Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 11. nóvember 2021 Mál nr. S - 255/2021 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Andr a Sigurjónss yni ( Birgir Örn Guðmundsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 19. október sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 20. apríl 2021, á hendur Andra Sigurjónssyni, kt. , , , laugardaginn 2. maí 2020, ekið pallbifreiðinni norður Hringveg í Hörgársveit með óskráða kerru í eftirdragi en á pallinum og kerrunni var hann með um 470 kíló af timburborðum sem s tóðu útaf kerrunni, og án þess að kerran væri nægilega vel fest aftan í bílinn, með þeim afleiðingum að kerran losnaði aftan úr bílnum og fór ásamt farminum eða hluta af farminum yfir á rangan vegarhelming þar sem kerran og farmurinn hafnaði á bifreiðinni , sem kom úr gagnstæðri átt, með þeim afleiðingum að ökumaður þeirra bifreiðar og farþegi í henni slösuðustu og bílinn lenti út af veginum og út í skurði og fyrir að hafa ekki gengið nægilega tryggilega frá farminum, en farminn hafði ákærði fest saman m eð tveimur teygjum og strappað fast við kerruna á einum stað fyrir miðju og ekki gengið nægilega frá tengingu kerrunnar við bifreiðina en ekkert splitti/öryggi var á kerrutenginu og engin öryggiskeðja milli kerrunnar og bílsins. Afleiðingar þessa fyrir ök umann bifreiðarinnar , A , kt. , var sú að hann hlaut ótilfært brot á bringubeinshjalti og hruflsár vinstra megin á brjóstkassa og vinstra viðbeini og eiginkona hans B , kt. , hlaut slæma tognun í baki. Telst þetta varða við 219. gr. almennra hegnin garlaga nr. 19, 1940 og 1. mgr. og 2. mgr. 69. gr., 4. mgr. 70. gr. og 1. mgr. og 3. mgr. 80. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 1. mgr. 2. gr. og 3. mgr.7. gr. reglugerðar nr. 671/2008, um hleðslu, frágang og merkingu farms, með síðari breytingum og 1. tl., og 2. tl. 21.00 gr. reglugerðar nr. 822/2004, um gerð og búnað ökutækja, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 1. mgr. 99. g 2 Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að hún verði skilorðsbundin. Sviptingu ökuréttar er mótmælt. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum verjanda. Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst . Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heim ildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Í ákæru er brot ákærða talið varða við 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. og 2. mgr. 69. gr., 4. mgr. 70. gr. og 1. mgr. og 3. mgr. 80. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 1. mg r. 2. gr. og 3. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 671/2008, um hleðslu, frágang og merkingu farms, með síðari breytingum og 1. tl., og 2. tl. 21.00 gr. reglugerðar nr. 822/2004, um gerð og búnað ökutækja, með síðari breytingum. Í 1. mgr. 69. gr. kemur fram að ö k utæki skal svo gert og því haldið í þannig ástandi að nota megi án þess að af því leiði hætta eða óþægindi fyrir aðra eða skemmd á vegi og það valdi ekki óþarfa hávaða eða mengun. Í 2. mgr. kemur svo fram að það sé eigandi (umráðamaður) sem beri ábyrgð á a ð ökutæki sé í lögmætu ástandi skv. 1. mgr. og í samræmi við þær reglur sem ráðherra setur á grundvelli 4. mgr. U mráðamaður er s á sem með samþykki eiganda ökutækis hefur umráð yfir því. Aðili telst ekki umráðamaður nema hann sé skráður sem slíkur í ökutækj askrá, t.d. samkvæmt samningi við löggilt kaupleigu - eða rekstrarleigufyrirtæki. Í gögnum málsins kemur fram að ákærði er hvorki eigandi bifreiðarinnar né kerrun n ar. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að ákærði sé skráður umráðamaður. Með vísan til þess verðu r ákærði ekki sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. og 2. mgr. 69. gr umferðarlaga nr. 77/2019. Önnur brot í ákæru eru réttilega heimfærð til refsiákvæða. Ákærði hefur hreinan sakaferil. Við ákvörðun refsingar verður m.a. litið til þess að líkamstjón var minn iháttar , þó þannig að háttsemin varðar við 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá verður einnig litið til þess að á kærði var hvorki að keyra háskalega né of hratt. Refsing ákærða er ákveðin fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. Með lýstri háttsemi gerðist ákærði sekur um gáleysi við akstur. Háttsemin verður þó hvorki talin mjög vítaverð í skilningi 1. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 n é verður talið varhugavert að ákærði stjórni vélknúnu ökutæki . Eru því ekki efni til að svipta ákærða ökurétti. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, 2 61 .714 krónur , þ.m.t. þóknun skipaðs verj anda síns, eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum. Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. 3 Dómso r ð: Ákærði, Andri Sigurjónsson, sæti fangelsi í 30 daga. Fresta ber fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 261.714 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, Birgis Arnar Guðmundssonar lögmanns, 117.800 krónur.