Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 11 . maí 2022 Mál nr. S - 5984/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Árni Bergur Sigurðsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Fannar i Frey Jónss yni (Snorri Sturluson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 27. apríl sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 21. desember 2021, á hendur Fannari Frey Jónssyni, kt. [...] , [...] , Reykjavík, fyrir umferðar - og hegningarlagabrot með því að hafa, laugardaginn 14. nóvember 2020, í blekkingarskyni sett skráningarnúmerið [...] , sem tilheyrði VW Bora bifreið, á [...] bifreið af gerðinni Nissan Patrol, sem bera átti skráningarnúmerið [.. .] , og ekið henni þannig sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist móts við Axarhöfða , þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 157. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 1., sbr. 2. mgr. 49. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafi st að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 99. gr. og 101. gr. laga nr. 77/2019. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr . 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða 2 hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru. Ákærði e r fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 15. desember 2021, gekkst ákærði undir sekt með lögreglustjórasátt 25. september 2020 vegna umferðarlagabrots, m.a. akstur undir áhrifum áfengis og ávana - og f í kniefna . Ákærði hlaut 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, með dómi Héraðsdóms Suðurlands 10. júní 2021 fyrir auðgunarbrot og eignaspjöll. Brot þau sem ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir voru drýgð fyrir uppkvaðningu framangreinds dóms frá 10. jú ní 2021 og ber því að dæma hegningarauka, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða er jafnframt ákvörðuð með hliðsjón af 60. gr. sömu laga og er 30 daga skilorðsdómurinn frá 10. júní 2021 dæmdur upp og ákærða gerð refsing í einu lagi . Við ákvörðun refsingar er nú miðað við að ákærði sé í annað sinn að gerast sekur um akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og í fyrsta sinn sviptur ökurétti. Þá er það virt ákærða til refsimildunar að hann hefur játað sök, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 70. gr . almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls, dómvenju , 60. , 77. og 7 8 . gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 60 daga fangelsi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar ski lorðsbundið í 2 ár frá uppkvaðningu dómsins að telja og skal hún falla niður að þeim tíma liðnum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökur étti í 3 ár frá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipað verjanda síns , Snorra Sturlusonar lögmanns, 167.400 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og 101.119 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Margrét Herdís Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari fyrir Árna Berg Sigurðsson aðstoðarsaksóknara. Samúel Gunnarsson aðstoðarmaður dómar a kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Fannar Freyr Jónsson, sæti fangelsi í 60 daga en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Ákærði er sviptur ökurétti í 3 ár frá birtingu dómsins að telja . Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipað verjanda síns, Snorra Sturlusonar lögmanns, 167.400 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og 101.119 krónur í annan sakarkostnað. 3 Samúel Gunnarsson