[ Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 8. apríl 2021 Mál nr. S - 46/2021 : Lögreglustjórinn á Vestfjörðum ( Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri ) g egn Lasha Pirtskhalaishvili Dómur I Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið mánudaginn 29. mars sl. höfðaði lögreglustjórinn á Vestfjörðum með tveimur ákærum. Fyrri ákæra var gefin út 10. mars , , , I. fyrir skjalafals, með því að hafa í neðangreindum tilvikum, framvísað í blekkingarskyni grunnfölsuðu rúmensku kennivottorði, með nafni : a) við starfsmenn Landsbanka Íslands, mánudaginn 21. janúar 2019, er ákærði gaf bankanum umboð til að stofna íslenska kennitölu. b) við lögreglu, föstudaginn 3. maí 2019, í gamla frystihúsinu, að Strandgötu 11 á Tálknafirði, við almennt eftirlit útlendinga. c) við lögreglu, föstudaginn 26. febrúar 2021 , á heimili sínu að , er lögreglan hafði afskipti af ákærða. Telst þes si háttsemi ákærða varða við 1 . mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2 II. fyrir brot á lögum um útlendinga, með því að hafa dvalið í heimildarleysi hér á landi án áritana og dvalarleyfis, óslitið í 796 daga eða frá og með 23. desember 2018 uns lögreglan hafði afskipti af honum 26. febrúar 2021, en ákærði kom hingað til lands 23. september 2018 sem ferðamaður, með flugi frá Riga í Lettlandi , á georgísku vegabréfi sínu, og í janúar 2019 fékk hann skráða í slenska kennitölu hjá Þjóðskrá, , undir nafninu , sem rúmenskur ríkisborgari, á grundvelli hins falsaða kennivottorðs, sbr. ákærulið I.a. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 49. gr. og 50. gr., sbr. a. lið 116. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. III. fyrir brot á lögum um atvinn uréttindi útlendinga, með því að hafa á tímabilinu september 2020 til og með febrúar 2021, starfað hér á landi, hjá fyri r tækinu , kt. , , án heimildar, á fölsuðum forsendum sem rúmenskur ríkisborgari að nafni , kt. , sbr. ákærulið II. Tel st þessi háttsemi ákærða varða við 4. mgr. 6. gr., sbr. a. lið 1. mgr. 27. gr. laga nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. II Síðari ákæran var gefin út 24. mars sl. á hendur ákærða Lasha Pirtskhalaishvili, og með mars 2020 og frá maí til og með ágúst 2020 , starfað hér á landi, hjá fyritæki nu , kt. , , án heimildar, á fölsuðum forsendum sem rúmenskur ríkisborgari að nafni , kt. . Telst þessi háttsemi ákærða varða við 4. mgr. 6. gr., sbr. a. lið 1. mgr. 27. gr. laga nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga. 3 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar III Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu fyrri ákæru þann 23. mars sl. og hinnar síðari þann 25. mars sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið a ð máli n kynn u að verða dæm d að ákærða fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hef ur ákærði ekki áður sætt refsingu hér á landi. Með vísan til ofanritaðs þykir refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði . Ekki eru efni til að skilorðsbinda refsinguna. Engan sakarkostnað leiddi af máli þessu. Bergþóra Ingólfsdóttir héra ðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Lasha Pirtskhalaishvili , sæti fangelsi í tvo mánuði.