Héraðsdómur Reykjaness Dómur 30. apríl 2021. Mál nr. S - 3341/2020: Ákæruvaldið (Sigrún Inga Guðnadóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður) og Y (Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður) (Lilja Margrét Olsen réttargæslumaður brotaþola) Dómur: Mál þetta var þingfest 20. janúar 2021 og dómtekið 19. apríl. Málið höfðaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 15. desember 2020 á hendur ákærðu X , kt. [...] , [...] , [...] og Y , kt. [...] , [...] , [...] , fyrir brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa miðvikudaginn 19. febrúar 2020 beitt A , kt. [...] , son ákærðu X , ofbeldi, líkamlegum refsingum, ógnunum og sýnt honum yfirgan g og ruddalegt athæfi með því að ákærða X sló A ítrekað í andlitið á meðan ákærði Y , þáverandi sambýlismaður hennar, hélt honum föstum, með þeim afleiðingum að blæddi úr munni hans. Er háttsemin talin varða við 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr . 19/1940 og 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og þess krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákæru er tekin upp einkaréttarkrafa B , kt. [...] , fyrir hönd ólögráða sonar síns A . Hann krefst 3.000.000 króna miskabóta úr hendi ákærðu X og 1.500.000 króna miskabóta úr hendi ákærða Y , með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 27. apríl 2020 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar , en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærðu verði dæmd óskipt til greiðslu þóknunar skipaðs réttargæslumanns A . 2 Með framhaldsákæru 26. mars 2021 var aukið við ákæru og hún lagfærð að því le yti að við bættist tilgreining á meintum brotastað að [...] í [...] . Ákærðu krefjast sýknu af kröfum ákæruvaldsins og að miskabótakröfunni verði vísað frá dómi, en að því frágengnu verði þau dæmd til vægustu refsingar sem lög leyfa fyrir brot á 1. mgr. 217 . gr. almennra hegningarlaga og bætur stórlega lækkaðar. Þá verði málsvarnarlaun verjenda greidd úr ríkissjóði. I. Með bréfi barnaverndar [...] 26. febrúar 2020 barst lögreglu beiðni um rannsókn á meintu heimilisofbeldi gegn A , hér eftir brotaþola , sem þá var 13 ára og bjó að [...] ásamt móður sinni, ákærðu X og þáverandi sambýlismanni hennar, ákærða Y . Í bréfinu er vísað til tilkynningar B föður brotaþola um að drengurinn hafi 19. febrúar sætt líkamlegu ofbeldi af hálfu móður sinnar og sambýlismanns hennar . Segir í bréfinu að starfsmenn barnaverndar hafi farið í skóla brotaþola 25. febrúar og rætt við hann. Er skráð eftir brotaþola að hann hafi ekki viljað fara að sofa um kl. 23 að kvöldi 19. febrúar, þegar hann var um það beðinn, enda í fríi frá skóla dagi nn eftir. Við þetta hafi móðir hans Y hafi þá blandað sér í málið, hann verið mjög reiður, tekið í hendur brotaþola og haldið þeim fyrir aftan bak, því næst lagt brotaþo la í sófa og móðir hans í framhaldi slegið hann þrisvar sinnum í andlitið. Brotaþoli sagði þetta ekki í fyrsta skipti sem móðir hans slægi hann í andlitið; hún geri þetta stundum þegar hún verði pirruð á honum, segi honum þá að halda kjafti og slái hann. Í bréfinu er einnig greint frá viðtali barnaverndarstarfsmanna við X og Y . Er skráð eftir X að hún hafi greint sinn sagt brotaþola að fara að sofa og fylgt því eftir með því að slökkva á netbeini (router). Brotaþoli hafi brugðist illa við og öskrað á hana, Y þá tekið utan um drenginn og haldið honum og X tekið um munn drengsins svo hann myndi hætta að öskra. Við þetta hafi spangir í tönnum brotaþola rispað munn hans svo undan blæddi. Brotaþoli var kvaddur til skýrslugjafar á lögreglustöð 31. mars 2020, sem f ram fór að viðstöddum réttargæslumanni og fulltrúa barnaverndar. Brotaþoli sagði fremur langt um liðið og því myndi hann ekki allt 100%. Hann kvaðst hafa verið heima í tölvu, verið í fríi frá skóla daginn eftir og því ekki viljað slökkva á tölvunni þegar m óðir hans sagði honum að hætta. Við þetta hafi hún reiðst og slökkt á netbeini, hann þá farið fram í stofu og ætlað að kveikja aftur á honum, en móðir hans stoppað hann af og slegið hann 3 utan undir; þrisvar sinnum að hann hélt. Brotaþoli hafi þá sagt að ef hún gerði þetta aftur myndi hann slá hana á móti. Er þarna var komið hafi Y komið fram og öskrað á brotaþola, sett hendur sínar undir handarkrika brotaþola, lagt lófa á hnakka hans og haldið honum í þeirri stöðu á meðan móðir hans sló hann mörgum sinnum í andlitið. Y hafi svo lagt brotaþola á sófaenda, haldið hendi hans fyrir aftan bak og móðir brotaþola slegið hann allan tímann með flötum lófa í andlitið. Y hafi svo sleppt taki sínu, brotaþoli staðið upp frá sófanum og móðir hans haldið áfram að slá hann . Eftir þetta hafi brotaþoli farið inn í herbergið sitt, þau elt hann þangað, tekið lykilinn úr hurðarskránni og neitað að yfirgefa herbergið. Y hafi á þeim tímapunkti froðufellt af reiði, haft tölvuskjá með sér út úr herberginu og móðir brotaþola slegið hann aftur. Brotaþoli kvaðst eftir þetta hafa farið heim til frænku sinnar og í framhaldi sagt föður sínum frá því sem gerðist. Brotaþoli sagði móður sína reiðast auðveldlega, oft kalla hann illum nöfnum, svo sem fávita og tussu, og margoft hafa beitt han n ofbeldi frá því hann hóf grunnskólagöngu en þó ekki neitt í líkingu við ofbeldið 19. febrúar. Auk þess að slá brotaþola hafi hún oft sparkað í fætur hans, þótt hann gæti ekki nefnt einstök tilvik í því sambandi. Brotaþoli kvaðst ekki vilja búa lengur hjá móður sinni og sagðist helst vilja búa hjá föður. Brotaþoli gaf skýrslu fyrir dómi í Barnahúsi 27. apríl 2020. Hann sagði móður sína reiðast auðveldlega og nota ofbeldi í stað orða. Hann sagði hana síðast hafa beitt ofbeldi að kvöldi 19. febrúar og sagði atburðarás hafa byrjað um eða eftir kl. 23 með því að móðir hans slökkti á netinu. Hann hafi farið fram í stofu og ætlað að kveikja aftur á netinu en móðir hans stoppað hann af, sagt honum að hætta að öskra og fara frá netbeini og því næst slegið hann í a ndlitið. Brotaþoli hafi sagt henni að hætta, hún slegið hann aftur og brotaþoli þá sagt að ef hún slægi hann einu sinni enn myndi hann svara í sömu mynt. Við þetta hafi hún slegið hann þriðja sinni. Brotaþoli sagði höggin hafa verið veitt með flötum lófa, þau öll verið föst og komið á kinn hans. Er þarna var komið hafi Y komið aftan að brotaþola, tekið undir hendur hans og haldið þeim fyrir aftan bak, ýtt honum upp að sófa í stofunni og haldið honum föstum á meðan móðir brotaþola sló hann í nokkur skipti o g sparkaði í fætur hans. Eftir þetta hafi brotþoli farið inn í herbergið sitt, þau fylgt á eftir, tekið lykilinn úr hurðarskránni, haldið áfram að öskra á hann og Y froðufellt af reiði. Móðir brotaþola hafi vafrað inn og út úr herberginu og sparkað í brota þola. Hún hafi svo hringt í C frænku 4 þeirra og ætlað að beita henni gegn honum, það ekki tekist og brotaþoli í framhaldi farið heim til C og sofnað þar um kl. 03. Brotaþoli kvað móður sína margoft hafa beitt hann líkamlegu ofbeldi, meðal annars með því að slá og sparka í hann og draga hann á hárinu. Hann kvaðst ekki geta tilgreint ákveðin skipti, sagði þetta hafa gerst mjög oft, allt frá því að hann byrjaði í grunns flutt inn á hann og móður hans gegnum árin og vissi hann nöfnin á þeim fæstum. Hann sagði þó einn þeirra heita D eða D , sagði hann hafa verið með móður hans einhvern tíma á mi lli 1. og 5. bekkjar og sagði að D hafi verið mjög góður. Brotaþoli sagði Y allt í einu hafa flutt inn á þau, líklega sumarið 2019, án þess að brotaþoli væri inntur álits. Hann sagði samskipti þeirra í milli slæm og hann bara hata manninn. Þá hefðu samskip 19. febrúar og honum ekki liðið vel hjá henni. Brotaþoli kvaðst nú búa hjá föður sínum og líði þar afar vel. Hann kvað samskipti við móður engin og hann hafa blokkerað öll símtöl frá henni. II. B faðir brotaþola gaf skýrslu hjá lögreglu 31. mars 2020. Hann kvaðst hafa fengið símtal frá C frænku brotaþola 20. febrúar, hún sagt að ákærða X hefði komið með drenginn heim til hennar nóttina áður og skilið hann eftir. Að sögn C hafi brotaþoli verið grátandi, blóðugur í framan og greint C frá áralöngu ofbeldi á heimili móður sinnar. B kvaðst ekki hafa grunað að X hafi beitt son þeirra ofbeldi gegnum árin en eftir þetta hafi hann byrjað að opna sig um slíkt ofbeldi. C , móðursystir ákærðu X , gaf símaskýrslu hjá lögreglu 28. október 2020. Hún kvað X hafa hringt um kl. 01 aðfaranótt 20. febrúar, X verið í miklu uppnámi, sagst vera búin að fá gjörsamlega nóg af brotaþola og öllu því sem honum fylgdi og spurt hvort C gæti komið og talað drenginn til. Varð úr að X og ákærði Y skutluðu brotaþola til C og fóru þar að rífast við drenginn fyrir utan heimili hennar. Að sögn ákærðu beggja hafi brotaþoli ekki viljað hætta í tölvunni, þau ákveðið að slökkva á netinu, drengurinn orðið ævareiður, al lt farið í háaloft, Y sett hönd brotaþola aftur fyrir bak, haldið honum föstum og X slegið drenginn utan undir þannig að blæddi undan spöngum í munni hans. C kvað brotaþola hafi verið í gríðarlegu uppnámi, hann skolfið eins og hrísla og verið blóðugur við munn. Hún hafi sagt ákærðu að fara heim, sjálf farið með brotaþola inn, reynt að róa hann og á endanum gefið honum hálfa svefntöflu svo hann gæti sofnað. C sagði brotaþola 5 hafa dvalið hjá henni fram á sunnudag þegar faðir hans lét sækja hann en pabbinn haf i á þeim tíma verið að vinna uppi á hálendi. Meðan á dvöl drengsins stóð hafi hann sagt C frá atvikum 19. febrúar, gert það með sama hætti og móðir hans og Y , og einnig greint frá fyrra ofbeldi af hálfu móður sinnar. III. Ákærða X gaf skýrslu hjá lögreglu 19. maí 2020. Hún neitaði meira og minna sök brotaþola hafa verið henni mjög erfiður mánuðina á undan í sambandi við tölvunotkun, kið í drápsleiknum Fortnite, sem gerði hann mjög æstan. Ákærða hafi verið nýbyrjuð með ákærða Y þegar þetta mál kom upp og brotaþoli verið að spila Fortnite í tölvunni sinni. Hann hafi fengið að spila lengur en venjulega, en hún svo beðið hann að slökkva á tölvunni. Þegar hann hlýddi ekki hafi X slökkt og drengurinn þá brugðist ævareiður við, öskrað á hana og kveikt aftur á tölvunni. Hún hafi því farið fram í stofu og slökkt þar á netbeini, brotaþoli komið fram, enn reiðari en áður og keyrt aðra öxl sína í X . Við þetta hafi Y verið nóg boðið, hann öskrað á brotaþola og skammað hann fyrir að koma svona fram við móður sína og drengurinn þá öskrað enn meira. X kvaðst hafa orðið miður sín vegna þessarar uppákomu og því farið inn á baðherbergi. Þegar hún kom aft ur inn í stofu hafi Y verið með brotaþola upp við sófa og X reiðst, hún slegið í hönd mannsins og sagt honum að skipta sér ekki af syni hennar. Brotaþoli hafi orðið enn reiðari við þett a og öskrað og öskrað. X kvaðst áður hafa fengið kvartanir frá nágranna sínum á hæðinni fyrir neðan vegna hávaða frá brotaþola og hafi bæði barnavernd og lögregla haft spurnir af því. Sökum þessa hafi hún orðið mjög stressuð, óttast enn eina kvörtun frá ná grannanum og því gripið um munn brotaþola og sagt honum að öskra ekki. Hún hefði hins vegar gleymt því að drengurinn væri nýkominn með teina og séð blóð koma úr munni hans þegar hún tók hönd sína frá. Brotaþoli hafi svo öskrað enn meira og verið í sturluna rástandi þegar hún sló hann tvisvar eða þrisvar í öxlina og bað hann að hætta að öskra. Hún hafi svo sagt drengnum að klæða sig, því hún ætlaði að skutla honum til C frænku sinnar og koma honum þannig út úr þeim aðstæðum sem þarna voru. Þegar borin var und ir ákærðu frásögn brotaþola um atvik 19. febrúar sagði hún drenginn halla réttu máli og kvaðst aldrei hafa slegið hann í andlitið eða sparkað í hann. Þá sagði hún frásögn brotaþola af fyrra ofbeldi ekki eiga við rök að styðjast og taldi 6 slíkan framburð run ninn undan rifjum föður drengsins, sem einnig hefði innrætt honum að tala illa um X og samband hennar við Y . Hún kvaðst á hinn bóginn stundum hafa slegið laust á fingur brotaþola þegar hann var óþekkur í barnæsku og hafi hann oft rætt þetta síðar. IV. Ák ærði Y gaf skýrslu hjá lögreglu 27. maí 2020. Hann kvaðst strax í upphafi vilja X gæti lamið hann. Umrætt kvöld hafi klukkan verið orðin 01:30, brotaþoli átt að mæta í skóla da ginn eftir og Y því rætt við X um að slökkva á netinu. Hún hafi síðan slökkt á netbeini í stofunni, drengurinn sturlast við það og ætlað að hjóla í móður sína. Y hafi séð hvað var í vændum, hlaupið fram í stofu, gripið utanum brotaþola, tekið hann frá og r eynt að róa hann niður, í því skyni sett drenginn í stofusófann, sleppt taki á honum og stigið frá sófanum. Brotaþoli hafi svo tekið annað kast; byrjað að öskra á móður sína og hún öskrað á móti, brotaþoli þá staðið upp úr sófanum og lyft annarri hendi á loft eins og hann ætlaði að lemja meðákærðu. Er þarna var komið hafi Y tekið um aðra hönd brotaþola og sett hana fyrir aftan bak, eingöngu til að róa hann niður. Á þeim tímapunkti hafi X ráðist á brotaþola og slegið hann með flötum lófa í andlit, axlir og hendur og Y þá öskrað á hana Eftir þetta hafi brotaþoli farið inn í herbergið sitt, hringt í C frænku sína og ákærði fært honum vatnsglas til að skola blóð úr munninum. X hafi hlaupið inn og út úr herberginu, slegið brotaþola og sagt að þetta væri eina leiðin til að hemja hann. V. Ákærða X greindi frá því fyrir dómi að samband hennar og brotaþola hafi verið mjög stirt í einhverja mánuði áður en allt sprakk á heimili þeirra seint að kvöldi 19. febrúar, drengurinn verið henni mjög erf iður og oft snarbrjálaður í skapi. Hún tengdi þetta allt við B föður brotaþola, sagði hann augljóslega vera í nöp við hana, hann hafa egnt brotaþola gegn henni og drengurinn alltaf verið reiðari og reiðari þegar hann kæmi úr umgengni við föður. B hafi sinn t honum lítið, ákærða á sama tíma verið í 110% vinnu og lagt sig í líma við að sinna drengnum. Umrætt kvöld hafi brotaþoli ekki viljað slökkva á tölvunni og fara að sofa þegar ákærða bað hann um það, orðið snarbrjálaður, öskrað á hana og froðufellt af rei ði. Þegar brotaþoli sinnti ekki tilmælum ákærðu hafi hún farið fram í stofu og slökkt á netbeini. 7 Við þetta hafi brotaþoli orðið enn brjálaðri, komið fram, rekið öxl sína fast í ákærðu og þau öskrað á hvort annað. Í framhaldi hafi hún slegið á hönd brotaþo la, sagt honum að hætta að öskra og gripið mjög fast um munn hans til að kæfa öskrin áður en nágranninn á neðri hæðinni myndi hringja í lögreglu. Þegar hún sleppti takinu hafi hún séð blóð koma frá spöngum í munni brotaþola, en þeim hafði hún gleymt í öllu fátinu. Ákærða kvaðst hafa fengið sjokk þegar hún sá blóðið og farið inn á baðherbergi til að sækja þvottapoka fyrir drenginn. Þegar hún kom til baka hafi meðákærði Y verið ftan bak og ýtt hendinni upp. Ákærða hafi öskrað á hann að sleppa drengnum og ýtt við meðákærða þannig að brotaþoli losnaði úr takinu. Í kjölfarið hafi brotaþoli öskrað enn m jög fast með flötum lófa í upphandleggi eða axlir og beðið hann að hætta að öskra. Ákærða kvaðst er þarna var komið hafa átt að henda meðákærða út af heimilinu, en hafi verið hrædd við hann og hann farinn að hóta henni. Ákærða hafi því hringt í C frænku sí na, beðið hana að taka drenginn til sín og ákærðu svo ekið brotaþola heim til C . Ákærða þvertók fyrir að hafa slegið drenginn í andlitið eða sparkað í hann og sagði framburð meðákærða um annað vera lygi, en meðákærði hefði eftir þetta sagst ætla að taka un dir allt með föður brotaþola, ná sér niðri á ákærðu og berja alla í kringum hana. Þá sagði ákærða rangt hjá C að ákærðu hafi rifist við brotaþola fyrir utan heimili C . Ákærða kvaðst daginn eftir hafa farið með brotaþola og fósturson C í bíó og liðið afar illa vegna atvika kvöldið áður. Ekki hafi bætt úr skák þegar faðir brotaþola lét hann síðan hreinsa allt sitt dót út af heimili ákærðu. Hún sagði marga vilja láta hana líta illa út vegna brotaþola, en sú gagnrýni væri ekki rétt og hún gert allt sem hún geti fyrir drenginn. Aðrir séu hins vegar að vinna gegn henni og hljómi þetta allt eins og samsæri gegn henni, en hún sé fædd inn í sjúka fjölskyldu og allir láti líta út eins og það sé eitthvað stórkostlegt að henni. Ákærði Y greindi f rá því fyrir dómi að brotaþoli hafi verið vakandi allar nætur í tölvunni, klukkan í þetta skipti verið komin vel fram yfir miðnætti, ákærðu verið inni í hjónaherbergi og ákærði stungið upp á því við meðákærðu X að hún tæki netið úr sambandi því brotaþoli æ tti að mæta í skóla daginn eftir. Meðákærða hafi verið sammála, hún farið inn til brotaþola, sagst ætla að slökkva á netinu, því næst farið inn í stofu og tekið netbeini úr sambandi. Við þetta hafi brotaþoli komið brjálaður fram, öskrað á meðákærðu við sto fusófa og ákærði séð drenginn reisa hönd á loft eins og hann ætlaði 8 að slá eða kýla móður sína. Ákærði hafi því hlaupið fram í stofu, tekið báðum höndum utan um brotaþola aftanfrá, bakkað með hann í þeirri stöðu, sett hann í sófann, sleppt honum þar og tek ið nokkur skref í burtu. Brotaþoli hafi svo brjálast að nýju, aftur ætlað að slá móður sína og ákærði þá gripið í aðra hönd drengsins aftanfrá og sett hana aftur fyrir bak. Í þeirri stöðu hafi meðákærða slegið brotþola einu sinni með flötum lófa í andliti ð, ákærði þá samstundis eingöngu hafa tekið utan um brotaþola við sófann til að koma í veg fyrir að hann hjólaði í móður sína. Ákærða minnti að meðákærða hafi slegið brotaþ ola tvisvar eða þrisvar og kvaðst fullviss að höggin hafi komið í andlit drengsins. Hann kvað ekki rétt að hann hafi haldið í brotaþola á meðan meðákærða sló hann og kvaðst hafa sleppt taki sínu um leið og hún sló drenginn í fyrsta skipti. Ákærði kvaðst hv orki hafa séð meðákærðu taka fyrir munn brotaþola né sparka í hann. Eftir þetta hafi brotaþoli farið inn í herbergið sitt og sest við tölvuna, ákærða verið umhugað um drenginn og því farið inn til hans og séð blóð koma frá munni. Ákærði hafi því sótt vatn sglas og fært brotaþola svo hann gæti skolað munninn en drengurinn hafnað vatninu, meðákærða þá komið aðvífandi og slegið brotaþola einu sinni eða tvisvar í öxlina. Ákærði hafi reynt að stoppa þetta af og þau tvö svo ekið brotaþola heim til C frænku sinnar og sagt henni frá því sem gerðist. Ákærði sagði að þann tíma sem hann og meðákærða voru í sambandi hafi ekki liðið einn dagur þar sem brotaþoli kom fram við C bar fyrir dómi að ákærða X hafa hringt í hana eftir m iðnætti, sagt að allt væri brjálað heima hjá henni, hún réði ekkert við brotaþola og beðið C um að sækja drenginn. Kvaðst C hafa heyrt öskur brotaþola í bakgrunni. Hún hafi ekki átt heimangengt og úr orðið að ákærða og meðákærði Y komu með drenginn heim ti l C . Ákærða hafi verið hrikalega æst, hún rifið brotaþola út úr bílnum og tuktað hann til. Drengurinn hafi verið í ofboðslega slæmu ástandi og C séð blóð frá munni hans. C kvaðst hafa hleypt ákærðu inn í anddyri blokkarinnar og þar hafi þau greint frá því sem gerðist á heimili drengsins. Að sögn C kváðu ákærðu brotaþola hafa tekið æðiskast af því að ákærðu ætluðu að slökkva á netinu og hafi þannig komið til rifrildis og stympinga milli brotaþola og móður hans, drengurinn talað illa um meðákærða og sett aðra höndina á loft. Meðákærði hafi þá skorist í leikinn, tekið hendur brotaþola aftur fyrir bak og haldið honum á meðan ákærða sló drenginn með flötum lófa í andlitið. Kvaðst ákærða hafa gleymt því að drengurinn 9 væri með spangir og þess vegna hafi blætt úr mu nni hans. Hún hafi þó gert lítið úr högginu og sagst rétt hafa slegið son sinn í andlitið. C kvaðst í framhaldi hafa farið með brotaþola titrandi og grátandi inn í íbúð, sest þar með hann í sófa og reynt að fá hans sögu. Drengurinn hafi sagst vera reiður ú t í ákærða Y og afskiptasemi hans af því sem kæmi honum ekki við. Þá hafi drengurinn sagt ákærðu hafa beitt hann meira harðræði en þau hefðu sagt frá í anddyrinu. C kvaðst hafa verið tvær klukkustundir að reyna að róa brotaþola, það ekki tekist, hún því að lokum gefið honum brot úr svefntöflu og drengurinn sofnað í rúmi hennar. Hann hafi spurt hvort hann mætti ekki vera lengur hjá henni, ekki viljað fara heim til móður, sagt B föður sinn vera að vinna uppi á hálendi og koma í bæinn eftir tvo daga. C hafi sv o hringt í B á sunnudeginum, hann sagst koma í bæinn um kvöldið og sama dag fengið systur sína til að sækja drenginn heim til C . B bar fyrir dómi að brotaþoli hafi nú búið hjá honum í rúmt ár og vilji enn ekki hitta móður sína. B i við drenginn og hann opnað sig meira og meira um ofbeldi af hálfu móður sinnar, sem hafi viðgengist frá því að hann var lítið barn. Aðspurður um frásögn brotaþola af atvikum 19. febrúar 2020 sagði B drenginn hafa greint honum frá atvikum nákvæmlega eins og hann gerði í skýrslu sinni fyrir dómi í Barnahúsi. Aðspurður kvaðst B hafa lesið þá skýrslu en tók fram að áður en til þess kom hafi hann gefið sjálfstæða skýrslu hjá lögreglu um sakarefnið. B sagði brotaþola hafa liðið mjög illa þegar hann flutti til B og hafi tekið langan tíma að vinna úr þeirri vanlíðan sem móðir hans hefði valdið honum. Samkvæmt upplýsingum frá skóla og sálfræðingi drengsins líði honum nú miklu betur og gangi betur í skóla. Staða brotaþola væri því allt önnur og betri en áður var. E sálfræðingur kom fyrir dóm og staðfesti sálfræðilega umsögn í málinu. Hann kvaðst hafa hitt brotaþola í níu skipti á tímabilinu 10. ágúst 2020 til 11. janúar 2021 og tt, greint frá endurteknu líkamlegu og andlegu ofbeldi á heimili móður og sagst nú líða mjög vel hjá föður. Á viðtalstímabilinu hafi E ekki greint nein merki um kvíða eða depurð hjá brotaþola og hann ekki borið nein einkenni áfallastreituröskunar. Það segi þó ekki alla söguna því þekkt sé að slík einkenni komi fram löngu síðar. F félagsráðgjafi hjá barnavernd kom fyrir dóm og staðfesti aðkomu sína að málinu og ritun bréfsins til lögreglu 26. febrúar 2020. Hún kvaðst hafa rætt við brotaþola í skólanum hans 2 5. febrúar og skráð frásögn drengsins af atvikum. Í framhaldi hafi verið 10 rætt við ákærðu og þau talað málið svolítið niður að mati F . Brotaþoli hafi í framhaldi verið vistaður hjá föður með samþykki móður og búi þar enn. Við meðferð barnaverndarhluta málsi ns hafi brotaþoli rætt um áralangt ofbeldi á heimili móður, hann vilji enn ekki tala við hana og telji að tilraunir hennar til að leita sátta séu sjálfmiðaðar og þjóni ekki hagsmunum hans. G félagsráðgjafi hjá barnavernd kom fyrir dóm og staðfesti aðkomu sína að málinu og ritun bréfsins til lögreglu 26. febrúar 2020. Hún kvaðst ekki hafa tekið þátt í viðræðum við brotaþola 25. febrúar, en tekið þátt í viðtali við ákærðu og síðan ritað umrætt bréf með F félagsráðgjafa. D kom fyrir dóm. Hann kvaðst hafa átt í sambandi við ákærðu X fyrir 5 - 6 árum, sambandið staðið í um 5 ár og hann verið mjög mikið inni á heimili hennar og brotaþola. D aldrei orðið vitni að ofbeldi í garð drengsins. VI. Ák æruvaldið byggir á því að brotaþoli hafi verið skýr og stöðugur í frásögn sinni hjá lögreglu og fyrir dómi og greint frá helstu atvikum á sama veg. Dómsframburður hans sé trúverðugur og fái stoð í vætti C , sem hlýtt hafi á frásögn brotaþola strax í kjölfar atvika á heimili hans og vætti starfsmanna barnaverndar, sem hlýddu skömmu síðar á frásögn brotaþola. Þá hafi ákærða X viðurkennt fyrir dómi að hafa slegið brotaþola ítrekað og fast með flötum lófa, þó ekki í andlit, og hún valdið brotaþola þeim áverka se m lýst er í ákæru. Sé því ljóst að ofbeldi var beitt. Framburður ákærðu og meðákærða sé á reiki um mikilvæg atriði máls og beri því að leggja framburð brotaþola til grundvallar. Hvað sem öðru líði liggi fyrir að til rifrildis kom vegna tölvunotkunar brotaþ ola, að ákærðu beittu hann líkamlegu valdi, að brotaþoli hlaut af því blæðandi sár í munni, að ákærðu óku honum í framhaldi heim til C frænku sinnar og að brotaþoli hafi frá þeim tíma ekki viljað hitta móður sína. Með hliðsjón af öllum þessum atriðum telur ákæruvaldið að fram sé komin lögfull sönnun um að ákærðu hafi beitt brotaþola grófu heimilisofbeldi og sé sú háttsemi réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Með hliðsjón af alvarleika háttseminnar og þess að hún var framin í samverknaði af forsjáraði la og umönnunaraðila brotaþola telji ákæruvaldið að refsing ákærðu skuli ekki vera lægri en 4 - 6 mánaða fangelsi og sé lagt í mat dómsins hvort rétt sé að sú refsing verið bundin skilorði. 11 Af hálfu ákærðu X er á því byggt að hún hafi verið stöðug í frásögn sinni frá upphafi um öll meginatriði máls og sé framburður hennar fyrir dómi trúverðugur um hvað gerðist umrætt sinn. Þannig hafi hún ávallt kannast við þá ömurlegu uppákomu er varð á heimili hennar, ávallt gengist við því að hafa beitt son sinn ofbeldi, v iðurkennt að hafa slegið hann fast í upphandleggi og/eða axlir og ekkert dregið undan í því sambandi. Þá sé frásögn hennar trúverðug um hvernig og af hvaða ástæðu hún greip um munn brotaþola þannig að blæddi frá spöngum í tönnum hans. Við sönnunarmat beri að varast að leggja of mikið upp úr framburði meðákærða Y , en frásögn hans hafi verið mjög á reiki, hann alls óviss um hve oft ákærða eigi að hafa slegið brotaþola í andlit og meðákærði lýst því með óskýrum hætti. Þá hafi sambandsslit ákærðu verið illvíg o g beri meðákærði þungan hug til ákærðu. Við úrlausn málsins hafi dómurinn ekki á öðru að byggja en framburði þriggja einstaklinga sem vitnuðu atburði kvöldsins með ólíkum hætti, enda framburður C frænku brotaþola og starfsmanna barnaverndar ekki annað en endursögn þriðja aðila og hafi ekkert sönnunargildi. Gegn neitun ákærðu sé sök ósönnuð og beri því að sýkna hana af ákæru í málinu. Komi hins vegar til sakfellingar verði háttsemi ákærðu aldrei he imfærð undir 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga, enda hvorki um endurtekið né alvarlegt brot að ræða í skilningi téðrar lagagreinar. Óháð mögulegri sakfellingu fyrir líkamsárás samkvæmt 1. mgr. 217. gr. hegningarlagana beri ávallt að sýkna ákærðu a f broti gegn barnaverndarlögum, enda hafi lögreglurannsókn ekki lotið að efnislýsingu 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga og sé verknaðarlýsing í ákæru sama marki brennd. Af hálfu ákærða Y er á því byggt að frásögn hans hafi frá upphafi verið einlæg, skýr og trúverðug og beri því gegn eindreginni sakarneitun ákærða að sýkna hann af þeirri háttsemi sem hann er borinn í ákæru. Við sakarmat beri að hafa í huga að brotaþoli hafi g r inn í atburðarás, sem þegar var hafin, eingöngu til að koma brotaþola og meðákærðu X til hjálpar í fjölskylduharmleik sem átti sér forsögu og ákærði þekkti ekki til. Dómurinn verði að meta hvert þeirra þriggja segi sannast og réttast frá og beri að því er ákærða varðar að líta til þess að brotaþoli hafi ekki verið stöðugur í frásögn sinni um hlut ákærða. Þannig gangi það ekki upp að ákærði eigi að hafa lagt brotaþola í stofusófa, eins og brotaþoli lýsi, og meðákærða á sama tíma slegið drenginn í andlit. Hv að sem öðru líði, skorti skilyrði ásetnings samkvæmt 18. gr. almennra hegningarlaga að því er ákærða 12 varðar og beri þegar af þeirri ástæðu að sýkna hann. Því til viðbótar taki ákærði taki undir alla gagnrýni meðákærðu á rannsókn málsins og heimfærslu til r efsiákvæða í ákæru. VII. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærðu og atvik sem telja má þeim í óhag á ákæruvaldinu og verða ákærðu því aðeins sakfelld að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsam legum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur, eftir því sem þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða af um það, sbr. 2. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laganna gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Ákærðu er gefið að sök að hafa miðvikudaginn 19. febrúar 2020, á þáver andi heimili brotaþola að [...] í [...] ofbeldi, líkamlegum refsingum, ógnunum og sýnt honum yfirgang og ruddalegt athæfi með því að ákærða X sló [brotaþola] ítrekað í andlitið á meðan ákærði Y , þáverandi sambýlismaður hennar, hélt honu ákærðu, annars eða beggja, gagnvart brotaþola fellur utan verknaðarlýsingar í ákæru og kemur því ekki til skoðunar við úrlausn málsins. Ákærðu neita sök og vísa ábyrgð á því sem ge rðist umrætt sinn ýmist yfir á hvort annað eða brotaþola. Ákærða X hefur verið stöðug í þeim framburði hjá lögreglu og fyrir dómi að brotaþoli hafi greint sinn ekki viljað slökkva á tölvu og fara að sofa þegar hún bað hann um það, hún því slökkt á netbeini í stofunni, brotaþoli komið ævareiður fram í stofu, öskrað á hana og keyrt aðra öxl sína í ákærðu. Við skýrslugjöf hjá lögreglu bar ákærða að meðákærða Y hafi blöskrað þessi framkoma brotaþola gagnvart móður sinni, meðákærði öskrað á drenginn og skammað h ann fyrir. Kvaðst ákærða hafa orðið miður sín vegna þeirrar uppákomu og hún því farið inn á baðherbergi. Þegar hún kom aftur inn í stofu hafi meðákærði verið með brotaþola upp við sófa og haldið hendi hans fyrir aftan iði sinni slegið í hönd meðákærða þannig að brotaþoli losnaði, drengurinn í kjölfarið öskrað enn meira og ákærða í stresskasti gripið um munn hans og skipað honum að hætta að öskra. Þegar hún tók síðan höndina frá hafi blætt úr munni brotaþola og tengdi ák ærða það við rispur frá spöngum í tönnum 13 drengsins. Er þarna var komið hafi brotaþoli verið í sturlunarástandi og ákærða slegið hann tvisvar eða þrisvar í öxlina og beðið hann að hætta að öskra. Fyrir dómi bar ákærða að eftir að brotaþoli rak öxl sína í ha na í stofunni hafi þau öskrað á hvort annað og hún í framhaldi gripið mjög fast um munn drengsins svo hann myndi hætta að öskra. Þegar hún síðan tók höndina frá hafi blætt úr munni brotaþola, ákærða fengið sjokk við þetta og farið inn á baðherbergi til að sækja þvottapoka fyrir drenginn. Þegar hún kom til baka hafi meðákærði verið með brotaþola upp við sófa og að sleppa brotaþola og ýtt við meðákærða þannig að drengurinn l osnaði. Í kjölfarið hafi mjög fast með flötum lófa í upphandleggi eða axlir og beðið hann að hætta að öskra. Ofangreindur framburður ákærðu X nýtur ekki mikils stuðnings í frásögn meðákærða Y , ef frá er talið að ákærðu ber saman um að brotaþoli hafi sturlast af reiði þegar ákærða slökkti á netbeininum, komið fram í stofu í slíku hugarástandi og meðákærði á einhverjum tímapunkti tekið brotaþola tökum. Við mat á trúverðugleika framburðar ákærðu X fyrir dómi verður litið til þessa, sem og þess að verulegt ósamræmi er í frásögn hennar um það hvenær í atburðarásinni hún eigi að hafa gripið um munn brotaþola og hvenær hún eigi að hafa farið inn á baðherbergi. Þegar ákærða var spurð út í þetta misræmi sagði hún framburð sinn fyrir dómi réttan og gaf þá skýringu á annarri frásögn hjá lögreglu að hún hafi verið í sjokki við þá skýrslugjöf. Þykir sú skýring ófullnægjandi. Að áliti dómsins var einkennandi fyrir framburð ákærðu fyrir dómi að hún óð úr einu í annað meðan á skýrslugjöf stóð, réttlætti fyrir sjálfri sér það sem hún þó viðurkenndi að hafa gert á hlut sonar síns og var gjörn á að kenna ýmist brotaþola, föður hans, meðákærða eða ótilgreindum fjölskyldumeðlimum sínum um undanfara þess sem gerðist á heimili hennar umrætt sinn og hvernig mál hefðu þróast eftir atburði kvöldsins. Samkvæmt 115. gr. laganna um meðferð sakamála metur dómari sönnunargildi framburðar sakbornings og trúverðugleika hans fyrir dómi og ber í því sambandi me ðal annars að huga að ástandi og hegðun sakbornings við skýrslugjöf og stöðugleika í frásögn hans. Að gættu þessu ákvæði og með hliðsjón af því sem rakið er að ofan er það mat dómsins að framburður ákærðu X fyrir dómi um hvað gerðist í stofunni umrætt sinn sé um margt ótrúverðugur og beri þess merki að ákærða freisti þess að fegra sinn hlut á kostnað brotaþola. 14 Ákærði Y hefur verið stöðugur í þeim framburði hjá lögreglu og fyrir dómi að meðákærða X hafi greint sinn slökkt á netbeini í stofunni svo að brotaþ oli myndi hætta í tölvu og fara að sofa, drengurinn þá komið fram úr herbergi sínu ævareiður og að mati ákærða gert sig líklegan til að hjóla í móður sína eða slá til hennar. Ákærði hafi sökum þessa hlaupið fram í stofu, gripið höndum um brotaþola, tekið h ann frá meðákærðu, sett hann í stofusófann og stigið einhver skref frá drengnum. Eftir þetta hafi brotaþoli tekið annað æðiskast, að mati ákærða virst eins og hann ætlaði aftur að slá til móður sinnar, og ákærði þá tekið um aðra hönd brotaþola og sett hana fyrir aftan bak. Í þeirri stöðu hafi meðákærða slegið brotaþola með flötum lófa og ákærði öskrað á hana hvað hún væri eiginlega að gera. Hjá lögreglu kvað ákærði högg meðákærðu hafa komið í andlit, axlir og hendur brotaþola en fyrir dómi sagði hann meðákæ rðu hafa slegið drenginn tvisvar eða þrisvar sinnum í andlitið. Ákærði tók skýrt fram hjá lögreglu að hann hafi ekki haldið brotaþola til þess að móðir hans gæti lamið hann og kvaðst í þau tvö skipti sem hann greip um drenginn eingöngu hafa gert það til að róa hann. Bar ákærði með líkum hætti um þetta fyrir dómi og staðhæfði að hann hefði í seinna skiptið sleppt taki sínu á brotaþola um leið og meðákærða sló drenginn í fyrsta skipti. Framburður ákærða Y um stöðu hans og brotaþola við stofusófann og hvernig hann hélt annarri hendi drengsins fyrir aftan bak samrýmist framburði meðákærðu X í öllu verulegu. Þá ber þeim saman um að ákærði hafi ekki haldið brotaþola föstum þegar meðákærða veittist að drengnum. Með hliðsjón af þessu og þeim stöðugleika í framburði ákærða, sem að framan er lýst, þykir framburður ákærða fyrir dómi um hlut sinn að málinu trúverðugur. Brotaþoli hefur tvívegis tjáð sig með formlegum hætti um hvað gerðist á heimili hans umrætt sinn; fyrst hjá lögreglu 31. mars 2020 og síðan við skýrslugjö f fyrir dómi í Barnahúsi 27. apríl sama ár. Hefur frásögn brotaþola ávallt verið á þá leið að hann hafi ekki viljað slökkva á tölvunni sinni og fara að sofa þegar móðir hans, ákærða X , bað hann um það, hún því farið fram í stofu og slökkt á netinu, hann fa rið á eftir og ætlað að kveikja á því aftur, hún stoppað hann af og slegið hann þrisvar sinnum í andlitið með flötum lófa. Kom fram í skýrslu brotaþola fyrir dómi að hann hefði öskrað áður en ákærða sló hann, að höggin hafi verið föst og komið á kinn hans. Þegar hér var komið hafi meðákærði Y komið aftan að brotaþola, sett hendur sínar undir handarkrika hans, lagt lófa á hnakka hans og haldið brotaþola föstum. Hjá lögreglu bar brotaþoli að á meðan honum var haldið í þessu taki hafi ákærða í annað skipti sle gið hann ítrekað með flötum lófa í andlitið. 15 Meðákærði hafi svo ýtt brotaþola upp að stofusófa, þá haldið hendi hans þar fyrir aftan bak og ákærða þá í þriðja skipti slegið hann ítrekað í andlitið með flötum lófa. Meðákærði hafi svo sleppt taki sínu á brot aþola, hann staðið upp frá sófanum og ákærða eftir það slegið hann í fjórða skipti. Af framburði brotaþola fyrir dómi virðist hins vegar sem meðákærði hafi tekið undir hendur hans og ýtt honum upp að sófanum og að þá hafi ákærða í annað skipti slegið brota þola ítrekað í andlitið með flötum lófa. Fær þessi framburður brotaþola um aðkomu meðákærða stoð í fyrstu frásögn drengsins í viðtali við barnaverndarstarfsmenn fimm dögum eftir að atburðir gerðust, en þá greindi hann frá því að meðákærði hafi tekið í hend ur brotaþola og haldið þeim fyrir aftan bak, því næst lagt brotaþola í stofusófa og ákærða í framhaldi slegið brotaþola þrisvar sinnum í andlitið. Mynd - og hljóðupptaka af dómsframburði brotaþola var spiluð við aðalmeðferð máls. Framburður brotaþola var að áliti dómsins skýr og greinargóður um helstu sakaratriði og á sama tíma yfirvegaður og laus við stóryrði. Er það mat dómsins að framburður brotaþola í Barnahúsi, virtur einn og sér, sé trúverðugur. Sá annmarki er þó á þeirri skýrslugjöf að brotaþoli var a ldrei inntur eftir eigin hugarástandi þegar atburðir gerðust, en af framburði ákærðu beggja og vitnisburði C þykir ljóst að skelfilegt ástand hafi ríkt á heimilinu og öllum sem þar voru verið afar heitt í hamsi. Þá er einnig sá annmarki á skýrslugjöf brota þola í Barnahúsi að ekki var borið undir hann það misræmi sem að ofan greinir um hversu oft ákærða veittist að honum í stofunni og hver var nákvæm aðkoma meðákærða að málinu. Er ekki við brotaþola að sakast í þeim efnum. Óháð síðastgreindu hefur framburðu r brotaþola verið stöðugur um að móðir hans, ákærða X , hafi veist að honum í stofunni og ítrekað slegið hann með flötum lófa í andlitið. Sá framburður fær ekki aðeins stoð í trúverðugum framburði meðákærða Y um sama atriði, heldur og staðföstum og trúverðu gum vitnisburði C hjá lögreglu og fyrir dómi um að strax í kjölfar atburða á þáverandi heimili brotaþola hafi ákærðu greint henni frá því að ákærða hefði slegið brotaþola utan undir þannig að blæddi undan spöngum í munni hans. Að virtum þessum atriðum og ö ðru því sem að framan greinir telur dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa, þrátt fyrir eindregna sakarneitun ákærðu X , að hún hafi greint sinn veist að brotaþola með ofbeldi og slegið hann ítrekað í andlitið með flötum lófa með þeim afleiðingum að blæddi ú r munni drengsins. Er með því hafnað þeim framburði ákærðu að hún hafi valdið áverka í munni brotaþola með því að grípa um munn hans, en sá framburður fær hvorki samrýmst framburði brotaþola né meðákærða. Verður ákærða sakfelld fyrir líkamsárás samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. 16 Háttsemi ákærðu gagnvart barni sínu var þess utan ógnandi, ruddaleg, ósiðleg og undir engum kringumstæðum réttlætanleg og þykir hún að því leyti varða refsingu samkvæmt 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/20 02. Að því er varðar þátt meðákærða Y er til þess að líta að frásögn brotaþola um aðkomu hans að málinu hefur verið aðeins á reiki, auk þess sem fyrir liggur að samskipti þeirra voru afar slæm og kvaðst brotaþoli fyrir dómi hata meðákærða. Sjálfur hefur meðákærði stöðugt haldið því fram að ha nn hafi stokkið inn í alvarlegar aðstæður í samskiptum brotaþola og móður hans í stofunni og ekki gert annað en að taka utan um drenginn og halda hendi eða höndum hans föstum fyrir aftan bak til að róa hann og koma í fyrir þann möguleika að drengurinn hjól aði í móður sína. Fær þessi framburður meðákærða þá stoð í framburði ákærðu X , sem áður greinir, að meðákærði hafi á engum tímapunkti haldið brotaþola föstum þegar ákærða veittist að drengnum í stofunni. Að þessum atriðum virtum, öðru sem að framan er raki ð, og gegn eindreginni sakarneitun meðákærða ber samkvæmt 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga um meðferð sakamála að sýkna meðákærða af þeirri háttsemi sem hann er borinn í ákæru. VIII. Samkvæmt sakavottorði ákærðu X hefur hún ekki áður gerst sek um refsiver ða háttsemi. Verður tekið tillit til þessa við ákvörðun refsingar. Á hinn bóginn horfir til refsiþyngingar að háttsemi ákærðu var vítaverð og beindist með grófum hætti að 13 ára barni, sem átti að njóta friðhelgi og öryggis á heimili sínu, alls óháð hörðum viðbrögðum drengsins við því að ákærða kæmi greint sinn í veg fyrir frekari tölvunotkun hans. Ákærða á sér engar málsbætur. Að gættum þessum sjónarmiðum, því að ákærða er ekki sakfelld fyrir heimilisofbeldi í skilningi 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegning arlaga og með hliðsjón af 77. gr. þeirra laga þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði. Eftir atvikum þykir mega ákveða að fresta nú fullnustu þeirrar refsingar þannig að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá dómsbirtingu haldi ák ærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af sýknu meðákærða Y og vísan til 2. mgr. 176. gr. laga um meðferð sakamála verður bótakröfu brotaþola að því er meðákærða varðar vísað frá dómi. Að því gættu stendur eftir 3.000.000 króna m iskabótakrafa brotaþola á hendur ákærðu X . Er sú krafa reist á b. lið 1. mgr. 26. gr . skaðabótalaga nr. 50/1993. Ákærða hefur verið sakfelld fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum og ber því að taka afstöðu til bótakröfu 17 brotaþola, sem ákærðu var bir t 11. janúar 2021. Er engum vafa undirorpið að hún er bótaskyld á grundvelli b. liðar 1. mgr. 26. gr. nefndra laga. Í málinu liggur fyrir umsögn E sálfræðings um líðan brotaþola og virðist hann enn sem komið er ekki sýna alvarleg merki um sálrænt tjón af völdum móður sinnar. Þá liggur fyrir vætti föður brotaþola um að honum líði nokkuð vel í dag og gangi betur í skóla en áður var. Við mat á fjárhæð miskabóta er þó til þess að líta að brot af þessu tagi eru ávallt til þess fallin að valda þeim er fyrir verður vanlíðan og sálrænu tjóni. Ákærða braut með alvarlegum hætti forsjárskyldur gagnvart 13 ára syni sínum með þeim afleiðingum að hann hrökklaðist út af heimili sínu og hefur ekki viljað hitta móður sína síðan. Er þetta án efa gríðarlegt áfall fyrir hvert barn . Að því gættu þykja bætur til brotaþola hæfilega metnar 500.000 krónur með vöxtum eins og greinir í dómsorði. Samkvæmt greindum málsúrslitum o g með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála ber að dæma ákærðu til greiðslu sakarkostnaðar. Samkvæmt yfirliti ákæruvaldsins er útlagður kostnaður 34.410 krónur og skal ákærða greiða hann. Þá ber að dæma ákærðu til að greiða þóknun Lilju Margr étar Olsen skipaðs réttargæslumanns brotaþola, þóknun lögmannanna Unnsteins Arnar Elvarssonar og Hilmars Garðars Þorsteinssonar vegna verjandastarfa fyrir ákærðu á fyrri stigum máls og málsvarnarlaun Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar skipaðs verjanda. Með hlið sjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu réttargæslumanns þykir þóknun hans hæfilega ákveðin 659.680 krónur. Með sömu formerkjum þykir þóknun Unnsteins Arnar Elvarssonar hæfilega ákveðin 82.460 krónur og þóknun Hilmars Garðars Þorst einssonar 494.760 krónur. Loks þykja málsvarnarlaun Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar hæfilega ákveðin 706.800 krónur. Hefur í öllum tilvikum verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Úr ríkissjóði greiðast hins vegar málsvarnarlaun Guðmundar St. Ragnarssonar s kipaðs verjanda ákærða Y og þykja þau hæfilega ákveðin 706.800 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærða X sæti fangelsi í fjóra mánuði, en fresta skal fullnustu refsingar og hún niður fa lla að liðnum tveimur árum frá dómsbirtingu haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Y er sýkn sakar og er bótakröfu gagnvart honum vísað frá dómi. 18 Ákærða X greiði A 500.000 króna miskabætur með vöxtu m samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 27. apríl 2020 til 11. febrúar 2021 og með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærða X greiði 1.978.110 króna sakarkostnað, þar með talda 659.680 króna þóknun Lilju Margrétar Olsen réttargæslumanns A , 82.460 króna verjandaþóknun Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, 494.760 króna verjandaþóknun Hilmars Garðars Þorsteinssonar lögmanns og 706.800 króna málsvarnarlaun Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar skipaðs verjanda ákærðu. Úr ríkissjóði greiðast 706.800 króna málsvarnarlaun Guðmundar St. Ragnarssonar skipaðs verjanda ákærða Y . Jónas Jóhannsson