Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur fimmtudaginn 7. nóvember 2019 Mál nr. S - 4700/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Kristmundur Stefán Einarsson saksóknarfulltrúi) g egn Zenonas Gilaitis Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 28. október 2019 , var höfðað með ákæru lögreglu - stjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags . 17. september sama ár , á hendur Zenonas Gilaitis, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir hegningar - og umferðarlagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 7. desember 2017, ekið bifreiðinni [...] austur Sogaveg í Reykjavík, án nægilegrar aðgæslu og varúðar, með vinstri beygju á ljósa stýrðum gatna mót um Sogavegar og Réttarholtsvegar með ætla ða akstursstefnu norður Réttarholtsveg, án þess að gefa gangandi vegfarendum gaum og ekið á A , kt. [...] , sem gekk yfir gangbraut á Réttarholtsvegi við gatnamót að Soga vegi, með þeim afleið ingum að hún hlaut brot á klyftarbeini (mjaðmagrind), brot á spjald beini, brot á neðri enda sveifar í hægri úlnlið, eymsli yfir vinstri lærvöðva og hruflsár framan á vinstra læri. Teljast brot þessi varða við 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 1. mgr. 4. gr., 1. mgr. 17. gr., 1. og 6. mgr. 25. gr. og 4. og 5. mgr. 26. gr., allt sbr. 100. gr., umferðar - laga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærð i verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakar kostn - Ákærði hefur játað skýlaust fyrir dómi alla þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt ákæ ru og er játningin studd sakargögnum. Að þessu virtu eru efni til að leggja dóm á málið sam kvæmt 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Sam - kvæmt því sem að framan greinir verður ákærði sakfelldur fyrir brot samkvæmt ákæru og eru þau rétt færð til refsiákvæða. 2 Háttsemi ákærða beindist að mikilvægum verndarhagsmunum með tjóni fyrir brota - þola og horfir það til refsiþyngingar, sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegn - ingar laga. Í því sambandi verður litið til áverka brotaþola samk væmt verknaðarlýsingu í ákæru. Þessu til viðbótar liggur fyrir samkvæmt læknisvottorði að brotaþoli var lagður inn á sjúkrahús til eftirlits í sjö daga eftir um rædd atvik. Þá var brotaþoli undir eftirliti bæklunar skurðlækna eftir það. Samkvæmt sakavottor ði, dags. 25. október 2019, hefur ákærði ekki áður gerst brot legur við refsilög og horfir það til málsbóta, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 70. gr. sömu laga. Ákærði hefur skýlaust játað sök og greint frá því fyrir dómi að hann iðrist gjörða sinna. Horfir það til málsbóta, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. lag anna. Meðferð máls þessa hefur dregist hjá lögreglu og ákæruvaldi af ástæðum sem eru ákærða óviðkom andi og gengur gegn málshraða reglu 2. málsl. 3. mgr. 18. gr. og 2. málsl. 2. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008. S amkvæmt málsgögnum virðist framhalds rannsókn fyrst hafa farið af stað þegar brota þoli gaf kæru skýrslu að eigin frumkvæði hjá lög reglu 14. maí 2019. Rannsókn málsins og ákvörðun um saksókn var hins vegar ekki háð refsikröfu frá brotaþola. Verður litið t il þessa við ákvörðun refs ingar. Að öllu framan greindu virtu þykir refsing ákærða hæfi lega ákveðin fang elsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refs - ingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skil orð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Ákærða verður, með vísan til 1. mgr. 235. gr., sbr. c - lið 1. mgr. 233. gr. og 234. gr., laga nr. 88/2008, gert að greiða 47.000 krónur í sakarkostnað til ríkissjóðs samkvæmt yfir liti ákæru valds ins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðar - saksóknari. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, Zenonas Gilaitis, sæti fangelsi í þrjátíu daga, en fresta skal fullnustu refs - ingar innar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 47.000 krónur í sakarkostnað til ríkissjóðs. Daði Kristjánsson