Héraðsdómur Austurlands Dómur 22. nóvember 2021 Mál nr. S - 112/2021 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) g egn A ( Páll Kristjánsson lögmaður ) Dómu r . I. 1. Mál þetta, sem dómtekið var þann 1 6 . nóvember 202 1 , er höfðað af lögreglustjóranum á Austurlandi með ákæru, útgefinni 2 0. september sl., á hendur A , kt. , , : ,, fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, framin í , með því að hafa um nokkurt skeið fram til þriðjudagsins 10. febrúar 2021, í sölu - og dreifingarskyni, á heimili sínu að , , haft í vörslum sínum 37,22 grömm af muldum kannabislaufum og 23,17 grömm af Marihuana og ræktað 10 kannabisplöntur sem vógu samtals 4.590 grömm og mældust 65 - 115 cm háar, sem lögreglan fann þar við leit þann sama dag ásamt ýmsum munum, sem notaðir voru við ræktunina. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. breytingarlög og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. breytingarreglugerðir. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist, að gerðar verði u pptækar framangreindar 10 kannabisplöntur, 37,22 grömm af muldum kannabislaufum og 23,17 grömm af Marihuana auk 55 kannabisfræja, sem hald var lagt á, sbr. 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 . Jafnframt er, sbr. 7. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, krafist upptöku á eftirtöldum munum sem notaðir höfðu verið eða ætlaðir voru til ólögmætrar ræktunar kannabisjurta og meðferðar fíkni efna og lögreglan lagði hald á við rannsókn málsins, á heimili ákærða : 2 1. Vog, 1 stk. (nr. í munaskrá 537728 ). 2. Glerkrukkur, 5 stk . (nr. 537732 ). 3. Loftblásari/vifta 1 stk. (nr. 537733 ). 4. Gróðurhúsalampi , 2 stk. (nr. 537734 ). 5. Blómapottar , 1 0 stk . (nr. 537735 ). 6. Gróðurtjald, 1 stk . ( nr. 537736 ). 7. Loftsía, 1 stk. (nr. 537737). 8. Loftblásari, 1 stk. (nr. 537742). 9. Tímarofi, 3 stk. (nr. 537756). 10. Vatnsdæla, 1 stk. (nr.537757). 2. Fyrri hönd skipaðs verjanda Páls Kristjánssonar lögmanns krafðist Stefán Karl Kristjónsson lögmaður, þe ss við flutning, að ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. Jafnframt var þess krafist að allur sakarkostnaður, þ. m.t. sá kostnaður sem til hefði fallið vegna rannsóknar beiðni lögregl ustjór a til rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði , að því er varðaði greiningu og styrkleikamælingu á sýnishorni haldlagðrar plöntu , yrði lagður á ríksissjóð, en einnig að því er varðaði hæfileg a málflutningsþóknun vegna starfa verjandans í þágu ákærð a . II. 1. Samkvæmt gögnum v ar ákærð i í máli þessu handtek in n þann 1 0. febrúar sl. í kjölfar rannsóknaraðgerða lögreglu . Í kjölfarið og á grundv e ll i dómsúrskurðar um húsleit á heimili ákærða lagði lögregla m.a. hald á þær kannabisplöntur og fíkniefni, en einnig þann búnað , sem lýst er í ákæru. Við áframhaldandi lögregluaðgerðir og yfirheyrslu játaði ákærði sakare efnið. Samkvæmt matsgerð rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði , dagsettr i 16. mars sl., fannst kannabisefni í fyrrnefndu sýnis horni lögreglu. Segir þar um nánar að magn tetrahýdrókannabínóls í þurru sýni hafi reynst 69 mg/g, en reiknað magn efnisins 22 mg/g. 2. Fyrir dómi h efur ákærð i skýlaust játað sakargiftir líkt og þeim er lýst í ákæru . Með játningu ákærð a , sem ekki er ást æða til að efa að séu sannleikanum samkvæm, sem og nefndum rannsóknargögnum lögreglu, er að áliti dómsins nægilega 3 sannað að ákærð i hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst , en hún er þar réttilega heimfærð til laga. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. III . Ákærði, sem er ár a , hefur samkvæmt sakavottorði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Með hliðsjón af framgreindu, sakarefni máls þessa og alvarleika, sbr. viðeigandi ákvæði 1. mgr. 70. gr., þykir refsing ákærð a hæfilega ákveðin þriggja mánaða fangelsi. Að ofangreindu virtu og með hliðsjón af skýlausri játningu ákærð a við alla meðferð málsins þykir eins og atvikum er háttað fært að fresta fullnustu refsing ar ákærð a og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi hann almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Dæma ber ákærð a til þess að sæta upptöku á þeim plöntum , plöntuhlutum og fíkniefn um , en einnig búnaði, sem lögregla lagði hald á, eins og krafist er í ákæru, sbr. dómsorð. Loks ber að dæma ákærð a til að greiða allan sakarkostnað ákæruvalds, sem samkvæmt sakarkostnaðaryfirliti nemur samtals 86.815 krónum , en að álit dómsins eru varnir ákær ða að því leyti haldlausar . Að auki skal ákærði greiða málflutningsþóknun skipað s verjenda s íns , en einnig ferðakostnað hans , og þá með hliðsjón af verkskýrslu, eins og nánar segir í dómsorði. Af hálfu ákæruvaldsins fór Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari me ð málið. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð Ákærði , A , sæti þriggja mánaða fangelsi, en fullnustu refsing arinnar skal frestað og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærð i sæti upptöku á plöntum , plöntuhlutum og fíkniefnum , en einnig búnaði , eins og nánar er rakið í ákæru , sbr. munaskrá lögreglu nr. 537728, 537732 - 7 , 537742, 4 537756 og 537757 , þ.e. v og, 1 stk. , g lerkrukkur, 5 stk , l oftblásari/vifta , 1 stk. , g róðurhúsalampi , 2 stk. , b lómapottar , 1 0 stk. , g róðurtjald, 1 stk . , l oftsía, 1 stk. , l oftblásari, 1 stk. , t ímarofi, 3 stk. og v atnsdæla, 1 stk. Dæma ber ákærð a til að greiða sakarkostnað ákæruvalds samkvæmt sakarkostnaðaryfirliti, samtals 86.815 krónur , en einnig málflutningsþóknun skipaðs verjanda síns, Páls Kristjánssonar lögmanns, 188.480 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, en einnig ferðakostnað fulltrú a verjandans að fjárhæð 19.261 krón a .