Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 9. júní 2021 Mál nr. E - 4280/2020: A (Jónas Þór Jónasson lögmaður) gegn Sjóvá - Almennum tryggingum hf. (Thelma Christel Kristjánsdóttir lögmaður) Dómur 1 Mál þetta, sem var tekið til dóms 12. maí 2021, höfðaði A , , með stefnu birtri 22. júní 2020, á hendur Sjóvá - Almennum tryggingum hf., , til viðurkenningar á bótaskyldu, auk málskostnaðar. 2 Stefnandi gerir aðallega þá kröfu, að viðurkennd verði með dómi óskert bótaskylda stefnda, Sjóvá - Almennra trygginga hf., úr slysatryggingu ökumanns bifreiðarinnar B , vegna líkamstjóns sem stefnandi varð fyrir í slysi 2. september 2016. Til vara er þess kra fist, að viðurkennd verði með dómi óskert bótaskylda stefnda úr slysatryggingu launþega, sem D hafði hjá félaginu fyrir starfsmenn sína, vegna líkamstjóns sem stefnandi varð fyrir í slysi 2. september 2016. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar að skað lausu. 3 Stefndi krefst þess að verða sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað samkvæmt mati dómsins. I Málavextir 4 Stefnandi starfaði á Keflavíkurflugvelli við að flytja flugfarþega milli flugstöðvar o g flugvéla, sem stóðu á stæðum fjarri flugstöðinni sjálfri. Aðfaranótt 2. september 2016, er stefnandi var við vinnu sína við akstur Volvo C , með skráningarnúmerið B , opnuðust dyr aftan til í vagninum. Við það urðu virkir sjálfvirkir neyðarhemlar bifre iðarinnar, sem ætlað er að koma í veg fyrir að hægt sé að aka með opna hurð, þannig að vagninn stöðvaðist. 2 5 Til að geta haldið akstri vagnsins áfram þurfti stefnandi að slá út öryggi fyrir afturdyrnar, fara því næst aftur í vagninn, loka dyrunum handvirkt og læsa þeim. Öryggið var í töflu fyrir ofan ökumannssætið og þannig staðsett að ekki var hægt að ná til þess sitjandi undir stýri, heldur varð stefnandi að standa upp og teygja sig eftir hnappnum. 6 Ökumannssæti var á upphækkuðum palli, sem var aðskilin n frá farþegagangi bifreiðarinnar með lágri hurð. Til að geta athafnað sig við stjórntækin ofan við ökumannssætið opnaði stefnandi þessa hurð og stóð á brún pallsins þegar hann teygði sig upp og sló út áðurnefnt öryggi. Er hann hugðist stíga niður af palli num missti hann jafnvægið og féll aftur fyrir sig. Stefnandi kom harkalega niður á vinstri fót í fallinu og högg - og snúningsáverki kom á vinstra hné. 7 Daginn eftir leitaði stefnandi á bráðamóttöku vegna vaxandi verkja í hnénu. Teknar voru röntgenmyndir se m ekki greindu brot, en jafnframt lagt upp með að gera segulómun ef einkenni færu ekki batnandi næstu tíu daga. Segulómrannsókn var gerð þann 15. september 2016 og sýndi hún beinmar, sem talið var líklegt að væri eftir liðhlaup á hnéskel. 8 Vegna áframhalda ndi verkja var stefnanda vísað til Gauta Laxdal bæklunarskurðlæknis. Gauti skoðaði stefnanda þann 23. janúar 2017 og taldi óstöðugleika vera í hnénu í kjölfar hnéskeljarliðhlaups. Þann 8. maí 2017 var gerð speglun á vinstra hné stefnanda og festingum komið fyrir til að styðja við hnéskelina. Aðgerðin gekk vel, en bar þó takmarkaðan árangur, þar sem stefnandi var áfram með verki, auk þess sem small í hnénu þegar hann rétti úr því. 9 Í febrúar 2018 var gerð ný speglunaraðgerð og þá ákveðið að fjarlægja festing arnar, þar sem þær höfðu ekki gert tilætlað gagn við að draga úr verkjum og stirðleika í hnénu. Einnig var reynt sprauta bólgueyðandi sterum í hnéð, án þess að það hefði teljandi áhrif á einkennin. 10 Stefnandi var óvinnufær í mánuð eftir slysið, en vann eft ir það fram að hnéaðgerðinni þann 8. maí 2017. Eftir aðgerðina hefur stefnandi, að eigin sögn, ekki komist aftur til vinnu. Stefnandi var þann 24. janúar 2018 metinn til 100% örorku til fyrri starfa af trúnaðarlækni Gildis lífeyrissjóðs frá og með 4. maí 2 017 og aftur með endurmati þann 11. nóvember 2018 og 7. febrúar 2019. Við endurmat þann 18. apríl 2020 var stefnandi metinn af sama aðila til 100% varanlegrar örorku til almennra starfa frá og með 4. maí 2020. 3 11 Stefnandi tilkynnti slysið til stefnda þann 2 6. september 2016 og til Sjúkratrygginga Íslands þann 29. maí 2017. Sjúkratryggingar Íslands höfnuðu bótaskyldu úr slysatryggingum almannatrygginga samkvæmt lögum nr. 45/2015, þar sem stofnunin taldi gögn málsins bera með sér að slysið væri bótaskylt úr lö gboðinni ökutækjatryggingu. Í kjölfarið ítrekaði stefnandi við stefnda að taka afstöðu til bótaskyldu úr ökutækjatryggingu, en að því frágengnu úr slysatryggingu launþega. 12 Með tölvupóstbréfi, dags. 19. september 2017, hafnaði stefndi bótaskyldu úr slysatr yggingu ökumanns bifreiðarinnar B og taldi slysið ekki falla undir gildissvið tryggingarinnar, þar sem stefnandi hefði hvorki verið við stjórn bifreiðarinnar þegar slysið varð, né yrði það rakið til notkunar bifreiðarinnar. Með öðru bréfi, dags. 29. septem ber 2017, hafnaði stefndi einnig bótaskyldu úr slysatryggingu launþega og bar því við að atvikið félli ekki undir slysahugtak vátryggingarinnar, auk þess sem orsakatengsl slyss og einkenna væru óljós. 13 Stefnandi óskaði því næst álits úrskurðarnefndar vátryg gingamála, annars vegar vegna slysatryggingar ökumanns og hins vegar vegna slysatryggingar launþega. Hvað slysatryggingu ökumanns varðar byggði stefnandi á því að það verk sem hann hafi verið að sinna þegar slysið varð, hafi verið nauðsynlegt til að mögule gt væri að aka bifreiðinni. Stefnandi hafi því verið við stjórn bifreiðarinnar umrætt sinn og jafnframt verið að beita sérstökum búnaði sem tengdist notkun hennar til farþegaflutninga. Hvað viðvíkur slysatryggingu launþega byggði stefnandi á því að slysið hefði orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði, eins og áskilið er í skilmálum vátryggingarinnar, enda benti ekkert til þess að slysið yrði rakið til sjúkdóms eða innra ástands í líkama stefnanda. 14 Í tveimur álitum úrskurðarnefndarinnar, báðum dagset tum 30. október 2018, var komist að þeirri niðurstöðu að stefnandi ætti hvorki rétt á bótum úr slysatryggingu ökumanns né úr slysatryggingu launþega. Hvað varðar slysatryggingu ökumanns taldi nefndin stefnanda ekki hafa verið við stjórn bifreiðarinnar, hel dur aðeins verið að hreyfa sig innan hennar, þegar hann meiddist. Þá hefði stefnandi ekki orðið fyrir líkamstjóni vegna sérstaks búnaðar bifreiðarinnar eða hættueiginleika hennar. Þá var það álit nefndarinnar, hvað varðar slysatryggingu launþega, að stefna ndi hefði meiðst við að stíga niður af lágum palli, án þess að utanaðkomandi atvik hefði komið til. Slysahugtak vátryggingarinnar næði því ekki yfir atvikið. II 4 Helstu málsástæður stefnanda 15 Stefnandi byggir mál sitt á því að stefndi beri ábyrgð á tjóni hans, en ágreiningslaust sé að stefnandi hafi á þeim tíma er slysið varð, sem ökumaður bifreiðarinnar B , verið tryggður lögboðinni slysatryggingu ökumanns samkvæmt 92. gr. þágildandi umferðarlaga nr. 50/1987 hjá stefnda. 16 Samkvæmt 2. mgr. 92. gr. áðurnefndra laga og gildandi vátryggingarskilmálum stefnda sk uli slysatrygging ökumanns bæta stefnanda líkamstjón, sem hl jó tist af notkun bifreiðarinnar samkvæmt 88. gr. laganna. Um ákvörðun bóta fari eftir almennum reglum íslensks skaðabótaréttar, en við slysið hafi stefnandi orðið fyrir líkamstjóni, bæði tímabundnu og varanlegu. 17 Stefnandi byggir á því að slysið ha fi hlotist af notkun bifreiðarinnar og hann hafi jafnframt verið við stjórn hennar þegar það varð. Það verk sem stefnandi hafi unnið í umrætt sinn, þ.e. að slá út öryggi fyrir farþegahurð svo að hægt væri að halda akstri bifreiðarinnar áfram, hafi verið ór júfanlegur þáttur í stjórn ökutækisins. Þessi tiltekni stjórnbúnaður vagnsins hafi hins vegar verið þannig staðsettur að ekki hafi verið hægt að ná til hans sitjandi undir stýri. Notkun þessa búnaðar verði ekki skilin frá öðrum þáttum í stjórn ökutækisins, eingöngu vegna þess að nauðsynlegt hafi verið að standa upp úr ökumannssætinu skamma stund. 18 Stefnandi telur að taka verði mið af sérstökum notkunareiginleikum þess ökutækis, sem um ræðir, við mat á því hvenær ökumaður teljist vera við stjórn ökutækisins, svo og hvaða athafnir eða atvik tengist notkun ökutækisins. Farþegahurðir, sem opnaðar séu og lokað með sérstökum stjórnbúnaði, séu eitt séreinkenna og nauðsynlegur þáttur í notkun þeirra. Eiginleikar slíkra hurða séu án vafa hluti af sérstökum hættue iginleikum þess konar bifreiða og beiting þeirra hluti af notkun og stjórn ökutækisins. 19 Stefnandi vísar til þess að slys á farþega við opnun eða lokun dyra séu afleiðing af notkun ökutækisins, í skilningi 4. gr. laga nr. 30/2019 um ökutækjatryggingar (áðu r 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987), þótt slys af völdum hefðbundinna bílhurða kunni að falla utan hugtaksins. Athafnir bílstjóra við að opna og loka dyrum séu þannig beintengdar sérstökum notkunareiginleikum , hvort sem þær séu framkvæmdar úr ökumannss æti eða ekki. 20 Stefnandi hafnar því að tjón hans verði rakið til atvika sem séu ótengd sérstökum eiginleikum bifreiðarinnar. Tjón hans megi rekja beint til athafna hans við stjórn 5 ökutækisins og búnaðar þess. Staðsetning stjórntækja og annar umbúnaður kring um ökumannssæti a sé sannarlega hluti af sérstökum eiginleikum slíkra ökutækja. 21 Stefnandi vísar til þess að ekkert rof hafi orðið á milli aksturs ökutækisins og athafna stefnanda á þeirri stundu er hann slasaðist. Sú athöfn að standa upp og slá út örygg i fyrir farþegahurð, svo að unnt væri að halda akstri áfram, verði ekki skilin frá akstri eða stjórn ökutækisins frekar en önnur beiting stjórntækja, sem nauðsynleg séu til aksturs þess. 22 Varakröfu sína byggir stefnandi á því að tjón hans, sem óumdeilt sé a ð hann hafi orðið fyrir við vinnu sína fyrir D (vátryggingartaka), hafi orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði, sem falli undir slysahugtak slysatryggingar launþega. Þá byggir stefnandi á því að læknisfræðileg gögn staðfesti orsakatengsl slyssins og þeirra einkenna sem hann búi við í dag. Honum beri þar af leiðandi bætur úr slysatryggingu launþega hjá stefnda. 23 Stefnandi byggir enn fremur á því að leggja verði til grundvallar frásögn hans af atvikinu og aðstæðum í bifreiðinni þegar umrætt atvik varð. Stefnandi hafi strax verið metinn óvinnufær í minnst eina viku. Hann hafi skilað vottorði þess efnis til vátryggingartaka daginn eftir slysið. Vátryggingartaka hafi borið að tilkynna slysið til Vinnueftirlits ríkisins, sbr. 1. mgr. 79. gr. laga nr. 46/198 0 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þá skyldu hafi vátryggingartaki vanrækt. Verði stefndi að bera halla af þeim skorti á upplýsingum, sem rannsókn Vinnueftirlitsins á vettvangi slyssins hefði leitt í ljós. 24 Stefnandi byggir á því að full sannað sé að tjón hans hafi orsakast af því að hann hafi misst jafnvægið, þar sem hann stóð og teygði sig upp í stjórnbúnað [...] . Algengt sé að fólk missi jafnvægið í augnablik, þegar staðið sé í tröppu eða á brún þreps, ekki síst ef viðkomandi er á sama tíma að horfa eða teygja sig upp yfir höfuð í fattri líkamsstöðu. Slíkur jafnvægisskortur verði ekki rakinn til innra ástands í líkama hins slasaða, svo sem svima eða aðsvifs, heldur utanaðkomandi atvika eða aðstæðna. Meiðsli stefnanda séu því afleiðing sk yndilegs utanaðkomandi atviks, sem bótaskylt sé úr slysatryggingu launþega. 25 Þá byggir stefnandi á því að orsakatengsl slyssins og núverandi einkenna hans frá vinstra hné séu fullsönnuð. Óháð því hvort stefnandi hafði áður meiðst eða haft einkenni frá hnjám , sé hafið yfir allan vafa að hann hafi fengið nýjan og alvarlegan áverka á vinstra hné við slysið. Stefnandi geti engan veginn fallist á röksemdafærslu 6 stefnda um að hann hefði fyrr eða síðar þróað með sér sambærileg einkenni, enda séu það hreinar getgátu r, sem hafi enga þýðingu þegar öll gögn málsins staðfesti að núverandi einkenni hafi komið skyndilega fram, í kjölfar slyss. 26 Stefnandi kveðst krefjast viðurkenningar á bótaskyldu þar sem ekki liggi enn fyrir nákvæmt mat á tjóni hans. Samkvæmt gögnum málsin s sé þó ljóst að hann hafi orðið fyrir umtalsverðu líkamstjóni, tímabundnu og varanlegu, sbr. 2. - 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sem stefndi beri ábyrgð á. III Helstu málsástæður stefnda 27 Stefndi krefst í fyrsta lagi sýknu af kröfum stefnanda þar sem st efnandi hafi ekki sannað að hann hafi orðið fyrir tjóni við atvikið þann 2. september 2016. Gögn málsins bendi til að stefnandi hafi glímt við vandamál í vinstra hné áður en atvikið varð. Í fyrirliggjandi vottorði Gauta Laxdal læknis, sé meðal annars tekið fram að stefnandi hafi fengið svipaðan áverka fyrir löngu síðan, en hann væri óviss hvorum megin það hefði verið. Þá sé einnig saga um speglunaraðgerð á vinstra hné fyrir löngu síðan, en stefnandi hafi ekki munað af hverju það hafi verið. 28 Stefndi vísar einnig til þess að örorka stefnanda virðist fyrst og fremst eiga rót sína að rekja til hnéaðgerðarinnar, sem framkvæmd hafi verið 8. maí 2017, en stefnandi hafi verið vinnufær fram að henni. Þá hafi tómlæti stefnanda við að stunda sjúkraþjálfun, sem hafi v erið hluti af læknismeðferð hans og samkvæmt læknum mikilvæg til að hann öðlaðist styrk í hnjám, einnig ýtt verulega undir ástand vinstra hnés hans. Stefnandi hafi því ekki sýnt fram á orsakasamhengi milli einkenna sinna í dag og atviksins þann 2. septembe r 2016. 29 Stefndi vísar sömuleiðis til þess að það sé skilyrði bótaskyldu samkvæmt 2. gr. vátryggingarskilmála slysatryggingar launþega, að slysið sé aðalorsök þess að vátryggður látist eða missi starfsorku sína að nokkru eða öllu leyti. Því beri að gera rík ari kröfur en almennt sé við mat á því hvort orsakasamband hafi verið fyrir hendi. 30 Stefndi krefst í öðru lagi sýknu af aðalkröfu stefnanda þar sem atvikið hafi ekki orðið við notkun bifreiðarinnar, né hafi stefnandi verið við stjórn ökutækisins er það varð , sbr. 2. mgr. 92. gr., sbr. 88. gr., þágildandi umferðarlaga nr. 50/1987. Slíkt sé skilyrði þess að bætur séu greiddar úr slysatryggingu ökumanns, sbr. og 2. gr. vátryggingarskilmála um lögboðna ökutækjatryggingu. Engu breyti, í þessu 7 samhengi, að aðgerði 31 Stefndi vísar til þess að hættueiginleikar ökutækja tengist ekki hvers konar notkun þeirra, heldur fyrst og fremst notkun sem fe list í hreyfingu þeirra eða beitingu vélarafls. Meginreglan sé því sú að tjón, sem verði er bifreiðar séu kyrrstæðar, falli utan notkunarhugtaksins samkvæmt 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Vél bifreiðarinnar hafi hvorki verið í gangi né bifreiðin á hreyfingu. Þá hafi stefnandi ekki verið við stjórn ökutækisins er hann steig niður af pallinum. Það atvik sem leiddi til meiðsla stefnanda falli því utan gildissviðs slysatryggingar ökumanns, sbr. 2. gr. vátryggingarskilmála um lögboðna ökutækjatrygging u. 32 Stefndi krefst í þriðja lagi sýknu af varakröfu stefnanda þar sem meiðsli stefnanda falli utan gildissviðs slysatryggingar launþega. Ekki sé um slys að ræða í skilningi vátryggingarinnar. Samkvæmt 2. gr. vátryggingar skilmála um slysatryggingu launþega greiðist bætur úr tryggingunni vegna slyss er vátryggður verði fyrir. Orðið slys sé skilgreint í samræmi við hefðbundna skilgreiningu vátryggingarréttar, sem sannanlega án vilja han því að orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði. 33 Stefndi vísar til þess að í tjónstilkynningu, sem send hafi verið til stefnda þann 26. veg í dómaframkvæmd, að orsök meiðsla verði að eiga uppruna sinn í atvikum, ákomu eða atburðum utan við líkama vátryggðs. Í ljósi þess hafi ýmis meiðsli, sem rekja megi til tognunar, ofreynslu eða misstigs, verið talin falla utan slysahugtaksins. Meiðsli s tefnanda eigi rót sína að rekja til misstigs og undirliggjandi veikleika í hnjám, en ekki til utanaðkomandi atburðar. 34 Stefndi byggir á því í fjórða lagi, hvað varðar tilvísun stefnanda til 1. mgr. 79. gr. laga nr. 46/1980 varðandi afleiðingar þess að umræ tt atvik þann 2. september 2016 hafi ekki verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins, að rannsókn Vinnueftirlitsins á vettvangi atviksins hefði ekki getað skýrt málsatvik nánar. Aðstæður á slysstað séu óumdeildar og málatilbúnaður stefnda byggi á lýsingu stefnan da sjálfs af atvikinu, sbr. tilkynningu hans til stefnda þann 26. september 2016. 8 35 Stefndi byggir á því í fimmta lagi, að eigi stefnandi á annað borð kröfu á hendur stefnda, sem stefndi andmælir samkvæmt framansögðu, þá hafi hún hvað sem öðru líði fallið ni ður, þar sem örorkumat hafi ekki farið fram innan þriggja ára. Samkvæmt grein 7.4 c í vátryggingarskilmálum slysatryggingar launþega beri undantekningarlaust að framkvæma örorkumat í síðasta lagi þremur árum eftir að slys verði. Sá frestur hafi, í tilviki stefnanda, runnið út í byrjun september 2019. 36 Af dómaframkvæmd Hæstaréttar verði ráðið, að ákvæðið beri að skýra á þann veg að þegar þrjú ár séu liðin frá slysi verði matsgerð og kröfum á grundvelli matsgerða, framkvæmdum eftir þann tíma, ekki komið að, s br. til dæmis dóm Hæstaréttar í máli nr. 604/2017. 37 Stefndi bendir að lokum á, að mögulega beri að vísa varakröfu stefnanda frá dómi vegna skorts á lögvörðum hagsmunum, þar sem fjárkrafa sé niður fallin. Vísist um það til dóma Landsréttar í málum nr. 448/20 19 og 672/2018 og dóms Hæstaréttar í máli nr. 12/2019. IV Niðurstöður 38 Aðilar eru sammála um að leggja beri lýsingu stefnanda af málsatvikum til grundvallar dómi í máli þessu, þ.e. málsatvik eins og þau birtust í tilkynningu stefnanda til stefnda, dags. 26 . september 2016. Málavextir eru samkvæmt því óumdeildir. 39 Aðila greinir hins vegar á um (1) hvort orsakasamband sé á milli ætlaðs tjóns stefnanda og umrædds atviks, (2) hvort stefnandi hafi verið við stjórn umrædds ökutækis er atvikið varð og hvort það ha fi tengst notkun eða hættueiginleikum ökutækisins, (3) hvort skilgreina beri umrætt atvik sem slys í skilningi vátryggingaréttar og (4) hvaða þýðingu það hafi, ef einhverja, að atvikið hafi ekki verið tilkynnt til Vinnueftirlits ríkisins, og loks (5) hvort krafa stefnanda sé niður fallin, hafi hún á annað borð verið til staðar, þar sem örorkumat hafi ekki farið fram innan þriggja ára frá tjónsatburði. 1 40 Samkvæmt vátryggingarétti telst orsakasamband vera milli þess að áhætta, sem vátryggt er gegn, verður v irk og þess tjóns sem varð á vátryggðum hagsmunum, ef telja má að tjónið hefði ekki orðið ef áhættan hefði ekki orðið virk. Tjónsorsakir geta 9 verið fleiri en ein og þá ýmist þannig að hver og ein tjónsorsök sé nægilegt skilyrði til þess að allt tjónið verð i, eða þá að tjón verði rakið til fleiri en einnar tjónsorsakar, sem hefðu hver og ein ekki nægt til að valda öllu tjóninu, en saman séu þær nauðsynlegt skilyrði tjónsins. 41 Málatilbúnaður stefnda verður ekki skilinn á annan veg en þann, að stefndi telji að meginorsök tjóns stefnanda megi rekja til læknisaðgerðar, sem stefnandi gekkst undir þann 8. maí 2017, en ekki til atviksins þann 2. september 2016, svo og eftir atvikum til ástands stefnanda á tjónsdegi. Stefndi vísar í því samhengi til gagna um að stefn andi hafi glímt við vandamál í vinstra hné, áður en umrætt atvik hafi átt sér stað. Samkvæmt því hafi öllu tjóninu verið valdið af öðrum orsökum en umræddu atviki þann 2. september 2017, eða að minnsta kosti að mestu leyti. 42 Eins og mál þetta liggur fyrir er ekkert sem styður það að afleiðingar eldri áverka eða fyrri speglunaraðgerðar á vinstra hné hafi háð stefnanda áður en umrætt atvik varð hinn 2. september 2016. Verður samkvæmt því við það að miða að stefnandi hafi verið vel vinnufær fram að umræddu atv iki, óháð ætluðum veikleikum í hnénu eða fyrri aðgerðum. 43 Gögn málsins styðja það sömuleiðis, að ástand vinstra hnés stefnanda hafi skyndilega breyst til hins verra við umrætt atvik. Stefndi var samkvæmt læknisvottorði alfarið frá vinnu vegna afleiðinga þe ss í einn mánuð, auk þess sem læknisaðgerðina hinn 8. maí 2017 má beinlínis rekja til afleiðinga atviksins. Verður því við það að miða að umrætt atvik hinn 2. september 2016 hafi í það minnsta átt þátt í því að tjón stefnanda á vinstra hné varð. 44 Framangrei nd niðurstaða fær stuðning í gögnum málsins, sem bera mjög eindregið með sér að stefnandi hafi haft ummerki um tjón á vinstra hné eftir atvikið hinn 2. september 2016 og fyrir hnéaðgerðina þann 8. maí 2017. Þannig segir meðal annars í læknisvottorði Gauta Laxdal, sérfræðings í bæklunarskurðlækningum, sem frammi liggur í málinu, að segulómun þann 15. september 2016 hafi leitt í ljós beinbjúg í utanverðu og framanverðu hnénu. Ekki sé útilokað að um sé að ræða afleiðingar hnéskeljarliðhlaups. 45 Stefndi hefur ví sað til þess að ekki sé nægjanlegt samkvæmt slysatryggingu launþega að tjónsorsök, sem valdið er af áhættu sem vátryggt er gegn, hafi verið meðverkandi orsök tjóns viðkomandi, heldur sé áskilið í 2. gr. vátryggingaskilmála tryggingarinnar að um sé að ræða aðalorsök tjónsins. 10 46 Þegar taka skal afstöðu til þess samkvæmt vátryggingarétti, hvaða orsök tjóns, þegar um tvær eða fleiri samverkandi tjónsorsakir er að ræða, sé meginorsök þess, þarf að meta innbyrðis vægi orsakanna. Það mat ræðst af athugun á aðstæðum öllum. 47 Í málinu liggur frammi, sem fyrr segir, læknisvottorð Gauta Laxdal, sérfræðings í bæklunarskurðlækningum. Læknirinn gaf sömuleiðis skýrslu sem vitni við aðalmeðferð málsins, en stefnandi naut meðhöndlunar hjá lækninum vegna afleiðinga atviksins þan n 2. september 2016, auk þess sem læknirinn framkvæmdi umrædda aðgerð á vinstra hné stefnanda þann 8. maí 2017 . 48 Samkvæmt vottorði læknisins gekk aðgerðin að óskum og átti stefnandi að fylgja sérstöku endurhæfingarprógrammi næstu vikur og mánuði, sem hann hafi gert. Jafnframt segir að við endurkomu þann 15. maí 2017 hafi þetta litið ágætlega út. Stefnandi hafi átt að fara í sjúkraþjálfun sem hann hafi og gert. Hnéð hafi litið vel út á þessum tíma. 49 Við endurkomu fjórum mánuðum síðar, þann 17. ágúst 2017, hafi ástandið ekki verið jafn gott. Stefnandi hafi þjáðst af verkjum, ekki treyst sér í sjúkraþjálfun þeirra vegna, vægur vökvi hafi verið í hnénu og klár rýrnun á lærvöðvum vinstra megin. Stefnandi hafi verið aumur yfir liðbilum við þreifingu og smellir hafi komið í hnéskelina er hann hafi rétt úr hnénu. Grunaði lækninn að bólgur væru innan í hnénu. Læknirinn gaf stef nanda bólgueyðandi stera í hnéð og lagði ríka áherslu á styrkingu hnésins. 50 Að framangreindu virtu og þótt stefnandi hafi verið óvinnufær frá umræddri hnéaðgerð hinn 8. maí 2017, þá er engan veginn hægt að fullyrða út frá gögnum málsins, að tjón stefnanda m egi rekja til hnéaðgerðarinnar, eða til innra ástands hnésins á þeim degi er umrætt tjónsatvik varð hinn 2. september 2016. 51 Gögn málsins benda þvert á móti til þess að tjón stefnanda hafi verið komið fram, að minnsta kosti að hluta til, fyrir umrædda hnéað gerð. Þá verður ekki sett samasemmerki á milli þess að læknisaðgerð skili ekki þeim árangri sem að er stefnt og þess að aðgerðin hafi valdið tjóni, eða eftir atvikum ýtt undir eða aukið tjón sem þegar var til staðar. 52 Með hliðsjón af öllu framangreindu ver ður að telja að stefnanda hafi tekist sönnun þess að umrætt atvik hinn 2. september 2016 hafi verið aðalorsök tjóns hans. 2 53 Samkvæmt 2. mgr. 92. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sem í gildi voru er umrætt tjónsatvik átti sér stað þann 2. september 2016, og 2 . gr. ábyrgðarskilmála 11 lögboðinnar ökutækjatryggingar hjá stefnda, er það skilyrði þess að bætur verði dæmdar úr slysatryggingu ökumanns samkvæmt umræddu ákvæði, að tjón megi rekja til þess að ökumaður hafi verið við stjórn ökutækis og að tjónið megi rekja til notkunar ökutækisins í merkingu 88. gr. sömu laga. 54 Hugtakið notkun ökutækis er afstætt og matskennt í eðli sínu og mörk þess ekki alltaf skýr. Það getur auk þess, og hefur jafnvel, breyst með tímanum. Hefur hugtakið almennt verið tengt við hættueigin leika ökutækja og þá helst hreyfanleika þeirra og beitingu vélarafls. Á sama hátt hefur verið talið að tjón sem verður þegar bifreiðar eru kyrrstæðar falli utan notkunarhugtaksins, nema tjónið tengist beinlínis notkun ökutækisins, búnaði þess eða hættueigi nleikum. 55 Óumdeilt er að bifreiðin B var hvorki á hreyfingu né heldur var vél hennar í gangi er umrætt tjónsatvik varð hinn 2. september 2016. Þá verður umrætt atvik ekki rakið til þess að bifreiðin hafi stöðvast snögglega eða kippst við, t.a.m. þegar reyn t var að ræsa vél hennar. Þvert á móti er ljóst af gögnum málsins að bifreiðin hafði þegar stöðvast og stóð þar af leiðandi kyrrstæð er umrætt tjónsatvik varð. Öryggi hafði sömuleiðis slegið út og neyðarhemlar virkjast þannig að bifreiðin gat ekki færst ti l. Jafnframt var slökkt á vél bifreiðarinnar. 56 Af gögnum málsins má ráða að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni er hann missti jafnvægið við að stíga niður af upphækkuðum palli innan í bifreiðinni. Við það sneri stefnandi upp á vinstri fót sinn. Þótt tilefni þ ess að stefnandi steig upp á umræddan pall hafi verið það að aftengja öryggi vegna afturhurðar bifreiðarinnar, svo að unnt væri að loka dyrunum og gangsetja bifreiðina að nýju, þá hefði umrætt tjónsatvik getað gerst hvar sem var, innan sem utan bifreiðarin nar, og án nokkurra tengsla við eiginleika bifreiðarinnar sem slíkr ar. 57 Af framangreindu leiðir, að umrætt tjónsatvik verður ekki rakið til notkunar bifreiðarinnar sem slíkrar, sérstaks búnaðar hennar eða hættueiginleika, sbr. til hliðsjónar Hrd. 1997, bls. 3287 í máli nr. 47/1997, Hrd. 1999, bls. 3734 í máli nr. 116/1999, Hrd. 1999, bls. 4719 í máli nr. 274/1999, Hrd. 1999, bls. 4965 í máli nr. 307/1999, svo og dóma réttarins í málum nr. 50/2000 og 671/2014. 58 Að því virtu er ekki unnt að fallast á það með s tefnanda, að skilyrði 2. mgr. 92. gr. þágildandi umferðarlaga og 2. gr. ábyrgðarskilmála stefnda, um að tjón megi rekja til notkunar ökutækis í merkingu 88. gr. laganna, hafi verið fullnægt eins og hér stóð 12 á. Skilyrði bótaskyldu úr slysatryggingu ökumanns eru þar af leiðandi, þegar af þeirri ástæðu, ekki fyrir hendi, eins og hér stendur á. 3 59 Samkvæmt 2. gr. vátryggingaskilmála slysatryggingar launþega hjá stefnda, sem í gildi voru þann 2. september 2016, er umrætt tjónsatvik varð, bætir tryggingin tjón v egna slyss sem vátryggður verður fyrir samkvæmt skilmálum tryggingarinnar, vátryggingarskírteini eða iðgjaldskvittun. 60 atburð, sem veldur meiðslum á líkama vátryggðs og gerist sannanlega án vilja hans. Bætur greiðast, sem fyrr segir, aðeins ef slysið er aðalorsök þess að vátryggður deyr eða missir starfsorku sína, að nokkru eða öllu leyti. 61 Hér að framan var komist að þeirri niðurstöðu að umrætt tjónsatvik þann 2. september 201 6 hafi verið aðalorsök tjóns stefnanda. Á sama hátt verður að telja hafið yfir vafa að atvikið hafi sannanlega gerst án vilja stefnanda, enda hefur öðru ekki verið haldið fram í málinu. Eftir stendur álitaefnið um hvort um skyndilegan utanaðkomandi atburð hafi verið að ræða, sem hafi valdið meiðslum á líkama stefnanda. 62 Í dómaframkvæmd hefur verið við það miðað að misstig falli ekki eitt og sér undir hugtakið slys í skilningi vátryggingaréttar. Má í því samhengi meðal annars vitna til dóms Hæstaréttar í máli nr. 47/2006. Meira þurfi til að koma, svo sem að steinvala, misfella eða einhver utanaðkomandi hlutur hafi átt þátt í eða valdið því að viðkomandi missteig sig. 63 Ekki er á því byggt af hálfu stefnanda að hann hafi misstigið sig í greint sinn sökum misfell u eða aðskotahlutar á gólfi bifreiðarinnar B , enda fær slík ályktun ekki sto ð í gögnum málsins. Þvert á móti verður að telja að tjón stefnanda megi rekja til hreyfinga hans sjálfs, sem orsökuðust af því að hann missti jafnvægið er hann steig niður af umræd dum palli. Að því virtu verður ekki séð að unnt sé að skilgreina umrætt tjónsatvik sem slys í skilningi 2. gr. vátryggingaskilmála stefnda. 64 Engu breytir í þessu samhengi þótt stefndi hafi ekki sýnt fram á að innra ástand í líkama stefnanda, svo sem veik h né, svimi eða aðsvif hafi leitt til tjóns stefnanda, eða að minnsta kosti átt þátt í því. 65 Að framangreindu virtu verður ekki séð að skilyrði fyrir bótaskyldu samkvæmt slysatryggingu launþega séu uppfyllt, eins og hér stendur á. Ber því þegar af þeirri ástæ ðu að hafna kröfu stefnanda um bætur úr þeirri tryggingu. 13 4 66 Hér að framan hefur verið komist að þeirri niðurstöðu, að stefnandi eigi hvorki rétt á bótum úr slysatryggingu ökumanns, sbr. 2. mgr. 92. gr., sbr. 88. gr., umferðarlaga nr. 50/1987, né úr slysatryggingu launþega , sem D hafði hjá stefnda fyrir starfsmenn sína, vegna líkamstjóns sem stefnandi varð fyrir þann 2. september 2016. Er stefndi samkvæmt því þegar af þeim ástæðum sýkn af bæði aðal - og varakröfu stefnanda. 67 Í ljósi framangreindrar n iðurstöðu málsins er eigi þörf á að taka afstöðu til þess, hvaða þýðingu það hafi fyrir úrslit málsins, ef einhverja, að umrætt atvik hafi ekki verið tilkynnt til Vinnueftirlits ríkisins, eða hvort krafa stefnanda sé niður fallin, hafi hún á annað borð ver ið til staðar, þar sem örorkumat hafi ekki farið fram innan þriggja ára frá tjónsatburði. 68 Eftir atvikum þykir rétt að hvor aðili um sig beri sinn kostnað málsins, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. 69 Jóhannes Rúnar Jóhannsson héra ðsdómari kveður upp dóm þennan sem dómsformaður, ásamt meðdómsmanninum Bergþóru Ingólfsdóttur héraðsdómara og Halldóri Baldurssyni bæklunarlækni, sem sérfróðum meðdómsmanni. Dómsorð: Stefndi, Sjóvá - Almennar tryggingar hf., er sýkn af dómkröfum stefnanda, A . Málskostnaður fellur niður. Jóhannes Rúnar Jóhannsson Bergþóra Ingólfsdóttir Halldór Baldursson