Héraðsdómur Reykjaness Dómur 18. maí 2020 Mál nr. E - 2519/2019 : Sigríður Valdimarsdóttir ehf . ( Ómar R. Valdimarsson lögmaður ) g egn Gunnar i Traust a Guðbjörns syni ( Sjálfur ) Dómur Mál þetta var höfðað þann 9 . desember 2019 og dómtekið að lokinni aðalmeðferð þann 28 . apríl 2020. Stefn andi er Sigríður Valdimarsdóttir ehf. , kt. 000000 - 0000 , Fýlshólum 9, Reykjavík. Stefndi er Gunnar Trausti Guðbjörnsson, kt. 000000 - 0000 , Brekkubyggð 36, Garðabæ. Stefn andi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða st efnanda 1.534.140 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 1 2. desember 2019 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að m ati dómsins að teknu tilliti til greiðslu virðisaukaskatts. Stefndi krefst þess að verða sýknaður af kröfu stefn anda, og að stefnda verði dæmdur málskostnað u r úr hendi stefnanda að mati dómsins . Málsatvik og sönnunarfærsla: Með leigu samningi, dags. 9 . febrúar 2018, tók u Merkismenn ehf. á leigu 194,2 f m . iðnaðar - og verslunarhúsnæði á jarðhæð í fasteigninni að Ármúla 36 í Reykjavík, í eigu Sigríðar Valdimarsdóttur . Í leigusamning num kemur f ram að leigutímabilið hefjist 1. m ars 2018 og ljúki 28. f ebrúar 2 021 , en u ppsagnarfrestur sé sex mánuðir á leigutíma num af beggja hálfu. Leigugjald er 340.000 krónur á mánuði sem tekur hækku n samkvæmt neyslu vísitölu. Einnig kemur fram í samningnum, að leigjandi skuli leggja fram sjálfskuldarábyrgðaryfirlýsingu samþykk ta af Gunnari Trausta Guðbjörnssyni, stefnda þessa máls, fyrir allt að 1.534.140 krónur , meðal annars fyrir skilvísum leigugreiðslum. Stefndi var fyrirsvarsmaður Merkismanna ehf. 2 Með vottaðri yfirlýsingu, dags. 9. febrúar 2018, lýsti stefndi því yfir að ha nn ábyrgðist sem sjálfskuldaraðili allar fjárskuldbindingar fyrir Merkismenn ehf. vegna framangreinds leigusamnings við Sigríði Valdimarsdóttur, sem leigusala, fyrir allt að 1.534.140 krónur. Stefndi ber í greinargerð sinni að hafa sagt upp leigusamningnum með bréfi, dags. 29. apríl 2019 , sem sent var til Sigríð ar Valdimarsdóttur . Hann hafi hins vegar komist að því í júní 2019 að bréfið hafi ekki borist henni , og hann hafi þá prentað bréfið út aftur og póst lagt . Með greiðsluáskorun, dags. 16. október 2019, frá leigusala til M erkismanna ehf. , kemur fram að leigusamningi hafi ekki verið sagt upp formlega og með sannanlegum hætti. Staða v anskil a væri 1.443.423 krónur , og var skorað á Merkismenn ehf. að greiða skuld ina innan 10 daga. Með innheimtuviðvöru n, dags. 12. nóvember 2019 , frá Sigríði Valdimarsdóttur ehf. til stefnda, kom fram að skuld Merkismanna ehf. væri nú 1.803.423 krónur auk dráttarvaxta, og með vísan til sjálfskuldarábyrgðar stefnda væri skorað á hann að greiða 1.534.140 krónur. Samkvæmt því sem fram kemur í stefnu og fylgiskjali málsins eru vanskilin vegna gjalddaga nna 1. febrúar 2018, og 1. ágúst 2019 til og með 1. nóvember 2019. Bú Merkismanna ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta 27. nóvember 2019. Málsástæður og lagarök stefnanda: Stefn andi bygg ir á því að Merkismenn ehf. skuldi stefnanda samtals 1.803.423 krónur í leigugreiðslur fyrir framangreinda fimm mánuði auk dráttarvaxta . Þar sem skuldin hafi ekki fengist greidd beri stefnanda nauðsyn til þess að höfða mál gegn stefnda sem sjálfskuldaraðila fyrir þeirri skuld. Sé stefnufjárhæð málsins 1.534.140 krónur í samræmi við sjálfskuldar ábyrgðaryfirlýsingu stefnda. Um lag a rök vísa r stefn andi til regl n a kröfu - og samningaréttarins um loforð og efndir fjárskuldbindinga . Þá sé vísað til meginreglna laga nr. 36/1994 um húsaleigu. Kröfur um dráttarvexti styð ur stefn andi við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Krafan um málskostnað styðst við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 og um varnarþing er vísað til 32. gr. sömu laga. 3 Málsástæður og lag a rök stefnd a : Stefndi byggir á því að krafa stefnanda sé nánast úr lausu lofti gripin, og að hann skuldi stefnanda í mesta lagi einn mánuð í húsaleigu. Eins og komi fram í skjáskotum af bankareikningi Merkismanna ehf. hafi reikningar vegna húsaleigu verið greiddir ásamt kostnaði fyrir tímabilið frá 1. j anúar til 1. júní 2019. Stefndi kveðst þ ann 29. apríl 2019 haf a ritað bréf til Sigríðar Valdimarsdóttur um uppsögn á leigusamningnum , en í júní 2019 hafi hann frétt af því að bréfið h efði ekki boris t sama efnis, sem nafngreindur aðili hafi ætlað með í póst, en sá aðili hafi ætlað að taka yfir leig u húsnæði sins , hann hafi hins vegar andast þann 2. október 2019. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og telur að í raun skuldi stefnandi stefnda 350.000 krónur veg na skúringa í anddyri húsnæðisins. Þá krefst stefndi málskostnaðar að mati dómsins. Forsendur og niðurstaða: L eigusamning ur um húsnæði að Ármúla 36 í Reykjavík var gerður á milli Sigríðar Valdimarsdóttur og Merkismanna ehf . Krafa stefnanda bygg i s t á því að vangreidd ar séu leig ugreiðslur fimm mánaða, 1. febrúar 2018, og 1. ágúst 2019 til og með 1. nóvember 2019 , og taki sjálfskuldarábyrgð stefnda til þeirra vanskila. Stefndi byggir sýknukröfu sína ekki á því að krafa málsins sé sett fram af hálfu stefna nda, Sigríðar Valdimarsdóttur ehf., heldur því að krafan sé greidd . Samkvæmt leigusamning num er uppsagnarfrestur tilgreindur sex mánuðir af beggja hálfu , sem er í samræmi við ákvæði 56. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994. Stefndi ber að hafa útbúið uppsögn á samning num í lok apríl 2019, en komist að því í júní 2019 að Sigríði Valdimarsdóttur hefði ekki borist uppsögn in . Engin staðfesting liggur fyrir í málinu á uppsögn leigusamningsins, en sú uppsögn getur , samkvæmt því sem stefndi ber sjálfur, aldrei hafa tek ið gildi fyrr en í júní 2019, og uppsagnarfrestur hafi því í fyrsta lagi liðið í desember 2019. E ngin gögn liggja fyrir þess efnis að þriðji aðili hafi tekið yfir leigu húsnæði sins á þessu tímabili. Um meint vanskil á gjaldda ganum 1. febrúar 2018 þykir lj óst af gögnum málsins að þá hafði framangreindur leigusamningur ekki tekið gildi, og að þau vanskil stafi frá öðru félagi en Merkismönnum ehf. Verður stefndi sýknaður af ábyrgð vegna þess gjalddaga, eða 355.818 krónum með kostnaði. 4 Í greinargerð stefnda e r yfirlit um greiðslur af reikningi, sem stefndi ber að séu af reikningi Merkism anna ehf. Samkvæmt því voru 360.984 krónur greiddar stefnanda þann 13. ágúst 2019 . Ekki er annað fram komið í málinu en að sú greiðsla hafi verið fyrir leigu þess sama mánaðar. V erður stefndi því sýknaður af ábyrgð vegna leigu með gjalddag a 1. ágúst 2019 , eða 366.142 krónum með kostnaði. Samkvæmt framangreindu ber stefndi sjálfskuldarábyrgð á vangreiddum leigugreiðslum Merkismanna ehf., fyrir tímabilið 1. s eptember til og með 1 . nóvember 2019, sem takmarkast af þeirri fjárhæð sem getur um í ábyrgðaryfirlýsingu hans, dags. 9. febrúar 2018. Ekki liggur annað fyrir en að um réttar efndir hafi verið að ræða af hálfu leigusala. Samkvæmt leigusamning i bar Merkismönnum ehf. að greiða g runnleigugjald, 340.000 krónur á mán uði, sem tæki mið af hækkun vísitölu neysluverðs. Með þeim hætti hefur stefnandi sundurliðað kröfu sína fyrir þá þrjá mánuði sem útaf standa , auk kostnaðar, 1. 081.463 krónur , sem er undir þeirri fjárhæð sem stefndi ábyrg ðist í sinni ábyrgðaryfirlýsingu. Með vísan til framangreinds verður stefnda gert að greiða stefnanda 1.081.463 krónur, auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 12. desember 2019 til greiðsludags . Með vísan til 1. og 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefn da gert að greiða stefn anda málskostnað, sem hæfileg a þykir ákveðinn 3 21 . 61 0 krónur að teknu tilliti til greiðslu virðisaukaskatts. Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari dæmir mál þetta. Dómsorð: Stefnd i, Gunnar Trausti Guðbjörnsson, greiði stefnanda, Sigríði Valdimarsdóttur ehf., 1. 081.463 krónur, auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 12. desember 2019 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 3 2 1.610 krónur í málskostnað. Bogi Hjálmtýsson