Héraðsdómur Austurlands Dómur 13. apríl 2022 Mál nr. S - 13/2022 : Héraðssaksóknari (Fanne y Björk Frostadóttir aðstoðarsaksóknari) (Þorgils Þorgilsson réttargæslumaður) g egn A og (Gísl M. Auðbergsson lögmaður B (Jón Jónsson lögmaður ) Dómur . I. 1. Mál þetta, sem dómtekið var 21. mars 2022, höfðaði héraðssaksóknari með ákæru, útgefinni 3. febrúar sl. , á hendur A , kennitala , , , og B , kennitala , , : ,, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa þriðjudaginn 13. júlí 2021, utan við á , í félagi, veist að C , kennitala , ákærði A með því að slá C í nokkur skipti með hamri í höfuðið og líkama og ákærði B með því að slá C í nokkur skipti í bakið með felgulykli, allt með þeim afleiðingum að C hlaut skurð við hvirfil, tvo skurði á hnakka og mar og rispur á baki. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. 2. Í á kæru er fjallað um e inkaréttarkr öfu, sem réttargæslumaður brotaþola hafði uppi við lögreglurannsókn málsins og þá fyrir hönd móður brotaþola D , kt. , en þá veg na hans . Krafan, sem er dagsett 20. águst 2021, var fyrst birt ákærðu við birtingu fyrirkalls dómsins, hinn 8. og 9. febrúar sl. Í endanlegri gerð réttargæslumannsins fyrir dómi er krafan svohljóðandi : ,, Af hálfu Þorgils Þorgilssonar lögmanns, fyrir hönd C , kennitala , er lögð fram krafa um miskabætur og málskostnað úr hendi E , kennitala , og F , kennitala , fyrir hönd ólögráða sonar þeirra, B , kennitala , til meðhöndlunar við meðferð opinbers máls á hendur honum, og G , k ennitala . , fyrir hö nd ólögráða sonar síns A k ennitala . , til meðhöndlunar við meðferð opinbers máls á hendur honum. Er þess krafist að ákærðu verði in solidum gert að greiða C miskabætur að fjárhæð kr. 2.500.000. - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 13. júlí 2021, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. 2 laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi er mánuður er liðinn f rá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Að lokum er þess krafist að ákærðu verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikning um að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. 3. Við flu tning málsins fyrir dómi áréttuðu sækjand i og skipað ur réttargæsluma ður brotaþola ofangreindar kröfur . Skipaðir verjendur ákærðu kröfðust þess báðir, og þá fyrir hönd ákærð u, að ákvörðun um refsing u þeirra yrði frestað skilorðsbundið, en ella að þeir yrðu hvor um sig dæmdir til þeirrar vægustu refsingar sem lög leyfa . Verjendurnir vísuðu til þess að ákærðu, að viðstöddum forráðamönnum , hefðu samþykkt bótaskyldu gagnvart brotaþola óskipt , en að báðir krefðust þeir þess að fjárhæð lýstrar einkaréttarkröfu yrð i lækkuð verulega , og áréttuðu verjendurnir þessa afstöðu . Að lokum kr öfðust báðir verjendur hæfilegra málflutnings launa vegna eigin starfa við alla meðferð málsins, hjá lögreglu og fyrir dómi. II. 1. Fyrir dómi h afa ákærðu skýlaust viðurkennt sakargiftir, líkt og þeim er lýst í ákæru , en þá þannig að ákærði A játaði að hafa slegið brotaþola með hamri í u.þ.b. fjögur skipti, en ákærði B játaði að hafa slegið brotaþola með felgulykli í tvö skipti. 2. Að virtum skýrslum ákærð u fyrir dómi og hjá lögreglu, en einnig rannsóknarskýrslum lögreglu , er að mati dómsins upplýst að ákærðu lögðu leið sína saman frá eigin heimabyggð umræddan dag í bifreið föður ákærða B , en þeir höfðu þá fegnið ungan mann til þess að aka fyrir sig í nálæg an byggðakjarna. Ákærð u hafa við meðferð málsins lýst tildrögum þess að þeir réðust að brotaþola þar sem hann var utan dyra við heimili sitt og þá með áður lýstum barsmíðum . Að mati dómsins hafa ákærð u í raun verið margsaga um nánari tildrög þessarar ferðar , og eru þeir ekki trúverðugir . F yrir liggur að ákærðu þekktu brotaþola , sem var 15 ár a , í raun ekkert . 3. Í áverkavottorði Más Egilssonar heimilislæknis, dagsett u 30. j úlí 2021, segir frá komu brotaþola á heilsugæslustöð umræddan dag . Í v ottorðinu segi r m.a. um líðan og áverka brotaþola : ,, Við komu er C vakandi og áttaður. Honum er augljóslega brugðið en auðvelt reynist að sinna honum, þ.e. hann sýnir stillingu en spennist upp þegar segir frá 3 atburðarásinni en hikar hvergi i frásögn. Augnhreyfingar eru eðlilegar og ekki er til staðar tvísýni. Sjáöldur eru samhverf. Aðspurður segist hann ekki finna fyrir höfuðverk eða ógleði en hann finni vissulega til í skurðsárum. Skoðaðir eru áverkar á höfði Taldir eru 3 skurði á höfði og og einnig er skoðuð minniháttar rispa og mar á baki sem ekki þarf að hlúa að. Stærsti skurðurinn á höfðinu sást nærri hvirfli og var um 4 cm að lengd með óreglulegum brúnum og um 1,5 - 2 cm að breidd. Tveir minni skurðir sá ust aftar á höfði/hnakka, annar um 1 cm og hinn nærri þeim skurði og sem var einungis nokkrir mm. Þar va r góður stasi, þ.e. blæddi ekki og sárbrúnir lágu saman Engin óhreinindi voru í sárunum. . Stærsta sárið var saumað undir staðdeyfingu og þ urfti að sauma um 5 spor í stærsta skurðinn, staka sauma með ethilon 4 - 0 non - absorbable saumum. Náðist við það góður stasi. Ráðlagði saum a töku 7 - 10 dögum síðar, Gróanda var lýst sem góðum og liðan drengs hvað skurðsár var góð þann 21.07.2021 þegar saumar voru fjarlæg ð ir 4. Í göngudeildarnótu Ólafs Thorarensen, sérfræðings á barnadeild Landspítalans, dags ettri 24. j anúar 2022 , sem hinn skipaði réttargæslumaður lagði fram við meðferð málsins fyrir dómi, er vísað til tilvísunar sem sérfræðingur inn hafði fengið vegna hö fuðverkja brotaþola í kjölfar líkamsárásar sumarið 2021 . Nánar segir í sérfræðinótu nni um brotaþola: ,, Segulómun af heila var eðl. í haust. Kemur vegna þrálátra höfuðverkja sem eru að lagas t . Hann er núna að fá dag og dag þar sem hann er höfuðverkjalaus. Einnig er líkamsþrek að koma en hann var með heilaþreytu áður. Nú getur hann mætt í líkamsrækt og tekið þrekæfingu án vandamála. Hann hefur hins vegar átt í erfiðleikum með að mæta í skóla ve gna höfuðverkjanna og er kominn með heima kennsluúrræði þar sem hann fær 1 klst. á dag 3 daga vikunnar. Ekkert óeðl. að finna við neurologiska skoðun. Tel að heilahrinstingseinkennin séu hægt og rólega að ganga til baka. Ógjörningur að segja hversu lengi h eilahristingseinkennin vara en allar líkur eru á að hann jafni sig fyllilega , gæti tekið allt upp í 2 ár frá slysinu. Get því ekki gefið nákvæmari upplýsingar um horfur í framtíðinni Við ákveðum að hittast aftur eftir 4 mánuði. Ekki þörf á fyrirbyggjan di meðfe r ð að svo stöddu . H öfuðverkirnir eru smám saman að skána. 4 4. Með játningu m ákærð u fyrir dómi , sem ekki er ástæða til að efa að sé u sannleikanum samkvæm ar , sem og að virtum ofangreindum gögnum, en einnig framlögðu m ljósmyndum , er að áliti dómsins nægjanlega sannað að ákærð u hafi gerst sek i r um þá háttsemi, sem í ákæru er lýst. Brot ákærð u er u réttilega heimfær ð til laga í ákæru. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Að ofangreindu v irtu verð a ákærð u sakfelld ir fyrir þá háttsemi sem þeim er gefin að sök í ákæru. III. 1. Ákærði, A , sem er ára, lauk sakamáli hjá lögreglustjóra með ákærufrestun þann 30. a príl 2020, vegna eignspjall, nytjastuldar og umferðarlagabrots. Ákærði, B , sem er ára, hefur ekki sætt refsingum svo kunnugt sé. 2. Við ákvörðun refsingar ákærðu ber að líta til þess að líkamsárás þeirra gegn brotaþola var alvarleg , hættuleg og tilefnislaus , og að þeir stóðu í raun saman að atlögunni . sbr. ákvæði 1. o g 3. t l. 1. mgr. og 3. mgr. 70. a lmennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Ákærð u hafa á hinn b ó ginn báðir játað verknaðinn skýlaust, lýst yfir iðrun sinni vegna háttseminnar, og samþykkt bótaskyldu gagnvart brotaþola. Horfir þetta, ásamt mjög ungum aldri ákærðu , til refsimildunnar, sbr. til hliðsjónar ákvæði 4. o g 8. t l. 1. m gr. 70. g r. og 2. t l. 74. gr. nefndra laga. Þá er til þess að líta að samkvæmt framlögðu vottorði læknis á sjúkrahúsinu Vogi fór ákærði A í stutta meðferð haustið 2021. Að öllu ofangreindu virtu þykir refsing ákærð u, hvors um sig, hæfilega ákveðin fjögurra mánaða fangelsi, sem verður skilorðsbundin eins og greinir í dómsorði. Þá er frestun fullnustu refsingar ákærðu einnig bundin því skilyrði að þeir sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón, sbr. 1. o g 2. t l. 57. g r. laga nr. 19/1940. Skal Fangelsismálstofnun ríkis ins tilnefna þann aðila, sem hafa skal með hendi umsjónina, sbr. ákvæði IX kafla laga nr. 15/2016. 3. Þorgils Þorgilsson lögmaður og skipaður réttargæslumaður brotaþola lagði fram hjá lögreglu rökstudda miskabótakröfu á hendur ákærðu, sbr. kafli I. liður 2 hér að 5 framan. Afstöðu ákærð u til kröfunnar er hér að framan lýst, en þeir samþykkt u bótaskyldu, en andmælt u fjárhæðinni, sem of hárri. Þ að er niðurstaða dómsins að með áður greindu líkamsárásarbroti hafi ákærð u bakað sér óskipt a bótaskyldu gagnvart brotaþola , sbr. m.a. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 94/2012. Verður því fallist á að brotaþoli eigi rétt til miskabóta úr hendi ákærð u með vísan til 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 . Við ákvörðun miskabótanna er einkum litið til líkamlegra afleiðinga r árásarinnar og þeirra eftirmála sem þegar hafa komið fram. Að þessu virtu þykja nefndar bætur hæfilegar 6 00.000 krónur, ásamt vöxtum eins og nánar segir í dómsorði. Með vísan til 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 verð a ákærð u að auki dæmd ir til að greiða brotaþola óskipt málskostnað vegna lögmannsaðstoðar, sem þykir hæfilega ákveðin 373.500 krónur, en við ákvörðun þeirrar fjárhæðar hefur verið tekið mið af virðisaukaskatti. Með vísan til 235. g r. laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærðu til að greiða óskipt útlagðan sakark ostnað ákæruvalds að fjárhæð 32.488 krónur . Þá ber að dæma ákærðu til að gr eiða þókn anir skipað ra verj e nda s inna, eins og í dómsorði greinir. Af hálfu ákæruvalds fór með málið Fanney Björk Frostadóttir aðstoðarsaksóknari , en skipaður réttargæslumaður brotaþola var Þorgils Þorgilsson lögmaður, skipaður verjandi ákærða A var Gísli M. Auðbergsson, lögmaður og skipaður lögmaður ákærða B var Jón Jónsson lögmaður. Ólafur Ólafsson, héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærð u, A og B , sæti hvor um sig í fjögurra mán a ð a fangelsi , en fullnustu þeirra refsinga skal frestað og falli þær niður að tveimur árum liðnum haldi þeir almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Þá er frestun fullnustu refsingar ákærðu einnig bundin því skilyrði að þeir sæti á skilorðstímanum sérsta kri umsjón, sbr. 1. og 2. tl. 57. gr. laga nr. 19/1940. Skal Fangelsismálstofnun ríkisins tilnefna þann aðila, sem hafa skal með hendi umsjónina, sbr. ákvæði IX kafla laga nr. 15/2016. Ákærð u greiði D , kt. , óskipt vegna sonar h ennar , brotaþolans C , 6 00.000 krónur í miskabætur, með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 13. júlí 202 1 til 9 . mars 2022, en með dráttarvöxtum frá þeim degi samkvæmt 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga 6 til greiðsludags , en einnig 373.500 krónur í málskostnað , að meðtöldum virðisa ukaskatti . Ákærði A greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Gísla M. Auðbergssonar lögmanns , 378.168 krónur , að meðtölum virðisaukaskatti. Ákærði B greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Jóns Jónssonar lögmanns, 324.945 krónur , að meðtöldum virðisaukaskatti, o g 11.856 krónur vegna ferðakostnaðar .