Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 19. mars 2020 Mál nr. S - 1173/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Margrét Herdís Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Hauk i Ægi Haukss yni ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) Dómur Mál þetta var dómtekið 11. mars 2020 en það var höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 11. febrúar sl., Hauki Ægi Haukssyni , kt. , , fyrir líkamsárás með því að hafa, sunnudaginn 18. mars 2018, utandyra að , slegið A , kt. , með krepptum hnefa í andlitið, með þeim afleiðingum að A hlaut roða á andliti og eyra og bólgu á vinstra kinnbeini. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. I Ákærði hefur játað skýlaust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt ákæru og er játningin studd sakargögnu m. Að þessu virtu eru efni til að leggja dóm á málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og tjáði ákærandi og verjandi ákærða sig sérstaklega um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga . Samkvæmt því sem að framan greinir verður ákærði s akfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt ákæru og er broti ð þar réttilega heim fær t til refsiákvæða III 2 Ákærði er fæddur í . Samkvæm t framlögðu sakavottorði ákærð a , dagsettu 3. f ebrúar 2020 , hefur hann þrisvar verið dæmdur til refsingar vegna líkamsárásar, síðast með dómi héraðsdóms 17. mars 2010 . V erð a þeir dómar því ekki tal dir hafa ítrekunaráhrif samkvæmt 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða til málsbóta verður litið til þess að hann játaði skýlaust sök, sbr. 8. tölul ið ur 1. mgr. 70. gr. sömu laga. Meðferð máls þessa hefur dregist hjá lögreglu og ákær u valdi en um tvö ár eru nú liðin síðan kæra vegna málsins var lögð fram. Ákærða verður ekki kennt um þennan dátt á meðfe rð málsins og verður litið til hans við á kvörðun refsingar. Með vísan til málsatvika og a ð öllu framangreindu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnu einu ári frá u ppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lög m anns, 1 3 0.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, sem te lst til sakarkostnaðar. Annan sakarkostnað leiddi ekki af meðferð málsins. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Haukur Ægir Hauksson , sæti fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu ref s ingarinnar og falli h ún niður að liðnu einu ári frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 1 3 0.000 krónur . Sigríður Elsa Kjartansdóttir