D Ó M U R Héraðsdóms Suðurlands fimmtudaginn 11 . apríl 2019 í máli nr. S - 37/2019: Ákæruvaldið (Elimar Hauksson fulltrúi) gegn Vilhjálmi Stefánssyni (Úlfar Guðmundsson lögmaður) Mál þetta, sem þingfest var fimmtudaginn 21. mars sl., og dómtekið þann 4. apríl sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi þann 8 . febrúar sl., á hendur Vilhjálmi Stefánssyni , fyrir umferðar - og fíkniefnalagabrot með því að hafa, aðfaranótt s unnudagsins 4. nóvember 2018, ekið bifreiðinni norður Suðurlandsveg við verslun Olís á Selfossi, sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa amfetamíns og kókaíns og fyrir að hafa umrætt sinn haft í vörslu sinni 0,96 g af amfetamíni sem ákærði geymdi í buxnavasa sínum. ( 318 - 2018 - 10896 ) Teljast brot ákærða varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. nefndra umferðarlaga og 2. gr. , sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. r eglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með áorðnum brey tingum, til að sæta upptöku á framangreindum fíkniefnum (efnaskrá nr. 39366), samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði mætti við fyrirtöku málsins 4. apríl sl. með sk ipuðum verjanda sínum . Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samk væm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. 2 Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur g erst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði fjórum sinnum áður sætt refsingu. Þann 24. mars 2005 v ar ákærða gerð sekt vegna ölvunaraksturs. Þann 6. september 2011 var ákærði fundinn sekur um ölvunarakstur og akstur sviptur ökurétti. Þann 20. mars 2012 var ákærða gert að sæta fangelsi vegna ölvunaraksturs sem og aksturs sviptur ökurétti. Þann 3. júní 20 13 var ákærða veitt reynslulausn að eftirstöðvum dómsins skilorðsbundið í eitt ár. Með vísan til 1. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 hefur síðastgreindur dómur ekki áhrif til ítrekunar varðandi ölvunarakstursbrot ákærða. Loks var ákærði þann 5. febrúar 2018 fundinn sekur um akstur sviptur ökurétt i. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga og með vísan til dómvenju þykir ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, ber að svipta ákærða ökurétti í 3 mánuði , frá birtingu dóms þessa að telja. Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, eru gerð upptæk framangreind fíkniefni líkt og greinir í dómsorði. Með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu samtals 163.296 kr. auk þóknunar skipaðs verjanda síns sem er hæfilega ákveðin 196.887 kr. að teknu tilliti til virðisaukaskatts og ferðakostnað verjanda 42.020 kr. Íre na Eva Guðmundsdóttir , löglærður aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Vilhjálmur Stefánsson , sæti fangelsi í 60 daga. Ákærði er sviptur ökurétti í 3 mánuði, frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði sakakostnað samtals 402.203 krónur, þar af þóknun skipaðs verjanda, Úlfars Guðmundssonar lögmanns, 196.887 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts og ferðakostnaðar verjanda 42.020 krónur. Gerð eru upptæk samtals 0,96 g af amfetamíni , sbr. efnaskrá lögreglu nr. 39366. Írena Eva Guðmundsdóttir.