Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 26. nóvember 2021 Mál nr. S - 143/2021 : Lögreglustjórinn á Vestfjörðum ( Kristín Una Pétursdóttir saksóknarfulltrúi ) g egn Cezary Mróz ( Kristján Óskar Ásvaldsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 2 5 . nóvember 2021, höfðaði lögreglustjórinn á Vestfjörðum með ákæru 5. sama mánaðar á hendur Cezary Mróz, k t. , , I. (314 - 2021 - 3726 ) fyrir umferðarlaga brot, með því að hafa, laugardaginn 21. ágúst 2021, ekið bifreiðinni um Hnífsdalsveg, ófær um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 275 ng/ml), og sviptur ökurétti, uns lögregla stöðvaði aksturinn norðan me gin við . Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. II. (314 - 2021 - 3872 ) fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa, þriðjudaginn 31. ágúst 2021, ekið bifreiðinni um Hnífsdalsveg, ófær um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 220 ng/ml), og sviptur ökurétti, uns lögregla stöðvaði aksturinn við hús númer . Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1., sbr. 2. mgr. 5 0. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. III. (314 - 2021 - 3872 ) 2 fyrir brot á lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa, þriðjudaginn 31. ágúst, haft í vörslum sínum 0,76 g af amfetamíni sem fundust við leit lögreglu í bif reið ákærða . Telst þessi háttsemi ákærða varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með áorðnum breytingum, og 1. og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/200 1, með áorðnum breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar , til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Þá er þess krafist að gerð verði upptæk með dómi 0,76 g af amfetamíni með vísan til 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, um ávana - og fíkniefni og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst verjandi ákærða þóknunar sér til handa. Far ið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Um málsatvik vísast til ákæru. Við þingfestingu máls ins játaði ákærði skýlaust þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Játning ákærða fær stoð í gögnum málsins. Brot hans teljast því sönnuð og eru þau réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Við ákvörðun refsingar horfir ákærða til málsbóta skýlaus játning hans. Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins gekkst ákærði undir sektargreiðslu samkvæmt lögreglustjórasátt 27. ágúst 2020 fyrir að aka undir áhrifum ávana - og fíkniefna og var sviptur ökurétt i í 18 mánuði. Ákærði gekkst undir aðra sektargreiðslu 14. maí 2021 fyrir samskonar brot og fyrir að aka sviptur ökurétti. Va r hann þá sviptur ökurétti í þrjú ár til viðbótar fyrri sviptingu. Við ákvörðun refsingar verður samkvæmt framansögðu miðað við að ákærði hafi nú í þriðja sinn verið fundinn sekur um akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og í annað sinn fundinn sekur um að aka sviptur ökurétti. Í samræmi við dómvenju og með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verður refsing 3 ákærð a ákveðin fangelsi í 60 daga . Með vísan til 3. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 verður ákærði jafnframt sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dómsins. Á grundvelli 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni , eru gerð upptæk 0,76 g römm af amfetamíni. Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 verður ákærða gert að greiða sakarkostnað málsins samkvæmt yfirliti lögreglustjóra , samtals 198.514 krónur , og þóknun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Óskars Ásvaldssonar lögmanns , sem þykir hæfilega ákveðin 117.800 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti . Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir settur dómstjóri k veður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Cezary Mróz , sæti fangelsi í 60 daga . Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði sæti upptöku á 0,76 grömmum af amfetamíni. Ákærði greiði 316.314 krónur í sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Óskars Ásvaldssonar lögmanns, 117.800 krónur. Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir