Héraðsdómur Reykjaness Dómur 31. mars 2020 Mál nr. E - 989/2017 : Eirberg ehf. ( Jón Gunnar Ásbjörnsson lögmaður ) g egn Kosmos og Kaos ehf. ( Ómar R. Valdimarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta , sem höfðað var þann 1 3. október 201 7 , var tekið til dóms að loknum munnlegum málflutningi þann 3. mars sl. Stefnandi er Ei rberg ehf., kt. 000000 - 0000 , Stórhöfða 25, 110 Reykjavík. Stefndi er Kosmos og Kaos ehf., kt. 000000 - 0000 , Hafnargötu 35, 230 R eykjanesbæ. Stefnandi krefst þess að stefndi greiði sér 6.854.431 krónu með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. ágúst 2017 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að mati dómsins, að tekn u ti lliti til greiðslu virðisaukaskatts. Stefndi krefst þess, a ðallega að verða sýknaður af kröfu stefnanda , en til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum er gerð krafa um að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að ma ti dómsins. Málavextir: Stefnandi sérhæfir sig í verslun með heilbrigðis - , heilsu - og lífstílsvörur. Stefndi sérhæfir sig í vefhönnun og forritun. V orið 2014 leitaði s tefnandi til stefnda um hönnun og forrit un á nýj um vef stefnanda , www.eirberg.is með þ eirri forsendu að hægt væri að versla á vef num . M áls aðilar höfðu áður verið í viðskiptum vegna eldri vefsíðu stefnanda , og ágreiningslaust er að við verkið skyldi styðjast við fyrirliggjandi vefsíðu stefnanda , og skjal stefnanda, . Þar segir í upphafi: Grunnlýsing á þörfum okkar er mjög svipuð og hefur verið, nema hvað við hönnum 2 hann út frá mobile er snúa að áherslum á viðmót vefsins . Í kjölfarið afhenti í upphafi að grundvöllur áætlunar sé kröfulýsing og fundir sem stefndi hafi setið með fulltrúum stefna nda (verkkaupa). Einnig sé byggt á reynslu af störfum með verkkaupa þar sem mikil þekking hafi safnast sem nýtist í gerð áætlunar. Í framhaldi er vísað til grunnlýsingar verkkaupa á þörfum hans, sagt að sú lýsing eigi vel við þróun vefhönnunar á síðustu mi sserum og að áhersla verkkaupa á framsetningu fyrir mobile - notendur og einföldun á leiðakerfi leiði notendur fljótt að vöruflokkum og markmiði sínu. Í skjalinu segir einnig að nákvæm þarfagreining liggi ekki fyrir en gert sé ráð fyrir að fyrri vinna aðila muni nýtast. Lýst er markmiðum vefsins og verksins, virkni og lausnum og áréttað að þar sem ýtarleg þarfagreining liggi ekki fyrir sé það von stefnda að áætlun hans skili nægilegum upplýsingum til þess að báðir aðilar geti sammælst um ákveðinn ramma utan um verkefnið. Varðandi verktíma segir í skjalinu að áætlun stefnda geri ráð fyrir því að hinn nýi vefur verði opnaður í lok október 2014. Stefndi muni sem verksali virða þau tímamörk og geri sér grein fyrir mikilvægi þess að tímaáætlanir standist. Ekki e r að finna kostnaðaráætlun eða verðmat í viðaukaskjali stefnda og segir þar ekkert um hvernig greiðslum skyldi háttað fyrir verkið. Á forsíðu skjalsins er hins vegar 6 Mkr. ! ha fi verið um sex milljónir króna. Hinn nýi vefur var opnaður, ófullgerður, í desember 2014. Þann 2. mars 2015 undirrituðu aðilar samkomulag um að stefnandi greiddi útistandandi reikninga að fjárhæð 4.440.748 krónur, með fyrirvara um að nánar tilgreindum ve rkþáttum verði lokið af hálfu stefnda. Skyldi stefnandi greiða 2.743.810 krónur við undirritun samkomulagsins og við lok umræddra verkþátta 1.696.938 króna eftirstöðvar, sem lokagreiðslu. Er ágreiningslaust að stefnandi greiddi þessa reikninga. Stefnandi s endi stefnda bréf 14. júlí 2015, skoraði á hann að klára verkið í samræmi við ofangreint samkomulag og kostnaðaráætlun og sagði veigamiklum verkþáttum enn ólokið. Af gögnum málsins verður ekki séð hvað síðan gerðist fyrr en 23. febrúar 2016 þegar aðilar un dirrituðu 12 mánaða þjónustusamning. Samkvæmt honum skyldi stefndi 3 sjá um hönnun, þjónustu, viðhald og stöðuga þróun vefja stefnanda með nýjustu tækni og framúrskarandi notendaupplifun að leiðarljósi, enda gagnkvæmur skilningur beggja aðila að vefurinn vær i stærsta markaðs - og sölutæki stefnanda og andlit fyrirtækis hans út á við. Vefurinn y rði því að standa sig sem slíkur. Þjónustusamningurinn gerði ráð fyrir 20 tíma þjónustu á mánuði, á tímagjaldinu 14.320 krónur, eða samtals 286.400 krónur á mánuði, en v ið lok samningstíma yrðu allir tímar gerðir upp og stefnanda eftir atvikum endurgreitt fyrir óunnar vinnustundir. Þriðjudaginn 19. apríl 2016 sendi stefnandi tölvupóst til stefnda, spurði hver staðan væri á verkefninu og benti á að liðnir væru fjórir mánuðir frá því að stefnandi h efði beðið um lagfæringar og umbætur á vef Eirbergs, en lítið gerst. Í svarpósti stefnda segir að hönnun sé klár, að forritun verði lokið í apríl, jafnvel innan fárra daga og muni stefndi senda stöðuyfirlit í vikulok. Stefnan di fylgdi sama erindi eftir með tölvupósti miðvikudaginn 25. maí 2016 og sagðist fá vikulega kvartanir frá viðskiptavinum vegna vefverslunar og tengdust þær flestar annmörkum sem búið hafi verið að benda stefnda á. Í svarpósti stefnda 26. maí er fallist á gagnrýni stefnanda og áréttað mikilvægi þess að vörusala hans geti aukist dag frá degi með fallegri heimasíðu og frábærri virkni. Stefndi væri á lokametrunum við breytingar á hönnun og viðmóti vefsins og myndi þeirri vinnu ljúka öðru hvoru m megin við helgi . Í bréfi stefnanda til stefnda 6. október 2016 kemur fram að töluvert hafi unnist af þeim verkþáttum sem fram komi í samkomulagi aðila frá 2. mars 2015, en í júlí 2015 hafi veigamiklir þættir verið ókláraðir, sbr. bréf stefnanda 14. þess mánaðar, sem fylg t hafi verið eftir með ítarlegum athug a semdum í janúar 2016, auk þess sem aðilar hafi hist á neyðarfundi í júní það ár og stefndi þá lofað að ljúka verkinu. Tafir á verklokum stefnda og dráttur á afhendingu verksins séu verulegar og hafi valdið stefnanda m iklum skaða, bæði fjárhagslegu tjóni að fjárhæð 3 .906.436 krónur og skaða á ímynd fyrirtækisins, en stefnandi hafi beðið í tvö ár eftir afhendingu umsamins verks. Í bréfinu krefur stefnandi stefnda um greiðslu ofangreindrar fjárhæðar. Þá segir í bréfinu að stefnandi hafi þegar greitt stefnda fyrir verkið 13.186.515 krónur án virðisaukaskatts, sem sé sjö milljónum króna umfram kostnaðaráætlun og því hafni hann með öllu að greiða stefnda nú til viðbótar reikninga að fjárhæð 1.916.060 krónur. Stefndi brást vi ð ofangreindu bréfi með því að senda stefnanda innheimtubréf 16. nóvember 2016. Að baki innheimtubréfinu eru tilgreindir fimm reikningar. Fjórir þeirra, 4 útgefnir í júní, júlí, ágúst og september 2016, hver að fjárhæð 400.129 krónur, eru sagðir Fimmti reikningurinn, að fjárhæð 2.446.600 krónur, er útgefinn 7. október 2016 og 2016 - Stefnandi hafnaði greiðslu á reikningunum í bréfi 30. sama mánaðar, áréttaði kröfu um greiðslu bóta úr hendi stefnda, minnti á að verkinu væri enn ólokið og haldið verulegum göllum og sagði stefnda hafa notfært sér yfirburðastöðu gagnvart stefnanda með því að hafa einn mikilvægasta rekstrarþátt stefnanda, vefverslun, á sínu valdi og beita hann þrýstingi til að greiða alls óforsvaranlega reikninga. Þann 21. febrúar 2017 óskaði stefnandi eftir að dómkvaddur yrði hæfur og óvilhallur sérfræðingur í vefhönnun t il að meta verk stefnda við gerð vefs stefnanda og var Gunnar Grímsson viðmótshönnuður dómkvaddur sem matsmaður. Í niðurstöðum matsgerðar, dags. 3. júlí 2017, segir að verkinu hafi ekki verið lokið með fullnægjandi hætti. Taldi matsmaður að miðað við uppha flega áætlun um gerð vefsins og ásættanlegt ástand á verslunarvef í fullum rekstri hafi stefndi, 31. október 2014, verið búinn að ljúka 20 - 30% af nauðsynlegri vinnu til að gera vefinn fullnægjandi. Gagnsemi vefsins hafi þá verið lítil og tiltók matsmaður a ð fyrir stefnanda væri vefur með bilaða vefverslun litlu betri en enginn vefur. Miðað við sömu forsendur hafi stefndi, 2. mars 2016, verið búinn að ljúka 35 - 45% af nauðsynlegri vinnu til að gera vefinn fullnægjandi. Þá taldi matsmaður, miðað við sömu forse ndur, að stefndi hafi þann 19. apríl 2016 verið búinn að ljúka 45 - 55% af nauðsynlegri vinnu til að gera vefinn fullnægjandi. Fyrir matsmanni lá að stefnandi hefði greitt stefnda rúmar 11 milljónir króna fyrir verkið. Taldi matsmaður að miðað við upphafleg a áætlun um greiðslu sex milljóna króna væri greidd fjárhæð augljóslega hvorki sanngjörn né eðlileg. Hún hefði tvöfaldast án þess að umfang verksins ykist sem einhverju næmi, auk þess sem mikilvægum verkþáttum hafi enn verið ólokið þegar samstarfi aðila la uk og vefurinn á því tímamarki ekki í ásættanlegu faglegu ástandi. Taldi matsmaður að greiðsla á sex milljónum samkvæmt upphaflegri áætlun, að viðbættri einni milljón króna vegna fyrirsjáanlegra aukaverka, væri sanngjörn og eðlileg greiðsla fyrir tilbúinn vef stefnanda. Í ljósi ágalla á verki stefnda væru 4,3 milljónir sanngjörn greiðsla til stefnda fyrir þá verkþætti sem hann innti af hendi og væri þá miðað við hámarkið 55% hér að ofan. 5 Með bréfi lögmanns stefnda 21. júlí 2017 var vísað til þess að stefnan di hefði þegar greitt stefnda fyrir verkið 11.154.431 krónu að frátöldum virðisaukaskatti og skorað á stefnda að endurgreiða stefnanda 6.854.431 krónu á grundvelli matsgerðar (11.154.431 4.300.000 = 6.854.431). Að auki krafðist stefnandi tæplega 3,5 mill jón a króna vegna afleidds fjártjóns og ríflega tveggja milljóna króna vegna áfallins mats - og lögmannskostnaðar. Með tölvupósti lögmanns stefnda 12. september 2017 var uppgjöri samkvæmt bréfi lögmanns stefnanda hafnað. Í framhaldi var mál þetta höfðað 13. október. Undir rekstri málsins fékk stefndi dómkvadda yfirmatsmenn. Er ekki ljóst hvernig þeirri matsvinnu lauk, en fyrir liggur bókun stefnda frá 16 . október 2019 þar sem fallið er frá yfirmati. Sama dag lagði stefndi fram beiðni um dómkvaðningu tveggja u ndirmatsmanna, sem dómurinn synjaði um með úrskurði 24. október. Guðmundur Bjarni Sigurðsson , fyrirsvarsmaður stefnda og Gunnar Grímsson matsmaður gáfu skýrslur við aðalmeðferð máls. Málsástæður og lagarök stefnanda: Stefnandi byggir á því að samkvæmt fy rirliggjandi matsgerð dómkvadds matsmanns sé staðfest að það verk, sem stefndi tók að sér að vinna vegna nýs vefjar stefnanda, hafi ekki verið unnið með forsvaranlegum hætti og væri haldið galla. Hafi stefndi þannig vanefnt verksamning aðila verulega. N iðu rstaða matsmanns væri að verkinu hafi ekki verið lokið með fullnægjandi hætti og ljóst að verulegir gallar hafi verið á verkinu sem hafi dregist langt úr hófi fram. Samkvæmt matsgerðinni hafi á milli 20% og 30% verið lokið af nauðsynlegri vinnu til að gera vef stefnanda fullnægjandi við áætluð verklok í lok október 2014. Þá hafi það verið niðurstaða matsmanns að í mesta lagi 55% hafi verið tilbúið af upphaflega umsaminni virkni vefsins þegar samningi aðila var slitið í ágúst 2016, þ.e. nær tveimur árum efti r upphaflega áætluð verklok. Þá segi í matsgerðinni að frá sjónarmiði upphaflegrar áætlunar hafi upphæðin sem greidd var fyrir verkið augljóslega hvorki verið sanngjörn né eðlileg, enda hafi hún næstum tvöfaldast án þess að umfang verksins hafi aukist sem einhverju n æ mi og einnig hafi mörgum mikilvægum verkþáttum enn verið ólokið þegar samstarfi aðila lauk . Stefnandi byggir á því að hann eigi rétt á skaðabótum og/eða afslætti vegna gallans sem svari til mismunar á þeirri fjárhæð sem stefnandi greiddi stefnda vegna þeirrar vinnu, sem unnin var með hinu gallaða verki, og þeir ri fjárhæð sem matsmaður taldi að væ ri 6 hæfileg miðað við umfang og eðli þeirrar vinnu. Vísar stefnandi í þessu sambandi til meginreglna kröfu - og samningaréttar , sem og reglna um skaðabótaábyrgð og afslátt vegna galla á verki sem eiga sér stoð í 38. og 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/2000 um lau safjárkaup og 13. og 1. mgr. 15. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup. Stefnandi bendir á að hann hafi greitt stefnda samtals 11.154.431 krónu án v irðisaukaskatts vegna verksins. Samkvæmt niðurstöðu matsmanns hafi hæfilegt endurgjald fyrir þá vöru sem stef ndi afhenti stefnanda verið 4,3 milljónir króna. Væri þá miðað við upphaflega áætlun stefnda upp á sex milljónir króna , fyrirsjáanleg aukaverk upp á eina m illjón króna, og að í mesta lagi 55% hafi verið tilbúið af upphaflega umsaminni virkni vefsins þegar samstarfi aðila lauk. Af þessu sé ljóst að stefnandi h afi ofgreitt 6.854.431 krónu án virðisaukaskatt s , þ.e. 11.154.431 krónu að frádregnum 4,3 milljónum króna vegna áðurnefnds galla á verkinu. Krefst stefnandi þess að stefnda verði gert að endurgreiða sér þá fjárhæð ásamt dráttarvöxtum í samræmi við dómkröfu stefnanda. Stefnandi telur ljóst að stefndi hafi glatað rétti til úrbóta, enda hafi stefnandi sýnt gífurlegt langlundargeð á meðan stefndi hafi lofað úrbótum, sem ekkert hafi síðan orðið af. Krafist e r dráttarvaxta frá 21. ágúst 2017, en þá hafi verið liðinn mánuður frá því að stefnandi krafði stefnda um greiðslu, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Stefnandi telur að þjónustusamningur aðila komi sakarefni máls ekkert við og geti engin áhrif haft á ú rlausn þess. Sama gildi um vinnu við gerð vefsins www.marley.is , en stefnandi hafi sannanlega greitt stefnda um fjórar milljónir króna fyrir það verk og greitt nær alla aðra reikninga sem stefndi tiltekur í varakröfu sinni. Máli sínu til stuðnings vísar st efnandi til meginreglna samninga - , kröfu - og verktakaréttar um skaðabótaábyrgð vegna galla og reglna um afslátt vegna galla á verki, sem eigi sér stoð í 38. og 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/2000. Krafan um málskostnað styðjist við 1. mgr. 130. gr. laga 91/19 91 um meðferð einkamála, en stefnandi hafi orðið fyrir umtalsverðum kostnaði vegna málsins, sem stefnda beri að bæta honum að fullu. Málsástæður og lagarök stefnda: Stefndi byggir sýknukröfu á því að hann hafi sannanlega innt af hendi alla þá vinnu við g erð vefsins www.eirberg.is sem krafist hafi verið greiðslu fyrir, og meira til, sem enn hafi ekki verið reynt að innheimta. Vísar stefndi í þessu sambandi til framlagðra tímaskýrslna vegna þjónustu við stefnanda frá 27. júní 2014 til 1. nóvember 2016. 7 Stefndi telur matsgerð Gunnars Grímssonar haldna miklum ágöllum og verði því ekki á henni byggt við úrlausn málsins, en ljóst sé að matsmaður hafi ekki valdið því verkefni sem honum var falið. Hann rugli saman hlutum og gangi út frá því að skráning í svoka - matsgerðinni sé ljóst að vanþekking matsmanns á tölvuforritun og vefhönnun sé slík að geri hann óhæfan til að meta verkið. Þá byggir stefndi á því að það hafi verið stefnandi en ekki stefndi sem borið hafi ábyrgð á hönnunarvinnu og gerð þarfagreiningar við undirbúning og framkvæmd verksins. Tafir á verkinu megi fyrst og fremst rekja til þess að stefnandi útbjó ekki umrædda þar fagreiningu eða keypti þjónustu þriðja aðila til þess verk. Þá hafi stefndi aldrei gert formlegt tilboð í verkið, heldur skyldi það unnið samkvæmt tímagjaldi stefnda. Stefndi byggir varakröfu um verulega lækkun stefnukröfu á sömu sjónarmiðum og málsástæðu m. Að auki beri að draga frá kröfu stefnanda reikninga vegna vinnu stefnda við vefinn www.marley.is , alla reikninga vegna vinnu samkvæmt þjónustusamningi, kostnaðar við hýsingu vefjanna og reikninga fyrir að viðhalda virkni þeirra. Þá komi til lækkunar rei kningar stefnda vegna vinnu við breytingar á vefnum sem ekki hafi verið samið um í upphafi. Stefndi vísar til þess að umræddur þjónustusamningur hafi farið í vanskil í júní 2016 og stefndi sagt honum upp á þeim grunni í september sama ár. Stefndi reisir kröfu um málskostnað á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Forsendur og niðurstaða: Sumarið 2014 sömdu málsaðilar um að stefndi myndi hanna og forrita nýjan vef fyrir stefnanda, www.eirberg.is . Var helstu óskum og áherslum stefnanda lýst í skjalinu segir þar meðal annars að nákvæm þarfagreining liggi ekki fyrir, að fy rri vinna samstarfsaðila muni nýtast við hið nýja verk, að boðað verði til upphafsfundar til að skilgreina verkið nánar og að stefndi skilji mikilvægi þess að nýi vefurinn verði kominn í loftið í lok október 2014. Ekki liggur fyrir hvort upphafsfundur hafi verið haldinn, en hann er almennt mjög mikilvægur í því skyni að samræma skilning á þeim áformum sem liggja fyrir um upphaf 8 á notkun vefsíðu í atvinnuskyni, hverjir koma að verkinu, hver sé framvinda verks og hvernig henni verði miðlað og um fyrirkomulag breytinga á áformum aðila. Þessi atriði falla jafnan undir hlutverk verkefnastjórnunar, sem er yfirleitt á ábyrgð verktaka. Er það mat dómsins að stefnda hafi borið, sem sérfræðingi á sviði forritunar og vefsíðugerðar, að boða til upphafsfundar og koma ver kinu í formlegri farveg, svo sem með gerð ítarlegri þarfalýsingar byggðri á þarfagreiningu , og er viðauka stefnda að þessu leyti verulega áfátt. Að þessu gættu ber stefndi sönnunarbyrði fyrir því að hve miklu leyti það verk sem hann vann fyrir stefnanda ha fi fallið undir umræddan viðauka og hvaða verk hafi komið til viðbótar. Þá er sá ágalli á viðauka stefnda að í honum er ekki að finna kostnaðaráætlun eða verðmat af neinu tagi. Fyrir dómi staðfesti fyrirsvarsmaður stefnda hins vegar að upphafleg kostnaðará ætlun stefnda fyrir vefinn www.eirberg.is hafi verið um sex milljónir króna og samrýmist sú fjárhæð því sem stendur handritað á forsíðu viðaukans stefnda sérstaklega um f jórar milljónir fyrir vefinn www.marley.is og aðra þjónustu, þar á meðal vefhýsingu. Að þessu gættu þykir dóminum ljóst að á grundvelli nefnds viðauka hafi tekist munnlegt samkomulag milli aðila um greiðslu sex milljón a króna fyrir hönnun og forritun vefsi ns www.eirberg.is . Þá telur dómurinn ljóst af fyrirliggjandi gögnum að báðir aðilar hafi gert sér grein fyrir því að ekki hafi verið um fast verktilboð að ræða og að kostnaður kynni að verða eitthvað meiri. Sú staðreynd að reikningar stefnda eru samkvæmt t ímagjaldi sannar þó ekki að samið hafi verið um að verkið skyldi unnið í tímavinnu. Er þeirri málsástæðu stefnda hafnað sem ósannaðri. Í niðurstöðum matsgerðar Gunnars Grímssonar segir að sanngjarnt og eðlilegt endurgjald til stefnda fyrir fullunnið og fu llnægjandi verk væri sjö milljónir króna, að teknu tilliti til einnar milljónar króna í óskilgreind og óumsamin aukaverk. Í ljósi verulegra ágalla á verki stefnda taldi matsmaður hins vegar að sanngjarnt og eðlilegt endurgjald til hans væri 4,3 milljónir k róna. Þessu mati hefur ekki verið hnekkt af hálfu stefnda. Matsgerðin byggi st á gögnum frá báðum aðilum um framvindu og stöðu einstakra verkþátta, en einnig með skoðun á hreyfingum í kóðahirslu. Matsgerðin er að áliti dómsins fullnægjandi og er ekkert fram komið í málinu af hálfu stefnda sem veldur því að ekki sé unnt að leggja hana til grundvallar við úrlausn málsins. Stefnandi hefur lagt fram afrit reikninga frá stefnda, auk sundurliðunar þar sem fram kemur að greidd heildarupphæð fyrir vefinn www.eirber g.is , að frádregnum 9 kostnaði við vefinn www.marley.is og vefhýsingu , sé 11.154.931 króna. Þessi gögn hafa ekki verið hrakin af hálfu stefnda. Stefndi hefur engin gögn lagt fram til sönnunar um endurskoðaða verkáætlun og engin gögn um mikilvæga verkáfanga eða verkfundi. Í skýrslu fyrirsvarsmanns stefnda fyrir dómi kom fram að á þessum tíma hefðu ekki allir starfsmenn hans nýtt sér svonefnda við framangreint mat og sem dæmi hefði mjög stór innfærsla á kóða eins starfsmanns ekki skilað sér inn í kóðahirsluna. Ekkert liggur fyrir um þetta í gögnum málsins. Þá liggja engin gögn fyrir um beiðni um viðbætur eða breytingar á verkinu af hálfu stefnanda eða að óhóflegar tafir á verki nu megi rekja til stefnanda eða þriðja aðila. Í greindum viðauka, sem stafar frá stefnda, segir að tímaáætlun hans geri ráð fyrir að nýr vefur yrði opnaður í lok október 2014. Ekki er útskýrt frekar hvað sé átt við með opnun á nýjum vef, en ætla verður að vefurinn hafi þá átt að vera tilbúinn til notkunar í samræmi við þau áform um virkni sem lágu fyrir af hálfu stefnanda og því sem fram kemur í viðaukanum sjálfum, enda liggur ekkert fyrir í málinu um að viðbætur eða breytingar hafi verið gerðar að ósk ste desember 2014 var hann að áliti matsmanns fráleitt tilbúinn til notkunar sem vefverslun. Matsmaður komst og að þeirri niðurstöðu að miðað við upphaflega áætlun um gerð vefsins og ásættanlegt ástand á versluna rvef í fullum rekstri hafi stefndi þann 19. apríl 2016 verið búinn að ljúka 45 - 55% af nauðsynlegri vinnu til að gera vefinn fullnægjandi. Verður sú niðurstaða lögð til grundvallar í málinu. Samkvæmt framansögðu telur dómurinn sannað að umsamið verk við hön nun og gerð vefsins www.eirberg.is hafði ekki þá eiginleika sem því var ætlað og ætla mátti að aðilar hafi haft í huga við samningsgerðina, eða almennt mátti ætla. Telst verkið því gallað. Stefnandi krefst ekki bóta umfram það sem telst sannað um greitt en durgjald fyrir vefinn. Á stefnandi því rétt á afslætti með vísan til meginreglu 38. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup, sem nemi stefnufjárhæð málsins, 6.854.431 krónu, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. ágúst 2017 til greiðsludags. Með vísan til niðurstöðu málsins, og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefn da gert að greiða stefn anda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 2.480.000 krón ur , að meðtöldum matskostnaði , og að teknu tilliti til greiðslu virðisaukaskatts . 10 Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari , sem dómsformaður, og meðdómsmennirnir Jónas Jóhannsson héraðsdómari og Birgir Rafn Þráinsson tölvunarfræðingur kveð a upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Kosmos og Kaos ehf. , greiði stefnanda, Eirberg i ehf., 6.854.431 krónu með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. ágúst 2017 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 2. 480.000 krónur í málskostnað. Bogi Hjálmtýsson Jónas Jóhannsson Birgir Rafn Þráinsson