Héraðsdómur Reykjaness Dómur 21. júlí 2020 Mál nr. S - 938/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Elvar i Pálss yni (Gísli M. Auðbergsson lögmaður) Dómur : Mál þetta, sem var tekið til dóms 8. júlí síðastliðinn , höfðaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 7. apríl 2020, á hendur Elvari Pálssyni, kt. 000000 - 0000 , , en fastan dvalarstað að : ,, fyrir eftirtalin umferðarlagabrot , með því að hafa: 1. Mánudaginn 30. september 2019 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti um Álfaskeið í Hafnarfirði, við Flatahraun. 2. Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti um Krísuvíkurveg í Hafnarfirði, við Reyk janesbraut. Teljast brot í báðum liðum varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar . Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa . Þá krefst verjandi ákærða þóknunar sér til handa sem greidd verði úr ríkissjóði. Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið þau brot sem honum eru gefin að sök og var farið með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og va r það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig í stuttu máli um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Sannað er með skýlausri játningu ákærða, sem er í samræmi við framlögð sakarg ögn, að hann hafi gerst sekur um þau brot sem honum eru gefin að sök og eru þau réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði hefur því unnið sér til refsingar. 2 Ákærði er fæddur og á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 2007 samkvæmt framlögðu sakavottorði. Við ákvörðun refsingar í máli þessu hefur eftirfarandi áhrif: Með dómi 20. maí 2016 var ákærði sakfelldur fyrir akstur sviptur ökurétti og akstur undir áhrifum ávana - og fík niefna og var dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af voru fjórir mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára, og til greiðslu 60.000 króna sektar, auk þess sem ævilöng svipting ökuréttar var áréttuð. Ákærði var dæmdur til greiðslu 110.000 króna sektar með dómi 1 . mars 2017, meðal annars fyrir akstur sviptur ökurétti. Ákærði var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, með dómi 11. janúar 2019 fyrir líkamsárás , en brotið framdi hann 30. júní 2018. Ákærði var sakfelldur fyrir akstur sviptur ökurétti og dæmdur til greiðslu sektar með dómi 30. apríl 2019. Með dómi 18. september 2019 var ákærði sakfelldur fyrir akstur sviptur ökurétti 29. mars 2018 og dæmdur í 30 daga fangelsi. Með broti sínu rauf ákærði skilorð áðurnefnds dóms frá 11. janúar 2 019 en refsing var ekki dæmd upp. Með brotum þeim sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir í máli þessu hefur ákærði rofið skilorð áðurnefnds dóms frá 11. janúar 2019. Verður dómurinn því tekinn upp og ákærða gerð refsing í einu lagi, sbr. 60. og 77. gr. al mennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt framangreindu, og að virtum brotum ákærða , sbr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, verður refsing ákærða ákveðin fangelsi í sex mánuði. Ákærði hefur nú rofið skilorð öðru sinni á skömmum tíma, og þykir þv í ekki fært að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti. Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðfe rð sakamála verður ákærða gert að greiða sakarkostnað málsins, það er þóknun skipaðs verjanda hans , sem ákveðin er eins og greinir í dómsorði. V ið ákvörðun þóknunar er tekið mið af virðisaukaskatti. Jón Höskuldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við meðferð málsins 6. júlí síðastliðinn. D ó m s o r ð: Ákærði, Elvar Pálsson, sæti fangelsi í sex mánuði. Ákærði greiði þóknun s kipaðs verjanda síns, Gísla M. Auðbergssonar lögmanns, 114.700 krónur og 33.790 krónur í útlagðan kostnað verjanda. Jón Höskuldsson