Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 23. nóvember 2022 Mál nr. S - 266/2022 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Jón i Þorr a Jónss yni ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 26. október sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 26. ágúst 2022, á hendur Jóni Þorra Jónssyni, kt. , , Akureyri, bifreiðinni , sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana - og fíkniefna (í blóðsýni sem tekið var úr ákærða vegna rannsóknar þessa máls mældist amfetamín 825 ng/ml. og tetrah ýdrókannabínól 4,5 ng/ml.) frá Hátúni í Reykjavík vestur Hátún, uns lögreglan stöðvaði akstur hans við hús nr. . Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar Af hálfu ákærða er gerð krafa um vægustu refsingu sem lög leyfa. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum verjanda. Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er l ýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 23. ágúst 2022 , á ákærði nokkurn sakaferil að baki sem nær a ftur til ársins 2005 . Ákærða hefur ítrekað verið gerð refsing fyrir , ýmis hegningarlagabrot, fíkniefna - og umferðarlagabrot , þá síðast þann 30. júní 2021, en þá hlaut ákærði dóm m.a. fyrir að aka í tvígang sviptur ökurétti og undir áhrifum fíkniefna . Refsi ng var ákveðin fangelsi í sex mánuði og ævilöng svipting ökuréttar áréttuð. Brot það sem ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir var frami ð fyrir uppkvaðningu dóms þessa og verður refsing hans því ákveðin sem hegningarauki við 2 hann með vísan til 78. gr. alm ennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Við ákvörðun refsingar nú verður miðað við það að ákærði hafi ekið undir áhrifum ávana - og fíkniefna í fjórða sinn og í sjötta sinn sviptur ökurétti. Ákærða var 11. mars 2020 veitt reynslulausn í eitt ár á eftirstöðvum refs ingar , alls 105 dögum . Með broti sínu nú hefur ákærði rofið skilyrði reynslulausn ar og verða eftirstöðvar refsingar teknar upp og dæmdar með í þessu máli, sbr. 1. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsingar . Refsing ákærða þykir samkvæmt framansögðu, og að teknu tilliti til 77. gr. og 78. gr. almennra hegningarlaga , hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði . Með vísan til 3. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 er ævilöng svipting ökuréttar áréttuð. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dóm sniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, þ. m . t. þóknun skipaðs verjanda síns, eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum . Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, Jón Þorri Jónss on, sæti fangelsi í sex mánuði. Ákærði er sviptur ökurétt i ævilangt. Ákærði greiði 266.021 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 111.600 krónur.