Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 17. maí 2022 Mál nr. S - 22/2022 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Árni Bergur Sigurðsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Þórhall i Steingrímss yni ( Jón Egilsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 4. janúar 2022, á hendur Þórhalli Steingrímssyni, kt. , , Reykjavík, fyrir umferðarlagabrot með því að hafa , miðvikudaginn 4. nóvember 2020, ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis (í blóði lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr., sbr. 1. m gr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 99. gr. og 101. gr. laga nr. 77/2019. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um la gaatriði og ákvörðun viðurlaga. 2 Ákærði hefur skýlaust játað brot s itt . Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfær t til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fædd ur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 29 . desember 202 1 , var ákærði dæmdur til greiðslu sektar og sviptingu ökuréttar í þrjú ár með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 8. nóvember 2012 fyrir ölvunarakstur. Þá gekkst ákærði undir greiðslu sektar og sv iptingu ökuréttar í tólf mánuði frá 8. nóvember 2015 með lögreglustjórasátt 27. desember 2012 fyrir ölvunarakstur. Lögreglustjórasáttin var hegningarauki við framangreindan dóm frá 8. nóvember 2012. Ákærði gekkst aftur undir lögreglustjórasátt vegna ölvuna r - og sviptingar akstur s 15. mars 2016 og var honum gerð sekt og svipting ökuréttar í þrjú ár og sex mánuði frá 8. nóvember 2016. Þá var ákærða gerð viðurlagaákvörðun vegna sviptin g araksturs 5. júní 2018 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Við ákvörðun refsingar verður við það miðað að ákærði hafi með háttsemi sinni gerst sekur um ölvunarakstur í þriðja sinn. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls og dómvenju þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Með vísan t il lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti ævilangt frá uppkvaðningu dóms þessa að telja . Skipaður v erjandi ákærða , Jón Egilsson lögmaður hefur afsalað sér þóknun fyrir verjandastörf sín. Ákærði greiði 25.407 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu á kæruvaldsins flutti málið Árni Bergur Sigurðsson aðstoðarsaksóknar i . Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Þórhallur Steingrímsson , sæti fangelsi í 30 daga . Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt . Ákærði greiði 25.407 krónur í sakarkostnað.