• Lykilorð:
  • Ávana- og fíkniefni
  • Ítrekun
  • Fangelsi
  • Svipting ökuréttar
  • Umferðarlagabrot
  • Ölvunarakstur

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Norðurlands eystra 22. júní 2018 í máli nr. S-82/2018:

Ákæruvaldið

(Agnes Björk Blöndal fulltrúi)

gegn

Veigari Árna Jónssyni

 

 

Mál þetta, sem var dómtekið 15. júní sl., var höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, með ákæru útgefinni 18. maí sl., á hendur Veigari Árna Jónssyni, kt. [...], Akureyri,

 

fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 1. apríl 2018, ekið bifreiðinni [...], undir áhrifum áfengis (vínandi í blóði reyndist vera 0,77 ‰) og undir áhrifum ávana- og fíkniefna (í þvagsýni fannst tetrahýdrókannabínólsýra), frá veitingahúsinu T Bone steikhús við Brekkugötu 3 á Akureyri, um götur bæjarins og að heimili sínu að Grenivöllum 30, þar sem lögregla hafði afskipti af honum.

Teljast brot þessi varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr., 1. mgr. sbr. 2. mgr. 45. gr. a, allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.  Jafnframt er gerð sú krafa að ákærði sæti sviptingu ökuréttar samkvæmt 101. gr. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, með síðari breytingum.“

 

Ákærði sótti ekki þing þrátt fyrir löglega birt fyrirkall. Þar var þess getið að málið kynni að verða dæmt að honum fjarstöddum, sbr. 1. mgr. 155. gr. laga nr. 88/2008. Er því heimilt samkvæmt 1. mgr. 161. gr. sömu laga með áorðnum breytingum að leggja dóm á málið að ákærða fjarverandi, enda varðar brot ekki þyngri viðurlögum en þar er áskilið í a-lið og framlögð gögn verða talin nægjanleg til sakfellingar. Verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og er þar rétt heimfærð til refsiákvæða.

 

26. apríl 2012 gerði ákærði sátt vegna hraðaaksturs og akstur undir áhrifum áfengis. Samkvæmt henni skyldi hann greiða 175.000 krónur í sekt og var sviptur ökuréttindum í 8 mánuði. 5. ágúst 2015 gerði hann sátt vegna hraðaksturs og akstur undir áhrifum fíkniefna. Því er nú um að ræða ítrekun brots í annað sinn. Í samræmi við dómvenju er refsing ákærða nú ákveðin fangelsi í 30 daga. Ákærði verður sviptur ökurétti ævilangt, sbr. 3. mgr. 101. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þá skal ákærði greiða sakarkostnað, 108.592 krónur. 

Ákærði er sviptur ökuréttindum

Dóm þennan kveður upp Arnbjörg Sigurðardóttir, aðstoðarmaður dómara.

 

D Ó M S O R Ð :

Ákærði, Veigar Árni Jónsson, sæti fangelsi í 30 daga.

Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dómsins að telja.

Ákærði skal greiða sakarkostnað, 108.592 krónur.