D Ó M U R 20. janúar 2021 Mál nr. E - 1932/2020: Stefnandi: Mavericks ehf. (Haukur Örn Birgisson lögmaður) Stefndi: USAerospace Associates LLC (Páll Ágúst Ólafsson lögmaður) Dómari: Arnaldur Hjartarson héraðsdómari D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 20. janúar 2021 í máli nr. E - 1932/2020: Mavericks ehf. (Haukur Örn Birgisson lögmaður) gegn USAerospace Associates LLC (Páll Ágúst Ólafsson lögmaður) Mál þetta, sem var dómtekið 8. janúar sl., var höfðað 12. febrúar 2020. Stefnandi er Mavericks ehf., Furuási 21 í Hafnarfirði. Stefndi er USAerospace Associates LLC, 45025 Aviation Drive, Suite 108, 150, Dulles, Virginíufylki í Bandaríkjunum. Stefnandi kre fst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 40.575.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 4.800.000 krónum frá 16. september 2019 til 24. september 2019, af 9.600.000 krónum frá þeim degi t il 1. október 2019, af 10.845.000 krónum frá þeim degi til 23. október 2019, af 15.645.000 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 2019, af 17.685.000 krónum frá þeim degi til 26. nóvember 2019, af 22.485.000 krónum frá þeim degi til 3. desember 2019, af 23.1 75.000 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2020 og af 40.575.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Til frádráttar dómkröfu stefnanda koma innborganir stefnda að fjárhæð 1.000.000 krónur 23. september 2019, 2.000.000 krónur 25. september 2019, 3.045.000 krónur 3. október 2019, 3.000.000 krónur 22. nóvember 2019 og 1.800.000 krónur 29. nóvember 2019. Þá er krafist málskostnaðar. Stefndi krefst aðallega sýknu og málskostnaðar en til vara verulegrar lækkunar á dómkröfum stefnanda og að málskostnaður verði felldur niður. I Stefnandi er einkahlutafélag sem starfar við hugbúnaðargerð. Mál þetta höfðar stefnandi til innheimtu á greiðslum samkvæmt þjónustusamningi sem félagið gerði við stefnda 12. september 2019. Stefndi, sem starfar við flugrekstur, byg gir á því að honum beri ekki skylda til að inna af hendi greiðslur samkvæmt samningnum vegna vanefnda stefnanda. Í 1. gr. fyrrnefnds samnings er kveðið á um að stefnandi skuli veita stefnda vef - starfsemi stefnda. Tímagjald nemi 15.000 krónum auk virðisaukaskatts gegn framvísun reiknings og 3 vinnuskýrslu. Þjónusta stefnanda skuli nema a.m.k. 320 klukkustundum á mánuði. Því árhæð en sem nemur 320 klukkustundum. Fari þjónusta umfram 320 klukkustundir skal þjónustusali gera þjónustukaupa sannanlega viðvart ásamt upplýsingum um umfang og eðli í þróun hjá þjónustusala án sérstakrar greiðslu fyrir uppsetningu. Hugbúnaðurinn er í þróun og tekur endurgjald vegna uppsetningar mið af því að endurskoðunar er þörf á Í 2. gr. samningsins segir meðal annars að stefnandi vinni að því að þ róa hugbúnaðarlausnir fyrir fyrirtæki í flugrekstri. Samningurinn feli í sér samstarf aðila og muni þeir vinna að því að styðja uppbyggingu hvor annars báðum aðilum til hagsbóta. Þar er einnig vikið að greiðslu þóknunar vegna notkunar hugbúnaðar í framhald inu en (PSS system) skal vera að lágmarki kr. 1.000.000, - að viðbættri þóknun veg na O og D gjalda per farþega. Miðað skal við að fyrsta greiðsla vegna mánaðarlegrar leigu bókunarkerfis farþega (e. passenger service system). Í 3. gr. samningsins kem ur fram að hann gildi frá 12. september 2019 og sé ótímabundinn. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur sé þrír mánuðir. Því næst segir: Með tölvubréfi lögmanns stefnda til fyrirsvars manna stefnanda 31. desember 2019 var fyrrnefndum samningi sagt upp miðað við komandi mánaðamót. Fram kemur í endurskoðuðu fyrirkomulagi. Vikið er að uppsögn samnin gsins. Því næst segir að ítrekað sé að á sama tíma sé boðið til samstarfsfundar um annars vegar uppgjör vegna umrædds samnings, að farið verði yfir verkefnið, verkefnislýsinguna og stöðuna og að það verði gert upp með sjálfstæðum hætti. Með tölvubréfi Rób erts Leifssonar, fyrirsvarsmanns stefnanda, til lögmanns stefnda 2. janúar 2020 var lýst yfir áhuga á frekara samstarfi. Tvö skilyrði væru þó fyrir áframhaldandi samningsgerð, þ.e. í fyrsta lagi að eftirstöðvar allra útsendra reikninga stefnanda yrðu gerða r upp. Í öðru lagi að stefndi myndi setja fram fyrsta tilboð eða drög að samningi. Með tölvubréfi fyrirsvarsmanns stefnda til stefnanda sama dag segir meðal ekki annað 4 Með tölvubréfi fyrirsvarsmanns stefnanda til stefnda 7. janúar 2020 er lýst yfir áhuga á viðræðum um frekara samstarf, en áskilið að 17.000.0000 krónur verði gerðar upp við félagið. Í minnisblaði stefnda, d ags. 14. janúar 2020, eru settar fram athugasemdir af hálfu stefnda við verk stefnanda. Ágreiningslaust er að höfundur skjalsins er Kristján Þorvaldsson, sem starfaði á umræddum tíma sem yfirmaður tæknimála hjá stefnda. Fyrir liggur uppfærð útgáfa umrædds minnisblaðs, dags. 15. janúar 2020, þar sem fyrirsvarsmenn stefnanda svara að einhverju leyti athugasemdum í skjalinu. Vikið er að sömu atriðum í tölvubréfi fyrirsvarsmanns stefnanda til lögmanns stefnda 15. janúar 2020. Vilji stefnanda til frekari viðræð na um nýtt samstarf var þar áréttaður, sem og í tölvubréfum 16. og 20. janúar 2020. Með bréfi lögmanns stefnda til stefnanda, dags. 20. janúar 2020, lýsti stefndi yfir riftun fyrrgreinds þjónustusamnings. Í bréfinu kemur meðal annars fram að stefnandi haf i 31. desember 2019. Fullyrðingum stefnanda um annað sé hafnað. Þá sé vinnuframlag í september 2019 óljóst þar sem vinnuskýrslugerð sé verulega ábótavant. Hið sama e igi við um vinnuskýrslur fyrir október, nóvember og desember 2019. Þá hafi komið í ljós að stefnandi hafi veitt stefnda rangar, villandi og jafnvel blekkjandi upplýsingar um stöðu og virkni hugbúnaðar og vænta þjónustu stefnanda. Vanefndir stefnanda séu ve rulegar og réttlæti riftun stefnda á samningnum, sbr. lög nr. 50/2000 um lausafjárkaup. Með bréfi lögmanns stefnanda til stefnda, dags. 24. janúar 2002, var því alfarið mótmælt að stefnandi hefði vanefnt umræddan samning. Aðfinnslur stefnda væru fyrirslát tur, einkum með vísan til þess að fyrir 14. janúar 2020 hefði sjónarmiðum um vanefndir aldrei verið haldið á lofti. Var þess krafist að vanskil stefnda yrðu gerð upp ásamt öðrum nánar tilgreindum greiðslum. Með bréfi lögmanns stefnda til stefnanda, dags. 29. janúar 2020, var kröfunni hafnað. Þá var krafist endurgreiðslu á 10.845.000 krónum vegna ónothæfrar þjónustu og hugbúnaðar. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu fyrir dómi Róbert Leifsson, fyrirsvarsmaður stefnanda, og vitnið Gunnar Steinn Pálsson, se m starfar sem verktaki við almannatengsl og önnur ótilgreind verkefni fyrir stefnda. II Stefnandi byggir dómkröfu sína á því að stefnda beri að uppfylla skyldur sínar samkvæmt fyrrgreindum þjónustusamningi og greiða vangreiddar kröfur og bætur í uppsagnarfresti. Samningurinn sé skuldbindandi um greiðslu útgefinna reikninga, uppsagnarfrests og leigugreiðslna í uppsagnarfresti, sem stefnandi hafi efnt að öllu leyti. 5 Í 1. gr. þjónustusamningsins komi fram að stefnandi taki að sér að veita stefnda þjónustu sem felist í hugbúnaðar - og vefuppsetningu, hugbúnaðarþróun og forritun og skyldri þjónust u. Í samningnum felist að auki uppsetning bókunarkerfis sem sé í þróun hjá stefnanda. Samkvæmt framansögðu hafi stefnandi átt að þróa, í samráði og samstarfi við stefnda, bókunarkerfi sem stefndi gæti notað í ætluðum flugrekstri. Í samningi málsaðila sé ek ki kveðið á um neina skiladaga eða tímamörk þar sem tilteknar hugbúnaðarlausnir hafi átt að vera til reiðu fyrir stefnda. Hvergi sé að finna neina skilgreiningu á virkni hugbúnaðarins né hvað teljist til fullbúinnar vöru. Hið rétta sé að samningurinn er af ar óljós hvað þetta varði. Það blasi hins vegar við að málsaðilar hafi ætlað að þróa tiltekinn hugbúnað um ótiltekinn tíma. Hafi stefndi viljað semja um tiltekna skiladaga vegna tiltekinnar virkni hefði hann átt að setja slík ákvæði í samning aðila sem haf i verið saminn af honum sjálfum. Í samningnum sé aðeins kveðið á um eitt tímamark, þ.e. 31. desember 2019, en samningnum ekki átt að greiða sérstaklega fyrir slíka upps etningu og sé það sérstaklega tekið fram í samningnum að aðilar séu meðvitaðir um að endurskoðunar sé þörf á kerfinu. Stefnandi hafi lokið uppsetningu hugbúnaðarins þann 22. september 2019 þegar kerfið hafi verið flutt yfir í raunumhverfi stefndam en frá þ eim tíma hafi verið hægt að bæta við kerfið óskum stefnda vegna fyrirhugaðrar flugmiðasölu. Það hafi hvergi komið fram í samningi málsaðila eða öðrum samskiptum að hugbúnaðurinn hafi átt að vera tilbúinn til notkunar í ætluðum flugrekstri stefnda þann 31. desember 2019 eins og stefndi hafi fullyrt í bréfi, dags. 20. janúar 2020. Það sé því með öllu fráleitt að saka stefnanda um vanefndir á samningi málsaðila. Einu vanefndirnar sem hafi orðið á samningnum séu af hálfu stefnda. Hann hafi þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir ekki greitt umsamda reikninga, en þá reikninga sem hann hafi greitt hafi hann greitt seint og illa og vanskil hafi meira eða minna verið frá upphafi. Við árslok 2019 hafi útgefnir reikningar stefnanda í vanskilum numið samtals 12.330.000 krónum, en stefndi hafi engar skýringar gefið stefnanda á þessu. Stefndi hafi með háttsemi sinni vanefnt þær skyldur sem hann hafi sjálfur sett fram í þjónustusamningi aðila og ekkert hafi komið fram í málinu sem geti réttlætt þann drátt sem orðið hafi á greiðs lum. Það sé algjörlega ótækt að halda því fram að stefnandi hafi vanefnt skyldur sínar samkvæmt þjónustusamningi málsaðila enda sé ekki með neinum hætti hægt að sýna fram á slíkar vanefndir. Öllum ávirðingum þess efnis sé því hafnað og fráleitt að stefnda sé heimilt að rifta samningnum af þessum sökum. Stefnandi telji að skýringar stefnda feli í sér algjöran fyrirslátt og eftiráskýringar en samkvæmt gögnum málsins hafi það ekki verið fyrr en 14. janúar 2020 sem stefndi hafi haldið uppi ásökunum um meintar v anefndir stefnanda. Þau sjónarmið hafi komið fram rétt eftir að stefnandi hafi sótt fast á að fá greidda útistandandi reikninga frá stefnda. 6 Samkvæmt 1. gr. þjónustusamnings málsaðila hafi stefndi átt að greiða 15.000 krónur fyrir hverja unna klukkustund gegn framvísun reiknings og vinnuskýrslu. Þjónusta stefnanda hafi átt að vera að minnsta kosti 320 klukkustundir hvern mánuð. Stefndi hafi skuldbundið sig til að greiða aldrei lægri fjárhæð en sem nemur 320 klukkustundum og ef þjónusta færi umfram það tím amark skyldi stefnandi gera stefnda viðvart með upplýsingum um umfang og eðli verkefna. Að auki hafi stefndi átt að greiða mánaðarlega þóknun vegna notkunar hugbúnaðar stefnanda samkvæmt 2. gr. samningsins og hafi stefndi átt að greiða fasta mánaðarlega le igugreiðslu vegna hugbúnaðarins, að lágmarki 1.000.000 krónur að viðbættri þóknun frá og með 1. janúar 2020. Samkvæmt 3. gr. þjónustusamningsins nemi gagnkvæmur uppsagnarfrestur þremur mánuðum. Stefnandi eigi tilkall til greiðslna vegna annars vegar veitt rar þjónustu, sem þegar hafi verið reikningsfærð og hins vegar þóknunar á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Tímabil uppsagnarfrests sé 1. janúar til 31. mars 2020. Stefndi hafi sagt samningi aðila einhliða upp og hafnað frekara vinnuframlagi stefnanda. Þrátt fyrir það beri stefnda skylda til þess að greiða þóknanir í uppsagnarfresti og þar með bæta stefnanda það tjón sem félagið verði fyrir vegna uppsagnar stefnda. Greiðsluskylda stefnda falli ekki niður á uppsagnarfresti þótt stefndi hafi sagt upp samningnum . Samkvæmt framansögðu sundurliðist krafa stefnanda með svofelldum hætti: Útgefnir reikningar vegna sept - des 2019 kr. 23.175.000 Vinna í uppsagnarfresti jan - mars 2020 kr. 14.400.000 Leigugreiðslur á uppsagnarfresti jan - mars 2020 kr. 3.000.000 Innbo rganir kr. - 10.845.000 Eftirstöðvar kr. 29.730.000 Til frádráttar dómkröfu stefnanda komi innborganir stefnda að fjárhæð 1.000.000 krónur 23. september 2019, 2.000.000 krónur 25. september 2019, 3.045.000 krónur 3. október 2019, 3.000.00 0 krónur 22. nóvember 2019 og 1.800.000 krónur 29. nóvember 2019. Innborganir stefnda nemi samtals 10.845.000 krónum og skuli dragast frá höfuðstól dómkröfu stefnanda og skuli við vaxtaútreikning miða við stöðu kröfunnar hverju sinni. Um lagarök sé einku m vísað til meginreglna kröfu - og samningaréttar um efndir fjárskuldbindinga og skuldbindingargildi samninga. III Stefndi byggir aðalkröfu sína um sýknu á eftirfarandi málsástæðum. Í fyrsta lagi hafi stefnandi ekki efnt sinn hluta samningssambands aðila um að hafa til reiðu fyrir stefnda eigi síðar en 31. desember 2019 nothæfan hugbúnað til flugrekstrartengdrar 7 starfsemi, sbr. þjónustusamning aðila þrátt fyrir margítrekuð fyrirheit og fullyrðingar um annað. Athugasemdir stefnanda við minnisblað ste fnda staðfesti að umræddur hugbúnaður hafi ekki verið nálægt því að vera með þá grunnvirkni sem áskilin hafi verið í samningnum. Stefnandi hafi, sem sérfræðingur í flugrekstrartengdum hugbúnaði, átt að vita hvaða þjónustu stefndi teldi sig vera að kaupa af honum. Kynning stefnanda á þjónustu sinni fyrir fulltrúa stefnda í nóvember 2019 hafi ekki gefið stefnda vísbendingu um neitt annað en að sú sérþekking væri fyrir hendi hjá stefnanda. Stefndi telji því kröfur umfram þær greiðslur sem hann hafi þegar innt af hendi ekki eiga við nein rök að styðjast, enda hafi stefndi rift þjónustusamningnum með bréfi, dags. 20. janúar 2020. Eins og fram komi í bréfinu þá hafi stefnandi á þeim tíma ekki enn gert afurð þjónustusamningsins, hugbúnaðinn, tilbúinn til notkunar o g reksturs. Stefnandi hafi þó fullyrt að fullnægjandi hugbúnaðarvirkni sé tilbúin til notkunar og hafi verið frá því í september 2019. Þær fullyrðingar standist ekki skoðun. Til viðbótar komi að vinnuframlag í september 2019 sé óljóst þar sem vinnuskýrslug erð sé verulega ábótavant. Sama megi segja um framlagðar vinnuskýrslur fyrir október, nóvember og desember 2019. Engin leið sé að átta sig á því hvað hafi í raun verið unnið. Það eina sem liggi fyrir sé að vinnan hafi ekki skilað afurðinni sem um hafi veri ð samið. Að auki hafi komið í ljós að forsvarsmenn stefnanda hafi veitt fulltrúa stefnda beinlínis rangar, villandi og mögulega blekkjandi upplýsingar hvað varðaði stöðu og virkni hugbúnaðarins og vænta þjónustu stefnanda, sbr. kynningu stefnanda fyrir fyr irsvarsmanni stefnda 12. nóvember 2019 og minnisblað, dags. 2. janúar 2020, sem stefnandi hafi kosið að leggja ekki fram með stefnu sinni. Í því minnisblaði fjalli stefnandi um stöðu einstakra verkþátta afurðarinnar. Þar sé því lýst að mörgum verkþáttum sé ólokið þó stefnanda hafi mátt vera ljóst að allt hafi átt að vera tilbúið eigi síðar en 31. desember 2019. Í öðru lagi geti stefnandi ekki haft uppi gegn stefnda kröfu um leigugreiðslur á uppsagnarfresti af þeirri ástæðu að þjónustusamningi málsaðila haf i verið rift vegna vanefnda stefnanda, sbr. að afurðin hafi ekki verið tilbúin 31. desember 2019. Stefndi telji ekki unnt að krefjast greiðslu leigu af ónothæfri afurð. Viðurkennt sé af hálfu stefnanda að hugbúnaðurinn hafi hvorki fullnægt lagalegum kröfum né kröfum um grunnvirkni 31. desember 2019. Sú viðurkenning komi bæði fram í samantekt stefnanda, dags. 2. janúar 2020, og athugasemdum stefnanda við minnisblað stefnda. Þá sé augljóst að fyrir ófullgerða afurð sé ekki hægt að krefjast leigu. Stefndi kr efjist sýknu af kröfu um greiðslu vegna vinnu í uppsagnarfresti janúar til mars 2020 af sömu ástæðum og að framan eru raktar. Í þriðja lagi virðist sem stefnandi hafi reiknað með að einhverjir aðrir en starfsmenn hans ættu að vinna vinnuna við hugbúnaðin n. Sú málsástæða stefnanda standist ekki. Kynning stefnanda á þjónustu sinni sýni berlega að stefnandi lýsi því sem einu af sínum aðalsmerkjum að hann annist alla þjónustu og samskipti við þriðja aðila 8 sem þörf sé á. Ljóst sé því að stefnandi geti ekki eft ir á borið fyrir sig þá afsökun að einhver annar en hann hafi átt að annast tiltekna þætti vinnunnar. Stefndi mótmæli því að um eitthvert samskiptaleysi hafi verið að ræða milli málsaðila, eins og stefnandi beri fyrir sig. Stefndi hafi lagt stefnanda til vinnuaðstöðu á starfsstöð stefnda hér á landi. Hafi eitthvað verið óljóst, upplýsingar vantað eða spurningar vaknað þá hafi stefnanda verið í lófa lagið að nálgast stefnda til að afla skýringa þar sem þeir hafi verið daglega á sama stað. Þá eigi stefnandi ekki rétt á frekari greiðslum frá stefnda þar sem engin nothæf vara hafi verið afhent stefnda. Þá sé því mótmælt að stefnandi geti byggt rétt á því sem fram komi í samskiptum aðila í samningsumleitunum í ársbyrjun 2020. Varakrafa stef nda um að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar byggist á sömu málsástæðum og sjónarmiðum og rakin hafa verið fyrir aðalkröfu hans að breyttu breytanda. Um lagarök sé vísað til almennra meginreglna samninga - og kröfuréttar og laga nr. 7/1936 um samning sgerð, umboð og ógilda löggerninga, einkum I. og III. kafla laganna. Loks er vísað til ákvæða laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup og laga nr. 42/2000 um þjónustukaup. IV Ágreiningslaust er að málsaðilar gerðu með sér samning um tiltekna vef - og hugbú naðarþjónustu 12. september 2019. Dómkrafa stefnanda er þríþætt. Í fyrsta lagi er farið fram á greiðslur vangreiddra reikninga. Er þar um að ræða kröfur sem byggjast á 1. gr. umrædds samnings, en þar er, eins og áður segir, kveðið á um skyldu stefnda til a ð greiða stefnanda mánaðarlega eigi lægri fjárhæð en sem nemi endurgjaldi fyrir 320 vinnustundir, en tímagjaldið nam 15.000 krónum auk virðisaukaskatts. Miðast fyrirliggjandi reikningar annars vegar við útselda þjónustu samkvæmt áðurnefndum 320 stundum en einnig viðbótarvinnu sem numið hafi 83 stundum í september, 136 stundum í október og 46 stundum í nóvember. Þess skal getið að þrátt fyrir áðurnefnda tilvísun í samningi aðila til þess að virðisaukaskattur bætist ofan á tímagjaldið þá bera reikningar og kr öfugerð stefnanda með sér að stefndi hefur ekki verið krafinn um virðisaukaskatt, en við málflutning skýrði lögmaður stefnanda þetta með vísan til þess að stefndi sé erlendur lögaðili. Í öðru lagi er farið fram á sambærilegar greiðslur vegna 320 vinnustu nda á mánuði meðan á þriggja mánaða uppsagnarfresti stóð, en ágreiningslaust er að stefndi sagði upp samningnum 31. desember 2019. Samkvæmt 3. gr. samningsins var hann ótímabundinn en þar var þó einnig mælt fyrir um þriggja mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest . 9 Í þriðja lagi er farið fram á leigugreiðslur vegna notkunar á hugbúnaði meðan á þriggja mánaða uppsagnarfresti stóð með vísan til 2. gr. samningsins, en þar kemur fram syst mánaðarlegrar leigu hugbúnaðar verði 1. janúar 2020. Stefndi mótmælir kröfum stefnanda en teflir ekki fram málsástæðum sem leitt gætu til ógildingar fyrrgreinds samnings eða eins takra ákvæða hans. Verða fyrrgreind ákvæði því lögð til grundvallar úrlausn málsins nema til þess komi að fallist verði á málsástæður stefnda um að stefnandi hafi vanefnt samninginn og það hafi réttlætt annars vegar að stefndi hafi haldið eftir greiðslum o g hins vegar að honum hafi verið heimilt að rifta samningnum. Ágreiningslaust er að stefndi lýsti yfir riftun hans með bréfi, dags. 20. janúar 2020, en stefnandi mótmælir því alfarið að skilyrði séu til riftunar samningsins. Stefndi byggir, eins og áður segir, á því að stefnandi hafi vanefnt umræddan samning þar sem þjónusta stefnanda hafi verið gölluð. Stefndi ber sönnunarbyrðina fyrir þeirri staðhæfingu sinni, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 26. október 2006 í máli nr. 99/2006. Þrátt fyrir það hefur stefndi ekki leitast við renna stoðum undir staðhæfingu sína með öflun mats dómkvadds manns. Þá leiddi stefndi ekki fyrir dóminn Kristján Þorvaldsson til að varpa nánara ljósi á aðfinnslur stefnda, en Kristján starfaði á umræddum tíma sem yfirmaður tæknim ála hjá stefnda og var höfundur minnisblaðs, dags. 14. janúar 2020, þar sem fyrst virðast hafa verið settar fram athugasemdir við störf stefnanda í þágu stefnda. Þá er ekki unnt að líta svo á að stefnandi hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt 3. gr. samnings málsaðila, enda setti stefnandi upp hugbúnaðinn og gerði hann aðgengilegan stefnda fyrir það tímamark, jafnvel þótt þá stæði eftir frekari þróun hugbúnaðarins sem til stóð að færi fram í samstarfi við stefnda sem myndi leggja til upplýsinga r um atriði á borð við flugleiðir, flugvelli, fargjöld fyrir mismunandi farrými og það hvort unnt yrði að fljúga með gæludýr. Til stuðnings þeirri niðurstöðu að frekari þróun hugbúnaðarins hafi verið viðbúin þá kemur einnig fram í 3. gr. samningsins að han n sé ótímabundinn auk þess sem í 1. gr. samningsins segir að hugbúnaðurinn sé í þróun og taki endurgjald fyrir uppsetningu mið af því að endurskoðunar sé þörf á hugbúnaðinum. Þá er ekki unnt að fallast á það með stefnda að ummæli af hálfu fyrirsvarsmanna s tefnanda í athugasemdum þeirra við minnisblað stefnda, dags. 15. janúar 2020, hafi falið í sér viðurkenningu á því að þjónusta þeirri hafi verið gölluð eða þá að önnur gögn málsins beri með sér að stefnandi myndi veita stefnda meiri þjónustu en raun bar vi tni. Í þeim efnum skal þess sérstaklega getið að stefndi, sem naut aðstoðar lögmanns, gat ekki vænst þess að stefnandi myndi ganga frá samningum við þriðju aðila án sérstaks umboðs frá stefnda. Fyrirheit stefnanda um vandaða þjónustu í sölukynningu á fundi með fulltrúum stefnda 12. nóvember 2019 er auk þess ekki unnt að skilja sem skuldbindingu af hálfu stefnanda um að hann gæti gengið frá slíkum 10 samningum. Loks varð stefndi ekki við þeirri áskorun stefnanda, sem stefndi hafði áður upplýst í þinghaldi 22. o któber sl. að orðið yrði við, að fyrirsvarsmaður stefnda gæfi skýrslu fyrir dómi við aðalmeðferð málsins, en við það tækifæri hefði verið unnt að bera upp spurningar um aðfinnslur stefnda og fá fram nánari skýringu á þeim, sbr. 2. mgr. 50. gr. laga nr. 91/ 1991 um meðferð einkamála. Að öllu þessu virtu hefur stefnda ekki tekist að sanna þá staðhæfingu sína að hugbúnaður stefnanda hafi verið gallaður eða að stefnandi hafi á annan hátt vanefnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningi aðila með þeim hætti að ste fnda hafi verið heimilt að beita vanefndaúrræðum á borð við það að halda eftir greiðslum eða lýsa yfir riftun. Raunar bera gögn málsins auk þess með sér að lögmaður stefnda hafi ítrekað í samskiptum málsaðila sagt greiðslur vera væntanlegar, sbr. einkum fy rirliggjandi samskipti í gegnum forritið Whatsapp, en þær hafi síðan ekki borist nema að afar takmörkuðu leyti. Vanskil af hálfu stefnda urðu þannig umtalsverð löngu áður en hann hafði uppi nokkrar athugasemdir við þjónustu stefnanda í janúar 2020. Fram að þeim tíma hafði stefndi ekki haft uppi nokkrar athugasemdir við útgefna reikninga stefnanda eða andmælt þeim á annan hátt. Í samræmi við framangreinda niðurstöðu ber að mati dómsins að fallast á það með stefnanda að stefndi hafi undirgengist þá skuldbind ingu að greiða stefnda mánaðarlega endurgjald fyrir 320 vinnustundir og aukagreiðslur fyrir viðbótarvinnu, sbr. fyrsta þátt dómkröfu hans. Var tímagjald samkvæmt samningum skýrt. Ekki er heldur unnt að fallast á það með stefnda að vinnuskýrslur stefnanda s éu svo óskýrar að það standi í vegi kröfu stefnanda, en stefndi hefur auk þess ekki gert neinn reka að því að skýra nánar málsástæðu sína í þá átt. Þá á annar þáttur dómkröfu stefnanda sér stoð í 3. gr. samnings málsaðila auk þess sem 2. gr. samningsins re nnir fullnægjandi stoðum undir þriðja þátt dómkröfunnar, en stefnda hefur, eins og áður, segir ekki tekist að sanna þá staðhæfingu sína að hugbúnaði stefnanda hafi verið áfátt eða að skilyrðum til riftunar samningsins hafi verið fullnægt. Að þessu virtu b er að fallast á það með stefnanda að stefnda verði gert að greiða honum höfuðstól dómkröfunnar með dráttarvöxtum að frádregnum nánar tilgreindum innborgunum stefnda. Hvað varðar upphafstímamark vaxta þá hefur stefndi borið því við að greiðslur samkvæmt sam ningi málsaðila hafi átt að greiðast mánaðarlega eftir á, en ekki fyrir fram. Stefnandi byggir aftur á móti á því að lögmaður stefnda hafi fallist á það af hálfu félagsins að breyta samningnum að þessu leyti. Enda þótt ákvæði 3. gr. samningsins áskilji að breytingar á honum séu gerðar með skriflegum hætti með viðauka þá er meginregla samningaréttar formfrelsi samninga. Fyrir liggur tölvubréf lögmanns stefnda frá 14. september 2019, þ.e. tveimur dögum eftir samningsgerðina, þar sem fallist var á beiðni stefn anda um að greiðslur yrðu inntar af hendi fyrir fram mánaðarlega. Sami lögmaður hafði annast samningsgerð fyrir stefnda og undirritað fyrir hans hönd 11 umræddan þjónustusamning 12. september 2019. Þar sem stefndi hefur ekki borið því við að lögmann félagsins hafi skort umboð að þessu leyti og í ljósi þess að stefndi innti í kjölfarið af hendi greiðslur til stefnanda á grundvelli samningssambandsins 23. september 2019 og 25. sama mánaðar og loks að því virtu að allt fram að riftun samningsins gerði stefndi eng ar athugasemdir við útgefna reikninga stefnanda, sem miðuðust allir við að greitt væri fyrir fram, eru ekki efni til annars en að að líta svo á að stefndi hafi með bindandi hætti fallist á að mánaðarlegar greiðslur samkvæmt samningnum skyldu greiddar fyrir fram. Verður vaxtakrafa stefnanda því tekin til greina, þó þannig að greiðslur, þar með talið á uppsagnarfresti, skyldu berast mánaðarlega og ákvarðast dráttarvextir í samræmi við það, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001. Í samræmi við þessa niðurstöðu verður stefnda gert að greiða stefnanda 40.575.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 4.800.000 krónum frá 16. september 2019 til 1. október 2019, af 10.845.000 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 2019, af 17.685.000 krónum frá þeim degi til 1. desember 2019, af 22.485.000 krónum frá þeim degi til 3. desember 2019, af 23.175.000 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2020, af 28.975.000 krónum frá þeim degi til 1. febrúar 2020, af 34.775.000 krónum frá þeim d egi til 1. mars 2020 og af 40.575.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum stefnda að fjárhæð 1.000.000 krónur 23. september 2019, 2.000.000 krónur 25. september 2019, 3.045.000 krónur 3. október 2019, 3.000.000 krónur 22. nóvember 2019 og 1.800.000 krónur 29. nóvember 2019. Með hliðsjón af þessum málsúrslitum, og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 1.550.000 kr., að teknu t illiti til virðisaukaskatts. Af hálfu stefnanda flutti málið Haukur Örn Birgisson lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Páll Ágúst Ólafsson lögmaður. Arnaldur Hjartarson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við meðferð málsins 3. september sl., en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. D Ó M S O R Ð: Stefndi, USAerospace Associates LLC, greiði stefnanda, Mavericks ehf., 40.575.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 4.800.000 krónum frá 16. september 2019 til 1. október 2019, af 10.845.000 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 2019, af 17.685.000 krónum frá þeim degi til 1. desember 2019, af 22.485.000 krónum frá þeim degi til 3. desember 2019, af 23.175.000 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2020, af 28.975.000 krónum frá þeim degi 12 til 1. febrúar 2020, af 34.775.000 krónum frá þeim degi til 1. mars 2020 og a f 40.575.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum stefnda að fjárhæð 1.000.000 krónur 23. september 2019, 2.000.000 krónur 25. september 2019, 3.045.000 krónur 3. október 2019, 3.000.000 krónur 22. nóvember 2019 og 1.800.00 0 krónur 29. nóvember 2019. Stefndi greiði stefnanda 1.550.000 krónur í málskostnað. Arnaldur Hjartarson