mgr. 246. gr. segi að bæta skuli fjártjón og miska ef því er að skipta. Til að fjártjón verði bætt ber i stefnanda að sýna fram á slíkt tjón, eftir atvikum með gögnum er styðj i slíka kröfu. Engin gögn haf i verið lögð fram um meint fjártjón stefnanda og hann því ekki axlað sönnunarbyrði í þe im efnum, þar á meðal um orsakatengsl og sennilega afleiðingu. Einungi s sé vísað til hugleiðinga um það hverjar tímaskráningar stefnanda kynnu að hafa verið á meðan hann hafi sætt gæsluvarðhaldi í rúma þrjá sólarhringa. Einnig sé því haldið fram að stefnandi hafi verið óvinnufær í sex daga eftir gæsluvarðhaldið og þá enn á n ý vísað til líklegra tímaskráninga og tímagjalds. Þá byggi stefnandi á því að auk framangreinds þá hafi hann misst mikil viðskipti vegna aðgerða lögreglu. H afi viðskiptavinir hætt viðskiptum við hann, auk þess sem störfum hans sem verjanda hafi fækkað veru lega og hann eng um þrotabú um fengið úthlutað frá héraðsdómi eftir þessar aðgerðir lögreglu , en e ngin gögn séu lögð fram er sýnt geti fram á þetta. Sérstaklega sé þá bent á að stefnandi hafi fengið greitt fyrir störf sín sem verjandi P í upphafi rannsóknar, sbr. dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu . Með hliðsjón af framangreindu ber i að hafna bótakröfu stefnanda vegna f j ártjóns, enda það með öllu ósannað. St andi þá eftir krafa um miskabætur samkvæmt hlutlæg ri bótareglu 246. gr. sakamálalaga. Fallist stefndi á að stefnandi eigi rétt til miskabóta samkvæmt því en tel ji kröfuna allt of háa þegar höfð sé hliðsjón af dómafordæmum. Í tengslum við fjárhæð miskabóta sé og bent á að stefnandi hafi verið í haldi lögreglu í um þrjá sólarhringa og gætt hafi v erið meðalhófs og hann svo látinn laus um leið og ástæður til þess hafi ekki lengur talist vera fyrir hendi , og þá áður en gæsluvarðhald ið samkvæmt úrskurði héraðsdóms hafi runnið út, sbr. 2. mgr. 97. gr. sakamálalaga. Af hálfu stefnanda h afi verið vísað til f jölmiðlaumfjöllunar um handtöku hans og um gæsluvarðhald ið og stöðu hans sem lögmanns og fullyrt að héraðssaksóknari hafi staðfest við fjölmiðla framangreindar aðgerðir gagnvart honum . Hafi þ ví verið vegið 23 gróflega að starfsheiðri stefnanda með aðgerðum lö greglu sem leitt hafi til miska fyrir hans . Í þessu sambandi vil ji stefndi taka fram að honum sé ekki kunnugt um að saksóknari hafi staðfest við fjölmiðla að rannsóknaraðgerðirnar hefðu beinst að stefnanda, en um þetta legg i stefnandi ekki fram nein gögn. Þá árétt i st að ríkinu verð i ekki gert að bera ábyrgð á fréttaflutningi fjölmiðla um sakamál og bótaskylda verði því ekki felld á stefnda af því tilefni, sbr. dóm Hæstaréttar Í slands í máli nr. 11/2016. Með hliðsjón af öllu framansögðu tel ji stefndi að hafn a beri kröfu stefnanda um bætur fyrir fjártjón, þar sem ekkert ligg i fyrir um slíkt tjón annað en fullyrðingar hans . Þá tel ji stefndi einnig að lækka beri miskabótakröfu stefnanda verulega með hliðsjón af dómafordæmum og ítrek i kröfu um það að málskostnaðu r verði látinn niður falla. Niður staða S vo s em rakið er frekar hér að framan sögðu þá afmarkast ágreiningur máls aðila um dómkröfur stefnanda í máli þe s su annars vegar af því hvert eigi með réttu að vera umfang þeirra miskabóta sem honum ber i úr hendi stefnda , og hins vegar því hvort stefnandi hafi einnig sýnt fram á eiginlegt fjártjón sitt sem hann eigi þá einnig rétt á að fá bætt úr hendi stefnda . Í báðum tilvikum nýtur stefnandi í málinu þ ess sérstaka réttarfarshagsræðis sem leiðir af ákvæð um 246. gr. laga nr. 88/2008 og mælir fyrir um bótarétt á hlutlægum grundvelli þegar rannsókn í sakamáli á hendur manni hefur verið felld niður og nær sá bótaréttur þá til miska og fjártjóns sem sýnt þykir að leitt hafi af þvingunarráðstöfunum samkvæmt IX. XIV. kafla þeirra laga. Fyrir liggur að stefndi hefur þegar fallist á það að stefnandi eigi rétt til miskabóta á þessum grundvelli, þótt stefndi fallist ekki á umkrafið umfang miskabóta af hálfu stefnanda í máli nu , auk þess sem að stefndi telur að stefnandi hafi ekki sýnt fram á nokkuð fjártjón sitt í málinu . Stefnandi höfðar mál ið á framangreindum grundvelli 246. gr. laga nr. 88/2008 , en vísar einnig til 26. gr. laga nr. 50/1993 , hvað varðar miskabótakröfu sína , sem og til sakarre glunnar um fjártjón sitt , en báðar þær reglur setja ríkari sönnunarkröfur og skilyrði en 246. gr. laga nr. 88/2008 , þar sem sök er þá bóta skilyrði . Að mati dómsins koma því þær reglur, eins og stefnandi leggur hér upp mál sitt , einungis sérstaklega til áli ta sem bótagrundvöllur þegar atvik sem vísað er til falla ekki undir reglu rnar í 246. gr. laga nr. 88/2008 . E n í öllum tilvikum þarf þó að sýna fram á miska og fjártjón og umfang þess a og þarf þ ví að leggja mat á rétt mæti framangreind ra ráðstafan a þar sem málsaðilar deila hér um sönnun málsatvika og um þýðingu þeirra í þessu tilliti. 24 Þær ráðstafanir í málinu sem ótvírætt falla undir 246. gr. laga nr. 88/2008 og deilt er um eru í fyrsta lagi handtaka stefnanda , 29. febrúar 2016 , í öðru lagi húsleit bæði á starfs s töð hans og á heimili hans sama dag og haldlagning á mun um þ ar , og loks sú frelsissvipting og gæsl u varðhald er hann sætti frá 29. febrúar til 3. mars s.á . Hverfist ágreiningur aðila um mat á miska einkum um það hvort að mat og vinnubrögð af hálfu lögreglu og ákæruvalds geti talist hafa verið forsvaranleg t eins og hér stóð á . T engist það þá einkum þeirri sakamála rannsókn sem leiddi síðan til framangreindra ráðstafana gagnvart stefnanda, en jafnframt er deilt um framkvæmd þeirra ráðstafana , og þá ekki síst með hliðsjón af stöðu stefnanda sem lögmanns og verjanda sakbornings í málinu. Hvað varðar fyrst upphaf málsins, þá deila aðilar hér einkum um það hvort gild rök hafi í upphafi staðið til þess að stefnandi, sem hafði áður verið skipaður verjandi P , eins sakborninga í framangreindu saka máli , fengi síðan sjálfur stöðu sakbornings í því máli . Það er þá m eð því að hann var handtekinn þann 29. febrúar 2016 grunaður um að eiga einhvers konar aðild að umræddu peningaþvættisbroti sakborninganna H , G og P , með því að hafa veit t P ráð við það að reyna að fela slóð þeirra fjármuna se m um ræddi og jafnvel önnur sönnunargögn , þá einkum vísað til farsíma. Eins og rakið er í fyrirliggjandi gæsluvarðhaldskröfu, dags 1. mars 2016, þá var s tefnandi nánar tiltekið grunaður um brot gegn ákvæðum XVII., XXVI. og XXVII. kafla almennra hegningarlaga, einkum 155. gr., 248. gr. og 264. gr. þeirra laga. Kemur fram í kröfunni að stefnandi hafi látið einum sakborninga í té ráð um hvernig skyldi standa að fjármagnsflutningunum, ráðlagt að millifæra fjármunina inn á persónulegan reikning eins þeirra og þaðan úr landi. Stefnandi hafi þá aðstoðað við stofnun erlends bankareiknings sem og lagt til eigin bankareikning í Sviss . H ann hafi þá átt fundi með sakbo rningum þar sem þeir hafi samræmt framburð sinn og losað sig við farsíma sem notaðir hafi verið í samskiptum við þá erlendu aðila sem tengdust fjármunafærslunum. Enn fremur liggur fyrir að framangreint er þar sagt byggt á skýrslutökum hjá lögreglu. Þá l igg ur fyrir að húsleitarkröfur, dags 29. febrúar 2016, byggðu einnig á sama grunni. Sé litið til ítarlegra máls gagn a um skýrslutökur af þeim P, H og G fyrir lögreglu, þá liggur fyrir að það var einkum fremur afdráttarlaus framburður H í skýrslutöku hjá lögre glu , þann 27. febrúar 2016, sem varpaði framangreindum grun á stefnanda . E n jafnframt kann lögregla að hafa tekið mið af framburði G , þann 29. febrúar s.á, að því marki sem hann hafi samræmst framburði H um samskiptin við stefnanda hvað varðar lýsingar á samtali han s við P þar sem þau þrjú voru í bíl við Voga á Vatnsleysuströnd 25 4. febrúar 2016. Virðist af hálfu stefnda staðhæft að þetta og samskipti P og stefnanda sem verjanda P við skýrslutöku hjá lögreg lu , þann 26. febrúar 2016 , hafi að lokum leitt til þess heildar mats lögreglu að stefnandi væri undir rökstuddum grun um það að hafa átt ein hvers konar aðild að brotunum. Að mati dómsins er , eins og málið virðist þá hafa horft við rannsakendum , ekki unnt að staðhæfa að þetta mat hafi þá talist vera fullkomlega óforsvaranlegt , þótt síðar ætti eftir að koma betur í ljós að það væri alls ekki reist á traustum grunni. Er því ekki unnt að staðhæfa það að þvingunarráðstafanir , þann 29. febrúar og þann 1. mars 2016 , hafi bersýnilega ekki getað talist vera reistar á rökstuddum grun þ egar þær áttu sér stað . Þó ber að fallast á með stefnanda að orðalag í framangreindum kröfum hafi um sumt verið ónákvæmt þar sem reyndin virðist hafa verið sú að það var einkum framangrei ndur afdráttarlaus framburður H sem skipti hér sköpum. En f yrir liggur að dóm ari féllst á kröfur nar í ljósi þeirra gagna er lágu fyrir. Hvað varðar þá framkvæmd á handtöku stefnanda , þá er af hans hálfu sérstaklega vísað til þess að hann hafi verið færður í handjárn þá þegar við handtöku na á starfstöð héraðssaksóknara og hafður í þeim á meðan á húslei t stóð á starfsstöð hans , þar sem hann hafi síðan verið leystur úr handjárnum . Bar stefnandi sjálfur um þetta fyrir dómi en jafnframt k omu tvö vitni fyrir dóminn sem kváðust hafa séð stefnanda í handjárnum á starfs s töð hans. Verður í ljósi framangreinds , og þrátt fyrir að handtökuskýrsla greini ekki frá þeirri valdbeitningu, að ganga út frá því að stefnandi hafi þá verið fluttur í handjár num á starf s stöð sína þar sem hús leit fór fram. Verður að átelja þau mistök af hálfu lögreglu að þessa hafi ekki verið getið í handtökuskýrslu og að engar skýringar skuli nú liggja fyrir um nauðsyn til þess að stefnandi sætti svo íþyngjandi valdbeitingu að rar en þær að slík t sé stund um tali ð nauðsyn við flutning handtekinna manna , án þess að það hafi verið rökstutt í greint sinn . Verður því að fallast á það með stefnanda að notkun handjárna hafi eins og á stóð verið óþarflega meiðandi fyrir stefnanda , og sú óútskýrða framkvæmd hafi verið til þess fallin að auka á miska hans , en í framburði lögreglumann a fyrir dómi kom fram að það úrræði væri sjaldgæf t í slíkum aðstæðum . Hvað varðar þá húsleit á starf s stöð og á heimili stefnanda og haldlagningu gagna þar , þá verður hér að taka undir þá gagnrýni sem fram kemur í úrskurði H éraðsdóms Reykjavíkur frá 15. júlí 2016 , um að ekki hafi verið gætt eðlilegs meðalhófs í umfangi við haldlagningu og afritun gagna á starfstöðinni , með hliðsjón af því að stefnandi er starfandi lögmaður og mátti því ljóst vera að slíkar ráðstafanir kynnu að vera sérlega íþyngjandi og að gæta yrði sérstaklega að sjónarmiðum um trúnaða r skyldu lögmanna . 26 Fyrir liggur að sú regla sem lögfest er í 22. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn , og sú sérstaka trúnaðarskylda sem fylgir starfi þeirra gagnvart skjólstæðingum sínum, er ein af undirstöðum réttarríkisins og horfir einkum til réttaröryggis almennings . Þá virðist af gögnum málsins mega ráða að á meðal þess sem haldlagt hafi verið við húsleit in a á starfstöð stefnanda hafi verið gögn sem fjallað er sérstaklega um í 2. málslið 1. mgr. 68. gr. laga nr. 88/2008, og sem óheimilt telst að leggja hald á. Varpar framangreind atburðarás þó einkum ljósi á það að réttarumgjörð hérlendis kunni að vera áfátt varðandi lögmenn í slíkri aðstöðu se m stefnandi og rannsakendur stóðu hér frammi fyrir. En Mannréttindadómstóll Evrópu virðist samkvæmt M annréttindasáttmála Evrópu , sem lögfestur er hérlendis með lögum nr. 62/1994, áskilja aðkomu hlutlauss rannsakanda þeg ar haldlögð eru viðkvæm gögn hjá lögmönnum, ásamt öðru, sbr. einkum dóm dómstólsins í málinu nr. 50882/99 frá 27. september 2005 (Sallinen o.fl. gegn Finnlandi) sem rakið er í framangreindum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. júlí 2016 . Í því máli sem hér um ræðir , og sem snýr að bótakröfu m stefnanda , þá er það því mat dómsins að f ramkvæmd húsleitar innar, 29. febrúar 2016, og þá einkum ótakmörkuð haldlagning á trúnaðargögnum stefnanda sem lögmanns á starf s stöð hans , hafi samkvæmt framangreindu ótvírætt falið í sér sérlega íþyngjandi ráðstöfun fyrir hann og þá ekki síst gagnvart samstarfsfólki, skjólstæðingum, sem og fjölskyldu hans , og sú framkvæmd verið til þess falli n að fela í sér verulegan miska fyrir stefnanda. Hvað varðar þá kröfu um gæsluvarðhald yfir stefnanda, sbr. úrskurð 1. mars 2016, þá deila málsaðilar um það hvort framsetning á þeirri kröfu hafi verið villandi af hálfu saksóknara með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum málsins og hún þá jafnvel beinlínis leitt til þess að stefnandi hafi þá verið látinn sæta gæsluvarðhaldi að ófyrirsynju. Að mati dómsins þá verður, þrátt fyrir vissulega nokkuð ónákvæmt orðalag í umræddri kröfu um gæsluvarðhald , svo sem hér að framan er rakið , þó ekki talið sýnt að þar hafi bersýnilega ve rið um svo villandi framsetningu að ræða að jafna megi til blekkingar , hvað þá vísvitandi , e n slíkri kröfu fylgja og jafnan málsgögn. F yrir liggur að stefnandi þurfti að sæta frelsissviptingu , fyrst handtekinn og svo í gæsluvarðhaldi í einangrun í alls þrj á sólarhringa og sex klukkustundir , þar sem hann þurfti og að gefa tvær skýrslur fyrir lögreglu og eina fyrir dómi , og er óumdeilt að slíkt teljist jafnan afar íþyngjandi. Stefnandi hefur e innig lagt áherslu á það að hann hafi auk þvingunarráðstafana þurft að sæta því að hafa stöðu sakbornings ó þarflega lengi , en málið gegn honum hafi ekki verið fellt niður fyrr en 21. september 2017 , og hafi þ að einnig þýðingu við 27 mat á miska. Ljóst er að dráttur á því að aflétta stöðu manns sem sakbornings fellur ek ki undir ráðstafanir í IX. XIV. kafla laga nr. 88/2008 og verða miska bætur vegna slíks því ekki sóttar á grunni 246. gr. þeirra laga , heldur á sakargrundvelli, sbr. 26. gr. b í lögum nr. 50/1 993 . Fallast verður á það með stefnanda að rannsókn á þætti hans í málinu hafi dregist ótæpilega . A f hálfu stefnda hafa helst verið gefnar þær skýringar að beðið hafi verið framsals sakbornings C erlendis frá sem talið var að gæti upplýst málið verulega og þar með um mögulegan þátt stefnanda. Að mati dómsins verður þó e kki séð að fram hafi komið gildar skýringar á því hvernig framburður C hafi átt að geta haft þýðingu varðandi stöðu stefnanda í málinu eins og málum var þá komið . Verður að telja ljóst af fyrirliggjandi gögnum málsins að m un fyrr hafi legið nægilega ljóst fyrir að framburður annarra sakborninga , sem upphaflega felld i grun á stefnanda , væri ekki nægilega traustur eða samkvæmur til þess að réttlæta að sakamálið gegn honum yrði ekki fyrr látið niður falla en raun bar vitni , sbr. sjónarmið er búa að baki 2. málslið 2. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008. E n hinn langi tími með stöðu sakbornings hlaut að hafa verulega þýðingu fyrir stefnanda , þá ekki síst á þeirri vegferð hans að leitast við að endurreisa mannorð sitt sem lögmanns . Verður því, að mati dómsins, að te lja að þessi óútskýrði og verulegi dráttur á niðurfellingu máls ins gegn stefnanda hafi þannig falið í sér ólögmæta meingerð í hans garð , sbr. 26. gr. b laga nr. 50/1993 , og þannig ótvírætt verið til þess falli ð að auka á miska hans í tengslum við málið í h eild. Með hliðsjón af öllu hér framangreindu , þá verða hæfilegar miskabætur til handa stefnanda , það er á grun dvelli ákvæða 246. gr. laga nr. 88/2008 , vegna framangreindra þvingunarráðstafana, þ að er handtöku, húsleitar á starfs s töð og heimili, haldlagningar gagna og frelsissviptingar og gæsluvarðhalds í einangrun í þrjá sólarh r inga og sex stundir, auk dráttar á því að mál stefnanda hafi verið látið niður falla um leið og ljóst mátti vera að það væri ekki líklegt til sakfellis, sbr. b - liður 1. mg r. 26. g r. í lögum nr. 50/1993, hér metnar í einu lagi að álitum. Við það mat telur dómurinn að sérstaklega verði þá að líta til þess , að hvað sem líður upphaflegu réttmæti umræddra ráðstafana gagnvart stefnanda miðað við það sem þá lá fyrir í málinu í ljó si framburða annarra , þá reyndist sá grunur þegar upp i var staðið reistur á veikum grunni , og reyndist sérlega afdrifarík t fyrir stefnanda og þá ekki síst fyrir stöðu hans sem starfandi lögmanns . Blasir við að umræddar ráðstafanir og framkvæmd þeirra reynd ust í mörgu tilliti vera sérlega íþyngjandi fyrir stefnanda sem lögmann , en lögmenn reið a sig öðru fremur á mannorð sitt og traust samborgara sinna . Þá l iggur einnig fyrir að mál þetta hefur eðli 28 máls samkvæmt reynst vera stefnanda sérlega erfitt persónulega í mörgu tilliti , eins og máls gögn varpa skýru ljósi á , sem og einnig framburður hans sjálfs hér fyrir dómi. Í ljósi þessa , sem og alls hér framangreinds , þá verða þær miskabætur sem stefnd a verður því gert að greiða til stefnanda hér hæfil ega metnar sem alls 1 . 5 00.000 krón ur . Hvað varðar þá síðan bótakröfu stefnanda v egna ætlaðs fjártjón s hans , sem rakin er að framasögðu, þá þarf jafnan að sýna fram á slíkt tjón. E n e ins og gagnaöflun hefur hér verið háttað af hálfu stefnanda þá liggja ekki fyrir í málinu nægilega ótvíræð gögn um það hvort eða með hvaða hætti umræddar ráðstafanir hafi í reynd haft áhrif á tekjur hans, svo sem skattframtöl eða möt. Verður því að fallast hér á það með stefnda , að fjártjón stefnanda liggi hér ekki nægilega ljós t fyrir , þótt ætla verði að það hljóti vísast að vera nokkurt , sbr. t.d. röskun á starfi hans sem lögmanns vegna framangreindrar frelsissviptingar , en umfangið telst þó við svo búið vera ósannað. V erður því að sýkna stefnda af þe ssum þætti kröfu gerðar innar sem lýt ur að skaðabótum fyrir ætlað fjártjón. Með hliðsjón af öllu hér framangreindu þá verður að mati dómsins ekki talið að aðrar fram komnar röksemdir eða málsástæður aðila haf i sérstaka þýðingu í máli þessu eða geti leitt til annarrar niðurstöðu í því, sbr. e - lið 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991. Það verður því niðurstaða n í málinu að stefnda skuli gert að greiða stefnanda alls 1 . 5 00.000 krón ur í miskabætur. Þá verður enn fremur fallist á kröfur stefnanda um vexti og dráttarvexti af þeirri fjárhæð , eins og leiðir af framangreind ri kröfugerð hans , en ekki verður séð að komið hafi fram ótvíræðar efnislegar varnir stefnda um þau efni. Fyrir liggur að stefnanda var veitt gjafsóknarleyfi til málareksturs þessa þann 8. maí 2018 og ber eftir því að greiða allan gjafsóknarkostnað stefnanda í máli þessu úr ríkissjóði , en þar með talin er þóknun lögmanns hans, Arnars Þórs Stefánssonar, sem þykir vera hæfilega ákveðin 2.480.000 krónur , þá að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Rétt er að geta þes s að tekið hefur þá verið tillit til framlagðar tímaskráningar af hálfu lögmannsins og rökstuðnings hans um umfang málsins sem er ótvírætt umtalsvert. Eins og mál ið liggur fyrir þykir rétt að málskostnaður á milli aðila falli niður . Málið fluttu Arnar Þór Stefánsson lögmaður fyrir stefnanda, en Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður fyrir stefnda. Pétur Dam Leifsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Dómarinn tók við meðferð málsins 5. september sl. en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. 29 Dómso r ð: Stefndi, Íslenska ríkið , greiði stefnanda , Steinbergi Finnbogasyni, 1 . 5 00.000 krón ur , ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 29. febrúar 2016 til 2. desember 2017, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr . sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður á milli aðila fellur niður, en allur gjafsóknarkostnaður stefnanda skal greiðast úr ríkissjóði en þar með talin er málflutningsþóknun lögmanns stefnanda , Arnars Þór s Stefánssonar, sem þykir vera hæf ilega ákveðin sem alls 2.480.000 krónur. Pétur Dam Leifsson