Auglýsing
um regluleg dómþing á föstum þingstöðum
Með vísan til 22. gr. laga um dómstóla nr. 15, 25. mars 1998 og reglugerðar um dómþinghár og þingstaði hefur dómstólaráð, að fengnum tillögum dómstjóra héraðsdómstólanna, tekið svofellda ákvörðun um regluleg dómþing á föstum þingstöðum frá 1. júlí 2013:

1. gr.
1. Umdæmi Héraðsdóms Reykjavíkur.
    Þingstaður: Dómhús Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg, dómsalur 102.
    Regluleg dómþing verða hvern þriðjudag og fimmtudag kl. 10.00.

2. Umdæmi Héraðsdóms Vesturlands.
    Þingstaður: Héraðsdómur Vesturlands, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi.
    Regluleg dómþing verða 1. og 3. þriðjudag hvers mánaðar kl. 14.00.

3. Umdæmi Héraðsdóms Vestfjarða.
    Þingstaður: Héraðsdómur Vestfjarða, Hafnarstræti 9, Ísafirði.
    Regluleg dómþing verða 1. og 3. miðvikudag hvers mánaðar kl. 10.00.

4. Umdæmi Héraðsdóms Norðurlands vestra.
    Þingstaður: Héraðsdómur Norðurlands vestra, Skagfirðingabraut 21, Sauðárkróki.
    Regluleg dómþing verða 2. og 4. þriðjudag hvers mánaðar kl. 14.00.

5. Umdæmi Héraðsdóms Norðurlands eystra.
    Þingstaður: Héraðsdómur Norðurlands eystra, Hafnarstræti 107, Akureyri.
    Regluleg dómþing verða hvern fimmtudag kl. 13.30.

6. Umdæmi Héraðsdóms Austurlands.
    Þingstaður: Héraðsdómur Austurlands, Lyngási 15, Egilsstöðum.
    Regluleg dómþing verða 1. og 3. þriðjudag hvers mánaðar kl. 14.00.

7. Umdæmi Héraðsdóms Suðurlands skiptist í eftirfarandi dómþinghár:

         a. Umdæmi sýslumannanna á Hvolsvelli, Selfossi og Vík.
             Þingstaður: Héraðsdómur Suðurlands, Austurvegi 4, Selfossi.
             Regluleg dómþing verða 1. og 3. miðvikudag hvers mánaðar kl. 14.00.
         b. Umdæmi sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
             Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns, Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum.
             Regluleg dómþing verða 2. fimmtudag hvers mánaðar kl. 15.00, mánuðina febrúar, mars, apríl, maí, júní, september, október, nóvember og                  desember.

8. Umdæmi Héraðsdóms Reykjaness.
    Þingstaður: Héraðsdómur Reykjaness, Fjarðargötu 9, Hafnarfirði.
    Regluleg dómþing verða hvern miðvikudag kl. 9.00.


2. gr.

Hlé verða á reglulegum dómþingum mánuðina júlí og ágúst svo og frá 20. desember til 6. janúar, að báðum dögum meðtöldum. Þá falla regluleg dómþing niður á lögboðnum frídögum, sbr. lög nr. 88/1971.

 

3. gr.

Auglýsing þessi gildir frá og með 1. júlí 2013. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing dómstólaráðs dagsett 14. febrúar 2012.


 

 

 

Reykjavík, 6. júní 2013

Ólöf Finnsdóttir
framkvæmdastjóri dómstólaráðs
sign.