Héraðsdómur Vesturlands D Ó M U R 1 5 . nóvember 2021 mál nr. S - 1 01 /202 1 Héraðssaksóknari ( Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari) gegn X ( Pétur Kristinsson lögmaður) Mál þetta er höfðað með ákæru héraðssaksóknara , útgefinni 8 . apríl 202 1 , á hendur X... , kt. ... , ... , ... . Málið var dómtekið 2 9 . október 2021. Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærða fyrir kynferðisbrot og ærumeiðingar gegn fyrrum sambýliskonu sinni, A... , kt. ... , með háttsemi sem særði blygðunarsemi hennar og móðgaði hana og smánaði, er hér greinir: 1. Með því að hafa einhvern tíma á sambandstíma þeirra, frá nóvember 2017 til september 2018, án samþykkis og vitneskju hennar vistað mynd af henni í símann sin n sem sýndi annað brjóst hennar en hún hafði sent ákærða myndina í gegnum Snapchat. 2. Með því að hafa þriðjudaginn 11. desember 2018 sett sömu mynd inn á vefsíðuna ... undir notendanafninu ... og skrifað eftirfarandi texta: ,, ... , Eitthver með fleiri ?, Hún 3. Með því að hafa föstudaginn 28. júlí 2019, í gegnum Snapchat, í tvígang sent sömu mynd í farsíma B... , kt. ... . Teljast brot í öllum liðum varða við 199. gr. a., áður 209. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940 auk þess sem b rot í 2. og 3. tölulið teljast varða við 233. gr. b. sömu laga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa : 2 Af hálfu A... , kt. ... , er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða henni misk abætur að fjárhæð kr. 1.500.000, - auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 22. maí 2020 þar til mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu þessarar en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greið sludags. Einnig er krafist þóknunar réttargæslumanns úr hendi sakbornings að mati dómara eða samkvæmt síðar framlögðum reikningi, auk virðisaukaskatts á Af hálfu ákæruvaldsins hefur verið fallið frá ákærulið 1. Að þessu gættu hefur ák ærði skýlaust játað að hafa framið þau brot sem honum eru gefin að sök og er játning hans studd sakargögnum. Eru því efni til að leggja dóm á málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyri r brotin sem réttilega eru færð til refsilaga í ákæru. Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að með brotum sínum braut ákærði gróflega gegn trúnaði brotaþola. Á hinn bóginn horfir það ákærða til málsbóta að hann er með hreint sakavottorð og hefur greiðlega gengist við brotunum og fallist á bótaskyldu . Einnig ber að taka fram að mál þe tt a hefur dregist úr hófi, en atvik áttu sér stað í nóvember 2017 og júlí 2019 en ákæra var gefin út í apríl 2021 . Með hliðsjón af ofangreindu og ungs aldurs ákærða þy kir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í málinu krefst brotaþoli, A... þess , að ákærði greiði henni samtals 1.500.000 krónur í miskabætur, auk tilgreindra vaxta. Um lagarök er vísað til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Ákærði hefur viðurkennt bótaskyldu en lagt fjárhæð kröfunnar í mat dómsins. Í samræmi við þetta verður krafan tekin til greina með þeirri breytingu að miskabætur verða ákveðnar hæfilegar 300.000 krónur. Einnig verður fallist á vaxtakröfu brotaþola þannig að vextir reiknist frá 2 2 . maí 20 20 og dráttarvextir frá 12 . maí 20 21 , en þá var mánuður li ðinn frá því að krafan var kynnt ákærða með birtingu fyrirkalls, sbr. 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001. Ekki er annar sakarkostnaður í málinu en þóknun skipaðs verjanda ákærða og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, bæði á rannsókn arstigi og fyrir dómi, sem ákveð nar verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði 3 Þar sem ákæruvaldið féll samkvæmt framansögðu frá hluta sakargifta á hendur ákærða eftir að honum hafði verið skipaður verjandi þykir rétt, sbr. grun nreglu 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008, að dæma ákærða til að greiða 2/3 hluta sakarkostnaðar í málinu, en sakarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði. Guðfinnur Stefánsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóm þennan. Dómsorð Ákærði, X... , sæti fangelsi í 6 0 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð skv. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði A... 3 00.000 krónur með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 2 2 . maí 20 20 til 12. maí 202 1 , en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði 2/3 hluta af 560 . 00 0 króna þóknun og 94 .0 8 0 króna fer ðakostnað i skipaðs verjanda síns, Péturs Kristinssonar lögmanns og 49 0 . 000 króna þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Birnu Ketilsdóttur lögmanns . Sakarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði. Guðfinnur Stefánsson