• Lykilorð:
  • Ávana- og fíkniefni
  • Játningarmál
  • Nytjastuldur
  • Fangelsi
  • Upptaka
  • Vopnalagabrot
  • Vörslur
  • Þjófnaður

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjavíkur 12. desember 2018 í máli nr. S-637/2018:

Ákæruvaldið

(Kristmundur Stefán Einarsson saksóknarfulltrúi)

gegn

Nils Vjaksa

(Sigurður Freyr Sigurðsson lögmaður)

 

            Mál þetta, sem dómtekið var 5. desember sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglu­stjóranum á höfuðborgarsvæðinu 30. október 2018, á hendur Nils Vjaksa, kt. [...],[...],Reykjavík, fyrir eftirtalin hegningar-, vopna- og fíkniefnalagabrot framin á árinu 2018:

 

I.

1.    Þjófnað með því að hafa, á tímabilinu frá þriðjudegi 26. júní til miðvikudagsins 27. júní, farið í heimildarleysi inn í bifreiðina [...] og stolið þaðan kveikjuláslyklum af bifreiðinni [...] við [...] í Reykjavík.

2.    Nytjastuld með því að hafa, í kjölfar þess sem greint er frá í 1. tl., tekið bifreiðina [...] og ekið henni heimildarlaust um höfuðborgarsvæðið uns ákærði stöðvaði aksturinn við Háaleitisbraut 49 í Reykjavík, þar sem ákærði var handtekinn.

3.    Fíkniefnalagabrot með því að hafa, við handtöku sem greint er frá í 2. tl., haft í vörslum sínum 2,77 g af amfetamíni sem fannst við leit lögreglu á ákærða.

 

Telst brot í 1. lið varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, brot í 2. lið varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 20/1956, og brot í 3. lið varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002.

 

II.

            Þjófnað með því að hafa, laugardaginn 30. júní, brotist inn í bifreiðina [...] og stolið þaðan Iphone farsíma að óþekktu verðmæti, seðlaveski að óþekktu verðmæti, snyrtispegli að óþekktu verðmæti og kveikjuláslyklum bifreiðarinnar, ásamt óþekktum fjölda af öðrum lyklum, við [...] í Reykjavík.

 

Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

III.

1.    Þjófnað með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 1. júlí 2018, brotist inn í þrjár óþekktar bifreiðar við [...] í Reykjavík og stolið úr þeim eftirtöldum munum sem fundust við leit lögreglu á ákærða er hann var handtekinn við [...] í kjölfar þjófnaðanna:

 

Munanúmer:

Lýsing munar:

Fjöldi:

Áætlað verðmæti:

466482

GPS staðsetningartæki

1 stk.

Óþekkt verðmæti

466484

Farsími, Iphone S, grár

1 stk.

Óþekkt verðmæti

466485

Farsími, Samsung Galaxy, gulllitaður

1 stk.

Óþekkt verðmæti

466486

Farsími, Samsung, svartur

1 stk.

Óþekkt verðmæti

466487

Farsími, takkasími

1 stk.

Óþekkt verðmæti

466490

Kveikjuláslykill, Ford

1 stk.

Óþekkt verðmæti

466493

Kveikjuláslykill

1 stk.

Óþekkt verðmæti

466494

Kveikjuláslykill

1 stk.

Óþekkt verðmæti

466495

Lyklar, margskonar

9 stk.

Óþekkt verðmæti

466497

Heyrnartól, Apple airpods

1 stk.

Óþekkt verðmæti

466499

Hleðslutæki, hleðslubanki, grár

1 stk.

Óþekkt verðmæti

466500

Hleðslutæki, Samsung

1 stk.

Óþekkt verðmæti

466501

Hleðslutæki, hleðslubanki, svartur/gylltur

1 stk.

Óþekkt verðmæti

466503

Skartgripur, næla

1 stk.

Óþekkt verðmæti

466504

USB minnislykill, 8 gb.

1 stk.

Óþekkt verðmæti

466505

Minniskort, Lexar

1 stk.

Óþekkt verðmæti

466506

Minniskort, Kingston, 8 gb.

1 stk.

Óþekkt verðmæti

466508

Hamar, rúðubrjótur

1 stk.

Óþekkt verðmæti

466512

Skartgripur, gullhringur

1 stk.

Óþekkt verðmæti

466513

Úlpa, Primaloft, hermanna græn

1 stk.

Óþekkt verðmæti

466514

Jakki, Primark, svartur

1 stk.

Óþekkt verðmæti

466515

Jakki, 66°N, Crew, blár

1 stk.

Óþekkt verðmæti

 

Teljast brot þessi varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

2.    Fíkniefna- og vopnalagabrot með því að hafa, við handtöku sem greint er frá í 1. tl., haft í vörslum sínum 5,24 g af amfetamíni, 0,34 g af maríjúana og fjaðurhníf af óþekktri tegund sem fannst við leit lögreglu á ákærða.

            Teljast brot þessi varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002 og 1. mgr. og b-lið 2. mgr. 30. gr., allt sbr. 36. gr., vopnalaga nr. 16/1998.

            Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þess er jafnframt krafist að gerð verði upptæk framangreind fíkniefni samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Jafnframt er þess krafist að gerður verði upptækur fjaðurhnífur samkvæmt heimild í 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998.

            Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa.

            Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga.

            Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.

            Ákærði er fæddur í [...]. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 25. október 2018, hlaut hann 12 mánaða fangelsisdóm með dómi Héraðsdóms Reykjaness, dagsettum 15. mars 2018, meðal annars fyrir fjölda þjófnaðarbrota.

            Ákærði hefur í máli þessu verið sakfelldur fyrir þjófnað á ný, auk fleiri brota. Ákærði hefur skýlaust játað sök í málinu og verður það virt honum til málsbóta. Með hliðsjón af framangreindu og ákvæðum 255. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi 4 mánuði. Ekki þykir efni til að skilorðsbinda refsinguna eins og hér stendur á.

            Með vísan til lagaákvæða í ákæru er gert upptækt til ríkissjóðs 8,01 g af amfetamíni, 0,34 g af maríjúana og fjaðurhnífur af óþekktri tegund, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins.

            Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns, 350.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti.

            Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins.

            Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Einar Laxness aðstoðarsaksóknari.

            Þórhildur Líndal, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn.

 

D Ó M S O R Ð:

          Ákærði, Nils Vjaksa, sæti fangelsi í 4 mánuði.

Upptækt er gert til ríkissjóðs 8,01 g af amfetamíni, 0,34 g af maríjúana og fjaðurhnífur af óþekktri tegund.

Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Sigurðar Freys Sigurðssonar, 350.000 krónur.

 

Þórhildur Líndal