Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2. september 2020 Mál nr. S - 3958/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Kári Ólafsson aðstoðarsaksóknari) g egn Pét ri Kristján i Árnas yni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 16. júní 2020, á hendur: Pétri Kristjáni Árnasyni, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir eftirtalin brot: I. Umferðar - og lögreglulagabrot með því að hafa, þann 24. febrúar 2019, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis (í blóði mældist leið lá niður Fálkabakka þar sem lögregla gaf honum stöðvunarmerki sem hann sinnti ekki heldur hélt för sinni áfram inn Arnarbakka og þaðan Ferjubakka, þar sem ökumaður skyndilega stöðvaði akstur bifreiðarinnar og reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum þrátt fyrir skipanir um a ð stöðva en hann var handtekinn skömmu síðar í beinni eftirför. Telst brot þetta varða við 6. mgr. 7. gr., 1., sbr. 2. mgr. 49. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 1. mgr. 19. gr. lögreglulag a nr. 90/1996. M. [...] II. Umferðarlagabrot með því að hafa, þann 29. janúar 2019, ekið bifreiðinni [...] sviptur 2 Fálkabakka í Reykjavík og inn Höfðabakka til norðurs uns lögregl a gerði honum að stöðva akstur. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 49. gr. og 1. sbr. 2. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. M. [...] Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 , um meðferð sakamála , og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru br ot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 11. júní 2020 , gekkst ákærði undir sekt samkvæmt lögreglustjórasátt 2. febrúar 2016 fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Var hann þá jafnframt sviptur ökuréttindum í 18 mánuði. Ákærði gekkst aftur undir sekt samkvæmt lögreglustjórasátt 10. mars 2017, en þá fyrir akstur undir áh rifum áfengis og akstur sviptur ökuréttindum. Var hann þá einnig sviptur ökuréttindum í 18 mánuði frá og með 2. ágúst 2017. Enn gekkst ákærði undir sekt samkvæmt lögreglustjórasátt 13. mars 2019, m.a. fyrir akstur sviptur ökuréttindum. Brot þau sem ákærði er nú sakfelldur fyrir voru öll drýgð áður en ákærði gekkst undir lögreglustjórasáttina 13. mars 2019, verður honum því gerður hegningarauki nú, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar í máli þessu verðu r við það miðað að ákærða sé nú í þriðja sinn gerð refsing fyrir akstur undir áhrifum áfengis og í annað sinn fyrir akstur sviptur ökuréttindum, allt innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af sakarefni málsins , dómven ju og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga . Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti ævilangt frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. Ákærði greiði 49.196 krónur í sakarkostna ð. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Margrét Herdís Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari fyrir Kára Ólafsson aðstoðarsaksóknara. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir , aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. 3 D Ó M S O R Ð: Ákærði, Pétur Kristján Árnason, sæti fangel si í 60 daga . Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá uppkvaðningu dómsins að telja. Ákærði greiði 49.196 krónur í sakarkostnað. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir