Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 16. nóvember 2021 Mál nr. S - 289/2021 : Ákæruvaldið ( Alla Rún Rúnarsdóttir saksóknarfulltrúi ) g egn Smár a Fannar i Kristjánss yni Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 11. nóvember sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 10. maí 2021, á hendur Smára Fannari Kristjánssyni, kt. , , Akureyri, - og umferðalagabrot með því að hafa mánudaginn 18. janúar 2021, ekið bifreiðinni , án ökuréttinda og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni sem var tekið í þágu rannsóknar málsins mældist amfetamín 120 ng/ml) við Dvergastein í Hörgársveit þar sem lö gregla stöðvaði akstur hans. Telst brot þetta varða við 1. mgr. og 2. mgr. 50. gr., 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðalaga nr. 77/2019 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er gerð sú krafa að ákærði sæti sviptingu ökuréttar samkvæmt Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa a ð sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Sakaferill ákærða skiptir hér máli að því leyti að hann var þann 1. október 2014 dæmdur í 6 mánaða fangelsi, þar af þrír mánuðir skilorðsbundnir í þrjú ár, m.a. fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þá var hann sviptur ökurétti í fjóra má nuði. Þann 30. desember 2014 var ákærði dæmdur til að greiða 60.000 krónur í sekt fyrir að aka sviptur ökurétti. Var um að ræða skilorðsrof en refsing var ekki dæmd upp. Þann 19. febrúar 2015 var hann dæmdur til að greiða 140.000 króna sekt fyrir fíkniefna akstur og akstur sviptur ökurétti, en um var að ræða hegningarauka . Ákærði var sviptur ökurétti í tvö ár. Skilorðsdómurinn var látinn haldast. Ákærði var dæmdur þann 22. mars 2017 í 90 daga 2 fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, m.a. fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og var ákærði sviptur ökurétti í eitt ár. Var tekið fram að refsingin væri hegningarauki við dóminn frá 19. febrúar 2015. Ákærði hlaut dóm þann 1. júlí 2020 fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Var refsing ákveðin 30 daga fangelsi og ákærði svi ptur ökurétti ævilangt. Að lokum var ákærði dæmdur í 60 daga fangelsi, þann 29. apríl 2021, m.a. fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og akstur sviptur ökurétti. Það brot sem ákærði er nú sakfelldur fyrir var framið fyrir uppkvaðningu dómsins þann 29. apríl 2021 og verður honum því ákveðinn hegningarauki er samsvari þeirri þyngingu refsingarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um bæði brotin í fyrra málinu, sbr. 78. gr. alm ennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða er ákveðin fangelsi í 30 daga. Með vísan til 3. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 er ævilöng svipting ökuréttar áréttuð. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greið slu sakarkostnaðar, 95.201 krón u . Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, Smári Fannar Kristjánsson, sæti fangelsi í 30 daga . Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði greiði 95.201 krónu í sakarkostnað .