Héraðsdómur Reykjaness Dómur 13. janúar 2021 Mál nr. S - 3184/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Ásmundur Jónsson saksóknarfulltrúi) g egn Davíð Smár a Valss yni ( Oddgeir Einarsson lögmaður ) Dómur : I Mál þetta, sem dómtekið var 5. janúar sl., er höfðað af lögreglustjóranum á Suðurnesjum með ákæru útgefinni 23. nóvember 2020 á hendur Davíð Smára Valssyni, kt. 000000 - 0000 , [...] , ,,fyrir brot á lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa þriðjudaginn 20. október 2020 í bílskúr við lögheimili sitt, [...] , haft í vörslum sínum, samtals 259,35 g af kannabislaufi, 289,87 g af maríhúana og 13 kannabisplöntur sem lögregla fann við húsleit, og að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Telst háttsemi þessi varða við 2., sbr. 3., 4., 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að gerð verði upptæ k með dómi samtals 259,35 g af kannabislaufi, 289,87 g af maríhúana og 13 kannabisplöntur sem lögregla haldlagði samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 sbr. lög nr. 10/1997 og 68/2001, sbr. 2. mgr. 14. gr. II 2 Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en honum hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið því dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkalli að þannig gæ ti farið um meðferð málsins. Við rannsókn lögreglu játaði ákærði þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og er játningin í samræmi við gögn málsins. Með vísan til þessa og framlagðra rannsóknargagna telst sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá hát tsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og er þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Samkvæmt framlögðu sakavottorði ákærða gekkst hann undir sektargreiðs l u í febrúar 2011 fyrir fíkniefnabrot og í mars sama ár gekkst hann undir sektargreiðslu fyrir fíkn iefnaakstur. Í maí 2011 var ákærði dæmdur til greiðslu sektar fyrir fíkniefna a kstur og vera ekki með ökuskírteini. Í október sama ár var ákærði dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás o.fl. Loks var ákærði dæmdur í nóvember 2013 í tveggja mánaða fangelsi og þar af einn mánuð skilorðsbundinn í þrjú ár fyrir fíkniefnabrot og þá var skilorðsdómurinn frá október 2011 dæmdur upp. Með hliðsjón af því broti sem ákærði er nú sakfelldur fyrir og sakaferli hans þykir refsing hans hæfilega ákveðin fa ngelsi í þrjá mánuði. Þar sem langt er um liðið síðan ákærði hlaut síðast dóm fyrir fíkniefnabrot þykir mega ákveða að fresta skuli fullnustu tveggja mánaða af refsingunni í þrjú ár frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. alme nnra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni skal ákærði sæta upptöku til ríkissjóðs á 259,35 grömmum af kannabislaufi, 289,87 grömmum af maríhúana og 13 kannabisplöntum. Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Oddgeirs Einarssonar lögmanns, 148.800 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti, og þóknun verjanda síns á rannsóknarstigi málsins, Halldóru Aðalstei nsdóttur lögmanns, 137.640 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði greiði annan sakarkostnað 86.815 kr. 3 Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærði, Davíð Smári Valsson, sæti fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu tveggja mánaða af refsingunni og falli sá hluti hennar niður að liðnum þremur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði sæti upptöku til ríkissjóðs á 259,35 grömmum af kannabislaufi, 289,87 grömmum af maríhúana og 13 kannabisplöntum. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Oddgeirs Einarssonar lögmanns, 148.800 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti, og þóknun verjanda síns á rannsóknarstigi málsins, Halldóru Aðal steinsdóttur lögmanns, 137.640 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti og annan sakarkostnað 86.815 kr. Ingi Tryggvason