Héraðsdómur Reykjaness Dómur 17. september 2020 Mál nr. S - 63/2020: Ákæruvaldið (Ásmundur Jónsson saksóknar fulltrúi) g egn X (Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður) Dómur: Mál þetta var þingfest 23. júní 2020 og dómtekið 17. september. Málið höfðaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 9. janúar 2020 á hendur ákærða, X , kt. [...] , áður til heimilis að [...] , [...] , nú búsettum að [...] , [...] , fyrir brot í nánu sambandi gagnvart eiginkonu sinni, Y , kt. [...] , með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð hennar með ofbeldi og hótunum og þann 12. apríl 2018 á þáverandi heimili þeirra að [...] kýlt með krepptum hnefa í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma þannig að hendur þeirra beggja skullu í andlit hennar, því næst slegið eiginkonu sína með flötum lófa á vinstri kinn, í framhaldi brotið tvo kertastjaka í eigu hennar, komið í veg fyrir för hennar út úr íbúðinni með því að meina henni ítrek að að standa upp úr sófa, ítrekað ýtt henni niður í sófann og hótað því að hún færi ekki út án hans eða í líkpoka. Urðu afleiðingar háttsemi ákærða þær að Y hlaut sár og bólgu í andliti, sprungna vör, brot í framtönn hægra megin, roða og fleiður yfir gagnauga, þreyfieymsli yfir hægra kinnbeini og yfir brjóstkassa hægra megin og mar þar yfir. Er háttsemin talin varða við 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Fyrir dómi játaði ákærði undanbragðalaust þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Var því farið með má lið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjandi og verjandi höfðu tjáð sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Með skýlausri játningu ákærða fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknar gögnum máls, er sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. 2 Samkvæmt sakavottorði ákærða hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm í ágúst 2009 fyrir brennu, skjalafals og umferðarlaga brot og afplánaði rúmlega sjö mánaða refsingu áður en hann hlaut reynslulausn. Þá var hann í október 2011 dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás og fleira. Næst hlaut ákærði dóm 17. apríl 2015, en þá var hann dæmdur í tvegg ja ára og sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir frelsissviptingu, hótunarbrot, rán og minni háttar líkamsárás. Var um að ræða hegningarauka og fyrri reynslulausn dæmd upp. Loks var ákærði 20. júlí 2015 dæmdur í fangelsi í þrjú ár og tvo mánu ði, þar af þrjú ár skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir minni háttar líkamsárás og rán. Var hér einnig um hegningarauka að ræða. Hann lauk afplánun hins óskilorðsbundna hluta dómsins 12. júní 2018. Brot ákærða, sem hann er nú sakfelldur fyrir, var framið í apríl 2018. Með brotinu rauf hann þriggja ára skilorðsbundinn hluta dómsins frá 20. júlí 2015. Ber því nú að taka upp þann hluta dómsins og dæma með máli þessu samkvæmt reglum 60. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 7. gr. laga nr. 22/1955. Verður refsing á kærða samkvæmt því tiltekin eftir reglum 77. gr. hegningar laga og er heimilt að hafa þann dóm skilorðsbundinn. Í málinu liggur fyrir beiðni Y eiginkonu ákærða um að hann fái þá vægustu refsingu sem lög framast leyfa . Með hliðsjón af því, skýlausri játnin gu ákærða á sakargiftum , einlægri iðrun og því hve langt er um liðið frá því að brotið var framið er ákærði nú dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Með sömu rökum þykir, eins og hér stendur sérstaklega á, mega ákveða að fresta nú fullnustu fan gelsis refsingar þannig að hún falli niður að liðnum 2 árum frá dómsbirtingu , enda haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Samkvæmt greindum málsúrslitum og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga um meðfer ð sakamála ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað. Samkvæmt yfirliti ákæruvalds nemur útlagður kostnaður 32.032 krónum. Að auki ber að dæma ákærða til að greiða þóknun Guðmundar St. Ragnarsonar verjanda síns hér fyrir dómi. Með hliðsjón af eðl i og umfangi máls þykir sú þóknun hæfilega ákveðin 229.400 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, X , sæti fangels i í þrj ú ár og fjóra mánuði , en fresta skal fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. 3 Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talda 229. 400 krón a þóknun Guðmundar St. Ragnarssonar verjanda síns. Jónas Jóhannsson