Héraðsdómur Austurlands Dómur 16. júní 2022 Mál nr. S - 50/2022 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) g egn A Dómur . I. 1. Mál þetta, sem dómtekið var 14 . júní 2022, höfðaði lögreglustjórinn á Austurlandi með ákæru, útgefinni 13. m aí sl. , á hendur A , , , ; ,, fyrir umferðarlagabrot og brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, framin í , með því að hafa seinnipart laugardagsins 8. janúar 2022, undir áhrifum fíkniefna, ekið bifreiðinni , um , þar sem bifreiðin var stöðvuð af lögreglu á móts við . Tetrahýdrókannabínól í blóði ákærða mældist 1,9 ng/ml og telst hann því hafa verið ó hæfur til að stjórna ökutæki örugglega. Og fyrir að hafa við sama tilefni, í sölu - og dreifingarskyni, haft í vörslum sínum 70,59 gr af m arihuana, sem fundust við leit í bifreið ákærða. Telst þetta varða við 1. mgr. og 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr . umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. breytingarlög og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. breytingarlög og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. breytingarreg lugerðir. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til s viptingar ökuréttar skv. 101. gr. umferðarlaga nr. 77 / 2019. Þá er þess krafist að gerð verð upptæk framangreind 70,59 gr af m arihuana, sem f undust vi ð leit í bifreið ákærða og hald var lagt á, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. breytingarreglugerðir. 2. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyf a . 2 II. 1. Fyrir dómi h efur ákærði skýlaust viðurkennt sakargiftir, líkt og þeim er lýst í ákæru . Að ofangreindu virtu og þar sem játning ákærða er í samræmi við framburð hans fyrir lögreglu og önnur rannsóknargögn, þ. á . m. matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnaf ræði Háskóla Íslands, dags ettri 10. f ebrúar 2022, þykir sök hans nægjanlega sönnuð og er hún einnig rétt heim f ærð til refsiákvæða í ákæru. 2. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . Að ofangreindu virtu verða ákærðu sakfelld ur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. III. 1. Ákærði, sem er ára , hefur samkvæmt sakavottorði Sakaskrár ríkisins , dagsettu 13 maí sl. áður sætt refsingum. Ákærði var með dómi Héraðsdóms Austurlands 13. apr í l sl. , dæmdur fyrir líkamsárás , sem hann framdi í félagi við annan pilt þann 13. j úlí 2021. Refsing ákærða vegna þessa r ar háttsemi var ákvörðuð fjögurra mánaða fangelsi , sem var skilorðsbundi n til tveggja ára . Jafnframt var á kærði dæmdur til að greiða skaðabætur. Þá var ákærði með sáttargjörð Lögreglustjórans á Austurlandi , þann 5. maí sl., gert að greiða sekt til ríkissjóðs vegna fíkniefnaakstur og fyrir brot á ávana - og fíkniefnalöggjöfinni, sem hann framdi þann 4. desember 2021, en jafnframt var hann þ á sviptur ökurétti í 6 mánuði frá undirritun sáttarinnar. Við ákvörðun refsingar ber m.a. að líta til fyrrnefnds skilorðsdóms, en jafnframt að brot þau sem hér eru til umfjöllunar voru framin fyrir fyrrgreind ar refsiákvarðan ir í apríl og maí á þessu ári, sbr. ákvæði 60. gr., sbr. 77. gr. og 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . A ð réttu lagi hefði lögreglustjóri átt að höfða mál þessi öll í einu lagi, sbr. ákvæði 1. mgr. 143. gr. laga nr. 88/2002 um meðferð sakamála. Í máli þessu hefur ákærði verið sakfelldur yfir fíkniefnaakstur, en einnig fyrir vörslur á nokkru magni af fíkniefnum, sem hann hugðist selja. Verður fyrr nefndur skilorðsdómur tekinn upp og ákærða ákvörðuð refsing í einu lagi vegna þessa og þykir 3 refsing h ans þannig hæfilega ákveðin fimm mánaða fangelsi. Jafnframt ber að dæma ákærða til að greiða 100.000 króna sekt til ríkissjóðs vegna fíkniefna a kstur s . Að virtum ungum aldri ákærða og skýlausr i játning u hans, sem horfir til refsimildunnar, sbr. ákvæði 4. t l. 1. mgr. 70. gr. og 2. tl. 74. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en einnig í ljósi þess að viðhorfsbreyting virðist hafa orðið hjá ákærða að undanförnu, en hann er m.a. í fastir vinnu, þykir fær t að skilorðsbinda nefnda fangelsisrefsingu eins og segir í dómsorði. Þá er frestun fullnustu þessarar refsingar ákærð a einnig bundin því skilyrði að hann sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón, sbr. 1. og 2. tl. 57. gr. laga nr. 19/1940. Skal Fangelsismálstofnun ríkisins tilnefna þann aðila, sem h afa skal með hendi umsjónina, sbr. ákvæði IX kafla laga nr. 15/2016. Greið i ákærði ekki fyrrgreinda sektarrefsingu inna n fjögurra vikna frá birtingu dómsins skal hann sæta sjö daga fangels i . Fallist er á kröfu ákæruvalds um að ákærði verði sviptur ökurétti ndum og þá eins og segir í dómsorði , og þá að virtum tímamörkum í hinni fyrri ökuréttarsviptingu hans . Gera ber upptæk 70,59 gr af mari hu ana - fíkniefni, sem f undust við leit í bifreið ákærða og lögreglan lagði hald á. Með vísan til 235. g r. laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærð a til að greiða útlagðan sakarkostnað ákæruvalds að fjárhæð 91.414 krónur, en annar kostnaður féll ekki til við málareksturinn. Af hálfu ákæruvalds fór með málið Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari . Ólafur Ólafsson, héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærð i , A , sæti fimm mánaða fangelsi, en fullnustu þeirra refsinga r skal fresta og falli hún niður að tveimur árum liðnum haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Þá er frestun fullnustu fangelsis refsingar ákærð a einnig bundin því skilyrði að hann sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón, sbr. 1. og 2. tl. 57. gr. laga nr. 19/1940. Skal Fangelsismálstofnun ríkisins tilnefna þann aðila, sem hafa skal með hendi umsjón ina, sbr. ákvæði IX kafla laga nr. 15/2016. Ákærði greiði 100.000 krónur í sekt til ríkissjóðs og komi sjö daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd inna n fjögurra vikna frá birtingu dómsins að telja. 4 Gerð eru upptæk 70,59 grömm af marihuana - fíkniefni, sbr. efnaskrá lögreglu nr. 47422. Ákærði er sviptur ökurétti í sex mánuði frá 5. nóvember 2022 að telja. Ákærði greiði allan sakarkostnað, 91.414 krónur.