Héraðsdómur Suðurlands Dómur 22. febrúar 2021 Mál nr. S - 745/2020 : Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ( Arndís Bára Ingimarsdóttir fulltrúi ) g egn Andr a Vilhelm Guðmundss yni ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var 19. desember sl. og dómtekið fimmtudaginn 18. febrúar sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans í Vestmannaeyjum þann 19. nóvember sl., á hendur Andra Vilhelm Guðmundssyni, [...] fyrir líkamsárás með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 22. júní 2019, á svölum annarrar hæðar á skemmtistaðnum Lundanum við Kirkjuveg 21 í Vestmannaeyjum, slegið A , í andlitið með krepptum hnefa hægri handar. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. alm ennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði kom fyrir dóminn þann 18. febrúar sl., ásamt Guðmundi St. Ragnarssyni lögmanni, sem skipaður var verj andi ákærða að hans ósk. Ák ærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum sa mkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu 2 sakavottorði hefur ákærði tíu sinnum áður sætt refsingu, þar af þrisvar sinnum vegna ofbeldisbrota . Þann 26. nóvember 2010 var ákærða gert að sæta fangelsi í tvö ár og sex mánuði, meðal annars vegna frelsissviptingar, stórfelldrar líkamsárásar og ráns. Þann 1. júní 2011 var ákærða gert að sæta fangelsi í fjögur ár vegna stórfelldra r líkamsárás. Þann 14. júní 2019 var ákærða gert að sæta fangelsi í tvö ár og sex mánuði, meðal annars vegna meiriháttar líkamsárásar. Þá var ákærða þann 15. ágúst 2019 gerð sekt vegna umferðarlagabrots. Loks var ákærða þann 9. september 2020 gert að sæta fangelsi í fjóra mánuði vegna þjófnaðar sem og brota á umferðarlögum, fíkniefnalögum og vopnalögum. Að öðru leyti hefur sakaferill ákærða ekki áhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu. Brot það sem ákærði er nú sakfelldur fyrir er framið fyrir uppkvaðning u síðastgreinds dóms , sem og ákvörðun framangreindrar sektar, og verður ákærða því nú dæmdur hegningarauki , með vísan til 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Með vísan til sakaferils ákærða þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem er þóknun skipaðs verjanda hans og er hæfilega ákveðin 188.480 kr. að teknu tilliti til v irðisaukaskatts og ferðakostnað verjanda sem nemur 13.680 kr. Sólveig Ingadóttir, löglærður aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Andri Vilhelm Guðmundsson , sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði greiði sakarkostnað samtals, 202.160 krónur, sem er þóknun skipaðs verjanda, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 188.480 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts, og ferðakostnað ur verjanda, 13.680 krónur. Sólveig Ingadóttir.