Héraðsdómur Suðurlands Dómur þriðjudaginn 16 . apríl 2019 Mál nr. S - 41/2019 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Elimar Hauksson fulltrúi) gegn Hákon i Má Jósepss yni ( Snorri Sturluson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem þingfest var 14. mars sl., og dómtekið fimmtudaginn 4. apríl er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi þann 8. febrúar sl., á hendur Hákoni Má Jósepssyni, fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 4. desember 2018, ekið bifreiðinni sviptur ökurétti um Laugarvatnsveg við Einholt í Bláskógabyggð. Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. nefndra umferðarlaga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði mætti við þingfestingu málsins ásamt Snorra Sturlusyni lögmanni sem skipaður var verjandi ákærða að hans ósk . Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þyk ir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði níu sinnum áður sætt refsingu, í öll skiptin vegna umferðarlagabrota. Þann 18. ágúst 2017 lauk ákærði þremur málum með sekta rgerð 2 hjá lögreglustjóra, þar sem honum var gerð sekt meðal annars fyrir að hafa þann 19. mars og 11. júní það ár meðal annars ekið sviptur ökurétti, og fyrir að hafa þann 26. apríl 2017 ekið sviptur ökurétti. Þann 4. desember 2017, var ákærða gerð sekt fy rir að hafa þann 22. júní 2017, meðal annars ekið sviptur ökurétti. Þann 16. febrúar 2018 var ákærði dæmdur til að sæta fangelsi fyrir að hafa þann 27. ágúst og 8. október 2017 ekið sviptur ökurétt i . Var þar um að ræða hegningarauki við síðastgreinda sekta rákvörðun. Þ ann 14. desember 2018 var ákærði dæmdur til að sæta fangelsi, fyrir að hafa þann 12. maí sama ár ekið sviptur ökurétti og þann 28. maí sama ár meðal annars ekið sviptur ökurétti. Loks var ákærða þann 14. febrúar sl. gert að sæta fangelsi í 6 má nuði meðal annars vegna aksturs sviptur ökurétti. Ljóst er að brot ákærða samkvæmt ákæru er frami ð fyrir uppkvaðningu síðastgreind ra tveggja dóm a . V erður ákærða því nú dæmdur hegningarauki, með vísan til 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 15 daga. Með vísan til dómvenju þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem er þóknun skipaðs verjanda, og er hæfilega ákveðin 126.480 kr. að teknu tilliti til virðisaukaskatts, auk ferðakostnaðar verjanda sem er 13.200 kr. Írena Eva Guðmundsdóttir , löglærður aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Hákon Már Jósepsson , sæti fangelsi í 15 daga. Ákærði greiði sakakostnað samtals 139.680 krónur sem er þóknun skipaðs verjanda, Snorra Stu rlusonar lögmanns, 126.480 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts og ferðakostnaðar verjanda 13.200 krónur. Írena Eva Guðmundsdóttir .