Héraðsdómur Reykjaness Dómur 30. apríl 2021. Mál nr. S - 2198/2020: Ákæruvaldið (Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (sjálfur) Dómur: Mál þetta var þingfest 12. nóvember 2020 og dómtekið 26. apríl 2021. Málið höfðaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 1. september 2020 á hendur ákærða, X , kt. 000000 - 0000 , , , fyrir eftirtalin umferðar - , vopna - og fíkniefnalagabrot, með því að hafa: 1. Föstudaginn 28. júní 2019 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði um Álfhólsveg í Kópavogi, við hús nr. , þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða og haft í vörslum sínum 2,90 grömm af maríhúana og vasahníf, sem fundust við öryggisleit á honum. Er háttsemin talin varða við 1., sbr. 2. mgr. 49. gr., 1., sbr. 2. mgr. 5 0. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 808/2018 og 1 . mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. 2. Laugardaginn 14. mars 2020 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í b lóði 2 Vesturlandsveg við Ártúnsbrekku í Reykjavík þar sem lögregla stöðvaði för hans og haft í vörslum sínum 2,96 grömm af maríhúana, sem fundust við öryggisleit á ákærða. Er háttsemin talin varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/20 01 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 3. Laugardaginn 9. maí 2020 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóð i í Reykjavík, við Súðavog, þar sem lögregla stöðvaði för hans. Er háttsemin talin varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mg r. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Við upphaf aðalmeðferðar féll ákæruvaldið frá ákæru fyrir vörslur á 2,96 grömmum af maríhúana samkvæmt 2. ákærulið. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að ákærði verði að öðru leyti dæmdur til refsingar samkvæmt ák æru, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. gr. laga nr. 77/2019. Þá er krafist upptöku á 5,86 grömmum af haldlögðu maríhúana samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reg lugerð nr. 808/2018 og upptöku á haldlögðum vasahnífi samkvæmt 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Ákærði neitar alfarið sök samkvæmt 1. ákærulið. Hann játar akstur bifreiðar sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis og ávana - og fíkniefna samkvæmt 2. á kærulið. Hann játar einnig sök samkvæmt 3. ákærulið. Að því marki sem ákærði játar sök krefst hann vægustu refsingar og sviptingar ökuréttar sem lög leyfa. Hann krefst annars sýknu af refsikröfu ákæruvaldsins og sýknu af kröfu um upptöku haldlagðs vasahníf s. Ákærði gerir ekki athugasemdir við upptöku haldlagðra fíkniefna, enda ekki eigandi eða vörslumaður þeirra. I. - Sakarefni máls. 1. ákæruliður. Málsatvik. Samkvæmt frumskýrslu A lögreglumanns, sem hann staðfesti fyrir dómi, var hann við umferðareftirlit ásamt B kl. 23:55 að kvöldi föstudagsins 28. júní 2019, á leið um 3 Álfaheiði til norðurs og nam staðar við stöðvunarskyldu á gatnamótum Álfhólsvegar og Þverbrekku í Kópavogi. Í það mund hafi bifreiðinni verið ekið yfir gatnamótin eftir Álfhólsvegi til vesturs og A séð að ökumaður þeirrar bifreiðar var karlmaður með ljóst hár, sett upp í snúð, ljóst skegg og íklæddur grænni úlpu með hermannamynstri og loðkraga. Við hlið hans hafi setið dökkhærður, dökkklæddur maður. Lögreglumennirnir hafi ekið á eftir , séð henni lagt í stæði við Álfhólsveg , ekið framhjá bifreiðinni og þá séð ökumann og farþega stíga út. A hafi svo snúið lögreglubifreiðinni við og stöðvað hana á móts við Ál fhólsskóla, vestan við hús nr. . Segir í frumskýrslunni að lögreglumennirnir hafi aldrei misst sjónar á mönnunum, séð þá ganga eftir göngustíg í átt að Álfaheiði, tekið mennina tali á stígnum og beðið ökumann, ákærða í málinu, að framvísa ökuskírteini. Hann hafi brugðist illa við, sagst ekki hafa ekið og óskað eftir að hringja í móður sína sem væri lögfræðingur. Ákærði hafi verið votur um augu og lyktað af áfengi og kannabis. Eftir símtalið við móður hafi ákærða verið kynnt að hann væri handtekinn ve gna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og ávana - og fíkniefna, hann þá hlaupið á brott en lögregla náð honum skjótt og fært hann í handjárn. Samkvæmt frumskýrslunni ræddi A einnig við farþega , C . Hann hafi lítið viljað tjá sig, en framvísaði kveikju láslykli sem reyndist ganga að bifreiðinni , skráðri eign ákærða. Ákærði var færður á lögreglustöð þar sem honum var tekið blóðsýni kl. 00:42. Við öryggisleit á ákærða hafi fundist kannabis í buxnavasa hans og vasahnífur í úlpuvasa. Að leit lokinni hafi ákærði verið leystur úr haldi. Frumskýrslunni fylgir vettvangsskýrsla A vegna meints fíkniefnalagabrots, sem undirrituð er af hálfu ákærða. Í henni er skráð eftir ákærða a ð C sé eigandi kannabissins, hafi keypt það á 5.000 krónur við KFC í Mosfellsbæ, ákærði geymt kannabisið í buxnavasa sínum og þeir ætlað að reykja það saman. A staðfesti einnig skýrslu þessa fyrir dómi. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna á umræddu blóðsýni mæ ldist vínandamagn í kannabisefnanna reyndist um að ræða 2,90 grömm af maríhúana. Ákærði vefengir ekki niðurstöður þessara rannsókna. Ákærði neitaði sök fyrir dómi. Hann kvaðs t hafa verið á pöbb í Engihjalla ásamt C vini sínum, ákærði fengið sér nokkra bjóra og þeir síðan verið á rölti nálægt Álfhólsvegi þegar lögreglumenn tóku þá tali og sökuðu ákærða um akstur bifreiðarinnar . Hann hafi neitað akstri og í kjölfarið verið h andtekinn og færður á lögreglustöð. Ákærði játti rétt að hann væri eigandi , dró ekki í efa að bifreiðin hafi verið staðsett 4 fyrir utan Álfhólsveg laust fyrir miðnætti umræddan dag, en sagðist hvorki hafa hreyft við bifreiðinni sjálfur né nokkur á h ans vegum frá kl. 17 - 18 um daginn. Hann kvaðst ekki vita hvernig komst í bílastæði við Álfhólsveg . Ákærði kvaðst hafa verið með nær axlasítt ljóst hár á þessum tíma. Hann kvaðst ekki hafa átt græna úlpu með hermannamynstri. Ákærði þrætti ekki fyri r að haldlögð fíkniefni hafi fundist í fórum hans við öryggisleit, sagði þau hafa verið í boxi í buxnavasa hans, hann ekki vitað að fíkniefnin væru þar og vissi ekki hvernig þau komust í vasa hans. Í framhaldi var borin undir ákærða vettvangsskýrsla lögreg lu vegna meints fíkniefnalagabrots. Hann kvaðst ekki muna eftir skýrslugerðinni og því sem þar væri skráð eftir honum og sagði að sér fyndist skýrslan Ákærði viðurkenndi að hafa verið með haldlagðan vasahníf í fórum sínum við handtöku, sagðist bera enn stærri hníf þegar hann væri við vinnu, skildi ekki af hverju lögregla tók vasahnífinn og kvaðst nota hnífa mikið við vinnu sína á verkstæði Vöku. Þess utan væri hann alltaf að dunda við bíla og því bæri hann alltaf hníf á sér. Vitnið C bar fyrir dómi að umrætt kvöld hafi hann og ákærði keypt sér mat í verslun Iceland við Engihjalla, gengið þaðan og verið á rölti eftir Álfhólsvegi þegar lögreglubifreið hafi verið ekið framhjá, henni snúið við og tveir lögreglumenn í framhaldi tekið þá tali og bori ð á ákærða að hafa ekið bifreiðinni . Ákærði hafi neitað sök, enda ekki verið að aka . C kvaðst hafa verið með kveikjuláslykla í sínum fórum, af því að til stóð að selja bifreiðina, og hafi hann afhent lögreglu lyklana á vettvangi. C kannaðist vi ð að hafa verið í fyrr um daginn ásamt ákærða og fleira fólki og sagði að bifreiðinni hafi verið lagt í stæði fyrir utan Álfhólsveg af því að það átti að selja hana. Aðspurður gat C ekki útskýrt hvernig það tengdist ætlaðri sölu bifreiðarinnar að s kilja hana eftir í stæði fyrir utan Álfhólsveg . Hann kvaðst hafa verið dökkhærður á þessum tíma, eins og nú, ekki muna hvernig þeir félagar voru klæddir og ekki muna hvort hann hafi á þessum tíma átt græna úlpu með hermannamynstri. A lögreglumaður bar fyrir dómi með líkum hætti og frá er greint í frumskýrslu. Greint sinn hafi hann og B verið við almennt umferðareftirlit og ákveðið að taka ökumann tali eftir að sú bifreið var stöðvuð fyrir framan Álfhólsveg og A sá að ökumaður og farþegi stigu ú t úr bifreiðinni og gengu frá húsinu. Hann kvaðst hafa séð ákærða aka bifreiðinni, séð hann stíga út ökumannsmegin og ekki hafa misst sjónar á honum eða farþeganum nema í sekúndubrot þar til lögreglumennirnir tóku þá tali. A var 5 í framhaldi kynntur framburður ákærða og C fyrir dómi og staðhæfði hann að frásögn þeirra gæti ekki staðist. B lögreglumaður bar fyrir dómi að hún hafi verið við almennt umferðareftirlit ásamt A , þau numið staðar við stöðvunarskyldu á gatnamótum Álfhólsveg ar og Þverbrekku, séð ekið yfir gatnamótin eftir Álfhólsvegi til vesturs og ákveðið að athuga ástand ökumanns, sem B staðhæfði að hafi verið ljóshærður karlmaður með snúð í hárinu. hafi svo verið lagt í stæði fyrir utan Álfhólsveg og ökumaðurin n, ákærði í málinu, stigið út ásamt farþega í framsæti. Lögreglumennirnir hafi tekið þá tali, ákærði verið erfiður í samskiptum og ekki viljað gefa öndunarsýni fyrr en hann væri búinn að hringja í móður sína. Hann hafi svo hlaupið undan lögreglumönnunum en þeir náð honum, handtekið og fært á lögreglustöð. B var kynntur framburður ákærða og C fyrir dómi. Hún sagði frásögn þeirra ekki standast og staðhæfði að hún hafi án nokkurs vafa séð ákærða aka nefndri bifreið og stíga út úr henni ökumannsmegin þegar akst ri lauk við Álfhólsveg . Niðurstaða. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur, ef þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða af um það, sbr. 2. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laganna gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Ákærði hefur frá upphafi neitað sök að því varðar akstur bifre iðarinnar að kvöldi föstudagsins 28. júní 2019. Við skýrslugjöf ákærða og C vinar hans fyrir dómi kom fram að bifreiðinni hafi verið lagt í stæði fyrir utan Álfhólsveg 106 og hún verið þar laust fyrir miðnætti 28. júní. Ákærði, sem var eigandi bifr eiðarinnar, kunni enga skýringu á því hvernig bifreiðin komst þangað en C kvað lagningu bifreiðarinnar hafa tengst sölu hennar, án þess að hann gæti útskýrt tengslin þar á milli. Þykir framburður þeirra beggja um þetta atriði ótrúverðugur. Þegar á hinn bóg inn er virtur samhljóða og trúverðugur vitnisburður lögreglumannanna A og B fyrir dómi, sem hafa engra hagsmuna að gæta í málinu, um að þau hafi séð ákærða aka bifreiðinni laust fyrir miðnætti 28. júní örskömmu áður en henni var lagt fyrir utan Álfhóls veg og þau séð ákærða stíga út úr 6 bifreiðinni ökumannsmegin strax að akstri loknum, þykir sannað, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi greint sinn verið ökumaður bifreiðarinnar . Samkvæmt því og með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna á blóðsýni sem ákærða var tekið kl. 00:42 og hann vefengir ekki er ákærði sannur að því að hafa ekið bifreiðinni , sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis og fíkniefna, svo sem honum er gefið að sök í 1. ákærulið. Er sú háttsemi réttilega heimfærð til refsiákvæða samkvæmt 1., sbr. 2. mgr. 49. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, en á þeim tíma er brotin voru framin vörðuðu þau við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr., 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. þágildandi umferðarlaga nr. 50/1987. Fyrir liggur að við öryggisleit á ákærða eftir handtöku fundust 2,90 grömm af maríhúana í buxnavasa hans. Meðal málsgagna er skýrsla A lögreglumanns, sem rituð var vegna meints fíkniefnalagabrots og ákærði staðfesti með nafnritun sinni. Er þar meðal annars haft eftir ákærða að C hafi keypt efnin á 5.000 krónur og ákærði geymt þau í buxnavasa sínum. Í ljósi þessa þykir haldlaus sá framburður ákærða fyrir dómi að hann hafi ekki vit að að fíkniefnin væru í vasa hans. Ber því að sakfella ákærða fyrir ólögmætar vörslur sömu fíkniefna og er sú háttsemi rétt færð til refsiákvæða í 1. ákærulið. Við sömu öryggisleit fannst vasahnífur í úlpuvasa ákærða. Liggur ekki fyrir í málinu lýsing á ne fndum hnífi en hann er sagður svartur, svo sem sést af framlagðri mynd af hnífnum. Samkvæmt henni er hnífurinn, með opnu blaði, eilítið lengri en penni og er blaðið bogadregið. Ákærði hefur gefið þá skýringu á tilvist hnífsins í úlpuvasanum að hann vinni m ikið í vélum og tækjum og beri því alltaf hnífinn á sér. Hnífur af þessu tagi er vopn í skilningi 1. mgr. 1. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. laganna er vopnaburður bannaður á almannfæri, þó þannig að heimilt er að bera á sér bitvopn þar sem eðlilegt og sjálfsagt getur talist, svo sem við vinnu eða veiðar. Ákærði var að eigin sögn að koma af pöbb og hafði neytt þar áfengis, auk þess sem hann var undir áhrifum fíkniefna. Undir þeim kringumstæðum er ekki unnt að fallast á að eðlilegt eða sj álfsagt geti talist að ákærði bæri á sér vopn. Ber því að sakfella hann fyrir ólögmætan vopnaburð samkvæmt 1. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga, svo sem honum er gefið að sök í 1. ákærulið. 2. ákæruliður. Ákærða er hér gefið að sök umferðar lagabrot, með því að hafa l augardaginn 14. mars 2020 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna, um Vesturlandsveg í Reykjavík 7 þar sem lögregla stöðvaði för hans. F yrir dómi 23. mars sl. játaði ákærði akstur sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis og ávana - og fíkniefna. Með hliðsjón af þeirri játningu, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, er ákærði sannur að þeirri sök og er sú háttsemi réttilega heimfærð til refs iákvæða í ákæru . 3. ákæruliður. Ákærða er hér gefið að sök umferðarlagabrot, með því að hafa laugardaginn 9. maí 2020 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna, um Dugguvog í Reykjavík þar sem lögregla stöðvaði för hans. Ákærði játaði háttsemi þessa fyrir dómi 23. mars sl. Með hliðsjón af þeirri játni ngu, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, er ákærði sannur að sök í þessum þætti málsins og er háttsemin réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru . II. - Ákvörðun refsingar og annarra viðurlaga. Samkvæmt sakavottorði ákærða gekkst hann 13. ágúst 2012 und ir fésekt og 12 mánaða sviptingu ökuréttar fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkni efna. Í nóvember sama ár gekkst hann aftur undir fésekt vegna aksturs undir áhrifum ávana - og fíkniefna og var um hegningarauka að ræða við fyrra brot. Næst gekkst ákærði undir fésekt 20. mars 2013 fyrir sviptingarakstur. Þann 7. janúar 2014 var ákærða gerð 385.000 króna fésekt fyrir ölvunarakstur, akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og akstur án þess að hafa endurnýjað ökuskírteini og var sama dag sviptur ökurétti í tvö ár. Með dómi 17. sama mánaðar var ákærða gerður hegningarauki, 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ölvunarakstur, akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og sviptingarakstur, jafnframt því sem hann var sviptur ökurétti í fimm ár frá 7. janúar 2014 a ð telja. Með dómi 11. apríl 2014 var skilorðsdómurinn tekinn upp og ákærði dæmdur í 90 daga fangelsi fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og sviptingarakstur, auk þess sem hann var þá sviptur ökurétti ævilangt. Með dómi 11. júní sama ár var ákærð a gerður 30 daga hegningarauki við dóminn 11. apríl fyrir ölvunarakstur, hraðakstur, akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og sviptingarakstur. Með dómi 9. október 2014 var ákærða gerður 90 daga hegningarauki við dóminn 11. júní fyrir akstur undir áhrif um ávana - og fíkni efna og sviptingarakstur. Loks var ákærði 12. mars 2015 dæmdur í 4 mánaða fangelsi fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og sviptingarakstur, jafnframt því sem hann var sviptur ökurétti ævilangt frá dómsbirtingu 22. janúar 2016. Þann 17. maí 2018 lauk ákærði afplánun allra fangelsisdóma með samfélagsþjónustu. 8 Með hliðsjón af ofangreindum sakaferli og vísan til langrar dómvenju ber nú að ákvarða ákærða refsingu fyrir akstur sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis og ávana - og fí kniefna eins og hann hafi fimm sinnum áður brotið af sér með sama hætti í skilningi 5. töluliðar 1. mgr. 70. gr. og 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. landsréttardómar nr. 689/2019 og 3/2020. Að því gættu og með hliðsjón af 77. gr. almennra h egningar laga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði. Ekki eru efni til að skilorðsbinda þá refsingu. Ákærði hefur jafnframt unnið til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. áður 101. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Með dómi 12. mars 2015 var ákærði sviptur ökurétti ævilangt. Að því gættu og með hliðsjón af sakaferli ákærða ber að árétta þá sviptingu ökuréttar. Þá ber að kröfu ákæruvaldsins að gera upptæk til ríkissjóðs 5,86 grömm af maríhúana og haldlagðan v asahníf með vísan til áðurgreindra lagareglna. Loks ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, en samkvæmt yfirliti ákæruvaldsins er hér um að ræða 318.389 króna útlagðan kostnað. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómari tók við málinu 15. mars 2021 og hafði fram að þeim tíma engin afskipti af meðferð þess. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 12 mánuði. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá dómsbirtingu að telja. Ákærði sæti upptöku á 5,86 grömmum af maríhúana og haldlögðum vasahníf. Ákærði greiði 318.389 krónur í sakarkostnað. Jónas Jóhannsson