Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2. september 2020 Mál nr. S - 3560/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Kristín Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Pét ri Geir Óskarss yni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 2. júní 2020, á hendur: [...] , [...] , Fyrir eftirtalda þjófnaði með því að hafa: 1. Sunnudaginn 3. mars 2019 brotist inn í bifreiðina [...] , sem var lagt í bifreiðastæði norðan Skúlagötu við Sjávarútvegshúsið í Reykjavík, og stolið þaðan verkfæratösku að óþekktu verðmæti. (Mál [...] ) 2. Þriðjudaginn 15. maí 2019 brotist inn í sameiginlega g eymslu í [...] í Reykjavík og stolið þaðan Cube reiðhjóli að áætluðu verðmæti kr. 160.000, - . (Mál [...] ) 3. Laugardaginn 27. júlí 2019 stolið Hugo Boss ilmvatni í verslun Hagkaups í Kringlunni 4 - 12 í Reykjavík að verðmæti kr. 15.899, - . (Mál [...] ) Telst framangreind háttsemi varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls 2 Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins í dag og boðaði ekki forföll en í fyrir kalli sem var ásamt ákæru birt í Lögbirtingablaði 28. júlí síðastliðinn var tekið fram að yrði ekki sótt þing af hans hálfu mætti hann búast við því að fjarvist hans yrði metin til jafns við það að hann viðurkenndi að hafa framið það brot sem hann væri ákæ rður fyrir og að dómur yrði lagður á málið að honum fjarstöddum, sbr. heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Verður málið því dæmt samkvæmt framangreindri heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 , um meðferð sakamál a . Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 28. maí 2020 , á ákærði að baki sakaferil a ftur til ársins 1993. Þar af hefur ákærða í þrígang verið gerð refsing fyrir þjófnað og einu sinni fyrir rán, innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Síðasta refsiákvörðun yfir ákærða sem hefur áhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu er dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 12. september 2018, er ákærði var m.a. sakfelldur fyrir þjófnaði og tilraun til þj ófnaðar og dæmdur í 6 mánaða fangelsi. Við ákvörðun refsingar verður því litið til 255. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af sakarefni málsins og ákvæðum 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin f angelsi í 3 mánuði . Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Margrét Herdís Jónsdóttir fyrir Kristínu Jónsdóttur aðstoðarsaksóknara. Sigríður Dagmar Jóhann s dóttir , aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Pétur Geir Óskarsson, sæti fangelsi í 3 mánuði . Sigríður Dagmar Jóhann s dóttir