1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjaness þriðju daginn 8. september 20 20 í máli nr. S - 1569/ 201 9 : Ákæruvaldið ( Sigrún Inga Guðnadóttir aðstoðar saksóknar i ) gegn Tomasz Daniel Michalski ( Páll Kristjánsson lögmaður ) I Mál þetta, sem dómtekið var 2 8. ágúst 2020 , höfðaði l ögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu m eð ákæru 24. september 2019 á hendur Tomasz Daniel Michalski, kt. 000000 - 0000 , S uð ur götu 77, Hafnarfirði, fyrir eftirfarandi umferðarlagbrot framin á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2018 og 2019, með því að hafa: 1. Föstudaginn 29. júní 2018, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Hringbraut við Suðurgötu í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. M: 007 - 2018 - 46205 2. Mánudaginn 9. júlí 2018, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti úr bifreiðarstæði við Suðurgötu 77 í Hafnarfirði og aftur í stæðið, þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða. M: 007 - 2018 - 47731 3. Laugardaginn 4. ágúst 2018, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Suðurgötu í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn við hús númer 73. M: 007 - 2018 - 53445 4. Þriðjudaginn 21. ágúst 2018, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Hringbraut við Suðurgötu í Hafnarfirði, þar sem lögregla stö ðvaði aksturinn. M: 007 - 2018 - 56921 5. Laugardaginn 25. ágúst 2018, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti úr bifreiðarstæði við Hvaleyrarbraut 4 - 6 í Hafnarfirði út á Hvaleyrarbraut og aftur inn í bifreiðarstæði, þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða. M: 007 - 2018 - 57285 2 6. Mánudaginn 10. september 2018, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti vestur Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði inn á bifreiðarstæði við Hvaleyrarbraut 4 - 6, þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða. M: 007 - 2018 - 61180 7. Fimmtudaginn 4. október 2018 , ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti, austur Hringbraut frá Strandgötu inn í bifreiðarstæði Suðurbæjarlaugar við Hringbraut 77 í Hafnarfirði, þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða. M: 007 - 2018 - 67319 8. Laugardaginn 5. janúar 2019, ekið bifreiðinni [. ..] sviptur ökurétti um Hvaleyrarbraut við Brekkutröð í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. M: 007 - 2019 - 1145 9. Mánudaginn 7. janúar 2019, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Öldugötu í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn við Öldutúnsskóla. M: 007 - 2019 - 1026 10. Mánudaginn 4. mars 2019, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti austur Hjallahraun og Flatahraun í Hafnarfirði, þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða á bifreiðarstæði Krónunnar, Flatahrauni 13. M: 007 - 2019 - 12554 11. Aðfa ranótt miðvikudagsins 1. maí 2019, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og undir sem lögregla stöðvaði aksturinn. M: 007 - 2019 - 26110 12. Að kvöldi miðvikudagsins 7. ágúst 2019, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Hafnarfjarðarveg við Engidal í Garðabæ, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. M: 007 - 2019 - 50801 13. Sunnudaginn 18. ágúst 2019, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Helluhraun í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn við Helluhraun 18. M: 007 - 2019 - 52668 Teljast brot í öllum ákæruliðum varða við 1. mgr. 48. gr. og brot í ákærulið 11 einnig við 1., sbr. 3. mgr. 45. gr., allt sbr. 1. mgr. 1 00. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. og 102. gr. laga nr. 50/1987. 3 Við fyrirtöku málsins á dómþingi 12. desember 2019 var bók að eftir sækjanda að fallið væri frá ákæruliðum 12 og 13 í ákæru, auk þess sem fallið væri frá þeirri verknaðarlýsingu í ákærulið 11 að ákærði hefði í umrætt sinn ekið sviptur ökurétti. Í sama þinghaldi neitaði ákærði sakargiftum samkvæmt ákæruliðum 5, 6, 10 og 11 , en játaði sök samkvæmt öðrum ákæruliðum. Krefst hann sýknu af ákæruliðum 5, 6, 10 og 11, en vægustu refsingar sem lög leyfa vegna annarra ákæruliða. Jafnframt kr efst hann þess að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóð i . II Þar sem ákærði hefur greiðlega gengist við þeim sakargiftum sem lýst er í ákæruliðum 1 4 og 7 9 og dómari telur ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans sé sannleikanum samkvæm er látið nægja að skírskota til ákæru um málsatvik, sbr. 1. mgr. 164. gr. og 4. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Telst því sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í þeim ákæruliðum greinir og er þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Að því er aðra ákæruliði varðar eru atvik þessi samkvæmt framlö gðum lögregluskýrslum : Ákæruliður 5. Fimmtudaginn 23. ágúst 2018 veittu lögreglumenn athygli bifreiðinni [...] , sem var kyrrstæð í porti við Hvaleyrarbraut 4 - 6 , Hafnarfirði . Tveimur dögum áður hafði ákærði v erið stöðva ður á þeirri bifreið, sviptur ökuréttindum, og mun þá hafa haft á orði að hann myndi ekki hætta að aka . Lögreglubifreiðinni var lagt við Krónuna, Hvaleyrarbraut 3, og fylgdust lögreglumenn þaðan með bifreið ákærða. Skömmu síðar var bifreið inni e kið á bifreiðastæðinu v ið Hvalaeyrarbraut 4 - 6 og 2 - 3 metra út á Hvaleyrarbraut . Þegar lögreglubifreiðin lagði af stað í átt að [...] var bifreiðinni ekið rólega aftur á bak í bifreiðastæði. Þegar lögreglan kom á staðinn var ákærði að ganga frá bifreiðinni með kveikjuláslykla í h öndunum. Var hann ósáttur við afskiptin og sagði að lögreglan legði sig í einelt i . Fyrir dómi neitaði ákærði sök, en sagðist þó ekki muna eftir þessu atviki enda væri langt um liðið. Hins vegar sagðist hann hafa unnið á þessum tíma á bifreiðaverkstæðinu Kvikkfix að Hvaleyrarbraut 4 - 6. Lögreglumenn sem höfðu afskipti af ákærða umrætt sinn komu fyrir dóminn og staðfestu að atvik hafi verið samkvæmt ofanrituðu. Í máli þeirra beggja kom fram að þeir þekkt u ákærða vegna fyrri afskipta af honum. Sérstaklega að spurð i r s ögðust þeir ekki hafa séð ákærða aka, en hins vegar hafi þeir séð ákærða stíga út úr bifreiðinni og ganga frá henni með kveikjuláslykla eftir að henni var bakkað á bifreiðastæðinu . E nginn annar h afi verið sjáanlegur og enginn annar í bifreiðinni. Ákæruliður 6. 4 Mánudaginn 10. september 2018 komu lögreglumenn auga á ákærða þar sem hann ók bifreiðinni [...] vestur Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Þar sem lögreglumenn vissu að ákærði v ar sviptur ökuréttindum var honum gefið merki um að stöðva bifreiðina. Ákærði beygði þá inn á nærl iggjandi bílaplan, kom út úr bifreiðinni og tók til fótanna inn á verkstæði sem þar er. Nokkru síðar kom hann út af verkstæðinu , en neitaði að skrifa undir vettvangsskýrslu lögreglunnar. Ákærði kvaðst fyrir dómi heldu r ekki muna eftir þessu, en tók fram að einn lögreglumaður hefði sífellt verið að hafa afskipti af honum. Fyrir dómi staðfestu lögreglumenn að hafa séð ákærða aka bifreiðinni [...] og fylgt henni eftir inn á bifreiðastæði við verkstæði Kvikkfix . Báðir lögr eglumennirnir sögðust þekkja ákærða vel, þar sem þeir hefðu margoft áður haft afskipti af honum. Ákæruliður 10 . Þann 4. mars 2019 veittu lögreglumenn bifreið ákærða athygli þar sem henni var ekið austur Hjallahraun í Hafnarfirði. Annar l ögreglum annanna þekkt i ákærða, sem var ökumaður, og veittu þeir bifreiðinni eftirför þar sem ákærði var þá sviptur ökuréttindum. Fundu þeir bifreiðina á bifreiðastæði við Krónuna við Flatahraun . Á kærði sat í ökumannssætinu og var bifreiðin í gangi. Var hann ósáttur við afskipti lögreglunn ar. Rituð var skýrsla um málið, en ákærði neitaði að hafa ekið bifreiðinni. Fyrir dómi neitaði ákærði að hafa verið ökumaður bifreiðarinnar umrætt sinn og sagði að vinur sinn, A , hefði ekið , en sjálfur hefði hann setið í farþegasæti. Með þeim hafi verið tvö börn ákærða. Í fyrstu n eitaði hann því að hafa setið í ökumannssætinu þegar lögreglan kom að og sagðist þvert á móti hafa setið í farþegasætinu, við hlið ökumanns, og beðið þar eftir vini sínum á meðan hann fór í verslun Krónunnar. Síðar kvaðst hann hins vegar hafa sest í ökumannssætið þar sem úti hafi rignt . Annar lögreglumannanna sem hafði afskipti af ákærða í máli þessu og ritaði skýrslu um málið kvaðst fyrir dómi þekkja ákærða og sagðist þess fullviss að hann hafi séð ákærða aka bifreiðinni austur Hjallahraun. Hann hafi hins vegar misst sjónar á bifreiðinni stutta stund , en fundið hana síðar á bílaplani við Krónuna á Flatahrauni. Hafi ákærði setið í ökumannssæti og bifreiðin í gangi, en ákærði hafi neitað því að hafa ekið henni. Ekki kvaðst sá lögreglumaður minnast þess að aðrir en ákærði hafi verið í bifreiðinni. Hinn lögreglumaðurinn, sem einnig vann að málinu með skýrsluritara, sagðist ekki hafa þekkt ákærða í akstri, en skýrsluritari hafi gert það. Hins vegar fullyrti hún að ákærði hafi setið í ökumannssæti bifreiðarinnar þegar þau komu að bifreiðinni á bifreiðastæði við Krónuna, og hafi bifreiðin þá verið í gangi , en ákærði hafi staðið upp þegar lögreglumennirnir komu á vettvang. Sérstakleg a aðspurt kvaðst vitnið minnast þ ess að einhver maður hafi verið með ákærða og hafi 5 sá setið í farþegasætinu við hlið ákærða . Auk þess hafi ung dóttir ákærða verið í bifreiðinni. Ákærði hafi neitað að hafa ekið bifreiðinni. Á kæruliður 11. Aðfaranótt 1. maí 2019 var lögreglunni tilkynnt um ölvaðan ökumann á bifreiðinni [...] við Reykjavíkurveg 62 í Hafnarfirði. Skömmu síðar var bifreiðin stöðvuð og var ákærði ökumaður. Blés hann í öndunarmæli sem sýndi að hann væri undir áhrifum áfengis. Var hann í kjö lfarið fluttur á lögreglustöð þar sem tekið var úr honum blóð til frekari greiningar. Fyrir dómi sagðist ákærði hafa se st inn í bíl sinn umrætt sinn þar sem honum hafi liðið illa, en neitaði því að hafa ekið bifreiðinni . Báðir lögreglumennirnir staðfestu f yrir dómi að atvik hafi verið með þeim hætti sem að framan er lýst. Skýrsluritari var jafnframt að því spurður hvort hann þekkti ákærða í sjón og játaði hann því þar sem hann hefði líklega í átta eða tíu skipti haft afskipti af honum, ýmist fyrir að aka sv iptur eða undir áhrifum áfengis. Ákærði hefði sagt honum að hann myndi aldrei hætt a að aka bifreið , jafnvel þótt hann yrði að endingu dæmdur í fangelsi fyrir það. III Hér að ofan hefur verið rakinn framburður ákærða fyrir dómi vegna þeirra brota sem hann er ákærður fyrir í ákæru og neitar sök , þ. e. samkvæmt ákæruliðum 5, 6, 10 og 11 . Að sama skapi hefur verið rakinn framburður þeirra lögreglumanna sem höfðu afskipti af ákærða hverju sinni og lýstu þeir allir atvikum á sama veg og í ákæru. Var framburður þ eirra bæði skýr og afdráttarlaus , en flestir þeirra þekktu ákærða vegna ítrekaðra fyrri afskipta af honum . Framburður ákærða þykir á hinn bóginn ótrúverðugur, enda fær hann hvorki stoð í framlögðum gögnum né vætti þeirra sem gáfu skýrslu fyrir dómi. Þykir því fram komin lögfull sönnun þess að ákærði hafi framið öll þau brot sem upp eru talin í ákæruliðum 1 - 10 , svo og fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis 1. maí 2019, sbr. ákærulið 11. Fyrstnefndu brotin v örðuðu við 1. mgr. 48. gr. , sbr. 1. mgr. 100 . gr. umferðarlaga nr. 50/1 9 87 , en nú 1. mgr. 58. gr., sbr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, en síðastnefnda brotið varðaði við 1., sbr. 3. mgr. 45. gr. , sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga, en nú 1. og 3. mgr. 49 . gr. , sbr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Hefur ákærði unnið sér til refsingar. Ákærði er fæddur í [...] og á töluverðan sakaferil að baki , allt til ársins 2011 , bæði vegna brota á umferðarlögum og almennum hegningarlögum . Þann 20. maí 2011 gekkst hann undir sátt hjá lögreglustjóranum á höf uð borgarsvæðinu vegna aksturs undir áhrifum áfengis og var frá þeim degi sviptur ökurétti í 18 mánuði. Að auki var honum gert að greiða 160.000 krónur í sekt. Frá þeim tíma h afa honum alls fimm sinnum verið gerð viðurlög vegna aksturs án ökuréttar, síðast með dómi Héraðsdóms Reykjaness 25. mars 2019, en þá var honum gert að sæta fangelsi í þrjá mánuði. Með þeim dómi var skilorðsdómur Héraðsdóms Reykjaness frá 27. mars 2017 6 dæmdur upp , en með þeim dómi var ha nn dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir þjófnað, akstur án ökuréttar og undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Jafnframt var hann þá sviptur ökurétti í tvö ár frá 26. apríl 2017. Í máli þessu hefur ákærði verið fundinn sekur um að hafa alls tíu sinnum ekið bifreið sviptur ö kurétt indum á tímabilinu frá 29. júní 2018 til 4. mars 2019. Þau brot framdi hann fyrir uppkvaðningu áðurnefnds dóms Héraðsdóms Reykjaness 25. mars 2019 og ber því að dæma honum hegningarauka við þann dóm, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt því og með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , en jafnframt að teknu tilliti til þess að ákærði játaði greiðlega sjö af þeim brotum, þ ykir refsing hans hæfilega ákveðin sex mánaða fangelsi. Eins og að framan er rakið hefur ákærði hér einnig verið fundinn sekur um að hafa ekið undir áhrifum áfengis, sbr. 11. tölulið ákæru. Það brot er ítrekun öðru sinni á broti sem ákærði var m.a. sakfel ldur fyrir með dómi Héraðsdóms Reykjaness 27. mars 2017. Að því gættu og í samræmi við kröfu ákæruvaldsins, sbr. einnig með vísan til 10 1. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. nú 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, verður ákærði sviptur ökurétt i ævilangt. Í samræmi við úrslit málsins og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála verður ákærði loks dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, en þar er um að ræða sakarkostnað lögreglu, 24.598 krónur, auk málsvarnarlauna skip aðs verjanda ákærða, Páls Kristjánssonar lögmanns, 280.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatt i . Ingimundur Einarsson héraðsd ómari kvað upp dóminn. D ó m s o r ð: Ákærði, Tomasz Daniel Michalski, sæti fangelsi í sex m ánuði. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði greiði 304.598 krónur í sakarkostnað, þar af 280.000 krónur í þóknun til skipaðs verjanda síns, Páls Kristjánssonar lögmanns. Ingimundur Einarsson