Héraðsdómur Vesturlands Dómur 3. maí 2021 Mál nr. S - 17/2021 : Lögreglustjórinn á Vesturlandi ( Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Kristján i V . Kristinss yni Dómur Mál þetta höfðaði lögreglustjórinn á Vesturlandi með ákæru, dags. 5 . janúar 2021, á hendur ákærða Kristjáni V. Kristinssyni , kt. ... , Skúlagötu 3 , Stykkishólmi . Málið var dómtekið 27. apríl 2021. Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærða f yrir eft irtalin brot: 1. Þjófnað, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 1. mars 2020, í auðgunarskyni, brotist inn í húsnæði við Hafnargötu 6 í Stykkishólmi (vigtaraskúrinn) með því að brjóta rúðu í útidyrahurð og stolið tveimur USB lyklum, tveimur Motorola hleð slustöðvum, einu vasaljósi tveimur Masterlock lyklahúsum og einni Milwaukee skrúfuvél. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Þjófnað, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 1. mars 2020, í auðgunarskyni, brotist in n í húsnæði við Smiðjustíg 3 í Stykkishólmi (Sæferðir) með því að brjóta rúðu í útidyrahurð og stolið þremur Zoon húfum, þremur 66°Norður húfum, Cintamani peysu, sjö hálsmenum, sjö lyklakippum, fimm rauðvínsflöskum og 18.000 kr. í reiðufé. Telst þetta var ða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3. Eignaspjöll, með því að hafa á tímabilinu 28. febrúar 2020 til 1. mars 2020, brotið rúðu í hópbifreiðinni LMS03, sem staðsett var við Hafnarskúrinn á Súgandiseyjargötu í Stykkishólmi, og spraut að úr slökkvitæki inn í bifreiðina. Telst þetta varða við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum. 4. Þjófnað, með því að hafa í kringum miðnætti þriðjudagsins 3. mars 2020, í auðgunarskyni, brotist inn í húsnæði við Hafn argötu 3 í Stykkishólmi (Ráðhúsið) með því að brjóta rúðu í hurð við aðalinngang og stolið sjö lyklum í glærum plastpoka og 13 lyklum á nokkrum lyklakippum. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 5. Húsbrot og eignaspjö ll, með því að hafa í kringum miðnætti þriðjudagsins 3. mars 2020 í húsnæði við Aðalgötu 1 í Stykkishólmi (Agustson ehf.), brotið rúður í tveimur hurðum við inngang að vinnustofu í kjallara hússins og brotið rúðu í hurð hússins sem liggur við Austurgötu og ruðst heimildarlaust inn í húsnæðið. 2 Telst þetta varða við 1. mgr. 257. gr. og 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkröfur: Vegna ákæruliðar 3 hefur Hjalti Allan Sverrisson, kt. 200269 - 4979, f.h. Rútuferða ehf., kt. 690812 - 0100, krafist að ákærða verði gert að greiði félaginu skaðabætur að fjárhæð kr. 188.790 auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá tjónsdegi 1. mars 2020 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Fyrirkall í máli þessu var birt ákærða 2 . apríl 20 21. Við þingfestingu málsins 27. sama mánaðar sótti ákærði ekki þing og var málið þá dómtekið að kröfu ákæruvaldsins samkvæmt 1. mgr. 161. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Með vísan til þeirrar lagagreinar þykir mega jafna útivist ákærða til játn ingar hans, enda fer sú niðurstaða ekki í bága við gögn málsins. Brot ákærða tel ja st því s önnuð og réttilega heimfær ð til laga í ákæruskjali. Samkvæmt sakavottorði hefur ákærði frá árinu 2018 gengist undir þrjár lögreglustjórasáttir . Nú síðast 17. ágúst 20 20 gekkst ákærði undir lögreglustjórasátt þess efnis að hann greiddi 180.000 króna sekt fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni. Þau brot sem ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir voru framin áður en hann gekkst undir fyrrgreinda sátt og ber því að g era ákærða hegningarauka sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Að öllu virtu þykir refsing ákærða, sem tiltekin er eftir reglum 77. gr. almennra hegningarlaga, hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún nið ur að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Í málinu gerir Hjalti Allan Sverrisson, fyrir hönd Rútuferða ehf., skaðabótakröfu á hendur ákærða eins og rakið er í ákæru. Krefst hann skaðabóta að fjárhæð 188 . 790 krónur úr hendi ákærða vegna eignaspjalla. Kröfu sína reisir brotaþoli á framlögðum reikning um og verður krafan tekin til greina. Einnig verður fallist á vaxtakröfu brotaþola þannig að vextir reiknist frá 1 . mars 2020 og d ráttarvextir frá 2 . maí 2021, en þá var mánuður liðinn frá því krafan var kynnt ákærða með birtingu fyrirkalls, sbr. 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001. Engan sakarkostnað leiddi af rannsókn og rekstri málsins. Guðfinnur Stefánsson, aðstoð armaður dómara, kveður upp dóm þennan. 3 D Ó M S O R Ð: Ákærði, Kristján V. Kristinsson , sæti fangelsi í þrjá mánuði , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði greiði Rútuferð um ehf., 188 . 790 krónur í skaðabætur með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1 . mars 2020 til 2 . maí 2021, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim d egi til greiðsludags . Guðfinnur Stefánsson