Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur mánudaginn 23. mars 2020 Mál nr. S - 3754/2019: Héraðssaksóknari (Dagmar Ösp Vésteinsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Arnar Kormákur Friðriksson lögmaður) Dómur A. Ákæra og dómkröfur: Mál þetta, sem dómtekið var 19. febrúar 2020, var höfðað með ákæru héraðs - saksókn ara, dags. 22. ágúst 2019 , á hendur X , kennitala [...] , [...] , [...] , fyrir brot í nánu sambandi og kynferðisbrot, með því að hafa á árinu 2017, endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð þáver andi kærustu sinnar A , kt. [...] , inni á heimili þeirra að M í [...] , svo sem hér nánar greinir: I. Nauðgun, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 4. febrúar eftir að A va r sofnuð, án hennar samþykkis, klætt hana úr nærbuxunum og fjarlægt túrtappa úr leg göng um hennar og haft við hana samræði en ákærði notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga. 2 Telst brot þetta varða við 2. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Brot gegn blygðunarsemi, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 5. febrúar eftir að A var sofnuð, afklætt hana úr nærbuxunum og fróað sér yfir henni þar til ákærði fékk sáðfall yfir líkama henna r. Telst brot þetta varða við 209. gr. og 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940. III. Nauðgun, með því að hafa í eitt skipti í vikunni 5. 11. febrúar eftir að A var sofnuð, án hennar samþykkis, tekið niður um hana buxurnar og reynt að s tinga getnaðar lim sínum inn í endaþarm hennar en ákærði lét af háttseminni er A vaknaði og varð þess vör að getnaðarlimur hans snerti endaþarm hennar. Telst brot þetta varða við 2. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940. IV. Brot gegn blygðunarsemi, með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 28. mars eftir að A var sofnuð, fróað sér yfir höfði hennar þar til ákærði fékk sáðfall yfir andlit hennar og hár og á sama tíma tekið atvikið upp á síma sinn. Telst brot þetta varða við 209. gr. og 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu A , kt. [...] , er gerð krafa um að ákærði verði gert að greiða hen ni miska - og skaðabætur að fjárhæð kr. 7.195.000, - ásamt vöxtum af kr. 7.000.000, - skv. 1. mgr. 8. 3 gr. sbr. [1. málsl. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verð tryggingu] frá 28. mars 2017 til 29. janúar 2018, af kr. 7.195.000, - frá 29. janúar 2018 til 1 2. ágúst 2018, en með dráttarvöxtum af kr. 7.195.000, - skv. 9. gr. sömu laga, sbr. 1. mgr. 6. gr., frá 12. ágúst Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru. Réttargæslumaður, fyrir hönd A , sem hefur réttarstöðu brotaþol a í málinu, gerir þær endan legu dómkröfur að ákærða verði gert að greiða henni miska - og skaðabætur að fjárhæð 7.417.800 krónur, ásamt vöxtum af kr. 7.000.000 samkvæmt 1. mgr. 8. gr., sbr. 1. málsl. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 28. mars 2017 til 29. janúar 2018, af kr. 7.195.000 frá 29. janúar 2018 til 12. ágúst sama ár, en með dráttarvöxtum af kr. 7.195.000 skv. 9. gr, sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga, frá 12. ágúst 2018 til 19. febrúar 2020, og af 7.417.800 kr. frá þeim degi til greiðsludags. Þessu til viðbótar krefst réttar gæslumaður þóknunar samkvæmt tímayfirliti vegna starfa hans við meðferð málsins. Ákærði neitar sök og gerir þær endanlegu dómkröfur aðallega að hann verði sýknaður af II. og III. ákærulið og til vara vægustu r efsingar sem lög leyfa vegna þeirra ákæruliða. Vegna I. og IV. ákæruliðar krefst ákærði vægustu refsingar sem lög leyfa og refsing verði skilorðsbundin. Ákærði viðurkennir bótaskyldu vegna háttsemi samkvæmt I. og IV. ákæru lið og samþykkir greiðslu á útlögðum kostnaði samkvæmt upphaflegri bótakröfu sem tekin var upp í ákæru, auk vaxta. Ákærði mótmælir hins vegar hækkun á bóta kröf unni, eins og hún hefur endanlega verið sett fram, og þá krefst hann verulegrar lækkunar á dæmdum miskabótum. Ákærði kref st þess einnig að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda samkvæmt tíma yfirliti. B. Málavextir: Ákærði og brotaþoli voru í nánu sambandi frá desember 2016 til 31. mars 2017, þar af voru þau sam býlisfólk á M í [...] á því tímabili frá 1. febrúar uns þau slitu sam búðinni 31. mars og ákærði flutti út. Rannsókn máls þessa hófst 18. maí 2017 þegar brotaþoli gaf kæruskýrslu hjá lög - reglunni á höfuðborgarsvæðinu að viðstöddum réttar gæslu manni. Vi ð skýrslu tökuna 4 greindi brotaþoli frá meintum brot um ákærða gagnvart henni í nokkur aðgreind skipti á meðan þau voru í sambandi, meðal annars þeim meintu brotum sem greinir í I. IV. ákæru lið, auk annarra meintra brota og atvika eins og þau horfðu við he nni. Varð andi meint brot samkvæmt I. og II. ákærulið þá kom meðal annars fram í skýrslu hennar að ákærði hefði í sam tölum við hana gengist við því að hafa brotið gegn henni með þeim hætti sem þar greinir og þær játningar hefðu komið fram stuttu eftir að brotin voru framin. Varðandi meint brot samkvæmt III. ákæru lið þá kom meðal annars fram hjá brota þola að hún hefði vaknað upp umrædda nótt við þá háttsemi sem greinir í þeim ákærulið, ákærða hefði brugðið og svör hans verið á þá leið að hann hefði haldið að hún væri vakandi, og þau farið að rífast. Varðandi meint brot samkvæmt IV. ákæru lið þá kom meðal annars fram að brota þoli hefði í umrætt skipti vaknað upp við það að fá sæði frá ákærða á sig og ákærði hefði þá strax gengist við þeirri háttsemi sem g reinir í þeim ákærulið. Við skýrslu - tökuna óskaði brota þoli eftir því að fá að spila upptökur af símtölum hennar og ákærða frá því stuttu eftir að þau slitu sambandinu þar sem heyra mætti ákærða gangast við því að hafa brotið gegn henni með tiltekn um hæ tti o.fl. Af því varð hins vegar ekki að lög - regla tæki við upp tökunum á því stigi eða hlustaði á þær þar sem lögregla taldi óvíst um lögmæti umræddrar hljóð ritunar. Þá var brotaþoli ekki í góðu andlegu jafnvægi þegar skýrslutakan fór fram. Ákærði gaf skýrslu með réttarstöðu sakbornings 24. maí 2017, að viðstöddum verjanda, og greindi frá atvikum eins og þau horfðu við honum. Við skýrslutökuna gekkst ákærði greiðlega við því að hafa brotið gegn brotaþola í tvö aðgreind skipti, sbr. I. og IV. ákæruli ð, en hann neitaði hins vegar að hafa brotið gegn henni í önnur skipti og með öðrum hætti. Varðandi meint brot samkvæmt II. ákærulið þá kannaðist ákærði ekki við þá háttsemi og taldi að brotaþoli væri að rugla þeim meintu atvikum saman við atvikin 4. febrú ar 2017, sbr. I. ákærulið, sem hann hefði játað. Varðandi III. ákærulið kvaðst ákærði hafa haldið að hún væri vakandi og lýsti atvikum nánar eins og þau horfðu við honum. Í upplýsingaskýrslu, dags. 6. september 2017, greinir meðal annars að brotaþoli haf i afhent lögreglu minnislykil með fimm hljóð upptök um af sím tölum sem að sögn brota - þola hafi verið við ákærða. Einnig er meðal gagna skjal, undirritað af brotaþola, dags. 1. nóv ember 2017, með stuttri samantekt á dagsetningum og tímalengd fyrrgreindra hljóð - upptaka. Þar greinir meðal annars að þrjár upptökur hafi verið vegna símtala dagana 1., 3. og 10. apríl 2017 og tvær upptökur vegna símtala 12. sama mánaðar. Þessu til viðbótar 5 greinir á skjalinu að á upptökum vegna fyrrgreindra símtala, 10. og 12. a príl sama ár, megi heyra viðurkenningu ákærða á því að hafa brotið gegn henni með tilteknum hætti. Þá megi heyra í upptöku síðara símtalsins 12. apríl að ákærða hafi verið kunnugt um það að símtalið væri tekið upp. Í upplýsingaskýrslu lögreglu, dags. 30. a príl 2018, greinir að lögregla hafi yfirfarið fyrrgreindar upptökur og sannreynt að ákærði hafi verið við - mælandi brotaþola í umrædd skipti. Þá greinir einnig í skýrslunni að ákærði hafi við fram burðarskýrslu hjá lögreglu greint frá því að hann hefði vitað af upptökum af sím - tölum við brotaþola. Ákærði gaf framburðarskýrslu 16. maí 2018 með sömu réttarstöðu og áður þar sem aðallega var farið yfir framangreindar upptökur af símtölum með tilliti til þeirra meintu brota sem voru til rannsóknar. Kan naðist ákærði við sig og brotaþola á upptökunum og út skýrði nánar efni samtalanna út frá spurningum sem fyrir hann voru lagðar en vísaði til fyrri framburðar og bar á sama veg og áður um þau meintu brot sem hann hafði játað. Við þá skýrslutöku kvaðst ákær ði hafa vitað af því í síðasta símtali sínu og brotaþola að sím talið væri hljóðritað. Þessu til viðbótar gaf ákærði fram burðarskýrslu 14. nóvember 2018 með sömu réttarstöðu, þar sem einkum var farið yfir önnur meint brot sem ekki var ákært fyrir. Einkaréttarkrafa brotaþola barst lögreglu 18. júlí 2018. Krafan var send til verjanda ákærða með erindi lögreglu 19. sama mánaðar og óskað eftir afstöðu hans til kröfunnar. Með erindi verjanda til lögreglu 26. sama mánaðar var kröfunni hafnað. Á tímabil i frá 18. júní 2018 til 9. janúar 2019 tók lögregla skýrslur af B , C , D , E , F og G , öllum með réttarstöðu vitnis, þar sem einkum var farið yfir samskipti þeirra við ákærða eða brotaþola eftir meint brot og hvað hefði komið fram í samtölum þeirra um þau meintu atvik. Við rannsókn málsins var lagt hald á tölvubúnað, síma og myndavélar í eigu ákærða sem brotaþoli framvísaði til lögreglu. Munir þessir voru rannsakaðir hjá lögreglu að fengnu samþykki frá ákærða og var leitað eftir myndefni og öðrum slíkum gögnum. Sam - kvæmt skýrslum lögreglu kom ekkert markvert fram við þá rannsókn. Ranns ókn málsins lauk 25. janúar 2019 þegar því var vísað til meðferðar hjá héraðs - saksóknara. 6 C. Skýrslur fyrir dómi: 1. Ákærði játar sök samkvæmt I. og IV. ákærulið en neitar sök samkvæmt II. og III. ákærulið. Í framburði ákærða kom meðal annars fram að samband hans með brotaþola . Ákærði hefði á þeim tíma búið í leiguhúsnæði á N og þau farið að vera mikið saman. Leigu samn ingurinn hefði á þessum tíma verið að renna út og þau hefðu í byrjun febr úar farið að leigja og búa saman í öðru húsnæði að M . Samband þeirra hefði hins vegar ekki verið með besta móti. Mikið hefði verið að í heimilislífinu, óreiða, og samskipti ekki í lagi. Sambandið hefði verið stormasamt. Ákærði hefði á þessum tíma verið að neyta áfengis og fíkniefna. Samskiptin við hann hefðu ekki verið góð. Þá hefði brota þoli einnig verið að neyta fíkniefna. Varðandi II. ákærulið þá kvaðst ákærði ekkert kannast við þau atvik. Þau hefðu aldrei átt sér stað . Ákærði tók fram að þau brotaþo li hefðu rætt saman um háttsemi sam - kvæmt I. ákærulið strax morguninn eftir að þau atvik áttu sér stað, nánar tiltekið á laugar - deginum. Ákærði hefði í það skipti án undan dráttar gengist við því sem hann hefði gert um nóttina þegar hún leitaði skýringa á því. Þau hefðu hins vegar á þessum tíma ekki rætt þetta í þaula. Það hefði ekki verið fyrr en á næsta miðvikudegi að hann hefði gert sér grein fyrir alvarleika þess sem hefði gerst, það er að hann hefði í raun brotið gegn henni. Það hefði því verið á þessu m tíma sem þau hefðu fyrst talað saman um þau atvik á alvarlegum nótum og farið yfir það sem hefði gerst og hún sagt honum hvernig henni liði með það. Daginn eftir, eða þar um bil, hefði brotaþoli fundið nærbuxur í svefn herberginu og þær verið löðrandi í kókosolíu. Þær nærbuxur hefðu verið þær sömu og hann klæddi hana úr þegar hann braut gegn henni aðfaranótt laugardagsins, sbr. I. ákærulið. Brotaþoli hefði spurt hann út í nær buxurnar en ákærði hefði ekki viljað tala um það. Vöflur hefðu komið á ákærða og hann borið því við að þær tengdust einhverju öðru sem áður hefði gerst á milli þeirra þegar þau hefðu haft kynmök eða eitthvað annað í þeim dúr. Í þessu samtali hefði hins vegar ekki verið rætt um það að hann hefði fróað sér yfir hana að - faranótt sunnuda gsins, gagnstætt því sem hún héldi fram. Það hefði aldrei gerst og þau hefðu ekki rætt það í fyrrgreindu samtali. Ákærði kvaðst ekki geta skýrt hvers vegna brotaþoli héldi hinu gagnstæða fram. Ákærði kvaðst ekki kannast við að hafa fróað sér hjá brotaþola umrædda sunnudagsnótt og ekkert blautt sæði hefði verið í rúminu um 7 morguninn. Þá kvaðst ákærði aðspurður aðeins hafa fróað sér í eitt skipti yfir brota þola, án hennar samþykkis, og það hefði verið í það skipti sem greinir í IV. ákærulið, hátt semi sem ha nn hefði játað hjá lögreglu og fyrir dómi. Ákærði kvaðst aðspurður ekki vita hvort brotaþoli hefði umrædda sunnudagsnótt farið að sofa í fötum en hann tók hins vegar fram að þau hefðu oftast sofið saman nakin. Ekkert óvenjulegt hefði gerst hjá þeim umrædda n dag og ákærði væri búinn að fara margoft yfir það í hug anum frá því að mál þetta hófst. Ákærði var spurður út í ummæli í lögregluskýrslu varðandi II. ákærulið þar sem hann hefði í tengslum við þau atvik borið um það hjá lögreglu að hann myndi eftir ei nu tilviki þar sem sæði hefði verið á rúminu. Þessu til skýringar vísaði ákærði til þess að fram - burður hans um það hefði tekið til annars tilviks, sem hefði átt sér stað á fyrra heimili hans á N og væri málinu óviðkomandi. Varðandi III. ákærulið þá grein di ákærði frá því að þau brotaþoli hefðu áfram verið kærustupar þrátt fyrir það sem hefði gerst aðfaranótt 4. febrúar 2017, sbr. I. ákærulið. farið að sofa á sama tíma og þá legið í sömu stellingu, hún á hliðinni og hann með hand - legginn yfir hana með faðmlagi. Umrætt kvöld, á mánudegi eða þriðjudegi, hefði ákærði legið við hliðina á brotaþola en hann hefði hvorki verið með miklar snertingar eða þau verið að spjalla saman. hann hefði alltaf sofið nak inn hjá brotaþola og fengi hann holdris þá gæti hann ekki vitað eða haft stjórn á því hvað limurinn snerti. Brotaþoli hefði að jafnaði farið að sofa nakin eða hún v erið í nærfötum. Hann hefði legið við hliðina á brotaþola og verið að hreyfa mjaðm irnar. Hann hefði staðið í þeirri trú að hún væri vakandi. Hann hefði hvorki klætt hana úr nærbuxunum né heldur verið að reyna að setja getnaðarliminn inn í hana. Nánar til tekið hefði það sem hefði gerst verið með þeim hætti að þau hefðu legið saman, hann hefði verið hreyfa sig svolítið, eins og áður greinir, henni hefði brugðið við það og sagt honum að hún hefði verið sofandi og spurt hann hvað hann hefði verið að gera. Ákæ rða hefði verið brugðið og hann hætt strax þegar fram hefði komið hjá henni að þetta væri ekki í lagi og þetta hefði ekki verið með hennar samþykki. Nánar um atvik samkvæmt III. ákærulið kvaðst ákærði ekki hafa orðið var við það að getnaðarlimur hans sn byrjun á ferðis legt væri að fara að gerast á milli þeirra. Þetta hefði varað í 10 15 sekúndur um það 15 20 mínútum eftir að þau lögðust til hvílu og hann hefði verið að hreyfa mjaðmirnar lítillega, eins og áður 8 greinir. Þetta hefði ekki verið komið á það stig að hann væri að reyna að setja getnaðar - liminn inn. Snerting við rass brotaþola hefði verið óvart, hann hefði ekki séð hvað hann var að gera og ekki verið með hendurnar neins staðar nálægt limnum. Hann hefði ekki vitað hvar getnaðarlimurinn var eða hvar hann snerti brotaþola. Í þessu sambandi tók ákærði fram að þau hefðu yfirleitt haft kynferðismök daglega áður en þau fóru að sofa. Þá hefði brotaþoli að jafnaði sofnað innan eðlilegs tíma. Þau hefðu yfirleitt farið saman að sofa og hann kunnað að meta það í sambandi þeirra. Þá hefði hann fyrst áttað sig á því að hún hefði verið sofandi þegar við brögðin hjá henni voru á þá leið sem að fr aman greinir og honum þá verið mjög brugðið. Hann hefði ekki búist við því að hún væri sofnuð. Hún hefði vaknað, eins og áður greinir, og verið brugðið og þau rætt þetta strax og hann sagt henni að hann hefði haldið að hún væri vakandi. Þau hefðu rætt það nánar og farið að rífast. Atvik þessi hefðu átt sér stað eftir fyrr greindan miðvikudag, á virkum degi vik una á eftir, og þau verið búin að fara ítarlega yfir það sem gerðist samkvæmt I. ákærulið og hefðu þau nánast daglega reynt að ná sáttum út af því. H ann hefði verið búinn að gera sér grein fyrir alvöru málsins og á þessum tíma verið búinn að tapa öllu trausti hjá brotaþola eftir það sem á undan var gengið, sbr. I. ákærulið. Ákærði hefði í fram haldi af þessu farið í göngutúr við Tjörnina í Reykjavík og meðal annars tekið ljós - myndir. Þá hefðu þær myndir verið lagðar fram við meðferð málsins fyrir dómi. Ákærði var spurður út í ummæli í lögregluskýrslu varðandi III. ákærulið þar sem hann hefði meðal annars borið um að hafa verið að reyna að setja getn aðar liminn inn í leg göng brotaþola. Þessu til skýringar vísaði ákærði til þess að hann teldi að ekki væri um að ræða misræmi í framburði hans miðað við það sem hann hefði borið um fyrir dómi. Ákærði hefði í raun verið að bera um það sama, hann hefði ve rið að reyna að hefja ein hvers konar kynlíf, forgrunnurinn hefði verið að koma kynlífi af stað og hann hefði einungis verið að hreyfa mjaðmirnar smávegis. Ákærði teldi að önnur atriði í framburði hans í lögregluskýrslunni skýrðu þetta nánar og ekki væri u m að ræða breytingu á fram - burði. Varðandi IV. ákærulið þá kvaðst ákærði hafa áttað sig á því á þeim tíma að þar hefði líka verið um að ræða brot gegn brotaþola, og hann væri búinn að játa það. Hann ætti sér engar málsbætur. Þau hefðu slitið sambúð í fr amhaldi af því atviki. Ákærði hefði fljótlega flutt út af heimilinu og sagt foreldrum og vinum frá því sem hefði gerst. Hann hefði einnig fljótlega leitað sér hjálpar og haft samband við Stígamót þar sem honum hefði verið leiðbeint um úrræði fyrir gerendur 9 þangað. Í framhaldi hefði hann verið í viðtölum hjá sál fræð ingi og það hefði hjálpað honum mikið, auk þess sem hann hefði farið í vímuefna meðferð á Vogi. Aðspurður kannaðist ákærði við að hafa viðhaft þau ummæli, sem aðrir heyrðu, á meðan hann og brotaþoli voru í nánu sambandi, að hún svæfi fast og að það væri auðvelt að nauðga henni. Ákærði tók fram að sér hefði ekki verið alvara með ummælunum. Þetta verið látin falla í byrjun sambands - ins. Þau gæfu hins vegar mynd af ástandi hans á þeim tíma. Ákærði tók fram að brotaþoli hefði yfirleitt átt erfitt með að vakna og þegar þau bjuggu saman hefði hann oft hjálpað henni að fara á fætur til að mæta til vinnu og annað í þeim dúr. Ákærði kvaðst hafa hitt brotaþola eftir að þau slitu sambúðinni, nánar tiltekið 16. apríl 2017. Það hefði atvikast með þeim hætti að hún hefði hringt í hann og beðið hann að koma og hitta sig á M . Honum hefði létt við að fá það boð og hann farið og hitt hana. Þau hefðu rætt saman um hvað hefði gerst og hann beðið hana afsökunar. Hún hefði beðið hann að láta sig fá símann hans og hann orðið við því. Ákærði hefði gist hjá henni um nóttina. Daginn eftir hefði hann hjálpað henni að fara á fætur og fylgt henni í vinnuna. Hún hefði spurt hann hvað hann myndi gera ef hún leitaði til lög reglu. Hann hefði svarað henni að hann myndi játa á sig sakir og fara með henni á lög reglu stöð ef hún vildi það. Hann hefði verið að reyna að bæta upp fyr ir það sem hefði gerst. Ákærði tók einnig fram að afstaða hans til málsins fyrir dómi með því að játa sök væri sömuleiðis liður í því. Ákærði tók fram að hann hefði fundið fyrir miklum létti við það að játa sök og gangast við því sem hann hefði gert á þeim tíma þegar rannsókn málsins var að hefjast hjá lögreglu og hann var í samskiptum við þáverandi verjanda sinn. Því til skýringar tók ákærði fram að honum hefði fundist að það væri ekki lengur í hans höndum hvað myndi gerast eftir það. Eftir það hefði hins vegar tekið við löng bið eftir því að málinu lyki. Biðin hefði verið honum, fjölskyldu hans og vinum þungbær. Hið sama ætti við um brota þola og hennar nánustu. Ákærði hefði leitað leiða til að gera biðina bærilegri með því að reyna að stunda vinnu og flei í langan tíma þar sem málinu hefði verið ólokið. 2. Brotaþoli bar meðal annars um að hafa hitt ákærða fyrst að næturlagi í desember 2016 í miðborginni. Þau hefðu hist fyrir utan skemmtistað og farið að spjalla saman. Hún hefði farið með honum heim um nóttina þar sem hann bjó í leiguhúsnæði á N . Ekkert 10 kynferðislegt hefði hins vegar gerst á milli þeirra þá nótt. Upp frá þessu hefðu þau farið að kynnast betur og hún farið að venja komur sínar til hans á N og gista hjá honum. Þau hefðu hins vegar ekki verið byrjuð að hafa kyn ferðismök á þessum tíma. Hún hefði um þetta leyti verið að leita sér að húsnæði og hið sama hefði verið um ákærða. Samskipti þeirra hefðu haldið áfram og þau ákveðið að hefja sambúð sem kærustupar og taka sameiginlega á leigu íbúð að M . Þangað hefðu þau flutt um mánaðamótin jan úar og febrúar 2017. Aðspurð af verjanda um almennar svefn venjur ákærða og brotaþola á M þá kvaðst brota þoli stund um hafa farið að sofa á sama tíma og ákærði og stundum ekki. Hún hefði hins vegar yfirleitt sofnað á undan ákærða ef þau fóru upp í rúm á sama tíma. Þá hefði allur gangur verið á því hvort þau hefðu sofið í faðmlögum eða ekki. Varðandi II. ákærulið þá kvaðst brotaþoli hafa farið í sturt u að kvöldi laugardagsins 4. febrúar 2017. Hún hefði farið í hvítar g - strengsnærbuxur eftir sturtuna. Brotaþoli tók fram að hún hefði ekki þorað annað en að fara í nærbuxur fyrir svefninn vegna þess sem hefði gerst nóttina á undan, sbr. I. ákærulið. Daginn eftir hefði hún vaknað og verið nakin og þá hefði hún tekið eftir handklæði hægra megin við sig í rúminu. Hluti hand klæðis ins hefði legið á hægri hlið hennar og fram á rúmið. Hún hefði ekki velt hand klæð inu fyrir sér þarna en farið fljótlega á fætur. Hún hefði tekið eftir opinni kókos olíu krukku á gólf - inu. Brotaþoli tók fram að þau hefðu gjarnan notað kókosolíu sem sleipiefni í kyn lífi sínu. Nærbuxur ákærða hefðu verið við hlið ina á kókosolíu krukkunni og þar við hlið ina hefði verið þvotta kar fa. Brota þoli tók fram að þau hefðu búið í litlu hús næði á þessum tíma og fyrrgreindir munir hefðu verið í ná lægu hliðarherbergi eða skoti að liggjandi svefn herberginu. Hún tók einnig fram að þau hefðu á þessum tíma nýlega verið flutt inn í íbúðina og mikið annríki verið hjá þeim, auk þess sem útför ömmu hennar hefði farið fram daginn áður. Brotaþoli hefði því ekki verið búin að taka til í íbúðinni. Hún hefði gert sér grein fyrir því að kókos olíukrukkan hefði verið lokuð þegar hún fór að sofa kvöldið að fróa sér. Ákærði hefði þá legið uppi í rúminu en hún staðið við rúm gaflinn fótamegin. Ákærði hefði verið óskýr í svörum og vandræðalegur og henni hefði virst eins og ha nn vildi ekki svara henni. Það hefði verið óeðlilegt. Hún hefði spurt hann aftur en ekki fengið svör. Stuttu síðar hefði hún verið að klæða sig og þá fundið fyrir einhverju hörðu á sér hægra megin á mjaðma svæðinu á lík am an um. Hún hefði áttað sig á því að þetta væri þornað sæði og í huganum farið að púsla þessu saman. Hún hefði því spurt ákærða aftur hvað hefði gerst og hvort hann hefði verið að fróa sér. Ákærði hefði þá svarað henni því 11 að hann hefði fróað sér yfir hana um nóttina og þurrkað sæðið af h enni. Brotaþola hefði verið brugðið við að heyra þetta. Áfram varðandi II. ákærulið þá kvaðst brotaþoli hafa verið að taka til í svefn herberg - inu dag inn eftir, nánar tiltekið á mánudeginum 6. febrúar 2017. Við þá tiltekt hefði hún fundið hvítar g - streng snærbuxur á gólfinu, nánar tiltekið í rými á milli rúms og veggjar. Hún hefði tekið nærbuxurnar upp og þær verið skjannahvítar og hreinar og angandi af kókosolíu. Hún hefði áttað sig á því að þetta voru nærbuxurnar sem hún klæddist þegar hún fór að sofa að kvöldi laugardagsins 4. febrúar 2017 eftir sturtuna. Hún tók fram að hún hefði á þessum tíma ekki verið nýbúin að hafa kynferðismök við ákærða. Þá tók hún einnig fram til skýringar að hún væri alveg viss um að þetta hefðu verið nærbuxurnar þar sem þær hef ðu verið hvítar en hún hefði farið að sofa í svörtum nær buxum daginn sem hún fór í útför ömmu sinnar, það er föstudaginn 3. febrúar 2017. Henni hefði brugðið mjög mikið og spurt ákærða nánar út í það sem hefði gerst um rædda nótt, það er áður en hún hefði vaknað upp með þurrt sæðið á sér. Í því samtali hefði hún vísað til þess sem áður var komið fram, þ.e. að hún hefði vaknað nærbuxnalaus og ákærði hefði verið búinn að segja henni að hann hefði þurrkað sæðið af henni. Þá hefði hún í þessu samtali spurt ákæ rða hvort hann hefði nauðgað henni en hann hefði neitað því. Brotaþoli kvað sér ekki hafa liðið vel daginn eftir, það er á þriðjudeginum 7. febrúar 2017. Hún hefði verið dofin og ráðvillt. Henni hefði liðið ömurlega og fundist að þau þyrftu að tala betur um undangengin atvik. Brotaþoli hefði því daginn eftir, það er á mið vikudeginum 8. febrúar 2017, áður en ákærði hefði farið í vinnu, talað við hann og útskýrt fyrir honum þau brot sem hún teldi að hann hefði framið gegn henni. Þá hefði hún útskýr t fyrir honum alvarleika þess sem hefði gerst aðfaranótt laugardagsins 4. febrúar 2017. Í því sam bandi hefði hún tekið fram að það sem hefði gerst hefði verið nauðgun og að hún vissi ekki hvort hann hefði nauðgað henni líka næstu nótt á eftir. Þá hefði h ún tekið fram við ákærða að hann yrði að gera sér grein fyrir alvar leika málsins. Sam talið hefði verið eins og hún væri að útskýra fyrir fimm ára gömlu barni muninn á réttu og röngu. Hún hefði verið mjög skýr í sínu máli en hann hefði hins vegar þagað al lan tímann og ekki sagt neitt og það hefði valdið smá pirr ingi hjá henni. Ákærði hefði síðan farið í vinnuna en komið til baka seint um kvöldið. Hann hefði þá byrjað að tala við hana um það sem hefði gerst. Ákærði hefði í samtalinu vísað til samtalsins frá því fyrr um daginn og tekið fram að allt það sem hún hefði sagt væri rétt hjá henni. Hann bandi þeirra talað um 12 slíkt við hana. Hann hefði jafnframt í þessu samtali farið að sýna henn i myndbönd á vef tíð. Ákærði hefði þessu til viðbótar farið að réttlæta sig og talað um að hann væri eins og þessi maður á myndböndunum, þ.e. að hann gerði sér ekki grein fy rir réttu og röngu. Hann hefði hins vegar tekið fram að það sem hefði gerst á milli þeirra tveggja væri brot af hans hálfu. Þá hefði einnig komið fram hjá honum að það sem hún hefði verið að tala um fyrr um daginn við hann væri rétt. Ákærði hefði eftir þet ta brotnað niður andlega, grátið mjög mikið og verið alveg miður sín yfir því hvernig hann væri. Hann hefði haldið það væri sárt að hann hefði brotið gegn henni. Samta l þeirra hefði endað með því að hún hefði farið að vor kenna hon um. Brotaþoli tók fram að sam talið hefði verið langt og ákærði hefði þar viður kennt að hafa nauðgað henni aðfaranótt 4. febrúar 2017. Þá hefði hann einnig viðurkennt að hafa fróað sér y fir hana næstu nótt á eftir. Hann hefði hins vegar neitað því að hafa gengið lengra í það skipti. Ákærði hefði farið að róast eftir þetta og fært sig inn í stofu og byrjað að spila tölvuleik. Brotaþoli hefði hins vegar lagst til hvílu í rúm inu og klukkan þá verið um þrjú að nóttu til. Aðspurð af verjanda um atvik samkvæmt II. ákærulið, og út frá því sem fram kæmi í skýrslu hennar hjá lögreglu, þar sem hún virtist ekki muna eða frásögn væri ekki jafn nákvæm eða skýr, þá tók brotaþoli fram að það sem hún h efði borið um fyrir dómi um þessi meintu atvik væri það sem hefði gerst. Hún væri alveg viss um það. Ákærði hefði greint henni frá því að hann hefði þurrkað sæðið af henni með handklæðinu en ekki gefið lýs ingu á því. Hún kvaðst hins vegar vita að það hefð i leitt frá klofinu á henni og yfir á hægri hlið hennar. Það sem hefði verið hart á henni hefði aðallega verið á hliðinni. Hún hefði ekki orðið vör við neitt um nóttina en hún hefði fundið nærbuxur ákærða á gólfinu eftir að hafa vaknað og þær þá verið með kókosolíu. Varðandi III. ákærulið þá kvaðst brotaþoli, eins og áður greinir, hafa farið að sofa um klukkan þrjú að faranótt fimmtudagsins 9. febrúar 2017, eftir framangreint samtal - þoli tók fram að hún hefði klæðst náttbuxum og hlýrabol og þá hefði hún sofið á vinstri hlið inni í fóstur stellingu. Andlit hennar hefði snúið að glugga. Brotaþoli kvaðst hafa vaknað upp um einni eða tveimur klukku stundum síðar, eða u m klukkan fimm um nótt - ina, við það að ákærði hefði verið með getnaðarliminn inni í rassinum á henni að hafa við hana endaþarmsmök. Þetta hefði varað í tvær til þrjár sekúndur. Brota þoli kvaðst hafa 13 litið snöggt við og spurt eða hálfgargað á ákærða hvað hann væri að gera. Ákærði hefði þá kippt limnum út, stokkið frá henni, verið kviknakinn og staðið við rúmendann fóta - megin. Henni hefði verið mjög brugðið við þetta enda hefði fyrrgreindu samtali um alvar - leika undangenginna atvika nýlega verið lokið. Þá hefði hún tekið eftir því að nátt bux - urnar voru komnar niður um hana. Brotaþoli tók fram að ákærða hefði einnig verið brugðið. Hún hefði þráspurt hann hvað hann hefði verið að gera og sagt honum að hún hefði verið sofandi. Þá hefði ákærði endur tekið sva r að henni á þá leið að hún hefði verið vak andi. Samtal þeirra hefði haldið áfram á þessum nót um og hún spurt hann frekar hvort hún hefði sýnt einhver við brögð en svör hans verið þau sömu. Brotaþoli tók fram að sam talið hefði verið eins og að ræða við fimm ára gamalt barn. Þau hefðu farið að rífast og hún farið fram í eldhús og fengið sér sígarettu. Þar hefði samtal þeirra haldið áfram og hún meðal annars sagt að samskipti þeirra væru fáránleg. Brotaþoli tók fram að þau hefðu aldrei haft enda þarmsmök í sam bandi sínu, það hefði aldrei verið í boði og þau sammælst um það í upphafi sam bandsins. Brotaþola hefði verið mjög brugðið við þetta atvik og það hefði sett hana gjörsamlega út af laginu. Þá hefði það ekki verið rætt þessa nótt að ákærði hefði fari ð óvart með getnaðarliminn í enda þarminn; það eina sem ákærði hefði talað um eða haldið fram hefði verið að hún hefði verið vakandi. Aðspurð af verjanda hvort ákærði hefði farið út í göngutúr um nóttina eftir fyrrgreint samtal þá kvaðst brotaþoli ekki vil ja svara þeirri spurningu. Nánar varðandi brot samkvæmt III. ákærulið og skýrslu brotaþola hjá lögreglu 18. maí 2017 þá kvaðst hún aðspurð af sækjanda vera alveg viss um það að þau meintu brot hefðu átt sér stað aðfaranótt fimmtudagsins 9. febrúar sama ár enda þótt það hefði ekki komið fram með jafn skýrum hætti þegar hún gaf fyrrgreinda lögregluskýrslu. Brotaþoli tók fram að hún hefði á þeim tíma þegar hún gaf skýrslu hjá lög reglu nýlega verið búin að opna á þetta mál í viðtali hjá Stígamótum. Það hefð i verið föstudaginn 12. febrúar 2017. Hún hefði í beinu framhaldi af því viðtali sama dag verið send í annað viðtal í Bjarkar hlíð þar sem hún hefði hitt lögreglukonu. Hún hefði á þeim tíma ekki verið búin að ákveða hvort hún vildi kæra það sem hefði gers t til lögreglu. Lög reglukonan hefði hlustað á frásögn hennar og talið að hún væri að lýsa meintum brotum og einbeittum brota vilja meints geranda. Lögreglukonan hefði lagt til að hringt yrði á lögmann til að taka að sér réttar gæslustörf. Lögmaðurinn hefð i komið stuttu síðar og rætt við brota þola og lög reglu konuna. Síðan hefði helgin liðið og brotaþoli ekki almenni lega verið búin að átta sig á því hvað væri að fara að gerast. Þá hefði hún farið í skýrslu töku á lög reglustöð 14 fyrr greindan dag, 18. maí 2017, en ekki verið búin að undirbúa sig og ræða við þáverandi réttar gæslumann fyrir skýrslutökuna. Brota þoli kvaðst hafa komist í mikla geðshræringu í skýrslu tökunni og skýrsla hennar hjá lögreglu hefði þess vegna verið eftir því. Hún hefði á þeim tím a varla verið búin að ákveða hvort hún vildi kæra. Brotaþoli vísaði til hins sama varð andi svör við spurningu verjanda um meintan óskýrleika í skýrslu hennar hjá lögreglu varð andi það hvort hún hefði verið í náttbuxum. Hún tók hins vegar fram að í lög re gluskýrslunni kæmi fram hjá henni að hún hefði verið í slíkum buxum í það skipti. Brotaþoli kvaðst hafa verið í samskiptum við systur sína, B , nokkru eftir að atvik áttu sér stað aðfaranótt 4. febrúar 2017 varðandi túrtappann, sbr. I. ákærul ið. Brotaþoli hefði sagt systur sinni frá því atviki en jafnframt nefnt að eitt hvað annað hefði gerst. Hún hefði hins vegar dregið úr því og ekki lýst því sérstaklega fyrir henni. Brota þoli hefði aftur verið í samskiptum við systur sína fimmtudaginn 30. mars 2017 og sagt henni frá því sem hefði gerst aðfaranótt þriðjudagsins í sömu viku, sbr. IV. ákærulið. Sam hliða hefði hún sagt henni betur frá fyrri atvikum. Brotaþoli kvaðst hafa verið gjör sam lega stjörf í þessu samtali og sagt nákvæmlega frá því sem hefði gerst. Systir hennar hefði lagt að henni að hætta með ákærða og fá hann út af heimilinu. Brota þoli hefði, að ráði systur sinnar, sama dag haft samband við leigusala sinn varðandi breyt ingu á leigu samningi. Hún hefði viljað slíta fjárhagslegum ten gslum við ákærða. Daginn eftir, föstudaginn 31. mars 2017, hefði brotaþoli verið heima hjá sér og ekki liðið vel. Systir hennar hefði ítrekað reynt að ná sambandi við hana sím leiðis en hún hefði ekki svarað. Ákærði hefði um fimmleytið þennan dag verið a ð fara út með vin um sínum og hún hefði þá farið á fætur, sagt honum að skila lyklunum og að hann yrði að flytja strax út af heimilinu. Sambúð þeirra hefði því lokið þennan sama dag. Í framhaldi hefðu móðir og systir brotaþola komið heim til hennar og veri ð hjá henni. Varðandi önnur samskipti við nákomna og vini frá því að meint brot áttu sér stað og þar til hún leit aði til lögreglu greindi brotaþoli frá því að hún hefði meðal annars verið í sam skiptum við móður sína og föður, auk þess sem hún hefði ver ið í sambandi við tvo vini sína, I og Í . Varðandi hina tvo síðastnefndu, I og Í , þá tók brota þoli fram að hún hefði verið í samskiptum við þá seinni hluta febrúarmánaðar 2017 og að hún hefði rætt við þá hvorn í sínu lagi um meint brot ákærða. Þetta hefði því verið áður en hún og ákærði slitu sambandinu. Ákærði hefði á þeim tíma verið á ferðalagi erlendis. Aðspurð af verjanda þá kannaðist brotaþoli við það að ákærði hefði komið heim til hennar í apríl 2017 og gist hjá henni. Ekkert kynferðislegt hefði hins vegar gerst á milli 15 þeirra í það skipti. Brotaþoli vísaði til þess að hún hefði verið hrædd og meðvirk á þess um tíma og þá hefði þetta verið í tengslum við það þegar ákærði hefði afhent henni far símann að hennar beiðni. Nánar varðandi skýrslu bro taþola hjá lögreglu þá kvaðst brotaþoli, aðspurð af verjanda, hafa kynnt sér efni skýrslunnar eftir að hafa fengið endurrit af henni frá lög - reglu. Hún hefði gert athugasemdir við skýrsluna og óskað eftir því að fá að gefa aðra skýrslu, leiðrétta og segja nákvæmlega frá öllu sem hefði gerst. Henni hefði fundist skýrslan vera samhengislaus í orðalagi og óskýr eins og hún hefði birst í skriflegu endur - riti frá ritara. Skýrslan hefði komið illa út fyrir hana. Brotaþoli tók fram að hún hefði við skýrslu tökuna verið að reyna að lýsa erfiðum atvikum sem hefðu tekið mjög mikið á hana andlega og skýrslutakan hefði verið henni mjög erfið. Skýrslan hefði því ekki gefið rétta mynd af vitneskju hennar um málið. Lögregla hefði hins vegar synjað henni því að fá að gefa n ýja skýrslu en þess í stað gefið henni kost á að koma á fram færi skriflegum athugasemdum um það sem hún teldi að betur hefði mátt fara varð andi uppritun skýrslunnar. Hún hefði í framhaldi komið slíkum athugasemdum á fram færi í samráði við þáverandi rétt argæslumann sinn. Varðandi líðan þá kvað brotaþoli sér hafa liðið mjög illa vegna meintra brota ákærða. Hún hefði leitað til Stígamóta, eins og áður greinir, og verið þar í viðtölum og hún væri þar enn í viðtölum. Einnig hefði hún leitað til H , EMDR - m eðferðar aðila. Í framhaldi hefði henni verið vísað til J sálfræðings sem hefði tekið við henni í meðferðarviðtöl um sumarið 2017. Þeirri meðferð væri hins vegar ekki lokið. Þessu til viðbótar hefði hún notið sálfræðiaðstoðar hjá Heilsuborg. Brotaþoli tók fram að mikil röskun hefði orðið á námi hennar og framtíðarhorfum því tengdum vegna þess sem hefði gerst á milli hennar og ákærða. Hún hefði hætt í vinnu í maí 2017. Í lok sama mánaðar hefði heimilislæknir gefið út óvinnufærnivottorð. Hún hefði reynt að h efja nám að nýju um haustið 2017, sem hefði verið fjarnám með staðar lotum, en það hefði ekki gengið vel. Henni hefði engu að síður tekist að ljúka náminu með aðstoð frá aðstandendum. Hún hefði staðið mjög höllum fæti félagslega, sér hefði liðið mjög illa andlega og reynst erfitt að vera innan um fólk og í margmenni. Vanlíðan hennar hefði haft mikil áhrif á samskipti hennar við fólk, bæði vini og vandamenn. Hún hefði fengið kvíða köst, átt erfitt með að treysta öðrum og ekki getað verið með góðu móti í sams kiptum við fólk og fleira í þeim dúr. Brota þoli tók fram að hún væri nú sem fyrr skammt á veg komin í úrvinnslu á því sem hefði gerst og þá væri hún búin að vera í veikindaleyfi óslitið frá september 2019. 16 3. Vitnið B , systir brotaþola, bar meðal anna rs um það að hafa átt samtal við brotaþola í febrúar 2017 þar sem henni hefði verið sagt frá meintu kyn ferðisbroti í byrjun þess sama mánaðar þar sem túrtappi hefði komið við sögu, sbr. I. ákæru lið. Í því samtali hefði brotaþoli ekki sagt frá öðrum mei ntum brotum. Þær hefðu rætt saman nokkrum dögum eða vikum síðar og þá hefði brotaþoli aftur sagt frá fyrr greindu meintu kynferðisbroti. Því til viðbótar hefði brotaþoli greint frá því að eitthvað meira hefði gerst en ekki lýst því nákvæmlega. Í því samban di hefði eitthvað komið fram um að brotaþoli hefði farið að sofa í hreinum nærfötum en síðar orðið vör við kókos olíu í nærbuxum og hana grunað að eitthvað hefði gerst. Í samtali þeirra á þessum tíma hefði komið fram að ákærði og brotaþoli hefðu rætt saman um þetta atvik þar sem brota þoli hefði viljað fá skýringar og ákærði hefði viðurkennt að hafa gert eitthvað á hennar hlut. Brotaþoli hefði á þessum tíma ekki verið alveg skýr um hvað hefði gerst og ekki verið viss á þeim tíma um það hvort brotið hefði ve rið gegn henni eða hún ekki viljað segja vitninu frá því. Brotaþoli og vitnið hefðu átt fleiri samtöl síðar. Í samtali þeirra 30. eða 31. mars 2017, þegar þær hittust á kaffihúsi, hefði brotaþoli virst vera stjörf og í áfalli. Brota þoli hefði þá sagt he nni frá tveimur öðrum meintum brotum. Annað hefði nýlega verið búið að eiga sér stað á þeim tíma, nánar tiltekið að brotaþoli hefði vaknað upp við það að ákærði var að fróa sér yfir hana og taka það upp með myndupptökubúnaði, sbr. IV. ákæru lið. Þá hefði brotaþoli lýst öðru meintu broti með þeim hætti að hún hefði vakn að upp við það að ákærði hefði verið að reyna að stinga getnaðarlimnum í enda þarm inn á henni, sbr. III. ákærulið. Vitnið kvaðst hins vegar ekki muna hversu ná kvæm lega brota - þoli hefði lýst þessum atvikum. Brotaþoli hefði á þessum tíma virst vera með betri mynd af því sem á undan var gengið. Vitnið hefði á þessum tíma gert sér grein fyrir því að brotaþoli væri í mikilli hættu vegna ákærða og hún hvatt hana til að fara frá ákærða. Í fyrr greindu samtali þeirra á kaffihúsinu hefði ekki komið fram hjá brotaþola hvort hún hefði verið búin að segja öðrum frá meintum brotum, eða vitnið kvaðst ekki muna eftir því að það hefði borið á góma í samtali þeirra. Vitnið kvaðst að spurð muna eftir öðr u samtali þeirra þar sem rætt hefði verið um að ákærði hefði fróað sér yfir hana. Þá kvaðst vitnið muna eftir því að rætt hefði verið um að brotaþoli hefði vaknað og verið með handklæði hjá sér og það tengst meintum atvikum þar sem kókosolía hefði komið vi ð sögu. Brotaþola hefði liðið mjög illa og hún átt mjög 17 erfitt en vitnið kvaðst ekki geta sagt til um það nákvæmlega hvenær á sam búðar tíma ákærða og brotaþola hefði farið að bera á vanlíðan hjá henni. Þá kvaðst vitnið ekki vita hvort brota þoli hefði glí mt við andlega vanlíðan fyrir meint brot. 4. Vitnið D , móðir brotaþola, bar meðal annars um að hafa verið í samskiptum við brotaþola í febrúar og mars á árinu 2017. Brotaþoli hefði á þessum tíma greint vitninu frá meintu kynferðisofbeldi. Þær frásag nir hefðu smátt og smátt komið fram. Brotaþoli hefði alltaf verið að ýja að einhverju. Hún hefði í fyrstu verið í meiri sam skiptum við systur sína og vini út af meintum atvikum. Eftir að brota þoli og ákærði hefðu slitið sambúðinni og brotaþoli flutt heim til vitnisins hefði hún fengið að vita betur hvað hefði gerst. Þær hefðu þá rætt atvikin saman í meiri smáatriðum og hlýtt á hljóð upptökur brotaþola af samtölum við ákærða. Vitnið tók fram að hún hefði gert sér grein fyrir því í janúar sama ár, út frá út liti og líðan brotaþola, að eitthvað væri að. Í samtölum þeirra hefði verið rætt um meinta nauðgun eða lim í endaþarm, ákærði hefði verið að fróa sér og taka upp með síma, brotaþoli hefði vaknað nærbuxnalaus og ekki með túrtappa. Brotaþoli hefði einnig sag t frá atviki sem tengdist kókosolíu, að hafa vaknað, nærbuxur legið á gólfinu löðrandi í fyrrgreindri olíu og fleira í þeim dúr. Vitnið hefði átt erfitt með að hlusta á þessar frásagnir. Brotaþoli hefði átt mjög erfitt andlega eftir að hún flutti heim til vitnisins og það hefði til að mynda komið þannig fram að hún hefði átt erfitt með að vera ein á nóttunni. Brotaþoli hefði leitað sér hjálpar sem hefði gert henni gott en enn þá væri langt í það að hún næði aftur fyrri líðan. Brotaþoli væri með ADHD og líða n hennar hefði verið góð áður en hún kynntist ákærða og hún verið á góðum stað í lífinu á þeim tíma. Þá hefðu meint brot einnig tekið mjög á fjöl skylduna. 5. Vitnið F , faðir brotaþola, greindi meðal annars frá því að borið hefði á van líðan hjá brotaþo la í desember 2016, meðal annars svima og svefntruflunum. Brotaþoli hefði leitað til læknis út af þessu. Þá hefði brotaþoli á meðan hún var í sam bandi við ákærða sagt vitninu að eitthvað væri að. Brotaþoli hefði lýst atviki þar sem ákærði hefði brotið geg n henni kynferðislega þegar hann hefði fjar lægt túrtappa úr henni og haft við hana samræði sofandi. Þá hefðu komið fram frekari lýsingar seinna, í febrúar mánuði 2017 og þar til þau slitu sambúðinni í lok mars sama ár. Brotaþoli hefði greint frá atviki þa r sem ákærði 18 hefði fróað sér yfir hana og tekið það upp í mynd. Hún hefði einnig greint frá atviki þar sem hún hefði vaknað upp við það að ákærði var að reyna að hafa við hana endaþarmsmök. Jafnframt hefði hún sagt frá atviki þegar hún hefði vaknað nærbuxn alaus en síðan fundið þær löðrandi í kókosolíu og kókos olíudós verið á gólfinu. Brota þoli hefði ekki verið alveg viss um hvað hefði gerst. Þá kvaðst vitnið telja að brota þoli hefði greint frá því að ákærði hefði gengist við því að hafa fróað sér á hana. Í ein hverjum samtalanna hefði verið minnst á hand klæði. Aðspurður kvaðst vitnið ekki geta sagt til um það með nákvæmum hætti hvaða upplýsingar hefðu komið fram í einstökum samtölum á þessum tíma. Samskipti þeirra hefðu verið vikuleg og oftast í gegnum s íma. Í einhverjum þessara samtala hefði komið fram að brotaþoli hefði sagt systur sinni og móður frá því sem hefði gerst. Lýsingar á atvikum hefðu einnig komið fram hjá brotaþola í tengslum við flutninga vegna sambandsslitanna en vitnið hefði þá verið á st aðnum. Þessu til viðbótar tók vitnið fram að hann hefði sem faðir brotaþola verið í tíðum sam skiptum við hana frá því að hún og ákærði slitu sambúðinni. Í þeim samskiptum hefði meðal annars verið rætt um það hvað hefði gerst. Brotaþoli hefði átt mjög erfi tt andlega eftir að mál þetta kom upp og það hefði verið mikil breyting frá því sem áður var. Borið hefði á miklu ójafnvægi, hræðslu, kvíða og félagsfælni og sú vanlíðan hefði lítið lagast með tímanum. 6. Vitnið G , vinkona brotaþola, greindi meðal annars frá því að borið hefði á vanlíðan hjá brotaþola eftir að hún hóf samband með ákærða. Þær hefðu verið í síma samskiptum á þessum tíma en brotaþoli átt erfitt með að tjá sig við hana um það hvað amaði að. Brotaþoli hefði hins vegar greint vitninu frá því hvað hefði gerst eftir að hún hætti með ákærða. Það hefði verið fljótlega eftir sambandsslitin. Brotaþoli hefði átt erfitt með að segja frá, hún hefði grátið mikið og langan tíma hefði tekið að fá fram frá sögn af atvikum. Í þeirri frásögn hefði komið fram lýsing á meintu kyn ferðisbroti ákærða þegar hann hefði fjarlægt túrtappa á meðan hún var sofandi og haft við hana sam ræði. Þá hefði brota þoli einnig greint frá því að hún hefði vaknað upp við það að ákærði var að hafa við hana endaþarmsmök. Ákær ði hefði verið með meiningar um að brota þoli hefði verið vak andi en hún spurt hann á móti hvort hún hefði hreyft sig eða verið með augun opin þegar þau atvik áttu sér stað. Svo hefði ekki verið að sögn brota þola. Nánar aðspurð bar vitnið um 19 að brotaþo li hefði lýst þessu fyrir vitninu sem enda þarmsmökum sem hefðu verið byrjuð og hún vaknað upp við það. Þá hefðu við brögð hans verið þau að hann hefði haldið að hún væri vakandi. Einnig hefði brotaþoli sagt frá atviki, dag inn eftir útför ömmu hennar. Þau atvik hefðu verið með þeim hætti að brotaþoli hefði farið í sturtu, klætt sig í hreinar hvítar nærbuxur og farið að sofa. Hún hefði síðan vaknað nær buxnalaus og ákærði hefði legið við hliðina á henni. Brotaþoli hefði farið á fætur, séð kókos olíudós opn a og nærbuxur ákærða við hliðina. Ákærði hefði verið búinn að fróa sér yfir hana. Þessu til viðbótar hefði brota þoli greint frá atviki þegar ákærði hefði fróað sér yfir hana og tekið það upp á myndband. Nánar aðspurt kvaðst vitnið oft hafa verið í samskiptum við brotaþola eftir fyrr - greinda frá sögn. Þær væru nánar vinkonur og samskipti þeirra væru eftir því. Þær hefðu meðal annars átt önnur samtöl um það sem hefði gerst í tengslum við ákærða og það til að mynda borið á góma þegar brotaþola hefði liðið illa. Vitnið kvaðst kann ast við fram - burð sinn hjá lögreglu 11. janúar 2019, meðal annars að hún hefði á þeim tíma lítið getað tjáð sig um það sem brotaþoli hefði sagt um kókosolíu. Vitnið kvaðst hafa tekið eftir mikilli breytingu á líðan brotaþ ola eftir sambandið með ákærða frá því sem var fyrir það. Þær hefðu stuttu fyrir sambandið verið saman í námi og brotaþoli verið lífsglöð og félagslynd. Það hefði allt breyst eftir sam bandið með ákærða. Brotaþoli hefði eftir að því lauk verið með mikinn k víða og það háð henni mikið í daglegu lífi og í samskiptum við aðra. Vitnið kvaðst ekki treysta sér til að segja að líðan brotaþola hefði lagast en hún væri hins vegar ekki sama manneskjan og áður. Brotaþoli væri alltaf mjög vör um sig, hrædd, ætti erfitt með samskipti á samfélags miðlum og fleira í þeim dúr. 7. Vitnið I , vinur brotaþola, bar meðal annars um að hafa verið í sam skiptum við brotaþola þegar hún og ákærði voru að kynnast. Brotaþoli hefði þá sagt vitninu frá tilteknum ummælum sem ákærði hef ði látið falla. Vitnið hefði þá fengið slæma tilfinningu fyrir persónu ákærða. Brotaþoli hefði þegar hún var í sambandi með ákærða hringt í vitnið en ákærði hefði þá verið erlendis. Þetta hefði líklega verið í lok febrúar 2017. Í því símtali hefði brotaþol i greint frá fyrsta meinta brot inu. Hún hefði látið eins og einhver annar hefði lent í því en vitnið hefði síðar í símtalinu komist að því að það varðaði hana sjálfa. Það hefði verið aug ljóst. Brotaþoli hefði viljað leita ráða hjá vitninu 20 sem karlmanni v egna sam skipta hennar við ákærða. Í þeirri frásögn hefði brota þoli greint frá því að ákærði hefði fjarlægt túrtappa úr henni og haft við hana samfarir á meðan hún var sofandi. Brota þoli hefði síðar sama kvöld, eftir símtalið, komið í heim sókn til vitni sins. Í þeirri heim sókn hefði brotaþoli greint vitn inu frá meintum brotum númer tvö og þrjú. Varðandi meint brot númer tvö hefði komið fram að hún hefði fundið opna kókosolíukrukku við hliðina á rúm inu og nærbuxur hennar hefðu verið ná lægt krukkunni. Vitnið minnti að þá hefði brota þoli talað um handklæði sem hefði verið notað til að þurrka sér í og þá hefði brota bandi. Nánar aðspurður kvaðst vitnið ekki minnast þess að brotaþoli hefði talað um leg gön g eða endaþarm í þessu samhengi en það hefði hins vegar komið fram varðandi meint brot númer þrjú. Hún hefði lýst því með þeim hætti að hún hefði vaknað þegar ákærði hefði verið að nauðga henni í endaþarminn. Nánar aðspurður kvaðst vitnið ekki telja að k ókosolía hefði verið nefnd í frásögninni af hinu þriðja meinta broti. Þessu tengt þá bar vitnið um að brotaþoli hefði fundið nær - buxur sínar fyrir aftan rúmið en vitnið kvaðst ekki vera viss um hvort það stæði í sam - hengi við fyrsta eða annað meinta brotið . Vitnið kvaðst einnig hafa frétt af fjórða meina broti ákærða, þ.e. þegar hann hefði fróað sér og tekið það upp í mynd. Vitnið hefði hins vegar frétt af því síðar. Varðandi fyrrgreint samtal vitnisins og brotaþola á heimili vitnis - ins í lok febrúar 2017 þ á kvaðst vitnið hafa ráðlagt brota þola að leita sér aðstoðar hjá fag fólki. Vitnið vék einnig að öðrum samskiptum við brota þola eftir þetta þar sem hún hefði verið með áhyggjur af því að vitnið eða ákærði væri að fylgjast með sér og fleira í þeim dúr. Vitnið bar um það að brotaþoli hefði átt mjög erfitt andlega eftir sambúðina með ákærða. Vitnið og brotaþoli hefðu verið í nánu sambandi frá hausti 2018 fram á vor 2019. Sam skipti þeirra á þeim tíma hefðu litast mjög af vanlíðan brotaþola. Hún hefði meða l annars fengið kvíðaköst á almannafæri og fleira í þeim dúr. Vitnið hefði reynt að færa brota þola úr slíkum aðstæðum en þá hefði meint brot borið á góma. Vitnið hefði hins vegar reynt að ræða þetta ekki nákvæmlega við brotaþola. 8. 21 Vitnið Í , vinur brotaþola, bar meðal annars um að brotaþoli hefði hringt í vitnið og vilja leita ráða hjá honum þar sem hann væri karl maður. Brotaþoli hefði í samtalinu sagt að hún væri að hringja vegna vinkonu sinnar. Í símtalinu hefði brotaþoli spurt hann hvort honum þ ætti eðlilegt að túrtappi hefði verið tekinn úr sofandi kærustu og því verið fylgt eftir með samræði. Vitnið hefði tjáð brota þola að sér þætti það ekki eðlilegt. Vitnið hefði grunað á þessum tíma að þetta snerist um brotaþola sjálfa en ekki vinkonu. Vitni ð hefði ráðlagt brotaþola að leita til læknis og lög reglu eða að segja þetta vinkonu sinni. Vitnið hefði boðið brotaþola í heimsókn til sín tveimur eða þremur dögum eftir sam - talið. Vitnið hefði þá spurt brotaþola hvort það hefði verið hún eða vinkona h ennar sem hefði lent í fyrrgreindu atviki. Brotaþoli hefði þá brotnað niður og viður kennt að það væri hún sjálf. Í samtali þeirra hefði meira komið fram. Brota þoli hefði greint frá atviki þar sem kókosolía hefði komið við sögu. Í því sambandi hefði komið fram að hún hefði vaknað nakin í rúminu og kókosolía verið á nálægu borði. Hún hefði farið úr rúm inu og séð nærbuxur ákærða á gólfinu með kókos olíu. Þá hefði hún séð handklæði við hliðina á sér. Brotaþoli hefði spurt ákærða hvað hefði verið í gangi en e kki fengið svör. Brotaþoli hefði einnig greint frá atviki þar sem ákærði hefði nauðgað henni í enda þarm á meðan hún hefði verið sofandi og hún vaknað upp við það og ákærði þá stokkið upp. Vitnið tók fram að brotaþoli hefði verið í mikilli geðshrær ingu þa rna og verið grátandi þegar hún sagði frá. Vitnið hefði þurft að púsla frásögninni saman til að ná utan um hvað hefði gerst. Þá hefði brota þoli einnig sagt að ákærði hefði viður kennt eitt hvað af þessu. Vitnið kvaðst hins vegar ekki vita hvað það nákvæml ega var sem ákærði hefði viðurkennt að hafa gert henni. Nánar að spurður kvaðst vitnið vita að ákærði hefði viðurkennt atvikið með túrtappann og þá hefði hann einnig talað um atvikið með kókosolíuna við brotaþola. Vitnið tók fram að brotaþoli hefði greint frá því að hún hefði fundið nærbuxur bak við rúm daginn eftir atvikið með kókosolíuna og henni hefði fundist það vera mjög skrýtið. Þessu tengt þá hefði hún talað um það að hafa verið í föt um þegar hún hefði farið að sofa en verið nakin þegar hún hefði va knað. Vitnið kvaðst einnig hafa hlýtt á frásögn brota - þola um að ákærði hefði fróað sér yfir brotaþola og tekið það upp í mynd. Vitnið kannaðist við að hafa verið í frekari samskiptum við brotaþola eftir framan - greinda heimsókn en kvaðst aðspurður telja að heimsóknin hefði verið í lok febrúar 2017. Mest af því sem vitnið hefði greint frá fyrir dómi hefði í grófum dráttum komið fram hjá brotaþola í umræddri heimsókn. Frekari upplýsingar hefðu hins vegar komið fram síðar í samskiptum vitnisins og brotaþola. Vitnið kvaðst hafa verið til staðar fyrir brota þola 22 þegar hún hefði átt erfitt og þau rætt saman. Brotaþoli hefði átt erfitt andlega, hún hefði verið mjög hrædd og ekki verið eins opin og glöð og áður. 9. Vitnið K heimilislæknir greindi meðal annars frá útgáfu tveggja óvinnu - færnivottorða fyrir brotaþola, dags. 26. maí 2017 og 14. júní sama ár. Fyrra vott orðið hefði verið gefið út samkvæmt beiðni móður brotaþola símleiðis en þá hefði komið fram að brotaþoli stæði í erfiðum málum og að hún hefði le itað sér aðstoðar vegna líkams - árásar og nauðgunar. Síðara vottorðið hefði verið gefið út sama dag og vitnið hitti brota - þola. Í því viðtali hefði verið vikið að meintum brotum gegn brotaþola en hún hefði ekki viljað ræða þau í smáatriðum við vitnið. Í við tölum hefði brotaþoli rætt um erfið mál, erfið sambandsslit, að hún svæfi illa, væri með kvíða og henni liði illa og erfiðleikar væru í sambandi við fyrrverandi sambýlismann. Brotaþoli hefði ekki verið í sam skiptum við lækn inn frá því í júlí 2017 fram í mars 2018. Brotaþoli hefði beðið vitnið að skrá lítið hjá sér í smáatriðum um hvað hefði verið sagt í viðtölum og vitnið reynt að fara eftir því. leg athöfnum og myndatöku . Þá kannaðist vitnið við að hafa gefið út vottorð vegna brota - þola, dags. 21. júní 2018. Brotaþoli ætti sögu um ADHD og kvíða þunglyndis einkenni. Um hefði verið að ræða venjuleg kvíðaþunglyndis - og depurðar einkenni, óöruggi, hjartslátt, dofatilfinningu , almenna vanlíðan, ógleði, og lífs leiða. 10. H , hjúkrunarfræðingur og viðurkenndur meðferðaraðili, greindi frá áfallameðferð brotaþola. Hún hefði hitt brotaþola í tólf skipti á tímabili frá 19. júní 2017 til 29. janúar 2018. Brotaþola hefði verið ví sað til hennar frá sálfræðistofu. Vitnið kvaðst einungis vinna með sálræn einkenni. Brotaþoli hefði leitað til hennar eftir að hafa leitað til Stígamóta. Hún hefði tengt vanlíðan sína við tímabil meintra brota ákærða. Brotaþola hefði liðið mjög illa þegar hún leitaði til vitnisins. Hún hefði verið mjög vör um sig og erfitt hefði verið að skilja það sem hún sagði. Brotaþola hefði liðið eins og það væri verið að fylgjast með henni. Hún hefði til að mynda vilja ganga úr skugga um að enginn væri að hlusta á sam tal þeirra fyrir utan dyrnar á viðtalsherberginu. Brotaþoli hefði sýnt mikil kvíða - og óttaviðbrögð. Hún hefði í fyrsta viðtali ekki treyst sér til að fylla út 23 sjálfsmatskvarða á kvíðaviðbrögð sem vitnið hefði ætlað að nota. Brota þoli hefði fyllt út hluta þess lista síðar og skilað til vitnisins í þriðja viðtali og þá hefðu nokkrir kvarðar ekki alltaf tilbúnir til að svara sjálfsmatskvörðum því það gæti aukið á vanlíðan þeirra. Fjögur eða fimm viðtöl hefði þurft til að ná fram sögu brotaþola um hvað hefði gerst en henni hefði þótt erfitt að segja vitninu frá. Í því sambandi hefði brota þoli greint frá því að kynferðismök hefðu verið höfð við hana í svefni, hún hefði va knað við það að eitthvað hefði gerst sem hún vissi ekki af. Hún hefði sofnað með túr tappa inni í sér en vaknað við það að hann var farinn og sæði hefði verið í leggöngum. Brotaþoli hefði upplifað óljóst að verið væri að mynda hana í tengslum við kynferðis legar athafnir. Hún hefði minnst á endaþarmsmök, það er að hún hefði vaknað upp við það að verið var að setja getnaðarlim inn í endaþarminn á henni. Hún hefði greint frá því að hafa vaknað við það að sæði hefði verið á líkamanum en ekki minnst þess að hafa haft samræði í það skipti. Hún hefði meðal annars minnst á handklæði í tengslum við atvik. Þá hefði komið fram að ger andi væri búinn að játa fyrir brotaþola eitthvað af því sem hún hefði greint vitninu frá í viðtölum. Meðferð brotaþola hefði gengið ú halda áfram lífi sínu, kenna henni bjargráð til að takast á við daglegt líf. Brota þoli hefði verið með mikil áfallastreitueinkenni, forðun, verið hrædd og átt erfitt með að treysta fólki. Þá hefði hún ve rið reið og kviðið mjög skýrslutöku. Brotaþola hefði fundist að verið væri að taka af henni myndir og henni hefði fundist erfitt að vera í myndupptöku við skýrslutöku hjá lögreglu. Vitnið hefði reynt að kenna brotaþola aðferðir til að takast á við tilfinni ngalegt uppnám. Vitnið kvaðst allan tímann hafa leið beint brotaþola um að það væri brýnt að hún leitaði til sálfræðings með sér þekkingu á áfalla meðferð til að láta gera sálfræðilegt mat. Brotaþoli hefði verið í viðtölum hjá vitn inu á sex mánaða tímabil i og á því tímabili náð árangri með meiri virkni í lífinu. Brota þola hefði í framhaldi verið vísað til meðferðar hjá J sálfræðingi. Á milli brotaþola og vitnisins hefði myndast traust, erfitt hefði verið að kom ast að hjá sálfræðingi með sér þekkingu í áf allameðferð, þarna hefði komið sumarfrístímabil, og það gæti skýrt þann tíma sem leið þar til brotaþoli hitti sálfræðing. 11. 24 Vitnið L félagsráðgjafi gerði grein fyrir viðtölum brotaþola hjá Stígamótum. Brotaþoli hefði fyrst leitað til Stígamóta 12. maí 2017. Í fyrsta viðtali hefði brotaþoli greint frá sambandsslitum sínum við ákærða og lengd þess sambands. Brotaþoli hefði greint frá því að sig grunaði að ákærði hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi nokkrum sinnum. Brotaþoli hefði greint frá nokkrum atvikum, meðal annars að hún hefði í eitt eða tvö skipti vaknað nakin og að búið væri að klæða hana úr nærbuxum. Þá hefði hún líka sagt frá því að hafa vaknað við kynferðislegar athafnir og ákærði verið að taka það upp í mynd. Brotaþoli hefði eftir fyrsta viðtalið hitt lögreglu konu í Bjarkar hlíð og í framhaldi gefið skýrslu hjá lögreglu. Í viðtali hjá vitninu á árinu 2018 hefði brotaþoli g reint frá því að hana grunaði að ákærði hefði nauðgað henni í endaþarm og að hún væri mögulega með áverka eftir það. Vitnið hefði tekið eftir því að brotaþoli hefði skammast sín fyrir þetta atvik og henni fund ist erfitt að greina frá því. Nánar um þetta þ á hefði komið fram í frásögn brotaþola að hún hefði vaknað og þá hefði ákærði verið að reyna að hafa við hana endaþarmsmök. fyrir slíkum mökum. Vitnið hefði skilið frás ögn brotaþola þannig að hún hefði vaknað við það að ákærði var að reyna að hafa við hana enda þarms mök. Aðspurð kvaðst vitnið ekki treysta sér til að lýsa þessari frásögn brotaþola með nákvæmari hætti. Þá kvaðst vitnið muna eftir frásögn brotaþola í viðta li þar sem rætt hefði verið um ummerki í rúmi sem ekki hefðu verið þar þegar brotaþoli hefði farið að sofa. Einnig hefði verið rætt um að ákærði hefði játað einhver brot. Brotaþoli hefði komið í fleiri viðtöl á árinu 2018 og hún væri enn í viðtölum hjá v itn inu. Um væri að ræða einstaklingsmiðaða meðferð þar sem unnið væri með afleið - ingar meintra kynferðisbrota og þau áhrif sem þau hefðu haft á líf brotaþola. Brotaþoli hefði sagt að meint brot hefðu haft mikil áhrif á líf hennar. Í meðferðinni hefði v erið tal að mikið um daglegt líf brotaþola og reynt hefði verið að styrkja hana út frá því. Brota þoli hefði viljað vera í viðtölum hjá vitninu samhliða með ferð hjá sálfræðingi sem tengdist ekki starfsemi Stígamóta. Ekki væri um að ræða sam þætta meðfer ð. Brotaþoli hefði í fyrstu sýnt mikil áfallastreitueinkenni. Í því sambandi hefði hún átt erfitt með að koma fyrst til Stígamóta. Hún hefði átt erfitt með að borða og grennst mjög mikið. Þá hefði hún verið með svefn truflanir, átt erfitt með að treysta fó lki og sýnt mikla vanlíðan. Ástand brotaþola hefði breyst til batnaðar eftir því sem leið á meðferðina og hún farið að taka betri þátt í daglegu lífi. Málið hefði haft mikil áhrif á brotaþola og það tekið langan tíma 25 otaþola væri hversu erfitt hún ætti með að treysta öðrum og það hefði hamlandi áhrif á líf hennar. Í meðferð hjá vitninu hefði ekki verið gert mat á áfalla streituröskun eða öðrum afleiðingum. Meðferðin hefði verið samtals - meðferð. 12. Vitnið J sálfræði ngur greindi frá því að brotaþoli hefði verið í meðferð hjá vitninu frá júlí 2018 til október 2019 sem væri ólokið. Brotaþoli hefði leitað til vitnisins vegna meints kynferðisbrots af hálfu fyrrverandi kærasta. Brotaþola hefði liðið mjög illa á þeim tíma. Í viðtölum hefði brotaþoli greint frá því að meintur gerandi hefði ítrekað beitt hana kynferðisofbeldi þegar hún hefði verið sofandi. Í því samhengi hefði meðal annars verið talað um nauðgun í leggöng og endaþarm og þetta hefðu verið að greind skipti. Eitt tilvik hefði verið í febrúar 2017, um svipað leyti og amma brotaþola var jörðuð. Annað tilvik hefði verið um viku síðar þar sem brota þoli hefði talað um að hafa vaknað upp við það að gerandi hefði verið að reyna að nauðga henni í endaþarm. Brotaþoli hefði greint frá miklum áfallastreitueinkennum, ofurárvekni, stöðugt verið á varðbergi, óttast að rekast á meintan geranda, verið mjög hvekkt, átt erfitt með traust og kvíði hefði verið áberandi í viðtölum. Á meðferðartíma hefði brotaþoli verið mjög kvíðin , haft miklar áhyggjur af málinu innan réttarvörslukerfisins og þá hefði það reynt mjög á hana hversu langan tíma það hefði tekið. Útgangspunktur meðferðar hefði verið oli þyrfti á frekari meðferð að halda. Hún hefði sýnt einhvern bata og verið á tímabili aðeins rólegri og verið tilbúin að gefa frá sér erfiðar hugsanir um meint brot. Einnig hefðu verið verri tímabil þar sem hún hefði verið heltekin af því sem hefði gerst og hún sýnt mikinn ótta og streitu. Brotaþoli hefði ekki farið í gegnum form legt greiningarmat á áfallastreitu en það hefði verið vegna þess að ekki hefði gefist nægur tími til þess. Vitnið hefði tekið - ún hefði verið undir mikilli streitu á þeim tíma, einbeiting verið slök og kvíði og vanlíðan hennar verið þess eðlis á þeim tíma að hún hefði ekki náð nægilegri einbeitingu. Þá hefði komið fram hjá brotaþola að hún væri greind með ADHD. Viðtalið hefði því ekki verið mark tækt. Þá greindi vitnið frá því, aðspurð, að brotaþoli hefði greint frá því í viðtali að hafa áður fundið fyrir kvíða og þunglyndi í æsku. 26 13. Vitnið R , móðir ákærða, bar meðal annars um að hafa verið í sam skiptum við ákærða stuttu efti r að hann og brotaþoli hættu saman. Ákærði hefði sagt henni frá því að hann hefði brotið kynferðislega gegn brotaþola. Samtal þeirra hefði átt sér stað um viku eða tveimur vikum eftir sextugsafmæli hennar, 22. apríl 2017. Í frásögn ákærða hefði komið fram að hann hefði brotið kynferðislega gegn brotaþola í tvö að greind skipti. Annars vegar að hann hefði haft kynferðismök við hana sof andi og hins vegar að hann hefði fróað sér yfir hana og tekið það upp í mynd en eytt upptöku stuttu síðar. Vitnið kvaðst ekk i geta lýst frásögn ákærða með meiri nákvæmni. Engar aðrar frá sagnir um önnur meint brot hans hefðu komið fram, hvorki í þessu samtali né síðar. Hún kvaðst telja alveg víst að ákærði hefði greint henni frá slíku hefði eitthvað slíkt átt sér stað. Þau bro t ákærða sem hann hefði greint henni frá hefðu að hennar áliti verið ósvífin og and styggileg. Ákærði hefði tekið það mjög nærri sér sem hefði gerst og reynt að axla ábyrgð og gert allt til að ná tökum á lífi sínu aftur. Hann hefði reynt að taka á sínum má lum, fara í áfengismeðferð og leita til sálfræðings. 14. Vitnið E , vinur ákærða, bar meðal annars um að vera vinur ákærða. Þeir hefðu búið saman eftir að ákærði og brotaþoli slitu sambúð í framhaldi af áfengis meðferð ákærða. Ákærði hefði á þeim tíma s agt vitninu frá því að hann hefði brotið tvisvar kynferðislega gegn brotaþola. Annars vegar að hann hefði haft við hana sam ræði þar sem hún var sofandi og hins vegar að hann hefði fróað sér yfir hana og tekið það upp í mynd. Þá hefði einnig komið fram að ákærði hefði eytt mynd upptökunni. Vitnið kvaðst hafa heyrt af því síðar frá ákærða að honum hefðu verið gefin að sök fleiri meint brot gegn brotaþola. Þær upplýsingar hefðu borist vitninu frá ákærða í tengsl um við rannsókn málsins hjá lögreglu. Vitnið k vaðst muna eftir samtali eða gríni hjá ákærða um að brotaþoli svæfi svo fast að það væri hægt að nauðga henni. Vitnið kvaðst ekki muna í hvaða samhengi þetta hefði verið sagt en áfengi hefði verið haft um hönd þegar það hefði átt sér stað. Vitnið hefði tek ið þessu sem gríni. Brotaþoli hefði verið við stödd og tekið þessu með sama hætti. Um mælin hefðu ekki verið tekin alvarlega. Ákærði hefði leitað sér hjálpar eftir að rann - sókn máls ins hófst hjá lögreglu, meðal annars með því að leita til sálfræðings og f ara í áfengis meðferð. 27 15. Vitnið C , vinur ákærða, bar meðal annars um að hafa verið búsettur erlendis á þeim tíma þegar meint brot ákærða voru framin. Vitnið hefði hitt brotaþola í eitt eða tvö skipti á meðan hún og ákærði voru saman. Í apríl 2017 hef ði ákærði sagt vitninu frá því að hafa í tvö aðgreind skipti brotið kynferðislega gegn brota þola. Annars vegar með því að hafa nauðgað henni og hins vegar með því að hafa fróað sér yfir hana og tekið það upp í mynd. Ákærði og vitnið hefðu þá verið heima h já hinum síðarnefnda og báðir verið undir áhrifum áfengis. Ákærði hefði brotnað niður og verið miður sín. Hann hefði virst sjá mikið eftir því að hafa brotið gegn brotaþola og farið yfir eigin siðferðismörk. Ákærði hefði hágrátið þegar þetta samtal átti sé r stað og það hefði verið mjög óvenjulegt í fari ákærða. Ákærði hefði ekki lýst meint um brotum í smá atriðum og vitnið ekki viljað fara ofan í saumana á því. Vitnið hefði síðar frétt frá ákærða að hann væri borinn sökum um fleiri meint brot gegn brotaþola . Ákærði hefði eftir þetta verið að vinna í sínum málum, gengist undir áfengis meðferð, hætt neyslu áfengis og vímu efna, leitað til sálfræðings, tekið þátt í stofnun samtaka fyrir ungt listafólk og fleira í þeim dúr. 16. Vitnið T , vinur ákærða, bar m eðal annars um að hafa verið í sam skiptum við ákærða og brotaþola á þeim tíma þegar þau voru sambýlisfólk. Vitnið hefði stuttu áður en þau hættu saman verið með þeim heima hjá bróður brota þola og þá hefðu þau verið að rífast. Ákærði hefði stuttu eftir að þau hættu saman greint vitninu frá því að hafa brotið kynferðislega gegn brotaþola. Í því samhengi hefði ákærði talað um það að hafa fróað sér svo sæði fór í andlit brotaþola. Einnig hefði komið fram hjá ákærða að hann hefði nauðgað brotaþola þegar hún va r sofandi. Um hefði verið að ræða tvö aðgreind skipti miðað við það sem fram hefði komið hjá ákærða. Vitnið kvaðst ekki geta lýst þessu nánar þar sem langur tími væri liðinn frá umræddu samtali og þá hefðu þeir ekki mikið rætt þetta síðar. 17. Vitnið R , vinur ákærða, bar meðal annars um að hafa verið í sam skiptum við ákærða og brotaþola á þeim tíma þegar þau voru í sambúð. Samband þeirra hefði almennt virst vera gott en þó hefði verið skrýtin togstreita á milli þeirra. Áfengis - og kannabisneysla hefði verið í vinahópnum á þessum tíma. Ákærði hefði sagt vitninu frá því að hann hefði 28 brotið kyn ferðislega gegn brotaþola. Það hefði verið nokkru eftir að ákærði og brotaþoli hættu að vera saman og eftir að ákærði hefði lokið vímu efnameðferð á Vogi. Í frásög n ákærða hefði komið fram að hann hefði fróað sér framan í brotaþola á meðan hún var sofandi. Þá hefði einnig komið fram í frásögninni að hann hefði einhvern tímann reynt að hafa við hana kynferðismök á meðan hún var sof andi. Ákærði hefði ekki greint frá fleiri atvik um. Nánar aðspurður um hið síðarnefnda kvaðst vitnið ekki geta lýst frásögn ákærða með ná kvæmari hætti eða hvort brotaþoli hefði vaknað þegar ákærði reyndi að hafa við hana kyn ferðismök. Vitnið kvaðst ekki muna þetta vel vegna þess tíma sem væri liðinn frá því sam talið hefði átt sér stað. Vitnið bar einnig um að ákærði hefði, eftir að hann var ákærður, greint vitninu frá því að fleiri meint brot gagnvart brotaþola sem hann væri sakaður um hefðu bæst við en að þær sakar giftir ættu ekki við r ök að styðjast. Ákærði hefði hins vegar ekki verið búinn að nefna slíkt við vitnið í samskiptum þeirra eftir að ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu við rann sókn málsins. Vitnið tók fram að málið og langur tími á málsmeðferð hefði reynt mikið á ákærða and leg a en hann hefði reynt að vinna í sínum málum með því að fara í vímu efna meðferð og leita til sálfræðings. 18. Vitnið U sálfræðingur greindi frá því að ákærði hefði verið skjólstæðingur hans í tengslum við meðferð á tímabili frá 2. maí 2017 og fram í júní 2018. Um hefði verið að ræða sautján viðtöl. Vitnið tók fram að hann hefði verið óvinnu fær síðan í febrúar 2019 og ákæ rði hefði því ekki átt þess kost að vera áfram í fyrrgreindri meðferð frá þeim tíma. Nánar tiltekið hefði verið um að ræða úrræði fyrir ger endur sem væru ofbeldismenn í nánum samböndum til að losna undan ofbeldishegðun. Ákærði hefði hringt inn og óskað ef tir tíma. Ákærði hefði uppfyllt skilyrði til að hefja meðferð en forsenda fyrir því væri að menn kæmu af fúsum og frjálsum vilja og gengjust við brotum sínum. Hann hefði greint frá því að hafa brotið gegn fyrrverandi kærustu sinni og hann hefði viljað bæta líðan sína. Ákærði hefði verið mjög kvíðinn og honum liðið mjög illa. Hann hefði sýnt áfallaeinkenni. Í meðferð hefði verið reynt að bæta líðan ákærða og hjálpa hon um með kvíða. Biðin eftir framhaldi málsins innan réttarvörslu kerfisins hefði verið mjög erfið fyrir ákærða og reynt mikið á hann. Í viðtölum hefði ekki verið rætt mikið um brotin sjálf en eitthvað hefði komið fram um myndupptöku og kyn ferðismök þegar kærasta hans var sofandi. Ákærði hefði ekki greint frá fleiri tilvikum. Ákærði hefði náð ják væðum árangri 29 með viðtölum hjá vitninu en sveiflur verið í líðan hans á meðferðar tíma. Þá hefði áfengis - og vímuefnameðferð einnig hjálpað ákærða. D. Niðurstöður: 1. Varðandi I. og IV. ákærulið: Ákærði hefur skýlaust játað alla þá háttsemi sem honum e r gefin að sök samkvæmt I. og IV. ákærulið og er játningin studd sakargögnum. Samkvæmt því sem að framan greinir verður ákærði sakfelldur fyrir háttsemi samkvæmt I. og IV. ákærulið og eru þau brot rétt færð til refsiákvæða samkvæmt ákæru . 2. Varðandi II. ákærulið: Ákærði neitar sök. Sam kvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 hvílir á ákæruvaldinu sönn - unar byrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag. Í málum af þessum toga þarf aðgreint og sjálfstætt sönnunarmat að jafnaði að fara fram um hvert og eitt meint brot og verður sakfelling fyrir eitt ekki notuð til sönnunar um sök í öðru, þótt hún kunni að geta gefið ákveðna vísbendingu um hvatir ákærða. Að þessu virtu hefur takmarkaða þýðingu fyrir sönnunarmatið þótt ákærði hafi játað og verið sakfelldu r fyrir önnur svipuð brot sam kvæmt I. og IV. ákærulið, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar nr. 359/2002, 658/2007 og 316/2013. Þá þarf rökstuðningur dómsins meðal annars að taka mið af framan greindu, sbr. dóm Hæstaréttar nr. 488/2014. Í aðalatriðum k annast ákærði ekki við þá háttsemi sem greinir í II. ákærulið og hann telur útilokað að þau atvik hafi átt sér stað. Hann telur að nærbuxur sem brotaþoli fann nokkrum dögum eftir að hann braut gegn henni samkvæmt I. ákærulið geti tengst þeim atvik um. Þá telur hann að framburður brotaþola um að hann hafi gengist við því að hafa klætt hana úr nær buxunum og fróað sér yfir hana aðfaranótt sunnudagsins 5. febrúar 2017, á meðan hún var sofandi, sé ekki á rökum reistur. Hann hafi ekki gengist við slíku í samsk iptum við brotaþola. Þá hafi hann aðeins fróað sér yfir hana gegn hennar vilja í það skipti sem greinir í IV. ákærulið. 30 Fyrir dómi lýsti brotaþoli þessu hins vegar í aðalatriðum með þeim hætti að hún hefði að kvöldi laugardagsins 4. febrúar 2017 farið í sturtu og síðan farið í hvítar nær - buxur og farið að sofa. Hún hafi næst vaknað að morgni sunnudagsins og þá verið nær - buxna laus. Hand klæði hafi legið að hluta til yfir líkama hennar og hún hafi stuttu síðar fundið þornað sæði á líkama sín um. Sæðið hafi legið yfir klof og yfir hægri hlið eða mjöðm. Hún hafi einnig séð opna kókosolíukrukku á gólfinu og nærbuxur ákærða þar hjá löðrandi í kókosolíu. Hún hafi í kjöl farið gengið á ákærða og leitað skýr inga og hann hafi í greint skipti gengist við því að haf a fróað sér yfir hana og þurrkað sæðið af henni með fyrrgreindu handklæði. Síðar í þessari sömu viku, mánudaginn 6. febrúar 2017, hafi hún fundið nærbuxurnar á gólfinu bak við rúmið í her berginu og þá kann ast við að það væru nærbuxurnar sem hún fór að s ofa í að kvöldi 4. febrúar. Nær bux urnar hafi verið ang andi af kókosolíulykt og þá hafi hún sama dag aftur leitað skýr inga hjá honum og hann þá gengist við því að hafa notað kókos olíuna umrædda nótt þegar hann fróaði sér yfir hana. Brotaþoli kv aðst vera fullviss um að umræddar nærbuxur hefðu ekki verið þær nær buxur sem hún svaf í nóttina á undan, sbr. atvik samkvæmt I. ákærulið, en þá nótt hafi hún verið í svörtum nærbuxum. Samkvæmt framangreindu eru ákærði og brotaþoli ein til frásagnar um f ramangreind samskipti, þar með talið að ákærði hafi játað fyrir henni að hafa klætt hana úr nærbuxum í fyrrgreint skipti og fróað sér yfir hana. Stendur þar orð gegn orði. Vitneskja brotaþola um fyrrgreinda háttsemi ákærða sam kvæmt þessum ákærulið er samk væmt því sem fram hefur komið einvörðungu reist á ætluðum sam tölum hennar og ákærða innan veggja heimilis ins þar sem aðrir voru ekki viðstaddir. Þessu til viðbótar eru fyrr greind meint atvik sam kvæmt framburði hennar um nær buxur og opna kókosolíu kruk ku á gólfi, auk hand klæðis og þornaðs sæðis á líkama og fleira í þeim dúr, þar sem hún er ein til frá - sagnar. Ákæruvaldið styður kröfu sína um sakfellingu þeim rökum að framburður brotaþola sé trúverðugur en fram burður ákærða sé ótrú verð ugur. Að mati dómsins hefur fram - burður ákærða í megin atriðum verið stöð ugur, ná kvæmur og einlægur um öll atvik. Þá sam rýmist framburður hans skýrslu hans hjá lög reglu. Ákærði hefur rakið ítar lega sam - skiptin við brotaþola frá því að atvik sam kvæmt I. ákæru lið áttu sér stað að faranótt laugar dagsins 4. febrúar 2017, eins og þau horfa við hon um, og önnur sam skipti eftir á. Hið sama á við í megin atriðum um framburð brota þola. Framburður hennar hefur í öllum megin atriðum verið stöðugur, nákvæmur og ein lægur. Fram burður hennar fyrir dómi 31 sam rýmist í mörg um atriðum skýrslu hennar hjá lög reglu en ljóst er af mynd - og hljóð - upptöku af þeirri skýrslutöku að brota þoli átti erfitt þegar hún gaf skýrslu hjá lögreglu og var ekki í góðu and legu j afnvægi. Verður að taka tillit til þessa við mat á gildi lögreglu - skýrslunnar og þegar hún er borin saman við skýrslu brotaþola fyrir dómi. Að framan - greindu virtu er það mat dómsins að framburður þeirra beggja fyrir dómi hafi verið greinar góður og t rú verðugur. Fyrir dóminn hefur verið leiddur fjöldi vitna sem ýmist tengjast ákærða eða brota - þola vina - eða fjöl skyldu böndum eða hafa komið að sérfræðilegri meðferð eða aðstoð við brotaþola eða ákærða. Framburður þessara vitna, að því leyti sem þau ha fa borið um meint brot ákærða sam kvæmt II. ákærulið, eða þar sem þau hafa borið um samskipti við ákærða þar sem meint brot samkvæmt þeim ákærulið hefur ekki borið á góma, er ein - vörð ungu byggður á frá sögnum ákærða eða brota þola um hvað hafi gerst eða e kki gerst. Framburður vitna af þess um toga hefur takmarkað vægi við sönnunarmatið og getur ekki ráðið úr slitum í málinu nema meira komi til. Þá ber einnig að líta til þess að tvö framan - greindra vitna, I Í , vinir brotaþola, sem báru meðal annars um samsk ipti og frásögn brotaþola af meint um brotum ákærða, stuttu eftir ætlaða tímasetningu þeirra, gáfu ekki skýrslu við rannsókn máls ins hjá lögreglu. Þá var það fyrst við framhald á aðal meðferð málsins 19. febrúar sl., níu dögum eftir að ákærði og brotaþo li gáfu skýrslu, sem ákæru - valdið leiddi þau vitni fyrir dóm sam kvæmt beiðni sem barst daginn fyrir þinghaldið. Að mati dóms ins er óvar legt að byggja á skýrslum þessara vitna fyrir dómi við sakarmatið þegar svona háttar til um skýrslugjöfina. Af gögn um og framburði vitna bendir allt til þess að brotaþoli hafi átt erfitt and lega eftir meint brot. Kom þetta skýrt fram í skýrslu brotaþola fyrir dómi. Hið sama á við um vitnaskýrslu móður, föður og systur brotaþola fyrir dómi. Samrýmist þetta einnig fram - burði vitnisins J sálfræðings, H hjúkr unar fræðings, L félagsráðgjafa, og K heimilislæknis. Af framburði þessara vitna er ljóst að van líðan brota þola hefur verið mikil og hún virðist skýrast af því sem á undan er gengið vegna sam skipta hennar við ákærða, þar með talið vegna brota samkvæmt I. og IV. ákærulið sem ákærði hefur verið sak felldur fyrir. Framburður af þessum toga getur hins vegar ekki ráðið úrslit um í mál inu varð andi sönnunarmatið nema meira komi til. Þá liggur ekki fyrir formlegt grein ingarmat á van líðan brota þola og veikir það málatilbúnað ákæruvaldsins að þessu leyti. 32 Meðal málsgagna eru nokkrar hljóðupptökur af símtölum brotaþola og ákærða áður en máli var vísað til lögreglu. Brotaþoli afhenti lögreglu upptökurnar við rannsókn máls - ins. Af efni upptakanna verður ekki ráðið að þær hafi sérstaka þýðingu við sakar matið varð andi II. ákærulið. Þá bera hljóðupptökurnar ekki með sér að ákærði hafi gert sér grein fyrir því að hann væri í upptöku fyrr en undir lok þess tím abils þegar þær áttu sér stað. Um ræddar hljóðritanir voru því ekki í nægjanlegu sam ræmi við 48. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti og hafa því afar takmarkað gildi fyrir úrlausn málsins. Að öllu framangreindu virtu og þar sem annarra gagna nýtur ekki við verður ekki talið, gegn eindreginni neitun ákærða, að sannað sé svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í II. ákæru lið greinir og verður hann sýknaður af þessum l ið ákærunnar. 3. Varðandi III. ákærulið: Ákærði neitar sök. Um sönnunarbyrði ákæruvaldsins og aðgreint og sjálfstætt sönn - unar mat dóms ins vegna hvers meints brots ákærða vísast til þess sem áður greinir varð - andi II. ákæru lið. Ákærði hefur í aðalatriðum lýst atvikum fyrir dómi með þeim hætti að hann hafi lagst til hvílu við hlið brotaþola. Ákærði hafi verið nakinn en óljóst hafi verið í hans huga hvort hið sama hafi átt við um brotaþola eða hvort hún hafi verið í einhverri flík. Þau hafi hvork i verið að tala saman eða verið með snertingar hvort við annað. Um tíu til fimmtán mínútum síðar hafi hann farið að hreyfa sig þétt upp við hana til að athuga hvort eitthvað kynferðislegt væri að fara að ger ast á milli þeirra, hann hefði ekki vitað hvar g etnaðar - limurinn var eða hvar hann snerti brota þola. Hann hefði ekki verið að reyna að setja getn aðar liminn inn í hana og það verið óviljaverk að limurinn snerti rassinn á henni. Þá hefði hann staðið í þeirri trú að hún væri vakandi en henni hefði br ugðið við og sagt honum að hún hefði verið sofandi. Þeim hefði því bæði verið brugðið og uppistand orðið hjá þeim. Fram burður ákærða fyrir dómi var í flestum aðal atriðum í samræmi við fram - burð hans hjá lögreglu að því frátöldu að við skýrslutöku 24. maí 2017 greindi ákærði meðal annars frá því að hann hefði verið að reyna að setja getnaðarliminn inn í leggöngin eftir að þau lögðust upp í rúm og hann hefði haldið að h ún væri vakandi. 33 Framburður brotaþola hefur verið mjög skýr um þessi meintu atvik. Hún hefur bæði hjá lögreglu og fyrir dómi í aðalatriðum greint frá því að hafa vaknað upp við það, eftir nokkurra klukkustunda svefn, að ákærði hefði verið búinn að taka niður um hana buxurnar og verið að reyna að hafa við hana endaþarms mök. Þá hefði hún gengið til náða á undan ákærða í greint skipti en hann hefði vakað og verið að spila tölvuleik. Það helsta sem hefur breyst í framburði hennar var tímasetning þessa meint a brots. Fyrir dómi var hún alveg viss um að það hefði átt sér stað aðfaranótt fimmtudagsins 9. febrúar 2017 en hjá lögreglu bar hún um að það hefði átt sér einhvern tímann í vikunni 5. 11. sama mán - aðar. Þá setti hún þessi atvik í samhengi við samtal sem þau hefðu átt á miðvikudags - kvöldinu og fram yfir miðnætti þar sem þau hefðu rætt hin fyrri brot. Brotaþoli skýrði framan greinda breytingu með vísan til andlegs ójafnvægis við skýrslutökuna, eins og áður greinir. Þá lýsti hún því að þau hefðu rifist í kjö lfarið og hann endurtekið borið því við að hún hefði verið vakandi en ekki sofandi þegar hann hefði átt við hana. Um er að ræða atvik milli þáverandi sambúðarfólks á heimili þeirra þar sem aðrir voru ekki viðstaddir. Eru þau ein til frásagnar um framangre ind samskipti. Stendur þar orð gegn orði um það hvað raunverulega gerðist. Ákæruvaldið styður kröfu sína um sak - fell ingu sömu rökum og varðandi II. ákærulið, nánar tiltekið að framburður brotaþola sé trúverðugur en fram burður ákærða sé ótrú verð ugur. Í þeim efnum vísar ákæruvaldið einkum til fyrrgreinds misræmis í fram burði ákærða, auk þess sem vitni sem brotaþoli var í samskiptum við hafi með einum eða öðrum hætti borið um að hún hafi vaknað við enda þarmsmök, ýmist að ákærði hafi reynt mök eða þau v erið byrjuð. Að mati dómsins hefur framburður brotaþola verið mjög skýr og einlægur um þessi meintu atvik og afgerandi eins og áður greinir. Að nokkru leyti má fallast á það með ákæru valdinu að fram burður ákærða hafi ekki verið alveg skýr eða stöðugur fyrir dómi miðað við fyrri fram burð hjá lögreglu varðandi fyrrgreind atriði, það hvort hann hafi verið að reyna að stinga getn aðarlim inn í brotaþola eða ekki og hvort hún hafi verið dott andi eða að sofna eða verið vakandi. Að mati dómsins er engu að s íður óvarlegt að hengja sig á einstök orð eða orðasambönd í skýrslunni hvað þetta varðar. Þegar skýrsla ákærða hjá lögreglu er virt heildstætt varðandi framangreind atriði bendir allt til þess að ákærði hafi í raun verið að lýsa því sama og hann bar um fyr ir dómi, þ.e. að hann hafi haldið að hún væri vak andi og hann hafi verið að kanna hvort hún væri tilbúin að hafa 34 við hann kynferðis mök. Að mati dómsins er framburður ákærða því einnig skýr og ein - lægur og nægjanlega stöðugur. Að framan greindu virtu e r það því mat dómsins að fram - burður þeirra beggja fyrir dómi hafi verið greinar góður og trú verðugur. Hvað varðar framburð ættingja og vina brota þola og annarra vitna um frásögn brota - þola af meintu broti og andlega vanlíðan vísast til þess s em áður greinir varðandi II. ákæru lið en hið sama á við um III. ákærulið. Sá framburður getur ekki ráðið úrslitum í mál inu nema meira komi til. Þá verður ekki ráðið af efni fyrr greindra hljóðupptaka að þær hafi sér staka þýðingu varð andi III. ákæru li ð, sbr. og fyrrgreindan ann marka á lög - mæti og gildi þeirra upptaka. Það sem ákærða og brotaþola ber hins vegar saman um varðandi umrædd atvik er að það varð einhvers konar geðshræring eða uppnám á milli þeirra tveggja eftir það sem gerðist en að mati dó msins styður það ekki síður framburð ákærða um það að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að brotaþoli væri sofnuð þegar umrædd atvik áttu sér stað. Er því uppi skynsamlegur vafi um það hvort ásetningur hans hafi staðið til að brjóta gegn brota þola ei ns og greinir í ákæru. Að öllu framangreindu virtu og þar sem annarra gagna nýtur ekki við verður ekki talið, gegn eindreginni neitun ákærða, að sannað sé svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008, að ákærði hafi gerst s ekur um þá háttsemi sem í III. ákæru lið greinir og verður hann sýknaður af þessum lið ákærunnar. 4. Varðandi refsingu: Um ákvörðun refsingar fer samkvæmt 1. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga. Um var að ræða alvarleg brot sem beindust gegn mikilvæ gum verndarhagsmunum brotaþola, sem var sambýli skona ákærða, og í aðstæðum þar sem hún átti að vera örugg. Var því um að ræða mikinn trúnaðarbrest. Horfir þetta til refsiþyngingar, sbr. 1. og 3. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegn ingarlaga. Samkvæmt fra m burði brotaþola sjálfrar og vitnanna B , D , F og G , sem og fram burði vitnanna J sálfræðings, H hjúkrunarfræðings og L félags ráðgjafa bendir allt til þess að brotaþoli hafi orðið fyrir talsverðu and legu tjóni sem ekki sér fyrir endann á. Horfir þetta t il refsi þyng ingar, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 70. gr. 35 almennra hegningar laga. Brot ákærða voru endurtekin og bendir það til hás ásetnings - stigs, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 70. gr. sömu laga. Hið sama á við um þá háttsemi ákærða að fjar lægja túr tappa úr leggön gum hennar við framningu brots samkvæmt I. ákærulið. Þá var broti ákærða sam kvæmt 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, sbr. I. ákærulið, beint að brotaþola sem var sambýliskona ákærða og þar með nákomin ákærða í skilningi laga. Þau tengsl þykja, eins og mál þetta er vaxið, hafa aukið á grófleika verknaðar ins og horfir það til refsi þyngingar, sbr. 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Hið sama á við um brot ákærða gegn 209. gr. sömu laga, sbr. IV. ákærulið. Sam kvæmt sakavottorði, dags. 21. ágúst 2019, hefur ákærði ekki áður gerst brotlegur við refsilög og horfir það til málsbóta, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningar - laga. Einnig horfir til málsbóta að ákærði hefur ský laust frá upphafi játað sök hjá lögreglu og fyrir dómi varðandi bro t sam kvæmt I. og IV. ákærulið, samþykkt hluta bótakröfu varð andi útgjöld brotaþola og viður kennt bóta skyldu varðandi miska, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Einnig horfir til máls bóta að ákærði hefur reynt að bæta sig eftir að br ot voru framin og meðal annars leitað sér sérfræðilegrar hjálpar í meðferðar - úrræði fyrir gerendur í ofbeldismálum, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningar - laga. Verulegar tafir hafa orðið á meðferð málsins sem eru ákærða óviðkom andi og verður l itið til þess við ákvörðun refsingar. Að öllu framangreindu virtu verður refsing ákærða ákveðin fang elsi í tvö ár og sex mánuði en fresta skal fullnustu 27 mánaða þar af og sá hluti refsingarinnar falla niður að liðnum tveimur árum frá deginum í dag að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningar laga nr. 19/1940. 5. Varðandi einkaréttakröfu: Brotaþoli hækkaði einkaréttar kröfu á hendur ákærða sem nemur 222.800 krónum, auk vaxta og dráttarvaxta, við framhald aðalmeðferðar málsins 19. febrúar sl. Ákærði mót mælti hækkuninni og vísaði til þess að hún væri of seint fram komin. Réttar gæslu - maður brotaþola skýrði hækkunina og lagði fram gögn henni til stuðnings. Um er að ræða hækkun vegna út lagðs kostn aðar brotaþola í tengslum við sálfræ ði meðferð á árinu 2018 og 2019 sem kom til eftir að upphaflegri einka réttar kröfu var komið á framfæri við lög - reglu en fyrir útgáfu ákæru. Samkvæmt framangreindu hefur ákærði mót mælt hækkun 36 kröfunnar umfram það sem greinir í einkaréttarkröfu sem tekin er upp í ákæru. Fram - halds ákæra hefur ekki verið gefin út enda kom hækkun kröfunnar fyrst fram stuttu áður en málið var dómtekið og þó nokkru eftir að almenn tímamörk fyrir útgáfu framhalds - ákæru voru liðin, sbr. 1. mgr. 153. gr. og 1. mgr. 173. gr. laga nr. 88/2008. Almennur áskiln aður brotaþola í greinargerð með einkaréttarkröfu um hækkun kröfunnar á síðari stig um hefur því ekki þýðingu þegar svona stendur á. Að þessu virtu og með vísan til 1. mgr., sbr. 2. mgr., 180. gr., sbr. 5. mgr. 39. gr., la ga nr. 88/2008, sbr. og 2. og 3. málsl. 1. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, verður framangreindri fjárhæð sem nemur viðbót við einkaréttarkröfu brotaþola, auk vaxta og dráttar vaxta, vísað frá dómi. Ákærði hefur samþykkt greiðslu á út lögðum kostnaði brotaþola samkvæmt upp haf - legri bótakröfu, 195.000 krónum, auk vaxta, og er krafan studd gögnum. Að þessu virtu verður ákærða gert að greiða brotaþola framangreinda fjárhæð. Miska bótakrafa brotaþola er sett fram í einu lagi og án sundur liðunar. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot samkvæmt I. og IV. ákærulið og viðurkennt bótaskyldu vegna þeirra brota. Að þessu virtu verður hann því dæmdur til að greiða brotaþola miskabætur samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaða bóta laga nr. 50/1993, sbr. síðari breytingar. Tjón brota þola er talsvert og er það stutt fram burði vitna, eins og áður greinir. Að þessu virtu og með vísan til framan greindra sjónar miða sem hafa verið rakin um ákvörðun refs ingar, auk dómvenju, þykir fjár hæð miska bóta hæ fi lega ákveðin 1.800.000 krónur. Að öllu framangreindu virtu verður ákærða gert að greiða brotaþola skaða - og miska bætur, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum, eins og nánar greinir í dómsorði. Upp hafs - tími dráttarvaxta miðast við 26. ágúst 2018 en þá var liðinn mánuður frá því að svar barst til lögreglu með tölvuskeyti frá verjanda ákærða um afstöðu til bótakröfu. 6. Varðandi sakarkostnað o.fl.: Með hliðsjón af framangreindum málsúrslitum og með vísan til 1. mgr. 235. gr., sbr. 233. gr., laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar. Til þess kostn - aðar teljast málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Arnars Kormáks Friðrikssonar lög - manns, vegna vinnu á rannsóknar stigi og fyrir dómi, sem ráðast af tímaskýrslu, 2.012.210 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Til sakarkostnaðar telst einnig þóknun skipaðs 37 réttar gæslu manns brotaþola, Jónasar Arnar Jónassonar lögmanns, vegna vinnu við dóms - meðferð málsins, sem ræðst af tíma skýrslu, 1.046.622 krónur að meðtöldum virðis auka - skatt i. Einnig telst til sakarkostnaðar þóknun áður skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, vegna vinnu við dómsmeðferð málsins, sem ræðst af tímaskýrslu, 284.580 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Þessu til viðbótar eru útgjöl d samkvæmt yfirliti ákæruvaldsins, 328.510 krónur, og útgjöld sam kvæmt við - bótar yfirliti ákæruvaldsins, 1.319.670 krónur. Vegna úrslita málsins verður ákærði dæmdur til að greiða helming framangreinds sakarkostnaðar, eða samtals 2.495.796 krónur, en helmingur kostnaðarins greiðist úr ríkissjóði. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Dagmar Ösp Vésteinsdóttir aðstoðar saksóknari. Af hálfu ákærða flutti málið skipaður verjandi hans, Arnar Kormákur Frið riks son lög - maður. Af hálfu bótakrefjanda flu tti málið skipaður réttar gæslumaður brotaþola, Jónas Örn Jónasson lögmaður. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Fyrir uppsögu dómsins var gætt að 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. D ó m s o r ð : Ákærði, X , sæti fangelsi í tvö ár o g sex mánuði en fresta skal fullnustu 27 mánaða þar af og sá hluti refsingarinnar falla niður að liðnum tveimur árum frá deginum í dag að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningar laga nr. 19/1940. Ákærði greiði A , kt. [...] , miska - o g skaðabætur að fjárhæð 1.995.000 krónur, ásamt vöxtum af 1.800.000 krónum samkvæmt 1. mgr. 8. gr., sbr. 1. málsl. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 28. mars 2017 til 29. janúar 2018, af 1.995.000 krónum frá 29. janúar 2018 til 26. ágús t sama ár, en með dráttar vöxtum af 1.995.000 krónum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga, frá 26. ágúst 2018 til greiðsludags. Skaðabótakröfu A á hendur ákærða að fjárhæð 222.800 krónur, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum, er vísað frá dómi. Ákærði greiði samtals 2.495.796 krónur í sakarkostnað til ríkissjóðs, og er þar inni - falinn helmingur málsvarnarlauna skipaðs verjanda hans, Arnars Kormáks Frið riks sonar lögmanns, sem í heild nema 2.012.210 krónum með virðisaukaskatti, helm ingur af þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Jónasar Arnar Jónassonar lög manns, sem í heild nema 1.046.622 krónum með virðisaukaskatti, helmingur af þóknun áður skipaðs 38 réttar gæslumanns brotaþola, Sveins Andra Sveins sonar lög manns, sem í heild nema 284. 580 krónum með virðisaukaskatti, og helmingur af út gjöld um ákæruvaldsins sem í heild nema 1.648.180 krónum samkvæmt yfirlitum. Að öðru leyti greiðist sakar kostn - aður úr ríkissjóði. Daði Kristjánsson