Héraðsdómur Reykjaness Dómur 27. október 2021 Mál nr. S - 911/2021 : Héraðssaksóknari ( Dagmar Ösp Vésteinsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Friðrik Hans syni ( Svavar Daðason lögmaður ) Dómur : I. Mál þetta, sem dómtekið var 14. október sl., að lokinni aðalmeðferð, er höfðað af héraðssaksóknara með ákæru útgefinni 15. apríl 2021 á hendur Friðrik Hanssyni, kt. 000000 - 0000 , [...] . Ákærða er gefið að sök stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa laugardaginn 9. mars 2019, staðið að innflutningi á samtals 1.560 ml af vökva sem innihélt amfetamínbasa, með 43 - 44% styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni, en fíkn iefnin flutti ákærði til Íslands sem farþegi með flugi [...] frá Barcelona á Spáni til Keflavíkurflugvallar, en tollverðir fundu fíkniefnin falin í áfengisflöskum í farangri ákærða við komu hans til landsins. Telst brot þetta varða við 173. gr. a. almenn ra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. 2 Krafist er upptöku á 1.560 ml af vökva sem innihélt amfetamínbasa með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Verjandi ákærða gerir aðallega þá kröfu að ákærði verði sýknaður en til vara, komi til sakfellingar, er krafist vægustu refsing ar sem lög frekast heimila, og verði dæmd fangelsisrefsing að þá verði hún skilorðsbundin. Loks krefst verjandinn þess að allur sakarkostnaður verði felldur á ríkissjóð þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun verjandans skv. málskostnaðarreikningi. II. Málavextir: Samkvæmt greinargerð lögreglu um rannsókn málsins var ákærði handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar laugardaginn 9. mars 2019 við komu hingað til lands frá Spáni. En tollverðir höfðu stöðvað ákærða og við leit í farangri hans vaknaði grunur um að hann væ ri með fíkniefni meðferðis í tveimur áfengisflöskum. En við strokupróf, sem tollverðir gerðu á flöskunum, kom svörun á metamfetamín. Samkvæmt niðurstöðu tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var um að ræða tvær 780 ml flöskur af amfetamíni eða sam tals 1.560 ml. og var sýni úr þeim sent til frekari rannsóknar hjá rannsóknarstofu Háskóla Íslands. Við rannsókn á símanúmeri sem ákærði hafði verið með kom ekkert fram sem kom að gagni við rannsókn málsins og ekki heldur við rannsókn á viðskiptum hans vi ð bankastofnanir fyrir utan innborgun á bankareikning hans frá A að fjárhæð 300.000 kr. daginn áður en ákærði kom til Íslands. En ekki fannst skýring á þeirri innborgun. Ákærði gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu 9. mars 2019 og þar sagði hann að honum hafi verið boðnar tvær vínflöskur á heimili á Spáni og tekið þær með sér til Íslands. Það hafi aðeins verið samið um að hann tæki þessar flöskur til Íslands en hann hafi ekki haf t hugmynd um hvort einhver hafi átt að fá flöskurnar hér á landi. Hann hafi ekki hugsað það hvort um eitthvað saknæmt væri að ræða en ekkert hafi bent til þess. Ákærði sagði að hann hafi ætlað að eiga flöskurnar ef hann fengi einhvern í mat. 3 Við skýrslut öku 18. mars 2019 kvaðst ákærði hafa týnt símanum sínum á veitingastað á Spáni en hann hafi keypt sér annan síma á Spáni áður en hann kom til Íslands. Ákærði kvaðst hafa verið á hverfishátíð eða einhverju slíku á golfsvæði og þar hafi hann unnið flöskurnar honum hafi talað hann inn á að taka flöskurnar með til Íslands og hann hafi átt að geyma þær vel. Ákærði kvaðst hafa hitt þessa menn við hótelið sem hann hafi verið á og farið m eð þeim á hátíðina. Síðar í skýrslutökunni kvaðst ákærði ekki muna hver hafi átt upptökin af því að hann tæki flöskurnar með sér hingað til lands. Eftir á að hyggja kvaðst ákærði vera viss um að hann hafi verið notaður sem burðardýr en hann hafi ekki verið neyddur til að flytja fíkniefnin til Íslands og hann vissi ekki hverjum hann hafi átt að afhenda fíkniefnin. Í málinu liggja fyrir tvær matsgerðir rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði. Sú fyrri er dags. 18. mars 2019 og er undirri tuð af verkefnastjóra og lyfjafræðingi. Í matsgerðinni segir að í sýni nr. 1, sem hafi verið rannsakað, hafi efnapróf bent til þess að amfetamínið hafi verið að mestu á formi amfetamínbasa og styrkur hans hafi verið 43% af þunga sýnisins. Niðurstaðan á ran nsókn á sýni nr. 2 var sú sama nema styrkur amfetamínbasa í sýninu var 44% af þunga sýnisins. Í matsgerð dags. 20. mars 2019 segir að beðið hafi verið um útreikning á hversu mikið magn í neyslustyrkleika sé hægt að útbúa úr 1.560 ml af vökva sem sýnið var úr og við útreikninginn sé miðað við 43% styrk. Tekið er fram að neyslustyrkleiki amfetamíns hér á landi hafi ekki verið rannsakaður nýlega en vitað sé að neyslustyrkleiki fíkniefna geti verið breytilegur frá einu landi til annars, frá ári til árs og jafnv el milli borga í sama landi. En í matsgerðinni er gengið út frá tölum um neyslustyrkleika amfetamíns í Danmörku en hann hafi verið að miðgildi 12% á landsvísu árið 2017 en hann hafi verið hæstur árið 2014 eða 14% en lægstur árið 2009 eða 5%. Í útreikningun um er gengið út frá því að vökvanum verði breytt í duft með því að búa til úr honum amfetamínsúlfat en við breytinguna sé óhjákvæmilegt að eitthvað fari til spillis. En hve mikið sé háð kunnáttu og þjálfun gerandans en vart sé hægt að komast hjá minna tapi en sem nemi 2% af þunga efnisins. Við útreikningana er því gengið út frá 2% tapi og að neyslustyrkleiki sé 12%. Í niðurlagi matsgerðarinnar segir: ,,Úr 1560 ml af vökva, sem inniheldur 43% af amfetamínbasa er skv. framangreindum forsendum í hæsta lagi hæg t að búa til 1560x0,95x43x0,98/12 = 4 5204 g af efni sem væri 12% að styrk. Þetta eru hámarkstölur. Í höndum viðvaninga yrði III. Ákærði skoraðist undan því að gefa skýrslu fyrir dómi. Framburður vitna fyrir dómi: Vitnið, A , kvaðst halda að ákærði væri stóri bróðir bekkjarsystur vitnisins. Vitnið minntist þess ekki að hafa lagt pening inn á reikning ákærða né hvers vegna en á þeim tíma sem vitnið á að hafa gert það hafi það verið í fíkniefnaneyslu. En miðað við fjárhæðina se m vitnið hafi greitt inn á reikning ákærða hafi það líklega ekki tengst fíkniefnum. Vitnið kvaðst þekkja pólverja að nafni B og það hafi komist í samband við ákærða í gegnum B . Vitnið sagði að kærasti þess, C , hafi ekki verið í sambandi við Lúkas og hann h afi ekki beðið C að greiða ákærða. Vitnið kvaðst aldrei hafa hitt ákærða og ekki verið með honum á Spáni. Vitnið kvaðst ekki muna hvar hún hafi fengið 300.000 krónur til að greiða inn á reikning ákærða en vitnið og kærasti þess hafi verið í vinnu. Vitnið , D starfsmaður tollstjóra, sagði að ákærði hafi komið frá Spáni og verið síðastur farþeganna í gegnum tollskoðun. Í ferðatösku hans hafi verið trékassi með tveimur vínflöskum sem ákærði hafi sagst hafa fengið á golfmóti. Skotið hafi verið á flöskurnar með efnagreiningartæki og niðurstaðan hafi bent til þess að fíkniefni væru í flöskunum. Ákærði hafi sagt að hann hafi heimsótt kærustu sína á Spáni en hann hafi ekki gefið upp nafn hennar né mundi hann hvar hún ætti heima. Frásögn hans hafi þótt ótrúverðug. Vitnið, E , starfsmaður tollstjóra, sagði að það hafi fundist tvær vínflöskur í farangri ákærða sem hann hafi sagst hafa fengið á golfmóti en annars hafi hann litlar skýringar gefið. Efnagreiningartæki hafi verið notað á flöskurnar og það hafi bent til þes s að innihald þeirra væri annað en útlit þeirra benti til. Lögreglumaður F kvaðst hafa unnið að rannsókn málsins. Vitnið sagði að ákærði hafi sagt að hann hafi ekki vitað hvert innihald flasknanna hafi verið og hann verið með nokkrar útgáfur af því hvar h ann hefði fengið flöskurnar. Hann hafi ýmist sagt að hann hafi fengið þær á golfmóti eða sem verðlaun á hátíð eða hjá kunningjum sínum. Ákærði hafi sagt að hann hafi farið til Spánar til að hvíla sig og haldið að það væri bara rauðvín 5 í flöskunum en hann d rykki þó ekki rauðvín. Vitnið sagði að grammið af amfetamíni væri selt hér á landi á 3.000 til 4.000 krónur. Lögreglumaður G sagði að tollgæsla hafi tilkynnt um mann sem væri hugsanlega með fíkniefni og lögreglan hafi sótt hann. Vitnið kvaðst ekki minnast þess að hafa rætt við ákærða og vitnið mundi ekki hvort hann hafi verið undir áhrifum. Vitnið, H , staðfesti matsgerðir rann sóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði varðandi umrædd fíkniefni. IV. Niðurstaða: Það liggur fyrir að við leit í farangri ákærða við komu til Íslands 9. mars 2019 fannst það efni sem greint er í ákæru. Fær það einnig stoð í gögnum mál sins og telst því sannað. Samkvæmt matsgerð rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði sem staðfest var fyrir dómi mætti framleiða rúmlega 5,2 kg af amfetamínsúlfati sem væri 12% að styrk úr því efni sem haldlagt var hjá ákærða við komu hingað til lands. Ákærði, se m gaf ekki skýrslu fyrir dómi, gaf hjá lögreglu mismunandi sögu af því hvernig flöskurnar tvær komust í hans hendur á Spáni. Ýmist að hann hafi átt flöskurnar og þá skýrði hann á mismunandi hátt frá því hvernig hann eignaðist þær eða þá að hann hafi verið beðinn að flytja flöskurnar til Íslands. En hann gat þá ekki skýrt frá því hver hafi beðið hann um það né hver hafi átt að fá flöskurnar hér á landi. Framburður ákærða er ótrúverðugur og verður ekki lagður til grundvallar þegar komist verður að niðurstöðu í málinu. Hins vegar þykir sannað m.a. með játningu ákærða að hann hafi vitað af flöskunum í farangri sínum þegar hann kom til Íslands 9. mars 2019. Ákærði verður því sakfelldur fyrir að hafa flutt efnið til landsins með þeim hætti sem rakið er í ákæru. Ák ærði ber því refsiábyrgð á þessum innflutningi jafnvel þó honum hafi ekki verið kunnugt um nákvæmt innihald flasknanna. 6 Þegar litið er á styrk og magn efnisins þykir augljóst að efnið hafi verið ætlað til söludreifingar hér á landi. Að öllu framanrituðu v irtu þykir sök ákærða sönnuð og er háttsemi hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði hefur unnið sér til refsingar samkvæmt 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann í apríl 2017 dæmdur til sektargr eiðslu og sviptur ökurétti fyrir fíkniefnaakstur og í maí 2020 var hann dæmdur til sektargreiðslu og sviptur ökurétti fyrir umferðar - og fíkniefnalagabrot. Brot ákærða er framið áður en hann hlaut dóm í maí 2020 og því er um að ræða hegningarauka, sbr. 7 8. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir að flytja hingað til lands umtalsvert magn af hættulegu fíkniefni til söludreifingar. Með vísan til þessa þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár en til frádrátt ar refsingunni komi með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 10. til 26. mars 2019. Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirl itsskyld efni skal ákærði sæta upptöku til ríkissjóðs á 1.560 ml af vökva sem innih eldur amfetamínbasa. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Svavars Daðasonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin miðað við tímaskýrslu lögmannsins og umfang málsins 1.000.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti og málsvarnarlaun verjanda á rannsóknarstigi málsins, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, 500.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti og aksturskostnað verjandans 55.216 k r. Ákærði greiði annan sakarkostnað 201.180 kr. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 7 D ó m s o r ð: Ákærði, Friðrik Hansson, sæti fangelsi í tvö ár , en til frádráttar refsingunni komi með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 10. til 26. mars 2019. Ákærði sæti upptöku til ríkissjóðs á 1.560 ml af vökva sem inni heldur amfetamínbasa. Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Svavar s Daðasonar lögmanns, 1.000.000 kr. og málsvarnarlaun verjanda á rannsóknarstigi málsins, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, 500.000 kr. og aksturskostnað verjandans 55.216 kr. Ákærði greiði annan sakarkostnað 201.180 kr. Ingi Tryggvason