Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 12. febrúar 2020 Mál nr. S - 6/2020 : Lögreglustjórinn á Vestfjörðum (Bryndís Ósk Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Wiktor Tomasz Nesteruk Dómur I Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið mánudaginn 3. fe b rúar 2020, er höfðað með Nesteruk, kt. 000000 - 0000 , , , fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa, aðfaranótt lau gardagsins 12. október 2019, haft í fórum sínum, til söludreifingar, á veitingahúsinu við á , 0,56 grömm af amfetamíni, 52,38 grömm af hassi, 0,64 grömm af kókaíni, 5,93 grömm af maríhúana og 4 ecstasy - töflur, sem lögregla fann í bakpoka hans er ákærði var handtekinn. Telst þetta varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 1. og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. rgl. nr. 789/2010 og 513/2012. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á 0,56 grömmum af amfetamíni, 52,38 grömmum af hassi, 0,64 grömmum af kókaíni, 5,93 grömmum af maríhúana og 4 ecstasy - töflum, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, ásamt síðari breytingum. II Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru þann 22. janúar sl., ása mt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að ákærða fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði 2 hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði dagsettu 9. janúar 2020 hefur ákærði einu sinni sætt skilorðsbundinni ákærufrestun . Refsin g ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði . Að virtum atvikum máls þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til lagaákvæða í ákæru sæti ákærði upptöku á 0,56 grömmum af amfetamíni, 52,38 grömmum af hassi, 0,64 grömmum af k ókaíni, 5,93 grömmum af maríhúana og 4 ecstasy - töflum . Engan sakarkostnað leiddi af máli þessu. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Wiktor Tomasz Nesteruk, sæti fangelsi í tvo mánuði. Upptæk eru gerð til ríkissjóðs, 0,56 grömm af amfetamíni, 52,38 grömm af hassi, 0,64 grömm af kókaíni, 5,93 grömm af maríhúana og 4 ecstasy - töflu r. Bergþóra Ingólfsdóttir