Héraðsdómur Vesturlands D Ó M U R 12. október 2021 mál nr. E - 295/2020 A (Guðbjörg Ben jamínsdóttir lögmaður) gegn B (Guðni Jósep Einarsson lögmaður) Dómkröfur og rekstur málsins 1. Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 17. október 2020. Stefnandi er A... , Singapore, og stefnda er B... , ... , Akranesi. 2. Stefnandi krefst þess aðallega að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda 6.175.000 krónur, með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 21. febrúar 2019 til greiðsludags. 3. Til vara að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda 4.860.000 krónur, með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 21. febrúar 2 019 til greiðsludags. 4. Til þrautavara að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda 4.804.564 krónur, með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 21. febrúar 2019 til greiðsludags. 2 5. Til þrautaþrautavara að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda 4.050.000 krónur, með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 21. febrúar 2019 til greiðsludags. 6. Í öllum tilvikum krefst stefnandi þess að stefnda verði dæmd til að greiða stefna nda málskostnað að skaðlausu. 7. Stefnda krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar að skaðlausu úr hans hendi. 8. Mál þetta var tilbúið til aðalmeðferðar 2. mars 2021 en hefur þó beðið í fresti vegna anna við dóminn. Við aðalmeðferð málsins, sem fram fór 17. september sl., gáfu aðilar skýrslu. Verður framburðar þeirra getið í niðurstöðukafla málsins eins og þörf þykir. Málavextir 9. Aðilar voru sambýlisfólk frá því í október 2014, miðað við framburð stefndu, en slitu sambúð í ársbyrjun 2019. Meðan á sambúðinni stóð var fjárfest í íbúð að ... (fnr. ... - .... ) í Reykjavík. Stefnda var allan tímann skráð fyrir íbúðinni. Var kaupsamningur undirritaður 25. ágúst 2016 og hluti kaupverðs greiddur við undirritun. 10. Kaupverð íbúðarinnar nam 41.000.000 kr. og v oru kaupin fjármögnuð annars vegar með útborgunum sem stefnandi kveðst hafa greitt og hins vegar með lántöku af hálfu stefndu. Stefnandi kveðst hafa fjármagnað kaupsamningsgreiðslu, aðra greiðslu kaupverðs sem innt hafi verið af hendi 25. september 2016 og loks afsalsgreiðslu 15. febrúar 2018. Námu greiðslur stefnanda til stefndu, sem að sögn stefnanda sannanlega fóru til hennar, vegna íbúðakaupanna 4.050.000 krónum. Stefnda hafnar því alfarið að þessi framlög stefnanda hafi verið vegna íbúðarkaupanna, og aldrei hafi staðið til að hann ætti hlut í íbúðinni, sbr. umfjöllun í málsástæðukafla. Framlög stefnanda á sambúðartíma hafi verið vegna framfærslu, m.a. að verulegu leyti vegna dóttur 3 hans sem bjó hjá stefndu um tíma og allt umfram það hafi verið gjafir s tefnanda til stefndu. 11. Eftir að aðilar slitu samvistum, eða þann 21. febrúar 2019, seldi stefnda íbúðina að ... og nam söluverð íbúðarinnar 49.200.000 kr. Stefnandi byggir á því að stefnda eigi eftir að endurgreiða honum framlag hans til íbúðarkaupanna. Málsástæður og lagarök stefnanda. 12. Stefnandi byggir aðallega á því að með framlögum sínum til íbúðarkaupanna hafi hann eignast að minnsta kosti helmingshlut í íbúðinni að ... , þ.e.a.s. annars vegar með útborgun sinni og hins vegar á grundvelli þess að hann greiddi jafnframt afborganir af íbúðinni. Þrátt fyrir að stefnandi telji sig því hafa átt rúmlega helmingshlut í íbúðinni sé í aðalkröfu einungis gengið út frá því að hann hafi átt 50% hlut í íbúðinni við sölu hennar. Því beri stefndu að greiða honum helming af mismuni á söluverði íbúðarinnar og áhvílandi lánum sem nam alls 12.350.000 kr. sem þýði greiðslu til hans að fjárhæð 6.175.000 kr. 13. Til vara byggir stefnandi á því að hann hafi lagt fram fé til íbúðarkaupanna til ávöxtunar og því sé um að ræða e ignarréttindi hans yfir umræddri fjárhæð, en stefnda hafi hvorki endurgreitt upphaflegt framlag stefnanda né ávöxtun af því. Kaupverð íbúðarinnar hafi numið 41.000.000 kr. en hún hafi verið seld u.þ.b. tveimur og hálfu ári síðar á 49.200.000 kr. 14. Verðmæti íbúðarinnar hafi því aukist um 20% á tímabilinu. Varakrafa stefnanda gengur þannig út frá því að framlag hans til íbúðarkaupanna, 4.050.000 kr., hafi hækkað um 20% frá kaupdegi þann 25. ágúst 2016 og fram til söludags 21. febrúar 2019. Nemi höfuðstóll var akröfu stefnanda þ.a.l. 4.860.000 kr. 15. Til þrautavara byggir stefnandi á því að hann hafi veitt stefndu lán til íbúðarkaupanna og sé sú krafa reiknuð á þann veg að upphaflegur höfuðstóll sé verðbættur miðað við almenna vexti Seðlabanka Íslands af óverðtry ggðum 4 útlánum frá ágústmánuði 2016 og fram að söludegi íbúðarinnar í febrúar 2019, sem myndi höfuðstól að fjárhæð 4.804.564 kr. 16. Til þrautaþrautavara telur stefnandi að stefndu beri í það minnsta að endurgreiða honum upphaflegt framlag hans til íbúðarkaupa nna að ... , með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af þeirri fjárhæð frá söludegi fasteignarinnar þann 21. febrúar 2019 og fram til greiðsludags. 17. Aðal - og varakrafa stefnanda styðjist við meginreglur fjármuna réttar og eignarréttar. Um þrautavarakröfur er vísað til reglna kröfuréttar um efndir fjárskuldbindinga. Um dráttarvaxtakröfur vísist til 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Málsástæður og lagarök stefndu. 18. Stefnda byggir sýknukröf u sína á því að aldrei hafi staðið til að stefnandi yrði meðeigandi að íbúðinni að ... og jafnframt hafnar hún því að þær greiðslur sem stefnandi tiltaki í stefnu, samtals 4.050.000 kr., hafi falið í sér einhvers konar fjárfestingarframlag eða lán líkt og stefnandi haldi fram í vara - og þrautavarakröfum. Stefnandi og stefnda hafi verið í sambandi á þessum tíma en stefnandi dvalið langtímum erlendis vegna vinnu sinnar. Stefnandi hafi dvalið hjá stefndu þegar hann var á landinu en jafnframt hafi dóttir stefn anda búið hjá stefndu í eitt og hálft ár auk þess að eyða umgengnishelgum á heimilinu, óháð því hvort stefndi væri á landinu eða ekki. 19. Greiðslur þær sem stefnandi hafi innt af hendi til stefndu hafi eingöngu verið eðlilegt framlag til kostnaðar heimilis ins og uppihalds dóttur hans. 20. Umþrætt fasteign hafi verið þinglýst eign stefndu og talin fram sem 100% eign hennar á skattframtali. Slík opinber skráning gefi sterka vísbendingu um raunveruleg eignarráð og hvíli sönnunarbyrðin um að eignarráð hafi verið með öðrum hætti ótvívrætt á stefnanda. 5 21. Að sama skapi liggi ekki fyrir neitt samkomulag um að stefnandi hafi verið að inna af hendi framlag sem bæri að endurgreiða, hvorki uppfært til samræmis við hækkun fasteignar líkt og greinir í varakröfu né höfuðstól líkt og greini í þrautaþrautavarakröfu né að um hafi verið að ræða lán líkt og þrautavarakrafa hljóðar upp á. 22. Hvað allar kröfur stefnanda varði þá hafnar stefnda þeim á þeim forsendum að stefnandi hafi hvorki lagt umþrætta fjármuni fram til eignarmyndunar né sem lán til stefndu heldur hafi eingöngu verið um að ræða eðlilegar greiðslur til rekstrar heimilisins og u ppihalds dóttur stefnanda. Niðurstaða 23. Ekki er ágreiningur í málinu um að stefnandi innti framangreindar greiðslur af hendi og inn á bankareikning stefndu. Hvorki um fjárhæðir né dagsetningar greiðslna. 24. Stefnda heldur því fram að greiðslurnar hafi ver ið framlag stefnanda til framfærslu, einkum þá dóttur hans sem hefði búið á heimili hennar. Aldrei hafi staðið til að stefnandi eignaðist hlut í íbúðinni og aukin framlög hans á þeim tíma sem greiða þurfti af íbúðinni einkum við kaupsamning, hafi í raun ve rið gjöf stefnanda til hennar þar sem hún hafi þurft að kljúfa kaupin fjárhagslega og því haft lítið á milli handanna á þeim tíma. Þá stöðu hafi stefnandi viljað laga henni til hagsbóta en einnig vegna hagsmuna dóttur hans, ef framburður og málatilbúnaður stefndu verður skilinn rétt. Framlög stefnanda til stefndu hafi einungis verið eðlileg til að standa straum af rekstri heimilisins og uppihaldi á dóttur stefnanda. 25. Dómurinn getur ekki fallist á þessar skýringar stefndu. 26. Samkvæmt gögnum málsins þá voru a ðilar í sambandi frá lokum árs 2014 til ársbyrjunar 2019. Stefnandi starfaði á tímabilinu í útlöndum eins og hann gerir 6 enn í dag, og virðist hafa verið lítið á landinu og því um einhvers konar fjarbúð að ræða, eins og það hefur verið nefnt án þess að það sambúðarform hafi nokkurs staðar verið skilgreint nákvæmlega eftir því sem næst verður komist. Hins vegar verður ekki betur séð en að tengsl aðila hafi verið hin sömu og hefði verið í hefðbundinni sambúð og þau m.a. flutt saman í íbúð eins og stefnda orðað i það í upphafi sambands þótt stefnandi hafi verið þar sjaldan, en sjálfur kvaðst hann dvelja líkast til um 70% af sínum tíma við störf í útlöndum. 27. Fyrir liggur að stefnandi dvaldist alltaf inni á heimili stefndu þegar hann var á landinu og dóttir hans, s em stefnda kallaði fyrrum stjúpdóttur sína, bjó á heimilinu samfellt í a.m.k. 12 mánuði og jafnvel 18 mánuði. Stefnda kvaðst hafa annast hana eins og eigin dóttur. 28. Af öðrum gögnum málsins verður og ráðið að sambandið var a.m.k. um tíma náið, m.a. í tengsl um við kaupin á íbúðinni sem málið hverfist um, þar sem stefnda sendi stefnanda tölvuskeyti 12. ágúst 2016, með myndum af íbúðinni og þeim tíma sem aðilar voru í sambandi lag ði stefnandi rúmar 28 milljónir króna inn á bankareikning stefndu. Einnig liggur það fyrir að stefnandi átti beina aðkomu að gallamáli sem upp kom vegna íbúðarinnar eftir kaupin. Þá greindi stefnda frá því fyrir dómi að stefnandi hafi fundið umrædda íbúð o g látið stefndu vita af henni. Stefnda gaf þá skýringu á framangreindum skilaboðum að með 29. Málatilbúnaður stefnanda verður ekki skilinn öðruvísi en svo að hann byggi á því að hann hafi eignast hlutdeild í eignarmyndun á sambúðartímabilinu, þótt í þeim efnum sé eingöngu horft til kaupa á umræddri íbúð. Grunnforsendur málsins eru þessar og verður því úr málinu leyst á grundvelli almennra sjónarmiða um hlutdeild sambúðaraðila til eignarmynd unar þegar sá sem sækir er ekki skráður fyrir eignum eða hefur þær í sínum vörslum, sjá um þetta t.d. sjónarmið í dómi Hæstaréttar í máli nr. 23/2021. Vafalaust er í málinu að stefnandi ber sönnunarbyrði fyrir ástæðum þess að fallast beri á dómkröfur hans andspænis í 7 þessu tilviki þinglýstum heimildum, sbr. til dæmis dóm réttarins í máli nr. 791/2019. 30. Eins og að framan greinir námu bein fjárframlög stefnanda inn á reikning stefndu á tímabilinu um 28.000.000 króna. Ekki er, miðað við þær upplýsingar sem lig gja fyrir í málinu um tekjur aðila, hægt að líta svo á að þar hafi einungis verið um að ræða framlög til framfærslu stefndu og dóttur stefnanda þá 12 - 18 mánuði sem hún dvaldist á heimili stefndu. 31. Þannig liggur fyrir eins og áður greinir að dagana í krin gum kaup stefndu á íbúðinni leggur stefnandi inn fjárhæðir sem voru umtalsvert hærri en reglulegar greiðslur hans. Eins og útskýrt er í málinu, og enginn ágreiningur er gerður um, lagði stefnandi inn á stefndu 2.700.000 króna í tveimur færslum 2. ágúst 201 6, 300.000 krónur 25. ágúst og 23. september 550.000 krónur. Að endingu lagði stefnandi fram 500.000 krónur 14. febrúar 2018. Þetta eru þær greiðslur sem stefnandi byggir á að hafi verið vegna kaupa á íbúðinni og bendir á í því sambandi að kaupsamningur um eignina hafi verið undirritaður 25. ágúst 2016. Samkvæmt honum var útborgun við samning 3.150.000 krónur, önnur greiðsla samkvæmt kaupsamningi að fjárhæð 500.000 krónur skyldi greidd 26. september 2016. Lokagreiðsla gegn útgáfu afsals fór svo fram samkvæm t gögnum málsins 14. febrúar 2018 og nam 500.000 kr. 32. Að mati dómsins verður að telja ljóst að þær greiðslur sem að framan er lýst hafi verið inntar af hendi beinlínis vegna kaupa á íbúðinni í húsinu við ... og jafnvel líkast til orðið til þess að af kaupu num gat orðið. Stefnandi gaf þá skýringu fyrir því að hann hafi ekki getað verið þinglýstur eigandi eignarinnar, að hann hefði verið á vanskilaskrá og talið sig geta lent í vandræðum ella. Af framburði stefndu mátti ráða að henni hafi verið kunnugt um þær aðstæður stefnanda. Hvort sem þessi skýring er rétt eða ekki hefur það þó að mati dómsins ekki úrslitaáhrif við úrlausn málsins. 8 33. Engin ástæða er til þess að ætla að stefnandi hafi ætlað sér að gefa stefndu þessa fjármuni. 34. Líkur verða þannig almennt séð, taldar standa til þess að framlög sambúðaraðila, sem eru augljóslega talsvert umfram eðlilega framfærslu í viðkomandi sambandi, eins og hér háttar til, verði talin þess eðlis að skapi réttmætar væntingar beggja, þess sem leggur til og þess sem þiggur, til þess, að hafi slík framlög leitt til eignaaukningar, að þá hafi einhverjir sameiginlegir hagsmunir orðið til. Hagsmunir sem kalli eftir atvikum á uppgjör síðar. 35. Í ljósi gagna málsins og framangreindra málsatvika verður að leggja sönnunarbyrðina fyrir því að framangreindar greiðslur hafi verið gjöf á stefndu. Þá byrði hefur hún ekki axlað. 36. Því verður lagt til grundvallar að samkvæmt kröfu eigi stefnandi lögvarinn rétt á því að fá þessi framlög sín til baka eftir að upp úr sambandi aðila slitnaði. 37. Ef tir stendur þá að skera úr um hvort með framlag stefnanda skuli fara sem lán hans til stefndu eða hvort rétt sé að líta fremur svo á að hann hafi eignast helmingshlut í eigninni og eigi þar með að fá í sinn hlut sem nemi helmingi af hreinni eign í íbúðinni við sölu. 38. Í því sambandi athugast að stefnda hefur engar athugasemdir gert tölulega séð við framsetningu kröfugerðar stefnanda, þ.e. til að mynda hvort helmingur af söluandvirði eignarinnar að frádregnum skuldum og væntanlega kostnaði nemi fjárhæð aðalk röfu stefnanda, eða hvort þær vaxta - eða verðbótakröfur sem stefnandi gerir í varakröfum sínum standist. Einungis er á því byggt að kröfurnar eigi sér í grunninn ekki lagastoð. 39. Ekki liggur hins vegar fyrir með óyggjandi hætti hvort um hafi verið að ræða lán eða framlag sem hafi átt að veita stefnanda hlutdeild í eignamyndun á sambúðartíma. Gögn málsins benda þó fremur til þess að aðilar hafi litið á eignina sem sameiginlega, sbr. einkum framangreind tölvuskeytasamskipti og aðkomu 9 stefnanda að gallamáli ve gna íbúðarinnar, auk dvalar dóttur stefnanda í íbúðinni og stefnanda þegar hann var á landinu. Jafnframt verður að líta svo á að rífleg framlög stefnanda til stefndu á sambúðartíma, eftir kaupin, hafi ásamt öðru runnið til greiðslu afborgana á yfirteknum l ánum vegna kaupanna. Ekkert í málinu bendir hins vegar til þess að um lán hafi verið að ræða sem stefnandi hafi ætlast til að stefnda endurgreiddi honum, þá væntanlega að óbreyttu einnig þótt sambandið hefði enst. Dómafordæmi í sambærilegum málum benda, að mati dómsins eðli máls samkvæmt, til þess að niðurstaðan verði fremur sú að líta svo á að framlagið sé þess eðlis að það geti myndað hlutdeild í eignaaukningu á sambúðartíma í stað þess að mynda hefðbundna kröfu um endurgreiðslu framlagðs fjár. 40. Dómurinn telur því rétt að líta svo á að með framlögum sínum á framangreindum tíma hafi stefnandi eignast rétt til helmingshlutdeildar í eignaaukningu á sambúðartíma aðila. Stefnandi kýs að miða kröfu sína einungis við þau framlög sem hann sannanlega innti af hend i í beinum tengslum við fasteignakaupin og gerir einfaldlega kröfu um helmingshlutdeild af andvirði eignarinnar. Í ljósi framangreindra forsendna og þar sem stefnda hefur engar athugasemdir uppi um útreikning á fjárhæð aðalkröfu stefnanda verður á hana fal list. 41. Rétt þykir að stefnda greiði stefnanda dráttarvexti af dæmdri fjárhæð. Engin mótmæli hafa verið höfð uppi við upphafstíma þeirra, sem miðast við móttöku stefndu á kaupverði íbúðarinnar við sölu hennar 21. febrúar 2019. Verður því fallist á dráttarv axtakröfu stefnanda. 42. Eftir þessum úrslitum, en að virtum atvikum máls, verður stefnda dæmd til að greiða stefnanda hluta málskostnaðar hans með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sem þykir hæfilegur 800.000 krónur. 43. Málið fluttu Guðbjörg Benjamínsdóttir lögmaður fyrir hönd stefnanda og Guðni Jósep Einarsson lögmaður fyrir hönd stefndu. 10 44. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari, sem tók við málinu 1. september 2021, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð Stefnda, B... , greiði stefnanda, A... , 6.175.000 krónur, með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 21. febrúar 2019 til greiðsludags. Stefnda greiði stefnanda 800.000 krónur í málskostnað. Lárentsínus Kristjánsson