• Lykilorð:
  • Ávana- og fíkniefni
  • Gripdeild
  • Játningarmál
  • Fangelsi
  • Skaðabætur
  • Skjalabrot
  • Umferðarlagabrot
  • Vopnalagabrot
  • Þjófnaður

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjavíkur 15. júní 2018 í máli nr. S-108/2018:

Ákæruvaldið

(Margrét Herdís Jónsdóttir saksóknarfulltrúi)

gegn

Reyni Ragnarssyni

(Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður)

 

       Mál þetta, sem dómtekið var 1. júní sl., er höfðað með tveimur ákærum, útgefnum af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrri ákæran var gefin út 27. febrúar 2018, á hendur Reyni Ragnarssyni, kt. 000000-0000, Furugerði 7, Reykjavík fyrir eftirtalin brot framin í Reykjavík, nema annað sé tekið fram, á árinu 2017:

 

I.

Umferðarlagabrot með því að hafa:

 

1.        Laugardaginn 18. febrúar ekið bifreiðinni [---] óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 510 ng/ml og kókaín 20 ng/ml) og með of marga farþega í bifreiðinni um Kristnibraut, uns lögregla stöðvaði aksturinn skömmu síðar.

 

       Telst þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 2. mgr. 73. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

 

2.        Sunnudaginn 19. febrúar ekið bifreiðinni [---], óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist amfetamín 440 ng/ml, 7-amínóklónazepam 40 ng/ml, alprazólam 6,0 ng/ml og klónazepam 25 ng/ml) um Höfðabakka, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn.

 

       Telst þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

 

3.        Laugardaginn 25. febrúar, ekið bifreiðinni [---] óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist vínandi 0,46 ‰, 7-amínóklónazepam 35 ng/ml, amfetamín 905 ng/ml, fenazepam 25 ng/ml, klónazepam 10 ng/ml, MDMA 170 ng/ml) um Þúsöld, með of marga farþega og ekki sinnt stöðvunarmerkjum lögreglu er hún hugðist stöðva aksturinn við Grænlandsleið heldur ekið áfram suður Þúsöld, inn á hringtorgið Sóltorg, austur Kristnibraut og ekki stöðvað akstur fyrr en lögreglubifreið var ekið utan í bifreið ákærða fyrir framan Kristnibraut 77.

 

       Telst þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. a., 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., 2. mgr. 73. gr. og 3. mgr. 5. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og 19. gr. lögreglulaga nr. 90/1996.

 

4.        Mánudaginn 6. mars ekið bifreiðinni [---] óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 530 ng/ml) frá Kristnibraut að Skeifunni, og til baka en lögregla hafði afskipti af honum fyrir utan heimili hans að Kristnibraut 71.

 

       Telst þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

 

5.        Þriðjudaginn 14. mars ekið bifreiðinni [---] sem ákærði hafði í heimildarleysi og í blekkingarskyni sett á skráningarmerkið [---] og ekið henni þannig á röngum skráningarmerkjum og óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 160 ng/ml, kókaín 150 ng/ml og MDMA 60 ng/ml) vestur Vesturlandsveg, uns lögregla stöðvaði aksturinn skömmu síðar við Höfðabakka.

 

       Telst þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og 1. mgr. 157. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

6.        Laugardaginn 1. apríl ekið bifreiðinni [---] óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 680 ng/ml, kókaín 95 ng/ml og MDMA 215 ng/ml sem einnig mældist í þvagi ásamt tetrahýdrókannabínóli) vestur Reykjanesbraut, Reykjanesbæ uns lögregla stöðvaði aksturinn skömmu síðar.

 

       Telst þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987

 

7.        Laugardaginn 10. júní ekið bifreiðinni [---] óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist amfetamín 285 ng/ml, kókaín 20 ng/ml, MDMA 165 ng/ml, metamfetamín 105 ng/ml, díazepam 75 ng/ml og fenazepam 65 ng/ml) vestur Suðurlandsbraut, uns lögregla stöðvaði aksturinn skömmu síðar á gatnamótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar.

 

       Telst þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

 

8.        Miðvikudaginn 21. júní ekið bifreiðinni [---] óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 660 ng/ml, kókaín 105 ng/ml, MDMA 690 ng/ml, metamfetamín 20 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 0,7 ng/ml) um Kristnibraut, uns lögregla stöðvaði aksturinn skömmu síðar við Kristnibraut 71.

 

       Telst þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

 

9.        Föstudaginn 23. júní ekið bifreiðinni [---] óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 395 ng/ml, MDMA 1100 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 0,7 ng/ml) suður Vesturlandsveg uns lögregla stöðvaði aksturinn skömmu síðar við hringtorg þar sem Vesturlandsvegur og Þingvallavegur mætast.

 

       Telst þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987

 

10.    Fimmtudaginn 29. júní ekið bifreiðinni [---] óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 395 ng/ml, MDMA 255 ng/ml, metamfetamín 75 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 0,5 ng/ml) vestur Fellsmúla, Reykjavík uns lögregla stöðvaði aksturinn skömmu síðar við bifreiðastæði Góða hirðisins, Fellsmúla 28.

 

       Telst þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987

 

II.

Fíkninefnalagabrot með því að hafa:

 

1.        Í sama skipti og í 3. tl. I. kafla haft í vörslum sínum 2,79 g af amfetamíni sem lögreglumenn fundu við leit í bifreiðinni [---].

 

2.        Í sama skipti og í 7. tl. I. kafla haft í vörslum sínum 2,71 g af kókaíni sem lögreglumenn fundu við leit í bifreiðinni [---].

 

3.        Föstudaginn 16. júní haft í vörslum sínum 5,85 g af amfetamíni, 0,62 g af marijúana, 10 stk. ecstasy töflur sem lögregla fann við leit á honum og á heimili hans, Kristnibraut 71, Reykjavík.

 

4.        Í sama skipti og í 8. tl. I. kafla haft í vörslum sínum 9,35 g af amfetamíni og 1,86 g af metamfetamíni sem lögregla lagði hald á.

 

5.        Miðvikudaginn 29. nóvember, á lögreglustöðinni við Hverfisgötu 113, haft í vörslum sínum 35,27 g af amfetamíni, 1,48 g af marijúana, og 0,48 g af tóbaksblönduðu marijúana sem lögreglumenn fundu við öryggisleit á ákærða.

 

       Teljast brot þessi varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002.

 

III.

Þjófnað með því að hafa:

 

1.        Sunnudaginn 26. febrúar í verslun Bauhaus við Lambhagaveg 2, í félagi við tvo óþekkta aðila, stolið Stanley borvélasett, og farið með út um neyðarútgang verslunarinnar án þess að greiða fyrir.

 

2.        Þriðjudaginn 28. febrúar í verslun Elko Lindum, Skógarlind 2, Kópavogi, stolið tveimur Bose heyrnatólum, tveimur Sennheiser heyrnatólum og Bose hátalara, samtals að verðmæti kr. 151.575.

 

3.        Föstudaginn 10. mars í verslun Hagkaup, Litlatúni, Garðabæ tekið snyrtivörur að verðmæti kr. 22.548, og farið með út úr versluninni, án þess að greiða fyrir.

 

4.        Laugardaginn 11. mars í verslun Hagkaup, Litlatúni, Garðabæ tekið snyrtivörur að verðmæti kr. 61.133, og farið með út úr versluninni, án þess að greiða fyrir.

 

5.        Laugardaginn 11. mars í verslun Elko Lindum, Skógarlind 2, Kópavogi, í félagi við Dag Þór Hjartarson, kt. 011298-2229, sett Bose hátalara og Kristal gosdrykk, samtals að verðmæti kr. 55.155 og farið með út um inngang verslunarinnar, án þess að greiða fyrir.

 

6.        Laugardaginn 18. mars farið í verslun Elko í Skeifunni, og stolið tveimur bakpokum, þremur Polaroid Snap myndavélum, Polaroid ljósmyndapappír, tveimur Beats heyrnatólum og Sennheiser heyrnatólum, samtals að verðmæti kr. 256.551.

 

7.        Laugardaginn 18. mars farið í verslun A4 í Skeifunni, og stolið snyrtitösku, fartölvubakpoka og þráðlausu lyklaborði og mús, samtals að verðmæti kr. 42.979.

 

8.        Laugardaginn 18. mars farið í verslun 66° Norður í Skeifunni, og stolið fimm jökkum og einni skyrtu, samtals að verðmæti kr. 87.180.

 

9.        Laugardaginn 18. mars farið í verslun Hreysti í Skeifunni og stolið úlnliðsböndum, samtals að verðmæti kr. 3.995.

 

       Teljast brot þessi varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

IV.

Gripdeild og skjalabrot með því að hafa sunnudaginn 12. mars, á skyndibitastaðnum Dominos, Skeifunni, tekið eitt stk. pizzu og farið með út af staðnum án þess að greiða fyrir og í beinu framhaldi ekið bifreiðinni [---] sem ákærði hafði í heimildarleysi og í blekkingarskyni sett á skráningarmerkið [---] og ekið henni þannig á röngum skráningarmerkjum.

 

       Telst þetta varða við 1. mgr. 157. gr. og 245. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

V.

Fyrir vopnalagabrot með því að hafa:

 

1.      Í sama skipti og greinir í 3. tl. II. kafla haft í vörslum sínum stunguvopn sem lögregla fann við leit á honum og á heimili hans, Kristnibraut 71, Reykjavík.

 

       Telst brot þetta varða við b. lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998.

 

2.      Í sama skipti og greinir í 6. 7. 8. og 9. tl. III. kafla verið með hníf í hendi við handtöku og neitað að afhenda hann, þrátt fyrir ítrekaðar skipanir þess efnis. 

 

       Telst brot þetta varða við 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr.  vopnalaga nr. 16/1998 og 19. gr. lögreglulaga nr. 96/1990.

 

       Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. og 102. gr. laga nr. 50/1987, sbr. 25. og 26. gr. laga nr. 44/1993, sbr. 18. gr. laga nr. 66/2006.

 

       Þess er jafnframt krafist að fíkniefni þau sem haldlögð voru af lögreglu, sjá ákæruliði í kafla II., verði gerð upptæk, sbr. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Einnig er farið fram á að hnífar sem haldlagðir voru af lögreglu, sjá ákæruliði í kafla VI., verði gerðir upptækir, sbr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998.

 

Einkaréttarkröfur:

 

       Vegna ákæruliðar III.2 gerir Halldór Breiðfjörð, kt. 000000-0000, þá kröfu f.h. Elko ehf., kt. 000000-0000, hér eftir nefndur kröfuhafi, að ákærði verði dæmdur til að greiða kröfuhafa skaðabætur samtals að fjárhæð kr. 151.575, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi er hið bótaskylda atvik átti sér stað, eða hinn 28.02.2017, og þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti, sbr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er krafist málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins, að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun.

 

       Vegna ákæruliðar III.3 gerir Finnur Árnason, kt. 000000-0000, forstjóri, þá kröfu f.h. Haga hf., kt. 000000-0000, hér eftir nefndur kröfuhafi, að ákærði verði dæmdur til að greiða kröfuhafa skaðabætur samtals að fjárhæð kr. 22.548, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi er hið bótaskylda atvik átti sér stað, eða hinn 10.03.2017, og þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti, sbr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er krafist málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins, að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun.

 

       Vegna ákæruliðar III.4 gerir Finnur Árnason, kt. 000000-0000, forstjóri, þá kröfu f.h. Haga hf., kt. 000000-0000, hér eftir nefndur kröfuhafi, að ákærði verði dæmdur til að greiða kröfuhafa skaðabætur samtals að fjárhæð kr. 61.133, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi er hið bótaskylda atvik átti sér stað, eða hinn 11.03.2017, og þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti, sbr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er krafist málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins, að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun.

 

       Vegna ákæruliðar III.5 gerir Halldór Breiðfjörð, kt. 000000-0000, þá kröfu f.h. Elko ehf., kt. 000000-0000, hér eftir nefndur kröfuhafi, að ákærði verði dæmdur til að greiða kröfuhafa skaðabætur samtals að fjárhæð kr. 55.155, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi er hið bótaskylda atvik átti sér stað, eða hinn 11.03.2017, og þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti, sbr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er krafist málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins, að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun.

 

       Síðari ákæran er gefin út á hendur ákærða 23. maí 2018, fyrir eftirtalin brot framin á árinu 2017:

 

I.

 

Umferðarlagabrot með því að hafa:

 

1.      Miðvikudaginn 11. janúar, ekið bifreiðinni [---], austur Suðurlandsveg, Ölfushreppi, á 98 km hraða á klukkustund þar sem leyfður ökuhraði er 90 km á klukkustund.

 

Telst þetta varða við 2. mgr. 37. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

 

2.      Miðvikudaginn 11. janúar, ekið bifreiðinni [---], vestur Suðurlandsveg, Ölfushreppi, á 98 km hraða á klukkustund þar sem leyfður ökuhraði er 90 km á klukkustund.

 

Telst þetta varða við 2. mgr. 37. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

 

3.      Föstudaginn 19. maí, ekið bifreiðinni [---], vestur Vesturlandsveg, Reykjavík, á 92 km hraða á klukkustund þar sem leyfður ökuhraði er 80 km á klukkustund.

 

Telst þetta varða við 2. mgr. 37. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

 

4.      Föstudaginn 18. ágúst, ekið bifreiðinni [---], vestur Fífuhvammsveg, Kópavogi, á 69 km hraða á klukkustund þar sem leyfður ökuhraði er 50 km á klukkustund

 

5.      Föstudaginn 22. desember ekið bifreiðinni [---] sem ákærði hafði í heimildarleysi og í blekkingarskyni sett á skráningarmerkið [---] og ekið henni þannig á röngum skráningarmerkjum og óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist amfetamín 835 ng/ml, díazepam 55 ng/ml, klónazepam 40 ng/ml og nordíazepam 85 ng/ml) um bifreiðastæði við Shell, Hagasmára, Kópavogi, uns lögregla stöðvaði aksturinn skömmu síðar.

 

Telst þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og 1. mgr. 157. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

II.

 

Þjófnað með því að hafa laugardaginn 18. mars í verslun Hagkaup, Spönginni, Reykjavík, tekið samlokur og farið með út úr versluninni, án þess að greiða fyrir.

 

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

 

III.

 Fyrir gripdeild einn og í félagi svo sem hér greinir:

 

  1. Fimmtudaginn 16. febrúar, við bensínstöð Olís á Gullinbrú, Reykjavík, dælt eldsneyti að andvirði kr. 10.395,- á bifreiðina [---] og ekið henni á brott án þess að greiða fyrir eldsneytið.

 

  1. Mánudaginn 19. júní, við bensínstöð Olís í Garðabæ, dælt eldsneyti að andvirði kr. 9.385,- á bifreiðina [---] og ekið henni á brott án þess að greiða fyrir eldsneytið.

 

  1. Laugardaginn 24. júní, við bensínstöð Olís í Garðabæ, dælt eldsneyti að andvirði kr. 3.030,- á bifreiðina [---] og ekið henni á brott án þess að greiða fyrir eldsneytið.

 

  1. Laugardaginn 24. júní, við bensínstöð Olís í Álfheimum, dælt eldsneyti að andvirði kr. 8.312,- á bifreiðina [---] og ekið henni á brott án þess að greiða fyrir eldsneytið.

 

  1. Þriðjudaginn 27. júní, við bensínstöð Olís í Álfheimum, Reykjavík, dælt eldsneyti að andvirði kr. 9.187,- á bifreiðina [---] og ekið henni á brott án þess að greiða fyrir eldsneytið.

 

  1. Mánudaginn 17. júlí, við bensínstöð Olís á Gullinbrú, Reykjavík, í félagi við óþekktan aðila, dælt eldsneyti að andvirði kr. 2.029,- á bifreiðina [---] og ekið henni á brott án þess að greiða fyrir eldsneytið.

 

  1. Þriðjudaginn 25. júlí, við bensínstöð Olís í Norðlingaholti, Reykjavík, dælt eldsneyti að andvirði kr. 10.108,- á bifreiðina [---] og ekið henni á brott án þess að greiða fyrir eldsneytið.

 

  1. Laugardaginn 28. október, við bensínstöð Olís í Álfheimum, Reykjavík, dælt eldsneyti að andvirði kr. 5.017,- á bifreiðina [---] og ekið henni á brott án þess að greiða fyrir eldsneytið.

 

Teljast brotin varða við 245. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. og 102. gr. laga nr. 50/1987, sbr. 25. og 26. gr. laga nr. 44/1993, sbr. 18. gr. laga nr. 66/2006.

 

       Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa.

 

       Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga.

       Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.

 

       Ákærði er fæddur í desember 1984. Hann á að baki sakaferil sem hefur þó ekki þýðingu við ákvörðun refsingar í málinu. Ákærði hefur játað brot sín greiðlega og verður það virt honum til málsbóta. Á hinn bóginn horfir til refsiþyngingar að ákærði er í máli þessu sakfelldur meðal annars fyrir að hafa á tímabilinu 18. febrúar 2017 til 22. desember sama ár margítrekað ekið undir áhrifum áfengis og/eða ávana- og fíkniefna. Þá er hann jafnframt sakfelldur fyrir alls tíu þjófnaðarbrot, átta gripdeildarbrot sem og önnur hegningar-, vopna- og fíkniefnalagabrot.

       Með hliðsjón af öllu framangreindu, sakarefni þessa máls og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í átta mánuði. Ekki þykja efni til að skilorðsbinda refsinguna.

       Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti í fimm ár frá birtingu dóms þessa að telja.

       Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 53,26 g af amfetamíni, 1,86 g af metamfetamíni, 2,71 g af kókaíni, 10 stk. ecstasy töflur, 2,1 g af marijúana, 0,48 g af tóbaksblönduðu marijúana, stunguvopn og hnífur sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins.

       Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 632.400 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 1.801.634 krónur í annan sakarkostnað.

       Skaðabótakröfur eru nægjanlega rökstuddar og verða teknar til greina, ásamt vöxtum sem í dómsorði greinir. Bótakrefjendur hafa ekki sótt þing og verða því ekki dæmdur málskostnaður úr hendi ákærðu.

       Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Margrét Herdís Jónsdóttir saksóknarfulltrúi.

       Lilja Rún Sigurðardóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn.

 

 

                                                D Ó M S O R Ð:       

       Ákærði, Reynir Ragnarsson, sæti fangelsi í átta mánuði.

       Ákærði er sviptur ökurétti í 5 ár frá birtingu dómsins að telja.

       Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 53,26 g af amfetamíni, 1,86 g af metamfetamíni, 2,71 g af kókaíni, 10 stk. ecstasy töflur, 2,1 g af marijúana, 0,48 g af tóbaksblönduðu marijúana, stunguvopn og hnífur.

       Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 632.400 krónur og 1.801.634  krónur í annan sakarkostnað.

       Ákærði greiði Elko ehf. 151.575 krónur í skaðabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 28. febrúar 2017 til 19. apríl 2018 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags.

       Ákærði greiði Elko ehf. 55.155 krónur í skaðabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 11. mars 2017 til 19. apríl 2018 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags.

       Ákærði greiði Högum hf. 22.548  krónur í skaðabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 10. mars 2017 til 19. apríl 2018 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags.

       Ákærði greiði Högum hf. 61.133 krónur í skaðabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 11. mars 2017 til 19. apríl 2018 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags.

 

Lilja Rún Sigurðardóttir