Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 28. nóvember 2019 Mál nr. S - 109/2019 : Héraðssaksóknari ( Matthea Oddsdóttir s aksóknarfulltrúi ) g egn Óliver Eyþór i Þórðars yni og Patrek i Guðn a Þórðars yni ( Kristján Óskar Ásvaldsson lögmaður ) Dómur I Mál þetta , sem dómtekið var miðvikudaginn 20. nóvember s.l. er höfðað með ákæru h éraðssaksóknara, dagsettri 17. október sl. á hendur Óliver Eyþóri Þórðarsyni, kennitala 000000 - 0000 , , og Patreki Guðna Þórðarsyni, kennitala 000000 - 0000 , , , fyrir líkamsárás, með því að hafa laugardagskvöldið , á karlasalerni veitinga - og skemmtistaðarins veist með ofbeldi að A , ákærði Patrekur Guðni með því að kýla með krepptum hnefa ítrekað í andlit hans og höfuð og á kærði Óliver Eyþór með því að hafa skömmu síðar kasta ð glerlasi, í andliti A með þeim afleiðingum að glasið brotn aði og glerbrot köstuðust í nærstadda, þar á meðal í B og C með þeim afleiðingum að B hlaut smáskurði á öxl og baki og C sár á fingri. Af öllu þessu hlaut A skurð á andlit og blóðnasir. Telst brot ákærða Patreks Guðna varða við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en brot ákærða Ólivers Eyþórs við 2. mgr. 218. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærðu játuðu báðir þá háttsemi sem þeim er gefin að sök í ákæru við þingfestingu málins. Var málið þá tekið til dóms sem játningarmál, eftir að sækjanda og verjanda ákærðu hafði gefist kostur á að reifa sjónarmið sín varðandi lagaatriði og ákvörðun viðurlaga . II Um málavexti er vísað til ákæruskjals og gagna málsins. Sannað er með játningu ákærðu og gögnum málsins að ákærðu hafa gerst sekir um þá háttsemi sem þeim er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt heimfærð til refsiákvæða. Hafa ákæ r ðu með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. 2 Á kærði Óliver Eyþór er fæddur árið . Ákærði hefur ekki áður sætt refsingu. Við mat á ákvörðun refsingar er til þess litið að líkamsárás sú sem ákærði er sakfe lldur fyrir er í eðli sínu hættuleg , jafnvel þó gögn málsins beri með sér að ekki hafi í þetta sinn hlotist af árásinni alvarlegt tjón. Að virtum atvikum og að teknu tilliti til skýlausrar játningar ákærða fyrir dómi og hjá lögreglu verður refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fimm mánuði. Með sömu rökum þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Pa trekur Guðni er fæddur . Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar í þessu máli. Ákærði hefur játað sök skýlaust fyrir lögreglu og dómi . Að virtum atvikum og með vísan til dómvenju þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í einn mánu ð. Með sömu rökum þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Eftir niðurstöðu málins ber að dæma ákærðu til greiðslu sakarkos tnaðar, sbr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með vísan til 2. msl. 1. mgr. 236 gr. sömu laga verður ákærðu gert að greiða óskipt þóknun skipaðs verjanda þeirra, Kristjáns Óskars Ásvaldssonar lögmanns, 158.820 krónur og hefur þá verið tekið t illit til virðisaukaskatts. Dómso r ð: Ákærði, Óliver Eyþór Þórðarson sæti fangelsi í fimm mánuði. F resta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningar laga. Ákærði Patrekur Guðni Þórðarson sæti fangelsi í einn mánuð. F resta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærðu greiði óskipt sakarkostnað málsins 158.820 krónur sem er þóknun skipaðs verjanda þeirra, Kristjáns Óskars Ásvaldssonar lögmanns. Bergþóra Ingólfsdóttir